Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Kirkjufeður: Grískir’ Category

Ioannes Chrysostomus

Algengast mun að álíta heilagan Jóhann­es fœdd­an ár­ið 347, sem er reikn­að ár­tal en ekki full­víst, og nokkr­um ár­um skakk­ar að áliti sumra höf­unda. Hann ólst upp í stór­borg­inni Antiochia ad Oront­em (nú Antakya í Tyrk­landi suð­aust­an­verðu). Þeg­ar Jó­hann­es var ung­barn, dó fað­ir hans, her­for­ing­inn Secund­us, en ekkj­an Anthusa ól son þeirra upp í krist­inni trú og kom hon­um til mennta.

Jóhannes náði meðal annars glæsilegum árangri í mælsku­list (við­ur­nefn­ið Chryso­stom­os þýð­ir gull­munn­ur), og hann hugð­ist í fyrstu leggja fyrir sig lög­vís­indi. Krist­in­dóm­ur varð þó yf­ir­sterk­ari. Hann hóf að læra guð­frœði og munka­lifn­að hjá Dio­dor­osi, sem þá kenndi í Anti­okkíu en síð­ar varð bisk­up í Tars­us. Jó­hann­es lét ekki skír­ast fyrr en á þrí­tugs­aldri, sem þá var al­gengt, hjá heil­ög­um Melet­iusi bisk­upi (d. 381), sem hafði djúp áhrif á hann. Ná­lægt ár­inu 375 varð hann ana­gnost­es í söfn­uð­in­um, sem merk­ir les­ari. Þeirri þjón­ustu fylgdi bæði helgi­hald og trú­frœðsla. Skömmu síð­ar dó móð­ir Jó­hann­es­ar, sem hann hafði lit­ið til með. Hann varð sjálfs sín herra, hélt til fjalla og lifði í sex ár sem mein­læta­mað­ur. Fyrstu fjög­ur ár­in naut hann leið­sagn­ar hjá göml­um, sýr­lenzk­um munki en var næstu tvö ár ein­setu­mað­ur í helli. Hann flutt­ist aft­ur til Anti­okkíu ár­ið 381, því að heilsu hans var far­ið að hraka, og sama ár vígði Mel­et­ius hann til djákna. Því starfi gegndi hann í fimm ár, og þá var Flavian­us orð­inn bisk­up í borg­inni. Reynd­ar var söfn­uð­ur­inn á dög­um þess­ara bisk­upa klof­inn: Aríus­ar­villa var út­breidd, sum­ir vildu feta með­al­veg varð­andi hana, aðr­ir halda fast við hreina trú sam­kvæmt Nikeu­játn­ing­unni frá 325, og fleiri menn voru bisk­up­ar kall­að­ir (sjá hér og hér).

Flavianus vígði Jóhannes til prests ár­ið 386, og næstu tólf ár að­stoð­aði hann bisk­up­inn, eink­um með því að taka að sér pré­dik­an­ir, en starf­aði ann­ars mest við að rétta fá­tœk­um hjálp­ar­hönd og ekki sízt rann­­saka ritn­­ing­­arn­­ar. Því að hann lang­aði til að skýra út all­ar þess­ar bœk­ur á svo al­þýð­leg­an hátt, að all­ir gætu skil­ið þær bók­staf­lega og haft gagn af þeim í dag­legu lífi. Ár­ið 387 gaus upp mik­il óánægja með skatta, sem Theo­dos­ius I. keis­ari hafði lagt á, og stytt­ur af hon­um og fjöl­skyldu hans voru brotn­ar. Þá flutti Jó­hann­es 21 pré­dik­un, til að stilla til frið­ar, og eru þær nefnd­ar De stat­uis ad pop­ul­um Anti­ochenum. Smám sam­an varð hann víð­kunn­ur sem prédikari.

Nektarius patríarki í Konstantínópel dó 397. Þá var Arcad­ius keis­ari (d. 408), og hann gerði Jó­hann­esi orð, að hann skyldi taka við embætt­inu. Þessi keis­ari þótti eng­inn skör­ung­ur. Í hans tíð réðu miklu kona hans, Aelia Eudoxia (d. 404), geld­ing­ur­inn Eutrop­ius (d. 399) og síð­ar her­for­ing­inn Anthem­ius. Jó­hann­es var ófús að þiggja patrí­arka­dœm­ið, en hon­um tjó­aði ekki að neita. Theo­phil­us patrí­arki í Alex­andríu (d. 412), sem sjálf­ur vildi hafa meira að segja um ráð­stöf­un á þess­ari veg­semd, vígði hann ófús 26. febr­úar 398.

Heilagur Jóhannes hófst handa í eigin ranni og skar vægð­ar­laust nið­ur eyðslu­semi og veizlu­höld á veg­um patrí­arka­dœm­is­ins og pre­láta en not­aði pen­ing­ana í þágu hinna snauðu, með­al ann­ars til að stofna spít­ala fyr­ir fá­tœkt fólk og að­komu­menn. Hann lifði spart og gagn­rýndi mjög óhófs­lifn­að, ekki sízt fram­ferði kven­fólks við hirð­ina, sem Eudox­ia keis­ara­ynja tók til sín, og þar eign­að­ist patrí­ark­inn hættu­leg­an óvin. Hann krafð­ist einn­ig sið­bót­ar af prest­um, sem sum­ir misstu kjól og kall og undu því illa. Gain­as hét got­neski her­stjór­inn í Kon­stant­ínópel (d. 400), og Jó­hann­es veitt­ist að ráðs­mennsku hans, auk þess sem mað­ur­inn var hall­ur und­ir trú­vill­ing­inn Aríus (d. 336). Þau Eudox­ia gerðu banda­lag gegn Eutrop­iusi og fengu velt hon­um úr valda­stóli. Jó­hann­es tal­aði máli hans (sjá hér og hér), og ávann hon­um gálga­frest, en senn var geld­ing­ur þessi líf­lát­inn, þótt sam­verka­mönn­um hans væri þyrmt. Theo­phil­us í Alex­andríu hafði snú­izt gegn fjór­um munk­um fyr­ir að styðja kenn­ing­ar Origen­es­ar (d. 254). Þeir flúðu ár­ið 402 á náð­ir Jó­hann­es­ar, sem tók við þeim, og það spillti enn sam­bandi patrí­arkanna.

