Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Bretland’ Category

    

Anselmus

    

Ófullgert, undervejs, not finished

Anselmus dó 21. apríl, sem er messu­dag­ur hans. Í Martyro­log­ium Rom­an­um stend­ur: “Cantuariæ, in Anglia, sancti Anselmi Episcopi, Con­fessor­is et Ecclesiæ Doctor­is, sanctitate et doctrina conspicui.” Anselm­us er sagð­ur hafa ver­ið tek­inn í helgra manna tölu 1492. Hann var út­nefnd­ur kirkju­frœð­ari 1720. Helg­ur dóm­ur hans var lagð­ur í skrín í Canter­bury, og sið­skipta­menn eyði­lögðu það.

Anselmus fœddist í Aosta á Norður-Ítalíu og ólst upp hjá ströng­um föð­ur, sem aftr­aði hon­um að ganga sem 15 ára í klaust­ur. En þó fór svo, að 1060 gerð­ist Anselm­us munk­ur í Bene­dikts­klaustr­inu í Bec í Normandí. Hann varð príor strax 1063 og lagði mikla stund á að auka mennt­un munk­anna, en sjálf­ur helg­aði hann sig um ára­bil rann­sókn á verk­um heil­ags Ágúst­ín­us­ar. Anselm­us var 1078 kjör­inn ábóti í klaustr­inu, enda þótti hann skara fram úr í þekk­ingu og hafði sam­ið stór­merki­leg rit í heim­speki og guð­frœði. Hann er stund­um kall­að­ur fað­ir eða fyr­ir­renn­ari skóla­spek­inn­ar, sem á við að­ferð hans til að nálg­ast úr­lausn við­fangs­efna. Sem ábóti þurfti Anselm­us að fást við ým­is ver­ald­leg mál­efni, sem snertu vöxt og við­gang klaust­urs­ins, einn­ig í Eng­landi, sem frá 1066 laut stjórn að­als­manna frá Normandí. Hann efldi mjög klaust­ur­skól­ann, og á 15 ár­um hans sem ábóti gengu 180 munk­ar í klaustr­ið. Hann vígð­ist 1093 sem erki­bisk­up af Kant­ara­borg en varð margt mót­drœgt, því að kon­ung­ar lands­ins vildu sjálf­ir ráða mestu í mál­efn­um heil­agr­ar kirkju. An­selm­us var því í út­legð 1097-­1100 og 1103-1106.

     

Abbaye Notre-Dame du Bec @ Normandie, France

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Bibliographisches Kirchen­lexikon

Butler, Alban (18. öld) @ Eternal Word Television Network

Catholic News Agency

Catholic Online

D’Ambrosio, Marcellino @ The Crossroads Initiative

Den store danske @ Gyldendal

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Flottorp & Halvorsen @ Store norske leksikon

Heiligen-3s

Hughes, Marilynn @ Suit101

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Kent, William @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Pius PP. X: Communium rerum (21. apríl 1909)

Rabenstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

Sadler, Greg @ The Internet Encyclopedia of Philosophy

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Stanford Encyclopedia of Philosophy

Velocci, Giovanni @ L’Osservatore Romano 2008

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

    

Auglýsingar

Read Full Post »

    

Ásmundur biskup

   

