Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Norður-Afríka’ Category

Apollonia mey frá Alexandríu í Egyptalandi vildi ekki afneita kristinni trú, svo að allar tennurnar í henni voru brotnar árið 249 og hún síðan brennd á báli. Hún er verndardýrlingur þeirra, sem fá tannpínu. Biðjið til hennar! Minningardagur Apolloníu er 9. febrúar.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

Castus og Aemilius í Norður-Afríku voru handteknir fyrir að vera kristnir. Þeir voru pyntaðir, afneituðu þá trú sinni og var sleppt. Þeir iðruðust þess, voru aftur handteknir og í það sinn brenndir á báli. Messudagur þeirra er 22. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon (Castus)

Ökumenisches Heiligenlexikon (Æmilius)

Read Full Post »

 

Fátt er um þessa konu vitað með vissu. Hún kann að hafa verið frá Norður-Afríku og ánauðug. Hún er sögð hafa verið krossfest á Korsíku, því að hún vildi ekki afneita kristinni trú. Ef til vill drápu serkir hana. Hún er verndardýrlingur Korsíku. Hún á messudag 22. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

 

Viktor Márus var upprunninn í Máritaníu, kenndur við ættland sitt til aðgreiningar frá samnefndum helgum mönnum. Hann fór til Ítalíu og gerðist hermaður. Hann eyðilagði heiðin altöru, var handtekinn, píndur grimmilega og hálshöggvinn. Messudagur heilags Viktors er 8. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Guðspjallamaðurinn Markús á messudag 25. apríl. Pétur postuli er álitinn hafa verið helzti heimildarmaður að frásögninni í guðspjalli hans. Markús er sagður hafa stofnað kirkjuna í Alexandríu í Egyptalandi. Tákn hans er vængjað ljón.

 

Catholic Online

Orthodox Church in America

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Saints Resource

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

Athanasius Alexandrinus

Αθανάσιος kirkjufaðir ólst upp í Alex­andríu í Egypta­landi og naut ágætr­ar mennt­un­ar. Hann vígð­ist djákni ár­ið 318 og gerð­ist rit­ari hjá Alex­and­er, sem var bisk­up í borg­inni. Sem slík­ur fylgdi hann bisk­upi á fyrsta al­menna kirkju­þing­ið, sem var hald­ið í Níkeu 325. Aríus­ar­villa kom til sögu 319, og Aþan­as­ius tal­aði gegn henni á þing­inu, sem einn­ig snér­ist gegn henni, og varð þá til Níkeu­játn­ing­in, sem síð­an hef­ur ver­ið mik­il­væg­ur grund­völl­ur. Alex­and­er dó 328, og þá var Aþan­as­ius kjör­inn bisk­up í Alex­andríu og 20. patrí­arki egypzku kirkj­unn­ar. Því mið­ur tókst ekki að kveða nið­ur Aríus­ar­villu á þing­inu, og eink­um reynd­ist hún eiga skjól við keis­ara­hirð­ina. Af þeirri ástœðu sætti Aþan­as­ius of­sókn­um, jafn­vel her­valdi, og varð all­oft í 45 ára bisk­ups­dómi sín­um að fara í út­legð, sam­tals í mörg ár, en á með­an var reynt að setja and­stœð­inga hans á bisk­ups­stól­inn. Það var ekki fyrr en al­menn­ing­ur í Alex­andríu loks gerði upp­reisn 366 og krafð­ist þess að fá bisk­up­inn sinn til baka, að þess­um hremm­ing­um linnti. Kann­ski hef­ur eng­inn bisk­up jafn oft þurft að svara fyrir kenn­ingu sína, og æv­in­lega reynd­ist hann boða trúna hreina. Hér eru ekki efni til að rekja þessa storma­sömu kirkju­sögu. Aþan­as­ius var sem traust­ur brim­brjót­ur, og þess njóta kristn­ir menn nú og á öll­um öld­um. En hann er enn gagn­rýnd­ur, eink­um hjá Gyð­ing­um (sjá til dœm­is hér, texti frá 1901) en einn­ig sum­um öðr­um frœði­mönn­um, sem kjósa að treysta bezt forn­um and­stœð­ing­um hans. Við þenn­an heil­aga patrí­arka er kennd Aþan­as­ius­ar­játn­ing­in (sjá hér, hér og hér; sam­in und­ir áhrif­um af kenn­ingu hans, frek­ar en hann hafi rit­að hana sjálf­ur). Hann rit­aði margt, eink­um um trú­vörn og guð­frœði, sem er sí­gild lesning. Og eink­ar gott er að lesa ævi­sög­una, sem hann rit­aði um vin sinn, heil­ag­an Ant­on­ius, en hjá hon­um leit­aði bisk­up stund­um skjóls á út­legð­ar­ár­um sín­um. Heil­ag­ur Aþan­íus­ar var út­nefnd­ur kirkju­frœð­ari 1568. Messu­dag­ur hans er í róm­versk-kaþólsku kirkj­unni 2. maí (dauða­dag­ur patrí­ark­ans; hans einnig minnzt á þeim degi í ensku biskupa­kirkjunni og lutherskum kirkjum), í flest­um orþó­dox­um kirkj­um 18. jan­úar og í kopt­ísku kirkj­unni 15. maí (þann dag 1973 kom helg­ur dóm­ur hans til Egypta­lands, hafði lengi ver­ið á Ítalíu, en Páll VI. páfi ákvað að senda hann heim).

