Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Ítalía’ Category

 

Dominica mey og píslarvottur fæddist í bænum Tropea í héraðinu Calabria syðst á Ítalíu. Hún lenti í ofsóknum Diocletianusar keisara gegn kristnu fólki og var ófáanleg til að afneita trú sinni. Hún var því dæmd til að verða kastað fyrir ljónin. En þau gerðu stúlkunni ekkert mein, svo að hún var hálshöggvin. Messudagur hennar er 6. júlí.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

 

Auglýsingar

Read Full Post »

 

Maria Teresa Goretti fæddist í bænum Corinaldo í héraðinu Ancona á Ítalíu. Foreldrar hennar voru fátækt fólk. Faðir Mariu dó úr malaríu árið 1900. Fjölskyldan fluttist til Nettuno sunnan við Róm. Það kom nú í hlut Maríu að hugsa um heimilið og yngri systkini sín meðan móðir þeirra vann fyrir þeim. Piltur um tvítugt lagði hug á Maríu, sem ekki vildi þýðast hann. Hann reyndi þá árangurslaust að nauðga henni og stakk hana loks 14 sinnum með sýl. Hún dó af sárum sínum næsta dag, 6. júlí, sem er messudagur hennar, og hafði þá fyrirgefið banamanni sínum. Hún er álitin píslarvottur, því að hún vildi frekar láta lífið en syndga með piltinum. Pius páfi XII. tók Maríu í helgra manna tölu sumarið 1950.

 

Catholic News Agency

Catholic Online

EWTN

Franciscan Media

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Pilgrimage of Mercy

Pray More Novenas

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

 

Messudagur þeirra er 2. júní.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Read Full Post »

 

 

Petronilla var rómversk mey og píslarvottur. Messudagur hennar er 31. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

Agnes frá Montepulciano í Toscana á Mið-Ítalíu á messudag 20. apríl. Þegar hún var 9 ára gömul, fékk hún leyfi foreldra sinna til að ganga í klaustur, og sem 15 ára var hún kjörin abbadís. Meðan hún hafði heilsu til, lagði hún á sig talsverð meinlæti, lifði til dæmis á vatni og brauði í 15 ár og svaf á gólfinu með stein fyrir kodda. Jesúbarnið og María mey vitruðust henni, og englar færðu henni evkaristíuna. Hún naut ýmissa náðargjafa: læknaði til dæmis fólk, hafði spádómsgáfu, lyftist frá jörðu við bænagerðir og margfaldaði matvæli, sem voru af skornum skammti.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Ágústínus var Benediktsmunkur og súbpríor í Andrésarklaustrinu í Róm, sem Gregoríus mikli páfi hafði stofnað. Árið 596 ákvað Gregoríus að senda Ágústínus og þrjátíu munka honum til fulltingis, til að kristna engilsaxa, en England var orðið mjög heiðið. Síðar bættust í hópinn tíu prestar frá Gallíu. Páfi útnefndi Ágústínus ábóta fyrir hópnum. Þeir héldu á fund Aðalberts konungs í Kent, sem vildi ekki taka við kristni en gaf þeim hús í Kantaraborg og gaf þeim leyfi til að boða kristna trú. Þeim varð vel ágengt, og árið 601 tók konungur skírn ásamt mörg þúsund landsmönnum sínum. Ágústínus tók nú biskupsvígslu og telst vera fyrsti erkibiskup af Kantaraborg, enda hafði Gregoríus páfi sent honum pallíum. Síðar stofnaði Ágústínus önnur biskupsdæmi, bæði í London og í Rochester. Hann hefur verið kallaður postuli engilsaxa, þótt ekki entist honum lengi ævin sem biskup þeirra. Messudagur Ágústínusar er 27. maí.

 

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (danska)

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

Filippus Neri fæddist í borginni Firenze í héraðinu Toscana á Ítalíu en settist árið 1534 að í Róm. Hann stofnaði 1548 bræðralagið Santissima Trinita de’ Pellegrini e de’ Convalescenti, sem einkum fékkst við að liðsinna pílagrímum og sjúku fólki. Hann tók prestsvígslu 1551. Hann fékkst mikið við að hlýða á skriftamál. Hann stofnaði 1564 svokallað Oratorio [CO], félag presta og leikmanna, sem síðar fékk staðfestingu páfa sem trúarsamfélag og starfar nú víða um lönd. Séra Neri hafði mikil áhrif á samtímamenn sína og hefur verið kallaður þriðji postuli Rómar [á eftir postulunum Pétri og Páli]. Messudagur hans er 26. maí.

 

Catholic Herald

Catholic Online

EWTN

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

Older Posts »