Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Saint John Chrysostom Patriarch Constantinople’

Ioannes Chrysostomus

Algengast mun að álíta heilagan Jóhann­es fœdd­an ár­ið 347, sem er reikn­að ár­tal en ekki full­víst, og nokkr­um ár­um skakk­ar að áliti sumra höf­unda. Hann ólst upp í stór­borg­inni Antiochia ad Oront­em (nú Antakya í Tyrk­landi suð­aust­an­verðu). Þeg­ar Jó­hann­es var ung­barn, dó fað­ir hans, her­for­ing­inn Secund­us, en ekkj­an Anthusa ól son þeirra upp í krist­inni trú og kom hon­um til mennta.

Jóhannes náði meðal annars glæsilegum árangri í mælsku­list (við­ur­nefn­ið Chryso­stom­os þýð­ir gull­munn­ur), og hann hugð­ist í fyrstu leggja fyrir sig lög­vís­indi. Krist­in­dóm­ur varð þó yf­ir­sterk­ari. Hann hóf að læra guð­frœði og munka­lifn­að hjá Dio­dor­osi, sem þá kenndi í Anti­okkíu en síð­ar varð bisk­up í Tars­us. Jó­hann­es lét ekki skír­ast fyrr en á þrí­tugs­aldri, sem þá var al­gengt, hjá heil­ög­um Melet­iusi bisk­upi (d. 381), sem hafði djúp áhrif á hann. Ná­lægt ár­inu 375 varð hann ana­gnost­es í söfn­uð­in­um, sem merk­ir les­ari. Þeirri þjón­ustu fylgdi bæði helgi­hald og trú­frœðsla. Skömmu síð­ar dó móð­ir Jó­hann­es­ar, sem hann hafði lit­ið til með. Hann varð sjálfs sín herra, hélt til fjalla og lifði í sex ár sem mein­læta­mað­ur. Fyrstu fjög­ur ár­in naut hann leið­sagn­ar hjá göml­um, sýr­lenzk­um munki en var næstu tvö ár ein­setu­mað­ur í helli. Hann flutt­ist aft­ur til Anti­okkíu ár­ið 381, því að heilsu hans var far­ið að hraka, og sama ár vígði Mel­et­ius hann til djákna. Því starfi gegndi hann í fimm ár, og þá var Flavian­us orð­inn bisk­up í borg­inni. Reynd­ar var söfn­uð­ur­inn á dög­um þess­ara bisk­upa klof­inn: Aríus­ar­villa var út­breidd, sum­ir vildu feta með­al­veg varð­andi hana, aðr­ir halda fast við hreina trú sam­kvæmt Nikeu­játn­ing­unni frá 325, og fleiri menn voru bisk­up­ar kall­að­ir (sjá hér og hér).

Flavianus vígði Jóhannes til prests ár­ið 386, og næstu tólf ár að­stoð­aði hann bisk­up­inn, eink­um með því að taka að sér pré­dik­an­ir, en starf­aði ann­ars mest við að rétta fá­tœk­um hjálp­ar­hönd og ekki sízt rann­­saka ritn­­ing­­arn­­ar. Því að hann lang­aði til að skýra út all­ar þess­ar bœk­ur á svo al­þýð­leg­an hátt, að all­ir gætu skil­ið þær bók­staf­lega og haft gagn af þeim í dag­legu lífi. Ár­ið 387 gaus upp mik­il óánægja með skatta, sem Theo­dos­ius I. keis­ari hafði lagt á, og stytt­ur af hon­um og fjöl­skyldu hans voru brotn­ar. Þá flutti Jó­hann­es 21 pré­dik­un, til að stilla til frið­ar, og eru þær nefnd­ar De stat­uis ad pop­ul­um Anti­ochenum. Smám sam­an varð hann víð­kunn­ur sem prédikari.