Í koptísku kirkjunni er haldin há­tíð til minn­ing­ar um krafta­verk, sem Drott­inn gerði á heil­ög­um Aþan­as­iusi: Þeg­ar Con­stant­ius keis­ari ját­að­ist und­ir Aríus­ar­vill­una [eða af­brigði af henni], sendi hann mann að nafni Gaw­arg­ios til Alex­andríu, til að yf­ir­taka bisk­ups­embætt­ið, og með hon­um fóru 500 ridd­ar­ar, sem áttu að drepa fólk­ið, ef það tœki ekki við þess­ari kenn­ingu. Fá­ir ját­uðu henni, og marg­ir voru drepn­ir, en Aþan­as­ius stökk í út­legð. Eftir sex ár fór hann hins veg­ar til Con­stantin­opel og gekk fyrir keis­ar­ann, krafð­ist þess að verða aft­ur sett­ur í embætti sitt eða fá að líða písl­ar­vætti. Con­stant­ius lét þá flytja hann út í bát­kænu og á haf út, án mat­ar, drykkj­ar eða hjálp­ar­manns, til að hann sál­að­ist úr hungri og þorsta eða drukkn­aði, án þess að vera bein­lín­is drep­inn. En Guð lét engla sína fœra bisk­upi mat og drykk og bát­inn ná til Alex­andríu á þrem­ur dög­um. Þeg­ar hinir trú­uðu sáu þetta, glödd­ust þeir og tóku á móti hon­um með kert­um og lof­söngv­um, fylgdu hon­um til kirkju og ráku Gaw­arg­ios og fylg­is­menn hans á burt (sjá hér).

Þegar Athanasius dó, vakti yfir honum djákni að nafni Tímoteus, sem sá erkiengilinn Mikjál koma og taka sál biskupsins, sem hafði á sér sömu mynd og líkaminn, og bera hana upp til himins. Á þeirri stundu sá hann einnig fjölda engla og heyrði þá þakka Guði fyrir að gera sína heilögu dýrðlega.

Verk eftir heilagan Aþanasius má með­al ann­ars finna hjá: 1) Biblio­thek der Kirchen­väter, 2) Christian Classics Ethereal Library, 3) Docu­menta Catholica Omnia, 4) Eternal Word Tele­vision Net­work, 5) New Ad­vent, 6) New­man Reader og 7) Paul Halsall.

   

Bargellini, Piero @ Santi, beati e testimoni

Benedictus XVI (ávarp 20. júní 2007)

Bright, William (1890)

Budge, Ernest Alfred Wallis (1915)

Bush, Robert Wheler (1888)

Butler, Alban @ Sacred Texts Archive

Catholic Online

Cavallera, Ferdinand (1908)

Christian Cyclopedia @ The Lutheran Church, Missouri Synod

Clifford, Cornelius @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Coptic Orthodox Church Network

Dictionnaire de Théologie Catholique

Davis, Glenn @ The Develop­ment of the Canon of the New Testament

Église Catholique en France

Ellopos

Forbes, Frances Alice (1919)

Friedrich-Alexander-Universität, Erlangen-Nürnberg

Gregorius Nazianzenus

Heiligen-3s

Hieronymus (87. kafli)

Hoss, Karl (1899)

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Kaye, John (1853)

Kiefer, James @ Anglican Resource Collection

Marlowe, Michael @ Bible Research

Möhler, Johann Adam (1844)

Odden, Per Einar @ kaþólska kirkjan í Noregi

Orthodox Church in America

Orthodox Wiki

Pell, G. A. (1888)

Reynolds, Henry Roberts (1889)

Santopedia

Sierves de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Stülcken, Alfred Johann Friedrich (1899)

Voigt, Heinrich (1861)

West, Aaron @ Fourth-Century Christianity

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Zima, Jeremy @ Fourth-Century Christianity

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Antonius mikli (Lelio Orsi, ca 1570)

Heimili heilags Antoníusar

Heilagur Antonius fœddist í sveita­þorpi í Mið-Egypta­landi og ólst upp hjá for­eldr­um sín­um, sem kenndu hon­um kristi­leg­ar dyggð­ir. Þau dóu, þeg­ar hann var um tví­tugt. Pilt­ur­inn erfði all­mikl­ar eign­ir og fékk til for­sjár litlu syst­ur sína. Svo var það ein­hverju sinni, þeg­ar Ant­on­ius gekk til kirkju, að hann fór mjög að hug­leiða, hvern­ig post­ul­arn­ir yf­ir­gáfu allt (Mt 4.20) og hvern­ig fólk í frum­kristn­inni seldi eig­ur sín­ar handa fá­tœk­um (P 4.34-35). Þenn­an dag hljóð­aði texti guð­spjalls­ins: Jesús sagði við hann: “Ef þú vilt vera full­kom­inn, skaltu fara, selja eig­ur þín­ar og gefa fá­tœk­um og þú munt fjár­sjóð eiga á himn­um. Kom síð­an og fylg mér” (Mt 19.21). Þetta tók Ant­on­ius til sín, fór heim, gaf ná­grönn­um hluta af jarð­eign sinni og seldi af­gang­inn en gaf síð­an fá­tœk­um mest af and­virð­inu, hélt að­eins eft­ir nokkru til að fram­fœra sig og syst­ur sína. En aft­ur heyrði Anton­ius í kirkj­unni guð­spjall, sem varð hon­um um­hugs­un­ar­efni: Haf­ið því ekki áhyggj­ur af morg­un­deg­in­um. Morg­un­dag­ur­inn mun hafa sín­ar áhyggj­ur. Hverj­um degi nœg­ir sín þján­ing (Mt 6.34). Hann kom nú syst­ur sinni fyr­ir í húsi, sem ætl­að var meyj­um (lík­lega fyrsta kristna nunnu­klaust­ur, sem finnst get­ið), gaf svo fá­tœk­um all­an af­gang­inn af eig­um sín­um og gekk út í eyði­mörk­ina. Þetta var ár­ið 272.

