Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Biskupar’ Category

 

Ófullgert

Hubertus fæddist í Aquitania í Gallíu, elzti sonur Bertrands hertoga af Toulouse. Einu sinni fór Hubertus út að veiða á sjálfan föstudaginn langa. Þá stóð frammi fyrir honum mikill krónhjörtur, og á milli horna hans var uppljómaður róðukross. Hubertus kraup á kné og heyrði rödd, sem sagði við hann: „Hubertus, hvers vegna sóar þú tíma þínum í svona hluti? Héðan í frá skaltu ekki veiða fleiri dýr, heldur menn.“ Hubertus svaraði: „Herra, hvað á ég að gera?“ Svarið var: „Far til þjóns míns, Lambertusar biskups í Maastricht. Hann mun opinbera vilja minn.“ Messudagur Hubertusar er 30. maí.

 

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

 

 

 

Auglýsingar

Read Full Post »

 

Germain fæddist í grennd við Augustodunum í Bourgogne í Frakklandi. Þar heitir nú Autun. Hann vígðist prestur árið 530. Hann varð árið 540 ábóti á heimaslóðum sínum, þóttti duglegur, strangur og mjög örlátur við fátæka. Germain varð árið 555 biskup í París. Hans er getið á kirkjuþingum árin 557, 566 og 573. Róstusamt nokkuð var á þessum tíma. Messudagur biskupsins er 28. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Gizur er hjá kaþólsku kirkjunni í Noregi talinn til helgra manna, og hans er sömuleiðis getið við messudaginn 28. maí hjá hinu þýzka  Ökumenisches Heiligenlexikon, en það var dauðadagur Gisurar. Hann menntaðist í klausturskóla í Herfurðu í Westfalen í Þýzkalandi. Hann var á Alþingi 1081 kjörinn biskup eftir föður sinn, Ísleif Gizurarson, og fór Gizur til Rómar á fund Gregoriusar páfa VII., sem féllst á kjör hans og sendi hann til að fá vígslu í Magdeburg í Þýzkalandi, sem gerðist 4. september 1082. Gizur settist að á föðurleifð sinni, Skálholti í Biskupstungum, sem hann gaf árið 1096 til að vera biskupsstóll. Hann gekkst árið 1097 fyrir setningu tíundarlaga. Hann tók Norðurland undan biskupsdæmi sínu árið 1104, svo að þar yrði sérstakt biskupsdæmi, og var biskupssetrinu valinn staður á Hólum í Hjaltadal.

Ari fróði var kunnugur Gizuri og sagði í Íslendingabók: „Gizurr byskup, sonr Ísleifs, var vígðr til byskups at bæn landsmanna á dögum Óláfs konungs Haraldssonar, tveim vetrum eftir þat, er Ísleifr andaðist. Þann var hann annan hér á landi, en annan á Gautlandi. En þá var nafn hans rétt, at hann hét Gisröðr. Svá sagði hann oss. […] Gizurr byskup var ástsælli af öllum landsmönnum en hverr maðr annarra, þeira er vér vitim hér á landi hafa verit. Af ástsælð hans ok tölum þeira Sæmundar, með umbráði Markús lögsögumanns, var þat í lög leitt, at allir menn tölðu ok virtu allt fé sitt ok sóru, at rétt virt væri, hvárt sem var í löndum eða í lausaaurum, ok gerðu tíund af síðan. Þat eru miklar jartegnir, hvat hlýðnir landsmenn váru þeim manni, er hann kom því fram, at fé allt var virt með svardögum, þat er á Íslandi var, ok landit sjálft ok tíundir af gervar ok lög á lögð, at svá skal vera, meðan Ísland er byggt. – Gizurr byskup lét ok lög leggja á þat, at stóll byskups þess, er á Íslandi væri, skyldi í Skálaholti vera, en áðr var hvergi, ok lagði hann þar til stólsins Skálaholtsland ok margra kynja auðæfi önnur bæði í löndum ok lausum aurum. – En þá er honum þótti sá staðr hafa vel at auðæfum þróazt, þá gaf hann meir en fjórðung byskupsdóms síns til þess, at heldr væru tveir byskupsstólar á landi hér en einn, svá sem Norðlendingar æstu hann til. En hann hafði áðr látit telja búendr á landi hér, ok váru þá í Austfirðingafjórðungi sjau hundruð heil, en í Rangæingafjórðungi tíu, en í Breiðfirðingafjórðungi níu, en í Eyfirðingafjórðungi tólf, en ótalðir váru þeir, er eigi áttu þingfararkaupi at gegna of allt Ísland. […] Þat var ok it fyrsta sumar, er Bergþórr sagði lög upp, þá var Gizurr byskup óþingfærr af sótt. Þá sendi hann orð til alþingis vinum sínum ok höfðingjum, at biðja skyldi Þorlák Runólfsson, Þorleikssonar, bróður Halls í Haukadali, at hann skyldi láta vígjast til byskups. En þat gerðu allir svá sem orð hans kómu til, ok fekkst þat af því, at Gizurr hafði sjálfr fyrr mjök beðit, ok fór hann útan þat sumar, en kom út it næsta eftir ok var þá vígðr til byskups. – Gizurr var vígðr til byskups, þá er hann var fertögr. Þá var Grégóríús septimus páfi. En síðan var hann inn næsta vetr í Danmörku ok kom of sumarit eftir hingat til lands. En þá er hann hafði verit tuttugu ok fjóra vetr byskup, svá sem faðir hans, þá var Jóan Ögmundarsonr vígðr til byskups fyrstr til stóls at Hólum. Þá var hann vetri miðr en hálfsextögr. En tólf vetrum síðar, þá er Gizurr hafði alls verit byskup þrjá tigi ok sex vetr, þá var Þorlákr vígðr til byskups. Hann lét Gizurr vígja til stóls í Skálaholti at sér lifanda. Þá var Þorlákr tveim vetrum meir en þrítögr, en Gizurr byskup andaðist þrjátigi náttum síðar í Skálaholti á inum þriðja degi í viku fimmta kalend. Junii [28. maí].“ Fleira segir frá Gizuri í bókinni Hungurvaka.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (íslenzka)

Wikipedia (þýzka)

Read Full Post »

 

Ágústínus var Benediktsmunkur og súbpríor í Andrésarklaustrinu í Róm, sem Gregoríus mikli páfi hafði stofnað. Árið 596 ákvað Gregoríus að senda Ágústínus og þrjátíu munka honum til fulltingis, til að kristna engilsaxa, en England var orðið mjög heiðið. Síðar bættust í hópinn tíu prestar frá Gallíu. Páfi útnefndi Ágústínus ábóta fyrir hópnum. Þeir héldu á fund Aðalberts konungs í Kent, sem vildi ekki taka við kristni en gaf þeim hús í Kantaraborg og gaf þeim leyfi til að boða kristna trú. Þeim varð vel ágengt, og árið 601 tók konungur skírn ásamt mörg þúsund landsmönnum sínum. Ágústínus tók nú biskupsvígslu og telst vera fyrsti erkibiskup af Kantaraborg, enda hafði Gregoríus páfi sent honum pallíum. Síðar stofnaði Ágústínus önnur biskupsdæmi, bæði í London og í Rochester. Hann hefur verið kallaður postuli engilsaxa, þótt ekki entist honum lengi ævin sem biskup þeirra. Messudagur Ágústínusar er 27. maí.

 

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (danska)

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

Bruno biskup í Würzburg í Bæjaralandi finnst einnig kenndur við fæðingarstað sinn, sem var Kärnten í Austurríki, og stundum kallaður upp á latínu Brunonis Herbipolensis episcopi. Bruno var hertogasonur, náfrændi Konráðs keisara II. og Gregoriusar páfa V., og að lokinni prestsvígslu biðu hans mikil og há embætti, einkum sem kanzlari Ítalíu á árunum 1027-1034. En 1034 tók Bruno biskupsvígslu (biskupsdæmið í Würzburg var jafnframt furstadæmi), og þótti hann gegna embætti sínu með ágætum. Svo slysalega vildi til, þegar hann var á ferðalagi í Austurríki og sat að veizluborði í höllinni Persenbeug við Dóná, að súla brotnaði, og féll þá þakið niður í veizlusalinn en biskup slasaðist til ólífis. Merkasta rit sankti Brunos er útlegging á Sálmunum, sem dregur nafn af þeim og er venjulega kölluð Psalterium. Messudagur hans er víðast dauðadagurinn 27. maí en í Würzburg og á Íslandi 17. maí.

 

Heiligenlegenden

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (þýzka)

WürzburgWiki

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Servatius var biskup í Tongeren, sem nú er í Belgíu. Eftir opinberun um framtíð þeirrar borgar, flutti hann biskupsstól sinn til Maastricht, sem nú er í Hollandi. Messudagur Servatiusar er 13. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke í Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Mamertus fæddist í Vín í Gallíu (nú suðaustanvert Frakkland), og þar þjónaði hann frá árinu 461 sem erkibiskup. Messudagur hans er 11. maí. Kalvínistar brenndu helgan dóm Mamertusar árið 1563.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Older Posts »