Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Biskupar’ Category

4 T

Nikulás biskup á messudag 6. desember. Heimildum ber ekki alveg saman um fæðingarár hans og dánarár. Ekki er út í bláinn að kalla sankti Kláus jólasvein, því að sem biskup gaf hann stundum gjafir í laumi, ef hann taldi það vera gagnlegt. Nikulás er oft kenndur við Bár [Bari á Ítalíu], því að þangað barst helgur dómur hans.

Cathopedia

Franciscan Media

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Wikipedia, ítalska

Wikipedia, þýzka

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Jón Arason Hólabiskup á minningardag 7. nóvember.

Jón Valur Jensson @ kirkju.net

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, íslenzka

Read Full Post »

Marteinn frá Tours í Frakklandi á messudag 11. nóvember. Hann varð ungur rómverskur riddaraliðsforingi. Þá kom hann einu sinni að snauðum og nær klæðlausum beiningamanni. Marteinn var peningalaus, en hann greip sverð sitt, skar skikkju sína í tvennt og gaf manninum annan helminginn. Hinir ridddararnir drógu dár af Marteini, en næstu nótt birtist honum Kristur í draumi, frammi fyrir hinum himnesku hersveitum, og hann var klæddur í skikkjuhelminginn, sem hann sagði Martein hafa gefið sér, þótt hann væri ekki enn skírður. Senn sótti Marteinn um lausn frá herþjónustu, því að hann ætlaði að skírast. Því var ekki vel tekið, en um síðir fékk hann þó lausn frá störfum. Hann gerðist einsetumunkur en varð síðar við því að vígjast prestur og loks biskup.

Catholic Information Network

Catholic News Agency

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Santopedia

St. Martin of Tours Catholic Elementary School í Kanada

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Erkibiskup í Mílanó, kardínáli, messudagur 4. nóvember.

Catholic Information Network

Catholic News Agency

Catholic Online

Kirkja heilags Karls í Picayune, Mississippi

Mario Scudu sdb

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Santopedia

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Messudagur Jóhannesar Páls er 22. október.

aciprensa

Catholic News Agency

Catholic Online

Catholic Saints

Cathopedia

Corazones

Franciscan Media

Independent Catholic News

Kathpedia

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Santi Beati e Testimoni

Santo del giorno

Santopedia

St. Jósefskirkja á Jófríðarstöðum

Vatikanið

Wikipedia, enska

Wikipedia, norska

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Patríarki, píslarvottur, postullegur faðir.

Helgisögn greinir, að heilagur Ignatius biskup í Antiokkíu í Sýrlandi [3. stœrsta borg í Róma­veldi, íbúar eitthvað 500.000; nú Antakya í suðaustur Tyrklandi] sé litla barnið, sem Kristur setti á meðal lærisveina sinna (Mt 18.2). Hvort sem svo var, er hann talinn hafa kynnzt postulunum, Jóhannesi eða Pétri og Páli. Ignatius var nálægt árinu 107, á dögum Trajanusar keisara, dœmdur til dauða, þá orðinn allgamall, og síðan fluttur frá Antiokkíu til Rómar í fylgd hermanna. Þar var hann líflátinn, trúlega í Colosseum. Á þessari leið tókst honum að rita sjö bréf [15 bréf voru eignuð honum, sum í lengri og styttri gerð, en frœðimenn hafa talið styttri gerðina af sjö þeirra áreiðanlega, og eru þau öll varðveitt], sem þykja bregða skýru ljósi á frumkristnina. Honum var efst í huga að efla einingu í söfnuðunum, sem ekki var óskoruð á þeim tíma, bæði út af hugmyndum fólks um trúna og ólíkum uppruna, en í Antiokkíu var til dœmis verulegur hluti safnaðarins Gyðingar, sem voru fast­heldnir á siði þjóðar sinnar og Gamla testamentið. Að boðun Gyðing­dóms innan kirkj­unnar er einkum vikið í 6. kafla í bréfi biskupsins til Fíladelfíu­manna og 10. kafla í bréfinu til Magnesíu­manna, og við því varaði hann ein­dregið. Hann hvatti til hollustu við biskupa og kennimenn kirkjunnar. Eitt bréfa Ignatiusar var til kirkjunnar í Róm. Þar fjallaði hann meðal annars um hlutskipti sitt. Aðrir píslarvottar sóttu og sækja enn í það hughreystingu:

   Ég rita öllum kirkjunum og fullvissa þær um, að ég er sannarlega ein­lægur í því að deyja fyrir Guð – ef þið aðeins leggið enga hindrun í veginn. Ég verð að sárbiðja ykkur að gera mér engan slíkan ótímabæran greiða. Gjörið svo vel að leyfa mér að verða málsverður villidýr­anna, því að það eru þau, sem munu greiða leið mína til Guðs. Ég er hveitikorn Hans, malað smátt í munni ljónanna og gert að fullkomnu brauði handa Kristi. Betra væri, ef þið æstuð villidýrin, svo að þau verði grafarþró mín. Látið þau ekki leifa neinum bita af holdi mínu, svo að ég verði engum til byrði eftir að ég sofna burt. Þegar ekki neitt verður eftir af holdi mínu, sem heimurinn fœr séð, þá mun ég í sannleika verða lærisveinn Krists. Biðjið því fyrir mér til Hans, að með þátttöku þeirra verði ég gerður að fórn til Guðs. En ég skipa yður ekki fyrir, eins og ég væri Pétur eða Páll. Þeir voru postular, og ég er dœmdur glæpamaður. Þeir voru frjálsir menn, og ég er enn þræll (þótt Jesús Kristur muni, ef ég líð píslarvætti, veita mér frelsi, og í Honum mun ég rísa upp aftur sem frjáls maður). Sem stendur kenna þessir hlekkir mér að girn­ast enga jarðneska hluti.

   Þrátt fyrir það, berst ég nú þegar við rándýr, bæði á sjó og landi og á nóttu sem degi, alla leiðina frá Sýrlandi til Rómar. Því að ég er hlekkjaður við tíu grimma hlébarða (með öðrum orðum, hóp af hermönnum), sem verða því ósvífnari sem þeir fá fleiri gjafir. En misþyrmingar þeirra hjálpa mér að minnsta kosti að taka framförum sem lærisveinn; þótt ekki sé þar með sagt, að syndir mínar séu enn með öllu fyrirgefnar. Hve mikið hlakka ég ekki til, að hin raun­verulegu ljón verði reiðubúin að taka við mér. Ég bið þess eins, að þau bregðist skjótt við. Ég ætla að snúa mér að þeim, svo að þau muni, ólíkt sumum öðrum vesalingum, sem þau hafa verið of áhugalaus til að snerta, éta mig í snatri. Ég ætla að beita þau valdi. Þið verðið að fyrirgefa mér, en ég veit, hvað er sjálfum mér fyrir beztu. Þetta er fyrsta stig mitt sem læri­sveinn. Ekkert vald, sýnilegt eða ósýnileg, má telja eftir mér, að ég fái að koma til Krists. Eldur, kross, árás villidýra, axar­högg, sundurlimun líkamans, beinbrot, útlimamissir, jafnvel mölbrot á öll­um líkamanum – látum sérhverja skelfilega og djöfullega kvöl bitna á mér, ef það aðeins opnar mér leið til Jesú Krists!

Sagt er, að Ignatius hafi verið bœnheyrður 20. desember [en messudagur hans er venjulega haldinn 17. október]: Tvö stór ljón réðust strax til atlögu og átu hann upp til agna, nema stœrstu beinin, sem leyft var að flytja til greftrunar í Antiokkíu. Þess hefur verið getið til, að borginni hafi borið að útvega dauðadœmda menn til afnota við skemmt­anir í Róm, auk þess sem yfirvöld á staðnum hafi óttast uppþot, ef Ignatius væri líflátinn í heima­borg sinni. Hann var dœmdur fyrir trúna, ber öllum saman um, og það má einnig skilja af 3. kafla í bréfi hans til Efesusmanna, en málsatvik eru ókunn. Hann hafði verið biskup frá því árið 69, hátt á fjórða tug ára. Fyrirrennari hans var Euodius, fyrsti biskupinn í Antiokkíu.

 

Bréf Ignatiusar til Efesusmanna [Reynir Guðmundsson 1999]

Bréf Ignatiusar til Magnesíumanna [Reynir Guðmundsson 1999]

Bréf Ignatiusar til Trallesmanna [Reynir Guðmundsson 1999]

Bréf Ignatiusar til Rómverja [Reynir Guðmundsson 1999]

Bréf Ignatiusar til Fíladelfíumanna [Reynir Guðmundsson 1999]

Bréf Ignatiusar til Smýrnumanna [Reynir Guðmundsson 1999]

Bréf Ignatiusar til heilags Pólýkarpusar [Reynir Guðmundsson 1999]

Bréf, sem sumir eignuðu Ignatiusi

Píslarvætti Ignatiusar

 

Arntz, Veronica

Benedikt páfi XVI. [ávarp 14. marz 2007]

Catholic Encyclopedia, höfundur O´Connor [birt 1910]

Catholic Online

Early Church

Jóhannes Chrysostomos kirkjufræðari: Prédikun um Ignatius

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Santi beati e testimoni

Wikipedia, enska

Wikipedia, spænska

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

 

Benedikt páfi XVI., ávarp 23. febrúar 2011

Catholic Information Network

Catholic Online

Franciscan Media

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Wikipedia, ítalska

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

Pontius Meropius Anicius Paulinus fæddist í Bordeaux í Aquitania í Frakklandi. Hann lærði meðal annars lögfræði og gegndi mörgum embættum. Þar á meðal varð hann árið 378 öldungaráðsmaður og konsúll í Róm. Skömmu síðar varð hann landstjóri í héraðinu Campania á Suður-Ítalíu og settist þá að í borginni Nola. Paulinus tók síðar kristna trú og var skírður í heimalandi sínu. Svo fór hann til Barcelona á Spáni og giftist árið 385 spænskri konu að nafni Therasia. Einkabarn þeirra lifði ekki. Þau fluttu árið 395 til Nola, og þar átti Paulinus síðan heima. Hann var árið 409 kjörinn biskup í borginni, en skömmu áður hafði kona hans andazt. Þau hjónin þóttu lifa einkar guðræknu lífi, voru bæði auðug og vörðu miklu af fé sínu í þágu kirkjunnar. Paulinus var sálmaskáld. Minningardagur hans er 22. júní.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

John Fisher fæddist 1469 í Jórvíkurskíri í Englandi og var hálshöggvinn í London 22. júní 1535. Höfuð hans var sett á stjaka og haft til sýnis. Konungur hafði mildað dóminn yfir honum, sem upphaflega var sá, að hann yrði hengdur, skorinn lifandi niður úr snörunni, sprett upp á honum kviðnum og garnirnar raktar úr honum en líkið síðan brytjað í fernt. Sök Fishers var sú að vilja ekki sverja, að konungur en ekki páfi ætti að ráða fyrir kirkjunni í landinu.

Fishers lærði í háskólanum í Cambridge og varð síðar guðfræðiprófessor og rektor þar. Hann tók prestsvígslu 17. desember 1491 og biskupsvígslu 24. nóvember 1504. Hann var biskup í Rochester í Kent i suðaustur Englandi. Skömmu áður er Fisher var líflátinn, var hann útnefndur kardínáli.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Arnúlfur ábóti

 

Arnúlfur fæddist nálægt árinu 1040 í þorpinu Brabant skammt frá Brussel. Hann gerðist á yngri árum riddari, en árið 1060 gekk hann í reglu Benediktsmunka í klaustrinu í Soissons í Norður-Frakklandi. Þegar til kom, þótti honum reglan ekki nógu ströng, og þess vegna var hann í þrjú ár einsetumunkur, unz hann árið 1076 var móti vilja sínum sjálfur gerður að ábóta í klaustrinu, þótt honum tækist fljótlega að koma því starfi af sér og gerast aftur einsetumunkur. Arnúlfur var 1081 kjörinn biskup í Soissons, einnig gegn vilja sínum. En fljótlega lét hann af því embætti. Hann stofnaði Pétursklaustur í Oudenburg í heimalandi sínu Flandri. Arnúlfur dó á sóttarsæng 15 ágúst 1087, sem er algengasti minningardagur hans. Þá er við hæfi að drekka minni ábótans í öli, enda er hann verndardýrlingur humlatínslufólks og bjórbruggara, og ber það til, að hann bruggaði sjálfur og hvatti fólk til að drekka ekki vatn, heldur öl, og þannig er hann talinn hafa bjargað mörgum frá því að farast í drepsóttum. Vel fer á því, þegar skálað er fyrir sankti Arnúlfi, að fara með þessa stuttu bæn: „Bene dic, Domine, creaturam istam cerevisæ, quam ex adipe frumenti producere dignatus es: ut sit remedium salutare humano generi: et præsta per invocationem nominis tui sancti, ut, quicumque ex ea biberint, sanitatem corporis, et animæ tutelam percipiant. Per Christum Dominum nostrum. Amen.“

 

Odden, Per Einar

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (þýzka)

Read Full Post »

Older Posts »