Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Grikkland & Kýpur’ Category

  

 Fantinus ábóti

   

Fantinus ábóti, stendur í dýrlingatali kaþólsku kirkj­unn­ar á Ís­landi, en ann­ars stað­ar er hann kall­að­ur Fant­in­us yngri (til að­grein­ing­ar frá heil­ög­um nafna sín­um á fjórðu öld) eða kennd­ur ým­ist við hér­að­ið Calabria (á Suð­vest­ur-Ítalíu, það­an var hann) eða Mercur­ion í grennd við fjall­ið Poll­ino í sama lands­hluta (þar var hann ein­setu­mað­ur í 18 ár). Hon­um var sem átta ára dreng kom­ið til heil­ags Elí­as­ar Spelota í Melic­uccà (and­spœn­is Sikil­ey) til að læra munk­lífi. Eft­ir fimm ára nám gekk Fant­in­us und­ir reglu heil­ags Basil­ius­ar, og síð­an þjón­aði hann Elí­asi í tvo ára­tugi, gætti kirkju á staðn­um og ann­að­ist mat­ar­gerð. Þá fór sá góði maður til himna­rík­is, en Fant­in­us flutt­ist til Mercur­ion, til að geta not­ið ein­veru. Hann var oft fá­klædd­ur og beitti sig hörðu, svo að enn er í minn­um haft, hve sjald­an og lít­ið hann borð­aði, og þurfti einn­ig að berj­ast við skratta, sem stund­um tóku á sig líki villi­dýra, en allt fór það vel í nær tvo áratugi. Þess er get­ið, að hann af­rit­aði helg­ar bœkur.

Nú lét Fantinus um hríð af ein­set­unni. Hann stofn­aði klaust­ur fyr­ir kon­ur, og þang­að vist­aði hann syst­ur sína og móð­ur, og ann­að klaust­ur fyr­ir karla, sem fað­ir hans og tveir brœð­ur gengu í. Eft­ir að klaust­ur­hald­ið var kom­ið á góð­an stofn, tók Luca bróð­ir hans við starfi ábóta, en Fant­in­us hélt aft­ur út í auðn­ina. Þeg­ar hér var kom­ið, átti hann nokkra læri­sveina, sem hann heim­sótti stund­um, og er eink­um nefnd­ur heil­ag­ur Nilus, því að til er ævi­saga hans, og seg­ir þar ým­is­legt frá heil­ög­um Fant­in­usi, lækn­inga­mætti hans og vitr­un­um. Með­al ann­ars birt­ist hon­um munka­klaustr­ið, sem hann hafði stofn­að, hvern­ig það brann til grunna og rúst­irn­ar urðu að svína­stíu, en bók­um munk­anna var kast­að í vatn. Það gekk eft­ir, þeg­ar Fant­in­us var nærri sjö­tugu og serk­ir fóru eldi um byggð­ar­lag­ið. Þá flutt­ist hann ásamt tveim­ur læri­svein­um til Grikk­lands. Á leið­inni þraut drykkj­ar­vatn um borð í skip­inu, og lét Fant­in­us þá fylla öll ílát af sjó, sem hann kross­aði yf­ir og breytt­ist þá í hreint vatn.

Þeir leituðu hafnar í Korintu og héldu það­an til Aþenu, til að sœkja heim kirkju Maríu Guðs­móð­ur, en það­an til Larissa, að vitja graf­ar hins heil­aga Achill­ius­ar písl­ar­votts, en fóru svo allt norð­ur til Þessa­loniku og dvöldu í nokkra mán­uði í klaustri, áð­ur en þeir sett­ust að utan við borg­ina. Fant­in­us var nú orð­inn fót­fú­inn, en marg­ar og dá­sam­leg­ar jar­tein­ir urðu á þess­um síð­ustu ævi­ár­um hans, og hann mun hafa ver­ið mik­ils virt­ur á þeim slóð­um. Messu­dag­ur hans í róm­versk-kaþólsku kirkj­unni er 30. ágúst en í grísk-orþó­dox­um sið 14. nóvember.

