Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Jarteinir’ Category

                     

Hálfum mánuði síðar varð sá at­burð­ur þar að hinni sömu ferju og þar, er ferj­an er vön á ánni að vera. Þá var hinn sami mað­ur á ferj­unni sem fyrr var nefnd­ur, er Stein­þór hét. En hann var öl­musu­góð­ur og arm­vit­ug­ur við fá­tœka menn að því öllu, er hann hafði fœri á. Enn voru marg­ir fá­tœk­ir menn við ána og máttu eigi yf­ir kom­ast, af því að ís var á ánni og eigi geng­ur. En skip­inu mátti og eigi við koma. Tók þá að gráta fá­tœk­is­lið­ið, er það mátti eigi sœkja til þess skjóls, er það hafði lengi til spar­azt. Hon­um gekkst þá hug­ur við, ferju­mann­in­um, og kall­aði hann og mælti: “Kost­ið þér og grát­ið eigi,” kvað hann. “Heit­um vér held­ur á hinn sæla Þor­lák bisk­up og syngj­um fimm sinn­um Pater noster til glorie hon­um, og má hann yð­ur þeg­ar láta yf­ir kom­ast, er hann vill.” Síð­an sungu þau. En eft­ir það þá féll nið­ur ís­inn um þvera ána, og litlu breið­ari vök­in en skip­inu mátti róa. Og lá ís­inn síð­an nokk­ur dœg­ur ógeng­ur, bæði upp og nið­ur frá, til vitn­is þess­ar­ar jar­tein­ar, að all­ir mættu sjá, þeir er til komu. Fór þá hver síð­an leið­ar sinn­ar, lof­andi og dýrk­andi Guð al­mátt­ug­an og hinn sæla Þor­lák biskup.

Síðar, sjá 45. kafla. Armvitugur: hjartagóður. Kosta: freista, reyna. Pater noster: Fað­ir­vor­ið. Gloria: dýrð. Ferj­ur voru á Hvítá við Auðs­holt og Iðu, báð­ar skammt frá Skál­holti. Sjá einn­ig Þor­láks sögu yngri, 146. kafla [2002].

Þessi kafli er hluti af Jarteinabók Þorláks biskups frá 1199.

                                  

Auglýsingar

Read Full Post »

                                              

Sá atburður varð í Skálaholti, er mik­ils er verð­ur. Þar fóru menn á ferju­skipi yf­ir á þá, er Hvítá heit­ir. Var sá mað­ur á ferj­unni, er Stein­þór heit­ir, og flutti yfir ána prest þann, er syngja skyldi í þing sín. En fá­tœk­ir menn voru við ána og vildu gjarn­lega í Skála­holt fara, af því að þar var þeim meira skjól en hvar ann­ars stað­ar. En veð­ur var á hvasst og mjög kalt, og var skip­ið soll­ið og freð­ið, en áin var mik­il, og var breitt yf­ir að róa. En ferju­mað­ur var í skinn­brók­um mikl­um og þétt­um. Þeir fóru á skip hin­ir snauðu menn tíu, en ferju­mað­ur hinn ell­efti. En þá kom hinn tólfti mað­ur og sté þeg­ar á skip­ið, er sá kom til, og bar síð­an skip­ið frá landi og á djúp. En þeg­ar er vind­ur kom að, þá fyllti skip­ið, en síð­an sökk nið­ur.

Eft­ir það kom skip­ið upp og svo menn­irn­ir flest­ir lífs, og kom­ust nokkr­ir á kjöl. En flest­ir fengu á hann og báðu hann tœn­að­ar, ferju­mann­inn, og fór þá í kaf allt sam­an, og héldu þeir hon­um niðri, unz Stein­þór komst úr því fat­inu í kafi, er héldu á flest­ir. Eft­ir það kom Stein­þór upp, og hafði hann þá drukk­ið mjög og var þrek­að­ur mjög af kulda, og komst hann þá enn í skip­ið upp og fékk ár­ina, en fullt var skip­ið og mar­aði uppi um stund­ar sak­ir, en fyr­ir var djúp­ið að mest­um hluta. Komu þá upp hjá hon­um menn­irn­ir og flest­ir all­ir ör­end­ir. Vænti hann þá og ekki sér lífs.

En með­an skip­ið mar­aði uppi, hét Stein­þór á Guð og hinn sæla Þor­lák bisk­up til þess, að hann skyldi koma til þess lands, er nær var Skála­holti, og lík hans skyldi finn­ast, þótt hon­um væri ekki lífs auð­ið. Síð­an fór hann nið­ur til grunna og var svo þung­ur í vatn­inu sem stein­ar væru við hann bundn­ir, er skinn­brœk­urn­ar voru full­ar vatns. Hann ætl­aði að vaða í kaf­inu, með­an hann vissi til sín, til þess lands, er hann vildi koma, og lét ár­straum­inn falla á síðu sér. En svo var djúp­ið mik­ið, að það var jafn­skjótt, er hann kom til grunna, og þá var þrot­ið ör­endi hans.

Þá varð fá­kunn­leg­ur hlut­ur. Hann þótt­ist sjá sem hönd manns í kafi, og sóp­aði vatn­inu frá and­liti hans, og tók hann önd í kafi, svo að hann drakk eigi, og fór svo þrisv­ar. Taka vildi hann hönd­um það, er hann þótt­ist sjá, og mátti hann eigi. Eft­ir það tók áin að grynn­ast þar, er hann var kom­inn, og grufl­aði hann til lands og mátti hvorki standa né ganga, þá er hann hitti menn. En þó varð hann heill fárra nótta.

Hið sama kvöld var far­ið eft­ir Stein­þóri og á leit líka. Þá fund­ust lík tveggja mœðgna og í föt­um þeirra silf­ur­sylgja sú, er þær höfðu sagt áð­ur, að þær skyldu fœra Þor­láki bisk­upi. Þessi at­burð­ur gerð­ist á degi ár­tíð­ar Klængs biskups.

Fengu á: héldu sér í. Tænaður: liðsinni. Grunn: botn. Þrjóta ör­endi: þurfa að draga and­ann. Fá­kunn­leg­ur: óal­geng­ur. Dag­ur ár­tíð­ar Klængs: 28. febr­úar er lík­lega dauða­dag­ur þessa bisk­ups, sem and­að­ist ár­ið 1176. Ferj­ur voru á Hvítá við Auðs­holt og Iðu, báð­ar skammt frá Skál­holti. Sjá einn­ig Þor­láks sögu yngri, 145. kafla [2002].

Þessi kafli er hluti af Jarteinabók Þorláks biskups frá 1199.

                       

Read Full Post »

                                          

Þessi var enn önnur kona, er varð fyr­ir miklu meini á þeim hin­um sama vetri, er áð­ur var frá sagt. Sá var ann­ar vet­ur frá því, er upp var tek­inn sanctus dóm­ur hins sæla Þor­láks bisk­ups. Þessi kona gekk úr stofu fimmta dag á milli imbru­daga og jóla­föstu í eld­hús. En er hún laut nið­ur mjög að sýslu þeirri, er hún hafði fram, þá féll úr rjáfri of­an tré mikið og þungt og kom á bak henni, og lamd­ist fyr­ir bæði hrygg­ur­inn og önn­ur bein­in, þar er á kom, og vissi ekk­ert til manna, er menn komu að henni, og var hún bor­in í vað­máli það­an. Hún vissi löng­um ekk­ert hing­að og var hætt með öllu og hvergi hrœr­andi og kol­blátt bak henn­ar allt ná­lega og hjart­sára.

En er svo var kom­ið mætti henn­ar, þá var heit­ið fyr­ir henni á hinn sæla Þor­lák bisk­up með um­ráði góðra kenni­manna, er þar voru við­stadd­ir, að hún skyldi syngja fimm tug­um sinn­um Pater noster til dýrð­ar hin­um sæla Þor­láki bisk­upi, og hafa sung­ið allt áð­ur lið­inn væri messu­dag­ur hins sæla Þor­láks bisk­ups, með full­tingi bú­anda síns og son­ar, ef hún hefði ekki mátt til sjálf.

En drott­ins­dag­inn eft­ir imbru­dag­ana var hún í stofu inni, þá er aðr­ir menn voru að tíð­um úti, með svo litl­um mætti sem áð­ur var frá sagt. Og var inni hjá henni hús­freyja henn­ar og dótt­ir hús­freyj­unn­ar, mær lít­il og ung og var fóstra hinn­ar sjúku konu. En er hún söng slíkt, er hún þótt­ist mega af heit­söng sín­um, þá rann á hana ómeg­ins­höfgi. En þeg­ar er henni höfg­aði, þá þótt­ist hún sjá hinn sæla Þor­lák bisk­up ganga í stof­una í kan­oka­bún­ingi og að þar, er hún hvíldi. Þá mælti hún, hin sjúka kona, í því er hún þótt­ist sjá hann: “Sæl er­um við,” kvað hún, “er þú ert hér kom­inn.” Hún vakn­aði við það, er hún hafði mælt, og þá spyr hún, hús­freyj­an, við hvern hún þótt­ist mæla. “Við Þor­lák bisk­up,” kvað hún. “Hann þótti mér hér kom­inn vera.” Eftir það reis hún upp í rekkj­unni, kon­an, og fœrð­ist á gólf fram og var þá orð­in al­heil, og lof­uðu þeir all­ir Guð og hinn sæla Þor­lák biskup.

Annar: næsti. Sanctus: heilagur. Til manna, hingað: af sér. Hættur: tvísýnn.. Hjart: áherzlu­orð. Pater noster: Fað­ir­vor­ið. Messu­dag­ur Þor­láks: 23. desem­ber. Drott­ins­dag­ur­inn eft­ir imbru­dag­ana: skömmu eft­ir miðj­an desem­ber. Fóstra: fóst­ur­barn. Ómeg­ins­höfgi: mók, yf­ir­lið. Sjá einn­ig Þor­láks sögu hina elztu, 81. kafla [2002], en þar er hús­bóndi hinn­ar slös­uðu konu sagð­ur hafa heit­ið fyr­ir henni.

Þessi kafli er hluti af Jarteinabók Þorláks biskups frá 1199.

                                        

Read Full Post »

                                        

Ein kona hafði van­heilsu mikla. Hún hafði kvið­sull harð­an og hættu­leg­an. Hún reis upp úr rekkju lot­um og vann að nokkr­um hlut til reiðu sér, en var þó auð­skœð og auð­kum­ul í skapi af sínu meini. En hún lá ein­væn á hverj­um hálf­um mán­uði og spjó þá blóði nær full­um munn­laug­um. En er hún hafði þetta mein haft ná­lega þrjá­tíu vet­ur, og var henni sitt mein því óhœg­ara, er leng­ur hafði við leikið.

En er skammt var til messudags hins sæla Þor­láks bisk­ups, þess er um vet­ur­inn er, þá tók hún enn hina sömu mein­semd sem hún átti vanda til, og hafði hún aldrei orð­ið ein­vænni en þá var hún. Kenni­mað­ur stóð yf­ir henni og lagði það ráð til, að hún skyldi heita á hinn sæla Þor­lák bisk­up, og gerði hún svo og hét af öll­um hug til heilsu­bót­ar sér söngv­um og bœna­haldi. En að messu­deg­in­um hins sæla Þor­láks reis hún upp úr rekkju og hafði þeg­ar meiri heilsu þeg­ið af árn­að­ar­orði hins sæla Þor­láks bisk­ups en langa ævi áður. En þó var enn nokk­ur sull­ur í kviði henn­ar. Hún hafð­ist þá löng­um á bœn­um um jól­in og var að kirkju.

En er hún var að kirkju síð um aft­an­inn fyr­ir hinn átta dag í jól­um og var myrkt í kirkj­unni, þá bar fyr­ir hana ljós mik­ið að sjá í söng­hús­ið, svo að hún mátti trautt í gegn sjá, en þó þótt­ist hún sjá mann skrýdd­an í ljós­inu. En frá þeirri stundu mátti eigi kenna í kviði henn­ar þrota, en þó þótt­ist hún kenna mein­semd fyr­ir brjósti nokkra og miklu mið­ur en áður.

En um nóttina fyrir hinn átta dag frá hin­um þrett­ánda, þá bar það fyr­ir hana, að hún þótt­ist sjá Þor­lák bisk­up ganga í svefn­hús­ið og að rekkj­unni, þar er hún hvíldi í. En þá vakn­aði hún og var þá al­heil og svo alla daga síð­an, með­an hún lifði, og svo hœg í skap­höfn­um sín­um, að hún mælti eng­um manni í mein. Þakk­aði hún al­mátt­ug­um Guði heilsu sína og hin­um sæla Þor­láki biskupi.

Lotum: öðru hverju. Reiða: iðja. Auð­skœð­ur: við­kvœm­ur. Auð­kum­all: veik­burða. Ein­vænn: hætt kom­inn. Munn­laug: þvotta­skál. Messu­dag­ur Þor­láks á vetri: 23. desem­ber. Árn­að­ar­orð: fyr­ir­bœn. Átta­dag­ur í jól­um: 1. jan­úar. Söng­hús: kór í kirkju. Mið­ur: síð­ur. Átt­undi dag­ur frá hin­um þrett­ánda: 13. jan­úar (geisla­dag­ur). Með­an hún lifði: frá­sögn­in virð­ist skráð að kon­unni and­aðri, nema auk­ið hafi ver­ið við síð­ar (en eft­ir fram­an­sögðu dó hún ekki úr kvið­sull­in­um). Sjá einn­ig Þor­láks sögu hina elztu, 66. kafla [2002], og Þor­láks sögu yngri, 124. kafla [2002].

Þessi kafli er hluti af Jarteinabók Þorláks biskups frá 1199.

Read Full Post »

                           

Sá var annar viðstaddur við þennan at­burð, er svo var óskyggn, að hann sá trautt fingra sinna skil og var eigi verk­fœr en ná­lega fé­laus. Hon­um fékk mik­ils, er hann heyrði jar­tein­ir hins sæla Þor­láks bisk­ups, og gekk inn í kirkj­una og lagð­ist á kné­beð og bað hinn sæla Þor­lák bisk­up með tár­um, að hann skyldi hon­um nokkra líkn veita. En er hann reis upp af bœn­inni, þá var hann heill, og var þess­ari jar­tein lýst, og lof­uðu menn Guð og hinn sæla Þor­lák biskup.

Þennan atburð, sjá 41. kafla. Óskyggn: sjóndapur, blindur. Sjá einn­ig Þor­láks sögu hina elztu, 59. kafla [2002].

Þessi kafli er hluti af Jarteinabók Þorláks biskups frá 1199.

                                       

Read Full Post »

                            

Á alþingi þessu hinu sama lét Páll bisk­up ráða upp að bœn manna jar­tein­ir hins sæla Þor­láks bisk­ups, þær er hér eru skrif­að­ar á þessa bók. En þar var sá mað­ur við stadd­ur, er svo var dauf­ur, að hann heyrði ekk­ert, nema æpt væri að hon­um. En er jar­tein­ir voru upp sagð­ar, þá heyrði hann jafn­glöggt sem aðr­ir menn, og var hann heill orð­inn síns meins.

Ráða upp: lesa upphátt. Daufur: heyrnarlaus. Sjá einnig Þorláks sögu hina elztu, 59. kafla [2002].

Þessi kafli er hluti af Jarteinabók Þorláks biskups frá 1199.

                                         

Read Full Post »

                                  

Kona hét Halldóra, ung að aldri og gift ein­um ætt­stór­um manni. Hún tók mein­semd mikla, svo að hún gerð­ist kar­ar­mað­ur, og varð henni í rekkju allt að vinna. Hún mátti eigi ganga og trautt sitja og var ná­lega afl­laus í öll­um lið­um, og varð hana að bera ávallt fram eða inn­ar og hvert, er hún skyldi fara. Voru löng­um mikl­ir verk­ir að henni. Féll henni nær allt sam­an, og var henni löng­um skap­þungt. Voru og löng­um í hörð­um hug­um ást­menn henn­ar, er yf­ir henni sátu. Var heit­ið fyr­ir henni mjög drjúgt, og fékkst ekk­ert á nema smá­ró­ar ein­ir og þó skammir.

En er hún hafði í kör leg­ið ná­lega sex miss­eri, þá gerð­ist mönn­um sem tíð­ast um áheit við hinn sæla Þor­lák bisk­up, og var það rætt í hvers manns hý­býl­um cotidie at segja frá hans jar­tein­um og heil­ag­leika. Þá tók ein­hver mað­ur til orða um aft­an, er slíkt var hjal­að, og mælti svo: “Þá þœtti mér nú mik­ils um vert af jar­teina­krafti Þor­láks bisk­ups, ef hann léti Hall­dóru verða heila, er sex miss­eri hef­ur í kör leg­ið.” En marg­ir tóku und­ir, að hann myndi það af Guði geta, ef hann vildi. En þessi at­burð­ur var í Vest­manna­eyjum.

Þá bar það síðan fyrir einhverja hús­freyju um nótt þar í eyj­un­um, rétt­orða, að henni þótti sem mað­ur kœmi að sér í svartri kápu, og þótt­ist hún vita, að hinn sæli Þor­lák­ur bisk­up var. Hann mælti við hana fyrri: “Þyk­ir yð­ur ekki sýnt, hvort eg mun geta að Guði, að Hall­dóra verði heil?” Hún svar­ar: “Öll­um þyk­ir það sýnt, herra minn,” dixit hún. Hinn sæli bisk­up mælti: “Fás þyk­ir mér í leit­að. Farðu og seg henni þessa vitr­un og mæl við hana, að hún fari í Skála­holt, ef hún vill heilsu geta, en eg mun fara fyr­ir henni og greiða far­lengd henn­ar.” Síð­an vakn­aði hún, hús­freyj­an, og fór að segja hinni sjúku vitr­un þessa.

En þá er leiði gaf úr eyjun­um, þá fór hún ut­an, og var hún síð­an í bör­um bor­in í Skála­holt, og fylgdi henni móð­ir henn­ar og bú­andi. En þeg­ar er hún sá kirkj­una í Skála­holti, þá þótti henni sér þeg­ar hug­létt­ara verða, en áð­ur hefði orð­ið né einu sinni í henn­ar mein­semd. Hún kom þar nokkr­um nótt­um fyr­ir kirkju­dag, og þótti henni nokk­ur skái á hverju dœgri verða á sín­um mætti allt til kirkju­dags­ins. En þar var þá fjöl­menni mik­ið, og hafði Páll bisk­up í for­mæli sínu, að menn skyldu biðja fyr­ir henni, að hún árn­aði það í sinni þang­að­komu, sem henni var mest fýsn að þiggja, en hin­um sæla bisk­upi til dýrð­ar­auka en allri al­þýðu til trú­bót­ar. En hinn næsta dag eft­ir, þá gekk hún til alt­ar­is, og varði fing­ur­gulli, og reið síð­an fá­um nótt­um síð­ar til al­þing­is og var þar sýnd öll­um þing­heimi al­heil. Og lýsti þess­ari jar­tein Karl ábóti, og lof­uðu all­ir Guð, er slíka hluti veit­ir fyr­ir þjón sinn, Þor­lák biskup.

Harður: erfiður. Smárói: stutt hvíld. Cotidie: dag­lega. Geta: öðl­ast. Dixit: sagði. Far­lengd: ferða­lag. Leiði: byr. Né einu sinni: aldrei. Kirkju­dag­ur: vígslu­dag­ur kirkju (hér 15. júní). Skái: bati. Varði í sam­heng­inu: galt áheit sitt með. Karl Jóns­son ábóti á Þing­eyrum.Trygve Holmøy hjá Ulle­vål sjúkra­hús­inu í Osló benti á, að mein­semd Hall­dóru lík­ist multiple scler­osis (MS), þótt ekki séu efni til að greina hana með vissu. Sjá einn­ig Þor­láks sögu yngri, 118. kafla [2002].

Þessi kafli er hluti af Jarteinabók Þorláks biskups frá 1199.

                                     

Read Full Post »

Older Posts »