Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Ítalía’ Category

                        

Mynd:S rosalia.jpg

                          

Rosalia mey er verndardýrlingur í heimaborg sinni, Palermo á Sikiley. Hún var góðrar ættar, fékk ung löngun til að helga sig kristinni trú og gerðist einsetukona, ef til vill nunna af reglu heilags Basilíusar. Helgisaga greinir, að tveir englar hafi fylgt henni að helli uppi á Monte Pellegrino, og þar hafi hún sezt að en dáið 4. september 1165. Sums staðar er ártalið haft 1166.

Árið 1624 geysaði drepsótt í Palermo, og þá á Rosalia að hafa birst veikri konu, sagt henni frá hellinum og ráðlagt að sækja líkamsleifar sínar og bera þær í helgigöngu inn í Palermo. Það var gert, og drepsóttin rénaði. Urbanus páfi VIII. lýsti árið 1630 yfir helgi þessarar meyjar. Messudagar hennar eru 15. júlí og 4. september.

                       

Borrelli, Antonio @ Santi, beati e testimoni

Odden, séra Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (íslenzka)

Auglýsingar

Read Full Post »

                   

Mikjáll enginn með sverð

                     

Mikjáll engill birtist á Garganofjalli

                    

Kirkja heilags Mikjáls á Garganofjalli

                     

Bergur Sokkason (d. 1350) var Benedikts­munk­ur á Þing­eyr­um en flutt­ist það­an í klaustr­ið á Munka­þverá og var þar tví­veg­is ábóti. Hann rit­aði sögu Mikjáls eng­ils, til að lesa á há­tíð­um hans, og hér fer á eft­ir sá hluti henn­ar, sem fjall­ar um Monte Sant’­Angelo sul Garg­ano. Þetta var og er enn mjög fræg­ur stað­ur. Far­ið er eft­ir I. bindi af Heil­agra manna sög­um (12.-22. kafli), sem Carl Rik­ard Ung­er gaf út 1877, nema frá­gang­ur er felld­ur að síð­ari tíma hætti. Til sam­an­burð­ar má nota Acta Sanct­or­um, 8. bindi inn­an septem­ber­mán­að­ar (út­gef­ið 1762). Hefst nú frá­sögn Bergs ábóta:

12. kafli: Virðing og lofleg minn­ing hins sæla Mikha­el­is dýrk­an­leg öll­um heimi tek­ur efni og und­ir­stöðu af guð­legri mildi og þar með af kynn­ing kirkju þeirr­ar, er nefnd­ur ást­vin­ur guðs vann í verki og helg­aði sínu nafni. Þessi kirkja byrj­ar og skær­lega byrl­ar allri ver­öld nafn og virð­ing Mikha­el­is. Þetta must­eri er eigi prýtt eða pent­að, telgt eða tíg­ul­sett, held­ur er það skrýtt eng­il­legri ást og al­vöru, fá­tœkt í formi en harla ríkt í him­nesk­um krafti. Þetta hið mæta must­eri smíð­aði Mikha­el í ein­um fjalls­hvirfli, eigi með upp­reist­um veggj­um eða hárri þekju, held­ur er það sem einn hell­ir klapp­að­ur í bjarg­inu, og því er nú svo orð­ið, að Mikha­el ann meira hjart­ans must­eri en háu stein­smíði, meira sannri góð­fýsi en skyggð­um pílár­um eða væn­um gler­glugg­um. En hversu kirkja þessi kom í vit­orð heil­agr­ar kristni, skal segja þessu næst í guðs nafni.

13. kafli: Sepontus heitir borg, er stend­ur út á Pul með­al sjáv­ar þess, er Sinus Adriat­icus heit­ir, og fjalls þess, er menn kalla Garg­an­um. Fjall­ið stend­ur xii míl­ur brott af borg­inni. Það er stór­lega hátt [852 metr­ar], vax­ið ut­an með lág­um skógi og fögr­um grös­um, eink­an­lega þeim meg­in, sem að vissi borg­inni Seponto. Í þeim fjalls­hvirfli er Mikha­els must­eri, og í því must­eri er sú bók, er svo vott­ar af sinni fundn­ing og upp­hafi, að í greindri borg Seponto var forð­um einn harla rík­ur mað­ur, Garg­an­us að nafni. Hann átti marga hjörð, naut og sauði, svín og yxn, göm­ul og yngri. Með ým­is­leg­um hætti lagði hann und­ir sinn rík­dóm fjall­ið Garg­an­um og lét þar ganga hjörð­ina í hög­um góð­um. Var því fjall­ið kennt við nafn ríka manns. Er þó sú grein í með­al, að heiti fjalls­ins skal seint leiða en manns­nafn­ið skjótt. Nú ber svo til á nokkru sumri [ná­lægt ár­inu 490], sem smali ríka manns geng­ur í fjall­inu Garg­ano, að grað­ung­ur einn hafn­ar venju­legu sam­lagi sinna kumpána og fer mjög einn samt um sum­ar­ið, svo að bland­ast ekki við önn­ur naut. Líð­ur svo tími, þar til um haust­ið, að ríki mað­ur læt­ur skoða hjörð­ina og heim reka. Er þá sakn­að grað­ungs, er get­ið var áð­ur. Hvar fyr­ir burgeis­inn hef­ir uppi mik­ið fjöl­menni sveina sinna og sjálf­an sig, fer fram í fjall­ið og leit­ar, sem list var til, allt þar til að hann sjálf­ur herr­ann kem­ur upp í [bls. 694] fjalls­ins koll og sér um langt, hvar grað­ung­ur­inn stend­ur fyr­ir hell­is­dyr­um nokkr­um. Verð­ur hann svo reið­ur þess­ari sýn, að hann set­ur ör á streng og ætl­ar að skjóta í gegn­um grað­ung­inn og umbuna hon­um svo ein­ferð­ir sín­ar og óspekt. En er skeyt­ið kem­ur á apl­ann, snýr því á ann­an veg en mað­ur hugði, því að svo fór til að jafna sem sterk­asti vind­byl­ur kœmi á móti og kast­aði aft­ur sömu leið. Stefndi á bónda miðj­an og snar­aði í gegn­um hann. Og er borg­ar­menn Sepont­ini sjá þessi ný­orð­in tíð­indi, hræð­ast þeir ákaf­lega og þora eigi nær að koma, skynda sem mest aft­ur í borg og segja bysk­upi [heil­ag­ur Lor­enzo Maior­ano], hversu gjörzt hef­ur. Og með því að bysk­up var bæði vit­ur mað­ur og góð­ur fyr­ir guði, neyt­ir hann spöku ráði og kall­ar sam­an borg­ar­menn í höf­uð­kirkju stað­ar­ins, kunn­ugt ger­andi, hvað fram hef­ir far­ið litlu áð­ur með leynd­um guðs dómi í bráðu líf­láti ríka manns. Grein­ir hann og und­ir­stöðu þessa hlut­ar. En hvað þetta allt sam­an hef­ir þýða, seg­ir hann af him­nesku sæti leit­andi: “Því býð eg þriggja nátta föstu um alla borg­ina með bœna­haldi, að al­mátt­ug­ur guð virð­ist birta sinni kristni það, er hann sér nauð­syn­legt í þessu máli.”

14. kafli: Sem allir hlýða gjarnan sín­um föð­ur bysk­up­in­um og hafa svo lengi fast­að, öðl­ast herra bysk­up á þriðju nótt föst­unn­ar mik­inn fagn­að, því að hon­um birt­ist í sýn göf­ug­leg­ur herra með him­neskri birtu and­lits­ins og ljóm­andi feg­urð klæð­anna, svo tal­andi til hans sem hér má heyra: “Vel tókst yð­ur og vit­ur­lega, að það, er leynt var fyr­ir mönn­um, báð­uð þér guð auð­sýna, því að eigi má jarð­nesku hug­skoti ljóst verða það stór­merki, sem í því leyn­ist, er mað­ur­inn var gegn­um graf­inn sjálfs síns hand­skot­inu. Vit­ið án efa, að þetta er gjört með mín­um vilja, því að eg, Mikha­el höf­uð­eng­ill, er jafn­an stend í aug­liti guðs, hefi skip­að, að sá stað­ur í fjall­inu skal vera hreinn og heil­ag­ur, frjáls af allri saurg­an og blóðs­út­hell­ing, mér til dýrk­un­ar val­inn á jarð­ríki. Vildi eg sýna með þessu tákni, að eg er vernd­ari stað­ar þessa og álít­ari allra góðra hluta, þeirra er þar ger­ast með réttri trú og góð­fýsi.” Eft­ir svo tal­að hverf­ur sýn­in brott frá bysk­ups aug­liti. Má svo spyrja, ef lík­ar, úr vitr­an þess­ari, hversu hinn sæt­asti Mikha­el sagð­ist jafn­an standa fyr­ir guðs aug­liti, þar sem hann var á sagð­an tíma hér á jarð­ríki fyr­ir aug­um bysk­ups Sepont­ini, því að það má eigi skilja eft­ir lík­am­legri stað­setn­ing, að eng­ill sá, sem eigi var í öll­um stöð­um senn, megi bæði standa á himni fyr­ir guðs aug­liti og vera þó hing­að send­ur á jarð­ríki. En þessi spurn­ing verð­ur auð­veld­lega leyst, ef vér hugs­um, að [bls. 695] guð er í öll­um hlut­um og þó með engu móti inni strengd­ur, og hann er um alla fram og hvergi úti lukt­ur. Renna því engl­arn­ir fyr­ir ómælt víð­erni hans guð­dóm­legr­ar ná­vist­ar, hvort sem þeir renna til him­ins eða jarð­ar, og þó að þeir séu eigi í öll­um stöð­um, þá er hann þó þeim ná­læg­ur í öll­um stöð­um, og því mega þeir hvergi fara frá hans aug­liti. Rík­ir svo sann­leik­ur í orð­um sæls Mikha­el­is, því að hann er hinn hæsti guðs er­indreki.