Jóhannes Chrysostomos eignaðist þann­ig á fá­um ár­um valda­mikla óvild­ar­menn. Sum­ir kalla hann kjark­mik­inn en aðr­ir ófor­sjál­an, en hann gleymdi að minnsta kosti ekki hug­sjón­um sín­um. Eudox­ia drottn­ing og Theo­phil­us patrí­arki snéru nú bök­um sam­an: Hann var ár­ið 403 kvadd­ur til Kon­stant­ínópel, til að fjalla um mál munk­anna fjög­urra. Hann kom ekki fá­menn­ur, eins og til hafði tal­azt, held­ur hafði með sér 29 bisk­upa, sem all­ir voru hon­um hlið­holl­ir. Og frek­ar en að ræða um munk­ana, efndu þess­ir bisk­up­ar til þings og tóku til úr­skurð­ar ótal kær­ur á Jó­hann­es patrí­arka, og þykja fæst­ar þeirra vel grund­að­ar. Hann neit­aði að við­ur­kenna þessa sam­komu, og stefndi til sín enn fleiri bisk­up­um úr ná­læg­um héruð­um. Drottn­ing og Theo­phil­us höfðu hins veg­ar plœgt svo vel jarð­veg­inn við hirð­ina, að Arcad­ius keis­ari féllst að lok­um á þau álykt­ar­orð að­komu­bisk­up­anna, að Jó­hann­esi væri vik­ið úr embætti. Hann gaf sig á vald her­mönn­um, sem flytja áttu hann í út­legð. Ella stefndi í blóðs­út­hell­ing­ar, því að al­þýða fólks studdi hann. En á þeirri nóttu varð jarð­skjálfti, sem drottn­ing leit á sem tákn um reiði Guðs. Hún fékk því mann sinn til að kalla Jó­hann­es heim, en Theo­phil­us hvarf á braut í skynd­ingu. Frá þess­ari af­setn­ingu og gerð­um hins síð­ar­nefnda seg­ir víða, með­al ann­ars í bréfi frá Jó­hann­esi til heil­ags Inno­cent­ius­ar páfa (d. 417), sem bar til­ætl­að­an árangur.

Brátt urðu greinir með drottningu og Jóhann­esi, sem ekki brást frek­ar en endra­nær þeirri skyldu að vanda um við háa sem lága. Ár­ið 404 sendi keis­ar­inn hann aft­ur í út­legð og valdi hon­um stað aust­ur í Kákasus­fjöll­um. En mál­efni patrí­ark­ans gleymd­ust ekki. Arsac­ius hafði ver­ið skip­að­ur í hans stað ár­ið 404, rosk­inn mað­ur og bróð­ir Nektar­ius­ar sál­uga patr­íarka, en hann fékk óblíð­ar við­tök­ur hjá mörg­um og dó haust­ið 405. Eft­ir fjög­urra mán­aða þóf, tók Atticus við af hon­um á út­mán­uð­um 406 og þótti vera grimm­ur and­stœð­ing­um sín­um. Lít­ill frið­ur var lengi um það bisk­ups­kjör, og þó sat hann tvo ára­tugi á stóli sín­um. Páf­­inn og Honor­­ius keis­­ari í vest­­ur­­hluta rík­­is­­ins gerðu ár­­ið 405 út sendi­nefnd, til að krefja Arcad­ius keisara um leið­rétt­ingu á máli Jó­hann­es­ar, en hún fékk ekki að ljúka er­indi sínu. Sam­skipti kirkj­unn­ar í Róm við Theo­phil­us í Alex­andríu urðu einn­ig mjög erf­ið. Jó­hann­es undi illa hlut sín­um og sendi úr út­legð­inni fjöl­mörg bréf, með­al ann­ars til hefð­ar­fólks í rík­inu. Þess vegna var ákveð­ið að flytja hann enn lengra burtu, til Abkhaz­íu við Svarta­haf. Ferða­lag­ið var erf­itt, og her­menn ráku hann vægð­ar­laust áfram. Á leið­inni ör­magn­að­ist hann og komst aldrei á leið­ar­enda. Þeg­ar séð varð, til hvers dró, var hon­um þó kom­ið til kirkju, svo að hann gæti með­tek­ið sakra­ment­ið. Síð­ustu orð hans voru δόξα τῷ θεῷ πάντων ἕνεκεν: Guði sé lof fyr­ir allt.

