Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Bretland’ Category

 

Ágústínus var Benediktsmunkur og súbpríor í Andrésarklaustrinu í Róm, sem Gregoríus mikli páfi hafði stofnað. Árið 596 ákvað Gregoríus að senda Ágústínus og þrjátíu munka honum til fulltingis, til að kristna engilsaxa, en England var orðið mjög heiðið. Síðar bættust í hópinn tíu prestar frá Gallíu. Páfi útnefndi Ágústínus ábóta fyrir hópnum. Þeir héldu á fund Aðalberts konungs í Kent, sem vildi ekki taka við kristni en gaf þeim hús í Kantaraborg og gaf þeim leyfi til að boða kristna trú. Þeim varð vel ágengt, og árið 601 tók konungur skírn ásamt mörg þúsund landsmönnum sínum. Ágústínus tók nú biskupsvígslu og telst vera fyrsti erkibiskup af Kantaraborg, enda hafði Gregoríus páfi sent honum pallíum. Síðar stofnaði Ágústínus önnur biskupsdæmi, bæði í London og í Rochester. Hann hefur verið kallaður postuli engilsaxa, þótt ekki entist honum lengi ævin sem biskup þeirra. Messudagur Ágústínusar er 27. maí.

 

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (danska)

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Auglýsingar

Read Full Post »

 

Davíð var skozkur prins, sem sjálfur ríkti sem Skotakonungur frá 1124 til dauðadags. Hann þótti góður konungur og guðrækinn, örlátur á fé við þurfandi fólk og við heilaga kirkju. Hann lét stofna allmörg biskupsdæmi og reisa klaustur og kirkjur. Messudagur hans er 24. maí.

 

Catholic Online

Holy Spirit Interactive

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Sewell, Robert

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

 

Vilhjálmur var frá bænum Perth í Skotlandi. guðrækinn og ölmusugóður bakari. Eitt sinn skildi einhver eftir kornabarn fyrir utan kirkjudyr í Perth. Það var sveinn, sem Vilhjálmur tók að sér og gaf nafnið Davíð. Þegar hann stálpaðist, hóf Vilhjálmur að kenna honum að baka. Svo var það árið 1201, að Innocentius páfi III. prédikaði krossferð, fjórðu krossferðina, sem tókst reyndar ekki eins lukkulega og til var ætlazt, og ekki tókst í það sinn að ná Jórsölum úr klóm Serkja. En Vilhjálmur bakari vildi ekki bregðast svo góðu málefni og fékk leyfi hjá sóknarpresti sínum til að gerast krossfari. Fyrsti áfangi á leið hans átti að vera Canterbury, og hann tók fósturson sinn með sér. Þeir áðu í bænum Rochester í Kent. Þegar þeir héldu áfram, bauðst Davíð til að benda á stutta leið gegnum skóg. Þar neytti hann færis, rotaði fóstra sinn, skar hann á háls og rændi hann. Þegar líkið fannst, gerðust jarteinir hjá því. Vilhjálmur var álitinn píslarvottur. Messudagur hans er 23. maí. Hann er ýmist kenndur við Rochester eða Perth.

 

Catholic Herald

Catholic Saints

Flagg, Greg @ WordPress

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

 

 

Read Full Post »

 

Simon var enskrar ættar, og eftirnafnið Stock er dregið af því, að sem drengur gerðist hann einsetumaður í holu eikartré, en trjábolur getur kallazt stock. Simon gerðist munkur og gekk í Karmelregluna, tók prestsvígslu og varð yfirpríor reglunnar. María mey birtist honum og gaf Karmelreglunni brúna skapúlarið. Messudagur Símonar er 16. maí.

 

Catholic News Agency

Catholic Online

Catholicism

EWTN

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Jóhannes var biskup í York í Englandi, en hann er venjulega kenndur við Beverley, og þar dvaldi hann út af vanheilsu í klaustri nokkur síðustu ár sín. Margar jarteinir urðu fyrir bænarstað hans. Messudagur Jóhannesar er 7. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

Anselmus

 

Anselmus dó 21. apríl, sem er messu­dag­ur hans. Í Martyro­log­ium Rom­an­um stend­ur: “Cantuariæ, in Anglia, sancti Anselmi Episcopi, Con­fessor­is et Ecclesiæ Doctor­is, sanctitate et doctrina conspicui.” Anselm­us er sagð­ur hafa ver­ið tek­inn í helgra manna tölu 1492. Hann var út­nefnd­ur kirkju­frœð­ari 1720. Helg­ur dóm­ur hans var lagð­ur í skrín í Canter­bury, og sið­skipta­menn eyði­lögðu það.

Anselmus fœddist í Aosta á Norður-Ítalíu og ólst upp hjá ströng­um föð­ur, sem aftr­aði hon­um að ganga sem 15 ára í klaust­ur. En þó fór svo, að 1060 gerð­ist Anselm­us munk­ur í Bene­dikts­klaustr­inu í Bec í Normandí. Hann varð príor strax 1063 og lagði mikla stund á að auka mennt­un munk­anna, en sjálf­ur helg­aði hann sig um ára­bil rann­sókn á verk­um heil­ags Ágúst­ín­us­ar. Anselm­us var 1078 kjör­inn ábóti í klaustr­inu, enda þótti hann skara fram úr í þekk­ingu og hafði sam­ið stór­merki­leg rit í heim­speki og guð­frœði. Hann er stund­um kall­að­ur fað­ir eða fyr­ir­renn­ari skóla­spek­inn­ar, sem á við að­ferð hans til að nálg­ast úr­lausn við­fangs­efna. Sem ábóti þurfti Anselm­us að fást við ým­is ver­ald­leg mál­efni, sem snertu vöxt og við­gang klaust­urs­ins, einn­ig í Eng­landi, sem frá 1066 laut stjórn að­als­manna frá Normandí. Hann efldi mjög klaust­ur­skól­ann, og á 15 ár­um hans sem ábóti gengu 180 munk­ar í klaustr­ið. Hann vígð­ist 1093 sem erki­bisk­up af Kant­ara­borg en varð margt mót­drœgt, því að kon­ung­ar lands­ins vildu sjálf­ir ráða mestu í mál­efn­um heil­agr­ar kirkju. An­selm­us var því í út­legð 1097-­1100 og 1103-1106.

     

Abbaye Notre-Dame du Bec @ Normandie, France

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Bibliographisches Kirchen­lexikon

Butler, Alban (18. öld) @ Eternal Word Television Network

Catholic News Agency

Catholic Online

D’Ambrosio, Marcellino @ The Crossroads Initiative

Den store danske @ Gyldendal

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Flottorp & Halvorsen @ Store norske leksikon

Heiligen-3s

Hughes, Marilynn @ Suit101

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Kent, William @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Pius PP. X: Communium rerum (21. apríl 1909)

Rabenstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

Sadler, Greg @ The Internet Encyclopedia of Philosophy

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Stanford Encyclopedia of Philosophy

Velocci, Giovanni @ L’Osservatore Romano 2008

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

    

Read Full Post »

    

Ásmundur biskup

   

Ásmundur kallast þessi dýrling­ur í skrám kaþólsku kirkj­unn­ar á Ís­landi en endra­nær Os­mund, Os­mond eða Os­mer. Hann er sagð­ur greifa­son­ur frá Sées í Norð­mandí. Hann fylgdi móð­ur­bróð­ur sín­um, Vil­hjálmi bast­arði (d. 1087), til Eng­lands 1066 og gegndi í fyrstu embætti kon­ung­legs kap­ell­áns en varð 1072 kanzl­ari, sá þá um bréf­rit­un kon­ungs og ýmsa stjórn­sýslu. Hann finnst kall­að­ur jarl af Dorset. Hann varð 1078 bisk­up í Salis­bury í suð­ur­hluta lands­ins, og lét þó ekki að fullu af störf­um sín­um fyr­ir kon­ung. Ás­mund­ur lét reisa dóm­kirkju í Old Sarum (Saris­buria), stofn­aði við hana dóm­klerka­ráð og setti því skipu­lags­skrá, sem síð­ar varð fyr­ir­mynd í öðr­um bisk­ups­dœm­um. Hann þótti dug­leg­ur stjórn­andi, lærð­ur vel, hrein­líf­ur, hófs­mað­ur í öllu og bóka­vin­ur mik­ill, af­rit­aði sjálf­ur og batt inn bœk­ur. Hann kann einn­ig að hafa sam­ið helgi­siði góða, sem eft­ir­mað­ur hans lagði þó gjörva hönd á. Ás­mund­ur lét taka upp helg­an dóm Ald­helms bisk­ups (d. 709). Þeg­ar sam­in var jarða­bók yf­ir Eng­land, Dóms­dags­bók­in, var Ás­mund­ur bisk­up kvadd­ur að því verki, sem lauk ár­ið 1086. Dauða­dag­ur hans og messu­dag­ur er 4. desem­ber, en 16. júlí er minnzt upp­töku á bein­um hans árið 1226. Rann­sókn var ár­ið 1228 leyfð á verð­leik­um og jar­tein­um hans, og 1456 tók Cal­ixt­us III. hann í tölu helgra manna. Eng­lend­ing­ar höfðu var­ið löngu erf­iði og mikl­um kostn­aði til að fá það mál fram. Ás­mund­ur er sagð­ur góð­ur til áheita við tann­pínu, bein­brot­um, löm­un og sturlun.

    

Answers.com

Catholic Online

Farmer, Hugh @ Santi, beati e testimoni

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Müßigbrod, Axel @ Biographisch-Bibliographisches Kirchenlexikon

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Parker, Anselm @ The Catholic Encyclopedia (1911)

Santopedia

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Older Posts »