Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Meyjar’ Category

                        

Mynd:S rosalia.jpg

                          

Rosalia mey er verndardýrlingur í heimaborg sinni, Palermo á Sikiley. Hún var góðrar ættar, fékk ung löngun til að helga sig kristinni trú og gerðist einsetukona, ef til vill nunna af reglu heilags Basilíusar. Helgisaga greinir, að tveir englar hafi fylgt henni að helli uppi á Monte Pellegrino, og þar hafi hún sezt að en dáið 4. september 1165. Sums staðar er ártalið haft 1166.

Árið 1624 geysaði drepsótt í Palermo, og þá á Rosalia að hafa birst veikri konu, sagt henni frá hellinum og ráðlagt að sækja líkamsleifar sínar og bera þær í helgigöngu inn í Palermo. Það var gert, og drepsóttin rénaði. Urbanus páfi VIII. lýsti árið 1630 yfir helgi þessarar meyjar. Messudagar hennar eru 15. júlí og 4. september.

                       

Borrelli, Antonio @ Santi, beati e testimoni

Odden, séra Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (íslenzka)

Auglýsingar

Read Full Post »

    

Agnes (Onorio Marinari, 17. öld)

    

Gröf heilagrar Agnesar

    

Messudagur Agnesar er 21. janúar, til minn­ing­ar um dauða henn­ar (en einn­ig hef­ur henn­ar ver­ið minnzt 28. jan­úar). Í Martyro­logium Rom­anum stendur: “Romæ passio sanctæ Agnetis, Virginis et Martyris; quæ, sub Præ­fecto Urbis Symphronio, ignibus iniecta, sed iis per orationem eius exstinctis, gladio per­cussa est. De ea beatus Hiero­nymus hæc scribit: Omnium gentium litteris atque linguis, præcipue in Ecclesiis, Agnetis vita laudata est; quæ et ætatem vicit et tyrannum, et titulum castitatis martyrio consecravit.” Þor­lák­ur helgi bauð að halda heil­agt Agn­es­ardag.

Samkvæmt Rómarrétti mátti ekki líf­láta hrein­ar meyj­ar, og varla hef­ur mörg­um þótt fínt að fara í kring­um þau lög með því að flytja heil­aga Agn­esi í vænd­is­hús, af því hún vildi ekki láta að vilja ungs yf­ir­stétt­ar­manns. Blóð písl­ar­vott­anna er fræ­korn kristn­inn­ar, sagði Tertull­ian­us, og á vel við þessa stúlku. Nafn henn­ar mun kom­ið úr grísku og merkja hrein­líf, óflekk­uð eða heil­ög. En það lík­ist latn­eska orð­inu agnus, sem þýð­ir lamb (sbr. Jh 1.29, 36), og það er helzta tákn Agn­es­ar, ásamt pálma­grein písl­ar­vott­anna. Á messu­degi henn­ar taka munk­ar úr Abbatia trium fontium ad Aquas Salvias tvö óað­finn­an­leg lömb og fœra þau til basi­lík­unn­ar Sant’­Agnese fuori le mura, en þar er gröf Agn­es­ar (sjá mynd). Í kirkj­unni eru lömb­in bless­uð, sem páf­inn ger­ir venju­lega sjálf­ur, en síð­an rú­in á skír­dag. Ull­ina fá nunn­ur úr klaustri heil­agr­ar Sess­elju í Traste­vere, og úr henni eru of­in pall­íum, sem lát­in eru liggja á alt­ari í Pét­urs­kirkj­unni að­fara­nótt Pét­urs­messu og Páls, 29. júní, en síð­an af­hent nýj­um erki­bisk­up­um í morg­un­mess­unni (sjá hér, 3,3 GB). Önn­ur höf­uð­kirkja heil­agr­ar Agn­es­ar heit­ir Sant’­Agnese in Agone. Á þeim stað leið hún písl­ar­vætt­ið. Forn­ar heim­ild­ir um hana eru all­marg­ar (Ambrosius, Aug­ust­in­us, Dam­as­us, Hiero­nym­us, Prud­ent­ius), og kjarn­inn í þeim má telj­ast áreið­an­leg­ur. Með­fylgj­andi helgi­mynd af Agn­esi er eft­ir Onorio Marinari (1627-1715).

Agnes er verndar­dýr­ling­ur ungra stúlkna. Löng­um hef­ur ver­ið sagt, að fasti þær fyr­ir Agn­es­ar­messu, muni þær að­fara­nótt henn­ar sjá manns­efni sitt í draumi. Enska skáld­ið John Keats (1795-1821) orti 42 er­inda róm­an­tískt ljóð um þetta. Nicholas Wise­man kardínáli (1802-1865) not­aði Agn­esi sem eina af fyrir­mynd­um í skáld­sög­unni Fabiola, sem ger­ist snemma á 4. öld í Róm.

    

Agnesar saga

(Heilagra manna sögur, 1. bindi, prentað 1877)

Ambrosius biskup [skakkt mun að nefna hann til, sag­an ef til vill að stofni frá 7. öld], þræll þræla Guðs, send­ir kveðju helgum meyj­um. Vér höld­um há­tíð­ar­dag hinn­ar helg­ustu meyj­ar með sálm­um og Guðs lofi. Gleðj­ist flokk­ar lýða og fagn­ið Krists ölmus­ur, fögn­um vér all­ir með Drottni, og minn­umst, hversu pínd var hin helg­asta Agn­es; á hin­um þrett­ánda vetri ald­urs síns glat­aði hún dauða og fann líf, því að hún elsk­aði skap­ara lífs; ung var hún að aldri en al­rosk­in að sið, fög­ur að áliti, en fegri að sið­um og trú.

Borg­ar­greifa son hafði uppi orð sín og bað henn­ar, og hét hann mörg­um fríð­ind­um bæði henni og frænd­um henn­ar og sýndi henni dýr­lega gripi. En hin heil­aga Agn­es fyr­ir­leit það allt og tróð und­ir fót­um sem saur. Þá ætl­aði hinn ungi mað­ur, að hún mundi betri ger­sem­ar vilja, og hafði með sér gull og gim­steina og alls kyns fagr­indi, og hét henni lönd­um og laus­um aur­um, mani og alls kyns heims auð­æf­um, ef hún neit­aði eigi sam­för við hann. En hún svar­aði hon­um á þessa lund: “Far þú frá mér, dauða mat­ur og synda fóð­ur, því að eg er elsk­uð af öðr­um unn­anda, þeim er mér fœrði miklu betri auð­æfi og veð­mælti mig með fing­ur­gulli trú sinn­ar, og þér göfg­ari er að öllu kyni og að allri tign; hann skrýddi mig óum­ræði­legu skrúði og prýddi háls minn dýr­leg­um menj­um; skrýddi hann mig gull­ofn­um möttli og valdi mér hina björt­ustu gim­steina; sitt mark setti hann yf­ir and­lit mitt, að eg þýdd­ist eng­an ann­an unn­anda nema hann; sýndi hann mér óum­ræði­leg auð­æfi, þau er hann hét að gefa mér, ef eg væri stað­föst í ást við hann. Af því má eg eigi gjöra í mót hin­um fyrri unn­anda og þekkj­ast ann­an en fyr­ir­líta þenn­an, er eg hefi nú ást við lagt, að hans kyn er göfg­ara og mátt­ur styrk­ari, ásjóna fegri og ást un­að­sam­legri og öll dýrð kjör­legri. Minn lík­ami er sam­tengd­ur hans lík­ama, og eig­um við bæði brúð­hvílu sam­an; hans meyj­ar skemmta mér dýr­leg­um söngv­um, af hans munni tók eg hun­ang, og hans blóði eru roðn­ar kinn­ar mín­ar, og eg er hald­in af hans faðm­lagi. Hans móð­ir er mær, og hef­ur fað­ir hans eigi konu átt. Þeim er eg föstn­uð, sem engl­ar þjóna, hans feg­urð undr­ast sól og tungl, af hans ilm end­ur­lifna dauð­ir, og af hans átöku styrkj­ast sjúk­ir, hans auð­æfi spill­ast aldrei né þverra; hon­um ein­um varð­veiti eg trú mína, og hon­um felst eg á hendi af öllu hjarta og með öll­um al­huga; þá er eg hrein, ef eg ann hon­um, og þá mær, ef eg fylgi honum.”