Ásmundur kallast þessi dýrling­ur í skrám kaþólsku kirkj­unn­ar á Ís­landi en endra­nær Os­mund, Os­mond eða Os­mer. Hann er sagð­ur greifa­son­ur frá Sées í Norð­mandí. Hann fylgdi móð­ur­bróð­ur sín­um, Vil­hjálmi bast­arði (d. 1087), til Eng­lands 1066 og gegndi í fyrstu embætti kon­ung­legs kap­ell­áns en varð 1072 kanzl­ari, sá þá um bréf­rit­un kon­ungs og ýmsa stjórn­sýslu. Hann finnst kall­að­ur jarl af Dorset. Hann varð 1078 bisk­up í Salis­bury í suð­ur­hluta lands­ins, og lét þó ekki að fullu af störf­um sín­um fyr­ir kon­ung. Ás­mund­ur lét reisa dóm­kirkju í Old Sarum (Saris­buria), stofn­aði við hana dóm­klerka­ráð og setti því skipu­lags­skrá, sem síð­ar varð fyr­ir­mynd í öðr­um bisk­ups­dœm­um. Hann þótti dug­leg­ur stjórn­andi, lærð­ur vel, hrein­líf­ur, hófs­mað­ur í öllu og bóka­vin­ur mik­ill, af­rit­aði sjálf­ur og batt inn bœk­ur. Hann kann einn­ig að hafa sam­ið helgi­siði góða, sem eft­ir­mað­ur hans lagði þó gjörva hönd á. Ás­mund­ur lét taka upp helg­an dóm Ald­helms bisk­ups (d. 709). Þeg­ar sam­in var jarða­bók yf­ir Eng­land, Dóms­dags­bók­in, var Ás­mund­ur bisk­up kvadd­ur að því verki, sem lauk ár­ið 1086. Dauða­dag­ur hans og messu­dag­ur er 4. desem­ber, en 16. júlí er minnzt upp­töku á bein­um hans árið 1226. Rann­sókn var ár­ið 1228 leyfð á verð­leik­um og jar­tein­um hans, og 1456 tók Cal­ixt­us III. hann í tölu helgra manna. Eng­lend­ing­ar höfðu var­ið löngu erf­iði og mikl­um kostn­aði til að fá það mál fram. Ás­mund­ur er sagð­ur góð­ur til áheita við tann­pínu, bein­brot­um, löm­un og sturlun.

    

Answers.com

Catholic Online

Farmer, Hugh @ Santi, beati e testimoni

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Müßigbrod, Axel @ Biographisch-Bibliographisches Kirchenlexikon

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Parker, Anselm @ The Catholic Encyclopedia (1911)

Santopedia

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

   

Beda prestur

   

Gröf Beda kirkjufræðara

   

Rúsitir af klaustrinu í Jarrow

   

“Ég, Beda, þjónn Krists og prest­ur í klaustri hinna bless­uðu post­ula Péturs og Páls, sem er í Wear­mouth og í Jarrow… fœdd­ist í ná­grenni við téð klaust­ur. Þeg­ar ég var sjö ára, sendu ætt­ingj­ar mín­ir mig til náms hjá hin­um virðu­lega Bene­dikt ábóta [d. 690] og síð­ar Coel­frid ábóta [d. 716]. Síð­an hef ég ætíð dval­ið í þessu klaustri og var­ið öll­um kröft­um mín­um til að gaum­gæfa ritn­ing­arn­ar. Ásamt því að gæta skyldu­verka minna sem munk­ur og syngja á hverj­um degi í kirkj­unni, hef­ur helzta ánægja mín ver­ið að læra, kenna og skrifa. Þeg­ar ég var á nítjánda ári, varð ég djákni, og á þrítug­asta ári prest­ur, hvort tveggja með vígslu Jó­hann­es­ar bisk­ups [d. 721] og að boði Coel­frids ábóta…” Þetta seg­ir í við­bœti á eft­ir kirkju­sögu Beda prests, og er rit­að ár­ið 731. Hann tel­ur einn­ig upp helztu rit­verk sín og seg­ist vera 59 ára að aldri. Tví­bura­klaustr­in að fram­an voru á Norð­ymbra­landi í Eng­landi norð­aust­an­verðu. Wear­mouth var eldra og helg­að sankti Pétri. Jarrow var helg­að sankti Páli, og þang­að flutt­ist dreng­ur­inn Beda við stofn­un þess 682 og dvald­ist þar alla tíð síð­an. Báð­ir fyrr­nefnd­ir ábót­ar voru heil­ag­ir haldn­ir, og Beda rit­aði um ævi­fer­il þeirra. Jó­hann­es vígslu­fað­ir Beda var bisk­up í Hex­ham, hann einn­ig í tölu heil­agra. Bene­dikts­munk­ar vinna flest­ir ein­hver líkam­leg störf til við­bót­ar and­legri iðju, og Beda finnst kall­að­ur bakari.

Skömmu eftir að klaustrið í Jarrow var stofn­að, kom upp drep­sótt, svo að eng­ir lifðu þar af, sem kunnu að lesa og syngja, nema Coel­frid ábóti og dreng­ur­inn Beda, en í sam­ein­ingu létu þeir tíða­gerð­ir og messu­söng aldrei falla nið­ur. Brátt fjölg­aðí þó munk­um, og komst tala þeirra í klaustr­un­um tveim­ur upp í 600, auk þess sem þau urðu vel stœð og eign­uð­ust góð­an bóka­kost. Coel­frid lét af­rita hina latn­esku þýð­ingu Hiero­nym­us­ar kirkju­föð­ur á Biblí­unni, hverja ein­ustu bók henn­ar, og hafði Beda um­sjón með því verki. Sitt ein­tak­ið var gert handa hvoru klaustr­inu, en þriðja ein­tak­ið var handa páf­an­um. Coel­frid fór með það sjálf­ur en sagði áð­ur af sér ábóta­dœmi, og í þeirri för dó hann. Hand­rit­ið komst þó á leið­ar­enda og er enn varð­veitt (Codex Amiat­­in­us). Það þyk­ir ágæta vel gert og text­inn mik­il­vœgur.

Heilagur Beda rit­aði 25 bœk­ur með Biblíu­skýr­ing­um. Þekkt­asta verk hans er Historia Ecclesi­astica gentis Anglorum, fimm binda kirkju­saga Eng­lands, sem þyk­ir byggj­ast á frœði­leg­um kröf­um um notk­un heim­ilda (hann til­tók þær og greindi á milli sann­inda og sagna). Hann var snjall reikn­ings­mað­ur, samdi fingra­rím og páska­töfl­ur nokkr­ar ald­ir fram í tím­ann (á þeim var rugl­ing­ur, sem hann vildi út­rýma), varð auk held­ur fyrst­ur til að miða tíma­tal við fœð­ingu Krists. Hann rit­aði um sálma, mál­vís­indi, stjörnu­frœði, eðl­is­frœði, veð­ur­frœði og fleiri nátt­úru­vís­indi. Hann skráði heil­agra manna sög­ur. Hin þekkt­asta þeirra fjall­ar um heil­ag­an Cuth­bert (d. 687). Oft­ar er þó vitn­að til kafla í kirkju­sög­unni, sem fjall­ar um Gregor­ius mikla. Beda rit­aði eink­um á lat­ínu en einn­ig á móð­ur­máli sínu. Hann var af eng­il­sax­nesku kyni og tal­aði það af­brigði forn­ensku, sem kennt er við heima­hér­að hans. Marg­ir komu til Jarrow til að nema af hon­um eða leita ráða hans. Í verk­um hans er með­al ann­ars að finna fróð­leik um nor­ræn efni.

Fá­um ár­um eftir að Beda dó, kom upp helgi hans. Því mun með­al ann­ars hafa kom­ið áleið­is heil­ag­ur Boni­fat­ius erki­bisk­up og post­uli Þýzka­lands (d. 754). Hann bar mikla virð­ingu fyr­ir prest­in­um. Það má sjá í bréfi, sem hann rit­aði Huet­bert ábóta í Wear­mouth, og tveim­ur bréf­um, sem hann sendi Eg­bert erki­bisk­upi í York (bréf­in hér, nr. 33-­34 og 38). Beda hafði kennt hin­um síð­ast­nefnda, sem stofn­aði skóla og frœddi í sama anda og læri­fað­ir hans hafði gert.

Beda var 1899 út­nefnd­ur kirkju­frœðari. Messu­dag­ur hans og dauða­dag­ur er 25. maí. Cuth­bert læri­sveinn hans og síð­ar ábóti í Jarrow sagði frá síð­ustu dægr­um meist­ara síns, sem var skamma hríð veik­ur, og síð­ustu orð hans voru: “Gloria Patri, et Filio, et Spiritui Sancto.” Helgi­sögn, sem gera má að álit­um, segir frá munki, sem fékk það verk­efni að semja graf­skrift yf­ir Beda. Hann rak í vörð­urn­ar, þeg­ar hann hafði skrif­að: Hac sunt in fossa / Bedae… Munk­ur­inn ákvað að sofa á fram­hald­inu, en morg­un­inn eft­ir hafði eng­ill bœtt við orð­un­um: venera­bilis ossa. Svo er rit­að á gröf kirkju­frœð­ar­ans, og með því auk­nefni er hann bezt þekktur. Í Martyro­logium Rom­anum stend­ur: “Girvi, in Anglia, transitus sancti Bedæ Venera­bilis, Pres­byteri, Con­fessoris et Ecclesiæ Doctoris, sanctitate et eruditione celeberrimi. Ipsius autem festum recolitur sexto Kalendas Iunii.”

Helgur dómur Beda var varð­veitt­ur í Jarrow (skammt frá borg­inni New­castle), unz hon­um var stol­ið ná­lægt ár­inu 1020 og kom­ið fyr­ir í dóm­kirkj­unni í Dur­ham, og þar er hann enn, en helgi­skrín­ið var að vísu eyði­lagt á sið­skipta­tím­an­um. Nú­ver­andi gröf er frá ár­inu 1831, sjá ljós­mynd. Með­fylgj­andi mál­verk af Beda, þeg­ar hann var að lesa fyrir sitt síð­asta verk (glat­aða þýð­ingu á guð­spjalli Jó­hann­es­ar yf­ir á forn­ensku), gerði James Doyle Pen­rose (1862-­1932) ná­lægt ár­inu 1902. Einn­ig fylg­ir ljós­mynd frá Jarrow, klaustr­ið lagt nið­ur í tíð Hen­riks VIII. kon­ungs og nú í rúst­um, en á svæð­inu hef­ur ver­ið byggð Páls­kirkja, og á ein­um vegg henn­ar er elzti steindi gluggi í heimi, eitt­hvað 1.400 ára gam­all. Þar hjá er einnig safnið Bede´s World. Vík­ing­ar rændu klaustr­ið ár­ið 794. Það hafði þótt eitt mesta lær­dóms­set­ur í Evrópu norð­an Ítalíu.

Verk eftir Beda er meðal annars að finna hér: i) Biblio­theca August­ana, ii) Christian Classics Ethereal Library, iii) Docu­menta Catholica Omnia, iv) Latin Library, v) Library of Liberty, vi) Medieval Source Book (Paul Halsall), vii) North­vegr Foundation, viii) Sacred Texts Archive.

   

   

About.com

Acta Sanctorum (Maii, tomus VI, p. 718-723, prentað 1688)

Agasso, Domenico @ Santi, beati e testimoni

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Biblio­graphisch­es Kirchen­lexikon

British Broadcasting Corporation

Browne, George Forrest (1879)

Butler, Alban @ Eternal Word Television Network

Catholic Church of St. John the Baptist @ Edmond, Okla­homa

Catholic Online

Columbia Encyclopedia

Corrêa de Oliveira, Plinio @ Tradition in Action

Crossroads Initiative

Dearmer, Percy @ Project Canterbury

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Gloria.tv (Angelo prestur 27. maí 2009)

Heiligen-3s

HistoryNet

Hughes, Marilynn @ Suit101

Jacobus de Voragine (um 1260)

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Keck, Karen Rae @ The Ecole Glossary

Kiefer, James @ Satucket Software

Memorial University

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Orthodox Wiki

Rabenstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligen­lexikon

St. Bede´s Episcopal Church, Santa Fe

Thurston, Herbert @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

   

Eanswida abbadís

   

Folkestone    

Nafn þessarar konu finnst ritað sem Eans­wida, Eans­wide, Eans­with og Eans­wythe (og vel gæti hafa veri­ð til ís­lenzk orð­mynd). Faðir hennar var Eadbald kon­ung­ur í Kent í suð­aust­ur-hluta Eng­lands, son­ur heil­ags Að­al­bjarts kon­ungs og heil­agr­ar Bertu drottn­ing­ar, en margt ann­að heila­gt fólk teng­ist þeirri fjöl­skyldu. Eans­wida neit­aði að gift­ast, enda snérist hugur hennar mjög til bœna­gerða og guð­ræki­legra hluta. Hún stofn­aði ná­lægt ár­inu 630 Bene­dikts­klaust­ur í Folke­stone í Kent (sagt fyrsta nunnu­klaust­ur í land­inu; með­fylgj­andi mynd af staðn­um), en fað­ir henn­ar lét reisa þar kirkju, helg­aða post­ul­un­um Pétri og Páli, og kast­ala til varn­ar þess­um helgu bygg­ing­um. Smám sam­an varð þarna til fiski­þorp. God­win jarl fór með vopn­um um byggð­ina 1052 og eyði­lagði bæði kirkju og klaust­ur, sem voru end­ur­byggð 1095, en nú hýsti klaustr­ið munka, og þau hús voru end­ur­byggð 1138 (það klaust­ur helg­að al­sælli Maríu Guðs­móð­ur og heil­agri Eans­widu), aft­ur eyði­lögð í ófriði 1216 en end­ur­byggð 1220. Hen­rik VIII. kon­ung­ur lét síð­an rífa klaustr­ið 1538 og byggja kast­ala úr grjót­inu. Ár­ið 1885 fannst helg­ur dóm­ur heil­agr­ar Eans­widu í skríni inni í kirkju­vegg, þeg­ar hin forna sókn­ar­kirkja í Brenzett í Kent var end­ur­byggð, en hún var helg­uð abbadís­inni. Al­geng­asti messu­dag­ur henn­ar er 12. septem­ber en dauða­dag­ur 31. ágúst. Hún varð ekki göm­ul. Á helgi­mynd­um er hún eink­um sýnd sem kór­ón­uð nunna, og ým­ist held­ur hún á kirkju eða fiski.

Helgisögn greinir, að heiðinn prins frá Norð­ymbra­landi hafi vilj­að eiga Eanswidu. Um sama leyti hafði fað­ir henn­ar dreg­ið sam­an timb­ur, til að byggja handa henni klaust­ur. En ein sperr­an var þrem­ur fetu­m of stutt. Eanswida gerði biðl­in­um þann kost, að þau skyldu víst gift­ast, ef hin heiðnu goð hans gætu lengt sperr­una. Allt kom fyr­ir ekki. Það gátu þau ekki. Þá gerði Eanswida bœn sína, og sperr­an lengd­ist á auga­bragði, en prins­inn fór sneypt­ur heim. Klaustr­ið hafði í upp­hafi ekk­ert vatns­ból, og þurfti að sœkja vatn mílu veg­ar. Á einni ferð­inni þanga­ð hafði Eanswida með­ferði­s staf, og á heim­leið­inni dró hún hann eft­ir jörð­inni, en vatn­ið elti staf­inn, yf­ir urð­ir og kletta og allt á leið­ar­enda, og síð­an skorti ekki vatn fyr­ir menn og skepn­ur. Þarna var mik­ið um fugla, sem leit­uðu æt­is á ökr­un­um, svo að horfði til vand­ræða. Eanswida bann­færði nú fugl­ana, ef þeir létu ekki af þessu, og þeir hlýddu henni. Þess er getið, að blind kona kom til henn­ar og fékk sjón­ina, geð­bil­að­ur mað­ur varð heill og marg­ir aðr­ir lækn­uð­ust af ýms­um mein­um. Heil­ög Berta drottn­ing var upp­runn­in í Frakk­landi. Ekki er óhugs­andi, að þar hafi Eanswida kynnzt nunnu­klaustr­um eða feng­ið lið­sinni það­an, þeg­ar hún stofn­aði klaustr­ið sitt, því að hún var mjög ung.

  

Antiochian Orthodox Christian Archdiocese of North America

Armitage, Mark @ Saints and Blesseds Page

Bond, Andrew @ Orthodox England

Catholic Online

Folkestone Families @ Rootsweb

Den Katolske Kirke i Norge

Derkeiler.com

Holy Spirit Interactive

Lambertson, Isaac @ Orthodox England

New York Times (9. ágúst 1885)

Saint Alban´s Orthodox Church

Spiegel Wissen

This Is Folkestone

Wikipedia (enska)

Read Full Post »