15. kafli: Nú er þar til að taka, sem bysk­up vakn­ar, ger­andi sönn­um guði lof og dýrð fyr­ir sína mildi. Kall­ar hann enn sem fyrr sam­an all­an borg­ar­lýð fram til kirkju um morg­un­inn, grein­andi þeim með guð­hræðslu, hvað hann hef­ir heyrt og séð um nótt­ina. Síð­an nefn­ir hann ágæt­ustu menn borg­ar­inn­ar til ferð­ar með sér upp á fjall­ið Garg­an­um. Og er þeir komu þar, sem hæst var, finna þeir tvær dyr í fjall­inu, aðr­ar til suð­urs, aðr­ar til norð­urs. Voru þær stœrri, er stóðu til norð­urs. Sjá þeir, að frammi fyr­ir norð­ur­dyr­un­um eru gráð­ur nokkr­ar, áð­ur nálg­ist dyrn­ar og hurð­ina sjálfa, en uppi yf­ir pöll­un­um lýkur bjarg­ið sínu rjáfri á þann hátt sem eitt for­hús. En er Sepont­ini koma hér inn í fram að sjálfri hurð­inni, þora þeir eigi fyr­ir augu sín að for­vitn­ast lengra, því að svo bar mikl­um ótta og heil­ag­leik yf­ir þenn­an stað, að enginn dirf­ist fram­ar ganga en hon­um er nefni­lega lof­að. Koma borg­ar­menn af Seponto frá þeim degi jafn­an upp á fjall­ið að biðja sér guð misk­unn­ar og hinn helga Mikha­el­em. Standa þeir dag­lega fyr­ir dyr­um úti, því að enn var þeim eigi lof­að að ganga inn í sjálft musterið.

16. kafli: Nærri þessum tíð­ind­um ger­ist það, að sú heið­in þjóð, er Nea­polite kall­ast, stríð­ir upp á Sepont­um og sezt um borg­ina [her á veg­um býz­anska keis­ar­ans, en ekki er hand­bært, af hvaða þjóð­erni eða hve vel trú­að­ur; hinir kristnu heima­menn voru hins veg­ar af kyni Lang­barða]. Höfðu heiðn­ir menn liðs­afla miklu meiri, svo að borg­in var skjótt upp­gef­in þeirra valdi eft­ir lík­ind­um. Því gef­ur herra bysk­up það ráð sín­um borg­ar­mönn­um, að þeir beiði þriggja nátta frest af heið­ingj­um til ráða­gjörð­ar, hvort þeir skulu borg­ina upp gefa eða verja, með­an þeir mega. Og sak­ir þess að Nea­polite þykj­ast einn veg í hendi hafa ráð borg­ar­manna, hvern veg sem þeir taka, gefa þeir dval­ir þess­ar. Það geng­ur þeim og ann­að til, er þeir fresta at­göngu borg­ar­inn­ar, að þeim þyk­ir vel standa, þó að Sepont­ini bíði svo meira skaða fjár og sœmda, að þeir taki fyr­ir fram þriggja nátta kvöl í velti­legu hjóli sinn­ar ráða­gjörð­ar. En í þess hátt­ar brögð­um blekkj­ast heið­ingj­ar eigi lítt, því að all­an tíma þenn­an nátt með degi standa Sepont­ini í liðs­drætti, eigi af jarð­nesk­um hér­uð­um, sem vita má, því að þeir voru inni strengd­ir af her Nea­polit­ar­um, held­ur er [bls. 696] þessi Iið­safn­að­ur af him­nesk­um ríkj­um. Því að bysk­up þeirra býð­ur svo, að meiri og minni skal halda þriggja nátta föstu um alla borg­ina og biðja full­ting­is al­máttk­an guð og helg­an Mikha­el­em, að hann veiti þeim nokkra ásjá, svo að þeirra frelsi og föð­ur­leifð­ir legg­ist eigi und­ir heið­inn dóm. Því­lík er fram­ferð krist­inna manna, að vaka til guðs og biðja misk­unn­ar. En Nea­polite fara leið aðra. Þeir fást alla þessa daga í leik­um stór­um og þjón­ust­um guða sinna, að þeir efl­ist því fram­ar móti kristn­um mönnum.

17. kafli: Sem yfir stendur hin þriðja nótt föst­unn­ar og hin næsta fyr­ir bar­dag­ann, birt­ist Mikha­el Sepont­ino bysk­upi í ann­an tíma, svo segj­andi: “Fagn­ið þér, því að heyrð­ar eru bœn­ir yð­ar. Því bú­ist á morg­un rösk­lega fram í stríð og byrj­ið orr­ustu á fjórðu stund dags. Skul­uð þér þá prófa mitt full­tingi, svo að fögr­um sigri mun­uð þér fagna eiga.” En er bysk­up vakn­ar af vitr­an þess­ari, syng­ur hann lof hin­um sæla Mikha­eli, birt­andi lýðn­um þá feg­in­sögu, að ráð­inn er sig­ur í orr­ustu. Ger­ist nú þeg­ar gleði mik­il í fólki guðs, svo að lang­ar til bar­dag­ans. Og þeg­ar árla bú­ast þeir og her­klæð­ast hvat­lega. Eru þá og heið­ingj­ar bún­ir og hafa fylkt fyr­ir ut­an múr­ana. Sem hér er kom­ið, að hvor­ir tveggju eru bún­ir til at­göngu, sjá kristn­ir menn, að þoka mik­il líð­ur nið­ur yf­ir hæsta hluta fjalls­ins Garg­ani. Hér með heyra þeir gný­reið­ir mikl­ar, því­líkt sem pipri fjall­ið allt, en út af þok­unni fylgja eld­ing­ar sem örv­ar gló­andi fram í flokk Nea­polit­ar­um, svo að eng­in hlíf má við standa. Fyllt­ist vel á þeim degi spá­saga Davíðs, er bann tók svo til orðs at lofa guð: Qui facit angelos suos spiritus et min­istres suos flamm­am ignis etc. Hér þarf eigi langt um, ut­an þeg­ar í stað brest­ur flótti á heið­ingj­um, því að örv­ar Mikha­el­is urðu snar­ar og harla mann­skæð­ar, svo að þar fyr­ir ruf­ust all­ar fylk­ing­ar. Renn­ur nú hver sem harð­ast má, en Mika­el og hans menn reka flótt­ann með mik­illi ákefð og harð­fengi. Sóttu heið­ingj­ar rétt mátu­lega kaup­ferð til Sepont­um á þeim degi, því að nú eru þeir dreifð­ir, hrakt­ir og drepn­ir, sum­ir með eldi, sum­ir með járni. En þeir, sem líf­ið þiggja, kom­ast sem nauð­ug­leg­ast aft­ur í borg sína, Nea­polim, barð­ir og sprengd­ir af mœði, höfðu lát­ið lið mik­ið og frítt. Það til marks, að fyrir örv­um Mikha­el­is ein­um sam­an höfðu fall­ið vi hundruð manna, en það að auk allt, er Sepont­ini höfðu drep­ið brúk­um nið­ur sem bú­smala. Og er sú auma þjóð kem­ur skiln­ing á, hver kraft­ur stóð með kristn­um mönn­um, kasta þeir villu­klæð­um en skrýð­ast [bls. 697] heil­agri trú. Fengu þeir með þeirri að­ferð líf­ið, að þeir voru barð­ir til batn­aðar.

18. kafli: Eftir þennan ágæta sig­ur, venda Sepont­ini aft­ur með fagn­aði til borg­ar sinn­ar og dvelj­ast lít­inn tíma, áð­ur þeir heim­sækja sinn her­toga, Mikha­el höf­uð­eng­il, fram í Garg­an­um, þess er­ind­is að offra hon­um mak­leg­ar lof­gjörð­ir fyr­ir þá mátt­ugu hönd, er hann tjáði þeim í sinni nauð­syn. Og er þeir koma árla upp á fjall­ið, fram fyr­ir þær norð­ur­dyr, er áð­ur voru greind­ar, sjá þeir þá ný­lundu, að í bjarg­inu frammi fyr­ir for­kirkju eru ný­kom­in tvö fót­spor, því­líkt sem mað­ur hefði stig­ið í kram­an snjó. Skilja þeir, að þetta er elsku­mark Mikha­el­is til vernd­ar og ná­lægð­ar við þann heil­ag­an stað. Reisa Sepont­ini þar síð­an veg­legt must­eri og setja alt­ar­ið þar, sem spor­in voru. Tók sú kirkja nafn af fót­spor­um Mika­el­is og var köll­uð Appo­donia. Aðra kirkju efla þeir til aust­urs frá must­er­inu Mikha­el­is, til lofs og dýrð­ar sæl­um Petro höfð­ingja post­ul­anna. Í þeirri kirkju voru ölt­uru tvö, ann­að vígt og helg­að guðs móð­ur Marie, en ann­að sæl­um Jó­hanni bapt­ista. En must­eri Mikha­el­is stóð sem áð­ur lukt og læst, því að menn þorðu ekki að gera, fyrr en guð birti. Hafði bysk­up Sepont­in­us marg­an trakt­at­um af þvísa efni með sínu vild­asta ráði, hvort hann skyldi treysta upp at ljúka og vígja must­er­ið, ef guð bann­aði eigi. En það verð­ur statt i ráða­gjörð­um, að hann ger­ir sendi­menn með bréf­um til herra páf­ans i Rom­am. Í bréf­um skrif­ar hann greini­lega all­an hátt af þeim stór­merkj­um Mikha­el­is, er um stund hafa les­in ver­ið, biðj­andi postul­leg­an herra, að hann segi, hversu bezt er ger­andi í sögð­um vanda. Sem gjör er boð­skap­ur­inn, taka sendi­boð­ar or­lof og ráða i veg. Ber þeim svo giftu­lega til, sem von var, að herra páf­inn hef­ir far­ið í móti þeim eigi minna en fimm tugi mílna fyr­ir ein­hverja kirkj­unn­ar sök. Þessi róm­verski bysk­up heit­ir Silvest­er páfa­nafni og viður­kvæmi­lega, því að hann hafði forð­um þol­að ófrið og of­sókn­ir guðs óvina og flú­ið und­an í fjall Sarepte [frem­ur mun eiga við heil­ag­an Gelas­ius PP. I, hann stóð einn­ig í ströngu við óvini guðs], sem gjörði hinn fyrsti Silvest­er páfi, er kristn­aði Kon­stant­in­um hinn mikla keis­ara. Var þessi guðs mað­ur lík­ur hin­um fyrra, heil­ag­ur og rétt­vís, mild­ur og lít­il­lát­ur. Því fá sendi­menn bysk­ups af Seponto blíð­ar við­tök­ur á páf­ans garði og eru gjarn­an heyrð­ir og án dvöl með sín­um er­ind­um fag­ur­lega greidd­ir. Koma þeir aft­ur í Sepont­um, ber­andi sín­um bysk­upi bréf af herra páf­ans curia, hver upp brot­in og yf­ir­les­in halda því­lík­an skiln­ing af máli Mikha­el­is með­al ann­arra greina: Ef það er, seg­ir herra páf­inn, guð­leg skip­an og for­sjón, að must­er­is­vígsla Mikha­el­is veit­ist fyr­ir dauð­legs manns þjón­ustu [bls. 698], byrj­ar að því­líkt em­bœtti ger­ist á þann sama dag, sem Mikha­el birti sín stór­merki fyr­ir þá sig­ur­veg­ara­gjöf, er þér skrif­uð­uð til vor í bréf­um yð­ar. En ef herra stað­ar­ins lík­ar bet­ur öðru vísi, sýn­ist oss sem hans vald og vilji sé fram­ast biðj­andi til birt­ing­ar yf­ir þvísa máli á þeim sama degi. Því er það vort ráð, að vér og þér bjóð­um vor­um borg­ar­mönn­um þriggja nátta föstu móti þeim sign­aða degi, næst er hann kem­ur, biðj­andi heil­aga þrenn­ing, að þær gjaf­ir, sem hann virð­ist veita fyr­ir hinn hæsta þjón síns al­mætt­is vilja, leiddi hann út til æski­legs enda. Svo segir virðu­leg­ur herra páf­inn, og hans ráð er fyllt og fram­kvæmt í alla grein. En þann tíma, sem yf­ir stend­ur hin síð­asta nótt föst­unn­ar, birt­ist hinn bless­aði Mika­el Sepont­ino bysk­upi í þriðja sinn með dýrð mik­illi, svo mæl­andi: “Eigi er þörf,” seg­ir hann, “að þér víg­ið það must­eri, er eg smíð­aði, því að eg sjálf­ur helg­aði mín handa­verk. Nú gang­ið inn á morg­un með mínu or­lofi. Er þá mitt að sýna, hversu eg hefi helg­að þann sama stað fyr­ir sjálf­an mig. Þú skalt syngja þar messu á morg­un og gefa öll­um lýð þjón­ustu, en eg, patron­us stað­ar­ins, skal nærri standa og offra guði yð­ar þjón­ustu. Skul­uð þér og héð­an í frá oft­ar vitja stað­ar­ins fyr­ir mína þökk og vin­áttu.”