En er hinn ungi mað­ur heyrði þessi orð henn­ar, þá varð hann feng­inn af blindri ást og kvald­ist í sorg­um hug­ar og lík­ama, þar til er hann lagð­ist í rekkju af, og sögðu lækn­ar, að of­ur­ást kveldi hann. – En er fað­ir hans frá það, er lækn­ar sögðu, þá bar hann upp hin sömu orð að biðja meyj­ar­inn­ar, sem son­ur hans hafði mælt. En hin heil­aga Agn­es synj­að­ist og kvaðst aldrei vilja slíta ást við hinn fyrri unn­anda sinn. Þá tók Sim­phron­ius greifi að spyrja, hver unn­andi henn­ar væri, sá er hún hrós­aði hans mætti. En þeir voru, er hon­um sögðu, að hún var krist­in og kall­aði Krist unn­anda sinn. En er greif­inn varð þess viss, þá sendi hann þeg­ar hirð­menn sína með styrk mikl­um eft­ir henni, og var hún leidd fyr­ir dóm­stól hans, og kvaddi hann hana fyrst með blíð­um orð­um en síð­an ógn­ar­mál­um. – En Krists mær tæld­ist eigi fyr­ir blíð­leik hans, og eigi hrædd­ist hún ógn­ir hans, held­ur var hún með hin­um sama hug ávallt og hinu sama áliti og hló að hon­um, hvort sem hann var reið­ur eða blíð­ur í hug­um. – En er Simphron­ius greifi kast­aði á glæ öll­um orð­um, þeim er hann mælti við Guðs mey eða við frænd­ur henn­ar, þá lét hann leiða hana fyr­ir dóm­stól sinn í ann­að sinn og mælti við hana: “Eigi máttu hlýða réttu ráði né nið­ur leggja þrá­girni brjósts þíns, nema þú skilj­ir fyrr frá þér breytni krist­inna manna, þeim er þú hrós­ar að þér hafi kennt fjöl­kynngi; af því er þér nauð­syn að göfga Gefj­un [átt er við Vestu] gyðju vora, að þú sért und­ir henn­ar trausti og í henn­ar þjón­ustu nótt og dag, ef þér lík­ar að halda mey­dómi og hrein­lífi.

Heilög Agnes svar­aði: “Ef eg synj­að­ist syni þín­um, lif­andi manni, þeim er skilja má skyn­semi, og heyra má, sjá og ganga, og kenna sín, og njóta góðra hluta þessa heims, og eigi vildi eg til hans líta fyr­ir ást­ar sak­ir við Krist, hví má eg þá göfga skurð­goð and­laus og vit­laus, og gera það í mót hin­um hæsta Guði og lúta stokk­um eða stein­um?” – “Heilt ráð vil eg kenna þér,” sagði Sim­phron­ius, “og sit eg þér af því guð­last­an, að eg sé ald­ur þinn minni en hygg­indi.” – Heil­aga Agn­es svar­aði: “Hirð eigi þú að fyr­ir­líta æsku mína, svo að þú hygg­ir mig rækja, hvort þú ert reið­ur eða blíð­ur í hug­um, því að Guð virð­ir menn meir að hug­skoti og trú en að aldri. En ef þú var­ar mig við reiði goða þinna, þá láttu þau sjálf reið­ast og sjálf sitt er­indi reka, hefni þau sjálf sín, og bjóði sjálf, að þau séu göfg­uð. En eg sé, að þú leit­ar þess við mig, er þú munt aldrei fá, af því gerðu það, er þér er í skapi.” – Sim­phron­ius mælti: “Nú skalt þú kjósa um tvo kosti, ann­að tveggja að blóta Gefj­un gyðju vora með meyj­um öðr­um, til lofs ást­ar­manna þinna, eða þú munt seld með port­kon­um til saur­líf­is og til skemmd­ar kyns þíns, og munu eigi kristn­ir menn mega efla þig, þeir er þér kenndu fjöl­kynngi, þá er þú treyst­ir, að þú meg­ir forð­ast þessa mein­gerð.” – Agnes svar­aði: “Ef þú viss­ir, hver Guð minn væri, þá mund­ir þú eigi þetta mæla; en þar sem eg veit kraft Drott­ins míns Jesú Krists, þá fyr­ir­lít eg ör­ugg ógn­ir þín­ar, og trúi eg því, að eg mun eigi blóta skurð­goð þín og saurg­ast af ann­arra synd­um, því að eng­ill Guðs er með mér og varð­veit­ir lík­ama minn, og Son­ur Guðs, sá er þú kannt eigi, hann er mér borg­ar­vegg­ur óyf­ir­stíg­leg­ur og vörð­ur, sá er aldrei sef­ur, og hlífi­skjöld­ur, sá er aldrei þrotn­ar. En goð þín, er af eiri eru gjör, þá væru þar nýt­ari ker úr gjörð til gagns mönn­um, eða ef þau eru úr steini, þá væri betra stræti þilj­að með þeim, að eigi vaði menn leir, því að guð­dóm­ur er á himn­um en eigi í stein­um, og held­ur í loft­ríki en í málmi. En þú og þér lík­ir, ef þér lát­ið eigi af blót­um þeirra, þá mun ein písl yf­ir yð­ur ljúka, því að svo sem þau eru blás­in í eldi, að þau verði smíð­uð, svo verða og göfgan­ar­menn þeirra sam­an brennd­ir í ei­líf­um eldi, eigi til þess að þeir verði smíð­að­ir, held­ur til hins að þeir kvelj­ist og far­ist æ og æ.

Þá reiddist greif­inn og lét Guðs mey fœra úr föt­um og leiða nakta til port­kvenna húss. En þeg­ar er hún var úr föt­um fœrð, þá leysti hún hár sitt; en Guð veitti henni svo mik­inn hár­vöxt, að hún þótti bet­ur klædd af hári sínu en klæð­um. En er heil­aga Agnes gekk inn í hús­ið, þá fann hún þar eng­il Guðs, þann er hana skrýddi svo miklu ljósi, að eng­inn mátti sjá hana fyr­ir ljós­inu; hús­ið skein allt inn­an svo sem sól, þá er hún skín sem bjart­ast, og varð hver því blind­ari, er þang­að kom, sem hann var for­vitn­ari. – En er hún féll á kné til bœn­ar fyr­ir Drottni, þá sá hún þar hið bjart­asta klæði og skrýddi sig því og mælti: “Þakk­ir gjöri eg þér, Drott­inn Jes­ús Krist­ur, því að þú gafst mér klæði þetta og tald­ir mig með ambátt­um þín­um.” – En svo var klæð­ið henni skap­lega mik­ið og svo bjart, að eng­inn ef­að­ist um það, að engl­ar Guðs hefðu gert, þeirra, er sjá máttu. Þá gjörð­ist hór­hús að bœn­ar­stað, því að hver göfg­aði Guð, er þang­að kom, og fór hreinni það­an en þangað.

En er þessir hlutir gerð­ust, þá fór þang­að borg­ar­greifa son, sá er vald­ið hafði óskil­um þess­um öll­um, og fylgdu hon­um jafn­aldr­ar hans gá­laus­ir, og gengu inn í hús­ið fyr­ir hon­um með hlátri og gá­leysi. En er þeir sáu ljós­ið, undr­uð­ust þeir og hurfu aft­ur og veg­söm­uðu ljós Guðs. Greifa son ávít­aði þá og kvað þá ekki þora, og gekk inn í hús­ið síð­an og sá ljós­ið, og göfg­aði eigi Guð, held­ur óð hann fram í ljós­ið með óhreinu hug­skoti. En áð­ur hann mætti hendi sinni taka til meyj­ar­inn­ar, þá varð hann kyrkt­ur af djöfli og dó. En er hann dvald­ist í hús­inu, þá ætl­uðu föru­naut­ar hans, að hann mundi að vilja sín­um og mun­úð­lífi dvelj­ast, og gekk inn einn þeirra í hús­ið, sá er gá­laus­ast­ur var, svo sem hann fagn­aði mun­úð hins; en er hann sá hann dauð­an, þá kall­aði hann og mælti: “Bjarg­ið oss, Róma­borg­ar menn, kona þessi hef­ur drep­ið með mik­illi fjöl­kynngi son borg­ar­greifa vors.” Þá var kvatt móts, og dreif þang­að mik­ill fjöldi manna, og varð þræta mik­il um Guðs mey: sum­ir töldu hana fjöl­kunn­uga, en sum­ir sak­lausa.

En er greif­inn frá dauða son­ar síns, þá fór hann til móts­ins með mikl­um hrygg­leik, og er hann sá hann dauð­an, þá kall­aði hann með grimm­legri röddu á Guðs mey og mælti: “Þú hin grimm­asta kona, fyr­ir hví drapst þú son minn með eitri fjöl­kynngi þinn­ar?” – Heil­ög Agn­es svar­aði: “Sá hinn sami tók veldi í gegn hon­um, er hann vildi eft­ir lifa. Fyr­ir hví eru hér all­ir aðr­ir heil­ir, þeir er hing­að komu, nema því að all­ir lof­uðu Guð, þann er eng­il sinn sendi til mín, og skrýddi mig klæði misk­unn­ar sinn­ar og varð­veitti lík­ama minn, þann er Guði er helg­að­ur og eign­að­ur. Nú þeir all­ir, er ljós­ið sáu, göfg­uðu Guð og fóru á brott ómeidd­ir, en þessi mað­ur fór gá­laus og óð­ur og lof­aði eigi Guð, þá er hann sá ljós­ið, en er hann vildi mig hönd­um grípa, þá lét eng­ill Guðs hann deyja ill­um dauða, sem nú sér þú.” – “Þá mun eg trúa,” kvað greif­inn, “að eigi valdi þessu fjöl­kynngi þín, ef þú bið­ur eng­il­inn og get­ur það, að hann gjaldi mér son minn.” – Heil­ög Agn­es svar­aði: “Þótt trú yð­ar sé eigi verð að geta það af Guði, þá er þó nú sú tíð kom­in, er mak­lega má vitr­ast kraft­ur Drott­ins míns Jesú Krists. Af því gang­ið þér all­ir út, en eg mun biðja fyr­ir mér til Guðs.” – En er all­ir gengu út, þá féll Agn­es á kné til bœn­ar og bað til Drott­ins, að hann reisti upp hinn unga mann. Þá sýnd­ist henni eng­ill Guðs, og styrkti hann hug henn­ar reis­andi mann­inn af dauða. – En sá er upp reis, gekk þeg­ar út, kall­aði og mælti: “Einn er Guð á himni og jörðu og í sjó, sá er Guð krist­inna manna, en öll skurð­goð eru ónýt og mega hvorki bjarga sér né öðr­um.” – Þá tóku all­ir blót­bisk­up­ar að œð­ast og köll­uðu með einni röddu og mæltu: “Tak­ið þér hina fjöl­kunn­ugu konu og for­dæðu, er vill­ir hugi manna og snýr hjört­um þeirra.” – En er greif­inn sá svo mikl­ar jar­tein­ir gerð­ar, þá undr­að­ist hann, en þorði þó eigi gera í mót blót­mönn­um eða mæla í mót sjálf­um sér og hlífa meyj­unni. Þá fór hann á braut óglað­ur, er hann mátti eigi hjálpa Guðs mey eða leysa úr öll­um písl­um þeirra eft­ir upp­risu son­ar síns, og lét aðra dœma um þetta mál.

En Aspasius dóm­andi lét kynda eld mik­inn í aug­liti lýðs­ins og lét kasta meyj­unni í log­ann miðj­an. En er það var gjört, þá skipt­ist log­inn í tvo staði og brenndi lýð­inn á hvora tveggja hönd, en hana sak­aði ekki hit­inn þess að held­ur. En blót­menn sögðu þetta af fjöl­kynngi henn­ar en eigi guðs krafti. En dóm­and­inn kall­aði á kval­ar­ana og bað, að þeir kveldu meyna. – Þá hélt Agn­es hönd­um til him­ins og bað til Guðs á þessa lund: “Al­mátt­ug­ur og óg­ur­leg­ur og göf­ug­leg­ur Fað­ir, Drott­inn minn, þig lofa eg og dýrka eg, því að fyr­ir Son þinn forð­ast eg ógn­ir vondra manna, og sté eg yf­ir vél­ar djöf­uls og gekk ósaurg­aða götu. Nú hvelf­ist yf­ir mig dögg af himni af Helg­um Anda, svo að eld­ur­inn slokkn­ar hjá mér, og skauzt log­inn og hvarf hit­inn til þeirra, er hann kyntu. Þig lofa eg, göf­ug­ur Fað­ir, þú læt­ur mig koma til þín óhrædda á með­al elda. Nú sé eg það, er eg trúði; nú held eg því, er eg vænti; nú fagna eg því, er mig fýsti til; þér játa eg með munni mín­um, og til þín fýs­ist eg af öllu hjarta. Nú þeg­ar kem eg til þín, lif­andi Guð, er með Drottni vor­um Jesú Kristi Syni þín­um lif­ir og rík­ir nú og um all­ar ald­ir alda.” – En er hún hafði lok­ið bœn sinni, þá slokkn­aði eld­ur­inn all­ur, svo að eng­inn flær [sic] var eft­ir. Þá mátti Asp­as­ius eigi stand­ast óp al­þýðu, og lét spjóti leggja í brjóst meyj­ar­inn­ar, og helg­aði Guð sér hana brúði og písl­ar­vott, og fór hún til al­mátt­ugs Guðs með þessu líf­láti. En frænd­ur henn­ar tóku lík­ama henn­ar með fagn­aði og grófu í land­eign sinni skammt frá Róma­borg á götu þeirri er Num­ent­ana heit­ir. En er krist­inn lýð­ur kom oft þang­að til bœna, þá söfn­uðu heiðn­ir menn liði og börðu grjóti að þeim og ráku þá á brott þaðan.

En Em­er­enc­iana hét fóst­ur­syst­ir Agn­et­is, þessi var heil­ög mær og þó prim­signd að­eins; hún stóð óhrædd og flýði eigi, held­ur ávít­aði hún heiðna menn og mælti: “Þér vesæl­ir og grimm­ir bann­ið þeim, er al­mátk­an Guð göfga, og höggv­ið sak­lausa menn, en trú­ið sjálf­ir á stokk og stein.” – En er hún mælti þessi orð og þess­um lík, þá börðu þeir hana grjóti, og lét hún önd sína, er hún var á bœn­um hjá leiði sæll­ar Agn­et­is. Þessi mær skrýdd­ist í blóði sínu, því að hún tók bana fyr­ir það er hún játti Guði. Á þeirri sömu stundu varð land­skjálfti mik­ill, flugu eld­ing­ar og reið­ar­þrum­ur, og féll nið­ur mik­ill hluti heið­ins lýðs og dó. – Það­an frá þorði eng­inn mað­ur að granda þeim mönn­um, er komu til leið­is heil­agra manna að biðja fyr­ir sér. En frænd­ur Agn­et­is komu um nótt með kenni­mönn­um og tóku lík­ama Em­er­enc­iane meyj­ar og grófu skammt frá leiði Agn­et­is. – En er frænd­ur Agn­et­is vöktu oft um nœt­ur á bœn­um að leiði henn­ar, þá sáu þeir að miðri nótt meyja flokk mik­inn í lofti með ljósi. Þær voru all­ar skrýdd­ar gull­ofn­um klæð­um. Í þeirra liði sýnd­ist þeim heil­ög Agn­es, og stóð til hægri hand­ar henni lamb snævi hvít­ara. – En er frænd­ur henn­ar sáu þessi tíð­indi og aðr­ir kristn­ir menn, þeir er þar voru, þá kom hræðsla mik­il yf­ir þá. Þá nam Agn­es stað­ar með meyja lið sitt ok mælti til frænda sinna: “Eigi skul­uð þér gráta and­lát mitt, held­ur fagn­ið þér með mér og gleðj­ist, því að með þess­um meyj­um öll­um eign­ast eg ljós­an stað, og er eg nú á himn­um í ei­líf­um fagn­aði með þeim, er eg elsk­aði á jörðu af öllu hjarta.” En er hún hafði þetta mælt, þá leið hún til himins.

En er mað­ur sagði þessi tíð­indi hver öðr­um, þá kom þessi saga til eyrna dótt­ur Con­stant­ini kon­ungs, en hún hét Con­stanc­ia, en hún var hin vitr­asta mær. En hún var svo öll hrjúf og sár, að eng­inn flekk­ur var heill á henn­ar hör­undi allt úr hvirfli og of­an á tær; en henni var það ráð kennt til heilsu, að hún fœri um nótt til leið­is Agn­es­ar og bœði fyr­ir sér til Guðs, því að hún hafði trú í hug sér, þótt hún væri heið­in. – En er hún gjörði, sem henni var kennt, þá sofn­aði hún á bœn sinni, og vitr­að­ist henni heil­ög Agn­es í draumi og mælti við hana: “Vertu styrk og stað­föst, Con­stanc­ia, og trú Drott­in Jes­úm Crist vera Guðs Son og grœð­ara þinn af himni, og muntu taka heilsu allra sára þinna.” – Þá vakn­aði Con­stanc­ia, og var svo al­heil, að einsk­is sárs mátti staði sjá á lík­ama henn­ar. En er hún kom heim til kon­ungs­hall­ar, þá gerði hún mik­inn fagn­að föð­ur sín­um og brœðr­um, og urðu all­ir hirð­menn og borg­ar­lýð­ur henni fegn­ir, en ótrúa heið­inna manna hneykt­ist. En Con­stanc­ia bað föð­ur sinn og brœð­ur, að þeir lof­uðu kirkju að gera til dýrð­ar Agn­esu, og lét hún sér í þeirri kirkju gröf gera. En er þessi tíð­indi frétt­ust, þá komu marg­ir til leið­is Agn­es­ar og 30 fengu þar heilsu sína, hvað er þeim varð að meini áð­ur, og hald­ast þær jar­tein­ir til þessa dags. En Con­stanc­ia kon­ungs­dótt­ir hélt mey­dóm sinn alla ævi sína, og lifðu marg­ar eft­ir henn­ar dœm­um og tóku nunnu­vígsl­ur. Svo þró­að­ist og óx hrein­líf­is kraft­ur af góð­um dœm­um hinn­ar helg­ustu Agn­es­ar, að marg­ar meyj­ar í Róma­borg héldu hrein­lífi sínu allt til dauða­dags, því að þær nunn­ur eign­ast ei­líf­an sig­ur og sælu án enda, ef þær halda hrein­lífi án efa fyr­ir Drott­in vorn Jes­úm Crist­um, þann er lif­ir og rík­ir með Föð­ur og Helg­um Anda, Guð um all­ar ald­ir alda. Amen.

 

      

Acta Sanctorum (Ianvarii, tomus II, p. 350-363, prentað 1643)

Ambrosius kirkjufaðir (um 376; De virginibus, liber I; sjá einn­ig Zuhls­dorf)

Antiochian Orthodox Christian Archdiocese of North America

Arduino, Fabio @ Santi, beati e testimoni

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Biblio­graphisch­es Kirchen­lexikon

Butler, Alban (18. öld) @ Eternal Word Television Network

Catholic News Agency

Catholic Online

Duffy, Patrick @ Catholic Ireland

Eglise Catholique en France

Ellsberg, Robert @ Catholic Ireland

Damasus páfi (d. 384; grafskrift)

Harbecke, Heike @ Bistum Münster

Heiligen-3s

Hieronymus kirkjufaðir (nálægt 400; bréf 130)

Holy Spirit Interactive

Jacobus de Voragine (um 1260) @ Star Quest Production Net­work

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kirsch, Johann Peter @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Kathpedia

McNamara, Fr. Robert @ Irondequoit Catholic Communities

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Prudentius (um 400; Peristephanon, carmen xiv)

Rabenstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María 

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Zuhlsdorf, Fr. John

Ökumenisches Heiligenlexikon

    

Read Full Post »

   

Prisca mey og píslarvottur

   

Messudagur Priscu er 18. janúar. Rómversk kaþólska kirkj­an fjar­lægði hana ár­ið 1969 úr hinni al­mennu messu­skrá, en henn­ar er minnzt í ein­stök­um bisk­ups­dœm­um, þar á með­al á Ís­landi. Prisca átti heima í Róm og var snemma álit­in heil­ög, en ekk­ert er með vissu um hana vit­að. Helgi­saga seg­ir hana hafa lið­ið písl­ar­vætti sem 13 ára. Hún hafi ekki vilj­að af­neita trú sinni og þá verið fleygt fyr­ir hungr­að ljón, sem að­eins sleikti fœt­ur henn­ar, svo að hún var tek­in og háls­höggv­in. Ekki er á eina lund, hvort hún er tal­in hafa ver­ið uppi á 1., 2. eða 3. öld.

    

Acta Sanctorum (Ianvarii, tomus II, p. 183-187, prentað 1643)

Antiochian Orthodox Christian Arch­diocese of North America

Bargellini, Piero @ Santi, beati e testimoni

Catholic Church of St. John the Baptist, Ed­mond í Oklo­homa

Catholic Online

Churches of Rome Wiki

Heiligen-3s

Kirsch, Johann Peter @ The Catholic Encyclo­pedia (1911)

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Sauser, Ekkart @ Biographisch-Bibliographisches Kirchen­lexikon

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

   

Martina mey og píslarvottur

    

Messudagur Martinu í rómversku kirkj­unni er 30. jan­úar. Henn­ar er get­ið í Martyro­log­ium Rom­an­um: “Sanctæ Mart­inæ, Virgin­is et Martyr­is, cu­ius dies natal­is Kalend­is Ian­uarii re­colitur.” Hún er sögð hafa ver­ið dótt­ir auð­ugra hjóna í Róm. Eft­ir and­lát þeirra hafi hún gef­ið erfða­fé sitt fá­tœk­um og helg­að sig bœna­gerð og þjón­ustu. Alex­and­er Sever­us var keis­ari á ár­un­um 222-­235. Þá var krist­ið fólk of­sótt, þar á með­al Martina, sem neit­aði að fœra hin­um heiðnu goð­um fórn. Hún var því pínd og síð­an líf­lát­in. Eins fór fyrir brœðr­um henn­ar, sem hétu Con­cord­ius og Epi­phan­ius. Helg­ir dóm­ar þeirra fund­ust við fram­kvœmd­ir í Róm 25. októ­ber 1634. Sam­tíma­heim­ild­ir vant­ar um heil­aga Mart­inu, þótt helgi­sög­ur forn­ar skorti ekki. Hún var 1969 fjar­lægð úr hinni al­mennu messu­skrá, en í ein­stök­um bisk­ups­dœm­um er henn­ar enn minnzt, einn­ig á Íslandi.

Meðfylgjandi helgimynd af Martinu er frá 17. öld, eft­ir Pietro da Cortona. Aless­andro Palma hjó henni ár­ið 1702 styttu, sem stend­ur of­an á súlna­göng­um í Vatikaninu.

    

Acta Sanctorum (Ianvarii, tomus I, p. 11-­19, prent­að 1643)

Bargellini, Piero @ Santi, beati e testimoni

Butler, Alban (18. öld)

Clugnet, Léon @ The Catholic Encyclopedia (1910)

Heiligen-3s

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Lautenschläger, Gabriele @ Biographisch-Biblio­graphisch­es Kirchen­lexikon

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

      

Read Full Post »

     

odg0 015

    

Barbörukapella í Keflavík

     

Barbörukapella í Kapelluhrauni

    

Heilög Barbara er helzt kennd við borg í Biþyníu, sem hét Nicomedia (nú Izmit í Tyrk­landi). Í orþó­dox­um kirkj­um er þó frem­ur nefnd Helio­polis í Sýr­landi (nú Baal­bek í Líb­anon). Messu­dag­ur henn­ar og dauða­dag­ur er 4. desem­ber, og ár­tal­ið er oft haft 306. En sam­­tíma­­heim­­ild þekk­­ist ekki um þenn­an písl­ar­vott, svo að vant er að full­yrða um ártöl. Helg­ur dóm­ur henn­ar var á sjöttu öld flutt­ur til Kon­stantín­ópel en sex öld­um síð­ar til Kiev í Úkra­ínu, og þar er hann varð­veitt­ur í dóm­kirkju heil­ags Vladi­mirs. Nema önn­ur hönd­in er geymd í klaustri heil­ags Mikjáls í sömu borg, klædd hanzka, sem reglu­lega er skipt um, og er þá gamli hanzk­inn klippt­ur í smátt og gef­inn píla­grímum. Þeir munu vera marg­ir, því að Bar­bara er í orþó­dox­um sið hald­in með merk­ustu dýr­lingum.

Í Martyrologium Romanum stend­ur: “Nicomediæ passio sanctæ Barbaræ, Virgin­is et Martyr­is; quæ, in persecutione Maximini, post diram carceris maceration­em, lampadarum adustion­em, mamillar­um præcisionem atque alia tormenta, gladio martyr­ium con­summavit.”

Meðfylgjandi er helgimynd af Barböru og turninum, sem hún var geymd í. Og önn­ur mynd úr kaþólsku kap­ell­unni í Kefla­vík, sem helg­uð er Barböru. Loks er mynd af Barböru­kap­ellu í Kap­ellu­hrauni, skammt frá Straums­vík. Barbara átti einn­ig kirkju í Hauka­dal í Ár­nes­sýslu, í fé­lagi við al­sæla Maríu Guðs­móð­ur, Andrés post­ula og Martein bisk­up. Hún var mik­ils virt á bisk­ups­stóln­um Hól­um, því að mynd henn­ar er bæði á kór­kápu Jóns bisk­ups Ara­son­ar og á Hóla­bríkinni.

Kristján Eldjárn þjóðminjavörður gróf 1950 í rúst­ina í Kap­ellu­hrauni og fann þar styttu­brot af Barböru, sem vakti tals­verða at­hygli. Sig­ur­veig Guð­munds­dótt­ir flutti 1972 út­varps­er­indi um hina helgu konu. Þetta varð til þess, að ýms­ir hétu á Barböru, sem brást vel við, og safn­að­ist síð­an heit­fé, sem var lagt í svo­nefnd­an Barböru­sjóð. Það var eins og seg­ir í göml­um Barböru dikti: Haf­in var frú á himna­palla, / hana skul­um vér ákalla / í tíða­söng með elsku alla, / ágæt meyj­an birt­ist þá, / bless­uð meyj­an Barbará.   

   

Barböru saga

(Heilagra manna sögur, 1. bindi, prentað 1877)

Á dögum Maximiani keis­ara var nokk­ur höfð­ingi, sá er Dio­skor­us hét, auð­ug­ur harðla og heið­inn og trúði á skurð­goð, en hann átti dótt­ur, þá er Barbara hét. Fað­ir henn­ar gjörði stöp­ul há­an og lukti dótt­ur sína í stöpl­in­um, svo að menn máttu eigi sjá hana og væn­leik henn­ar, því að hann var vand­lát­ur. En er hún var gjaf­vax­in, þá báðu hennar göfg­ir menn. Fað­ir henn­ar gekk í stöp­ul­inn og mælti við hana: “Stór­gæt­ing­ar biðja þín, dótt­ir, en þú seg sjálf, hvern þú vilt kjósa?” – Heil­ög Bar­bara svar­aði með reiði og mælti : “Eigi þarftu það að ætla, faðir, að eg leggi þokka á nokk­urn þeirra.” – Þá gekk fað­ir henn­ar brott úr stöpl­in­um og lét fá að hall­ar­gerð og safn­aði mörg­um smið­um, að þetta verk mætti sem skjót­ast fram fara, og sýndi hann smið­um, hversu hann vildi gera láta höll­ina, og galt hann þeim i hönd allt verk­kaup, og fór síð­an i fjar­lægt hér­að og var lengi heim­an. En ambátt Guðs, Bar­bara, kom að sjá verk smiða, og sá hún tvo glugga norð­an á höll­inni gerða og mælti við smið­ina: “Fyr­ir hví gerð­uð þér tvo að­eins glugga?” – Smið­irn­ir svör­uðu: “Fað­ir þinn bauð oss svo.” – Bar­bara mælti við þá: “Gjör­ið mér hinn þriðja glugga.” – Þeir svör­uðu: “Hræð­umst vér, drottn­ing, að fað­ir þinn reið­ist oss, og meg­um vér eigi stand­ast reiði hans.” – Guðs ambátt mælti: “Gjör­ið þér sem eg býð, en eg mun stöðva reiði föð­ur míns um þenn­an hlut.” Þá gerðu smið­irn­ir hinn þriðja glugga, sem hún hafði mælt. Þá gekk hin grand­var­asta mær Barbara eft­ir höll­inni, en er hún kom í aust­ur­átt, þá risti hún med fingri sín­um kross­mark á stein, og má það sjá allt til þessa dags. Þá gekk Barbara inn i af­hús það, er upp spratt hreint vatn, og gerði hún þar enn kross­mark á steini, og taka trú­að­ir menn síð­an marg­falda hjálp og heilsu í þeim stað. Í þess­um brunni tók Barbara skím af nokkr­um helg­um manni, og lifði hún þar nokkra tíð við skóg­ar­hun­ang og líkti fœðslu sína og líf eft­ir Jó­hanni bapt­ista. Sjá brunn­ur, er Bar­bara var skírð í, líkt­ist þeim brunni, er guð­spjöll segja, að sá þó and­lit sitt í, er blind­ur var bor­inn, og tók sýn sína. Sjá brunn­ur líkt­ist því lif­andi vatni, er synd­ug kona bað Krist gefa sér að brunni. En er heil­ög Bar­bara kom aft­ur í stöp­ul sinn, þá leit hún þar skurð­goð föð­ur síns úr málmi gjör, og tók traust af Helg­um Anda og mátt af Guðs krafti, og spýtti hún í and­lit skurð­goð­un­um og mælti: “Verði yð­ur lík­ir þeir, er yð­ur gerðu, og all­ir þeir, er yður treysta.” En er hún hafði þetta mælt, þá bað hún Guðs kraft fella skurð­goð­in, og varð sem hún bað.

En er Dioskorus kom heim aft­ur fað­ir henn­ar úr hinni löngu heim­an­för, þá leit hann á höll sína al­gerða og sá þrjá glugga og mælti við smið­ina: “Fyr­ir hví sett­uð þér þrjá glugga?” – En þeir svör­uðu: “Dótt­ir þín bauð oss svo.” – Þá kall­aði hann þang­að dótt­ur sína og mælti: “Bauð þú, dótt­ir, at gera þrjá glugga?” – Hún svar­aði: “Það gerði eg, og vel gerði eg það, því að þrír glugg­ar lýsa hvern mann, er kem­ur i heim, en tveir glugg­ar mega myrkv­ir vera.” – Fað­ir henn­ar mælti: “Hversu mega þrír fram­ar lýsa en tveir?” – Barbara svar­aði: “Þrír merkja Föð­ur og Son og Helg­an Anda, einn sann­an Guð, þann er hverj­um manni byrj­ar að göfga.” – Þá reidd­ist fað­ir henn­ar og brá sverði og vildi þeg­ar höggva dótt­ur sína, en hún bað Drott­in sér hjálp­ar, og gafst henni rúm að fara i gegn­um stein­vegg­inn, og var hún úti því næst á fjalli. En í þeim stað voru hirð­ar tveir, þeir er hana sáu flýja. Fað­ir henn­ar kom eft­ir henni og vildi taka hana og spurði hirð­ana, ef þeir sæi hana. Ann­ar duldi og kvaðst eigi hana hafa séð, en ann­ar, sá er grimm­ari var, rétti fing­ur sinn og vís­aði til hennar. Sá tók þeg­ar það víti, að sauð­ir hans all­ir urðu að kvik­ind­um þeim, er locuste heita, og er minn­ing þess­ar­ar jar­tein­ar mörk­uð yf­ir leiði heil­agr­ar Barböru. En fað­ir henn­ar fann hana og barði og tók í hár henni og dró hana til fjalls, og læsti vand­lega húsi því, er hann lauk hana inni, og setti varð­hald fyr­ir hús­ið, að eng­inn mætti hana það­an leysa. Síð­an sendi hann orð jarli [Marc­ius á hér­aðs­stjór­inn að hafa heit­ið], að hann kœmi og neyddi dótt­ur hans til blóta.

En er jarl kom, þá leiddi Dioschor­us dótt­ur sína út úr hús­inu fyr­ir dóm­stól jarls og mælti svo fyr­ir, að jarl skyldi láta bana henni, ef hún vildi eigi blóta. En er jarl sá feg­urð henn­ar, þá mælti hann við hana: “Hvort viltu vægja þér sjálfri og blóta goð­um eða vera seld til hinna hörð­ustu písla?” – Krists mær Barbara svar­aði : “Eg á fórn að færa drottni mínum Jesú Kristó, þeim er gerði him­in og jörð og sæ og allt það er þeim fylg­ir. En spá­mað­ur hans mælti svo um skurð­goð þau, sem manna hönd­um eru gjörð úr gulli eða silfri: munn hafa þau og mæla eigi, augu hafa þau og sjá eigi, eyru hafa þau og heyra eigi, nas­ir hafa þau og ilma eigi, hend­ur hafa þau og þreifa eigi, fœt­ur hafa þau og ganga eigi, og eigi er rödd i hálsi þeim né andi i munni þeim; verði þeim lík­ir þeir, er þau gjöra, og all­ir þeir, er treysta þeim.” – Þá fyllt­ist jarl mik­illi reiði og lét Guðs mey fœra úr föt­um og berja hana með sin­vönd­um og hrífa snörp­um hár­klæð­um um hör­und henn­ar. En er hún var lengi þjáð i þessari kvöl, þá rann blóð um all­an henn­ar lík­ama. Síð­an lét hann setja hana i myrkva­stofu og hugs­aði, með hverri písl hann skyldi ljúka yf­ir hana.

Þá er heilög mær Barbara var i myrkva­stofu sett, skein yf­ir hana ljós af himni á sjálfri nótt miðri, og vitrað­ist henni sjálf­ur græð­ar­inn vor Drott­inn Jes­ús Krist­ur, og mælti: “Vert þú styrk og stað­föst, Barbara, því að gnóg­ur fögn­uð­ur verð­ur á himni og á jörðu yf­ir písl þinni. Eigi skalt þú hræð­ast iarl, því að eg er með þér, og mun eg leysa þig úr öll­um písl­um, þeim er þér eru gerð­ar.” Þá bless­aði Drott­inn hana og sté til him­ins, og voru þá gró­in sár henn­ar öll. En Krists mær fagn­aði af öllu hjarta þeirri vitr­un, er Gud hafði henni vitr­að. En að morgni lét jarl­inn leiða hana úr myrkva­stof­unni og fyr­ir dóm­stól sinn. En er hann sá hana grœdda af öll­um sár­um lík­ama, þá undr­að­ist hann og mælti: “Hví gegn­ir það, Barbara, er goð vor elska þig og mis­kunna þér, svo að sár þín eru gró­in?” – Heil­ög mær svar­aði og mælti við jarl­inn: “Þér lík eru goð þín, blind og dauf og vit­laus; hversu máttu þau grœða sár mín, eða hversu mega þau öðr­um bjarga, er þau mega eng­an dugn­að veita sjálf­um sér? En Krist­ur son Guðs lif­anda grœddi mig, sá er þú ert óverð­ur að sjá, því að hjarta þitt er hart orð­ið af djöfli.” – Þá reidd­ist jarl og grenj­aði sem hið óarga dýr, og lét halda brenn­andi log­um at síð­um henni og ljósta hamri i höf­uð henni. – En hún leit til him­ins og mælti: “Þú veist, Krist­ur, að eg tek lyst­andi þess­ar písl­ir fyr­ir ást heil­ags nafns þíns, af því fyr­ir­lát þú mig eigi allt til enda, því að eg dvaldi eigi að bera hraust­lega písl­ir fyr­ir þinni ást.” – Þá reidd­ist jarl­inn og lét skera úr henni brjóst­in. En Krists mær leit þá enn til him­ins og mælti: “Verp þú eigi mér frá aug­liti þínu, Drott­inn, og tak eigi frá mér Helg­an Anda þinn; gjaltu mér held­ur gleði þrif­semi þinn­ar og styrkj­umst með höfð­ing­leg­um Anda.” – En er hún hafði þetta mælt og stóðst hressi­lega þess­ar písl­ir all­ar af styrk Heil­ags Anda, þá bauð jarl­inn þjón­um sín­um, að þeir fœrðu hana enn úr föt­um og drœgju nakta um öll stræti og port fyr­ir aug­liti alls lýðs. – Þá hóf heil­ög Barbara enn upp augu sín til him­ins og kall­aði til Guðs og mælti: “Drott­inn Guð, er hyl­ur him­in með skýj­um, ver þú nú hlífi­skjöld­ur minn og hjálp­ari á þess­ari stundu og hyl nakt­an lík­ama minn með þaki misk­unn­ar þinn­ar, að hann verði eigi sénn af vond­um mönn­um.” En er hún bað á þessa lund, þá sendi Drott­inn eng­il sinn, þann er hana huldi hvítu skrúði. Þá urðu ridd­ar­ar jarls­ins blind­ir, svo að þeir máttu eigi Guðs mey sjá fyr­ir ljósi því er henni fylgdi. Þá hrædd­ist jarl­inn og lét aft­ur leiða Barbar­am til handa föð­ur henn­ar Dioscoro.

En faðir hennar fylltist mik­illi reiði og leiddi hana enn til fjalls. En heil­ög Barbara skyndi fagn­andi til al­gjörr­ar um­bun­ar sig­urs síns, og bað hún Drott­in, að hún tœki lok písl­ar sinn­ar í þess­um stað, og mælti: “Drott­inn Jes­ús Krist­ur, er himna skópst og jörð smíð­að­ir og byrgð­ir und­ir­djúp og sett­ir endi­mörk sjáv­ar; þú er býð­ur skýj­um að rigna yf­ir góða og illa, þú gekkst yf­ir sjó og stöðv­að­ir þjót­andi bylgj­ur hans; þú er rétt­ir helg­ar hend­ur þín­ar á krossi og gerð­ir marg­ar aðr­ar jar­tein­ir, heyrðu mig ambátt þína, því að all­ir hlut­ir hlýða þínu boði. Drott­inn Jes­ús Krist­ur, hlíf­ari minn í æsku minni, veittu mér þá bœn, að eg ljúki nú þeg­ar þraut minni með góð­um lok­um, og gef þú ambátt þinni, Drott­inn, þá misk­unn, að þú ger­ir mildi þína við þá menn, er af öllu hjarta gera mína minn­ing í sín­um nauð­synj­um allra helzt á degi písl­ar minn­ar. Minnstu eigi, Drott­inn, synda þeirra á dóms­degi, er trú­lega kalla á mig,- og veittu þeim líkn í synd­um, því að þú veizt, at vér er­um óstyrk­ir lík­am­ir.” – En er hún lauk bœn sinni, þá kom rödd af himni og mælti: “Kom þú, hin feg­ursta mær mín, til hinn­ar glöð­ustu hvíld­ar Föð­ur míns, er á himn­um er, en allt það er þú baðst mun þér veitt vera.” – En er Guðs mær heyrði þetta af Drottni með fögn­uði, þá kom hún til stað­ar písl­ar sinn­ar og lauk þar dýrð­legri þraut, svo sem hún hafði beðið af Guði, því að hún var í þeim stað höggv­in af föð­ur sín­um, og end­aði hún líf sitt í játn­ingu Krists tveim nótt­um fyr­ir Nikulás­messu bisk­ups. – En er fað­ir henn­ar sté of­an af fjalli með sín­um mönn­um, þá kom eld­ur úr lofti og brenndi hann, svo að ekki urm­ul sá, og eigi ösk­una held­ur en ann­að. En nokk­ur heil­agur mað­ur [Valent­ius að nafni] kom leyni­lega og tók á braut lík­ama hinn­ar helg­ustu meyj­ar Barböru og gróf í þeim stað, er kall­að­ur er sól­ar stað­ur, og lét hann þar gjöra bæna­hús í minn­ing henn­ar, og verða þar marg­ar jar­tein­ir til lofs og dýrð­ar drottni vor­um Jesú Kristi, þeim er með Föð­ur og Helg­um Anda lif­ir og rík­ir, Guð um all­ar ald­ir alda. Amen.

 

   

Answers.com

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Biblio­graphisch­es Kirchen­lexikon

Catholic Online

Gordini, Gian Domenico @ Santi, beati e testimoni

Heiligen-3s

in2Greece.com

Jacobus de Voragine (um 1260)

Jónatan Garðarsson @ Hraunavinir

Kathpedia

Kirsch, Johann Peter @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Kristján Eldjárn: Hundrað ár í Þjóðminja­safni, 4. út­gáfa 1973, 88. minja­þáttur

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Orthodox Wiki

Santopedia

Sigurveig Guðmundsdóttir: Heilög Barbara, Barbörusjóður gaf út 1981

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

    

Tekla

    

Tekla 2

    

Verk Páls og Teklu er bók, sem Heilagur Hiero­nym­us (d. 420) nefndi í De Viris Illustri­bus og áleit apo­krýfa, því að at­burð­anna væri í engu get­ið í Post­ula­sög­unni. Hann álykt­aði, að Lúkas hefði átt að þekkja þá, ef sann­ir væru. Auk þess hafi Tertulli­an­us (d. um 220) sagt frá presti nokkr­um í Asíu, áhang­anda Páls, sem Jó­hann­es hefði sak­fellt fyr­ir að vera höf­und bók­ar­inn­ar, og það hefði prest­ur­inn ját­að, bor­ið fyr­ir sig kær­leika til Páls en síð­an orð­ið að láta af þjón­ustu sinni (7. kafli). Tertull­i­an­­us sagði frá þessu í De Baptismo: “Ef þau skrif, sem rang­lega eru kennd við Pál, nefna Teklu sem dœmi um það, að kon­um leyf­ist að kenna og skíra, skulu þeir vita, að í Asíu var prest­in­um, sem samdi þetta rit, eins og hann væri að auka við frægð Páls frá eig­in brjósti, eft­ir að hann var sak­felld­ur og hafði ját­að að hafa gert þetta af kær­leika til Páls, vik­ið frá þjón­ustu sinni” (17. kafli). Hiero­nym­us hef­ur vænt­an­lega haft fyr­ir fram­an sig aðra gerð af text­an­um eða ann­að rit, því að hér er Jó­hann­es ekki nefnd­ur, en fleira eða færra í bók­inni hef­ur eftir þessu snemma ver­ið álit­ið rangt. Sú gerð af Verk­um Páls og Teklu, sem nú er varð­veitt, er yf­ir­leitt tal­in sam­in ná­lægt ár­un­um 170-180. En hugsa má sér, að fleiri en ein slík frá­sögn hafi ver­ið fœrð til bók­ar eða saga þessi hafi ver­ið brengl­uð í hönd­um skrif­ara, sem töldu sig vita ann­að en höf­und­ur­inn. Efa­semd­ir um hina varð­veittu bók, sem sjald­an voru þó mikl­ar í aust­ur­kirkj­um, hafa eng­an veg­inn af­sann­að minn­ið um Teklu. Í Martyro­logium Rom­an­um stend­ur: “Iconii, in Lycaonia, sanctæ Theclæ, Virginis et Martyris; quæ, a sancto Paulo Apostolo ad fidem perducta, ignes ac bestias, sub Nerone Imperatore, in Christi con­fessione devicit; et, post plurima ad multorum doctrinam superata certamina, venit Seleuciam, ibique requievit in pace. Ipsam vero sancti Patres summis laudibus cele­brar­unt.” Nafn Teklu er grískt og merk­ir köll­uð af Guði. Það er einn­ig heiti á fleiri heil­ög­um kon­um og ætt­bálki af skraut­leg­um fiðrildum.

Tekla var, eft­ir því sem sagt er, kaup­manns­dótt­ir frá bœn­um Iconium í Frygíu (nú Konya í Anatolíu í Tyrk­landi). Páll post­uli kom þang­að og gisti hjá manni, sem hét Onesifor­us [lík­lega ann­ar mað­ur en sá í 2Tím 1.16; nafn­ið þýð­ir gagn­leg­ur]. Tekla fór að hlýða á post­ul­ann og gerði­st krist­in. Hún tók til sín orð hans um mey­dóm, sleit fest­um við heið­ingj­ann Thamyr­is og vann skír­líf­is­heit. For­eldr­um henn­ar og unn­usta mis­lík­aði þetta, en hún lét ekki tala um fyr­ir sér, svo að þau kærðu hana fyrir dóm­ara, sem lét hýða Pál og reka á burt en dœmdi Teklu á bál­ið. Hún var þá 17 ára. Líf­lát­ið mis­heppn­að­ist, því að svo mik­ið rigndi, að eld­ur­inn drapst. Henni var sleppt, og hún hitti Pál og fór með hon­um til Anti­okkíu í Pisidia. En þar tók ekki betra við, því að góð­borg­ari að nafni Alex­and­er sá Teklu, girnt­ist hana og reyndi að nema á burt, sem mis­tókst að vísu, en aft­ur var hún dœmd til dauða. Þá var hún 18 ára. Henni var kast­að fyr­ir óarga­dýr, en einn­ig það líf­lát­ið varð að engu: “Ljón­in heiðr­uðu Teklu, svo að hin soltnu villi­dýr, sem kom­in voru að fót­um bráð­ar­inn­ar, lengdu sína heil­ögu föstu og gerðu meyj­unni ekki mein, hvorki með klóm né augna­got­um, því að jóm­frúr­dóm­ur skemm­ist jafn­vel með því að líta hann aug­um,” skráði heil­ag­ur Ambros­ius kirkju­frœð­ari (63. bréf; sjá einn­ig 3. kafla í 2. bók hans um mey­dóm­inn). Heil­ag­ur Ágúst­ín­us kirkju­frœð­ari bœtti því við í sinni bók um mey­dóm, að hún hefði á þess­um tíma ekki verið nœgi­lega þrosk­uð í anda til að líða písl­ar­vætti (45. kafli). Teklu var sleppt úr haldi. Hún hélt áfram för sinni með Páli, áleið­is til borg­ar­inn­ar Myra, en dul­bjóst í það sinn sem pilt­ur og skar hár sitt. Eft­ir að post­ul­inn var tek­inn af lífi nærri ár­inu 65, hélt hún heim­leið­is til Icon­ium en sett­ist svo að í helli í hér­að­inu Seleucia ad Caly­cadn­um (nú Silifke í Suð­ur-Tyrk­landi), og kall­ast sá stað­ur Meriam­lik eða Aya­tekla (mynd­ir hér). Tekla bjó í helli sínu­m í 72 ár. Þeg­ar hún var orð­in 90 ára, gerðu að­súg að henni grísku­mæl­andi lækn­inga­menn, sem sáu of­sjón­um yf­ir lækn­inga­mætti henn­ar. Hún baðst fyr­ir, að sér yrði forð­að úr hönd­um þeirra. Þá opn­að­ist berg­ið við hell­inn en lok­að­ist síð­an á eft­ir henni. Hún sást ekki fram­ar.

Tekla var al­veg frá fyrstu öld­um víða heiðr­uð sem heil­ög kona og lit­ið á dauð­daga henn­ar sem písl­ar­vætti, oft sagt fyrsta písl­ar­vætti krist­inn­ar konu, sem jafn­framt kann að hafa ver­ið fyrsti kristni­boð­inn úr röð­um kvenna, björt fyr­ir­mynd í skír­lífi og fræg af jar­teinum. Þetta álit hef­ur ekki breytzt mjög, og síð­an 1666 hef­ur lið­lega þriggja metra há stytta af henni stað­ið of­an á súlna­göng­um í Vati­kan­inu (sjá mynd), þótt vef­set­ur þess sé orð­vart um meyju þessa. Messu­dag­ur Teklu er í róm­versk-kaþólsku kirkj­unni 23. septem­ber, en heil­ag­ur Pio frá Pietrelcina hef­ur á síð­ustu ár­um víða þok­að henni úr sæti sem nafn­kennd­asti dýr­ling­ur þess dags. Messu­dag­ur Teklu í orþó­dox­um kirkj­um er 24. septem­ber. Þar er hún gjarn­an köll­uð jafn­oki post­ul­anna og frum­vott­ur með­al þeirra kvenna, sem hafa lið­ið písl­arvætti.

Verk Páls og Teklu er meðal annars að finna hjá: 1) Early Christian Writings (Peter Kirby), 2) Early Church Fathers (Roger Pearse), 3) Eternal Word Tele­vision Net­work, 4)  Front­line, 5) New Advent og 6) The Saint Pachomius Library. Um­fjöll­un um bók­ina má til dœm­is lesa í Wiki­pediu og eft­ir George Reid í The Catholic Encyclo­pedia. En ítrek­að skal, að þessi aldna bók er ekki tal­in rétt og óbrengl­uð frá orði til orðs. Loks má benda á upp­byggi­leg­an Teklu­sálm, sem sagð­ur er forn og hafa far­ið um heil­ag­ar hend­ur ágætra kirkj­unn­ar manna. 

   

Borrelli, Antonio @ Santi, beati e testimoni

Catholic Online

Holy Spirit Interactive

Kirsch, Johann Peter @ The Catholic Encyclopedia (1912)

Meander Travel

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Wesseling, Klaus-Gunther @ Biographisch-Biblio­graphisch­es Kirchen­lexikon

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

   

Regina mey (stytta í Drensteinfurt)

   

Regina fœddist í Autun í héraðinu Bourgogne í Frakk­landi. Móð­ir henn­ar dó að henni, en hún eign­að­ist kristna fóstru, sem lét skíra hana, og af­neit­aði þá Clement fað­ir telp­unn­ar henni. Þeg­ar Reg­ina óx úr grasi, gætti hún bú­fjár, baðst löng­um fyr­ir og hug­leiddi for­dœmi hinna heil­ögu. Hátt sett­ur mað­ur að nafni Olybr­ius vildi ganga að eiga hana, ef hún kast­aði trú sinni. Því neit­aði hún og var þá tek­in og pynt­uð en síð­an háls­höggv­in í bœn­um Ales­ia, sögð 15 ára. Gizk­að er á, að þetta hafi gerzt í of­sókn­um gegn kristnu fólki á seinni hluta þriðju ald­ar. Messu­dag­ur heil­agr­ar Reg­inu er 7. septem­ber. Helg­ur dóm­ur henn­ar var ár­ið 827 flutt­ur til klaust­urs­ins í Flavigny-sur-Ozerain. Fram­an­sagt er að litlu leyti byggt á óræk­um heim­ild­um, þótt sag­an sé forn.

   

Catholic Online

Den Katolske Kirke i Norge

Donaghy, Thomas @ Regina Archdiocese, Kanada

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Mollen, Thomas @ Offizialatsbezirk Oldenburg

Pulsfort, Ernst @ Biographisch-Bibliographisches Kirchenlexikon

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

    

Read Full Post »

Older Posts »