Heilagur Jóhannes dó í borg­inni Comana Pontica á kross­messu 14. septem­ber. Svo að messa hans falli ekki í skugg­ann af þeirri há­tíð, er hún í róm­versk-kaþólsku kirkj­unni sung­in 13. septem­ber (á fyrri tíð hins veg­ar 27. jan­úar, því að þann dag kom Procl­us bisk­up með helg­an dóm hans til Kon­stant­ínópel, eft­ir að patrí­ark­inn hafði leg­ið á 35. ár í gröf sinni, sjá 45. kafla í VII. bók hjá Socratesi). Inno­cent­ius páfi hafði ár­ið 414 veitt hon­um fulla upp­reisn. Frá 438 var helgi patrí­ark­ans op­in­ber­lega við­ur­kennd, og á al­menna kirkju­þing­inu í Chal­cedon 451 var hann tal­inn til kirkju­feðra, en 1568 út­nefndi heil­ag­ur Pius V. páfi hann sem kirkju­frœð­ara. Í orþó­dox­um kirkj­um er helzti messu­dag­ur Jó­hann­es­ar 13. nóvem­ber. Í Martyro­log­ium Roman­um stend­ur við 14. septem­ber: “Apud Coman­am, in Ponto, natalis sancti Ioannis, Episcopi Con­stant­inopolit­ani, Con­fessor­is et Ecclesiæ Doctor­is, propter aureum elo­quentiæ flumen cogno­mento Chrysostomi; qui, ab inimicorum factione in exsil­ium eiect­us, et, cum e sancti Inno­centii Primi, Summi Pontificis, decreto inde re­vocaretur, in itinere, a custodi­enti­bus militi­bus multa mala per­pessus, animam Deo reddidit. Eius autem festivitas sexto Kalendas Februarii celebrat­ur, quo die sacrum ipsius corpus a Theo­dosio iuniore Con­stant­ino­polim fuit translat­um. Hunc vero præ­clar­issim­um divini verbi præ­conem Pius Papa Decimus cælestem Orat­or­um sacror­um Patron­um de­claravit atque constituit.” Helg­ur dóm­ur patrí­ark­ans var flutt­ur frá Kon­stant­ínóp­el til Róm­ar á veg­um kross­fara ár­ið 1204, en Jó­hann­es Páll II. páfi skil­aði hon­um 27. nóvem­ber 2004. Það tog­að­ist á, að hinn heil­agi mað­ur hafði sjálf­ur ósk­að sér þess að mega hvíla nærri Pétri post­ula, en í aust­ur­kirkj­um voru hin­ir fornu beina­flutn­ing­ar ætíð illa rœmd­ir. Höf­uð Jó­hann­es­ar er nú varð­veitt í klaustr­inu Vatopedi á Athos­skaga í Grikk­landi norð­aust­an­verðu. Þar verða jar­teinir.

Skiptar skoðanir eru um, hvort telja eigi heil­ag­an Jó­hann­es hafa ver­ið písl­ar­vott. Harð­neskju­leg með­ferð dró hann að sönnu til dauða, eins og trú­lega var fyr­ir­sjá­an­legt, en hann var ekki dœmd­ur dauða­sek­ur eða tek­inn af lífi. Í róm­versk-kaþólsku kirkj­unni er ekki lit­ið á hann sem písl­ar­vott, frek­ar en aðra kirkju­frœð­ara, sem varð­ar helgi­siði á messu­dög­um hins heil­aga fólks. En mikl­ar písl­ir fékk hann að bera, og það kem­ur skýrt fram í fram­an­skráðri til­vitn­un í Martyro­log­ium Rom­anum.

Heilagur Jóhannes skýrði skipulega út með pré­dik­un­um marg­ar bœk­ur úr Bibl­íunni, vers fyr­ir vers, sem hef­ur varð­veitzt vel. Með­al hinna helztu má nefna: Fyrsta Móse­bók (67 lestrar), Sálm­arn­ir (59), Matt­eus­ar­guð­spjall (90; krœkj­urn­ar hér vísa til út­gáfu á ensku hjá New Ad­vent), Jó­hann­es­ar­guð­spjall (88), Post­ula­sag­an (55), Róm­verja­bréf­ið (32), Fyrra Kor­intu­bréf (44+1), Síð­ara Kor­intu­bréf (30), Gal­ata­bréf­ið (6), Efes­us­bréf­ið (24+1), Fil­ippí­bréf­ið (15+1), Kól­ossu­bréf­ið (12), Fyrra Þessa­lon­íku­bréf (11), Síð­ara Þessa­lon­íku­bréf (5), Fyrra Tímó­teus­ar­bréf (18+1), Síð­ara Tímó­teus­ar­bréf (10), Tít­us­ar­bréf­ið (6), Fíle­mons­bréf­ið (3+1) og Hebr­ea­bréfið (34+1). Rit­ar­ar skrif­uðu nið­ur eft­ir hon­um, frek­ar en þetta sé af hans hálfu skráð fram­setn­ing. Merk eru einn­ig skrif hans um prests­dóm (6 bœkur), og hann hvatti fólk til að efla munk­lífi en varna ung­um mönn­um ekki að feta þá braut. Þá samdi hann merki­lega helgi­siði. Reynd­ar er flest frá hendi patrí­ark­ans heil­næmt og oft­ast sígilt, en hvöss um­mæli hans um Gyð­inga hafa stund­um ver­ið tek­in úr sínu sögu­lega sam­hengi.

Verk heilags Jóhannesar er meðal ann­ars að finna hér: i) bibliotheque-monastique.ch, ii) Christian Classics Ethereal Library (Nicene and Post-­Nicene Fathers, Series I, Volumes IX-­XIV), iii) Docu­menta Catholica Omnia, iv) New Ad­vent, v) Wiki­source (enska).

Hjón nokkur í Konstantínópel voru áhangend­ur trú­vill­ings­ins Mace­don­ius­ar. Svo vildi til, að mað­ur­inn varð áheyr­andi að því, þeg­ar heil­ag­ur Jó­hann­es út­list­aði guð­dóm­inn, og iðr­að­ist hann nú villu sinn­ar. En það vildi kon­an ekki gera. Þá verð ég að skilja við þig, sagði mað­ur­inn, og hún lét loks und­an. Það var þó að­eins í orði kveðnu. Fljót­lega þurfti hún að fara í messu hjá Jó­hann­esi, hafði vinnu­konu sína með og lét hana við alt­ar­is­göng­una lauma brauð­­bita í lófa sér, til að kom­­ast hjá að með­taka sakra­ment­ið, en reyndi jafn­framt að vera sem und­ir­leit­ust, svo að svik­anna yrði ekki vart. Nú stakk hún hinu óhelg­aða brauði upp í sig og beit í, en þá var það orð­ið að steini. Kon­an varð skelf­ingu lost­in og ját­aði synd sína grát­andi. Steinn­inn var und­ar­leg­ur á lit­inn og í hon­um tanna­för. Ef þú ekki trú­ir þessu, get­urðu sjálf­ur skoð­að hann í dóm­kirkj­unni, skráði Sozo­men­us í 5. kafla 8. bók­ar af kirkju­sögu sinni, en sú bók er mik­il­vœg heim­ild um Jó­hann­es Krysostom­us, höf­und­ur fœdd­ur ná­lægt ár­inu 400 og mátti hafa góða frá­sögn. Theo­dor­et­us (d. um 457) rit­aði einn­ig um patrí­ark­ann í 5. bók af sinni kirkjusögu. Pallad­ius bisk­up (f. um 363) er enn einn höf­und­ur­inn, sem sagði frá hon­um, og það er bita­stœð­asta bókin.