19. kafli: Nú sem byskup vaknar af hinni þriðju vitr­an, þakk­ar hann vor­um herra sína marg­falda misk­unn. Seg­ir hann sín­um borg­ar­mönn­um, hvað hinn heil­agi Mikha­el hef­ir sýnt hon­um, og býð­ur að fjöl­menna sem mest upp á fjall­ið. Þar með skip­ar hann mönn­um til að flytja sér­hverja hluti, er há­tíð­inni til heyrðu og þjón­ustu­gjörð­inni. Fer bysk­up og klerk­ar hans í önd­verðu lið­inu með bœn­um og lof­söng­um. En all­ur meg­in­her­inn fer síð­ar með sönnu ást­ríki, synda iðr­an og rétt­um við­bún­aði, og árla dags koma þeir fram gang­andi að suð­ur­dyr­um kirkju, gera þar letan­ias fyr­ir úti, áð­ur þeir lyki upp dyr­un­um. Síð­an ganga þeir inn með guð­leg­um ótta. Verð­ur þá í fyrstu fyr­ir þeim því­líkt sem eitt skot fra suðri til norð­urs móti þeim dyr­um, er fyrr voru greind­ar, og fyrr en þang­að kœmi, finna þeir til aust­urs sjálf­ar must­er­is­dyrn­ar, ganga inn og lit­ast um, sjá að must­eri þetta er einn hell­ir, bæði óslétt­ur um rjáf­ur og veggi, svo að hvass­ir hyrnu­stein­ar stóðu hvar­vetna. Eigi var og hærra í mörg­um stöð­um en höf­uð manns tók upp und­ir þekj­una, en sums stað­ar því hærra, að mað­ur mátti varla taka upp hendi sinni. Eigi var hún og meiri vexti en hún tók með skot­inu v hundruð manna. Til suð­urs í must­er­ið sjá þeir virðu­legt alt­ari, fag­ur­lega prýtt með rauðu klæði, er hinn bless­aði patron­us Mikha­el [bls. 699] hafði gef­ið kirkju og offr­að alt­ar­inu á henn­ar vígslu­degi. Varð nú fagn­að­ur mik­ill í húsi guðs, því að all­ir dá­söm­uðu það him­neska lít­il­læti, sem enn af nýju birt­ist í verki þessu, því að hvar­vetna var að sjá dal um hól, klett­ur við klett, en allt að einu var stað­ur­inn svo heil­ag­ur og guði kær, að eigi má orð­um skýra. Í hverri vors herra skip­an það gef­ur skilja, að hinn bless­aði Mikha­el elsk­ar meir sálu­hjálp sannr­ar góð­fýsi en skyggð­an marm­ara með steindu rafi. Söng bysk­up­inn þar messu nefn­an dag og gaf þjón­ustu öll­um lýð. Var þar inn­an kirkju vatn nóg til allr­ar þjón­ustu, því að berg­ið var sveitt vatni, en til norð­urs frá alt­ar­inu féll nið­ur úr þekj­unni smátt og fag­urt vatn, eigi óð­ara en deildi stór­um drop­um. Var þar síð­an sam­ið til gler­ker eitt harla vænt og fest und­ir drop­ann með silf­ur­strengj­um. Gekk lýð­ur­inn þar til jafn­an um gráð­ur nokkr­ar, þá er þjón­ust­an gafst í must­er­inu. Þá vatns­rás kalla Sepont­ini stillam. Af því bless­aða vatni veit­ir Mikha­el mörg­um manni skjóta heilsu af ým­is­leg­um krank­dómi. Riðu­sjúk­ir menn koma þar, kreppt­ir og lík­þrá­ir, vesl­ir og van­mátt­ug­ir, og finna svo mik­inn kraft af húsi Mikha­el­is, að sum­ir kom­ast eigi upp á fjall­ið, áð­ur þeir verða heil­ir. Eru þar í veggn­um graf­in stein­lík­ön til minn­ing­ar, sem þeir urðu heil­ir, á þann hátt form­er­uð sem hátt­að­ur var krank­dóm­ur þeirra. Eink­an­lega stend­ur hinn mæt­asti Mikha­el í því­lík­um heilsu­gjöf­um á sinn hátíð­ar­dag tertio kalend­as Octo­bris [29. septem­ber], því að þá sœk­ir til must­er­is­ins af mörg­um álf­um Italie meiri fjöldi en vant er, og er þá hinn hæsti guðs er­ind­reki því ná­læg­ari með sín­um brœðr­um, engl­un­um, sem fleiri koma sam­an í rétt­um bœnum.

20. kafli: Sem vér höfum Sepontino bysk­upi frá vik­ið og hans son­um um hríð í voru máli, er nú grein­andi, að eft­ir messu­em­bœtt­ið fag­ur­lega flutt vendu menn heim með fagn­aði til síns góss og her­bergja. En sá góði mað­ur bysk­up­inn veitti Mikha­eli svo skyld­uga þjón­ustu dag frá degi. Þar var reist­ur bœr og kenni­menn skip­að­ir að officera kirkju. Eng­an tíma sagð­ist þar óttu­söng­ur fyrr en ljóst var af degi, því að svo mik­il ógn stóð af must­er­inu um nœt­ur, að eng­inn mað­ur þorði inn að koma. Og það er eigi und­ar­legt fyr­ir þá grein, að svo segja sann­orð­ir menn, að á hverja nótt flytj­ist þar messu­em­bœtti án dauð­legra manna full­ting­is og ná­kvæmd. Hef­ir svo vitr­azt, að skip­að­ur þjónn kirkju skal til reiðu láta hvern dag að kveldi bakst­ur og vín með öðr­um messu­föng­um, hvað er styrk­ir eitt ævin­týri, svo framt sem guði lík­aði og hon­um virð­ist eigi of­sagt vera. [bls. 700]

21. kafli: Svo er sennilega lesið af ein­um háleit­um bysk­upi, að Bon­us hét. Hann bar traust til sak­ir sinna ágætra verð­leika að vaka um nótt í must­eri Mikha­el­is, því að sjálf­ur guð og hinn sæli Mikha­el dœmdu hann þess mak­leg­an. Þessi hinn heil­agi Bon­us var ætt­að­ur og upp­fœdd­ur í Frakk­landi, mik­ill ágæt­is­mað­ur í sín­um bysk­ups­dómi, því að það gæzku­nafn, er hann bar á lík­am­an­um, fyllti hann dag­lega með sœmi­leg­um sið­um og and­leg­um framn­ing­um, varð­veit­andi sig sjálf­an og sér á hendi fólg­inn lýð und­ir réttu lög­máli og heil­ög­um guðs boð­orð­um, ber­andi sér í hönd­um log­andi tortís [kynd­il] góðra verka til eft­ir­dœm­is sín­um und­ir­mönn­um. En með því að fyrr­sögð kirkja hins sign­aða Mikha­el­is er nú stór­lega fræg orð­in um heim­inn, sóttu hana, sem fyrr greindi, ótölu­leg­ir lýð­ir karla og kvenna af fjar­læg­um hér­uð­um, og jafn­vel bysk­up­arn­ir sjálf­ir, því að þessi stað­ur var eink­an­lega til þess kos­inn af guði, að menn þægi þar rétt­ar bœn­ir. Sign­að­ur Bon­us bysk­up ferð­ast heim­an af sín­um bysk­ups­stól með gló­andi góð­fýsi og góðu föru­neyti fram til must­er­is heil­ags Mikha­el­is. Og er hann geng­ur inn í must­er­ið með öðr­um mönn­um til aft­an­söngs um kveld­ið, dvelst heil­ag­ur Bon­us einn samt eft­ir í must­er­inu, tak­andi sér leyni­leg­an stað und­ir ein­um hell­is­skúta að óvit­andi varð­halds­mönn­um kirkj­unn­ar. Vak­ir hann þar um nótt­ina, góð­fús­ari í guðs lofi en vér meg­um sem verð­ugt er frá segja. Hann minn­ist á og inn­virðu­lega eft­ir leit­ar, hvað hann hef­ir hæsta guði í móti gjört í um­liðnu lífi, græt­ur það allt og sýt­ir af öllu hjarta, biðj­andi sæl­an Mikha­el höf­uð­eng­il, að hann offri hans bœn­ir og þægi hans tár í aug­liti hins hæsta dóm­ara. Nú sem komið er mið­nœtti og bysk­up­inn starf­ar í greindri góð­fýsi, heyr­ir hann fagr­an söng­hljóm upp í loft­ið með svo und­ar­leg­um sæt­leika, að eng­ar jarð­leg­ar radd­ir máttu við jafn­ast. Þessi skemmt­an­ar­sýn ná­læg­ist hvern tíma frá öðr­um must­er­ið, þar til að bysk­up­in­um gef­ur sjá, að guð­legt ljós geisl­ar hvar­vetna inn um þekj­una. Hér eft­ir, sem ljós­ið renn­ur fyr­ir, fara him­nesk­ir flokk­ar heil­agra engla, ber­andi sig­ur­merki fyr­ir sín­um höfð­ingja með fögr­um söng og sæt­um hljóð­um. Hér með sér hinn sign­aði Bon­us að fara skín­andi borg­ar­menn him­neskr­ar Jerú­sal­em leið­andi sín í mill­um sjálfa drottn­ingu him­ins og jarð­ar, mey og móð­ur, hina sætu Mari­am, hana sœm­andi og alla vega veg­sam­andi með svo fríðri fylgd og til­skip­uðu föru­neyti, sem engu má við jafna eft­ir jarð­leg­um hætti. Nú sem virðu­legt sæti er fyr­ir­bú­ið og drottn­ing allra höf­uð­engla og heil­agra manna hef­ir nið­ur setzt, ganga fram í kór­inn fyr­ir há­sæt­ið nokkr­ir af frú­ar­inn­ar hirð­sveit­um, biðj­andi [bls. 701] hana lít­il­lát­lega með kné­falli, að hún skipi til nokk­urn mann að flytja messu­em­bœtti. En guðs móð­ir María svar­ar svo þeirra máli: “Ber­ið þau mín orð Bono bysk­upi, að hann skrýð­ist og syngi messu, því að hon­um ber eg það vitni, að hann er mak­leg­ur svo ágætr­ar þjón­ustu.” Virðu­leg­ur mað­ur guðs bysk­up­inn, sem hann heyr­ir frú­ar­inn­ar orð því­lík, blikn­ar hann og pipr­ar all­ur af hræðslu, fœr­andi sig út und­ir bjarg­ið sem mest, því að hann vill lífs gjarn­an fel­ast fyr­ir frú­ar­inn­ar sendi­mönn­um. Sé þar ger­ist há­leitt stór­merki, það er vott­aði hans heil­ag­leik, því að bjarg­ið gaf hon­um rúm og laut und­an hon­um, svo sem hann hall­að­ist í kram­an snjó, og sér merki þess. En þó að bjarg­ið hlýddi hans heil­ag­leik, þá vinn­ur bysk­upi eigi þörf, því að drottn­ing­ar­inn­ar sendi­boð­ar eru stór­lega fund­vís­ir, svo að rétt ganga þeir að hið gegnsta, hvar er bysk­up ligg­ur und­ir bjarg­inu, þó að mjög lágt og leyni­lega, grípa hann hönd­um þeg­ar í stað og leiða fram í her­berg­ið og must­er­ið og skrýða hann him­nesk­um klæð­um, svo sem bysk­upi til heyr­ir. Sem hann er skrýdd­ur, leiða þeir hann fram fyr­ir alt­ari og gera messu­em­bœtti eft­ir kristn­inn­ar formi. Hver dauð­legra manna megi það virða, hversu mikla sœmd og æru al­mátt­ug­ur guð veitti sín­um virkta­vin Bono bysk­upi hér þeg­ar í dauð­leg­um lík­ama: Hann stóð jarð­nesk­ur milli him­neskra krafta, prýdd­ur him­nesk­um skrúða, tak­andi alla þjón­ustu mess­unn­ar af lít­il­látri und­irorpn­ing höf­uð­feðr­anna og spá­manna og ann­arra guðs ást­vina. Nærri var stödd hans þjón­ustu­gjörð sjálf drottn­ing allra hluta hin mild­asta María og bjóð­andi hon­um há­tíð­lega messu að syngja. Svo var til skip­að þjón­ustu­mönn­um, að höf­uð­feð­ur og spá­menn bera fram kaleik, vín og vatn, og hella á hend­ur hon­um, post­ul­ar greiða til hand­klæði, písl­ar­vott­ar búa til reyk­elsi sam­tempr­að him­nesku timiamate. En engl­ar, ját­ar­ar og meyj­ar syngja hun­ang­leg­um rödd­um út mess­una. Og er guðs mað­ur bysk­up­inn hef­ir al­gjört guð­legt em­bœtti með eink­an­legri ást og gló­andi góð­fýsi, gef­ur gim­steinn allra meyja, hin sæt­asta guðs móð­ir mær María, hon­um þökk fyr­ir, og í elsku­mark fyr­ir þjón­ustu­gjörð­ina gef­ur hún sign­uð­um Bono bysk­upi eitt him­neskt klæði, það er hann þigg­ur með meiri ást og lít­il­læti en nokk­ur tunga megi skýra sín­um fram­burði. Eft­ir svo gjört, sem nú var greint, líð­ur þessi him­neski flokk­ur upp í loft­ið heim til him­in­rík­is, en bysk­up vak­ir það sem eft­ir var nœt­ur­inn­ar, lof­andi guð al­mátt­ug­an og hans bless­aða móð­ur fyr­ir þá misk­unn, sem hon­um var veitt í sinni vöku; geng­ur síð­an um morg­un­inn út af must­er­inu kall­andi til sín rétt­vísa menn og [bls. 702] guð­fúsa og seg­ir þeim greini­lega all­an event­um, hvað hann hef­ir heyrt í must­er­inu, séð og gjört á þeirri nótt. Þar með sýn­ir hann lít­il­lát­lega það him­neska klæði, sem her­bergi heil­ags anda hafði hon­um gef­ið, biðj­andi alla menn fagna með sér og gleðj­ast af svo miklu stór­merki.

22. kafli: Eftir þessa hluti fyllta fer heil­ag­ur Bon­us heim til síns bysk­ups­stóls, ger­andi guði þakk­ir af þeim hlut­um, sem hon­um höfðu að bor­izt í þess­ari ferð. Flýg­ur það og skjót­lega víða um heim­inn, hví­líka sœmd­ar­för Bon­us bysk­up hafði far­ið til must­er­is heil­ags Mikha­el­is. Og fyr­ir þá sök, að marg­ur er sá virð­ing­ar­gjarn, sem eigi er í líf­inu til fulls vand­virk­ur eða at­hug­ull, þá frétt­ir þetta og einn bysk­up, sá er miklu var lægri að verð­leik­um en hann mætti nokk­uð sam­jafn­ast Bono bysk­upi, og lyft­ir heim­an sœmi­legri ferð af sín­um bysk­ups­stóli með gnóg­um kosti og ríku föru­neyti, þess erindis að prófa, ef hann öðl­að­ist nokk­uð líkt því, sem les­ið er af hin­um fyrra bysk­upi. Nú sem hann kem­ur fram í heil­agt fjall hins sæla Mikha­el­is, slær hann lang­tjaldi sínu og sit­ur glað­ur um dag­inn hjá kumpán­um sín­um. Og fyr­ir þá sök, að hann vill óþyrst­ur ganga til vök­unn­ar, drekk­ur hann vín svo djarf­lega, að hann er mjög sljófg­að­ur bæði í sam­vizku og sönn­um góð­vilja, en þó allt eins geng­ur hann í must­er­ið síð um kvöld­ið, ólíkt til­bú­inn og hinn fyrri bysk­up. Sá þung­ur af tár­um og iðr­un­ar góð­fýsi, en þessi svefn­þung­ur af vist og víni. En þó að þessi bysk­up byggi sig eigi til vök­unn­ar svo sem skyldi, gjörði al­mátt­ug­ur guð og heil­ag­ur Mikha­el við hann mikla misk­unn­semi með fá­heyrð­um hætti. Hann vín­drukk­inn sofn­ar í muster­inu en vakn­ar um morg­un­inn eigi þar, held­ur heima að sjálfs síns bysk­ups­stóli og í sinni svefn­skemmu. Nú sem hann lýk­ur aug­um upp, sign­ar hann sig, og hversu við veit, fær hann eigi skil­ið, því að hann kenn­ir blauta sæng og sér kunn­ugt her­bergi, en man þó full­gjörla, í hverj­um stað hann var næst um kvöld­ið. Sem hann hef­ir lengi undr­að sjálf­an sig, geng­ur hann út af her­berg­inu og lit­ast um, sér þjón­ustu­menn sína þar í garð­in­um og heils­ar á þá, og hygg­ur sig þó senni­lega vill­ast í þess­um hlut­um öll­um, þar til að eft­ir stund liðna hverf­ur hann aft­ur til sjálfs síns og setzt nið­ur hjá sín­um mönn­um, segj­andi þeim lít­il­lát­lega, hversu hinn góð­gjarni guð hef­ir um hann gjört stór­merki­lega og misk­unnsam­lega. Héð­an af er virð­andi, hversu hinn góði Mikha­el er yf­ir­vætt­is mild­ur fyr­ir hvern, er svo dá­sam­leg­ar jartein­ir verða, því að hann þyrmdi sögðum bysk­upi mis­ger­andi og lét hann til síns [bls. 703] her­berg­is heil­an aft­ur hverfa, held­ur vilj­andi að hann leið­rétt­ist en fyr­ir­fœr­ist eigi í sínu mis­verki. Nú til þess að eng­inn mað­ur ætli þessa hluti ósanna vera, sem vér sögð­um, þá viti fyr­ir víst, að það klæði, sem guðs móð­ir gaf Bono bysk­upi, varð­veit­ist fyr­ir ut­an spell og fölv­an allt til þessa dags í einni fag­urri borg, er Clarus Mons heit­ir. Sú borg stend­ur í því hér­aði er Vern­on­is kall­ast [eiga virð­ist við hið forna bisk­ups­dœmi Cler­mont í hér­að­inu Au­vergne í Frakk­landi]. Klæð­ið geym­ist í kirkju guðs móð­ur heil­agr­ar Marie, og fær eng­inn jarð­leg­ur mað­ur skiln­ing á komið, hvers vefn­að­ar eða nátt­úru það er ut­an eða inn­an. Og enn til styrkt­ar um þetta er svo skrif­að, að virðu­leg­ur herra, herra Herbert bysk­up af Nor­vík hafi séð og hönd­um far­ið þetta klæði.

Málverkið með þessum kafla er eftir Domenico Cresti, gert 1602, og sýn­ir heil­ag­an Mikjál eng­il birt­ast á Garg­ano­fjalli. Heil­ag­ur Lor­enzo bisk­up krýp­ur í for­grunni. Högg­mynd­in sýn­ir eng­il­inn með reitt sverð, en óvin­ur­inn ligg­ur fyr­ir fót­um hans. Ljós­mynd­in er úr kirkju þeirri, sem heil­ag­ur Mikj­áll smíð­aði sjálf­ur á fjallinu.

                       

Santuario SanMichele Arcangelo

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

               

Read Full Post »

Lanciano

       

 Sakramentið í Lanciano

      

SANTUARIO DEL MIRACOLO EUCARISTICO - LA NAVATA DELLA CHIESA

         

Snemma á áttundu öld söng prestsvígður munk­ur af reglu heil­ags Basil­íus­ar messu í bœn­um Lanci­ano, sem er á aust­an­verðri Ítalíu. Munk­ur­inn ef­að­ist um, að host­ían og vín­ið breytt­ust í raun og veru í lík­ama og blóð Krists, þeg­ar inn­setn­ing­ar­orð­in eru les­in. Hon­um var ljóst, hve al­var­leg­ur efi hans var, og hann baðst oft fyr­ir, að hann mætti fá full­vissu. Í þess­ari messu gerð­ist svo það, að um­breyt­ing­in varð sýni­leg. Host­ían fékk ásýnd holds og vín­ið ásýnd blóðs. Hann kall­aði kirkju­gest­ina strax sam­an, til að sjá, hvað hafði gerzt, og nú var hinn­ar helg­uðu evkar­istíu ekki neytt, held­ur hún varð­veitt, svo að all­ir mættu sjá hana.

Þetta hold og blóð Krists er enn til sýn­is í kirkj­unni. Það hef­ur ekki breytzt á 1.300 ár­um, og þó hef­ur eng­um efn­um eða neinu öðru ver­ið beitt, til að varð­veita það óbreytt. Það hef­ur nokkr­um sinn­um ver­ið rann­sak­að, síð­ast ár­ið 1971 með beztu mögu­legu tœkni. Odoardo Linoli pró­fessor í há­skól­an­um í Siena stjórn­aði þeirri rann­sókn. Stað­fest var, að hold­ið er raun­veru­legt manns­hold, úr hjarta­vöðva, og blóð­ið raun­veru­legt manns­blóð úr blóð­flokkn­um AB, með öll­um venju­leg­um frum­efn­um. Kirkj­an hef­ur úr­skurð­að, að þetta er satt. Raun­veru­leg um­breyt­ing verð­ur í hverri ein­ustu kaþólskri messu, þótt hún sé ekki sýni­leg á þenn­an hátt. Blóð­ið í Lanciano skipt­ist af sjálfu sér í fimm köggla, jafn­marga sár­um Krists.

Jón Rafn Jóhannsson gaf upplýsingar um at­burð­inn í Lanciano. Hann rit­aði sjálf­ur um þetta grein á vef­inn kirkju.­net ár­ið 2006.

       

Lord, Bob & Penny @ Miracle of the Rosary Mission

Real Presence Eucharistic Education and Adoration Association

Santuario del Miracolo Eucaristico

Tardif, Thérèse

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (portúgalska)

Zenit (2005)

.         

Read Full Post »

    

Núrsía

   

cras04

   

Benediktsmunkarnir í Núrsíu

     

Tvíburarnir Benedetto og Scolastica fœdd­ust ár­ið 480 í Norcia í hér­að­inu Perugia á Mið-­Ítalíu [Umbria]. Þau urðu frum­kvöðl­ar klaust­ur­lífs á Vest­ur­lönd­um. Allt frá 10. öld var reglu­legt klaust­ur­hald í þess­um bœ, unz Napol­eon Bona­parte rak munk­ana burt 1810. Þeir áttu ekki aft­ur­kvæmt.

Prestur að nafni Cassian Folsom (1955-) stofn­aði 1998 ásamt tveim­ur kunn­ingj­um sín­um til munk­líf­is í Róm, þótt efni væru lít­il. Þeir komu sér fyr­ir í þröngri íbúð, inn­rétt­uðu eitt herberg­ið sem kap­ellu og fœrðu skömmu síð­ar út kví­arn­ar með því að leggja und­ir sig bíl­skúr sem svefn­stofu. Þeir gengu undir Bene­dikts­reglu. Þeir líta svo á, að stofn­skrá henn­ar sé ein af gjöf­um hins Heil­aga Anda.

En nú kom upp á árinu 2000, að unnt væri að sam­eina þetta tvennt: munka­lausa klaustr­ið í Norcia og klaust­ur­lausu munk­ana í Róm. Það gekk eft­ir, starf­ið bless­að­ist og munk­um hef­ur fjölg­að að mun. Þeir hafa eign­azt klaust­ur­rúst í hálfr­ar klukku­stund­ar göngu­leið frá bœn­um. Ætl­un­in er að end­ur­reisa hana, því að þar er betra næði og stœrra at­hafna­svæði. En jafn­framt hyggj­ast þeir áfram hafa að­set­ur inni í Norcia.

Munkarnir hafa sett upp snot­urt vef­set­ur. Þang­að má með­al ann­ars sœkja fagr­an söng, auk held­ur að panta hljóm­disk, sem þeir gáfu út vor­ið 2004 með tón­list til að nota á messu­dög­um Bene­dikts [11. júlí] og Skolast­iku [10. febr­úar]. Einn­ig sést, hvern­ig þeir verja deg­in­um, sem hefst með tíða­söng snemma á 5. tím­an­um. Klaustr­ið tek­ur á móti ferða­löng­um. Það hef­ur um­sjón með helgi­haldi í basilík­unni í Norcia, og þar er mess­að bæði á latínu og ítölsku. Í hvelf­ingu und­ir henni er að finna merki um hús heil­ags Benedikts.

Heilagur Gregorius mikli sagði frá Bene­dikt og Skolast­iku, sjá 2. bók af Dia­log­unum.

     

Read Full Post »

    

Anselmus

    

Ófullgert, undervejs, not finished

Anselmus dó 21. apríl, sem er messu­dag­ur hans. Í Martyro­log­ium Rom­an­um stend­ur: “Cantuariæ, in Anglia, sancti Anselmi Episcopi, Con­fessor­is et Ecclesiæ Doctor­is, sanctitate et doctrina conspicui.” Anselm­us er sagð­ur hafa ver­ið tek­inn í helgra manna tölu 1492. Hann var út­nefnd­ur kirkju­frœð­ari 1720. Helg­ur dóm­ur hans var lagð­ur í skrín í Canter­bury, og sið­skipta­menn eyði­lögðu það.

Anselmus fœddist í Aosta á Norður-Ítalíu og ólst upp hjá ströng­um föð­ur, sem aftr­aði hon­um að ganga sem 15 ára í klaust­ur. En þó fór svo, að 1060 gerð­ist Anselm­us munk­ur í Bene­dikts­klaustr­inu í Bec í Normandí. Hann varð príor strax 1063 og lagði mikla stund á að auka mennt­un munk­anna, en sjálf­ur helg­aði hann sig um ára­bil rann­sókn á verk­um heil­ags Ágúst­ín­us­ar. Anselm­us var 1078 kjör­inn ábóti í klaustr­inu, enda þótti hann skara fram úr í þekk­ingu og hafði sam­ið stór­merki­leg rit í heim­speki og guð­frœði. Hann er stund­um kall­að­ur fað­ir eða fyr­ir­renn­ari skóla­spek­inn­ar, sem á við að­ferð hans til að nálg­ast úr­lausn við­fangs­efna. Sem ábóti þurfti Anselm­us að fást við ým­is ver­ald­leg mál­efni, sem snertu vöxt og við­gang klaust­urs­ins, einn­ig í Eng­landi, sem frá 1066 laut stjórn að­als­manna frá Normandí. Hann efldi mjög klaust­ur­skól­ann, og á 15 ár­um hans sem ábóti gengu 180 munk­ar í klaustr­ið. Hann vígð­ist 1093 sem erki­bisk­up af Kant­ara­borg en varð margt mót­drœgt, því að kon­ung­ar lands­ins vildu sjálf­ir ráða mestu í mál­efn­um heil­agr­ar kirkju. An­selm­us var því í út­legð 1097-­1100 og 1103-1106.

     

Abbaye Notre-Dame du Bec @ Normandie, France

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Bibliographisches Kirchen­lexikon

Butler, Alban (18. öld) @ Eternal Word Television Network

Catholic News Agency

Catholic Online

D’Ambrosio, Marcellino @ The Crossroads Initiative

Den store danske @ Gyldendal

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Flottorp & Halvorsen @ Store norske leksikon

Heiligen-3s

Hughes, Marilynn @ Suit101

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Kent, William @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Pius PP. X: Communium rerum (21. apríl 1909)

Rabenstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

Sadler, Greg @ The Internet Encyclopedia of Philosophy

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Stanford Encyclopedia of Philosophy

Velocci, Giovanni @ L’Osservatore Romano 2008

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

    

Read Full Post »

    

Ambrosius biskup

    

Ófullgert, undervejs, not finished

Messudagur Ambrosiusar er í rómversk-kaþólsku kirkjunni 7. desember. Í Martyrologium Romanum stendur: “Sancti Ambrosii Episcopi, Confessoris et Ecclesiæ Doctoris, qui pridie Nonas Aprilis obdormivit in Domino, sed hac die potissimum colitur, qua Mediolanensem Ecclesiam gubernandam suscepit.”

Ambrosius var af róm­versk­um að­als­ætt­um, fað­ir hans land­stjóri í Gallíu og krist­inn­ar trú­ar, þótt ekki léti hann skíra börn sín. En hann féll snemma frá, og þá flutt­ist ekkja hans með börn­in til Róm­ar. Þar lærði Ambros­ius með­al ann­ars grísku, mælsku­list, lög­frœði og bók­mennt­ir. Síð­an gerð­ist hann mál­fœrslu­mað­ur og dóm­ari en var 372 út­nefnd­ur land­stjóri á Norð­ur-­Ítalíu og hafði að­set­ur í Milano, sem þá var höf­uð­borg í vest­ur­hluta keis­ara­dœm­is­ins. Ár­ið 374 varð bisk­ups­laust í borg­inni, og til óeirða kom við kjör á nýj­um bisk­upi, því að Aríus­ar­villa átti á þeim tíma mik­il ítök. Ambros­ius flýtti sér nú til dóm­kirkj­unn­ar. Hann vildi sem land­stjóri stilla til frið­ar og hélt sköru­lega ræðu yf­ir mann­fjöld­an­um. En þá kall­aði barn úr hópn­um: “Ger­ið Ambros­ius að bisk­upi!” Hon­um til mik­ill­ar mœðu tóku all­ir und­ir. Ambros­ius hafði ekki enn ver­ið skírð­ur og leit­aði allra bragða til að víkj­ast und­an þess­um vanda, en bisk­up­ar í ná­grenn­inu og síð­ast keis­ar­inn sjálf­ur stað­festu kjör­ið. Hann tók því skírn og all­ar vígsl­ur kirkj­unn­ar, síð­ast bisk­ups­vígslu 7. desem­ber 374. Síð­an gaf hann all­ar eig­ur sín­ar fá­tœk­um og kirkj­unni og hóf að mennta sig í rit­um kirkju­feðr­anna. Ambros­ius var bisk­up á um­brota­tím­um, og sér­stak­lega urðu á hans dög­um mik­il átök um Ar­íus­ar­villu, sem hann snér­ist ein­dreg­ið gegn. Ís­lend­ing­ar þekkja ef til vill bezt til þessa bisk­ups úr sögu Guð­mund­ar góða, sem reynd­ar á ým­is­legt skylt með hon­um og taldi Ambros­ius vera sér­stak­an vin sinn á himnum.

   

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Bibliographisches Kirchenlexikon

Benedictus PP. XVI (ávarp 24. október 2007)

Catholic Online

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Heiligen-3s

Hughes, Marilynn @ Suit101

Jacobus de Voragine (13. öld) @ The Latin Library

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Loughlin, James @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

O’Grady, Desmond @ Catholic Ireland

Orthodox Wiki

Rabeinstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

Santi, beati e testimoni

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

    

Read Full Post »

    

Agnes (Onorio Marinari, 17. öld)

    

Gröf heilagrar Agnesar

    

Messudagur Agnesar er 21. janúar, til minn­ing­ar um dauða henn­ar (en einn­ig hef­ur henn­ar ver­ið minnzt 28. jan­úar). Í Martyro­logium Rom­anum stendur: “Romæ passio sanctæ Agnetis, Virginis et Martyris; quæ, sub Præ­fecto Urbis Symphronio, ignibus iniecta, sed iis per orationem eius exstinctis, gladio per­cussa est. De ea beatus Hiero­nymus hæc scribit: Omnium gentium litteris atque linguis, præcipue in Ecclesiis, Agnetis vita laudata est; quæ et ætatem vicit et tyrannum, et titulum castitatis martyrio consecravit.” Þor­lák­ur helgi bauð að halda heil­agt Agn­es­ardag.

Samkvæmt Rómarrétti mátti ekki líf­láta hrein­ar meyj­ar, og varla hef­ur mörg­um þótt fínt að fara í kring­um þau lög með því að flytja heil­aga Agn­esi í vænd­is­hús, af því hún vildi ekki láta að vilja ungs yf­ir­stétt­ar­manns. Blóð písl­ar­vott­anna er fræ­korn kristn­inn­ar, sagði Tertull­ian­us, og á vel við þessa stúlku. Nafn henn­ar mun kom­ið úr grísku og merkja hrein­líf, óflekk­uð eða heil­ög. En það lík­ist latn­eska orð­inu agnus, sem þýð­ir lamb (sbr. Jh 1.29, 36), og það er helzta tákn Agn­es­ar, ásamt pálma­grein písl­ar­vott­anna. Á messu­degi henn­ar taka munk­ar úr Abbatia trium fontium ad Aquas Salvias tvö óað­finn­an­leg lömb og fœra þau til basi­lík­unn­ar Sant’­Agnese fuori le mura, en þar er gröf Agn­es­ar (sjá mynd). Í kirkj­unni eru lömb­in bless­uð, sem páf­inn ger­ir venju­lega sjálf­ur, en síð­an rú­in á skír­dag. Ull­ina fá nunn­ur úr klaustri heil­agr­ar Sess­elju í Traste­vere, og úr henni eru of­in pall­íum, sem lát­in eru liggja á alt­ari í Pét­urs­kirkj­unni að­fara­nótt Pét­urs­messu og Páls, 29. júní, en síð­an af­hent nýj­um erki­bisk­up­um í morg­un­mess­unni (sjá hér, 3,3 GB). Önn­ur höf­uð­kirkja heil­agr­ar Agn­es­ar heit­ir Sant’­Agnese in Agone. Á þeim stað leið hún písl­ar­vætt­ið. Forn­ar heim­ild­ir um hana eru all­marg­ar (Ambrosius, Aug­ust­in­us, Dam­as­us, Hiero­nym­us, Prud­ent­ius), og kjarn­inn í þeim má telj­ast áreið­an­leg­ur. Með­fylgj­andi helgi­mynd af Agn­esi er eft­ir Onorio Marinari (1627-1715).

Agnes er verndar­dýr­ling­ur ungra stúlkna. Löng­um hef­ur ver­ið sagt, að fasti þær fyr­ir Agn­es­ar­messu, muni þær að­fara­nótt henn­ar sjá manns­efni sitt í draumi. Enska skáld­ið John Keats (1795-1821) orti 42 er­inda róm­an­tískt ljóð um þetta. Nicholas Wise­man kardínáli (1802-1865) not­aði Agn­esi sem eina af fyrir­mynd­um í skáld­sög­unni Fabiola, sem ger­ist snemma á 4. öld í Róm.

    

Agnesar saga

(Heilagra manna sögur, 1. bindi, prentað 1877)

Ambrosius biskup [skakkt mun að nefna hann til, sag­an ef til vill að stofni frá 7. öld], þræll þræla Guðs, send­ir kveðju helgum meyj­um. Vér höld­um há­tíð­ar­dag hinn­ar helg­ustu meyj­ar með sálm­um og Guðs lofi. Gleðj­ist flokk­ar lýða og fagn­ið Krists ölmus­ur, fögn­um vér all­ir með Drottni, og minn­umst, hversu pínd var hin helg­asta Agn­es; á hin­um þrett­ánda vetri ald­urs síns glat­aði hún dauða og fann líf, því að hún elsk­aði skap­ara lífs; ung var hún að aldri en al­rosk­in að sið, fög­ur að áliti, en fegri að sið­um og trú.

Borg­ar­greifa son hafði uppi orð sín og bað henn­ar, og hét hann mörg­um fríð­ind­um bæði henni og frænd­um henn­ar og sýndi henni dýr­lega gripi. En hin heil­aga Agn­es fyr­ir­leit það allt og tróð und­ir fót­um sem saur. Þá ætl­aði hinn ungi mað­ur, að hún mundi betri ger­sem­ar vilja, og hafði með sér gull og gim­steina og alls kyns fagr­indi, og hét henni lönd­um og laus­um aur­um, mani og alls kyns heims auð­æf­um, ef hún neit­aði eigi sam­för við hann. En hún svar­aði hon­um á þessa lund: “Far þú frá mér, dauða mat­ur og synda fóð­ur, því að eg er elsk­uð af öðr­um unn­anda, þeim er mér fœrði miklu betri auð­æfi og veð­mælti mig með fing­ur­gulli trú sinn­ar, og þér göfg­ari er að öllu kyni og að allri tign; hann skrýddi mig óum­ræði­legu skrúði og prýddi háls minn dýr­leg­um menj­um; skrýddi hann mig gull­ofn­um möttli og valdi mér hina björt­ustu gim­steina; sitt mark setti hann yf­ir and­lit mitt, að eg þýdd­ist eng­an ann­an unn­anda nema hann; sýndi hann mér óum­ræði­leg auð­æfi, þau er hann hét að gefa mér, ef eg væri stað­föst í ást við hann. Af því má eg eigi gjöra í mót hin­um fyrri unn­anda og þekkj­ast ann­an en fyr­ir­líta þenn­an, er eg hefi nú ást við lagt, að hans kyn er göfg­ara og mátt­ur styrk­ari, ásjóna fegri og ást un­að­sam­legri og öll dýrð kjör­legri. Minn lík­ami er sam­tengd­ur hans lík­ama, og eig­um við bæði brúð­hvílu sam­an; hans meyj­ar skemmta mér dýr­leg­um söngv­um, af hans munni tók eg hun­ang, og hans blóði eru roðn­ar kinn­ar mín­ar, og eg er hald­in af hans faðm­lagi. Hans móð­ir er mær, og hef­ur fað­ir hans eigi konu átt. Þeim er eg föstn­uð, sem engl­ar þjóna, hans feg­urð undr­ast sól og tungl, af hans ilm end­ur­lifna dauð­ir, og af hans átöku styrkj­ast sjúk­ir, hans auð­æfi spill­ast aldrei né þverra; hon­um ein­um varð­veiti eg trú mína, og hon­um felst eg á hendi af öllu hjarta og með öll­um al­huga; þá er eg hrein, ef eg ann hon­um, og þá mær, ef eg fylgi honum.”

En er hinn ungi mað­ur heyrði þessi orð henn­ar, þá varð hann feng­inn af blindri ást og kvald­ist í sorg­um hug­ar og lík­ama, þar til er hann lagð­ist í rekkju af, og sögðu lækn­ar, að of­ur­ást kveldi hann. – En er fað­ir hans frá það, er lækn­ar sögðu, þá bar hann upp hin sömu orð að biðja meyj­ar­inn­ar, sem son­ur hans hafði mælt. En hin heil­aga Agn­es synj­að­ist og kvaðst aldrei vilja slíta ást við hinn fyrri unn­anda sinn. Þá tók Sim­phron­ius greifi að spyrja, hver unn­andi henn­ar væri, sá er hún hrós­aði hans mætti. En þeir voru, er hon­um sögðu, að hún var krist­in og kall­aði Krist unn­anda sinn. En er greif­inn varð þess viss, þá sendi hann þeg­ar hirð­menn sína með styrk mikl­um eft­ir henni, og var hún leidd fyr­ir dóm­stól hans, og kvaddi hann hana fyrst með blíð­um orð­um en síð­an ógn­ar­mál­um. – En Krists mær tæld­ist eigi fyr­ir blíð­leik hans, og eigi hrædd­ist hún ógn­ir hans, held­ur var hún með hin­um sama hug ávallt og hinu sama áliti og hló að hon­um, hvort sem hann var reið­ur eða blíð­ur í hug­um. – En er Simphron­ius greifi kast­aði á glæ öll­um orð­um, þeim er hann mælti við Guðs mey eða við frænd­ur henn­ar, þá lét hann leiða hana fyr­ir dóm­stól sinn í ann­að sinn og mælti við hana: “Eigi máttu hlýða réttu ráði né nið­ur leggja þrá­girni brjósts þíns, nema þú skilj­ir fyrr frá þér breytni krist­inna manna, þeim er þú hrós­ar að þér hafi kennt fjöl­kynngi; af því er þér nauð­syn að göfga Gefj­un [átt er við Vestu] gyðju vora, að þú sért und­ir henn­ar trausti og í henn­ar þjón­ustu nótt og dag, ef þér lík­ar að halda mey­dómi og hrein­lífi.

Heilög Agnes svar­aði: “Ef eg synj­að­ist syni þín­um, lif­andi manni, þeim er skilja má skyn­semi, og heyra má, sjá og ganga, og kenna sín, og njóta góðra hluta þessa heims, og eigi vildi eg til hans líta fyr­ir ást­ar sak­ir við Krist, hví má eg þá göfga skurð­goð and­laus og vit­laus, og gera það í mót hin­um hæsta Guði og lúta stokk­um eða stein­um?” – “Heilt ráð vil eg kenna þér,” sagði Sim­phron­ius, “og sit eg þér af því guð­last­an, að eg sé ald­ur þinn minni en hygg­indi.” – Heil­aga Agn­es svar­aði: “Hirð eigi þú að fyr­ir­líta æsku mína, svo að þú hygg­ir mig rækja, hvort þú ert reið­ur eða blíð­ur í hug­um, því að Guð virð­ir menn meir að hug­skoti og trú en að aldri. En ef þú var­ar mig við reiði goða þinna, þá láttu þau sjálf reið­ast og sjálf sitt er­indi reka, hefni þau sjálf sín, og bjóði sjálf, að þau séu göfg­uð. En eg sé, að þú leit­ar þess við mig, er þú munt aldrei fá, af því gerðu það, er þér er í skapi.” – Sim­phron­ius mælti: “Nú skalt þú kjósa um tvo kosti, ann­að tveggja að blóta Gefj­un gyðju vora með meyj­um öðr­um, til lofs ást­ar­manna þinna, eða þú munt seld með port­kon­um til saur­líf­is og til skemmd­ar kyns þíns, og munu eigi kristn­ir menn mega efla þig, þeir er þér kenndu fjöl­kynngi, þá er þú treyst­ir, að þú meg­ir forð­ast þessa mein­gerð.” – Agnes svar­aði: “Ef þú viss­ir, hver Guð minn væri, þá mund­ir þú eigi þetta mæla; en þar sem eg veit kraft Drott­ins míns Jesú Krists, þá fyr­ir­lít eg ör­ugg ógn­ir þín­ar, og trúi eg því, að eg mun eigi blóta skurð­goð þín og saurg­ast af ann­arra synd­um, því að eng­ill Guðs er með mér og varð­veit­ir lík­ama minn, og Son­ur Guðs, sá er þú kannt eigi, hann er mér borg­ar­vegg­ur óyf­ir­stíg­leg­ur og vörð­ur, sá er aldrei sef­ur, og hlífi­skjöld­ur, sá er aldrei þrotn­ar. En goð þín, er af eiri eru gjör, þá væru þar nýt­ari ker úr gjörð til gagns mönn­um, eða ef þau eru úr steini, þá væri betra stræti þilj­að með þeim, að eigi vaði menn leir, því að guð­dóm­ur er á himn­um en eigi í stein­um, og held­ur í loft­ríki en í málmi. En þú og þér lík­ir, ef þér lát­ið eigi af blót­um þeirra, þá mun ein písl yf­ir yð­ur ljúka, því að svo sem þau eru blás­in í eldi, að þau verði smíð­uð, svo verða og göfgan­ar­menn þeirra sam­an brennd­ir í ei­líf­um eldi, eigi til þess að þeir verði smíð­að­ir, held­ur til hins að þeir kvelj­ist og far­ist æ og æ.

Þá reiddist greif­inn og lét Guðs mey fœra úr föt­um og leiða nakta til port­kvenna húss. En þeg­ar er hún var úr föt­um fœrð, þá leysti hún hár sitt; en Guð veitti henni svo mik­inn hár­vöxt, að hún þótti bet­ur klædd af hári sínu en klæð­um. En er heil­aga Agnes gekk inn í hús­ið, þá fann hún þar eng­il Guðs, þann er hana skrýddi svo miklu ljósi, að eng­inn mátti sjá hana fyr­ir ljós­inu; hús­ið skein allt inn­an svo sem sól, þá er hún skín sem bjart­ast, og varð hver því blind­ari, er þang­að kom, sem hann var for­vitn­ari. – En er hún féll á kné til bœn­ar fyr­ir Drottni, þá sá hún þar hið bjart­asta klæði og skrýddi sig því og mælti: “Þakk­ir gjöri eg þér, Drott­inn Jes­ús Krist­ur, því að þú gafst mér klæði þetta og tald­ir mig með ambátt­um þín­um.” – En svo var klæð­ið henni skap­lega mik­ið og svo bjart, að eng­inn ef­að­ist um það, að engl­ar Guðs hefðu gert, þeirra, er sjá máttu. Þá gjörð­ist hór­hús að bœn­ar­stað, því að hver göfg­aði Guð, er þang­að kom, og fór hreinni það­an en þangað.

En er þessir hlutir gerð­ust, þá fór þang­að borg­ar­greifa son, sá er vald­ið hafði óskil­um þess­um öll­um, og fylgdu hon­um jafn­aldr­ar hans gá­laus­ir, og gengu inn í hús­ið fyr­ir hon­um með hlátri og gá­leysi. En er þeir sáu ljós­ið, undr­uð­ust þeir og hurfu aft­ur og veg­söm­uðu ljós Guðs. Greifa son ávít­aði þá og kvað þá ekki þora, og gekk inn í hús­ið síð­an og sá ljós­ið, og göfg­aði eigi Guð, held­ur óð hann fram í ljós­ið með óhreinu hug­skoti. En áð­ur hann mætti hendi sinni taka til meyj­ar­inn­ar, þá varð hann kyrkt­ur af djöfli og dó. En er hann dvald­ist í hús­inu, þá ætl­uðu föru­naut­ar hans, að hann mundi að vilja sín­um og mun­úð­lífi dvelj­ast, og gekk inn einn þeirra í hús­ið, sá er gá­laus­ast­ur var, svo sem hann fagn­aði mun­úð hins; en er hann sá hann dauð­an, þá kall­aði hann og mælti: “Bjarg­ið oss, Róma­borg­ar menn, kona þessi hef­ur drep­ið með mik­illi fjöl­kynngi son borg­ar­greifa vors.” Þá var kvatt móts, og dreif þang­að mik­ill fjöldi manna, og varð þræta mik­il um Guðs mey: sum­ir töldu hana fjöl­kunn­uga, en sum­ir sak­lausa.

En er greif­inn frá dauða son­ar síns, þá fór hann til móts­ins með mikl­um hrygg­leik, og er hann sá hann dauð­an, þá kall­aði hann með grimm­legri röddu á Guðs mey og mælti: “Þú hin grimm­asta kona, fyr­ir hví drapst þú son minn með eitri fjöl­kynngi þinn­ar?” – Heil­ög Agn­es svar­aði: “Sá hinn sami tók veldi í gegn hon­um, er hann vildi eft­ir lifa. Fyr­ir hví eru hér all­ir aðr­ir heil­ir, þeir er hing­að komu, nema því að all­ir lof­uðu Guð, þann er eng­il sinn sendi til mín, og skrýddi mig klæði misk­unn­ar sinn­ar og varð­veitti lík­ama minn, þann er Guði er helg­að­ur og eign­að­ur. Nú þeir all­ir, er ljós­ið sáu, göfg­uðu Guð og fóru á brott ómeidd­ir, en þessi mað­ur fór gá­laus og óð­ur og lof­aði eigi Guð, þá er hann sá ljós­ið, en er hann vildi mig hönd­um grípa, þá lét eng­ill Guðs hann deyja ill­um dauða, sem nú sér þú.” – “Þá mun eg trúa,” kvað greif­inn, “að eigi valdi þessu fjöl­kynngi þín, ef þú bið­ur eng­il­inn og get­ur það, að hann gjaldi mér son minn.” – Heil­ög Agn­es svar­aði: “Þótt trú yð­ar sé eigi verð að geta það af Guði, þá er þó nú sú tíð kom­in, er mak­lega má vitr­ast kraft­ur Drott­ins míns Jesú Krists. Af því gang­ið þér all­ir út, en eg mun biðja fyr­ir mér til Guðs.” – En er all­ir gengu út, þá féll Agn­es á kné til bœn­ar og bað til Drott­ins, að hann reisti upp hinn unga mann. Þá sýnd­ist henni eng­ill Guðs, og styrkti hann hug henn­ar reis­andi mann­inn af dauða. – En sá er upp reis, gekk þeg­ar út, kall­aði og mælti: “Einn er Guð á himni og jörðu og í sjó, sá er Guð krist­inna manna, en öll skurð­goð eru ónýt og mega hvorki bjarga sér né öðr­um.” – Þá tóku all­ir blót­bisk­up­ar að œð­ast og köll­uðu með einni röddu og mæltu: “Tak­ið þér hina fjöl­kunn­ugu konu og for­dæðu, er vill­ir hugi manna og snýr hjört­um þeirra.” – En er greif­inn sá svo mikl­ar jar­tein­ir gerð­ar, þá undr­að­ist hann, en þorði þó eigi gera í mót blót­mönn­um eða mæla í mót sjálf­um sér og hlífa meyj­unni. Þá fór hann á braut óglað­ur, er hann mátti eigi hjálpa Guðs mey eða leysa úr öll­um písl­um þeirra eft­ir upp­risu son­ar síns, og lét aðra dœma um þetta mál.

En Aspasius dóm­andi lét kynda eld mik­inn í aug­liti lýðs­ins og lét kasta meyj­unni í log­ann miðj­an. En er það var gjört, þá skipt­ist log­inn í tvo staði og brenndi lýð­inn á hvora tveggja hönd, en hana sak­aði ekki hit­inn þess að held­ur. En blót­menn sögðu þetta af fjöl­kynngi henn­ar en eigi guðs krafti. En dóm­and­inn kall­aði á kval­ar­ana og bað, að þeir kveldu meyna. – Þá hélt Agn­es hönd­um til him­ins og bað til Guðs á þessa lund: “Al­mátt­ug­ur og óg­ur­leg­ur og göf­ug­leg­ur Fað­ir, Drott­inn minn, þig lofa eg og dýrka eg, því að fyr­ir Son þinn forð­ast eg ógn­ir vondra manna, og sté eg yf­ir vél­ar djöf­uls og gekk ósaurg­aða götu. Nú hvelf­ist yf­ir mig dögg af himni af Helg­um Anda, svo að eld­ur­inn slokkn­ar hjá mér, og skauzt log­inn og hvarf hit­inn til þeirra, er hann kyntu. Þig lofa eg, göf­ug­ur Fað­ir, þú læt­ur mig koma til þín óhrædda á með­al elda. Nú sé eg það, er eg trúði; nú held eg því, er eg vænti; nú fagna eg því, er mig fýsti til; þér játa eg með munni mín­um, og til þín fýs­ist eg af öllu hjarta. Nú þeg­ar kem eg til þín, lif­andi Guð, er með Drottni vor­um Jesú Kristi Syni þín­um lif­ir og rík­ir nú og um all­ar ald­ir alda.” – En er hún hafði lok­ið bœn sinni, þá slokkn­aði eld­ur­inn all­ur, svo að eng­inn flær [sic] var eft­ir. Þá mátti Asp­as­ius eigi stand­ast óp al­þýðu, og lét spjóti leggja í brjóst meyj­ar­inn­ar, og helg­aði Guð sér hana brúði og písl­ar­vott, og fór hún til al­mátt­ugs Guðs með þessu líf­láti. En frænd­ur henn­ar tóku lík­ama henn­ar með fagn­aði og grófu í land­eign sinni skammt frá Róma­borg á götu þeirri er Num­ent­ana heit­ir. En er krist­inn lýð­ur kom oft þang­að til bœna, þá söfn­uðu heiðn­ir menn liði og börðu grjóti að þeim og ráku þá á brott þaðan.

En Em­er­enc­iana hét fóst­ur­syst­ir Agn­et­is, þessi var heil­ög mær og þó prim­signd að­eins; hún stóð óhrædd og flýði eigi, held­ur ávít­aði hún heiðna menn og mælti: “Þér vesæl­ir og grimm­ir bann­ið þeim, er al­mátk­an Guð göfga, og höggv­ið sak­lausa menn, en trú­ið sjálf­ir á stokk og stein.” – En er hún mælti þessi orð og þess­um lík, þá börðu þeir hana grjóti, og lét hún önd sína, er hún var á bœn­um hjá leiði sæll­ar Agn­et­is. Þessi mær skrýdd­ist í blóði sínu, því að hún tók bana fyr­ir það er hún játti Guði. Á þeirri sömu stundu varð land­skjálfti mik­ill, flugu eld­ing­ar og reið­ar­þrum­ur, og féll nið­ur mik­ill hluti heið­ins lýðs og dó. – Það­an frá þorði eng­inn mað­ur að granda þeim mönn­um, er komu til leið­is heil­agra manna að biðja fyr­ir sér. En frænd­ur Agn­et­is komu um nótt með kenni­mönn­um og tóku lík­ama Em­er­enc­iane meyj­ar og grófu skammt frá leiði Agn­et­is. – En er frænd­ur Agn­et­is vöktu oft um nœt­ur á bœn­um að leiði henn­ar, þá sáu þeir að miðri nótt meyja flokk mik­inn í lofti með ljósi. Þær voru all­ar skrýdd­ar gull­ofn­um klæð­um. Í þeirra liði sýnd­ist þeim heil­ög Agn­es, og stóð til hægri hand­ar henni lamb snævi hvít­ara. – En er frænd­ur henn­ar sáu þessi tíð­indi og aðr­ir kristn­ir menn, þeir er þar voru, þá kom hræðsla mik­il yf­ir þá. Þá nam Agn­es stað­ar með meyja lið sitt ok mælti til frænda sinna: “Eigi skul­uð þér gráta and­lát mitt, held­ur fagn­ið þér með mér og gleðj­ist, því að með þess­um meyj­um öll­um eign­ast eg ljós­an stað, og er eg nú á himn­um í ei­líf­um fagn­aði með þeim, er eg elsk­aði á jörðu af öllu hjarta.” En er hún hafði þetta mælt, þá leið hún til himins.

En er mað­ur sagði þessi tíð­indi hver öðr­um, þá kom þessi saga til eyrna dótt­ur Con­stant­ini kon­ungs, en hún hét Con­stanc­ia, en hún var hin vitr­asta mær. En hún var svo öll hrjúf og sár, að eng­inn flekk­ur var heill á henn­ar hör­undi allt úr hvirfli og of­an á tær; en henni var það ráð kennt til heilsu, að hún fœri um nótt til leið­is Agn­es­ar og bœði fyr­ir sér til Guðs, því að hún hafði trú í hug sér, þótt hún væri heið­in. – En er hún gjörði, sem henni var kennt, þá sofn­aði hún á bœn sinni, og vitr­að­ist henni heil­ög Agn­es í draumi og mælti við hana: “Vertu styrk og stað­föst, Con­stanc­ia, og trú Drott­in Jes­úm Crist vera Guðs Son og grœð­ara þinn af himni, og muntu taka heilsu allra sára þinna.” – Þá vakn­aði Con­stanc­ia, og var svo al­heil, að einsk­is sárs mátti staði sjá á lík­ama henn­ar. En er hún kom heim til kon­ungs­hall­ar, þá gerði hún mik­inn fagn­að föð­ur sín­um og brœðr­um, og urðu all­ir hirð­menn og borg­ar­lýð­ur henni fegn­ir, en ótrúa heið­inna manna hneykt­ist. En Con­stanc­ia bað föð­ur sinn og brœð­ur, að þeir lof­uðu kirkju að gera til dýrð­ar Agn­esu, og lét hún sér í þeirri kirkju gröf gera. En er þessi tíð­indi frétt­ust, þá komu marg­ir til leið­is Agn­es­ar og 30 fengu þar heilsu sína, hvað er þeim varð að meini áð­ur, og hald­ast þær jar­tein­ir til þessa dags. En Con­stanc­ia kon­ungs­dótt­ir hélt mey­dóm sinn alla ævi sína, og lifðu marg­ar eft­ir henn­ar dœm­um og tóku nunnu­vígsl­ur. Svo þró­að­ist og óx hrein­líf­is kraft­ur af góð­um dœm­um hinn­ar helg­ustu Agn­es­ar, að marg­ar meyj­ar í Róma­borg héldu hrein­lífi sínu allt til dauða­dags, því að þær nunn­ur eign­ast ei­líf­an sig­ur og sælu án enda, ef þær halda hrein­lífi án efa fyr­ir Drott­in vorn Jes­úm Crist­um, þann er lif­ir og rík­ir með Föð­ur og Helg­um Anda, Guð um all­ar ald­ir alda. Amen.

 

      

Acta Sanctorum (Ianvarii, tomus II, p. 350-363, prentað 1643)

Ambrosius kirkjufaðir (um 376; De virginibus, liber I; sjá einn­ig Zuhls­dorf)

Antiochian Orthodox Christian Archdiocese of North America

Arduino, Fabio @ Santi, beati e testimoni

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Biblio­graphisch­es Kirchen­lexikon

Butler, Alban (18. öld) @ Eternal Word Television Network

Catholic News Agency

Catholic Online

Duffy, Patrick @ Catholic Ireland

Eglise Catholique en France

Ellsberg, Robert @ Catholic Ireland

Damasus páfi (d. 384; grafskrift)

Harbecke, Heike @ Bistum Münster

Heiligen-3s

Hieronymus kirkjufaðir (nálægt 400; bréf 130)

Holy Spirit Interactive

Jacobus de Voragine (um 1260) @ Star Quest Production Net­work

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kirsch, Johann Peter @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Kathpedia

McNamara, Fr. Robert @ Irondequoit Catholic Communities

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Prudentius (um 400; Peristephanon, carmen xiv)

Rabenstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María 

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Zuhlsdorf, Fr. John

Ökumenisches Heiligenlexikon

    

Read Full Post »

Older Posts »