  

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Orthodox Europe

Russo, Francesco (1970)

Santi, beati e testimoni

Wikipedia (enska)

Auglýsingar

Read Full Post »

   

Barnabas (18. öld, Milano)

    

Postularnir völdu mann í hóp sinn, í stað­inn fyr­ir svik­ar­ann: Og þeir tóku til tvo, Jósef, kall­að­an Bar­sabbas, að auk­nefni Júst­us, og Matthías; og þeir báð­ust fyr­ir og sögðu: Drott­inn, þú sem þekk­ir hjörtu allra, sýn þú, hvorn af þess­um tveim­ur þú hef­ir val­ið til að taka sæti þjón­ustu þess­ar­ar og post­ula­dóms, er Júdas yf­ir­gaf, til að fara til síns eig­in stað­ar. Og þeir hlut­uðu um þá, og hlut­ur­inn féll á Matthías, og var hann tal­inn með post­ul­un­um ell­efu (P 1.23-26). Svona er Biblíu­text­inn allt­af hafð­ur, nema til er fornt hand­rit, sem kall­ast Codex Bezae, of­ur­lít­ið frá­brugð­ið: Þar seg­ir ekki Bar­sabbas, held­ur Bar­nabas. Víð­ar í þessu hand­riti er smá­leg­ur orða­mun­ur, sem varð­ar Barnabas.

Jósef levíti frá Kýpur, sem post­ul­arn­ir köll­uðu Bar­nabas, það þýð­ir hugg­un­ar son­ur, átti sáð­land og seldi, kom með verð­ið og lagði það fyr­ir fœt­ur post­ul­anna (P 4.36-37). Eft­ir at­burða­röð í Post­ula­sög­unni, gerð­ist þetta í Jerú­sal­em skömmu eft­ir hinn fyrsta hvíta­sunnu­dag, og fleiri menn seldu eig­ur sín­ar, svo að eng­inn í söfn­uð­in­um yrði þurf­andi. Ef til vill var Jósef gef­ið heit­ið Bar­nabas í við­ur­kenn­ing­ar­skyni eða til að­grein­ing­ar. Hann átti frænd­fólk í Jerú­salem og gæti sjálf­ur hafa ver­ið bú­sett­ur þar, sáð­land hans jafn­vel í ná­grenni borg­ar­innar.

Sumir ætla, að Jósef hafi ver­ið kom­ið til náms í Jerú­sal­em hjá Gam­al­íel, sem kenndi Sál lög­mál Gyð­inga (P 22.3). Þetta er ekki vit­að [þótt áhuga­vert sé að íhuga heim­ild­ir með þeirri vinnu­til­gátu]. Slík frœðsla tók venju­lega þrjú eða fjög­ur ár.

Þremur árum eftir að Drott­inn birt­ist Sál, fór hann frá Dam­ask­us í Sýr­landi (Gl 1.18). Þá er hann kom til Jerú­sal­em, reyndi hann að sam­laga sig læri­svein­un­um, en þeir hrædd­ust hann all­ir og trúðu ekki, að hann væri læri­sveinn. En Bar­nabas tók hann að sér, fór með hann til post­ul­anna og skýrði þeim frá, hvern­ig hann hefði séð Drott­in á veg­in­um, hvað hann hefði sagt við hann og hversu ein­arð­lega hann hefði tal­að í Jesú nafni í Dam­ask­us. Dvald­ist hann nú með þeim í Jerú­sal­em og tal­aði ein­arð­lega í nafni Drott­ins (P 9.26-28). Jó­hann­es Krysostomos kirkju­frœð­ari [d. 407] lagði út af text­an­um: “Mér virð­ist, að Bar­nabas hafi ver­ið gam­all vin­ur hans” (prédik­un 21). Sál var hjá Pétri og hitti ekki sjálf­ur hina post­ul­ana (Gl 1.19), þótt þeir hafi vafa­laust vit­að allt um ferð hans. Eft­ir 15 daga komst upp um sam­særi Gyð­inga, sem hugð­ust drepa Sál, og fór hann þá úr borg­inni. Síð­an dvaldi hann all­mörg ár í heima­borg sinni, Tarsus í Cilicíu [nærri suð­aust­ur­strönd Tyrklands].