Hann settist að í litlum kofa, vann fyr­ir brauði sínu og las í Heil­agri Ritn­ingu á dag­inn en baðst fyr­ir á nótt­inni. Hann hafði aldrei ann­að til mat­ar en brauð, salt og vatn, sem hann neytti eft­ir sól­set­ur, stund­um að­eins þriðja eða fjórða hvern dag. Hann svaf á sef­mottu á gólf­inu og beitti lík­ama sinn hörðu, áleit hann þurfa á mein­læt­um að halda, til að fylgja sál­inni í því að breyt­ast til batn­að­ar. En Anton­ius var ekki á mjög af­skekkt­um stað og þráði meiri ein­veru, svo að næsta ár flutt­ist hann enn lengra út í eyði­mörk­ina, fann forn­an graf­reit og dvald­ist í 13 ár niðri í yf­ir­gef­inni graf­hvelf­ingu. Þar ásóttu hann púk­ar í allra kvik­inda líki (sjá mynd), og eitt sinn fannst hann liggj­andi svo slasaður, að all­ir hugðu hann dauð­an. En með Guðs hjálp hélt hann lífi og hafði jafn­an bet­ur í þessari baráttu.

Anton­ius þráði enn meiri ein­veru, svo að hann fór aust­ur fyr­ir Níl og sett­ist að í rúst­un­um af her­búð­um, sem höfðu ver­ið reist­ar á fjalls­tindi í eyði­mörk­inni við Rauða­haf. Það­an voru þrjár dag­leið­ir til manna­byggða, og eng­inn átti leið þang­að, nema tvisvar á ári kom vin­ur hans með brauð­poka, sem hann kast­aði yf­ir virk­is­múr­inn, til að láta sem minnst á sér bera. En Satan sit­ur hvar­vetna um sál­irn­ar, ekki sízt í eyði­mörk­um, og í heil­an ára­tug mátti Anton­ius berj­ast gegn marg­vís­leg­um freist­ing­um. Hann yf­ir­vann þær, og þar kom ár­ið 306, að hann tók sig upp til að leið­beina með­brœðr­um sín­um, sem vildu nálg­ast Guð með því að lifa sem ein­setu­munkar.

Antonius stofnaði nú klaustur í Fayum. Hver munk­ur bjó í ein­veru út af fyr­ir sig, en þeir komu þó sam­an til messu­gerð­ar og dag­legr­ar vinnu. Hann var þeim and­leg­ur leið­togi og þeir köll­uðu hann abba, sem þýð­ir fað­ir en var not­að um ein­setu­menn, sem höfðu dval­ið lengi í eyði­mörk­inni og sann­að sig sem þjóna Guðs. Það­an er orð­ið ábóti dreg­ið, þótt merk­ing­in sé önn­ur. Anton­ius heim­sótti oft klaustr­ið í Fayum en sett­ist aldrei var­an­lega þar að eða í neinu öðru klaustri.

Ofsóknir gegn kristnu fólki hófust árið 311, og þá fór Anton­ius í skynd­ingu til Alex­andríu, til að hvetja fólk­ið að gef­ast ekki upp. Þeg­ar frið­væn­legra var orð­ið, snéri hann aft­ur til klaust­urs­ins í Fay­um en stofn­aði fljót­lega ann­að klaust­ur, í þetta sinn í Pispir (nú Der el Memum) aust­an við Níl (hand­an við Kroko­dilo­polis). Síð­an hélt hann enn út í eyði­mörk­ina og sett­ist að í helli (sjá mynd) uppi á mjög af­skekktu fjalli, sem heit­ir Kolzim (einnig Quzlum) og stend­ur við Suez­flóa. Þar átti hann heima til ævi­loka, rœkt­aði dá­lít­inn jurta­garð og bjó til mott­ur og körf­ur úr pálma­blöð­um. Með hon­um var löng­um læri­sveinn, sem hét Mak­arios og tók á móti gest­um, leyfði þeim ým­ist að tala við meist­ara sinn, ef er­indi þeirra var and­legs eðl­is, eða greiddi sjálf­ur götu þeirra, ef svo var ekki. Öðru hverju fór Anton­ius of­an af fjall­inu, til að kenna og lækna í klaustr­inu í Pispir. Og einu sinni fór hann til Alex­andríu, að beiðni heil­ags Aþanas­ius­ar vin­ar síns, til að tala á móti Aríus­ar­vill­unni, sem þótti mjög áhrifa­mik­il ræða, og jar­tein­ir urðu í þeirri för.

Í handriti nokkru segir, að Anton­ius hafi síðla æv­inn­ar heim­sótt ein­setu­mann­inn heil­ag­an Pál frá Þebu, sem hann þekkti ekki, en eng­ill vís­aði hon­um veg­inn. Þeir sett­ust, og hrafn kom fljúg­andi með brauð handa þeim, sem Páll sagði hafa gerzt á hverj­um degi í 60 ár, og nú hefði Guð sent Anton­ius til að grafa sig. Hann bað um að verða bú­inn til graftr­ar í skikkj­unni, sem Aþan­as­ius hefði gef­ið Anton­iusi. Hún var geymd í Pispir, og þang­að fór Anton­ius að sœkja hana. Þeg­ar hann kom aft­ur, var Páll dá­inn og hafði ver­ið að biðj­ast fyr­ir. Nú birt­ust tvö ljón og rót­uðu upp gröf, sem Anton­ius lagði hann í.

Í árslok 355 fór Antonius í klaustrið í Pispir og sagði fyr­ir um dauða sinn. En hann var ófá­an­leg­ur til að halda þar kyrru fyr­ir og hélt fljótt aft­ur upp í hell­inn á Kolzim­fjalli. Þar dó hann 17. jan­úar, sem er messu­dag­ur hans, og var orð­inn 105 ára. Hann hafði fal­ið læri­svein­un­um Mak­ariosi og Ama­þas að grafa sig á leynd­um stað á fjall­inu. En gröf­in fannst eft­ir nokk­ur ár, og helg­ur dóm­ur Anton­ius­ar var flutt­ur til Alex­andríu en barst ár­ið 635 það­an til Kon­stantín­ópel og nær fjór­um öld­um síð­ar til Suður-Frakk­lands. Bein dýr­lings­ins eru nú í kirkj­unni Saint-Julien í Arles (en í jan­úar 2008 voru þau flutt með við­höfn til Ítalíu og nokkr­um dög­um síð­ar heim aft­ur). Messu­dag­ur hans er 17. jan­úar.

Hefðbundið er að telja heilagan Anton­ius upp­hafs­mann krist­ins munk­líf­is, því að hann kom á hin­um fyrstu sam­fé­lög­um munka, en fleiri heil­ag­ir ein­setu­menn þekkj­ast frá sama tíma. Kross að lög­un sem upp­hafs­staf­ur­inn T er kennd­ur við Anton­ius, ein­kenn­is­merki margra munka. Fróð­leik um hann er að finna á ót­al mörg­um stöð­um, sem verð­ugt er og skylt um svo mik­ils­verða fyr­ir­mynd allra munka og ann­arra krist­inna manna. Merk­ust er rit­smíð eft­ir heil­ag­an Aþan­as­ius kirkju­frœð­ara, en þeir heil­ag­ur Ant­on­ius voru ná­kunnugir. Lítið eitt af textum finnst eignað þessum ágæta eyðimerkurföður (sjá hér og hér).

  

Acta Sanctorum (Ianuarii, tomus II, p. 107-162, prentað 1643)

Athanasius Alexandrinus

Borrelli, Antonio @ Santi, beati et testimoni

Butler, Alban

Butler, Edward Cuthbert @ The Catholic Encyclopedia [1907]

Catholic Online

Église Catholique en France

Heilagra manna sögur, I. bindi (C. R. Unger gaf út 1877, varð­andi Anton­ius eink­um eft­ir hand­rit­inu AM 234 fol)

Heiligen-3s

Jones, Terry H. @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Odden, Per Einar @ kaþólska kirkjan í Noregi

Orthodox Church in America

Orthodox Wiki

Santopedia

St. Charles Borromeo Catholic Church @ Picayune, Mississippi

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (norska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

   

  

Read Full Post »

Ágústínus kirkjufaðir (Claudio Coello, 1664)

Aurelius Augustinus kirkjufaðir og kirkju­frœð­ari fœdd­ist í Tagaste í Num­idiu í Norð­ur-Afríku, sagður Berbi að ætt en foreldrar hans róm­verskir borgarar. Patric­ius fað­ir hans tók ekki kristni fyrr en skömmu fyrir and­lát sitt 371 og hafði lengst látið sér fátt um hana finnast. En móð­ir Ágúst­ín­us­ar, sankti Mon­ika, ól son sinn upp í krist­inni trú, þótt ekki væri hann skírð­ur. Hann var sett­ur til mennta og lagði helzt stund á mælsku­list en síð­ar heim­speki, fór svo að grufla út í pers­neska sér­trú og varð næsta af­huga kristn­inni. Að námi loknu, gerð­ist Ágúst­ín­us mælsku­kenn­ari, lengst í Kar­þagó, svo skamma hríð í Róm, en 384 fékk hann kenn­ara­stöðu í Míl­anó. Þar varð hann fyr­ir mikl­um áhrif­um af ný­platón­isma. En bœn­ir heil­agr­ar Mon­iku og áhrif heil­ags Ambrós­íus­ar ráku Ágúst­ín­us til að skoða hug sinn til krist­inn­ar trú­ar. Haust­ið 386 iðr­að­ist hann, tók sinna­skipt­um og lét vor­ið eft­ir skír­ast, skömmu áð­ur en móð­ir hans dó. Hann flutt­ist 388 til heima­bœj­ar síns og stofn­aði til dá­lít­ils sam­fé­lags í anda klaust­ur­lifn­að­ar. En ár­ið 391 vígðist hann sem prestur og fór til Hippo Reg­ius [nú Ann­aba í Alsír] þar í ná­grenn­inu, til að vera að­stoð­ar­mað­ur hjá Val­er­iusi bisk­upi. Þar kom hann einn­ig upp nokk­urs kon­ar klaust­ur­lifn­aði, auk þess sem hann varð þekkt­ur fyr­ir trú­vörn og sið­bót­ar­við­leitni. Ágúst­ín­us tók 395 vígslu sem að­stoð­ar­bisk­up. Næsta ár varð hann síð­an eft­ir­mað­ur Val­eri­us­ar á bisk­ups­stóli og gegndi því starfi til dauða­dags. Eft­ir Ágúst­ín­us eru varð­veitt­ar 113 bœk­ur og lið­lega 500 pré­dik­an­ir, auk held­ur 218 bréf, samtals ca fimm milljón orð (og nafn hans finnst fullt eins oft á netinu). Hann skýrði út ritn­ing­una, sér í lagi rit eft­ir guð­spjalla­mann­inn Jó­hann­es og Davíðssálma, og ýmsa helztu lær­dóma kristn­inn­ar, svo sem um Heil­aga Þrenn­ingu og náð Guðs, rit­aði gegn villu­kenn­ing­um síns tíma, samdi sjálfs­ævi­sögu sína, Játn­ing­ar (sem kom út á ís­lenzku í þýð­ingu Sig­ur­björns Ein­ars­son­ar), og síð­ast en ekki sízt geysi­mik­ið rit, sem heit­ir Borg Guðs, eitt þýð­ing­ar­mesta verk nokk­urs krist­ins höf­und­ar. En örstutt fyrirsögn um regluhald hefur líklega reynzt áhrifamesta skrif Ágústínusar, því að ótölu­leg­ur fjöldi fólks hefur í 1.600 ár samið líf sitt að þeim leið­bein­ing­um. Á Ís­landi var heil­ag­ur Þor­lák­ur upp­hafs­mað­ur slíks lifn­aðar (af þeirri grein, sem kallast kanúkar). Heil­ag­ur Ágúst­ín­us dó 28. ágúst, með­an stóð á um­sátri Vand­ala um borg­ina Hippo, og það er almennur messudagur hans. Helgur dómur hans hefur frá 723 verið í basilíkunni San Pietro in Ciel d´Oro í Pavia á Norður-Ítalíu. Ágústínus var 1295 út­nefnd­ur kirkju­frœð­ari: Doctor Gratiae. Þótt hann sé á Vesturlöndum álitinn hvað fremstur allra guðfrœðinga, einnig í kirkju­deild­um margra mótmælenda, nýtur hann lítillar hylli í orþódoxu kirkjunum, sem sýnir fornan mun á kenningum (ef til vill jafnframt möguleika og farartálma í samkirkjulegri viðleitni).

  

Verk eftir Ágústínus

    Documenta Catholica Omnia gaf út:

Heildarútgáfa (lætur nærri, frumgerð og þýðingar)

    John Rotello OSA gaf út:

Hugleiðingar fyrir alla daga ársins

    The Latin Library gaf út:

Nokkrar veigamiklar bækur í snotrum búningi

    JesusMarie.com gaf út:

Mikið efni á frönsku

    Bibliotheca Augustana gaf út:

Heildarútgáfa (skammt komin í ágúst 2009)

    Nuova Biblioteca Agostiniana:

Fara verður beint inn á http://www.augustinus.it (krœkjur frábeðnar á þeim vef), velja tungumál, fara svo inn í skrár um bœkur og þaðan í einstök rit (mjög gott safn, bæði á latínu og ítölsku, margar athuganir neðanmáls).

    Project Gutenberg gaf út:

The Confessions

    Internet Sacred Text Archive gaf út:

The Confessions

    Christian Classics Ethereal Library gaf út:

City of God and Christian Doctrine

Confessions

Handbook on Faith, Hope and Love

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume I

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume II

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume III

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume IV

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume V

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume VI

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume VII

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume VIII

On Christian Doctrine (4 bœkur)

    New Advent gaf út:

Ekki er sérstök yfirlitssíða hjá New Advent um þessar bœkur Ágústínusar, svo að betra þykir að telja þær hér upp, með krœkju á hvert einstakt verk, enda getur lesandi þá séð ensk nöfn þeirra.

Acts or Disputation Against Fortunatus

Against the Epistle of Manichaeus

Against Two Letters of the Pelagians

Answer to Letters of Bishop Petilian

Christian Doctrine

City of God (22 bœkur)

Concerning Faith of Things Not Seen

Concerning the Nature of Good

Confessions (13 bœkur)

First Epistle of John (10 prédikanir)

Letters (162 bréf)

Merits and Remission of Sin, and Infant Baptism

On Baptism, Against the Donatists

On Care to Be had for the Dead

On Continence

On Faith and the Creed

On Grace and Free Will

On Holy Virginity

On Lying

On Man´s Perfection in Righteousness

On Marriage and Concupiscence

On Nature and Grace

On Patience

On Rebuke and Grace

On the Catechising of the Uninstructed

On the Creed – A Sermon to Catechumens

On the Good of Marriage

On the Good of Widowhood

On the Grace of Christ, and on Original Sin

On the Holy Trinity

On the Morals of the Catholic Church

On the Morals of the Manichaeans

On the Proceedings of Pelagius

On the Profit of Believing

On the Soul and Its Origin

On the Spirit and the Letter

On the Work of Monks

On Two Souls, Against the Manichaeans

Our Lord´s Sermon on the Mount (2 bœkur)

Reply to Faustus the Manichaean

Selected Lessons of the New Testament (97 prédikanir)

Soliloquies

The Ennarations, or Expositions, on the Psalms

The Enchiridion

The Harmony of the Gospels (4 bœkur: 150 kaflar)

The Predestination of the Saints – Gift of Perseverance

To Consentius – Against Lying

Tractats on the Gospel of John (124 útleggingar)

    Eternal Word Television Network gaf út:

Ekki er sérstök yfirlitssíða hjá EWTN um bœkur Ágústínusar, en hér má leita að þeim innan um samtals 1.005 númer (sleppið rómverskum tölusetningum í leitinni), og fylgir nokkur fróðleikur um hvert verk. Þar eru einnig fleiri krœkjur, til að sœkja sér skrár í zip-formi. Bœkurnar eru í þetta sinn nefndar latneskum nöfnum, ef lesandi vill festa sér þau í minni, en allt er þetta samt á ensku.

Acta contra Fortunatum Manichaeum

Contra duas epistolas pelagianorum I-IV

Contra epistolam Manichaei quam vocant fundamenti

Contra Faustum Manichaeum I-XV

Contra Faustum Manichaeum XVI-XXI

Contra Faustum Manichaeum XXII

Contra Faustum Manichaeum XXIII-XXXIII

Contra litteras Petiliani I-II

Contra litteras Petiliani III

Contra mendacium

De anima et eius origine I-IV

De baptismo I-IV

De baptismo V-VII

De bono coniugale

De bono viduitatis

De civitate Dei I-II

De civitate Dei III-IV

De civitate Dei V-VI

De civitate Dei VII-VIII

De civitate Dei IX-X

De civitate Dei XI-XIII

De civitate Dei XIV-XV

De civitate Dei XVI-XVII

De civitate Dei XVIII-XIX

De civitate Dei XX-XXI

De civitate Dei XXII

De consensu Evangelistarum I

De consensu Evangelistarum II

De consensu Evangelistarum III-IV

De continentia

De correptione donatistarum

De correptione et gratia

De cura pro mortuis gerenda

De catechizandis rudibus

De doctrina christiana I-II

De doctrina christiana III-IV

De duabus animabus

De fide et symbolo

De fide rerum quae non videntur

De gestis Pelagii

De gratia Christi et de peccato originali

De gratia et libero arbitrio

De mendacio

De moribus Ecclesiae catholicae et de moribus Manichaeorum I-II

De natura boni

De nuptiis et concupiscentia I-II

De opere monachorum

De patientia

De peccatorum meritis et remissione et de baptismo parvulorum I-III

De perfectione iustitiae hominis

De praedestinatione sanctorum et de dono perseverantiae

De sancta virginitate

De sermone Domini in monte I-II

De spiritu et littera

De Trinitate I-IV

De Trinitate V-VIII

De Trinitate IX-XIV

De Trinitate XV

De utilitate credendi

Enchiridion ad Laurentium (de fide, spe et caritate)

Ennarationes in Psalmos I-XXX

Ennarationes in Psalmos XXXI-XLI

Ennarationes in Psalmos XLII-L

Ennarationes in Psalmos LI-LIX

Ennarationes in Psalmos LX-LXVIII

Ennarationes in Psalmos LXIX-LXXV

Ennarationes in Psalmos LXXVI-LXXXV

Ennarationes in Psalmos LXXXVI-XCIV

Ennarationes in Psalmos XCV-CVI

Ennarationes in Psalmos CVII-CXVIII

Ennarationes in Psalmos CXIX-CXXIV

Ennarationes in Psalmos CXXV-CXXXIX

Ennarationes in Psalmos CXL-CL

Letters 1-30

Letters 31-57

Letters 58-86

Letters 87-97

Letters 99-123

Letters 124-145

Letters 146-172

Letters 173-269

Sermo ad catechumenos de symbolo

Sermones de Novo Testamtento I-X

Sermones de Novo Testamento XI-XX

Sermones de Novo Testamento XXI-XXX

Sermones de Novo Testamento XXXI-XL

Sermones de Novo Testamento XLI-L

Sermones de Novo Testamento LI-LX

Sermones de Novo Testamento LXI-LXX

Sermones de Novo Testamento LXXI-LXXX

Sermones de Novo Testamento LXXXI-XC

Sermones de Novo Testamento XCI-XCVII

Soliloquiorum I-II

Tractatus in epistolam Ioannis ad Parthos

Tractatus in evangelium Ioannis I-X

Tractatus in evangelium Ioannis XI-XX

Tractatus in evangelium Ioannis XXI-XXX

Tractatus in evangelium Ioannis XXXI-XLIV

Tractatus in evangelium Ioannis XLV-LX

Tractatus in evangelium Ioannis LXI-XCVIII

Tractatus in evangelium Ioannis XCIX-CXXIV

Páfarnir fjalla um heilagan Ágústínus

Pius XI: Ad salutem (bréf til biskupa 30. apríl 1930)

Ioannes Paulus II: Augustinum hipponensem (28. september 1986)

Ioannes Paulus II: Bœn 11. nóvember 2004 (1650 ár frá fœðingu Ágústínusar, helgur dómur hans í fyrsta sinn fluttur til Rómar)

Benedictus XVI: 1. ávarp (9. janúar 2008)

Benedictus XVI: 2. ávarp (16. janúar 2008)

Benedictus XVI: 3. ávarp (30. janúar 2008)

Benedictus XVI: 4. ávarp (20. febrúar 2008)

Benedictus XVI: 5. ávarp (27. febrúar 2008)

Benedictus XVI: Hugvekja við kvöldtíðir (22. apríl 2007)

   

Ýmislegt efni um heilagan Ágústínus

ACI Prensa

Angus, Samuel (1906)

Ashley, John Marks (1877)

Augnet (mikilvœgur vefur)

Augustijns Historisch Instituut

Augustinian Recollects @ Province of St. Augustine

Augustinian Studies @ Villanova University, Pennsylvania

Baillie, Rev. John (1859)

Besse, J. (1907, um regluskipan Ágústínusar)

Bindemann, Carl (1844)

Borrelli, Antonio @ Santi, beati e testimoni

Bradshaw, Rob @ Early Church

Clausen, Henrik Nicolai (1827)

Canons Regular of the Immaculate Conception

Catholic News Agency

Catholic Online

Cermelli, Agostino (1648)

Choquette, Anne Marie Imelda (1943)

Confederation of the Canons Regular of St. Augustine

Coptic Orthodox Church Network

Chapman, Emmanuel (1934)

Christian Classics Ethereal Library

Claes, Martin @ Centrum voor Patristisch Onderzoek

Cunningham, William (1886)

Cutts, Edward Lewes (1888)

D´Ambrosio, Marcellino @ The Corssroads Initiative

Den store danske

Dorner, A. (1873)

Église Catholique en France

Encyclopaedia Britannica (1878)

Encyclopaedia Britannica (1911)

Encyclopedia of Creation Science

Eskridge, James Burnett (1912)

Figgis, John Neville (1921)

Flottorp & Halvorsen @ Store norske leksikon

Friberg, Hans Daniel (1944)

Friedrich, Philipp (1907)

Geest, Paul van @ Centrum voor Patristisch Onderzoek

Guitton, Jean (1955, hér ensk þýðing frá 1959)

Harmless, William SJ @ Springhill College, Alabama (bókfrœði)

Hatzfeld, Adolphe (1898)

Heilagra manna sögur, I. bindi (C. R. Unger gaf út 1877, varð­andi Ágúst­ín­us eink­um eft­ir hand­rit­un­um AM 234 fol og AM 235 fol)

Heiligen-3s

Hewit, Augustine Francis (1893)

Hodges, George (1915)

Hooker, Richard @ Washington State University

Hugonis de Sancto Victore (12. öld, um reglu Ágústínusar)

Humphrey, Edward Frank (1912)

Jaspers, Karl (1957, hér ensk þýðing frá 1962)

Kathpedia

Kay, William (1860)

Kelsey, Morton T. @ Mr. Renaissance

Kemerling, Garth @ Philosophy Pages

Kiefer, James

Kreis, Steven @ The History Guide

Kubicki, Fr. James SJ (hljóðskrár)

Lacey, Thomas Alexander (1914, 1916)

Loofs, F. @ New Schaff-Herzog Encyclopedia of Religious Knowledge

MacQueen, David John (1958)

Malaspina Great Books

McIntosh, John S. (1912)

Mitchell, Barry (um músík)

Moi, Oddvar @ En Katolsk Weblog

Montgomery, William (1914)

Moriarty, Patrick Eugene (19. öld)

Murphy, B. Keith (2006, hljóðskrá)

Murphy, James Jerome (1974, 2001)

NationMaster Encyclopedia

Nielsen, Cynthia R. @ Per Caritatem

Nitzsch, Friedrich August Berthold (1865, evangelisch)

Odden, Per Einar @ kaþólska kirkjan í Noregi

O´Connor, William Patrick (1921)

O´Donnell, James @ Georgetown University, Washington DC

Oliveira, Plinio Corrêa de @ Tradition in Action

Orthodox Wiki

Osmun, George Wilbur (1906)

Ottley, Robert L. (1919)

Papademetriou, George @ Greek Orthodox Archdiocese of America

Parry, Thomas Jones (1913)

Pejza, Fr. Jack

Petersen, Asbjørn @ Kristeligt Dagblad (2005)

Portalié, Eugène: Life of St. Augustine (1907)

Portalié, Eugène: Works of St. Augustine (1907)

Portalié, Eugène: Teaching of St. Augustine (1907)

Possidius biskup (5. öld; aðrar útgáfur hér og hér og hér)

Przywara, Erich (1958)

Questia Online Research

Rives, Amélie (1906; annað nafn höfundar: Troubeetzkoy prinsessa)

Romanelli, Guiseppe (1880)

Santopedia

Sarkissian, Robert @ Island of Freedom

Schaff, Philip (1854)

Schlabach, Gerald W.

Seabury, Samuel (1833)

Smitha, Frank E.

Spalding, James Field (1886)

Sparrow-Simpson, William John (1910)

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Stanford Encyclopedia of Philosophy

Storz, Joseph (1882)

The Internet Encyclopedia of Philosophy

Trench, Richard Chenevix (1851)

Villadsen, Holger @ Nordisk patristisk bibliografi

Wamelius, Eugenius (1624, falleg bók)

Waters, William George (1906)

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (latína)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Wikiquote (enska)

Zentrum für Augustinusforschung in Würzburg

Zernoff, Raphael @ Augustine´s Writings (bókaskrá etc)

Ökumenisches Heiligenlexikon

   

    

Read Full Post »

Katrín frá Alexandríu

 

Katrín hét prinsessa í Alexandríu í Egypta­landi og var á dög­um fyr­ir eitt­hvað 1.700 ár­um. Hún missti ung for­eldra sína en lifði áfram í vel­lyst­ing­um í höll­inni, þótti snemma af­ar skörp og víð­les­in en hof­móð­ug nokk­uð og fannst eng­inn ung­ur mað­ur vera sér sam­boð­inn. Þeg­ar hún var 18 ára, hitti hún gaml­an ein­setu­mann. Hann sagði, að hinn sanni brúð­gumi henn­ar væri Jesús Krist­ur. Og nú tók Katrín sinna­skipt­um, iðr­að­ist hátt­semi sinn­ar og bað prest að skíra sig til krist­inn­ar trúar.

Á þessum tíma börðust Maxentius [aðr­ir segja Maxi­min­us] og Konstant­in­us um hið róm­verska keis­ara­dœmi. Hinn fyrr­nefndi kom til Alex­andríu og krafð­ist þess, að all­ir fœrðu róm­versku guð­un­um fórn. Það átti líka við um Katrínu, sem gekk fyr­ir hann og and­mælti op­in­ber­lega þess­ari hjá­guða­dýrk­un. Henni mælt­ist vel, og Max­ent­ius lét kalla til fimm­tíu egypska heim­spek­inga og mælsku­menn, til að hrekja orð henn­ar. En það heppn­að­ist ekki bet­ur en svo, að hún taldi þá alla á að taka kristna trú. Keis­ar­inn varð æva­reið­ur og lét brenna þá á báli.

Katrínu var hins vegar varp­að í fang­elsi. Max­ent­ius leit hana þó girnd­ar­auga og reyndi að vinna hana til fylgi­lags, sem mis­tókst, því að hún kvaðst vera brúð­ur Krists. Hún var þá hýdd í tvær klukku­stund­ir og síð­an múr­uð inni í fanga­klefa, án þess að fá vott eða þurrt. En eng­ill gerði að sár­um henn­ar, dúfa flaug með mat inn um glugg­ann og Krist­ur birt­ist henni í sýn.

Maxentius hafði um þessar mundir brugð­ið sér í eft­ir­lits­ferð. Þeg­ar hann kom til baka, reynd­ist trú­ar­styrk­ur Katrín­ar hafa smit­að út frá sér. Faust­ina keis­ara­ynja og Porfyr­ius líf­varð­ar­for­ingi höfðu tek­ið kristna trú, og hann hafði auk held­ur kristn­að 200 her­menn. Nú missti keisarinn al­veg stjórn á sér og lét háls­höggva þau öll.

Ekki batnaði skap hans, þegar í tugt­hús­ið kom og Katrín reynd­ist vera heil heilsu og vel á sig kom­in. Hann gaf fyr­ir­mæli um að brjóta í henni hvert bein með hjóli og stegl­um. En Drott­inn sendi eld­ingu, sem eyði­lagði dráps­tól­ið og grand­aði böðl­un­um og fleira fólki. Þá byrj­aði lýð­ur­inn að hrópa: “Guð hinna kristnu er hinn sanni Guð.”

Maxentius fyrirskipaði nú að færa Katrínu til af­töku­stað­ar og háls­höggva hana. En all­ur al­menn­ing­ur gekk með henni og hyllti hana. Hún bað fyrir líkam­legri og and­legri vel­ferð egypzku þjóð­ar­inn­ar og bað öll­um þeim bless­un­ar, sem vildu minn­ast sín. Þeg­ar hún svo hafði ver­ið höggv­in með sverði, rann ekki blóð held­ur mjólk úr hálsi henn­ar, “til vitn­is skír­líf­is henn­ar en til lofs og dýrð­ar al­mátt­kum Guði”, og her­skari engla flutti lík­am­ann upp á Sínaí­fjall [Horeb]. Messu­dag­ur henn­ar er 25. nóvem­ber.

Nokkurn veginn svona hljóðar helgi­sag­an um heil­aga Katrínu frá Alex­andríu og er ekki studd sam­tíma­heim­ild­um, sem nú þekkj­ast. Þess vegna stóð til 1969 að strika þessa góðu mey út úr dýr­linga­tali og öll­um bók­um róm­versku kirkj­unn­ar. Heim­ild­ir væru ekki nógu mikl­ar til að hafa hana í há­veg­um. Hún hefði jafn­vel aldrei ver­ið á dög­um. En þá reis upp til and­mæla margt fólk úr aust­ur­kirkj­unum, með fjölda af eld­göml­um Katrín­ar­íkon­um í hönd­um og í full­vissu um heil­ag­leika meyj­ar­inn­ar. Og ekki má gleyma heim­spek­ing­um, sem var þessi vernd­ar­dýr­ling­ur fast­ur í hendi. Lát­ið var við það sitja að af­má hana úr hinni al­mennu messu­daga­skrá en heim­ila ein­stök­um biskup­um að fara sínu fram. Róm­verska messu­bók­in var aft­ur end­ur­skoð­uð 2002, og öll­um að óvör­um birt­ist heil­ög Katrín á nýj­an leik, og þar mun hún enn vera (þótt á Norð­ur­lönd­um eigi hinn bless­aði Niels Steen­sen öllu meira í sam­eig­in­leg­um messu­degi þeirra).

Í hinni fornu Katrínarsögu, sem rit­uð var á Ís­landi, seg­ir um Sínaí­fjall: “Þar læt­ur Guð ger­ast ótal­leg­ar jar­tein­ir fyr­ir henn­ar verð­leika. Verða þar djöf­ul­óð­ir heil­ir, hrum­ir og halt­ir ganga, lík­þrá­ir hreins­ast, blind­ir sjá, dauf­ir heyra en dauð­ir lifna. Upp úr leiði henn­ar sprett­ur við­smjörs brunn­ur, sá er aldrei þrotn­ar. Eru þar af smurð­ir lík­am­ir sjúkra manna, þeirra er það­an flytja fagn­að slíkrar heilsu, sem hver kann sér að æskja. Og er þar hinn mesti bœna­stað­ur, og eng­inn kom þar svo heilsu­laus, að eigi fengi bót allra meina, þeir sem þang­að sóttu með réttri trú og sannri ást og von sinn­ar heilsu.”

Sjá einnig grein um Katrínarklaustrið á Sínaífjalli.

 

Agasso, Domenico @ Santi, beati e testimoni

American Catholic

Butler, Alban @ Sacred Texts Arhive

Catholic News Agency

Clugnet, Léon @ The Catholic Encyclopedia (1908)

Heilagra manna sögur, I. bindi (C. R. Unger gaf út 1877, varð­andi Katrínu eink­um eft­ir hand­rit­inu AM 233 a fol)

Keck & Redington @ Saint Pachomius Library

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Kapella sáttmálsarkarinnar í Axum

 

Sú frétt var sögð vorið 2008, að höll drottn­ing­ar­inn­ar af Saba hefði fund­izt í bœn­um Axum í Eþíópíu, sem vissu­lega er forn kónga­borg, ef til vill frá dög­um hinnar frægu drottningar. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem menn töldu sig geta bent á höllina. Í Ax­um er einn­ig göm­ul kirkja, sem er helg­uð Vorri frú Maríu af Zíon, og við hana stend­ur lok­að hús, sem heit­ir Kap­ella stein­töfl­unn­ar. Með­fylgj­andi er mynd af þess­ari kap­ellu. Orþó­doxa kirkj­an í Eþíópíu held­ur því fram, að þar sé sátt­máls­örk­in enn varð­veitt. Henn­ar gæt­ir munk­ur, sem sér­stak­lega er vígður til starf­ans og má aldrei stíga fœti út úr kap­ell­unni. Þeg­ar hann deyr, tek­ur ann­ar munk­ur við með sama skil­orði, og svo hef­ur ver­ið æva­lengi. Strang­lega er bannað, að gest­ir fari inn í þessa kap­ellu, til að skoða örk­ina, ekki einu sinni sjálf­ur patrí­ark­inn. Ekki er til að ýta undir átroðning gesta, að sagnir ganga um mjög sterkt og hættulegt ljós, sem berist frá örkinni, svo að sumir munkar hafi skemmzt á sjón. Sjá einn­ig í The Catholic En­cyclo­pedia.

Read Full Post »

Older Posts »