Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Meyjar’ Category

 

Dominica mey og píslarvottur fæddist í bænum Tropea í héraðinu Calabria syðst á Ítalíu. Hún lenti í ofsóknum Diocletianusar keisara gegn kristnu fólki og var ófáanleg til að afneita trú sinni. Hún var því dæmd til að verða kastað fyrir ljónin. En þau gerðu stúlkunni ekkert mein, svo að hún var hálshöggvin. Messudagur hennar er 6. júlí.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

 

Auglýsingar

Read Full Post »

 

Maria Teresa Goretti fæddist í bænum Corinaldo í héraðinu Ancona á Ítalíu. Foreldrar hennar voru fátækt fólk. Faðir Mariu dó úr malaríu árið 1900. Fjölskyldan fluttist til Nettuno sunnan við Róm. Það kom nú í hlut Maríu að hugsa um heimilið og yngri systkini sín meðan móðir þeirra vann fyrir þeim. Piltur um tvítugt lagði hug á Maríu, sem ekki vildi þýðast hann. Hann reyndi þá árangurslaust að nauðga henni og stakk hana loks 14 sinnum með sýl. Hún dó af sárum sínum næsta dag, 6. júlí, sem er messudagur hennar, og hafði þá fyrirgefið banamanni sínum. Hún er álitin píslarvottur, því að hún vildi frekar láta lífið en syndga með piltinum. Pius páfi XII. tók Maríu í helgra manna tölu sumarið 1950.

 

Catholic News Agency

Catholic Online

EWTN

Franciscan Media

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Pilgrimage of Mercy

Pray More Novenas

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

 

Marie-Élisabeth Catez fæddist í Avord í héraðinu Cher í Mið-Frakklandi en ólst upp í Dijon í héraðinu Côte-d’Or í Austur-Frakklandi. Hún gekk 1901 í reglu hinna berfættu Karmelnunna í Dijon og tók sér nafnið Élisabeth af hinni alhelgu Þrenningu. Hún ritaði um andleg efni. Undir það síðasta kallaði hún sig Laudem Gloriae. Hún var tekin í tölu blessaðra 1984 og í tölu heilagra 2016. Messudagur hennar er 8. nóvember.

 

Catholic News Agency

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

St. Jósefskirkja í Hafnarfirði

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

 

 

Petronilla var rómversk mey og píslarvottur. Messudagur hennar er 31. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

Jeanne fæddist í þorpinu Domrémy í norðaustanverðu Frakklandi, þegar hundrað ára stríðið stóð yfir á milli Frakka og Englendina, og hallaði þá á Frakka. Hún er oft kölluð la Pucelle d’Orléans eða mærin frá Orléans. Frá árinu 1425 vitjuðu Jóhönnu þau heilagur Mikjáll erkiengill, heilög Katrín frá Alexandríu og heilög Margrét frá Antiokkíu. Þau sögðu stúlkunni að frelsa Frakkland og halda fyrst á fund franska krónprinsins, sem þá dvaldist í Chinon. Þangað kom hún 1429, og frásögn hennar var trúað. Englendingar sátu þá um borgina Orléans, og þangað hélt Jóhanna með þann liðsafla, sem henni var fenginn, og tókst Frökkum að rjúfa umsátrið. Síðan fylgdu margir bardagar, sem lyktaði á sama veg. Konungar Frakklands voru jafnan krýndir í Rheims, sem einnig gafst upp fyrir her krónprinsins. Hann var krýndur þar 17. júlí 1429 og fékk konungsnafnið Karl VII. Hann bauð Jóhönnu að velja sér sigurlaun, og hún óskaði þess að heimahérað hennar yrði ævinlega skattlaust, því að það kæmi bændunum bezt, og það gekk eftir þar til í frönsku byltingunni.

Hinn 23. maí 1430 féll Jóhanna í hendur liðsmanna Filippusar hertoga góða af Bourgogne, sem geymdi hana í járnbúri með hlekki um háls, hendur og fætur, unz hann seldi Englendingum hana 21. nóvember 1431 fyrir 6.000 franka. Hún var ákærð fyrir galdra og trúvillu. Réttargangurinn var ekki vandaður, framburður til dæmis falsaður. Pierre Chauchon franskur biskup en stuðningsmaður Englendinga átti mikinn hlut í réttarhöldunum gegn Jóhönnu. Hún var sakfelld og brennd á báli á torgi í Rouen 30. maí 1431, sem er messudagur hennar. Síðan var ruslað í öskunni, til að finna bein og aðrar líkamsleifar, og þær brenndar aftur og í þriðja sinn, áður en öskunni var fleygt í Signu.

Callixtus páfi III. tók mál Jóhönnu upp aftur 1455 og kvaddi til þrjá biskupa og hóp guðfræðinga, sem fóru vandlega yfir öll málskjöl, sýknuðu stúlkuna og kölluðu hana píslarvott. Sami páfi bannfærði Chauchon biskup árið 1457 sem trúvilling, þótt hann væri dauður. Jóhanna var tekin í tölu blessaðra árið 1909 og í tölu dýrlinga 1920. Hún er einn af verndardýrlingum Frakklands.

 

Catholic Online

Catholic Saints

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (þýzka)

Williamson: Joan of Arc Archive

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

Read Full Post »

 

Þessi kona hét upphaflega Caterina di Geri de’Pazzi, og hún fæddist í borginni Firenze í héraðinu Toscana á Ítalíu. Hún var komin af efnuðu og hátt settu fólki. Þegar hún var tíu ára og meðtók í fyrsta sinn evkaristíuna, vann hún það heit að varðveita alla ævi jómfrúrdóm sinn. Hún var sem 14 ára send í klausturskóla, og sem 16 ára ákvað hún að gerast nunna. Hún valdi ströngustu nunnuregluna, sem um var að ræða: Ordo Sororum Carmelitarum [OCarm], og fékk í árslok 1582 inngöngu í klaustrið Santa Maria degl’Angeli í heimaborg sinni. Þá tók hún sér nafnið María Magdalena. Hún fékk lengst ævi miklar og margar vitranir, sem segir frá í langri bók hennar, sem heitir Contemplazioni. Messudagur hennar er 25. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

Read Full Post »

 

Magdalena di Canossa [ættarnafn] var fædd í Verona á Ítalíu. Hún byrjaði snemma að hjálpa sjúkum, fátækum og öldruðum og segja börnum frá Guði. Hún stofnaði systrareglu, sem starfrækir marga skóla og tengist prestareglu, sem einnig fæst við barnafræðslu. Messudagur heilagrar Magdalenu er 8. maí.

 

Catholic Saints

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

Older Posts »