Nektarius patríarki í Konstantínópel dó 397. Þá var Arcad­ius keis­ari (d. 408), og hann gerði Jó­hann­esi orð, að hann skyldi taka við embætt­inu. Þessi keis­ari þótti eng­inn skör­ung­ur. Í hans tíð réðu miklu kona hans, Aelia Eudoxia (d. 404), geld­ing­ur­inn Eutrop­ius (d. 399) og síð­ar her­for­ing­inn Anthem­ius. Jó­hann­es var ófús að þiggja patrí­arka­dœm­ið, en hon­um tjó­aði ekki að neita. Theo­phil­us patrí­arki í Alex­andríu (d. 412), sem sjálf­ur vildi hafa meira að segja um ráð­stöf­un á þess­ari veg­semd, vígði hann ófús 26. febr­úar 398.

Heilagur Jóhannes hófst handa í eigin ranni og skar vægð­ar­laust nið­ur eyðslu­semi og veizlu­höld á veg­um patrí­arka­dœm­is­ins og pre­láta en not­aði pen­ing­ana í þágu hinna snauðu, með­al ann­ars til að stofna spít­ala fyr­ir fá­tœkt fólk og að­komu­menn. Hann lifði spart og gagn­rýndi mjög óhófs­lifn­að, ekki sízt fram­ferði kven­fólks við hirð­ina, sem Eudox­ia keis­ara­ynja tók til sín, og þar eign­að­ist patrí­ark­inn hættu­leg­an óvin. Hann krafð­ist einn­ig sið­bót­ar af prest­um, sem sum­ir misstu kjól og kall og undu því illa. Gain­as hét got­neski her­stjór­inn í Kon­stant­ínópel (d. 400), og Jó­hann­es veitt­ist að ráðs­mennsku hans, auk þess sem mað­ur­inn var hall­ur und­ir trú­vill­ing­inn Aríus (d. 336). Þau Eudox­ia gerðu banda­lag gegn Eutrop­iusi og fengu velt hon­um úr valda­stóli. Jó­hann­es tal­aði máli hans (sjá hér og hér), og ávann hon­um gálga­frest, en senn var geld­ing­ur þessi líf­lát­inn, þótt sam­verka­mönn­um hans væri þyrmt. Theo­phil­us í Alex­andríu hafði snú­izt gegn fjór­um munk­um fyr­ir að styðja kenn­ing­ar Origen­es­ar (d. 254). Þeir flúðu ár­ið 402 á náð­ir Jó­hann­es­ar, sem tók við þeim, og það spillti enn sam­bandi patrí­arkanna.

Jóhannes Chrysostomos eignaðist þann­ig á fá­um ár­um valda­mikla óvild­ar­menn. Sum­ir kalla hann kjark­mik­inn en aðr­ir ófor­sjál­an, en hann gleymdi að minnsta kosti ekki hug­sjón­um sín­um. Eudox­ia drottn­ing og Theo­phil­us patrí­arki snéru nú bök­um sam­an: Hann var ár­ið 403 kvadd­ur til Kon­stant­ínópel, til að fjalla um mál munk­anna fjög­urra. Hann kom ekki fá­menn­ur, eins og til hafði tal­azt, held­ur hafði með sér 29 bisk­upa, sem all­ir voru hon­um hlið­holl­ir. Og frek­ar en að ræða um munk­ana, efndu þess­ir bisk­up­ar til þings og tóku til úr­skurð­ar ótal kær­ur á Jó­hann­es patrí­arka, og þykja fæst­ar þeirra vel grund­að­ar. Hann neit­aði að við­ur­kenna þessa sam­komu, og stefndi til sín enn fleiri bisk­up­um úr ná­læg­um héruð­um. Drottn­ing og Theo­phil­us höfðu hins veg­ar plœgt svo vel jarð­veg­inn við hirð­ina, að Arcad­ius keis­ari féllst að lok­um á þau álykt­ar­orð að­komu­bisk­up­anna, að Jó­hann­esi væri vik­ið úr embætti. Hann gaf sig á vald her­mönn­um, sem flytja áttu hann í út­legð. Ella stefndi í blóðs­út­hell­ing­ar, því að al­þýða fólks studdi hann. En á þeirri nóttu varð jarð­skjálfti, sem drottn­ing leit á sem tákn um reiði Guðs. Hún fékk því mann sinn til að kalla Jó­hann­es heim, en Theo­phil­us hvarf á braut í skynd­ingu. Frá þess­ari af­setn­ingu og gerð­um hins síð­ar­nefnda seg­ir víða, með­al ann­ars í bréfi frá Jó­hann­esi til heil­ags Inno­cent­ius­ar páfa (d. 417), sem bar til­ætl­að­an árangur.

Brátt urðu greinir með drottningu og Jóhann­esi, sem ekki brást frek­ar en endra­nær þeirri skyldu að vanda um við háa sem lága. Ár­ið 404 sendi keis­ar­inn hann aft­ur í út­legð og valdi hon­um stað aust­ur í Kákasus­fjöll­um. En mál­efni patrí­ark­ans gleymd­ust ekki. Arsac­ius hafði ver­ið skip­að­ur í hans stað ár­ið 404, rosk­inn mað­ur og bróð­ir Nektar­ius­ar sál­uga patr­íarka, en hann fékk óblíð­ar við­tök­ur hjá mörg­um og dó haust­ið 405. Eft­ir fjög­urra mán­aða þóf, tók Atticus við af hon­um á út­mán­uð­um 406 og þótti vera grimm­ur and­stœð­ing­um sín­um. Lít­ill frið­ur var lengi um það bisk­ups­kjör, og þó sat hann tvo ára­tugi á stóli sín­um. Páf­­inn og Honor­­ius keis­­ari í vest­­ur­­hluta rík­­is­­ins gerðu ár­­ið 405 út sendi­nefnd, til að krefja Arcad­ius keisara um leið­rétt­ingu á máli Jó­hann­es­ar, en hún fékk ekki að ljúka er­indi sínu. Sam­skipti kirkj­unn­ar í Róm við Theo­phil­us í Alex­andríu urðu einn­ig mjög erf­ið. Jó­hann­es undi illa hlut sín­um og sendi úr út­legð­inni fjöl­mörg bréf, með­al ann­ars til hefð­ar­fólks í rík­inu. Þess vegna var ákveð­ið að flytja hann enn lengra burtu, til Abkhaz­íu við Svarta­haf. Ferða­lag­ið var erf­itt, og her­menn ráku hann vægð­ar­laust áfram. Á leið­inni ör­magn­að­ist hann og komst aldrei á leið­ar­enda. Þeg­ar séð varð, til hvers dró, var hon­um þó kom­ið til kirkju, svo að hann gæti með­tek­ið sakra­ment­ið. Síð­ustu orð hans voru δόξα τῷ θεῷ πάντων ἕνεκεν: Guði sé lof fyr­ir allt.

Heilagur Jóhannes dó í borg­inni Comana Pontica á kross­messu 14. septem­ber. Svo að messa hans falli ekki í skugg­ann af þeirri há­tíð, er hún í róm­versk-kaþólsku kirkj­unni sung­in 13. septem­ber (á fyrri tíð hins veg­ar 27. jan­úar, því að þann dag kom Procl­us bisk­up með helg­an dóm hans til Kon­stant­ínópel, eft­ir að patrí­ark­inn hafði leg­ið á 35. ár í gröf sinni, sjá 45. kafla í VII. bók hjá Socratesi). Inno­cent­ius páfi hafði ár­ið 414 veitt hon­um fulla upp­reisn. Frá 438 var helgi patrí­ark­ans op­in­ber­lega við­ur­kennd, og á al­menna kirkju­þing­inu í Chal­cedon 451 var hann tal­inn til kirkju­feðra, en 1568 út­nefndi heil­ag­ur Pius V. páfi hann sem kirkju­frœð­ara. Í orþó­dox­um kirkj­um er helzti messu­dag­ur Jó­hann­es­ar 13. nóvem­ber. Í Martyro­log­ium Roman­um stend­ur við 14. septem­ber: “Apud Coman­am, in Ponto, natalis sancti Ioannis, Episcopi Con­stant­inopolit­ani, Con­fessor­is et Ecclesiæ Doctor­is, propter aureum elo­quentiæ flumen cogno­mento Chrysostomi; qui, ab inimicorum factione in exsil­ium eiect­us, et, cum e sancti Inno­centii Primi, Summi Pontificis, decreto inde re­vocaretur, in itinere, a custodi­enti­bus militi­bus multa mala per­pessus, animam Deo reddidit. Eius autem festivitas sexto Kalendas Februarii celebrat­ur, quo die sacrum ipsius corpus a Theo­dosio iuniore Con­stant­ino­polim fuit translat­um. Hunc vero præ­clar­issim­um divini verbi præ­conem Pius Papa Decimus cælestem Orat­or­um sacror­um Patron­um de­claravit atque constituit.” Helg­ur dóm­ur patrí­ark­ans var flutt­ur frá Kon­stant­ínóp­el til Róm­ar á veg­um kross­fara ár­ið 1204, en Jó­hann­es Páll II. páfi skil­aði hon­um 27. nóvem­ber 2004. Það tog­að­ist á, að hinn heil­agi mað­ur hafði sjálf­ur ósk­að sér þess að mega hvíla nærri Pétri post­ula, en í aust­ur­kirkj­um voru hin­ir fornu beina­flutn­ing­ar ætíð illa rœmd­ir. Höf­uð Jó­hann­es­ar er nú varð­veitt í klaustr­inu Vatopedi á Athos­skaga í Grikk­landi norð­aust­an­verðu. Þar verða jar­teinir.

Skiptar skoðanir eru um, hvort telja eigi heil­ag­an Jó­hann­es hafa ver­ið písl­ar­vott. Harð­neskju­leg með­ferð dró hann að sönnu til dauða, eins og trú­lega var fyr­ir­sjá­an­legt, en hann var ekki dœmd­ur dauða­sek­ur eða tek­inn af lífi. Í róm­versk-kaþólsku kirkj­unni er ekki lit­ið á hann sem písl­ar­vott, frek­ar en aðra kirkju­frœð­ara, sem varð­ar helgi­siði á messu­dög­um hins heil­aga fólks. En mikl­ar písl­ir fékk hann að bera, og það kem­ur skýrt fram í fram­an­skráðri til­vitn­un í Martyro­log­ium Rom­anum.

Heilagur Jóhannes skýrði skipulega út með pré­dik­un­um marg­ar bœk­ur úr Bibl­íunni, vers fyr­ir vers, sem hef­ur varð­veitzt vel. Með­al hinna helztu má nefna: Fyrsta Móse­bók (67 lestrar), Sálm­arn­ir (59), Matt­eus­ar­guð­spjall (90; krœkj­urn­ar hér vísa til út­gáfu á ensku hjá New Ad­vent), Jó­hann­es­ar­guð­spjall (88), Post­ula­sag­an (55), Róm­verja­bréf­ið (32), Fyrra Kor­intu­bréf (44+1), Síð­ara Kor­intu­bréf (30), Gal­ata­bréf­ið (6), Efes­us­bréf­ið (24+1), Fil­ippí­bréf­ið (15+1), Kól­ossu­bréf­ið (12), Fyrra Þessa­lon­íku­bréf (11), Síð­ara Þessa­lon­íku­bréf (5), Fyrra Tímó­teus­ar­bréf (18+1), Síð­ara Tímó­teus­ar­bréf (10), Tít­us­ar­bréf­ið (6), Fíle­mons­bréf­ið (3+1) og Hebr­ea­bréfið (34+1). Rit­ar­ar skrif­uðu nið­ur eft­ir hon­um, frek­ar en þetta sé af hans hálfu skráð fram­setn­ing. Merk eru einn­ig skrif hans um prests­dóm (6 bœkur), og hann hvatti fólk til að efla munk­lífi en varna ung­um mönn­um ekki að feta þá braut. Þá samdi hann merki­lega helgi­siði. Reynd­ar er flest frá hendi patrí­ark­ans heil­næmt og oft­ast sígilt, en hvöss um­mæli hans um Gyð­inga hafa stund­um ver­ið tek­in úr sínu sögu­lega sam­hengi.

Verk heilags Jóhannesar er meðal ann­ars að finna hér: i) bibliotheque-monastique.ch, ii) Christian Classics Ethereal Library (Nicene and Post-­Nicene Fathers, Series I, Volumes IX-­XIV), iii) Docu­menta Catholica Omnia, iv) New Ad­vent, v) Wiki­source (enska).

Hjón nokkur í Konstantínópel voru áhangend­ur trú­vill­ings­ins Mace­don­ius­ar. Svo vildi til, að mað­ur­inn varð áheyr­andi að því, þeg­ar heil­ag­ur Jó­hann­es út­list­aði guð­dóm­inn, og iðr­að­ist hann nú villu sinn­ar. En það vildi kon­an ekki gera. Þá verð ég að skilja við þig, sagði mað­ur­inn, og hún lét loks und­an. Það var þó að­eins í orði kveðnu. Fljót­lega þurfti hún að fara í messu hjá Jó­hann­esi, hafði vinnu­konu sína með og lét hana við alt­ar­is­göng­una lauma brauð­­bita í lófa sér, til að kom­­ast hjá að með­taka sakra­ment­ið, en reyndi jafn­framt að vera sem und­ir­leit­ust, svo að svik­anna yrði ekki vart. Nú stakk hún hinu óhelg­aða brauði upp í sig og beit í, en þá var það orð­ið að steini. Kon­an varð skelf­ingu lost­in og ját­aði synd sína grát­andi. Steinn­inn var und­ar­leg­ur á lit­inn og í hon­um tanna­för. Ef þú ekki trú­ir þessu, get­urðu sjálf­ur skoð­að hann í dóm­kirkj­unni, skráði Sozo­men­us í 5. kafla 8. bók­ar af kirkju­sögu sinni, en sú bók er mik­il­vœg heim­ild um Jó­hann­es Krysostom­us, höf­und­ur fœdd­ur ná­lægt ár­inu 400 og mátti hafa góða frá­sögn. Theo­dor­et­us (d. um 457) rit­aði einn­ig um patrí­ark­ann í 5. bók af sinni kirkjusögu. Pallad­ius bisk­up (f. um 363) er enn einn höf­und­ur­inn, sem sagði frá hon­um, og það er bita­stœð­asta bókin.

    

    

Albert, Paul (1858)

Ameringer, Thomas Edward (1921)

Anderson, Galusha (1903)

Scudo SDB, Mario @ Santi, beati e testimoni

Baur, Chrysostom OSB (1907)

Baur, Chrysostom OSB @ The Catholic Encyclopedia (1910)

Behr, Fr. John @ St. Vladimir’s Theological Seminary

Benedictus PP. XVI (bréf 10. ágúst 2007)

Benedictus PP. XVI (ávarp 19. september 2007)

Benedictus PP. XVI (ávarp 26. september 2007)

Bergier, Jean Baptiste (1856)

Borovoi, Vitali erkiprestur í Moskvu (prédikun 9. febrúar 1977)

Bradshaw, David @ University of Kentucky

Bradshaw, Rob @ Early Church

Catholic Information Network

Catholic Online

Chase, Frederic Henry (1887)

Coptic Orthodox Church Network

Eglise Catholique en France

Ford, David @ St. Tikhon’s Orthodox Theological Seminary

Gennadius Scholasticus (5. öld; 30. kafli)

Heiligen-3s

Hemphill, Wesley Lynn (1916)

Johnson, Edwin (1873)

Kathpedia

Kiefer, James @ The Society of Archbishop Justus

Kohler & Ginzberg @ The Jewish Encyclopedia

Martin, Étienne (1860, 1. bindi)

Martin, Étienne (1860, 2. bindi)

Neander, August (1822, 2. bindi)

Neander, August (1832, 1. bindi endurskoðað)

Newman, John Henry (1873)

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Ohleyer, Leo Joseph (1921)

Orthodox Church in America

Orthodox Wiki

Perthes, Friedrich Matthaeus (ensk þýðing frá 1854)

Puech, Aimé (4. útgáfa 1905)

Pullan, Leighton (1921)

Schaff, Philip (1891)

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Stephens, William Richard Wood (1872)

Store norske leksikon

Thierry, Amédée (1872)

Walter, William Joseph (1842)

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Willey, John Heston (1906)

Ökumenisches Heiligenlexikon

   

Read Full Post »