Þeir, sem dreifzt höfðu vegna of­sókn­ar­inn­ar, sem varð út af Stef­áni, fóru allt til Fön­ikíu, Kýp­ur og Anti­okkíu [þá höf­uð­borg­in í Sýr­landi, síð­ar köll­uð Antakya]. En Gyð­ing­um ein­um fluttu þeir orð­ið. Nokkr­ir þeirra voru frá Kýp­ur og Cyrene [borg í Libýu í Norð­ur-Afr­íku], og er þeir komu til Anti­okkíu, tóku þeir einn­ig að tala til Grikkja og boða þeim fagn­að­ar­er­ind­ið um Drott­in Jesúm. Og hönd Drott­ins var með þeim, og mik­ill fjöldi tók trú og sneri sér til Drott­ins. – Og fregn­in um þá barst til eyrna safn­að­ar­ins í Jerú­sal­em, og þeir sendu Bar­nabas til Anti­okkíu. Þeg­ar hann kom og sá verk Guðs náð­ar, gladd­ist hann, og hann áminnti alla um að halda sér fast við Drott­in af öllu hjarta. Því hann var góð­ur mað­ur, full­ur af heil­ögum anda og trú. Og mik­ill fjöldi manna gafst Drottni. Þá fór hann til Tars­us að leita Sál uppi. Þeg­ar hann hafði fund­ið hann, fór hann með hann til Anti­okkíu. Þeir voru síð­an sam­an heilt ár í söfn­uð­in­um og kenndu fjölda fólks. Í Anti­okkíu voru læri­svein­arn­ir fyrst kall­að­ir kristn­ir (P 11.19-26). Anti­okkía var á þeim tíma þriðja fjöl­menn­asta borg í Róma­veldi, íbúa­fjöldi á 2. öld áætl­að­ur 500.000, auk 300.000 manna byggð­ar í ná­grenni henn­ar, og verk­efni Bar­nabas­ar þess vegna af­ger­andi fyr­ir út­breiðslu kristn­inn­ar. Nú gafst kost­ur að reyna Sál, hvort hon­um væri treyst­andi og gagn af honum.

Í stjórnartíð Kládíusar keis­ara 41-54 komu spá­menn frá Jerú­sal­em til Anti­okkíu. Einn þeirra hét Agabus og sagði fyr­ir mikla hung­urs­neyð (P 11.28, sbr. 21.10). En læri­svein­arn­ir sam­þykktu þá, að hver þeirra skyldi eft­ir efn­um senda nokk­uð til hjálp­ar brœðr­un­um, sem bjuggu í Júdeu. Þetta gjörðu þeir og sendu það til öld­ung­anna með þeim Bar­nabas og Sál (P 11.29-30). Nú er í Post­ula­sög­unni nefnd­ur Heródes Agrippa kon­ung­ur, sem varð orm­ét­inn og dó snögg­lega árið 44. En orð Guðs efld­ist og breidd­ist út. Bar­nabas og Sál sneru aft­ur frá Jerú­sal­em að loknu er­indi sínu og tóku með sér Jó­hann­es, öðru nafni Mark­ús (P 12.24-25). Helzt er að sjá, að sendi­för þeirra og dauði kon­ungs hafi orð­ið nær jafn­snemma [Páll virð­ist sleppa þessu ferða­lagi í Gl 2]. Mark­ús var frændi Bar­nabas­ar (Kól 4.10), son­ur Maríu í Jerú­sal­em (P 12.12). Í þess­um texta er fyrst tal­að um öld­unga í kirkj­unni. Hung­urs­neyð varð í Jerú­sal­em, lík­lega ár­ið 49 eða litlu fyrr [þang­að kom Helena drottn­ing af Adia­bene og gekkst fyrir út­hlut­un á gjafa­korni frá Egypta­landi].