    

    

Albert, Paul (1858)

Ameringer, Thomas Edward (1921)

Anderson, Galusha (1903)

Scudo SDB, Mario @ Santi, beati e testimoni

Baur, Chrysostom OSB (1907)

Baur, Chrysostom OSB @ The Catholic Encyclopedia (1910)

Behr, Fr. John @ St. Vladimir’s Theological Seminary

Benedictus PP. XVI (bréf 10. ágúst 2007)

Benedictus PP. XVI (ávarp 19. september 2007)

Benedictus PP. XVI (ávarp 26. september 2007)

Bergier, Jean Baptiste (1856)

Borovoi, Vitali erkiprestur í Moskvu (prédikun 9. febrúar 1977)

Bradshaw, David @ University of Kentucky

Bradshaw, Rob @ Early Church

Catholic Information Network

Catholic Online

Chase, Frederic Henry (1887)

Coptic Orthodox Church Network

Eglise Catholique en France

Ford, David @ St. Tikhon’s Orthodox Theological Seminary

Gennadius Scholasticus (5. öld; 30. kafli)

Heiligen-3s

Hemphill, Wesley Lynn (1916)

Johnson, Edwin (1873)

Kathpedia

Kiefer, James @ The Society of Archbishop Justus

Kohler & Ginzberg @ The Jewish Encyclopedia

Martin, Étienne (1860, 1. bindi)

Martin, Étienne (1860, 2. bindi)

Neander, August (1822, 2. bindi)

Neander, August (1832, 1. bindi endurskoðað)

Newman, John Henry (1873)

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Ohleyer, Leo Joseph (1921)

Orthodox Church in America

Orthodox Wiki

Perthes, Friedrich Matthaeus (ensk þýðing frá 1854)

Puech, Aimé (4. útgáfa 1905)

Pullan, Leighton (1921)

Schaff, Philip (1891)

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Stephens, William Richard Wood (1872)

Store norske leksikon

Thierry, Amédée (1872)

Walter, William Joseph (1842)

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Willey, John Heston (1906)

Ökumenisches Heiligenlexikon

   

Read Full Post »

Basilios mikli

Βασίλειος fœddist í borginni Caesarea Mazaca í hér­að­inu Cappa­dociae í Litlu-Asíu (nú Kayseri í miðri Ana­toliu í Tyrk­landi). For­eldr­ar hans hétu Basil­íus og Emme­lia, og bæði voru þau tek­in í heil­agra manna tölu ásamt fimm börn­­um sín­um og móð­ur hans, en fað­ir Emmeliu varð písl­ar­vott­ur. Basil­íus yngri naut ágætr­ar skóla­göngu, bæði í Kon­stantín­ópel og Aþenu. Síð­an hélt hann til heima­borg­ar sinn­ar og lét skír­ast 356. Hann ferð­að­ist næst um Sýr­land, Egypta­land, Palest­ínu og Mesó­pót­amíu, til að kynna sér ein­setu, klaust­ur og kristni­hald. Hann stofn­aði 358 til munk­líf­is í Annesi á bökk­um ár­inn­ar Iris (nú Niks­ar í Norð­ur-Tyrk­landi). Þetta var fyrsta klaust­ur í Litlu-Asíu, þótti strangt, og ekki mun Basil­ius hafa dreg­ið af sér við mein­læti. Þang­að réð­ist með hon­um vin­ur hans, Gregor­ius Nazi­anzus (330-389), sem einn­ig átti eft­ir að verða heil­ag­ur kirkju­frœð­ari. Þeir rann­sök­uðu með­al ann­ars Biblí­una og rit kirkju­feðr­­anna, og sam­an rit­uðu þeir ár­ið 360 bók­ina Philo­kalia, með ágripi af verk­um Origen­es­ar. Sömu­leið­is samdi Basil­íus Regulae fusius tractatae, með leið­bein­ing­um um munk­lífi, og áttu regl­ur þess­ar síð­ar eft­ir að verða grund­völl­ur að klaust­ur­haldi víð­ast í aust­ur­kirkj­­unni (að sumu leyti byggð­ar á hug­mynd­um eft­ir heil­ag­an Pachom­ius [d. 348] en tals­vert breytt­ar). Hann gerði með­al ann­ars ráð fyrir hjálp við sjúka og fá­tœka og jafn­vel að­stoð við mennt­un fólks. Nú ágerð­ust deil­ur um Aríus­ar­vill­una, og Basil­íus reyndi í fyrstu að leita mála­miðl­un­ar, sem ekki bar árang­ur, og fyllti hann síð­an flokk þeirra, sem ein­dreg­ið héldu sig við Níkeu­játn­ing­una, sem hafði ver­ið sam­þykkt 325. Það átti eft­ir að verða hlut­skipti hans að berj­ast lengi gegn Arí­us­ar­villu, sem oft naut stuðn­ings við hirð keis­ar­anna og var á þeim tíma bor­in fram með tals­verð­um yf­ir­gangi. Basil­íus var vígð­ur til prests um 363, og flutt­ist 365 al­fari til Caes­area, til að að­stoða Eusebius erki­bisk­up, sem dó 370, og var hann þá kjör­inn í hans stað og vígð­ur 14. júní. Á með­al bóka eft­ir þenn­an kirkju­frœð­ara er Hexaë­meron, um sköp­un heims­ins, ann­að rit um Jes­aja spá­mann, enn ann­að með 13 prédik­un­um um Davíðs­sálma, einn­ig Regulae brevius tractatae, ný fram­setn­ing á regl­un­um um munk­lífi. Hann samdi enn­frem­ur þrjár bœk­ur á móti Eunom­iusi, sem varði Arí­us­ar­­villu. Basil­ius rit­aði ár­ið 375 hið stór­merka verk De Spiritu Sancto. Loks má nefna sí­gild Heil­ræði til ungra manna, um var­fœrni við lest­ur á heið­ing­leg­um bók­um. All­mik­ið bréfa­safn eft­ir Basil­ius er varð­veitt. Um­hverf­is bisk­ups­set­ur hans varð smám sam­an til dá­lít­ið sam­fé­lag, sem kall­að var Basilia, með kirkju, spítala og af­drepi fyr­ir ferða­fólk. Hann pré­dik­aði kvölds og morgna, oft fyr­ir mikl­um mann­fjölda, skipu­lagði tíða­bœn­ir átta sinn­um á dag og samdi texta fyr­ir messu­hald. Hann lét sér mjög annt um fá­tœka og hjálp­aði eft­ir megni synd­ur­um til aft­ur­hvarfs. Þeg­ar hann dó, fylgdi mik­ill og grát­andi mann­fjöldi hon­­um til graf­­ar, einn­ig heið­ingj­ar og út­lend­ing­ar, en lík­ræð­una flutti bróð­ir hans, Gregor­ius Nyss­en­us bisk­up og seinna heil­ag­ur kirkju­fað­ir (d. eft­ir 394). Rösk­um tveim­ur ár­um eft­ir and­lát Basil­ius­ar tókst loks að yf­ir­stíga Arí­us­ar­villu á al­mennu kirkju­þingi í Kon­stantín­ópel 381.

Basilíus dó 1. janúar, sem er messu­dag­ur hans víða í orþó­dox­um kirkj­um, en hans er í róm­versk-kaþólsku kirkj­unni og sum­um kirkju­deild­um mót­mæl­enda nú minnzt 2. janúar, og fleiri messu­daga má finna. Einn þeirra er vígslu­dag­ur hans til bisk­ups. Ann­ar er 30. jan­úar, og ber saga til: Á ell­eftu öld urðu flokka­drætt­ir í Kon­stantín­ópel, svo að borg­ar­bú­ar skipt­ust í þrjár fylk­ing­ar. Sum­ir álitu heil­ag­an Basil­íus mest­an af hin­um þrem­ur miklu grísku­mæl­andi kirkju­feðr­um, aðr­ir sögðu heil­ag­an Gregor­ius Nazi­anzus vera hon­um meiri, og enn aðr­ir töldu heil­ag­an Jó­hann­es Krysostom­os (d. 407) miklu mest­an. En þetta leyst­ist á ár­inu 1084, því að kirkju­feð­urn­ir þrír birt­ust Jó­hann­esi bisk­upi frá Euchaita í sýn og sögð­ust vera jafn­ir fyr­ir Guði. “Á milli okk­ar er eng­inn ríg­ur eða sund­ur­lyndi,” sögðu þeir og mæltu fyr­ir um að láta lok­ið allri þrætu en halda þeim í sam­ein­ingu há­tíð á sama degi. Jó­hann­es bisk­up valdi 30. jan­úar, og á það sætt­ist öll al­þýða, þótt eft­ir sem áð­ur hefðu kirkju­feð­urn­ir einn­ig hin­ar fyrri há­tíð­ir sín­ar. Í róm­versk-kaþólsku kirkj­unni er heil­ög­um Aþanas­íusi í Alex­andríu (d. 373) venju­lega bœtt við, þeg­ar rætt er um hina miklu grísku kirkju­feð­ur, og í sam­ein­ingu voru þeir fjór­ir út­nefnd­ir kirkju­frœð­ar­ar á ár­inu 1568. Þeir lögðu all­ir um­tals­vert af mörk­um til að skýra og verja kenn­ingu heil­agr­ar kirkju um Guð­dóm­inn. Í Martyro­logium Rom­an­um stend­ur þetta um Basil­ius: “Cæsareæ, in Cappa­docia, de­positio sancti Basilii, cogno­mento Magni, Episcopi, Con­fessoris et Ecclesiæ Doctoris; qui, tempore Valentis Imperator­is, doctrina et sapientia insignitus omnibus­que virtutibus exornatus, mirabiliter effulsit, et Ecclesiam ad­versus Arianos et Mace­donianos in­expugnabili con­stantia defendit. Eius autem festivitas potissimum agitur decimo octavo Kalendas Iulii, quo die Episcopus ordinatus est.”

Helgur dómur Basiliusar fór víða, en höf­uð hans er varð­veitt í klaustr­inu Megiste Lavra á Aþos­skaga. Sig­urð­ur A. Magn­ús­son lýsti þessu klaustri í bók­inni Garð­ur Guðs­móð­ur (Reykja­vík 2006, bls. 25-32), en ekki er höf­uð­ið nefnt hjá honum. Hins veg­ar er stutt­ur og góð­ur kafli um Basil­ius (bls. 102-104), auk marg­vís­legra upp­lýs­inga um munk­lífi í orþó­dox­um sið.

Verk eftir heilagan Basilius má meðal ann­ars lesa hér: 1) Bibliothek der Kirchenväter (hér og hér), 2) Christian Classics Ethereal Library, 3) Docu­menta Catholica Omnia, 4) Ellopos.­net 5) Eternal Word Tele­vision Net­work (nr. 532-533, 538-539, 550-555, 560-561, 706-709) og 6) JesusMarie.com.

Á mörgum grískum heimilum er siður að bera fram eft­ir mið­nœtti um ára­mót Basil­íus­ar­köku, en í henni er fal­inn gull- eða silf­ur­pen­ing­ur, og boð­ar gæfu á nýja ár­inu að fá pen­ing­inn. Fyrst er skor­in sneið handa heil­ög­um Basil­íusi, þá sneið­ar fyr­ir alla á heim­il­inu, jafn­vel líka fyr­ir hund­inn og kött­inn, en síð­ast stór sneið fyr­ir hina fá­tœku. Þetta mun vera til minn­ing­ar um ótíð í Kappa­dokíu ná­lægt ár­inu 368, en Basil­íusi tókst að skipta svo mat­föng­um, að hung­ur­dauða varð af­stýrt. Með kök­unni má til dœm­is drekka Basil­íus­ar­kaffi. Síð­an fœr­ir Basil­íus börn­un­um gjaf­ir á þess­um messu­degi sín­um og hleyp­ur þann­ig und­ir herð­ar með heil­ög­um Niku­lási, sem víða um lönd fer eins að um jólaleytið.

Meðfylgjandi mynd er eft­ir spænska mál­ar­ann Francisco de Herrera eldri, gerð um 1639, og sýn­ir heil­ag­an Basil­íus lesa kenn­ing­ar sín­ar fyr­ir. Heil­ag­ur Andi í líki dúfu flýg­ur yf­ir höfði hans. Bisk­up­inn dó um fimmt­ugt (fœdd­ur 329 eða 330) og mætti vera lít­ið eitt ung­legri á mynd­inni, þótt mœdd­ur hafi ver­ið af erf­iði, mein­læt­um og veik­indum.

   

    

Benedictus PP. XVI (ávarp 4. júlí 2007)

Benedictus PP. XVI (ávarp 1. ágúst 2007)

Catholic Information Network

Catholic Online

Clarke, William Kemp Lowther (1913)

Columbia Encyclopedia

Coptic Orthodox Church Network

Eglise Catholique en France

Gregorius Nazianzus (minningarræða)

Heiligen-3s

Hieronymus kirkjufrœðari (sjá 116. kafla)

Kathpedia

Klose, Carl Rudolph Wilhelm (1835)

Maier, Johannes (1915)

McSorley, Joseph @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Orthodox Wiki

Padelford, Frederick Morgan (1902) @ Tertullian.org

Santi, beati e testimoni

Santopedia

Scholl, Eug. (1881)

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Smith, Richard Travers (1879)

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

St. Nicholas Ukrainian Catholic Church @ Manitoba

Store norske leksikon

Weiss, Karl (1908)

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

     

    

Read Full Post »

Athanasius Alexandrinus

Αθανάσιος kirkjufaðir ólst upp í Alex­andríu í Egypta­landi og naut ágætr­ar mennt­un­ar. Hann vígð­ist djákni ár­ið 318 og gerð­ist rit­ari hjá Alex­and­er, sem var bisk­up í borg­inni. Sem slík­ur fylgdi hann bisk­upi á fyrsta al­menna kirkju­þing­ið, sem var hald­ið í Níkeu 325. Aríus­ar­villa kom til sögu 319, og Aþan­as­ius tal­aði gegn henni á þing­inu, sem einn­ig snér­ist gegn henni, og varð þá til Níkeu­játn­ing­in, sem síð­an hef­ur ver­ið mik­il­væg­ur grund­völl­ur. Alex­and­er dó 328, og þá var Aþan­as­ius kjör­inn bisk­up í Alex­andríu og 20. patrí­arki egypzku kirkj­unn­ar. Því mið­ur tókst ekki að kveða nið­ur Aríus­ar­villu á þing­inu, og eink­um reynd­ist hún eiga skjól við keis­ara­hirð­ina. Af þeirri ástœðu sætti Aþan­as­ius of­sókn­um, jafn­vel her­valdi, og varð all­oft í 45 ára bisk­ups­dómi sín­um að fara í út­legð, sam­tals í mörg ár, en á með­an var reynt að setja and­stœð­inga hans á bisk­ups­stól­inn. Það var ekki fyrr en al­menn­ing­ur í Alex­andríu loks gerði upp­reisn 366 og krafð­ist þess að fá bisk­up­inn sinn til baka, að þess­um hremm­ing­um linnti. Kann­ski hef­ur eng­inn bisk­up jafn oft þurft að svara fyrir kenn­ingu sína, og æv­in­lega reynd­ist hann boða trúna hreina. Hér eru ekki efni til að rekja þessa storma­sömu kirkju­sögu. Aþan­as­ius var sem traust­ur brim­brjót­ur, og þess njóta kristn­ir menn nú og á öll­um öld­um. En hann er enn gagn­rýnd­ur, eink­um hjá Gyð­ing­um (sjá til dœm­is hér, texti frá 1901) en einn­ig sum­um öðr­um frœði­mönn­um, sem kjósa að treysta bezt forn­um and­stœð­ing­um hans. Við þenn­an heil­aga patrí­arka er kennd Aþan­as­ius­ar­játn­ing­in (sjá hér, hér og hér; sam­in und­ir áhrif­um af kenn­ingu hans, frek­ar en hann hafi rit­að hana sjálf­ur). Hann rit­aði margt, eink­um um trú­vörn og guð­frœði, sem er sí­gild lesning. Og eink­ar gott er að lesa ævi­sög­una, sem hann rit­aði um vin sinn, heil­ag­an Ant­on­ius, en hjá hon­um leit­aði bisk­up stund­um skjóls á út­legð­ar­ár­um sín­um. Heil­ag­ur Aþan­íus­ar var út­nefnd­ur kirkju­frœð­ari 1568. Messu­dag­ur hans er í róm­versk-kaþólsku kirkj­unni 2. maí (dauða­dag­ur patrí­ark­ans; hans einnig minnzt á þeim degi í ensku biskupa­kirkjunni og lutherskum kirkjum), í flest­um orþó­dox­um kirkj­um 18. jan­úar og í kopt­ísku kirkj­unni 15. maí (þann dag 1973 kom helg­ur dóm­ur hans til Egypta­lands, hafði lengi ver­ið á Ítalíu, en Páll VI. páfi ákvað að senda hann heim).

Í koptísku kirkjunni er haldin há­tíð til minn­ing­ar um krafta­verk, sem Drott­inn gerði á heil­ög­um Aþan­as­iusi: Þeg­ar Con­stant­ius keis­ari ját­að­ist und­ir Aríus­ar­vill­una [eða af­brigði af henni], sendi hann mann að nafni Gaw­arg­ios til Alex­andríu, til að yf­ir­taka bisk­ups­embætt­ið, og með hon­um fóru 500 ridd­ar­ar, sem áttu að drepa fólk­ið, ef það tœki ekki við þess­ari kenn­ingu. Fá­ir ját­uðu henni, og marg­ir voru drepn­ir, en Aþan­as­ius stökk í út­legð. Eftir sex ár fór hann hins veg­ar til Con­stantin­opel og gekk fyrir keis­ar­ann, krafð­ist þess að verða aft­ur sett­ur í embætti sitt eða fá að líða písl­ar­vætti. Con­stant­ius lét þá flytja hann út í bát­kænu og á haf út, án mat­ar, drykkj­ar eða hjálp­ar­manns, til að hann sál­að­ist úr hungri og þorsta eða drukkn­aði, án þess að vera bein­lín­is drep­inn. En Guð lét engla sína fœra bisk­upi mat og drykk og bát­inn ná til Alex­andríu á þrem­ur dög­um. Þeg­ar hinir trú­uðu sáu þetta, glödd­ust þeir og tóku á móti hon­um með kert­um og lof­söngv­um, fylgdu hon­um til kirkju og ráku Gaw­arg­ios og fylg­is­menn hans á burt (sjá hér).

Þegar Athanasius dó, vakti yfir honum djákni að nafni Tímoteus, sem sá erkiengilinn Mikjál koma og taka sál biskupsins, sem hafði á sér sömu mynd og líkaminn, og bera hana upp til himins. Á þeirri stundu sá hann einnig fjölda engla og heyrði þá þakka Guði fyrir að gera sína heilögu dýrðlega.

Verk eftir heilagan Aþanasius má með­al ann­ars finna hjá: 1) Biblio­thek der Kirchen­väter, 2) Christian Classics Ethereal Library, 3) Docu­menta Catholica Omnia, 4) Eternal Word Tele­vision Net­work, 5) New Ad­vent, 6) New­man Reader og 7) Paul Halsall.

   

Bargellini, Piero @ Santi, beati e testimoni

Benedictus XVI (ávarp 20. júní 2007)

Bright, William (1890)

Budge, Ernest Alfred Wallis (1915)

Bush, Robert Wheler (1888)

Butler, Alban @ Sacred Texts Archive

Catholic Online

Cavallera, Ferdinand (1908)

Christian Cyclopedia @ The Lutheran Church, Missouri Synod

Clifford, Cornelius @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Coptic Orthodox Church Network

Dictionnaire de Théologie Catholique

Davis, Glenn @ The Develop­ment of the Canon of the New Testament

Église Catholique en France

Ellopos

Forbes, Frances Alice (1919)

Friedrich-Alexander-Universität, Erlangen-Nürnberg

Gregorius Nazianzenus

Heiligen-3s

Hieronymus (87. kafli)

Hoss, Karl (1899)

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Kaye, John (1853)

Kiefer, James @ Anglican Resource Collection

Marlowe, Michael @ Bible Research

Möhler, Johann Adam (1844)

Odden, Per Einar @ kaþólska kirkjan í Noregi

Orthodox Church in America

Orthodox Wiki

Pell, G. A. (1888)

Reynolds, Henry Roberts (1889)

Santopedia

Sierves de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Stülcken, Alfred Johann Friedrich (1899)

Voigt, Heinrich (1861)

West, Aaron @ Fourth-Century Christianity

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Zima, Jeremy @ Fourth-Century Christianity

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Cyrillus Alexandrinus

Κύριλλος fœddist í Alexandríu í Egypta­landi, ár­ið 376 eða litlu síð­ar, naut góðr­ar mennt­un­ar og dvald­ist einn­ig nokk­ur ár á með­al ein­setu­munka í eyði­mörk­inni. Hann tók prests­vígslu og gerð­ist hand­geng­inn Theo­fil­usi móð­ur­bróð­ur sín­um, sem var patrí­arki í Alex­andríu og dó 412. Þá varð Kyrillos patrí­arki, hinn 24. á þeim stóli, og gegndi því starfi til dauða­dags. Hans er helzt minnzt fyrir guð­frœði­rit góð, ein­arða trú­vörn og for­ystu á kirkju­þing­inu í Efes­us 431. Í Egypta­landi og víð­ar í aust­ur­kirkj­um er hann enn í há­veg­um hafð­ur sem einn merk­asti kirkju­leið­togi allra alda (oft kall­að­ur ljón­ið hug­djarfa, lamp­inn brenn­andi, Aþan­as­ius hinn nýi og stólpi trú­ar­inn­ar). Sum­ir aðr­ir vilja kenna hon­um um grimm átök í Egypta­landi, svo sem við Gyð­inga, sem reynd­ar voru sjálf­ir her­ská­ir mjög, og dráp ár­ið 417 á frœði­kon­unni Hyp­atiu, sem meiri stjórn­skör­ung­ur hefði ef til vill get­að aftr­að, frek­ar en það hafi ver­ið að vilja patrí­ark­ans. Og gott hefði ver­ið, ef hann hefði borið gæfu til að snú­ast ekki gegn heil­ög­um Jó­hann­esi Krysostom­usi á kirkju­þingi 403. Heil­ag­ur Celest­in­us páfi mun hafa hitt nagl­ann á höf­uð­ið, þeg­ar hann studdi kenn­ingu Kyrillos­ar en réði hon­um til að sýna and­stœð­ing­um sín­um hóf­semi (sér­stak­lega Nestor­iusi, sem fór hall­oka 431). Ann­að mál er hins veg­ar, hvort all­ir skilja kenn­ing­ar patrí­ark­ans á sama hátt. Hann rit­aði út­legg­ingu á öll­um Móse­bók­um og guð­spjöll­um Mark­ús­ar og Lúk­as­ar og merk verk um altar­is­sakra­ment­ið, al­sæla Maríu Guðs­móð­ur og Heil­aga Þrenn­ingu, auk held­ur trú­varn­ar­rit, prédik­an­ir og bréf. Mik­il­væg­ir eru einn­ig messu­text­ar, sem hann skráði og kennd­ir eru við hann, enn not­að­ir í kopt­ísku kirkj­unni, en Mark­ús guð­spjalla­mað­ur mun upp­haf­lega hafa mælt þá fram. Kyr­ill­os var út­nefnd­ur kirkju­frœð­ari 1882. Messudagur hans er víðast 27. júní (þann dag var hann greftraður) en í austurkirkjum 9. júní.

Verk eftir heilagan Kyrillos má meðal annars finna hjá: 1) Bibliothek der Kirchenväter, 2) Documenta Catholica Omnia, 3) Early Church Fathers (Pearse, Roger), 4) Elpenor (@ Ellopos.net).

 

Armitage, Mark @ Saints and Blesseds Page

Benedictus XVI (ávarp 3. október 2007)

Bergellini, Piero @ Santi, beati e testimoni

Bradshaw, Robert @ Early Church

Butler, Alban @ Sacred Texts Archive

Catholic Online

Chapman, John @ The Catholic Encyclopedia (1908)

Columbia Encyclopedia

Coptic Orthodox Church Network

D´Ambrosio, Marcellino @ Crossroads Initiative

Dictionnaire de Théologie Catholique @ JesusMarie.com

Église Catholique en France

Heiligen-3s

Kathpedia

Odden, Per Einar @ kaþólska kirkjan í Noregi

Oliveira, Plinio Corrêa de @ Tradion in Action

Orthodoxwiki

Quasten, Johannes @ Holy Trinity Orthodox School

Santopedia

Severus biskup í Al-Ushmunain (10. öld)

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Структура антропологического знания

Святоотеческое наследие – Заглавная

Tillery, Patrick @ Rowan University

Wikpedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Yenra, Encyclopedia of the Modern World

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Kyrillos biskup í Jerúsalem

 

Κύριλλος Α΄ Ἱεροσολύμων er bæði vel og lítt þekkt­ur kirkju­fað­ir. Heil­ag­ur Hiero­nymus skráði í 112. kafla af rit­inu De Viris Illustri­bus, að Cyrillos þessi hefði á stjórn­ar­ár­um Theo­dos­ius­ar ver­ið sam­fellt bisk­up í Jerúsal­em í 8 ár, oft ver­ið rek­inn úr kirkj­unni en síð­ast við hon­um tek­ið. Varð­veitt­ir séu fyr­ir­lestr­ar fyr­ir trú­nema, sem hann hélt sem ung­ur mað­ur. Rit Hiero­nym­us­ar er ekki orð­margt og fjall­ar að­al­lega um bók­frœði kristn­inn­ar. Hann hef­ur ekki ósk­að að blanda sér í deil­ur um Cyrill­os, sem var vígð­ur til bisk­ups ná­lægt árinu 350 af fylg­is­manni Ar­íus­ar­vill­unn­ar, sem hafði hrak­ið Maximus Jerúsalem­bisk­up úr embætti. Cyrillos þótti helzt til ná­kom­inn miðju­mönn­um, sem ekki af­neit­uðu þess­ari villu með öllu. Hann vildi þó fara rétt með kristna kenn­ingu, og að­al­lega þess vegna þurfti hann að dvelj­ast í út­legð í sam­tals 16 af 35 bisk­ups­ár­um sín­um. Nýi bisk­up­inn reynd­ist sem sagt ekki Ar­íus­ar­mönn­um svo trúr sem þeir hugðu. Heim­ild­ir um þetta vafst­ur eru nokkr­ar en ekki ríku­leg­ar. Sömu­leið­is finn­ast ekki marg­ar áreið­an­leg­ar heim­ild­ir varð­andi upp­runa og persónu bisk­ups­ins. En hann er að því leyti vel þekkt­ur og mik­ils met­inn, að hinir 23 fyr­ir­lestr­ar hans þykja ágæt­ir og bregða mik­il­vægu ljósi á kristni og kirkju á 4. öld. Þeir eru ástœð­an fyr­ir því, að Cyrillos var 1882 út­nefnd­ur kirkju­frœð­ari og helgi hans sam­tím­is við­ur­kennd í allri róm­versk-kaþólsku kirkj­unni, sem til­eink­ar hon­um messu­dag­inn 18. marz.

 

Benedikt XVI.

Catholic Fire

Catholic Online

Crossroads Initiative

Cyrillus: Opera (New Advent)

Cyrillus: Opera (Documenta Catholica Omnia)

Early Church

Église Catholique en France

Elvis.Rowan.edu

Heiligen-3s

Kathpedia

Original Catholic Encyclopedia

OrthodoxWiki

Per Einar Odden

Santi beati e testimoni

Santopedia

Satucket.com

Stadlers Heiligen-Lexikon

Wikipedia

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »