Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Englar’ Category

                

Verndarengill

                  

Bergur Sokkason (d. 1350) var Bene­dikts­munk­ur á Þing­eyr­um en flutt­ist það­an í klaustr­ið á Munka­þverá og var þar tví­veg­is ábóti. Hann rit­aði sögu Mikjáls eng­ils, til að lesa á há­tíð­um hans, og hér fer á eft­ir sá hluti henn­ar, sem fjall­ar að tals­verðu leyti um sálu­hjálp og vernd­ar­engla [há­tíð þeirra er 2. októ­ber]. Þeir voru þá kall­að­ir varð­halds­engl­ar, því að þeir halda vörð um sálu okk­ar. Far­ið er eft­ir I. bindi af Heil­agra manna sög­um (4.-10. kafli), sem Carl Rikard Unger gaf út 1877, nema frá­gang­ur er felld­ur að síð­ari tíma hætti. Hefst nú frá­sögn Bergs:

4. kafli: Það er lesið af einum kaup­manni, að af sín­um mikla auði, er hann hafði sam­an dreg­ið, veitti hann aldrei nokkra öl­musu fá­tœk­um mönn­um. Nú ber svo til einn dag, að sam­an komu marg­ir fá­tœk­ir menn. Sýndi þá hver öðr­um og sagði, hvað hver góð­ur mað­ur hafði þeim fyr­ir guðs skuld gef­ið, ut­an þessi kaup­mað­ur, þó að hann væri allra þeirra auð­ug­ast­ur, hafði því síð­ur nokkr­um þeirra öl­musu gert, að hon­um var mjög óþokk­að að sjá fá­tœka menn. Nú sem þeir áttu um þetta þing, sagð­ist einn þeirra þá í stað mundi þiggja af hon­um, ef hann bæði þarf­lega. En þeim öðr­um móti mæl­end­um, rann þessi skyndi­lega í garð auðga manns og inn­kom­inn í her­berg­ið, þann tíma sem þjón­ustu­menn [bls. 681] settu fram vist á borð­ið fyr­ir hinn auðga mann, æpti hann í ákafa, biðj­andi sér öl­musu. Kaup­mað­ur­inn, mjög reið­ur fyr­ir um­fang hans og ónáð­ir, svífst um fast, ef hann fyndi fyr­ir sér stein nokk­urn eða tré, að slá með hinn fá­tœka mann. Og því að hann fann ekki ann­að, greip hann upp hveiti­stump einn af borð­inu og fleygði til hans, ætl­andi að setja á hans æp­andi munn. En hinn hafði hend­ur fyr­ir sér, greip þegar stump­inn og skund­aði út með til kump­ána, biðj­andi bónda hafa guðs ást fyr­ir gjöf­ina. Sýndi hann fé­lög­um sín­um, hversu fagra öl­musu hann hafði þeg­ið af þeim ríka manni, er aðr­ir köll­uðu svo sínk­an, að aldrei vildi nokkr­um manni gott gera. Og litlu síð­ar en þess­ir hlut­ir gjörð­ust, tek­ur ríki mað­ur harða sótt. Og sem hann er kom­inn að dauða, sér hann fjanda flokk mik­inn þysja inn í hús­ið að sér. Þeir tjá og tína með háði og hoppi alla þá illa hluti fyr­ir hon­um, er hann hafði guði í móti gjört. Og því næst koma til engl­ar guðs af ann­arri hálfu, haf­andi fram eft­ir vana misk­unn og elsku, að þeir megi hjálpa manns­ins sálu. Því leita þeir eft­ir smá­smugu­lega við varð­halds­eng­il ríka manns, hvað hann hafði til vernd­ar móti ágangi óvina. En eng­ill­inn seg­ir hann ekki sér hlýð­inn ver­ið hafa eða eft­ir­lát­an, ut­an einn dag hóti helzt, er hann kast­aði og þó reið­ur á einn fá­tœk­an mann þeim sama stumpi, er hann hélt á. Verða helg­ir engl­ar við þessa sögu mjög glað­ir, þrífa stump­inn og brjóta sund­ur í smæstu mola, ganga síð­an að fram fyr­ir sæt­um djöfl­anna, segj­andi að mað­ur­inn hef­ur hjálp­að góðu verki, og þess skal hann njóta. Fjend­ur segja, að það er ekki ann­að en lit­ur og læti þeirra, kveðj­ast full­kom­ið þenn­an mann eiga, ef þeir skulu órænd­ir vera. Guðs engl­ar bjóða sátt, próf á þessu máli, og bera vog­ir fram. Fœra djöfl­ar mik­inn þunga í sína skál með stór­um synd­um ríka manns. En engl­ar guðs setja æ út í móti smátt og lít­ið af þeim mola, er fyrr var greind­ur, svo meist­ara­lega sem stór­merki­lega, að það var jafn­an meira. Svo geng­ur út, að djöfla þrýt­ur til vog­ar­inn­ar, en guðs engl­ar eiga þá enn nóg­an feng eft­ir af mola stumps­ins. Fjend­ur taka að ýla og æpa, segja þenn­an mann sinn heim­ul­leg­an þræl og með einu sam­an rang­indi af sér tek­inn. Guðs engl­ar bjóða þetta mál und­ir hæsta dóm­ara, og það verða djöfl­ar að halda. En drott­inn misk­unn­ar sinni skepnu fyr­ir bœn engla sinna, að synd­ug­ur mað­ur lifi og bœti líf sitt. Og þeg­ar í stað hverf­ur ríki mað­ur aft­ur til sín og er heill orð­inn á sömu stundu, þakk­ir ger­andi guð­legri mildi bæði með orði og [bls. 682] verki, því að hann var síð­an hinn góð­fús­asti mað­ur til misk­unn­ar­verka og öl­musu­gœð­is, sem vel lýs­ist í því er eft­ir fer.

5. kafli: Einn dag sem þessi ríki mað­ur geng­ur út af sín­um garði að létta sér og spáss­era, verð­ur á vegi fyr­ir hon­um einn fá­tœk­ur mað­ur, klæð­laus og kal­inn. Og þeg­ar í stað sam­pín­ist hann hin­um vol­aða og læt­ur síga skikkju ágæta aft­ur af herð­um sér, er hann stóð í, og gef­ur hin­um nakta. Skilja þeir svo, að fá­tœki mað­ur bið­ur guð launa hon­um, en renn­ur síð­an fram á torg með fagn­aði og sel­ur skikkj­una sér til þarf­inda. Á næsta dag eft­ir ber svo til, að ríki mað­ur hef­ur sig úti fram í stað­inn og kem­ur í eina kaup­manns­búð. Þar sér hann með­al ann­arra hluta, hvar sú væna skikkja ligg­ur á einu stagi, er hann hafði fyrra dag fá­tœka manni gef­ið. Þessi sýn angr­ar hann stór­lega mjög, að full­rík­ir skuli sæl­ast á fá­tœk­um og fá þeirra ger­sem­ar litlu verði. Hér af tár­ast hann og geng­ur heim til her­berg­is. En af langri sút sofn­ar hann og sér í stað há­leita sýn, því að drott­inn vor Jesús Krist­ur birt­ist hon­um, segj­andi blíð­lega til hans: “Hví græt­ur þú, eða hvað hrygg­ir þig?” Ríki mað­ur svarar: “Herra minn, hví mun eg eigi gráta, þar er fá­tœk­ir menn virð­ast eigi að bera sjálf­ir þau klæði, er vér þræl­ar þín­ir, þó að ómak­leg­ir, gef­um þeim fyr­ir þína ást.” Vor herra tal­ar þá: “Hygg að, minn kæri, hversu eg er bú­inn, og lít, hversu mér sœm­ir sú væna skikkja, er þú gafst hin­um fá­tœka.” Eft­ir svo tal­að, vakn­ar hinn ríki mað­ur, virð­andi fá­tœka menn fram­ar en allt ann­að í heim­in­um fyr­ir þá sœmd, er vor drott­inn virð­ist að vera með þeirra tölu. Því næst sel­ur hann all­ar sín­ar jarð­ir og gef­ur verð­ið fá­tœk­um mönn­um, og allt ann­að er hann átti, meiri hlut og minni. En er hann hafði gjör­sam­lega gef­ið alla sína eigu, þá bauð hann þræli sín­um og skyld­aði hann til að selja hann í þræl­dóm sjálf­an nokkr­um rík­um manni, og gefa verð hans þurf­end­um. Sem þræll­inn hafði selt hann, tók þessi góði mað­ur og þjón­aði sín­um meist­ara, er hann hafði keypt, með öll­um góð­vilja og lít­il­læti, en alla þá fœðu og drykk, sem hon­um var ætl­að dag frá degi, gaf hann fá­tœk­um mönn­um, en neytti einsk­is nema lít­ils af brauði og vatni. Tók hann þá skína há­leit­um jar­tein­um og kröft­um og leiddi sitt líf svo fram með alls hátt­ar góð­lifn­aði, þar til er lif­andi guð kall­aði hann af þess­ari ver­öld í ei­líf­an fagnað.

Í þessari dœmisögu finn­ur gott hjarta marg­ar nyt­semd­ir. Hér má heyra óum­ræði­lega mildi við sína at­höfn, að fyr­ir­fœr­ist eigi, hvar af svo finnst skrif­að, að guð ger­ir eng­an hlut jafn­nauð­ug­ur sem dœma mann­inn að mak­leg­leik­um til ei­lífra kvala. Hér mátti og [bls. 683] heyra fylgi og frammi­stöðu him­neskra hirð­manna, þeg­ar þeir hafa nokk­uð. Því væri kristn­um manni hug­leið­andi að fá þeim bæði margt og gott í hend­ur að geyma. Skilja mátti hér eigi síð­ur óp og ágirni djöf­uls­ins er­ind­reka að draga sem flesta af húsi hins kross­festa með sér í hel­vít­is bruna. Því væri skyn­samri sál, vak­andi og til geym­andi, að eigi fengi hann því­líka gist­ing sem þeir bjóða. Hér mátti og heyr­ast, hversu há­leit­ur kraft­ur fylg­ir heil­agri öl­musu, og hversu sæt­lega hún ilm­ar fyr­ir guði, ef hún er gef­in áð­ur hégóm­legri dýrð og manna orð­lofi, fyr­ir eina sam­an ást Jesú Kristi. Í fimmtu grein var hér les­ið það, er hinn góði Gregor­ius seg­ir, að hverj­um kristn­um manni, er í kem­ur heim­inn, eru full­kom­lega skip­að­ir tveir ná­göng­ulir engl­ar, ann­ar góð­ur af guði, en ann­ar ill­ur af fjand­an­um. Eru þess­ara til­lög­ur harla ólík­ar: Guðs eng­ill tjá­ir fyr­ir mönn­um, að þeir elski skap­ara sinn um­fram alla hluti aðra, og þjóni hon­um á hvern árla morg­un, er hann stend­ur upp af sinni sæng, gangi fyrst til kirkju og beri bœn sína, þó að eigi sé löng, mjög með góð­um at­huga, áð­ur hann fæst í nokk­urn háska ver­ald­legra fjöl­skylda. Fjand­inn fýs­ir þvers í móti, vill að mað­ur há­reysti og skrapi þenn­an og ann­an hégóma, þeg­ar hann vakn­ar um morg­un­inn eða fyrr á miðri nótt, sem hann gef­ur upp að sofa, því að miklu er hon­um kær­ara kalls en kirkju­vist­ir, miklu þekk­ara kvenna sam­tal og hug­skots saurg­un en tíða­lest­ur eða kné­beðja föll, miklu kær­ari þessa heims ást­úð en ei­lífra fagn­aða. Og hvað er lengra, eng­ill fýs­ir jafn­an góða hluti, þá er mann­inn leiða til him­in­rík­is, en fjend­ur fýsa svik og saur­lífi, of­át og of­drykkj­ur, um­fang og fors, kalls og ákefð, reiði og ranga eiða, purk og ágirni pen­inga, sem ekki [er] ann­að en heim­ur þessi. Hér hjá fram kost­ar óvin­ur­inn á með allri list og lymsku, að mað­ur­inn virði sem minnst það, er hann ger­ir illa, vor­kenni sér veik­leik­ann og synd­ina en van­ræki yf­ir­bót­ina, skrift­ist sem sjaldn­ast og gleymi því, sem hon­um var bót­þarfa, telji það sem oft­ast í hug­inn, að kristn­ir menn og skírð­ir megi ekki fyr­ir­far­ast, þó að lærð­ir menn geri grýl­ur af­heim­is og segi slíkt, er þeim lík­ar. Þetta allt og fleira ann­að er fjand­ans dára­skap­ur, er hann still­ir um hug­skot­ið og hef­ur á kafi allt hug­vit­ið, fer hann þá með sál­ina og set­ur henn­ar reikn­ing á sín­ar skrár, en mað­ur­inn blind­ast og hef­ur ekki af, svo að þá sjald­an, er hann við leit­ar að skrift­ast, hef­ur hann lít­ið bréf af sínu lífi og þó eigi skil­víst, en fjand­inn hef­ur meg­in­bók­ina og ber hana þá fram, er verst gegn­ir; sem í því dœmi lýs­ist, er hér skal segj­ast [bls. 684].

6. kafli: Riddari nokkur ríks kon­ungs tók sótt ban­væna, og herra kon­ung­ur­inn vitj­ar hans með guðs ást og góð­vilja áminn­andi, að hann iðr­ist af­gjörða og játi synd­ir sín­ar. Ridd­ar­inn svar­ar: “Eg mun svo gera, ef mér batn­ar eigi, en eg dvel fyr­ir þá sök að skrift­ast, að ef eg stend upp úr sótt þess­ari, munu aðr­ir ridd­ar­ar gabba mig og segja mig hræðst hafa dauða minn.” Kon­ungi gazt eigi að orð­um hans, og gekk í braut að sinni, og í ann­an tíma kem­ur hann og áeggj­ar sömu hjálp sem fyrr. Ridd­ar­inn svar­ar þá með mikl­um móði: “Nei, rétt áð­ur þér kom­uð, gengu hér inn tveir ung­ir menn harla fríð­ir og fagr­ir og fœrðu mér lít­ið bréf. Á því var skrif­að með gull­stöf­um, hvert það hneig, sem eg hefi gott gjört á minni ævi. Litlu síð­ar þustu inn ótölu­leg­ir djöfl­ar með miklu harki. Þeir settu fram fyrir mig hina stœrstu bók, þá er eg kenndi áskrif­uð öll þau ill verk, er eg hefi gjört frá barn­æsku. Síð­an spurðu höfð­ingj­ar djöfl­anna, hví hin­ir vænu menn væru svo ná­kvæm­ir, þar er vér vit­um, segja þeir, að hann er vor mað­ur. Og eft­ir það gengu út hinir björtu menn og létu mig eft­ir í þeirra valdi. Þá hlupu djöfl­ar á mig að til­vís­an síns kon­ungs með hin­um hvöss­ustu skálm­um, og tók ann­ar til að fót­um, en ann­ar að höfð­um, að særa og saxa. Nú þann tíma sem þeir mœt­ast á mér miðj­um, mun eg deyja og af þeim dreg­inn vera til hel­vít­is.” Í þess­ari kvein­an var þessa auma manns sál grimm­lega grip­in frá lík­am­an­um til hræði­legra kvala, fyr­ir það er hann van­rækti lif­andi að lækna sín and­ar sár með synda iðran.

7. kafli: Nú óttist menn þvílík dœmi, að bera óbœtt­ar synd­ir og setja glæp yfir glæp, vera hlýð­inn og auð­ráð­ur fjand­an­um og reis­ast í móti guði og hans boð­orð­um, gleðj­ast í ill­um hug­renn­ing­um og leika sér að synd­sam­leg­um lík­neskj­um. Eru því­lík­ar fram­ferð­ir mjög móti guðs engli, því að hann vildi, að mað­ur renndi hug yf­ir sín­ar af­gjörð­ir á kvöld­ið, áð­ur hann sofn­aði, og iðr­að­ist þess alls, sem hann ger­ir guði mest í móti, skrift­að­ist sem skjót­ast fyr­ir þunga hluti, þeg­ar hann mætti við kom­ast, og sæi við nátt­verk­um ill­um, er mann leiða til ei­lífra kvala, ef dag­ur­inn birt­ir eigi nótt­ina með regni tár­anna. Nú er eng­inn hlut­ur sár­legri en sjálf­ur van­ræki sitt líf, því að með­an mað­ur ger­ir svo, ger­ir eng­um öðr­um að biðja fyr­ir hon­um; hvað ljós­ara verð­ur hug­skot­inu, ef vér sýn­um með einni dœmi­sögu.

Nokkur maður varð fyrir freistni mik­illi af saur­líf­is anda, og því fer hann og heim­sœk­ir einn dýr­leg­an mann og heil­ag­an, [bls. 685] svo tal­andi til hans, sem hér stend­ur skrif­að: “Þú sæl­asti fað­ir,” seg­ir hann, “set í hjarta þínu mikla vand­virkt að biðja fyr­ir mér, því að hór­un­ar­pína stríð­ir á mig mjög fer­lega.” Sá bless­aði fað­ir tjá­ir hon­um rétta sam­pín­ing þeg­ar í stað og bið­ur fyr­ir hon­um nótt og dag. Þar til að í ann­an tíma sœk­ir þessi sami mað­ur biðj­andi með ákafa, að hinn heil­agi fað­ir leggi enn meiri al­vöru til að biðja fyr­ir hon­um. Hér þarf eigi langt um. Svo fer, að fað­ir­inn bið­ur án af­láts með öllu ást­ríki, og heyr­ist eigi því held­ur af guði, því að sá, er freist­að var, kem­ur oft­lega og kveink­ar sín sömu vand­ræði, þar til að sá heil­agi mað­ur hrygg­ist sár­lega og þyk­ist eigi vita, hvað til mun bera, er guð drott­inn vill hans bœn eigi veita. Og á næstu nótt birt­ir drott­inn hon­um því­líka sýn: Hann sér, að sá freistn­inn­ar son, er fyrr var greind­ur, sit­ur í sínu her­bergi, og frammi fyr­ir hon­um standa fjend­ur í fögr­um mynd­um ým­is­legra kvenna, leik­andi á marg­an hátt, því að sá aumi mað­ur gjörði sér skemmt­an að þeirra ferð og flökti. Hér með sér sá heil­ag­ur fað­ir, að guðs eng­ill stend­ur á ann­an veg, rjóð­ur og reið­ur af mein­gjörð­um þessa manns, er sat og svam í sín­um hug­renn­ing­um en reis eigi upp að vilja sér misk­unn­ar biðja. Af þess­ari birt­ingu skil­ur heil­ag­ur fað­ir, að van­rækt­ur glæp­ur og vilja­leysi manns­ins byrg­ir úti bœn­irn­ar, svo að þær máttu eigi ná­lægj­ast guð. Hvar af hann tal­ar einn tíma, er sá aumi kom til hans næst: “Það er, bróð­ir, þinn glæp­ur að gleðj­ast í ill­um hug­renn­ing­um, því að ómátu­legt er, að ill­gjarn andi létti af þér fyr­ir ann­arra manna bœn­ir, ef þú van­ræk­ir þig sjálf­ur. Það er ljóst dœmi til, því að eng­inn lækn­ir er svo kænn eða vel­vilj­ug­ur, að hann megi þess manns sár­um gróð­ur veita, sem sjálf­ur neyt­ir með óhlýðni þeirr­ar fœðu, er lækn­ir­inn fyr­ir­býð­ur og mest er mót­stað­leg hans heilsu. Svo fer og hin and­lega lækn­ing sem hin lík­am­lega.” Fyrir þessi orð heil­ags föð­ur iðr­að­ist mað­ur­inn sinn­ar glæpsku og píndi sig í vök­um og föst­um og heil­ög­um bœn­um, þar til að guðs misk­unn frels­aði hann af allri pínu. Í þess­um æv­in­týr­um, er nú voru les­in, ger­ist vel skilj­an­legt það, er vér sögð­um fyrri, og það ann­að, er vott­ar Gregor­ius páfi, að all­ir himn­esk­ir guðs engl­ar vilja mann­in­um ei­líf­an fagn­að, en eink­an­lega varð­halds­eng­ill hvers manns stend­ur fremst­ur í hverri grein og góð­vilja. Svo sem í ólíku dœmi vilja all­ir hel­vízk­ir and­ar manns­ins ófagn­að, en þó sá miklu grimm­ast­ur í hatri og hóli glæp­anna, er sér eign­ar sig­ur­inn með blóði síns höfð­ingja. Og [bls. 686] til þess að mað­ur­inn forð­ist að falla í óblíðu guðs eng­ils, skul­um vér sýna, hversu það stend­ur, með einni dœmi­sögu.

8. kafli: Svo er sagt, að í borg þeirri á Ír­landi er Colol­ensis heit­ir, var sá mað­ur, er Dugg­all [Tnugdal­us] hét. Þessi mað­ur var ung­ur að aldri, dýrr­ar ætt­ar, fríð­ur í and­liti, blíð­ur í máli; en að sönnu, þó að varla sé hörm­ung­ar­laust segj­andi, þá trúði þessi Dugg­all svo mjög á feg­urð lík­ama síns, að hann hirti með öllu ekki um hjálp sálu sinn­ar, svo að hon­um var ang­ur að öll­um þeim, er hann minntu á nokk­uð gott að gera. Hann hafn­aði kirkju jafn­an, og mjög mis­lík­aði hon­um að sjá fá­tœka menn guðs, og aldrei vildi hann þeim hjálp né hugg­an gera. All­ar land­skuldir sín­ar og fjár­hluti hafði hann jafn­an til hé­góm­legr­ar dýrð­ar og heims­legs skrauts. En þá er guði lík­aði að hirta hans van­geymslu og fyr­ir­koma hans hörmu­leg­um hé­góma, þá kall­aði guð hann til sín, eft­ir þeim hætti sem hon­um lík­aði [að sögn, ár­ið 1149]. Þessi Dugg­all átti marga vini, en einn þeirra af láni því, sem hann hafði léð hon­um, átti að gjalda hon­um þrjá hesta. Sem stefnu­dag­ur skuld­ar­inn­ar var lið­inn, þá fór hann til vin­ar og heimti skuld­ina. Hon­um þar kom­andi fagn­aði fé­lagi hans vel og veitti hon­um góð­an fagn­að þrjá daga. Því næst heimti hann skuld­ina, en sá sem gjalda átti, sagði hon­um með hóg­vær­um orð­um, að hann hefði eigi föng á þá skuld svo skjótt að gjalda. Þá reidd­ist hann ákaf­lega og bjóst brott að fara, en skuld­ar­mað­ur hans vildi hugga reiði hans og bað hann mat­ast með hús­bónda. En svo sem hann rétti hönd sína frá sér, þá fékk hann eigi rétt hana til munns; og hann jafn­skjótt óg­ur­lega æp­andi mælti til hús­frú vin­ar síns: “Gæt,” sagði hann, “öx­ar minn­ar, því að eg er nú í and­láti.” Og þeg­ar í stað féll lík­ami hans til jarð­ar, sem aldrei hefði önd í ver­ið. Því næst féllu öll dauða mörk á hann: hár hans féll, enni hans hrokkn­aði, aug­un um­snér­ust, nasa­rauf­ar byrgð­ust, var­ir blikn­uðu, haka hans of­an sign­aði, og allir hans lim­ir kóln­uðu. Þá gengu til þjón­ustu­menn og tóku brott mat­inn. Hans menn og hús­bónd­ans gættu hans og lögðu nið­ur lík­ið og létu hringja fyr­ir sál hans. Þar komu kenni­menn og all­ur borg­ar­lýð­ur, harm­andi mjög bráð­an dauða hans sem dug­andi manns. Eigi þarf það lengra að gera, segir sá er sög­una dikt­aði, að það vott­uðu marg­ir borg­ar­menn ágæt­ir, þeir er nær voru, að Dugg­all lá þrjá daga og þrjár nœt­ur líf­laus frá mið­viku­degi [bls. 687] til næsta laug­ar­dags nær miðj­um degi, svo að ekk­ert lífs­mark var á hans lík­ama, nema þeir er gjörst vissu, hugðu að og höndl­uðu lík­ama hans, og fundu, að nokk­ur yl­ur var í herð­ar­blaði hans vinstra, og því vildu þeir eigi grafa lík­ið, að þeir kenndu hann varm­an í þeim stað. En á þeiri stundu er hann lá svo dauð­ur, birti guð hon­um allt það, er hann mis­gjörði þessa heims.

9. kafli: Þessu næst sem mikill fjöldi lærðra manna og ólærðra var sam­an kom­inn að jarða lík­ið, end­ur­lífg­aði guð hann. Og er hann fékk önd sína, and­varp­aði hann langa stund með þung­megn­um anda. All­ir vitr­ir menn, er það sáu, undr­uð­ust og mæltu: “Eigi fer þessi önd svo fyr­ir hon­um, að hún vitji eigi lík­am­ans í þessu lífi.” Og svo sem hann leit með þungu áliti til þeirra, er hon­um voru næst­ir, þá spurðu þeir, ef hann vildi taka guðs lík­ama; en hann vildi. Og sem hann hafði tek­ið corpus dom­ini, þá lof­aði hann guð með mikl­um þökk­um og mælti: “Drott­inn guð, meiri er misk­unn þín en illska mín, þó að of mikil sé. Mikl­ar og und­ar­leg­ar písl­ir sýnd­ir þú mér, marg­ar og ill­ar, en misk­unn þín lífg­aði mig öðru sinni það­an í þetta líf.” Því næst skipti hann fyr­ir þeim öll­um, er við voru, fé því öllu, er hann átti, og gaf helg­um kirkj­um og fá­tœk­um mönn­um. Síð­an lét hann merkja sig marki heil­ags kross og hét guði með stað­föstu hjarta, að hann skyldi allt sitt hið dá­lega líf fyr­ir­láta og bœta. Því næst sýndi hann og sagði, hvað hann hafði þol­að. “Svo sem önd mín skild­ist við lík­ama,” sagði hann, “og vissi að sönnu, að hann var dauð­ur, þá minnt­ist hún synda sinna og tók að iðr­ast, og vissi eigi, hvað hún skyldi að­haf­ast. Hún vildi þá aft­ur snú­ast í lík­ama og mátti eigi inn kom­ast. Þá vildi hún á brott fara og hrædd­ist hvað­vetna, sem hún forð­að­ist, af því að hún vissi sig synd­uga. En þá treyst­ist hún guðs misk­unn og tók að gráta og æpa, skjálfa og kveina. Því næst sá hún þar kom­andi fjölda óhreinna anda; var eigi að­eins hús­ið og gólf­ið allt fullt, þar sem lík­ið lá í, held­ur var og hvert stræti og stað­ur, er tóm­ur var í bœn­um, full­ur af þeim, og þustu fram fyr­ir þá aumu sálu hana að hryggja og angra, og mæltu þeir sín í milli: ʻSyngj­um vér mak­leg­an lík­söng þess­ari aumu sál, því að hún er dótt­ir dauð­ans og mat­ur óslökkvi­legs elds, hún var jafn­an myrkr­um unn­andi en ljós hat­andi.ʼ Og því næst snér­ust þeir all­ir að henni og gnístu tönn­um á hana og slitu and­lit henn­ar grimmi­lega með klóm sín­um í reiði sinni, grimmd og œði og mæltu: ʻSjá hér, ve­sæl sála, herra þína og þann flokk, sem þú hef­ur þér kos­ið til sam­fé­lags. Með þeim skaltu brenna í ei­líf­um loga [bls. 688] hel­vít­is. Þú varst leið­togi rógs og sund­ur­þykk­is elsk­ari. Hvar er nú metn­að­ur, skart og dramb þitt og hé­góm­leg gleði? Hvar er hlát­ur þinn og spott­sam­legt gam­an? Hvar er nú afl þitt og styrk­leik­ur, er þú angr­að­ir marga með og sví­virt­ir? Hvar er nú augna­bend­ing þín eða ógiftu­sam­leg­ur hlát­ur, er þú hafð­ir við eig­in bróð­ur þinn? Hvar er nú fóta­stapp­an þín eða lík­ams­hrær­ing? Hvar er nú ill­vilja­full und­ir­hyggja hug­ar þíns?ʼ Þess­um orð­um og mörg­um öðr­um öngr­uðu þeir sál­ina, hæddu hana og hryggðu, svo að hún kvein­aði og æpti og vænti sér einsk­is af þeim nema dauða og písla, svo sem þeir heit­uð­ust í við hana, að það mundi eigi fyr­ir­far­ast. En há­leiti vor herra Jesús, er eigi vill dauða synd­ugs manns og mátt­ug­ur er að líkna og létta vand­ræði hins dauða, alls­vald­andi guð, mild­ur og misk­unn­sam­ur drott­inn, með heil­agri hjálp sinni skip­aði þó eft­ir sín­um vilja og minnk­aði þessa ves­öld, því að hann sendi eng­il sinn á móti þess­ari sál. Sem hún leit hann um langt bjart­an sem dags­brún, þá hafði hún óhverfi­lega sýn á hann, vænt­andi sér af hon­um hjálp­ræð­is. En svo sem eng­ill­inn ná­læg­ist, heils­aði hann sál­inni með eig­in­legu nafni og mælti: ʻHeill þú, Dugg­all,ʼ sagði hann, ʻhvað hefst þú nú að?ʼ En hann hörmu­leg­ur, sjá­andi þá hina fögru skepnu guðs, öll­um son­um manna fegri og elsku­legri, sem hann heyrði sjálf­an sig nefnd­an með eign­ar­nafni, þá svar­ar hann engl­in­um með hræðslu og ný­kom­inni gleði, svo segjandi: ʻVei er mér, herra fað­ir, því að mér angra hel­vít­is písl­ir, og sorg­ir hverfa um mig, og gildr­ur dauð­ans egn­ast fyr­ir alla vegu mína.ʼ Þá mælti eng­ill­inn: ʻNú kall­ar þú mig herra þinn og föð­ur, en þú vald­ir mér ei fyrri svo virðu­legt nafn.ʼ Sál­in svar­aði: ʻHerra,ʼ seg­ir hún, ʻhvort sá eg þig nokk­urt sinn fyrr, eða hvort heyrði eg þína sætu rödd fyrr en nú?ʼ Eng­ill­inn svar­aði: ʻEg fylgi þér jafn­an, síðan þú varst fœdd­ur, hvar­vetna þar sem þú varst, og vild­ir þú aldrei mín­um ráð­um fylgja.ʼ Og því næst rétti hann hönd sína að ein­um djöfl­in­um, þeim sem hon­um bölv­aði oft­ast og mest heit­að­ist við hann: ʻSjá þar fé­laga þinn,ʼ sagði hann, ʻog ráð­gjafa. Hans ráð­um fylgd­ir þú, en mín­um vilja hafn­að­ir þú með öllu. Nú með því að guð læt­ur misk­unn sína fyr­ir ganga dóm sinn, þá skaltu njóta misk­unn­ar hans. Ver nú glöð og feg­in, því að fá­ar písl­ir skaltu þola af svo mörg­um, sem þú vær­ir verð­ug, ef eigi hjálp­aði þér misk­unn lausn­ara mann­kyns­ins. Fylg mér nú, og mun allt skil­vís­lega, það sem eg mun sýna þér; þú skalt aft­ur fara í lík­ama þinn.ʼ En þá hrædd­ist sál­in [bls. 689] ákaf­lega og gekk til eng­ils­ins af lík­am­an­um, er hún stóð áð­ur á. En þá er djöfl­arn­ir heyrðu rödd eng­ils­ins og fundu, að þeir mundu eigi mega fremja það, er þeir heit­uð­ust við sál­ina, þá mæltu þeir með ýl­andi röddu: ʻSjá hversu grimm­ur og rang­lát­ur guð er. Hann drep­ur þá, er hann vill, og hann lífg­ar þá, er honum sýn­ist. Eigi efn­ir hann heit sín, að dœma hvern eft­ir sín­um verð­leik­um, en nú frels­ar hann fyr­ir­dœmd­ar sál­ur og fyr­ir­fer sak­laus­um.ʼ Og sem þeir höfðu þetta mælt, þá réð hver þeirra á ann­an og börð­ust lengi og særð­ust stór­um sár­um. Og þeir hrygg­ir og hrædd­ir og mjög reið­ir fóru braut og blésu svo fúl­um anda frá sér, að eng­inn dauð­leg­ur mað­ur mátti þola. Þá gekk eng­ill drott­ins fyr­ir sál­ina og mælti til henn­ar: ʻFylg mér,ʼ sagði hann. Hún svar­aði svo: ʻVei er mér, herra,ʼ sagði hún, ʻef þú geng­ur fyr­ir mér, þá taka and­skot­ar mín­ir mig frá þér, og munu kasta mér í eld ei­líf­an.ʼ Eng­ill­inn mælti: ʻHræðst eigi þú, því að guð er mátt­ug­ur og er með okk­ur, og því þurf­um við eng­an að ótt­ast móti okk­ur. Á vinstri hönd þér skulu falla þús­und, en á hægri hönd tíu þús­und­ir óvina þinna.ʼ Gengu þeir fram leið sína til harðra og ým­is­legra staða, og eft­ir það al­gert sýndi eng­ill­inn hon­um un­aðs­semd­ir ei­lífra fagn­aða,” hvað vér mun­um hér sak­ir lang­mæl­is um líða. Bœtti hann fag­ur­lega sitt líf, sem fyrr var skrifað.

10. kafli: Nú hugsi hver kristinn mað­ur fyr­ir sig, er því­lík dœmi heyr­ast, að hans varð­halds­eng­ill megi hon­um eigi því­líkt á brýn bera eft­ir and­lát­ið, sem hér var les­ið. Því geri mað­ur stöð­ugt hans minn­ing dag­lega með nokkru bœna­haldi, sak­ir þess að við­ur­kvæmi­legt er og skyld­ugt, að fað­ir og herra manns­ins sé hvern dag sœmi­lega kvadd­ur með lít­il­læti svo. Vera kann, að nokkr­um þyki und­ar­legt, hví vér lengj­um bœk­ling þenn­an með þess hátt­ar máli, sem um stund hef­ur les­ið ver­ið, þar sem í fyrsta kapít­ula sögð­um vér, að þetta verk skal eig­in­legt vera hin­um mæta Mika­ele höf­uð­engli. Því má segja, ef lík­ar, að vér höf­um reik­andi far­ið af rétt­um grund­velli og varla vit­að, hvað vér eig­um gera. En sá er því­líkt tal­ar, hefur eigi heyrt eða gleym­ir, hvað ritn­ing­ar segja, hví­líka þjón­ustu al­mátt­ug­ur guð skip­aði sín­um æðsta þjóni Mika­ele höf­uð­engli: Það er hans eig­in­leg sœmd, að hann kall­ast valds­herra heil­agr­ar para­dís­ar. Það er svo að skilja, að Mikha­el höf­uð­eng­ill þá svo mikið vald af guði, að all­ar rétt­lát­ar sál­ur skulu hon­um offr­ast í öðru lífi, að hann leiði þær og laði til þess fagn­að­ar og gleði, sem alls­vald­andi guð bjó hverj­um fyr­ir að upp­hafi. Þessi hans [bls. 690] virð­ing­ar­grein er svo mik­il og mátt­ug, að hún legg­ur und­ir sig stór ríki ver­ald­ar­inn­ar. Því fram­ar þjóna hon­um og hans virð­ingu til lúta þeir fá­ir hlut­ir, sem vér höf­um hér sam­an les­ið. Hvað eru vernd­ar­von­ir eða við­ur­hjálp­ir hinna lægri guðs engla ut­an þjón­ust­ur Mika­el­is höf­uð­eng­ils, því að hans herra­dóm­ur er því há­leit­ari fyr­ir ávöxt og inn­leiðsl­ur sáln­anna, sem hin­ir lægri guðs er­ind­rek­ar fylgja kristn­inni rösk­leg­ar og láta síð­ur úr hönd­um draga það, er guðs er, því að nóg er grimmd í neðra plássi, sem fyrr var skrif­að. Nú þá, hvað höf­um vér sett í sögðu máli ut­an áminn­ingu til upp­tendr­un­ar, að menn elski og auki hirð­sveit­ir og höfð­ing­skap upp í loft­ið fram í fagn­að him­in­rík­is, en ótt­ist ákaf­lega og forð­ist að skriðna úr flokki Mikha­el­is og falla með sút­leg­um blyð­unga [sic] óbœttra synda í fjand­ans greip­ar og nið­ur­göngu hel­vít­is, því að hvor­ir fara sína leið: góð­ir með guðs vin Mikha­ele, ill­ir með ill­um and­skot­an­um.

                   

Auglýsingar

Read Full Post »

                   

Mikjáll enginn með sverð

                     

Mikjáll engill birtist á Garganofjalli

                    

Kirkja heilags Mikjáls á Garganofjalli

                     

Bergur Sokkason (d. 1350) var Benedikts­munk­ur á Þing­eyr­um en flutt­ist það­an í klaustr­ið á Munka­þverá og var þar tví­veg­is ábóti. Hann rit­aði sögu Mikjáls eng­ils, til að lesa á há­tíð­um hans, og hér fer á eft­ir sá hluti henn­ar, sem fjall­ar um Monte Sant’­Angelo sul Garg­ano. Þetta var og er enn mjög fræg­ur stað­ur. Far­ið er eft­ir I. bindi af Heil­agra manna sög­um (12.-22. kafli), sem Carl Rik­ard Ung­er gaf út 1877, nema frá­gang­ur er felld­ur að síð­ari tíma hætti. Til sam­an­burð­ar má nota Acta Sanct­or­um, 8. bindi inn­an septem­ber­mán­að­ar (út­gef­ið 1762). Hefst nú frá­sögn Bergs ábóta:

12. kafli: Virðing og lofleg minn­ing hins sæla Mikha­el­is dýrk­an­leg öll­um heimi tek­ur efni og und­ir­stöðu af guð­legri mildi og þar með af kynn­ing kirkju þeirr­ar, er nefnd­ur ást­vin­ur guðs vann í verki og helg­aði sínu nafni. Þessi kirkja byrj­ar og skær­lega byrl­ar allri ver­öld nafn og virð­ing Mikha­el­is. Þetta must­eri er eigi prýtt eða pent­að, telgt eða tíg­ul­sett, held­ur er það skrýtt eng­il­legri ást og al­vöru, fá­tœkt í formi en harla ríkt í him­nesk­um krafti. Þetta hið mæta must­eri smíð­aði Mikha­el í ein­um fjalls­hvirfli, eigi með upp­reist­um veggj­um eða hárri þekju, held­ur er það sem einn hell­ir klapp­að­ur í bjarg­inu, og því er nú svo orð­ið, að Mikha­el ann meira hjart­ans must­eri en háu stein­smíði, meira sannri góð­fýsi en skyggð­um pílár­um eða væn­um gler­glugg­um. En hversu kirkja þessi kom í vit­orð heil­agr­ar kristni, skal segja þessu næst í guðs nafni.

13. kafli: Sepontus heitir borg, er stend­ur út á Pul með­al sjáv­ar þess, er Sinus Adriat­icus heit­ir, og fjalls þess, er menn kalla Garg­an­um. Fjall­ið stend­ur xii míl­ur brott af borg­inni. Það er stór­lega hátt [852 metr­ar], vax­ið ut­an með lág­um skógi og fögr­um grös­um, eink­an­lega þeim meg­in, sem að vissi borg­inni Seponto. Í þeim fjalls­hvirfli er Mikha­els must­eri, og í því must­eri er sú bók, er svo vott­ar af sinni fundn­ing og upp­hafi, að í greindri borg Seponto var forð­um einn harla rík­ur mað­ur, Garg­an­us að nafni. Hann átti marga hjörð, naut og sauði, svín og yxn, göm­ul og yngri. Með ým­is­leg­um hætti lagði hann und­ir sinn rík­dóm fjall­ið Garg­an­um og lét þar ganga hjörð­ina í hög­um góð­um. Var því fjall­ið kennt við nafn ríka manns. Er þó sú grein í með­al, að heiti fjalls­ins skal seint leiða en manns­nafn­ið skjótt. Nú ber svo til á nokkru sumri [ná­lægt ár­inu 490], sem smali ríka manns geng­ur í fjall­inu Garg­ano, að grað­ung­ur einn hafn­ar venju­legu sam­lagi sinna kumpána og fer mjög einn samt um sum­ar­ið, svo að bland­ast ekki við önn­ur naut. Líð­ur svo tími, þar til um haust­ið, að ríki mað­ur læt­ur skoða hjörð­ina og heim reka. Er þá sakn­að grað­ungs, er get­ið var áð­ur. Hvar fyr­ir burgeis­inn hef­ir uppi mik­ið fjöl­menni sveina sinna og sjálf­an sig, fer fram í fjall­ið og leit­ar, sem list var til, allt þar til að hann sjálf­ur herr­ann kem­ur upp í [bls. 694] fjalls­ins koll og sér um langt, hvar grað­ung­ur­inn stend­ur fyr­ir hell­is­dyr­um nokkr­um. Verð­ur hann svo reið­ur þess­ari sýn, að hann set­ur ör á streng og ætl­ar að skjóta í gegn­um grað­ung­inn og umbuna hon­um svo ein­ferð­ir sín­ar og óspekt. En er skeyt­ið kem­ur á apl­ann, snýr því á ann­an veg en mað­ur hugði, því að svo fór til að jafna sem sterk­asti vind­byl­ur kœmi á móti og kast­aði aft­ur sömu leið. Stefndi á bónda miðj­an og snar­aði í gegn­um hann. Og er borg­ar­menn Sepont­ini sjá þessi ný­orð­in tíð­indi, hræð­ast þeir ákaf­lega og þora eigi nær að koma, skynda sem mest aft­ur í borg og segja bysk­upi [heil­ag­ur Lor­enzo Maior­ano], hversu gjörzt hef­ur. Og með því að bysk­up var bæði vit­ur mað­ur og góð­ur fyr­ir guði, neyt­ir hann spöku ráði og kall­ar sam­an borg­ar­menn í höf­uð­kirkju stað­ar­ins, kunn­ugt ger­andi, hvað fram hef­ir far­ið litlu áð­ur með leynd­um guðs dómi í bráðu líf­láti ríka manns. Grein­ir hann og und­ir­stöðu þessa hlut­ar. En hvað þetta allt sam­an hef­ir þýða, seg­ir hann af him­nesku sæti leit­andi: “Því býð eg þriggja nátta föstu um alla borg­ina með bœna­haldi, að al­mátt­ug­ur guð virð­ist birta sinni kristni það, er hann sér nauð­syn­legt í þessu máli.”

14. kafli: Sem allir hlýða gjarnan sín­um föð­ur bysk­up­in­um og hafa svo lengi fast­að, öðl­ast herra bysk­up á þriðju nótt föst­unn­ar mik­inn fagn­að, því að hon­um birt­ist í sýn göf­ug­leg­ur herra með him­neskri birtu and­lits­ins og ljóm­andi feg­urð klæð­anna, svo tal­andi til hans sem hér má heyra: “Vel tókst yð­ur og vit­ur­lega, að það, er leynt var fyr­ir mönn­um, báð­uð þér guð auð­sýna, því að eigi má jarð­nesku hug­skoti ljóst verða það stór­merki, sem í því leyn­ist, er mað­ur­inn var gegn­um graf­inn sjálfs síns hand­skot­inu. Vit­ið án efa, að þetta er gjört með mín­um vilja, því að eg, Mikha­el höf­uð­eng­ill, er jafn­an stend í aug­liti guðs, hefi skip­að, að sá stað­ur í fjall­inu skal vera hreinn og heil­ag­ur, frjáls af allri saurg­an og blóðs­út­hell­ing, mér til dýrk­un­ar val­inn á jarð­ríki. Vildi eg sýna með þessu tákni, að eg er vernd­ari stað­ar þessa og álít­ari allra góðra hluta, þeirra er þar ger­ast með réttri trú og góð­fýsi.” Eft­ir svo tal­að hverf­ur sýn­in brott frá bysk­ups aug­liti. Má svo spyrja, ef lík­ar, úr vitr­an þess­ari, hversu hinn sæt­asti Mikha­el sagð­ist jafn­an standa fyr­ir guðs aug­liti, þar sem hann var á sagð­an tíma hér á jarð­ríki fyr­ir aug­um bysk­ups Sepont­ini, því að það má eigi skilja eft­ir lík­am­legri stað­setn­ing, að eng­ill sá, sem eigi var í öll­um stöð­um senn, megi bæði standa á himni fyr­ir guðs aug­liti og vera þó hing­að send­ur á jarð­ríki. En þessi spurn­ing verð­ur auð­veld­lega leyst, ef vér hugs­um, að [bls. 695] guð er í öll­um hlut­um og þó með engu móti inni strengd­ur, og hann er um alla fram og hvergi úti lukt­ur. Renna því engl­arn­ir fyr­ir ómælt víð­erni hans guð­dóm­legr­ar ná­vist­ar, hvort sem þeir renna til him­ins eða jarð­ar, og þó að þeir séu eigi í öll­um stöð­um, þá er hann þó þeim ná­læg­ur í öll­um stöð­um, og því mega þeir hvergi fara frá hans aug­liti. Rík­ir svo sann­leik­ur í orð­um sæls Mikha­el­is, því að hann er hinn hæsti guðs er­indreki.

15. kafli: Nú er þar til að taka, sem bysk­up vakn­ar, ger­andi sönn­um guði lof og dýrð fyr­ir sína mildi. Kall­ar hann enn sem fyrr sam­an all­an borg­ar­lýð fram til kirkju um morg­un­inn, grein­andi þeim með guð­hræðslu, hvað hann hef­ir heyrt og séð um nótt­ina. Síð­an nefn­ir hann ágæt­ustu menn borg­ar­inn­ar til ferð­ar með sér upp á fjall­ið Garg­an­um. Og er þeir komu þar, sem hæst var, finna þeir tvær dyr í fjall­inu, aðr­ar til suð­urs, aðr­ar til norð­urs. Voru þær stœrri, er stóðu til norð­urs. Sjá þeir, að frammi fyr­ir norð­ur­dyr­un­um eru gráð­ur nokkr­ar, áð­ur nálg­ist dyrn­ar og hurð­ina sjálfa, en uppi yf­ir pöll­un­um lýkur bjarg­ið sínu rjáfri á þann hátt sem eitt for­hús. En er Sepont­ini koma hér inn í fram að sjálfri hurð­inni, þora þeir eigi fyr­ir augu sín að for­vitn­ast lengra, því að svo bar mikl­um ótta og heil­ag­leik yf­ir þenn­an stað, að enginn dirf­ist fram­ar ganga en hon­um er nefni­lega lof­að. Koma borg­ar­menn af Seponto frá þeim degi jafn­an upp á fjall­ið að biðja sér guð misk­unn­ar og hinn helga Mikha­el­em. Standa þeir dag­lega fyr­ir dyr­um úti, því að enn var þeim eigi lof­að að ganga inn í sjálft musterið.

16. kafli: Nærri þessum tíð­ind­um ger­ist það, að sú heið­in þjóð, er Nea­polite kall­ast, stríð­ir upp á Sepont­um og sezt um borg­ina [her á veg­um býz­anska keis­ar­ans, en ekki er hand­bært, af hvaða þjóð­erni eða hve vel trú­að­ur; hinir kristnu heima­menn voru hins veg­ar af kyni Lang­barða]. Höfðu heiðn­ir menn liðs­afla miklu meiri, svo að borg­in var skjótt upp­gef­in þeirra valdi eft­ir lík­ind­um. Því gef­ur herra bysk­up það ráð sín­um borg­ar­mönn­um, að þeir beiði þriggja nátta frest af heið­ingj­um til ráða­gjörð­ar, hvort þeir skulu borg­ina upp gefa eða verja, með­an þeir mega. Og sak­ir þess að Nea­polite þykj­ast einn veg í hendi hafa ráð borg­ar­manna, hvern veg sem þeir taka, gefa þeir dval­ir þess­ar. Það geng­ur þeim og ann­að til, er þeir fresta at­göngu borg­ar­inn­ar, að þeim þyk­ir vel standa, þó að Sepont­ini bíði svo meira skaða fjár og sœmda, að þeir taki fyr­ir fram þriggja nátta kvöl í velti­legu hjóli sinn­ar ráða­gjörð­ar. En í þess hátt­ar brögð­um blekkj­ast heið­ingj­ar eigi lítt, því að all­an tíma þenn­an nátt með degi standa Sepont­ini í liðs­drætti, eigi af jarð­nesk­um hér­uð­um, sem vita má, því að þeir voru inni strengd­ir af her Nea­polit­ar­um, held­ur er [bls. 696] þessi Iið­safn­að­ur af him­nesk­um ríkj­um. Því að bysk­up þeirra býð­ur svo, að meiri og minni skal halda þriggja nátta föstu um alla borg­ina og biðja full­ting­is al­máttk­an guð og helg­an Mikha­el­em, að hann veiti þeim nokkra ásjá, svo að þeirra frelsi og föð­ur­leifð­ir legg­ist eigi und­ir heið­inn dóm. Því­lík er fram­ferð krist­inna manna, að vaka til guðs og biðja misk­unn­ar. En Nea­polite fara leið aðra. Þeir fást alla þessa daga í leik­um stór­um og þjón­ust­um guða sinna, að þeir efl­ist því fram­ar móti kristn­um mönnum.

17. kafli: Sem yfir stendur hin þriðja nótt föst­unn­ar og hin næsta fyr­ir bar­dag­ann, birt­ist Mikha­el Sepont­ino bysk­upi í ann­an tíma, svo segj­andi: “Fagn­ið þér, því að heyrð­ar eru bœn­ir yð­ar. Því bú­ist á morg­un rösk­lega fram í stríð og byrj­ið orr­ustu á fjórðu stund dags. Skul­uð þér þá prófa mitt full­tingi, svo að fögr­um sigri mun­uð þér fagna eiga.” En er bysk­up vakn­ar af vitr­an þess­ari, syng­ur hann lof hin­um sæla Mikha­eli, birt­andi lýðn­um þá feg­in­sögu, að ráð­inn er sig­ur í orr­ustu. Ger­ist nú þeg­ar gleði mik­il í fólki guðs, svo að lang­ar til bar­dag­ans. Og þeg­ar árla bú­ast þeir og her­klæð­ast hvat­lega. Eru þá og heið­ingj­ar bún­ir og hafa fylkt fyr­ir ut­an múr­ana. Sem hér er kom­ið, að hvor­ir tveggju eru bún­ir til at­göngu, sjá kristn­ir menn, að þoka mik­il líð­ur nið­ur yf­ir hæsta hluta fjalls­ins Garg­ani. Hér með heyra þeir gný­reið­ir mikl­ar, því­líkt sem pipri fjall­ið allt, en út af þok­unni fylgja eld­ing­ar sem örv­ar gló­andi fram í flokk Nea­polit­ar­um, svo að eng­in hlíf má við standa. Fyllt­ist vel á þeim degi spá­saga Davíðs, er bann tók svo til orðs at lofa guð: Qui facit angelos suos spiritus et min­istres suos flamm­am ignis etc. Hér þarf eigi langt um, ut­an þeg­ar í stað brest­ur flótti á heið­ingj­um, því að örv­ar Mikha­el­is urðu snar­ar og harla mann­skæð­ar, svo að þar fyr­ir ruf­ust all­ar fylk­ing­ar. Renn­ur nú hver sem harð­ast má, en Mika­el og hans menn reka flótt­ann með mik­illi ákefð og harð­fengi. Sóttu heið­ingj­ar rétt mátu­lega kaup­ferð til Sepont­um á þeim degi, því að nú eru þeir dreifð­ir, hrakt­ir og drepn­ir, sum­ir með eldi, sum­ir með járni. En þeir, sem líf­ið þiggja, kom­ast sem nauð­ug­leg­ast aft­ur í borg sína, Nea­polim, barð­ir og sprengd­ir af mœði, höfðu lát­ið lið mik­ið og frítt. Það til marks, að fyrir örv­um Mikha­el­is ein­um sam­an höfðu fall­ið vi hundruð manna, en það að auk allt, er Sepont­ini höfðu drep­ið brúk­um nið­ur sem bú­smala. Og er sú auma þjóð kem­ur skiln­ing á, hver kraft­ur stóð með kristn­um mönn­um, kasta þeir villu­klæð­um en skrýð­ast [bls. 697] heil­agri trú. Fengu þeir með þeirri að­ferð líf­ið, að þeir voru barð­ir til batn­aðar.

18. kafli: Eftir þennan ágæta sig­ur, venda Sepont­ini aft­ur með fagn­aði til borg­ar sinn­ar og dvelj­ast lít­inn tíma, áð­ur þeir heim­sækja sinn her­toga, Mikha­el höf­uð­eng­il, fram í Garg­an­um, þess er­ind­is að offra hon­um mak­leg­ar lof­gjörð­ir fyr­ir þá mátt­ugu hönd, er hann tjáði þeim í sinni nauð­syn. Og er þeir koma árla upp á fjall­ið, fram fyr­ir þær norð­ur­dyr, er áð­ur voru greind­ar, sjá þeir þá ný­lundu, að í bjarg­inu frammi fyr­ir for­kirkju eru ný­kom­in tvö fót­spor, því­líkt sem mað­ur hefði stig­ið í kram­an snjó. Skilja þeir, að þetta er elsku­mark Mikha­el­is til vernd­ar og ná­lægð­ar við þann heil­ag­an stað. Reisa Sepont­ini þar síð­an veg­legt must­eri og setja alt­ar­ið þar, sem spor­in voru. Tók sú kirkja nafn af fót­spor­um Mika­el­is og var köll­uð Appo­donia. Aðra kirkju efla þeir til aust­urs frá must­er­inu Mikha­el­is, til lofs og dýrð­ar sæl­um Petro höfð­ingja post­ul­anna. Í þeirri kirkju voru ölt­uru tvö, ann­að vígt og helg­að guðs móð­ur Marie, en ann­að sæl­um Jó­hanni bapt­ista. En must­eri Mikha­el­is stóð sem áð­ur lukt og læst, því að menn þorðu ekki að gera, fyrr en guð birti. Hafði bysk­up Sepont­in­us marg­an trakt­at­um af þvísa efni með sínu vild­asta ráði, hvort hann skyldi treysta upp at ljúka og vígja must­er­ið, ef guð bann­aði eigi. En það verð­ur statt i ráða­gjörð­um, að hann ger­ir sendi­menn með bréf­um til herra páf­ans i Rom­am. Í bréf­um skrif­ar hann greini­lega all­an hátt af þeim stór­merkj­um Mikha­el­is, er um stund hafa les­in ver­ið, biðj­andi postul­leg­an herra, að hann segi, hversu bezt er ger­andi í sögð­um vanda. Sem gjör er boð­skap­ur­inn, taka sendi­boð­ar or­lof og ráða i veg. Ber þeim svo giftu­lega til, sem von var, að herra páf­inn hef­ir far­ið í móti þeim eigi minna en fimm tugi mílna fyr­ir ein­hverja kirkj­unn­ar sök. Þessi róm­verski bysk­up heit­ir Silvest­er páfa­nafni og viður­kvæmi­lega, því að hann hafði forð­um þol­að ófrið og of­sókn­ir guðs óvina og flú­ið und­an í fjall Sarepte [frem­ur mun eiga við heil­ag­an Gelas­ius PP. I, hann stóð einn­ig í ströngu við óvini guðs], sem gjörði hinn fyrsti Silvest­er páfi, er kristn­aði Kon­stant­in­um hinn mikla keis­ara. Var þessi guðs mað­ur lík­ur hin­um fyrra, heil­ag­ur og rétt­vís, mild­ur og lít­il­lát­ur. Því fá sendi­menn bysk­ups af Seponto blíð­ar við­tök­ur á páf­ans garði og eru gjarn­an heyrð­ir og án dvöl með sín­um er­ind­um fag­ur­lega greidd­ir. Koma þeir aft­ur í Sepont­um, ber­andi sín­um bysk­upi bréf af herra páf­ans curia, hver upp brot­in og yf­ir­les­in halda því­lík­an skiln­ing af máli Mikha­el­is með­al ann­arra greina: Ef það er, seg­ir herra páf­inn, guð­leg skip­an og for­sjón, að must­er­is­vígsla Mikha­el­is veit­ist fyr­ir dauð­legs manns þjón­ustu [bls. 698], byrj­ar að því­líkt em­bœtti ger­ist á þann sama dag, sem Mikha­el birti sín stór­merki fyr­ir þá sig­ur­veg­ara­gjöf, er þér skrif­uð­uð til vor í bréf­um yð­ar. En ef herra stað­ar­ins lík­ar bet­ur öðru vísi, sýn­ist oss sem hans vald og vilji sé fram­ast biðj­andi til birt­ing­ar yf­ir þvísa máli á þeim sama degi. Því er það vort ráð, að vér og þér bjóð­um vor­um borg­ar­mönn­um þriggja nátta föstu móti þeim sign­aða degi, næst er hann kem­ur, biðj­andi heil­aga þrenn­ing, að þær gjaf­ir, sem hann virð­ist veita fyr­ir hinn hæsta þjón síns al­mætt­is vilja, leiddi hann út til æski­legs enda. Svo segir virðu­leg­ur herra páf­inn, og hans ráð er fyllt og fram­kvæmt í alla grein. En þann tíma, sem yf­ir stend­ur hin síð­asta nótt föst­unn­ar, birt­ist hinn bless­aði Mika­el Sepont­ino bysk­upi í þriðja sinn með dýrð mik­illi, svo mæl­andi: “Eigi er þörf,” seg­ir hann, “að þér víg­ið það must­eri, er eg smíð­aði, því að eg sjálf­ur helg­aði mín handa­verk. Nú gang­ið inn á morg­un með mínu or­lofi. Er þá mitt að sýna, hversu eg hefi helg­að þann sama stað fyr­ir sjálf­an mig. Þú skalt syngja þar messu á morg­un og gefa öll­um lýð þjón­ustu, en eg, patron­us stað­ar­ins, skal nærri standa og offra guði yð­ar þjón­ustu. Skul­uð þér og héð­an í frá oft­ar vitja stað­ar­ins fyr­ir mína þökk og vin­áttu.”

19. kafli: Nú sem byskup vaknar af hinni þriðju vitr­an, þakk­ar hann vor­um herra sína marg­falda misk­unn. Seg­ir hann sín­um borg­ar­mönn­um, hvað hinn heil­agi Mikha­el hef­ir sýnt hon­um, og býð­ur að fjöl­menna sem mest upp á fjall­ið. Þar með skip­ar hann mönn­um til að flytja sér­hverja hluti, er há­tíð­inni til heyrðu og þjón­ustu­gjörð­inni. Fer bysk­up og klerk­ar hans í önd­verðu lið­inu með bœn­um og lof­söng­um. En all­ur meg­in­her­inn fer síð­ar með sönnu ást­ríki, synda iðr­an og rétt­um við­bún­aði, og árla dags koma þeir fram gang­andi að suð­ur­dyr­um kirkju, gera þar letan­ias fyr­ir úti, áð­ur þeir lyki upp dyr­un­um. Síð­an ganga þeir inn með guð­leg­um ótta. Verð­ur þá í fyrstu fyr­ir þeim því­líkt sem eitt skot fra suðri til norð­urs móti þeim dyr­um, er fyrr voru greind­ar, og fyrr en þang­að kœmi, finna þeir til aust­urs sjálf­ar must­er­is­dyrn­ar, ganga inn og lit­ast um, sjá að must­eri þetta er einn hell­ir, bæði óslétt­ur um rjáf­ur og veggi, svo að hvass­ir hyrnu­stein­ar stóðu hvar­vetna. Eigi var og hærra í mörg­um stöð­um en höf­uð manns tók upp und­ir þekj­una, en sums stað­ar því hærra, að mað­ur mátti varla taka upp hendi sinni. Eigi var hún og meiri vexti en hún tók með skot­inu v hundruð manna. Til suð­urs í must­er­ið sjá þeir virðu­legt alt­ari, fag­ur­lega prýtt með rauðu klæði, er hinn bless­aði patron­us Mikha­el [bls. 699] hafði gef­ið kirkju og offr­að alt­ar­inu á henn­ar vígslu­degi. Varð nú fagn­að­ur mik­ill í húsi guðs, því að all­ir dá­söm­uðu það him­neska lít­il­læti, sem enn af nýju birt­ist í verki þessu, því að hvar­vetna var að sjá dal um hól, klett­ur við klett, en allt að einu var stað­ur­inn svo heil­ag­ur og guði kær, að eigi má orð­um skýra. Í hverri vors herra skip­an það gef­ur skilja, að hinn bless­aði Mikha­el elsk­ar meir sálu­hjálp sannr­ar góð­fýsi en skyggð­an marm­ara með steindu rafi. Söng bysk­up­inn þar messu nefn­an dag og gaf þjón­ustu öll­um lýð. Var þar inn­an kirkju vatn nóg til allr­ar þjón­ustu, því að berg­ið var sveitt vatni, en til norð­urs frá alt­ar­inu féll nið­ur úr þekj­unni smátt og fag­urt vatn, eigi óð­ara en deildi stór­um drop­um. Var þar síð­an sam­ið til gler­ker eitt harla vænt og fest und­ir drop­ann með silf­ur­strengj­um. Gekk lýð­ur­inn þar til jafn­an um gráð­ur nokkr­ar, þá er þjón­ust­an gafst í must­er­inu. Þá vatns­rás kalla Sepont­ini stillam. Af því bless­aða vatni veit­ir Mikha­el mörg­um manni skjóta heilsu af ým­is­leg­um krank­dómi. Riðu­sjúk­ir menn koma þar, kreppt­ir og lík­þrá­ir, vesl­ir og van­mátt­ug­ir, og finna svo mik­inn kraft af húsi Mikha­el­is, að sum­ir kom­ast eigi upp á fjall­ið, áð­ur þeir verða heil­ir. Eru þar í veggn­um graf­in stein­lík­ön til minn­ing­ar, sem þeir urðu heil­ir, á þann hátt form­er­uð sem hátt­að­ur var krank­dóm­ur þeirra. Eink­an­lega stend­ur hinn mæt­asti Mikha­el í því­lík­um heilsu­gjöf­um á sinn hátíð­ar­dag tertio kalend­as Octo­bris [29. septem­ber], því að þá sœk­ir til must­er­is­ins af mörg­um álf­um Italie meiri fjöldi en vant er, og er þá hinn hæsti guðs er­ind­reki því ná­læg­ari með sín­um brœðr­um, engl­un­um, sem fleiri koma sam­an í rétt­um bœnum.

20. kafli: Sem vér höfum Sepontino bysk­upi frá vik­ið og hans son­um um hríð í voru máli, er nú grein­andi, að eft­ir messu­em­bœtt­ið fag­ur­lega flutt vendu menn heim með fagn­aði til síns góss og her­bergja. En sá góði mað­ur bysk­up­inn veitti Mikha­eli svo skyld­uga þjón­ustu dag frá degi. Þar var reist­ur bœr og kenni­menn skip­að­ir að officera kirkju. Eng­an tíma sagð­ist þar óttu­söng­ur fyrr en ljóst var af degi, því að svo mik­il ógn stóð af must­er­inu um nœt­ur, að eng­inn mað­ur þorði inn að koma. Og það er eigi und­ar­legt fyr­ir þá grein, að svo segja sann­orð­ir menn, að á hverja nótt flytj­ist þar messu­em­bœtti án dauð­legra manna full­ting­is og ná­kvæmd. Hef­ir svo vitr­azt, að skip­að­ur þjónn kirkju skal til reiðu láta hvern dag að kveldi bakst­ur og vín með öðr­um messu­föng­um, hvað er styrk­ir eitt ævin­týri, svo framt sem guði lík­aði og hon­um virð­ist eigi of­sagt vera. [bls. 700]

21. kafli: Svo er sennilega lesið af ein­um háleit­um bysk­upi, að Bon­us hét. Hann bar traust til sak­ir sinna ágætra verð­leika að vaka um nótt í must­eri Mikha­el­is, því að sjálf­ur guð og hinn sæli Mikha­el dœmdu hann þess mak­leg­an. Þessi hinn heil­agi Bon­us var ætt­að­ur og upp­fœdd­ur í Frakk­landi, mik­ill ágæt­is­mað­ur í sín­um bysk­ups­dómi, því að það gæzku­nafn, er hann bar á lík­am­an­um, fyllti hann dag­lega með sœmi­leg­um sið­um og and­leg­um framn­ing­um, varð­veit­andi sig sjálf­an og sér á hendi fólg­inn lýð und­ir réttu lög­máli og heil­ög­um guðs boð­orð­um, ber­andi sér í hönd­um log­andi tortís [kynd­il] góðra verka til eft­ir­dœm­is sín­um und­ir­mönn­um. En með því að fyrr­sögð kirkja hins sign­aða Mikha­el­is er nú stór­lega fræg orð­in um heim­inn, sóttu hana, sem fyrr greindi, ótölu­leg­ir lýð­ir karla og kvenna af fjar­læg­um hér­uð­um, og jafn­vel bysk­up­arn­ir sjálf­ir, því að þessi stað­ur var eink­an­lega til þess kos­inn af guði, að menn þægi þar rétt­ar bœn­ir. Sign­að­ur Bon­us bysk­up ferð­ast heim­an af sín­um bysk­ups­stól með gló­andi góð­fýsi og góðu föru­neyti fram til must­er­is heil­ags Mikha­el­is. Og er hann geng­ur inn í must­er­ið með öðr­um mönn­um til aft­an­söngs um kveld­ið, dvelst heil­ag­ur Bon­us einn samt eft­ir í must­er­inu, tak­andi sér leyni­leg­an stað und­ir ein­um hell­is­skúta að óvit­andi varð­halds­mönn­um kirkj­unn­ar. Vak­ir hann þar um nótt­ina, góð­fús­ari í guðs lofi en vér meg­um sem verð­ugt er frá segja. Hann minn­ist á og inn­virðu­lega eft­ir leit­ar, hvað hann hef­ir hæsta guði í móti gjört í um­liðnu lífi, græt­ur það allt og sýt­ir af öllu hjarta, biðj­andi sæl­an Mikha­el höf­uð­eng­il, að hann offri hans bœn­ir og þægi hans tár í aug­liti hins hæsta dóm­ara. Nú sem komið er mið­nœtti og bysk­up­inn starf­ar í greindri góð­fýsi, heyr­ir hann fagr­an söng­hljóm upp í loft­ið með svo und­ar­leg­um sæt­leika, að eng­ar jarð­leg­ar radd­ir máttu við jafn­ast. Þessi skemmt­an­ar­sýn ná­læg­ist hvern tíma frá öðr­um must­er­ið, þar til að bysk­up­in­um gef­ur sjá, að guð­legt ljós geisl­ar hvar­vetna inn um þekj­una. Hér eft­ir, sem ljós­ið renn­ur fyr­ir, fara him­nesk­ir flokk­ar heil­agra engla, ber­andi sig­ur­merki fyr­ir sín­um höfð­ingja með fögr­um söng og sæt­um hljóð­um. Hér með sér hinn sign­aði Bon­us að fara skín­andi borg­ar­menn him­neskr­ar Jerú­sal­em leið­andi sín í mill­um sjálfa drottn­ingu him­ins og jarð­ar, mey og móð­ur, hina sætu Mari­am, hana sœm­andi og alla vega veg­sam­andi með svo fríðri fylgd og til­skip­uðu föru­neyti, sem engu má við jafna eft­ir jarð­leg­um hætti. Nú sem virðu­legt sæti er fyr­ir­bú­ið og drottn­ing allra höf­uð­engla og heil­agra manna hef­ir nið­ur setzt, ganga fram í kór­inn fyr­ir há­sæt­ið nokkr­ir af frú­ar­inn­ar hirð­sveit­um, biðj­andi [bls. 701] hana lít­il­lát­lega með kné­falli, að hún skipi til nokk­urn mann að flytja messu­em­bœtti. En guðs móð­ir María svar­ar svo þeirra máli: “Ber­ið þau mín orð Bono bysk­upi, að hann skrýð­ist og syngi messu, því að hon­um ber eg það vitni, að hann er mak­leg­ur svo ágætr­ar þjón­ustu.” Virðu­leg­ur mað­ur guðs bysk­up­inn, sem hann heyr­ir frú­ar­inn­ar orð því­lík, blikn­ar hann og pipr­ar all­ur af hræðslu, fœr­andi sig út und­ir bjarg­ið sem mest, því að hann vill lífs gjarn­an fel­ast fyr­ir frú­ar­inn­ar sendi­mönn­um. Sé þar ger­ist há­leitt stór­merki, það er vott­aði hans heil­ag­leik, því að bjarg­ið gaf hon­um rúm og laut und­an hon­um, svo sem hann hall­að­ist í kram­an snjó, og sér merki þess. En þó að bjarg­ið hlýddi hans heil­ag­leik, þá vinn­ur bysk­upi eigi þörf, því að drottn­ing­ar­inn­ar sendi­boð­ar eru stór­lega fund­vís­ir, svo að rétt ganga þeir að hið gegnsta, hvar er bysk­up ligg­ur und­ir bjarg­inu, þó að mjög lágt og leyni­lega, grípa hann hönd­um þeg­ar í stað og leiða fram í her­berg­ið og must­er­ið og skrýða hann him­nesk­um klæð­um, svo sem bysk­upi til heyr­ir. Sem hann er skrýdd­ur, leiða þeir hann fram fyr­ir alt­ari og gera messu­em­bœtti eft­ir kristn­inn­ar formi. Hver dauð­legra manna megi það virða, hversu mikla sœmd og æru al­mátt­ug­ur guð veitti sín­um virkta­vin Bono bysk­upi hér þeg­ar í dauð­leg­um lík­ama: Hann stóð jarð­nesk­ur milli him­neskra krafta, prýdd­ur him­nesk­um skrúða, tak­andi alla þjón­ustu mess­unn­ar af lít­il­látri und­irorpn­ing höf­uð­feðr­anna og spá­manna og ann­arra guðs ást­vina. Nærri var stödd hans þjón­ustu­gjörð sjálf drottn­ing allra hluta hin mild­asta María og bjóð­andi hon­um há­tíð­lega messu að syngja. Svo var til skip­að þjón­ustu­mönn­um, að höf­uð­feð­ur og spá­menn bera fram kaleik, vín og vatn, og hella á hend­ur hon­um, post­ul­ar greiða til hand­klæði, písl­ar­vott­ar búa til reyk­elsi sam­tempr­að him­nesku timiamate. En engl­ar, ját­ar­ar og meyj­ar syngja hun­ang­leg­um rödd­um út mess­una. Og er guðs mað­ur bysk­up­inn hef­ir al­gjört guð­legt em­bœtti með eink­an­legri ást og gló­andi góð­fýsi, gef­ur gim­steinn allra meyja, hin sæt­asta guðs móð­ir mær María, hon­um þökk fyr­ir, og í elsku­mark fyr­ir þjón­ustu­gjörð­ina gef­ur hún sign­uð­um Bono bysk­upi eitt him­neskt klæði, það er hann þigg­ur með meiri ást og lít­il­læti en nokk­ur tunga megi skýra sín­um fram­burði. Eft­ir svo gjört, sem nú var greint, líð­ur þessi him­neski flokk­ur upp í loft­ið heim til him­in­rík­is, en bysk­up vak­ir það sem eft­ir var nœt­ur­inn­ar, lof­andi guð al­mátt­ug­an og hans bless­aða móð­ur fyr­ir þá misk­unn, sem hon­um var veitt í sinni vöku; geng­ur síð­an um morg­un­inn út af must­er­inu kall­andi til sín rétt­vísa menn og [bls. 702] guð­fúsa og seg­ir þeim greini­lega all­an event­um, hvað hann hef­ir heyrt í must­er­inu, séð og gjört á þeirri nótt. Þar með sýn­ir hann lít­il­lát­lega það him­neska klæði, sem her­bergi heil­ags anda hafði hon­um gef­ið, biðj­andi alla menn fagna með sér og gleðj­ast af svo miklu stór­merki.

22. kafli: Eftir þessa hluti fyllta fer heil­ag­ur Bon­us heim til síns bysk­ups­stóls, ger­andi guði þakk­ir af þeim hlut­um, sem hon­um höfðu að bor­izt í þess­ari ferð. Flýg­ur það og skjót­lega víða um heim­inn, hví­líka sœmd­ar­för Bon­us bysk­up hafði far­ið til must­er­is heil­ags Mikha­el­is. Og fyr­ir þá sök, að marg­ur er sá virð­ing­ar­gjarn, sem eigi er í líf­inu til fulls vand­virk­ur eða at­hug­ull, þá frétt­ir þetta og einn bysk­up, sá er miklu var lægri að verð­leik­um en hann mætti nokk­uð sam­jafn­ast Bono bysk­upi, og lyft­ir heim­an sœmi­legri ferð af sín­um bysk­ups­stóli með gnóg­um kosti og ríku föru­neyti, þess erindis að prófa, ef hann öðl­að­ist nokk­uð líkt því, sem les­ið er af hin­um fyrra bysk­upi. Nú sem hann kem­ur fram í heil­agt fjall hins sæla Mikha­el­is, slær hann lang­tjaldi sínu og sit­ur glað­ur um dag­inn hjá kumpán­um sín­um. Og fyr­ir þá sök, að hann vill óþyrst­ur ganga til vök­unn­ar, drekk­ur hann vín svo djarf­lega, að hann er mjög sljófg­að­ur bæði í sam­vizku og sönn­um góð­vilja, en þó allt eins geng­ur hann í must­er­ið síð um kvöld­ið, ólíkt til­bú­inn og hinn fyrri bysk­up. Sá þung­ur af tár­um og iðr­un­ar góð­fýsi, en þessi svefn­þung­ur af vist og víni. En þó að þessi bysk­up byggi sig eigi til vök­unn­ar svo sem skyldi, gjörði al­mátt­ug­ur guð og heil­ag­ur Mikha­el við hann mikla misk­unn­semi með fá­heyrð­um hætti. Hann vín­drukk­inn sofn­ar í muster­inu en vakn­ar um morg­un­inn eigi þar, held­ur heima að sjálfs síns bysk­ups­stóli og í sinni svefn­skemmu. Nú sem hann lýk­ur aug­um upp, sign­ar hann sig, og hversu við veit, fær hann eigi skil­ið, því að hann kenn­ir blauta sæng og sér kunn­ugt her­bergi, en man þó full­gjörla, í hverj­um stað hann var næst um kvöld­ið. Sem hann hef­ir lengi undr­að sjálf­an sig, geng­ur hann út af her­berg­inu og lit­ast um, sér þjón­ustu­menn sína þar í garð­in­um og heils­ar á þá, og hygg­ur sig þó senni­lega vill­ast í þess­um hlut­um öll­um, þar til að eft­ir stund liðna hverf­ur hann aft­ur til sjálfs síns og setzt nið­ur hjá sín­um mönn­um, segj­andi þeim lít­il­lát­lega, hversu hinn góð­gjarni guð hef­ir um hann gjört stór­merki­lega og misk­unnsam­lega. Héð­an af er virð­andi, hversu hinn góði Mikha­el er yf­ir­vætt­is mild­ur fyr­ir hvern, er svo dá­sam­leg­ar jartein­ir verða, því að hann þyrmdi sögðum bysk­upi mis­ger­andi og lét hann til síns [bls. 703] her­berg­is heil­an aft­ur hverfa, held­ur vilj­andi að hann leið­rétt­ist en fyr­ir­fœr­ist eigi í sínu mis­verki. Nú til þess að eng­inn mað­ur ætli þessa hluti ósanna vera, sem vér sögð­um, þá viti fyr­ir víst, að það klæði, sem guðs móð­ir gaf Bono bysk­upi, varð­veit­ist fyr­ir ut­an spell og fölv­an allt til þessa dags í einni fag­urri borg, er Clarus Mons heit­ir. Sú borg stend­ur í því hér­aði er Vern­on­is kall­ast [eiga virð­ist við hið forna bisk­ups­dœmi Cler­mont í hér­að­inu Au­vergne í Frakk­landi]. Klæð­ið geym­ist í kirkju guðs móð­ur heil­agr­ar Marie, og fær eng­inn jarð­leg­ur mað­ur skiln­ing á komið, hvers vefn­að­ar eða nátt­úru það er ut­an eða inn­an. Og enn til styrkt­ar um þetta er svo skrif­að, að virðu­leg­ur herra, herra Herbert bysk­up af Nor­vík hafi séð og hönd­um far­ið þetta klæði.

Málverkið með þessum kafla er eftir Domenico Cresti, gert 1602, og sýn­ir heil­ag­an Mikjál eng­il birt­ast á Garg­ano­fjalli. Heil­ag­ur Lor­enzo bisk­up krýp­ur í for­grunni. Högg­mynd­in sýn­ir eng­il­inn með reitt sverð, en óvin­ur­inn ligg­ur fyr­ir fót­um hans. Ljós­mynd­in er úr kirkju þeirri, sem heil­ag­ur Mikj­áll smíð­aði sjálf­ur á fjallinu.

                       

Santuario SanMichele Arcangelo

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

               

Read Full Post »

                   

Mikjáll engill

       

Mont St. Michel

       

Árið 709 birtist heilagur Mikjáll erkiengill bisk­upn­um í Avranches í Nor­mandí, sem hét Au­bert og síð­ar var tek­inn í helgra manna tölu. Eng­ill­inn vildi láta reisa kirkju og helga sér á ör­fir­is­ey þar nærri. Hann fól bisk­up­in­um að sjá til þess, sem var erf­itt verk­efni, og bisk­up var í fyrstu ekki einu sinni viss um, að vitr­un hans væri sönn. En Mikj­áll birt­ist hon­um öðru sinni og loks í þriðja sinn, til að árétta fyr­ir­mæli sín. Kirkj­an reis, og síð­ar var einn­ig sett þar Bene­dikts­klaust­ur, auk þess sem píla­grím­ar flykkt­ust þang­að. Klaustr­ið stend­ur enn, og lagð­ur hef­ur ver­ið ak­veg­ur út í eyj­una, svo að ekki þarf leng­ur að vaða sand­bleyt­ur eða setja sig í hættu út af sjáv­ar­föllum.

Bergur Sokkason (d. 1350) var Benedikts­munk­ur á Þing­eyr­um en flutt­ist það­an í klaustr­ið á Munka­þverá og var þar tví­veg­is ábóti. Hann rit­aði sögu Mikj­áls eng­ils, til að lesa á há­tíð­um hans, og hér fer á eft­ir sá hluti henn­ar, sem fjall­ar um Mont Saint-Mich­el. Þetta var og er enn mjög fræg­ur stað­ur. Far­ið er eft­ir I. bindi af Heil­agra manna sög­um (23.-28. kafli), sem Carl Rik­ard Ung­er gaf út 1877, nema frá­gang­ur er felld­ur að síð­ari tíma hætti. Til sam­an­burð­ar má nota Acta Sanct­or­um, 8. bindi inn­an septem­ber­mán­að­ar (út­gef­ið 1762). Hefst nú frá­sögn Bergs ábóta:

23. kafli: Greint hefir verið um hríð, hversu bless­að­ur Mikha­el prýð­ir aust­ur­álfu heims­ins með kröft­um og jar­tein­um þeim, sem guði ein­um eru mátt­ug­leg og fylli­lega kunn­ug. Því skal boða þessu næst, hversu drott­inn allr­ar mildi dreif­ir sinni óum­ræði­legu misk­unn yf­ir vest­ur­álf­una fyr­ir ást og með­al­göngu síns kær­asta sendi­boða Mikha­el­is, herra höf­uð­engl­anna, til þess að eitt og hið sama efni verði öll­um ljóst í hverri álfu heims­ins, að rétt­trú­að­ir menn eru skip­að­ir í sam­lag engl­anna, sem fyrr var skrif­að í þessu máli. Því eru him­nesk­ir and­ar send­ir í þjón­ustu fyr­ir þeirra skuld, er arf­tœk­ir verða himna­rík­is fyr­ir sár og mildi vors ljúfa lausn­ara. Les­ið var með nokk­urri grein, hversu Mikha­el kaus sér virð­ing­ar­stað á háu fjalli, Gargano, en nú skal af segja og heyra í öðr­um stað, hversu hann vill dýrk­an sína gera láta með ólík­um hætti. Þessi stað­ur, er nú skal af segja, stend­ur fyr­ir ut­an haf í vest­ur­álfu heims. Hann er kom­inn mjög und­ar­lega og leyni­lega. Hann stend­ur með­al tveggja ósa þeirra vatns­falla, er ann­að heit­ir Seia en ann­að Sennuna. Út­haf­ið sjálft girð­ir að fyr­ir ut­an svo hart að flóð­un­um inn í báða ós­ana, að sjór­inn geng­ur á lág­lend­in báð­um meg­in fyr­ir of­an stað­inn, svo að þá er í ein­um flóa stend­ur, þá er í miðju sem eitt lít­ið ey­land, það er kirkju­helgi Mikha­el­is bann­ar, að sjór­inn meini. Svo segja gaml­ir menn og sann­orð­ir, að þetta nes með­al ann­ars væri að fornu vax­ið með þykkri jörð og stór­um skógi, svo að voru víða ein­setu­manna byggð­ir, því að svo var leyni­lega kom­inn stað­ur­inn bæði sak­ir þykk­leika merk­ur­inn­ar og fjar­lægra mannabyggða. Skóg­dýra­fjöldi var þar og mik­ill hjá ein­setu­mönn­um, sem víða er títt í eyði­mörk­um. Og með­an drott­inn vildi svo vera láta, að ein­setu­menn byggðu þenn­an stað, skip­aði hann svo sínu ein­valdi, að einn prest­ur af þorpi því er Auster­ian­us heit­ir færði þeim lík­am­lega vist, [bls. 704] því að í sjálfri mörk­inni var eng­in ögn mat­fanga. Gjör­ist það í fyrstu, sem skilj­an­legt er, eigi öðru vísi en í stór­merki birt­ing­ar Mikha­el­is af guðs hálfu til kenni­manns­ins, að hon­um er stað­ur­inn sýnd­ur og sagð­ur, og hvað hann bygg­ir, eða hversu hann skal hjálpa með dag­legri hugg­an þeirra lífi, sem þar eru. Fór svo lang­an tíma, að prest­ur­inn tók asna sinn hvern dag og fœrði ein­setu­mönn­um vist­ir. Var á þeim dög­um, er þetta gjörð­ist, for­lendi mik­ið milli merk­ur­inn­ar og hafs­ins, eigi minna en vi vikur.

24. kafli: En þá er guð vildi um venda þess­um stað og búa til virð­ing­ar Mikha­eli sín­um sæla vin, geng­ur sjór­inn á land­ið og ryð­ur jörð­ina alla fyrst upp að skóg­in­um, en síð­an fell­ir hann mörk­ina og kem­ur mönn­um á flótta, gref­ur brott gras­rót alla og ger­ir sem einn slétt­an sand alla leið upp í milli ánna, svo langt sem guð vildi skipa. Nær í miðju plássi stend­ur einn klett­ur, er guð hugði til eft­ir­kom­andi hluta. Og er vor herra Jesús Krist­ur hef­ur stað­inn með svo nýj­um hætti til bú­ið, er segj­anda, að í þeirri borg er Abrinc­us [Avranches] heit­ir var ágæt­ur bysk­up Auð­bert­us [Aubert] að nafni – sú borg stend­ur sex míl­ur brott af greind­um stað – var bysk­up henn­ar mjög heil­ag­ur mað­ur, sem guð virð­ist sýna hon­um og hinn ágæti Mikha­el, því að nokkra nótt, sem bysk­up sef­ur í sinni sæng, birt­ist hon­um bless­að­ur Mikha­el með skín­andi dýrð him­neskr­ar birtu og mæl­ir á þann hátt, sem hér fylg­ir: “Auð­bert bysk­up, heyr hvað eg segi þér. Í þeim stað, er nú kall­ast Arenna, skaltu láta kirkju reisa mér til sœmda, því að eg er Mikha­el höf­uð­eng­ill. Hefi eg þenn­an stað kos­ið og bless­að mér til virð­ing­ar í þess­ari álfu heims nærri borg yð­ar, og svo sem mín dýrk­an ger­ist í aust­ur­álf­unni á háu fjalli Garg­ano, svo veit­ist mér lof hér með yð­ur í lág­um stað á sjáv­ar­sandi.” Eft­ir svo tal­að vakn­ar bysk­up og hugs­ar inn­virðu­lega, hvað fyr­ir hafði bor­ið, ótt­ast fyr­ir lít­il­læt­is dyggð, að hann muni gabb­að­ur í svefni fyr­ir um­sát leyni­legs óvin­ar, sem synd­ug­um mönn­um kann oft til bera. Því hug­leið­ir hann post­ul­ans ráð, er svo tal­ar: próf­ið þér and­ana seg­ir hann, hvort þeir eru af guði. Fyr­ir því­lík­ar og aðr­ar hugs­an­ir dvel­ur bysk­up að full­gera boðna hluti, þar til er hann fær vitr­an aðra með sama hætti, er nú þó mun stríð­ara áminnt­ur, að hann hafi sig frammi og al­geri það, sem hon­um var boð­ið. En bysk­upi fer svo, þó að hann væri heil­ag­ur mað­ur og mjög kær guði, sem hinn heil­agi Gregor­ius páfi vott­ar af spá­mönn­um, að þeir höfðu nokk­urn tíma spá­dóms­anda og nokk­urn eigi, sem guð vildi skipa þeim til lít­il­læt­is varð­veizlu, að þeir [bls. 705] kenndi því gjör, hvað þeir tóku í gjöf eða hvað af sjálf­um sér. Þessu líkt ger­ist með Abrinc­ensi bysk­upi. Hann fær eigi skil­ið smá­smugu­lega grein and­anna, því að hans hjarta sljóvg­ast í mann­leg­um veik­leik, sak­ir þess að fremri gifta er hon­um und­an dreg­in í þetta sinn. Er hann þó senni­lega mjög hrædd­ur fyr­ir þess­ar tvær áminn­ing­ar, er hann of­reyni sig eigi, það er guði heyr­ir. Því legg­ur hann jafn­an bœn­ir mjúk­ar og lít­il­læti, að vor herra Jesús Krist­ur þyrmi hans hindr­an og tor­tryggð, en greiddi þetta mál til æski­legs enda.

25. kafli: Rétt í þann tíma sem Abrincensis bysk­up hef­ir tek­ið sagð­ar áminn­ing­ar tvær að tölu, ber svo til í sagðri pro­vincia, að einn grað­ung­ur er leyni­lega tek­inn brott frá hjörð­inni eins bónda. En sá er tók, ger­ir það meir sak­ir fornr­ar óvin­áttu en þjóf­legr­ar sjálfs síns girnd­ar. Því leið­ir hann það skraut­lega naut, er bezt var allra með hjörð­inni, brott í þann stað, sem hann hugði að aldrei skyldi finn­ast. En með því að oft­lega kem­ur sam­an góð­ur vilji guðs og ill­ur vilji manns­ins, þá leið­ir þessi mað­ur grað­ung­inn til fylgsn­is fram í þann stað, er vér greind­um fyrr af, og hann kem­ur út með­al ann­arra fram á sand­ana. Sér hann, hvar klett­ur stend­ur í miðju. Hér til fer hann og skoð­ar bjarg­ið uppi og niðri, hvort hann fyndi skúta nokk­urn eða helli að binda naut­ið og fela, og er hann hef­ir rann­sak­að, finn­ur hann í of­an­verðu stór­lega mikla dæld, svo að það er hið bezta leyni, ef hann fær grað­ung­in­um upp kom­ið. Það kost­ar hann og fær gjört; fer síð­an fram á sand­inn og próf­ar, hvort hann sæi nokk­uð til grað­ungs­ins upp í berg­ið, og sér eigi. Því snýr hann brott og þyk­ist hafa all­vel leik­ið. Hygg­ur hann sig hlut­laus­an af stuld, en veit fyr­ir víst, að grað­ungs­ins hvarf ger­ir ríka manni mikla hug­sótt og marg­an rekst­ur hans að leita síð og snemma. Og rétt fór, sem hann gat, ríka manni ligg­ur illa og leit­ar í fremstu lög, gefst eigi upp fyrr en úti eru all­ar von­ir, trú­ir víst, að hans ger­semi sé orð­in spell­virkja bráð, og harm­ar það, því að bóndi var mjög ágjarn. En hvað grað­ungs grein­ir þess­ar hafa merkja í máli Mikha­el­is, er þessu næst til veg­ar vikjandi.

26. kafli: Sem hér er komið, fær Abrincensis bysk­up þriðju vitr­an i harð­ari punkt en fyrr, því að Mikha­el höf­uð­eng­ill birt­ist hon­um stríð­ur og óg­ur­leg­ur með ávít­un­ar­orð­um fyr­ir þá sök, er hann óhlýðn­að­ist tveim áminn­ing­um. Býð­ur hon­um nú í stað að byrja sagð­an guðs vilja og eigi nokkra minnstu tálm­an á gera, ger­ir og í mik­illi rögg­semd, að svo mik­ið skal hann afl­að hafa í sinni hindr­an, að af þeim stað, er kirkjan reis­ist, skal hann sína fœt­ur hvergi brott hræra, fyrr en must­er­ið er gjört til lykta. Við þess [bls. 706] hátt­ar stríð­yrði svo mik­ils höfð­ingja verð­ur bysk­up ákaf­lega hrædd­ur í svefn­in­um, og þó svo með guðs vilja að hann fær afl að spyrja þeirra hluta, sem hon­um þótti mest þörf á vera. Hann seg­ir svo: “Herra minn sæli, hvar er sá stað­ur í því tak­marki, er Arena kall­ast og yð­ar kirkju­smíði sé til­heyri­leg­ur?” Hinn bless­aði Mikha­el svar­ar: “Nærri því bjargi, er bund­inn grað­ung­ur hef­ir í sín­um kolli, og stend­ur á miðj­um sandi, skaltu reisa mitt must­eri.” Bysk­up spyr þá enn : “Hvað er, herra minn, hvar skal eg af taka við­ur­kvæmi­legt form þessa húss í vídd eða breidd eða hæð að þín­um vilja?” Hinn bless­aði Mikha­el svar­ar: “Áð­ur grað­ung­ur­inn var upp­leidd­ur í klett­inn, gekk hann um­berg­is í hring á sand­in­um, svo vítt sem þú skalt kirkju reisa. Verð­ur þá mjög kringl­ótt, á lík­an hátt og eg smíð­aði í Garg­ano. Vil eg þar láta eft­ir mynda og gera ræf­ur lágt, sem staðn­um til heyr­ir. Lát þér og í hug koma, að grip­ur­inn sé aft­ur gold­inn þeim sem á, síð­an þú hef­ir séð og skil­ið hans fyr­ir­ætl­aða þjón­ustu.” Eft­ir þetta svo tal­að vakn­ar bysk­up bæði feg­inn og ótta­sleg­inn, lof­andi guð og göf­ug­leg­an Mikha­el­em með hymn­um og lof­söngv­um yf­ir þrenn­um þess­um vitr­un­um. Birt­ir hann nú sín­um lýð, hvað hon­um hef­ir sýnt ver­ið af guði og hin­um sæla Mikha­eli, og býð­ur í stað, að hans menn bú­ist sem hvat­leg­ast fram til stað­ar­ins. Tek­ur hann sér til fylgd­ar hina fríð­ustu klerka sinn­ar kirkju, gang­andi fram lít­il­lát­lega með hymn­um og psalm­odia, þeg­ar hann nálæg­ist þann bless­aða stað. Og sem hann kem­ur þar, sér hann öll merki, sem hon­um var ját­að: bjarg og naut bund­ið, fóta­traðk og fá­séna must­er­is reis­ing því­líka. Ger­ir hann nú hvat­lega boð tveim meg­in út í frá yf­ir hvora­tveggju á Siam og Senun­am [helztu vatns­föll á svæð­inu eru nú köll­uð Coues­non, Sée og Sélune], að menn komi að sjá og heyra sann­an guðs vilja. Og sak­ir þess að Mikha­el höf­uð­eng­ill er harla vin­sæll með­al góðra manna, eru þeir bún­ir til mœðu og erf­ið­is, er herra Auð­bert­us vill þeim bjóða. Því hef­ir bysk­up það upp­haf, með­an lið er næst, að hann læt­ur ryðja stað­inn og grafa til grund­vall­ar. En þann tíma sem þeir hyggja að pláss­inu kirkj­unn­ar, standa þar stein­ar tveir jarð­fast­ir í miðju harla stór­ir, er miklu fara hærra en smíð­inu heyrði. Því býð­ur bysk­up, að grafa skal um­berg­is og treysta góð átök, seg­ir að þess­ir stein­ar skulu fara út í grund­völl­inn sjálf­an. Hér þarf eigi langt um. Brot eru til sam­in, treyst er og áknú­ið með allri list og klók­skap, og sitja stein­ar sem áð­ur. Fær bysk­upi þetta mik­ils áhuga, því að starfs­menn fyr­ir leggj­ast og fá [bls. 707] ekki að gjört, hvar fyr­ir mæt­um Mikha­eli er hugs­anda að gera gott ráð fyr­ir, svo að eigi falli verk­ið hon­um til sœmdar.

27. kafli: Nokkur rikur burgeis var í ein­hverju hér­aði svo fjar­lægu brott af Abrinko, að þar höfðu eigi kom­ið þessi fagn­að­ar­tíð­indi, og eigi hafði þar birt­ur ver­ið boð­skap­ur bysk­ups um liðs­afla. Þessi ríki mað­ur hét Baiuno, stór­lega vold­ug­ur og mik­ils hátt­ar upp yf­ir alla sína frænd­ur og hér­aðs­menn. Hann sit­ur í þeim höf­uð­bœ, er Icius heit­ir. Hann átti tólf syni. Voru þeir all­ir stór­ir menn og sterk­ir. Höfðu þeir all­ir sam­an feðg­ar svo sem kon­ungs­vald yf­ir lýðn­um og ná­læg­um hér­uð­um. Því leit­ar sæll Mikha­el þang­að styrks og birt­ist ríka manni á næstu nótt eft­ir, sem Auð­bert­us bysk­up er fyr­ir lagð­ur og hans menn. Hann bless­að­ur tal­ar þá: “Þú ríki Baiuno,” seg­ir hann, “hef­ir mik­ið vald og lán af guði fyr­ir marg­hátt­að eft­ir­læti fjár og frænda­styrks. Því rís upp og tær þitt afl í mína tign, því að eg er Mikha­el höf­uð­eng­ill. Ber þig árla á morg­un fram í liðs­drátt og kom sem fyrst með son­um þín­um og vin­um á fund Auð­berti bysk­ups. Ger það, sem hann býð­ur, því að hann er minn um­boðs­mað­ur.” Eft­ir svo tal­að, vakn­ar ríki mað­ur og ger­ir guði þakk­ir, hef­ir í sömu stund fjöl­menni uppi og fer með öll­um skunda fram til Arenn­am á fund Auð­berti bysk­ups, segj­andi hon­um þá vitr­an, sem nú var les­in. Verð­ur bysk­up har1a feg­inn af þeim hlut, því að nú er fund­inn vott­ur ann­ar yf­ir orð­um og vilja Mikha­el­is. Seg­ir bysk­up Baiun­oni, hvar kom­ið er starfi og sveita þeirra kump­ána í þarf­laust að svo búnu um þrjá daga. Því seg­ir hann, að ríki mað­ur og syn­ir hans skulu gera sína þjón­ustu og veita stein­um átak eft­ir boði Mikha­el­is. Og án dvöl sem þeir koma og prófa stein­ana, eru þeir með guðs vilja svo létt­ir og velti­leg­ir, hvert er lík­ar, sem eigi hefði þeir grjót­leg­an þunga stein­legr­ar nátt­úru. Söng nú all­ur lýð­ur lof Mikha­eli fyr­ir auð­séna misk­unn og stór­merki. Geng­ur nú herra bysk­up glað­ur að verki með sín­um hús­körl­um, skip­andi ýms­ar sýsl­ur sér­hverj­um, sem hann sér bezt bera. Og þann tíma sem grund­völl­ur er graf­inn, fyllt­ur og til bú­inn, svo við út og inn sem bysk­upi þyk­ir hœfa þeirri kirkju­stöðu, er heil­ag­ur Mikha­el hafði hon­um vitr­að, ger­ist enn með nokkr­um hætti efa­semd og ótti í hans góð­fúsa hug­skoti, hvort efn­ið vel þjóni boð­orði Mikha­el­is. Hér yf­ir ótt­ast hann og bið­ur guð styrkt­ar um sína gjörð, ef hon­um lík­ar, að svo standi. Og á næstu nótt birt­ist hon­um sýn þeirri lík, er les­in er forð­um af [bls. 708] Gídeoni, að dögg him­ins sté nið­ur yf­ir ann­an hlut jarð­ar­inn­ar en ann­an eigi, hér með hljóð­ar rödd í bysk­ups­ins eyra svo mæl­andi: “Lát dögg­fall­ið ráða grund­vell­in­um, en þurr­lendi jarð­ar sé vöxt­ur og víð­erni kirkju.” Og eft­ir svo sagt vakn­ar bysk­up ótta­laus í öllu efni og full­ur af fagn­aði, læt­ur reisa til must­er­is þeg­ar á næsta degi, og geng­ur síð­an svo greint með heil­agri fljót­virkni, að bysk­up sér, ef guð lof­ar, að svo er sem gjört. Því hugs­ar hann fram­leið­is, at enn skort­ir mik­ið á, sak­ir þess að það nýja must­eri hef­ir enga heil­aga dóma hins mæta Mikha­el­is. Þyk­ir hon­um það mjög í móti. Og af þessu efni hugs­ar hann dag­lega, þar sem hann sit­ur á því sama bjargi, sem fyrr var greint í sög­unni, því að vel hélt hann hvorn tveggja boð­skap Mikha­el­is, fylgja smíð­inni stað­fast­lega og hvergi brott fara, og það ann­að, sem fyrr var sagt, að hann skyldi grað­ung­inn aft­ur senda sín­um herra. Ber það bjarg vitni, seg­ir sá er sög­una dikt­aði, að Auð­bert­us bysk­up sat á því dag­lega og fyr­ir sagði must­er­is­smíð Mikha­el­is. Því að nærri því sæti, er hann kaus sér í bjarg­inu, stend­ur til ei­lífr­ar minn­ing­ar það sama let­ur, er hann skrif­aði með sín­um fingri í sjálf­um stein­in­um allt eitt og á kröm­um snjó.

28. kafli: Til lofs og dýrðar sinu há­leita nafni birt­ist Mikha­el Abrinc­ensi bysk­upi í fimmta sinni með ít­ar­legri sýn, svo mæl­andi: “Rek brott all­an ekka þíns hjarta, því að eg kann gefa þér heilt ráð að fá mína helga dóma. Gjör tvo brœð­ur guð­hrædda aust­ur á Pul [hér­að­ið Apul­ia á suð­aust­an­verðri Ítal­íu] til kirkju minn­ar í Garg­an­um. Fá þeim góða fylgd, svo að þeir megi vel fara, en eg skal svo um ganga, að þeir fái er­indi það, er þér líki. Ertu því skyld­ari að fagna oss sem bezt öll­um sam­an og ganga út í móti oss þann tíma, er vér kom­um aft­ur úr þess­ari ferð.” Eftir svo greint af guðs vin Mikha­eli, vakn­ar bysk­up og breyt­ir í öllu, sem hon­um var boð­ið, fá­andi brœðr­un­um vænt skip með rösk­um liðs­mönn­um. Fara þeir og fram koma í allri far­sæld, sem þeir mundu kjósa, ganga af skipi og sœkja fjall­ið Garg­an­um, finna kirkju Mikha­el­is og biðja þann sign­aða herra blíðra er­ind­is­loka. Var í þenn­an tíma skip­að­ur einn virðu­leg­ur ábóti fyr­ir þjón­ustu­gjörð á fjalli Mikha­el­is. Tek­ur hann sendi­boð­un­um með öll­um góð­vilja, heyr­andi gjarn­an þeirra er­indi. En sak­ir þess að hann skil­ur brœðr­anna bœn og bysk­ups orð­send­ing ofbjóða því valdi, er Sepont­in­us bysk­up veitti hon­um yfir kirkju, sœk­ir hann heim [bls. 709] sinn herra og tjá­ir hon­um greini­lega, hvað gjörzt hef­ir í vest­ur­álf­unni, og að sendi­boð­ar eru þang­að komn­ir þess er­ind­is að þiggja heil­aga dóma hins sæla Mikha­el­is. Og er bysk­up Sepont­in­us heyr­ir því­lík tíð­indi, offr­ar hann nóg­leg tár og lof al­máttk­um guði, er veita virð­ist mann­leg­um veik­leik hjálp og heil­agt full­tingi fyr­ir bœn og bless­an þeirra sömu, er þjóna eilíf­lega fyr­ir hans veld­is­hring. Eft­ir það er bysk­up og ábóti hafa gjört sitt ráð með til­lög­um Mikha­el­is, fara þeir báð­ir samt upp á fjall­ið og bjóða sendi­mönn­um í kirkju Mikha­el­is að heyra sin er­ind­is­lok. Og að hljóði gefnu, tal­ar því­lík orð bysk­up af Seponto: “Bless­að­ur sé vor herra Jesús Krist­ur Maríu­son, er oss hef­ur sent af vest­ur­álf­unni góð og gleði­leg tíð­indi, að hinn mæt­asti kirkju­drott­inn vor, Mikha­el höf­uð­eng­ill, hef­ir þar kjör­ið sér með sannri birt­ing ann­an virð­ing­ar­stað. Og til heil­agr­ar þeirrar kirkju prýði vilj­um vér gjarn­an alla ást­úð frammi láta, sem hinn bless­aði Mikha­el hef­ir oss boð­ið. Því skulu þeir brœð­ur, sendi­boð­ar Mikha­el­is, þiggja æski­legt er­indi og taka með þeim reliqui­is, er æðst­ar mega finn­ast í fjalli Mikha­el­is, þeim skil­mála með sett­um, að svo sem sami höf­uð­eng­ill himna­rík­is lýsti vorn stað og yð­ar sjálfs síns virð­ing með birt­ing og bless­uð­um kosn­ingi, svo skal milli vorra staða ei­líf­lega standa elsku­band og ást­ríki í sönn­um guði og eink­an­leg­um föð­ur vor­um Mikha­eli.” En er bysk­up hef­ur sín orð til enda gjört, falla sendi­boð­ar fram í lít­il­læti, þakk­andi með hjarta og munni, hversu drott­inn him­ins og jarð­ar gjörði far­sæl­an þeirra veg. Geng­ur þá bysk­up til með guð­leg­um ótta og sníð­ur part af þeim sama rauða dúk, er há­leit­ur Mikha­el hafði með prýtt það sama kirkj­unn­ar alt­ari, er hann smíð­aði, sem fyrr greindi í sög­unni. Hér með legg­ur bysk­up upp­höggv­inn hlut af þeim marmara­steini, er heil­ag­ur Mikha­el stóð á fyr­ir norð­ur­dyr­um, sem fyrr var sagt. Taka sendi­menn þess­ar mæt­ustu gjaf­ir glað­ari en gull, virkt­um varð­veit­andi fram­ar en feg­ursta topaz­ion, en gefa bysk­upi Sepontino og ábóta Mikha­el­is glaða þökk og góð­an dag fyr­ir tígu­lega trakt­er­an sér veitta, ráð­andi síð­an í veg svo vel og giftu­lega, að geng­ur að sólu, koma fram með heilu og höldnu ger­andi orð Abrin­censi bysk­upi, að þeir eru land­fast­ir með sannri far­sæld allra sinna er­inda. Verð­ur bysk­up [bls. 710] þeirri sögu fegn­ari en frá megi segja, því að nú gang­ast góð tíð­indi glöð í móti, og fagn­að­ir kyssa fagn­aði, því að rétt á sama degi er must­er­ið al­gjört í Arena, sem hann fregn­aði heim­komu sendi­boð­anna. Því býð­ur hann í stað, að til hans komi ágæt­ustu menn rík­is­ins bæði kirkju og kúrie að sœma sinni ná­lægð þann há­leita the­saur, er í var kom­inn þeirra land­skap. En hvað má segj­ast af þess­ari fylgd og ferð, er öll hljóð­aði með himna­söng hjart­an­legr­ar cant­ilene móti sæl­um Mikha­eli. All­ar ná­læg­ar álf­ur syngja lof með fagn­aði, flokk­um renn­andi fyr­ir og eft­ir, snauð­ir og sæl­ir, kall­ar og kon­ur, yngri og eldri, all­ir kveikt­ir ein­um eldi að virða, dýrka og lofa þann há­leita höfð­ingja him­neskr­ar her­ferð­ar, er þeim veitti guð­lega for­sjála gjöf til ei­lífra fagn­aða. Ei má grein­ast sú and­leg gleði, er guðs vin­ir þágu á þeim degi, er heil­ag­ir dóm­ar Mikha­el­is bár­ust inn í nýja must­eri, því að alla vega út í frá var kvikt og lif­andi til jar­teina­gjörð­ar í krafti al­mátt­ugs guðs, svo að á sjálf­um veg­in­um tóku sýn xii blind­ir menn, og um­fram ein kona af þeim bœ er Auster­iakus heit­ir. Hún hafði lát­ið með stríð­um augna­verk bæði sín augu, svo að tóm­ir voru augna­stað­irn­ir, að því há­leit­ari yrði heið­ur Mikha­el­is í henn­ar heilsu­bót. Þessi kona var í fylgd með heil­ög­um dóm­um af því hér­aði, er hún átti heima, og jafn­framt sem ferð­in kem­ur öll sam­an nið­ur að slétt­lendi sand­anna, tek­ur kon­an ljós en kast­ar myrkr­um, undr­andi sína nótt hafa brott flú­ið und­an nýj­um degi skærr­ar sýn­ar. Og eigi veitt­ust guð­leg­ar jar­tein­ir fyr­ir dýr­leg­ar gjaf­ir Mikha­el­is að­eins á þeim degi, held­ur skína þar dag­lega bjart­ir geisl­ar krafts og stór­merkja út til beggja handa í lof og dýrð vor­um grœð­ara og hans mæt­asta er­ind­reka, því að jar­teina­rás hef­ir ekk­ert tak­mark í þeim stað, hvar fyr­ir all­ur heim­ur vest­ur­álf­unn­ar flyt­ur og fer til þessa brunns, finn­andi skæra drykki af lífs­keldu Mikha­el­is. Þessi stað­ur er svo heil­ag­ur, að þar fremst ekk­ert ver­ald­legt verk, og þeim ein­um heyr­ir þessi stað­ur, er guði unna og hon­um iðu­lega þjóna. Því flyt­ur þessi stað­ur marg­an mann til ei­lífra fagn­aða, að brenn­andi ást kraft­anna rík­ir þar í must­er­um and­anna. Þessi há­leiti stað­ur fékk nýtt nafn, síð­an hann efld­ist, og er kall­að­ur Tumba. Það þýð­ir að voru máli sem eitt leiði, því að ef langt sér til stað­ar­ins, er því líkt á sitt form, sak­ir þess að lágt er [bls. 711] hús­að, sem fyrr seg­ir, en stað­an hrós­ar eigi sak­ir lág­lend­is. Tvisvar á hverj­um degi læt­ur guð haf­ið vægja og veita góð­fús­um lýð lið­ug­an gang til lofs og dýrð­ar Mikha­eli, en þess í með­al bann­ar sjór­inn alla til­ferð. Verða hans byggð­ir því betri og ná­læg­ari guði sem þær eru heim­in­um fjar­læg­ari og meir frá byrgð­ar hans sukki og ósóma.

            

Huddleston, Gilbert @ The Catholic Encyclopedia (1911)

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (þýzka)

Read Full Post »