Í söfnuðinum í Antiokkíu voru spá­menn og kenn­ar­ar. Þar voru þeir Bar­nabas, Símeon, nefnd­ur Niger [róm­verskt ætt­ar­nafn, frek­ar en ákenn­ing um svart­an hör­unds­lit, ef til vill leys­ingi], Lucius frá Cyrene, Manaen, sam­fóstri [syntrophos, fleiri þýð­ing­ar mögu­leg­ar: skóla­bróð­ir, fé­lagi] Heródes­ar fjórð­ungs­stjóra, og Sál. Eitt sinn er þeir voru að þjóna Drottni og föst­uðu, sagði Heil­ag­ur Andi: “Skilj­ið frá mér til handa þá Bar­nabas og Sál til þess verks, sem ég hef kall­að þá til.” – Síð­an föst­uðu þeir og báð­ust fyr­ir, lögðu hend­ur yf­ir þá og létu þá fara. – Þeir fóru nú, send­ir af Heil­ög­um Anda, til Seleucíu [hafn­ar­borg Anti­okkíu] og sigldu það­an til Kýp­ur. Þeg­ar þeir voru komn­ir til Salamis [hafn­ar­borg, stœrsta borg­in á eyj­unni], boð­uðu þeir orð Guðs í sam­kundu­hús­um Gyð­inga. Höfðu þeir og Jó­hann­es [Mark­ús] til að­stoð­ar (P 13.1-5). Þeir fóru um alla eyj­una, allt til borg­ar­inn­ar Paphos á vest­ur­strönd henn­ar, og tókst þar að kristna land­stjór­ann [Sergius Paulus]. Bar­nabas er álit­inn stofn­andi kirkj­unn­ar á Kýp­ur, því að hann var heima­mað­ur og vitj­aði eyj­ar­inn­ar aftur.

Þeir sigldu síðan og komu til Pam­phylíu á suð­ur­strönd Litlu-Asíu. Í borg­inni Perga skildu leið­ir, því að Mark­ús fór til Jerú­sal­em, að óvilja Páls. Bar­nabas og Páll boð­uðu nú kristni í borg­inni Anti­okkíu í Pisidia [langt inni í Litlu-Asíu, þar var síð­ar bœr­inn Yalvaz í Tyrk­landi], við góð­ar und­ir­tekt­ir heið­ingj­anna. En Gyð­ing­ar æstu upp guð­rækn­ar hefð­ar­kon­ur og fyr­ir­menn borg­ar­inn­ar og vöktu of­sókn gegn Páli og Bar­nabas og ráku þá burt úr byggð­um sín­um. En þeir hristu dust­ið af fót­um sér móti þeim og fóru til Icon­íum [í hér­að­inu Lyca­onía; þar var síð­ar borg­in Konya í Tyrk­landi]. En læri­svein­arn­ir voru fyllt­ir fögn­uði og Heil­ög­um Anda (P 13.50-52). Þeir boð­uðu síð­an kristni í Icon­íum, varð tals­vert ágengt en urðu að flýja, þeg­ar heið­ingj­ar og Gyð­ing­ar gerðu sam­blást­ur um að mis­þyrma þeim og grýta þá.

Næst fóru þeir til nágranna­borg­ar­inn­ar Lýstru. Þar var lam­að­ur mað­ur, sem fékk mátt í fœt­urna: Múg­ur­inn sá, hvað Páll hafði gjört, og tók að hrópa á lyka­ónsku: “Guð­irn­ir eru í manna líki stign­ir nið­ur til vor.” Köll­uðu þeir Bar­nabas Seif en Pál Hermes, því að hann hafði orð fyrir þeim. En prest­ur í hofi Seifs ut­an borg­ar kom með naut og kransa að borg­ar­hlið­un­um og vildi fœra fórn­ir ásamt fólk­inu. – Þeg­ar post­ul­arn­ir, Bar­nabas og Páll, heyrðu þetta, rifu þeir klæði sín, stukku inn í mann­þröng­ina og hróp­uðu: “Menn, hví gjör­ið þér þetta? Menn er­um vér sem þér, yð­ar lík­ar, og flytj­um yð­ur það fagn­að­ar­boð, að þér skul­uð hverfa frá þess­um fá­nýtu goð­um til lif­anda Guðs, sem skap­aði him­in, jörð og haf og allt, sem í þeim er” (P 14.11-15). Bar­nabas var vel að manni og öld­ur­mann­leg­ur, álíta marg­ir, fyrst heið­ingj­arn­ir gátu villzt á hon­um og sjálf­um Seifi, en Hermes var son­ur þess goða­höfð­ingja. Páll hef­ur ver­ið vel máli far­inn og vís­ast góð­ur í tungu­mál­um, að hann skyldi hafa orð fyr­ir þeim. Auk þess var hann nærri átt­hög­um sín­um. En Jó­hann­es Krysostomos kirkju­frœð­ari áleit Bar­nabas hafa gef­ið Páli tœki­fœri til að hafa orð fyr­ir þeim, eins og Jó­hann­es dró sig í hlé fyr­ir Pétri, “og þó var Bar­nabas í meiri met­um en Páll: að sönnu, en þeir litu að­eins á hinn sam­eig­in­lega ávinn­ing” (pré­dik­un 29). Í forn­öld rifu sum­ir klæði sín, þeg­ar yfir þá gekk, sem í hópi Gyð­inga átti sér­stak­lega við guðlast.

Páll var grýttur í Lýstru og slasaðist. Þeir félagar urðu að hverfa þaðan og fóru til nágranna­borg­ar­inn­ar Derbe. Eft­ir að hafa boð­að þar kristni, héldu þeir sömu leið til baka og skipu­lögðu söfn­uð­ina í hverri borg. Frá Perga fóru þeir til Attalíu [hafn­ar­borg á strönd Pam­phylíu, síð­ar Adalia] og sigldu það­an til Anti­okkíu [í Sýr­landi], en þar höfðu þeir ver­ið fald­ir náð Guðs til þess verks, sem þeir höfðu nú fulln­að. – Þeg­ar þeir voru þang­að komn­ir, stefndu þeir sam­an söfn­uð­in­um og greindu frá, hversu mik­ið Guð hafði lát­ið þá gjöra og að hann hefði upp lok­ið dyr­um trú­ar­inn­ar fyr­ir heið­ingj­um. Dvöld­ust þeir nú all­lengi hjá læri­svein­un­um (P 14.26-28). Að­ferð Bar­nabas­ar og Páls við kristni­boð­ið er í mörgu at­hygl­is­verð: að vera sam­an að verki, fara hratt yf­ir og fylgja síð­an árangr­in­um eft­ir skömmu síð­ar. Þeir hafa vafa­lít­ið byggt á reynslu frá Anti­okkíu og ná­granna­byggð­um henn­ar. Bréf Páls til Gal­ata­manna var rit­að hin­um nýju söfn­uð­um í Litlu-Asíu [ár­ið 54, áleit John L. Mc­Kenzie SJ í Dictionary of the Bible; óvíst hven­ær, segja sum­ir].

Þá komu menn sunnan frá Júdeu og kenndu brœðr­un­um svo: “Eigi get­ið þér hólpn­ir orð­ið, nema þér lát­ið um­sker­ast að sið Móse.” Varð mik­il mis­klíð og þræta milli þeirra og Páls og Bar­nabas­ar, og réðu menn af, að Páll og Bar­nabas fœru á fund post­ul­anna og öld­ung­anna upp til Jerú­sal­em vegna þessa ágrein­ings. – Söfn­uð­ur­inn bjó síð­an ferð þeirra, og fóru þeir um Fön­ik­íu og Sam­ar­íu og sögðu frá aft­ur­hvarfi heið­ingj­anna og vöktu mik­inn fögn­uð með­al allra brœðr­anna (P 15.1-3). Þeir komu nú til Jerú­sal­em, og var þá hald­inn post­ula­fund­ur­inn svo­nefndi, lík­lega á ár­un­um 49-51: Fall­ið var frá að um­skera menn, sem áð­ur voru heiðn­ir, sem varð­aði miklu fyr­ir út­breiðslu kristn­inn­ar. En í ljós var leitt, að Guð hafði einn­ig gef­ið hin­um óum­skornu kristnu mönn­um Heil­ag­an Anda, sem Pét­ur taldi út­kljá þetta mál. Páll rit­aði [og var í þeim hluta bréfs­ins að rekja fer­il sjálfs sín, þess vegna ein­tölu­mynd for­nafns­ins]: Og er þeir höfðu kom­izt að raun um, hví­lík náð mér var veitt, þá réttu þeir Jakob, Kefas og Jó­hann­es, sem álitn­ir voru mátt­ar­stólp­arn­ir, mér og Bar­nabasi hönd sína til brœðra­lags: Við skyld­um fara til heið­ingj­anna, en þeir til hinna um­skornu. Það eitt var til skil­ið, að við skyld­um minn­ast hinna fá­tœku, og ein­mitt þetta hef ég líka kapp­kost­að að gjöra (Gl 2.9-10). Þeir fóru svo til baka og höfðu með sér bréf­leg­an úr­skurð og votta frá Jerú­sal­em, til að stað­festa allt þetta.

En Páll og Barnabas héldu kyrru fyr­ir í Anti­okkíu og boð­uðu ásamt mörg­um öðr­um orð Drott­ins. – Eft­ir nokkra daga sagði Páll við Bar­nabas: “För­um nú aft­ur og vitj­um brœðr­anna í hverri borg, þar sem vér höf­um boð­að orð Drott­ins, og sjá­um, hvað þeim líð­ur.” Bar­nabas vildi þá líka taka með Jó­hann­es, er kall­að­ur var Mark­ús. En Páli þótti eigi rétt að taka með þann mann, er skil­ið hafði við þá í Pam­phylíu og ekki geng­ið að verki með þeim. Varð þeim mjög sund­ur­orða, og skildi þar með þeim. Tók Bar­nabas Mark­ús með sér og sigldi til Kýp­ur. En Páll kaus sér Silas og fór af stað, og fólu brœð­urn­ir hann náð Drott­ins. Fór hann um Sýr­land og Cilicíu og styrkti söfn­uð­ina (P 15.35-41). Ráða­gerð Páls gekk með öðr­um orð­um eft­ir, með breyt­ingu. Páll og Bar­nabas voru ekki held­ur al­veg sam­mála, hvort kristn­ir Gyð­ing­ar mættu mat­ast með ann­arra þjóða mönn­um (Gl 2.13). En þeir sætt­ust síð­ar, telja flest­ir, og það gerðu Páll og Mark­ús fljót­lega (2Tm 4.11; rit­að 51-52, áleit Mc­Kenzie). Heil­ag­ur Tóm­as frá Aquino setti í Summa Theo­logica fram spurn­ingu: Er synd að verða sund­ur­orða? Í svar­inu lagði hann með­al ann­ars út af deilu Páls og Bar­nabas­ar: Heil­ag­ir menn syndga ekki, sízt al­var­lega. Þessi deila var óvilja­verk, og báð­um var gott í hug, þótt þeir yrðu ósam­mála um hið góða, því að það varð­aði ekki sjálft hjálp­ræð­ið. Auk þess var deil­an hluti af guð­dóm­legri for­sjón, vegna hins góða, sem af henni hlauzt [tvær ferð­ir í stað einn­ar, fleiri kristni­boðar].

Barnabas var á lífi og starf­aði sem fyrr, þeg­ar Páll skráði fyrra bréf sitt til Kor­intu­manna (1Kor 9.6). John L. Mc­Kenzie taldi bréf­ið rit­að ár­ið 54, með­an Páll var í 3. kristni­boðs­förinni.

Jóhannes Krysostomos kirkjufrœð­ari lagði út af svo­hljóð­andi vers­um hjá Páli: En með hon­um [Títusi] send­um vér þann bróð­ur, sem orð fer af í öll­um söfn­uð­un­um fyr­ir starf hans í þjón­ustu fagn­að­ar­er­ind­is­ins. Og ekki það eitt, held­ur er hann af söfn­uð­un­um kjör­inn sam­ferða­mað­ur vor með líkn­ar­gjöf þessa, sem vér höf­um unn­ið að, Drottni til dýrð­ar og til að sýna fús­leika vorn (2Kor 8.18-19). Kirkju­frœð­ar­inn rök­studdi, að hér ætti við Bar­nabas, ekki Lúkas eða aðra (prédikun 18). En tor­sótt er úr þessu að skera, því að nafn vant­ar. Mc­Kenzie taldi bréf Páls rit­að ár­ið 57, með­an hann var í 3. kristni­boðs­för sinni.

Þegar Páll skráði bréf sín til Kólossu­manna og Phile­mons, sem band­ingi í Róm [á ár­un­um 61-63, áleit Mc­Kenzie], var Mark­ús með hon­um (Kól 4.10; Flm 24). Það þykir benda til, að Bar­nabas hafi ver­ið dá­inn, sem má vera svo eða ekki.

Helgisögn greinir, að Bar­nabas hafi lið­ið písl­ar­vætti í Salamis á Kýp­ur ár­ið 61, og hafi Gyð­ing­ar ann­að hvort grýtt hann eða dreg­ið hann út úr bœn­um með kað­al um háls­inn og síð­an brennt hann. Mark­ús hafi greftr­að frænda sinn og lagt Matt­eus­ar­guð­spjall á brjóst hon­um. Gröf­in hafi fund­izt árið 482 og bók­in ver­ið ósnert. Hinn helgi dóm­ur Bar­nabas­ar var send­ur til Zeno keis­ara í Kon­stantín­ópel, en hlut­ar af hon­um finn­ast í all­mörg­um ítölsk­um borg­um, auk held­ur í Köln og klaustr­inu Andechs í Þýzka­landi, Prag í Tékk­landi, Toulouse í Frakk­landi og Nam­ur í Belgíu.

Sýrlenzk frásögn greinir hins veg­ar, að Bar­nabas hafi dá­ið á eyj­unni Samos, und­an vest­ur­strönd Litlu-Asíu. Í grísku riti seg­ir, að hann hafi far­ið til Róm­ar og boð­að kristni á Ítalíu en ver­ið grýtt­ur til bana á Kýp­ur. Enn er sagt, að hann hafi far­ið til Alex­andríu í Egypta­landi. Loks finnst hann tal­inn fyrsti bisk­up­inn í Mílanó á Ítalíu [eða hafa vígt þang­að heil­ag­an Ana­thal­on, fyrsta bisk­up­inn, sem einn­ig finnst kennd­ur við Brescia í grennd­inni; í Mílanó stofn­aði Anton­ius Zacc­aria 1530 presta­reglu, sem í dag­legu tali var kennd við Bar­nabas, eða öllu held­ur við kirkju­bygg­ingu með nafni hans].

Messudagur Barnabasar er 11. júní. Ef þá rignir, mun síð­an rigna sam­fellt í 40 daga, segja sum­ir Þjóð­verj­ar. Eða vín­berja­upp­skera bless­ast vel, segja aðrir.

Barnabas er verndar­dýr­ling­ur á Kýp­ur og í Mílanó og Fir­enze og hjá vef­ur­um og tunnu­smið­um. Hann þyk­ir góð­ur til áheita sem frið­flytj­andi og gegn hagl­éli, grjót­hruni og þung­lyndi. Í mynd­list er hann sýnd­ur með guð­spjall í hendi [tákn post­ula] og stein [tákn um písl­ar­vætt­ið] eða með ólívu­við­ar­grein [frið­ar­tákn], oft í fylgd með Páli.

Barnabas hefur verið sagður höf­und­ur nokk­urra rita: 1) Tertull­ian­us kirkju­fað­ir [d. 225] áleit hann hafa skráð Hebrea­bréf­ið [De pudicitia, 20. kafli], sem Bene­dikt XVI. páfi taldi ekki ósenni­legt, en nið­ur­staða er ekki fund­in. 2) Pist­ill Bar­nabas­ar er mjög forn [frá 70-80, áleit Lightfoot; frá 130, taldi Max­well Stani­forth], merki­legt rit og all­langt, varð­veitt á lat­ínu og í lengri gerð á grísku. Það er gagn­rýn­ið á Gyð­ing­dóm, ef til vill rit­að í Alex­andríu. Frœði­menn slá engu föstu um höf­und pist­ils­ins, sem var ekki tek­inn upp í Nýja testa­ment­ið en mik­ið not­að­ur í kirkj­unni [Reyn­ir Guð­munds­son ís­lenzk­aði hann 1999 og birti á vef kaþólsku kirkj­unn­ar]. 3) Verk Bar­nabas­ar er rit, sem ókunn­ur Kýp­ur­búi skráði á 5. öld og finnst eign­að guð­spjalla­mann­in­um Mark­úsi. Rit­ið er varð­veitt á frum­tung­unni grísku og einn­ig á lat­ínu. Það er ekki tal­ið hafa heim­ild­ar­gildi en er mjög reist á Post­ula­sög­unni. 4) Bar­nabas­ar­guð­spjall er álit­ið föls­un frá 15. öld, eft­ir ítalsk­an mann, sem tók Múha­meðs­trú (var­ast ber, að því er enn hald­ið á lofti inn­an þeirra trú­ar­bragða, því að það þyk­ir þeim hliðhollt).

Barnabas var ekki einn af hin­um tólf, og hann var ekki Páll. Var hann post­uli? Sum­ir and­mæla: 1) Stanislaus de Dunin Bor­kowski sagði nei, nema hvað Páll hefði leyft hon­um að taka þátt í post­ula­dómi sín­um, þeg­ar þeir störf­uðu sam­an. Bar­nabas hafi að minnsta kosti að­eins ver­ið post­uli í þeim skiln­ingi, að hann boð­aði fagn­að­ar­er­ind­ið fyr­ir þjóð­um, sem ekki höfðu heyrt það áð­ur. 2) Honoré Coppieters áleit Bar­nabas hafa ver­ið lægra sett­an læri­svein, sem hafi boð­að fagn­að­ar­er­ind­ið und­ir stjórn post­ul­anna eða átt þátt í út­breiðslu þess. Hann nafn­greindi sem aðra slíka læri­sveina Andron­icus og Junias (Rm 16.7) og Epa­phrodit­us (Fl 2.25), sem kall­að­ir hefðu ver­ið post­ul­ar [ólíkt Bar­nabasi, er næst­um ekk­ert um hina fyrri tvo vit­að og fátt um hinn þriðja].

Hieronymus kirkjufrœðari [d. 420] skráði hins veg­ar í De Viris Illustri­bus, að Bar­nabas hefði ver­ið vígð­ur sem post­uli heið­ingj­anna, ásamt Páli. Bar­nabas hefði rit­að Pist­il, sem væri mik­il­væg­ur til upp­lýs­ing­ar fyr­ir kirkj­una og væri tal­inn með apo­crypísk­um rit­um. Sam­starfi hans og Páls hafi um síð­ir lok­ið, út af læri­svein­in­um Jó­hann­esi, sem einn­ig nefnd­ist Mark­ús, en Bar­nabas hafi engu að síð­ur hald­ið áfram því ætl­un­ar­verki sínu að boða fagn­að­ar­er­ind­ið (6. kafli).

Clement frá Alexandríu [d. 215] áleit Bar­nabas hafa ver­ið einn af hin­um 70. Það tók Eusebi­us bisk­up upp. Þetta er at­hygl­is­vert en hef­ur naum­ast áhrif á hitt, hvort hann var síð­ar tal­inn með postulum.

Lúkas notaði orðið post­uli um Bar­nabas, án nokk­urs fyr­ir­vara (P 14.4, 14), og sagði Heil­ag­an Anda hafa skil­ið hann frá og kall­að hann til verks (P 13.2). Róm­versk-kaþólska kirkj­an tel­ur hann einn­ig í hópi post­ula, og hans er minnzt sem slíks í tíða­bók­um henn­ar, enda eru ritn­ing­ar­stað­ir hjá Lúk­asi skýr­ir og ber sam­an bæði við rit kirkju­feðra og hefð kirkj­unnar.

Heimildir um Bar­nabas eru frem­ur ríku­leg­ar, og hann kom mörgu gagn­legu til leið­ar, bæði sem kristni­boði, þátt­tak­andi í post­ula­fund­in­um og mál­svari Páls og Mark­ús­ar. Hann má því telj­ast í hópi merk­ustu manna í frum­kristn­inni og er mik­ils virt­ur í flest­um kirkjudeildum.

   

Acta Sanctorum (Iunii, tomus II, p. 421-460, prentað 1698)

Agasso, Domenico @ Santi, beati e testimoni

American Catholic

Benedictus PP. XVI (ávarp 31. janúar 2007)

Blackhirst, Rod @ La Trobe University, Australia

Butler, Alban (18. öld)

Catholic Information Network

Catholic News Agency

Catholic Online

Come and See (icons, books & art)

Église Caholique en France

Fenlon, J. F. @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Gewalt, D. @ Biographisch-Biblio­graphisch­es Kirchen­lexikon

Heiligen-3s

Jacobus de Voragine (um 1260)

Jones, Terry H. @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Keck, Karen Rae @ The Saint Pachomius Library

McNamara, Fr. Robert F. @ Irondequoit Catholic Communities

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Orthodox Church in America

Orthodox Wiki

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligen-Lexikon

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »