Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Frakkland’ Category

                   

Mikjáll engill

       

Mont St. Michel

       

Árið 709 birtist heilagur Mikjáll erkiengill bisk­upn­um í Avranches í Nor­mandí, sem hét Au­bert og síð­ar var tek­inn í helgra manna tölu. Eng­ill­inn vildi láta reisa kirkju og helga sér á ör­fir­is­ey þar nærri. Hann fól bisk­up­in­um að sjá til þess, sem var erf­itt verk­efni, og bisk­up var í fyrstu ekki einu sinni viss um, að vitr­un hans væri sönn. En Mikj­áll birt­ist hon­um öðru sinni og loks í þriðja sinn, til að árétta fyr­ir­mæli sín. Kirkj­an reis, og síð­ar var einn­ig sett þar Bene­dikts­klaust­ur, auk þess sem píla­grím­ar flykkt­ust þang­að. Klaustr­ið stend­ur enn, og lagð­ur hef­ur ver­ið ak­veg­ur út í eyj­una, svo að ekki þarf leng­ur að vaða sand­bleyt­ur eða setja sig í hættu út af sjáv­ar­föllum.

Bergur Sokkason (d. 1350) var Benedikts­munk­ur á Þing­eyr­um en flutt­ist það­an í klaustr­ið á Munka­þverá og var þar tví­veg­is ábóti. Hann rit­aði sögu Mikj­áls eng­ils, til að lesa á há­tíð­um hans, og hér fer á eft­ir sá hluti henn­ar, sem fjall­ar um Mont Saint-Mich­el. Þetta var og er enn mjög fræg­ur stað­ur. Far­ið er eft­ir I. bindi af Heil­agra manna sög­um (23.-28. kafli), sem Carl Rik­ard Ung­er gaf út 1877, nema frá­gang­ur er felld­ur að síð­ari tíma hætti. Til sam­an­burð­ar má nota Acta Sanct­or­um, 8. bindi inn­an septem­ber­mán­að­ar (út­gef­ið 1762). Hefst nú frá­sögn Bergs ábóta:

23. kafli: Greint hefir verið um hríð, hversu bless­að­ur Mikha­el prýð­ir aust­ur­álfu heims­ins með kröft­um og jar­tein­um þeim, sem guði ein­um eru mátt­ug­leg og fylli­lega kunn­ug. Því skal boða þessu næst, hversu drott­inn allr­ar mildi dreif­ir sinni óum­ræði­legu misk­unn yf­ir vest­ur­álf­una fyr­ir ást og með­al­göngu síns kær­asta sendi­boða Mikha­el­is, herra höf­uð­engl­anna, til þess að eitt og hið sama efni verði öll­um ljóst í hverri álfu heims­ins, að rétt­trú­að­ir menn eru skip­að­ir í sam­lag engl­anna, sem fyrr var skrif­að í þessu máli. Því eru him­nesk­ir and­ar send­ir í þjón­ustu fyr­ir þeirra skuld, er arf­tœk­ir verða himna­rík­is fyr­ir sár og mildi vors ljúfa lausn­ara. Les­ið var með nokk­urri grein, hversu Mikha­el kaus sér virð­ing­ar­stað á háu fjalli, Gargano, en nú skal af segja og heyra í öðr­um stað, hversu hann vill dýrk­an sína gera láta með ólík­um hætti. Þessi stað­ur, er nú skal af segja, stend­ur fyr­ir ut­an haf í vest­ur­álfu heims. Hann er kom­inn mjög und­ar­lega og leyni­lega. Hann stend­ur með­al tveggja ósa þeirra vatns­falla, er ann­að heit­ir Seia en ann­að Sennuna. Út­haf­ið sjálft girð­ir að fyr­ir ut­an svo hart að flóð­un­um inn í báða ós­ana, að sjór­inn geng­ur á lág­lend­in báð­um meg­in fyr­ir of­an stað­inn, svo að þá er í ein­um flóa stend­ur, þá er í miðju sem eitt lít­ið ey­land, það er kirkju­helgi Mikha­el­is bann­ar, að sjór­inn meini. Svo segja gaml­ir menn og sann­orð­ir, að þetta nes með­al ann­ars væri að fornu vax­ið með þykkri jörð og stór­um skógi, svo að voru víða ein­setu­manna byggð­ir, því að svo var leyni­lega kom­inn stað­ur­inn bæði sak­ir þykk­leika merk­ur­inn­ar og fjar­lægra mannabyggða. Skóg­dýra­fjöldi var þar og mik­ill hjá ein­setu­mönn­um, sem víða er títt í eyði­mörk­um. Og með­an drott­inn vildi svo vera láta, að ein­setu­menn byggðu þenn­an stað, skip­aði hann svo sínu ein­valdi, að einn prest­ur af þorpi því er Auster­ian­us heit­ir færði þeim lík­am­lega vist, [bls. 704] því að í sjálfri mörk­inni var eng­in ögn mat­fanga. Gjör­ist það í fyrstu, sem skilj­an­legt er, eigi öðru vísi en í stór­merki birt­ing­ar Mikha­el­is af guðs hálfu til kenni­manns­ins, að hon­um er stað­ur­inn sýnd­ur og sagð­ur, og hvað hann bygg­ir, eða hversu hann skal hjálpa með dag­legri hugg­an þeirra lífi, sem þar eru. Fór svo lang­an tíma, að prest­ur­inn tók asna sinn hvern dag og fœrði ein­setu­mönn­um vist­ir. Var á þeim dög­um, er þetta gjörð­ist, for­lendi mik­ið milli merk­ur­inn­ar og hafs­ins, eigi minna en vi vikur.

24. kafli: En þá er guð vildi um venda þess­um stað og búa til virð­ing­ar Mikha­eli sín­um sæla vin, geng­ur sjór­inn á land­ið og ryð­ur jörð­ina alla fyrst upp að skóg­in­um, en síð­an fell­ir hann mörk­ina og kem­ur mönn­um á flótta, gref­ur brott gras­rót alla og ger­ir sem einn slétt­an sand alla leið upp í milli ánna, svo langt sem guð vildi skipa. Nær í miðju plássi stend­ur einn klett­ur, er guð hugði til eft­ir­kom­andi hluta. Og er vor herra Jesús Krist­ur hef­ur stað­inn með svo nýj­um hætti til bú­ið, er segj­anda, að í þeirri borg er Abrinc­us [Avranches] heit­ir var ágæt­ur bysk­up Auð­bert­us [Aubert] að nafni – sú borg stend­ur sex míl­ur brott af greind­um stað – var bysk­up henn­ar mjög heil­ag­ur mað­ur, sem guð virð­ist sýna hon­um og hinn ágæti Mikha­el, því að nokkra nótt, sem bysk­up sef­ur í sinni sæng, birt­ist hon­um bless­að­ur Mikha­el með skín­andi dýrð him­neskr­ar birtu og mæl­ir á þann hátt, sem hér fylg­ir: “Auð­bert bysk­up, heyr hvað eg segi þér. Í þeim stað, er nú kall­ast Arenna, skaltu láta kirkju reisa mér til sœmda, því að eg er Mikha­el höf­uð­eng­ill. Hefi eg þenn­an stað kos­ið og bless­að mér til virð­ing­ar í þess­ari álfu heims nærri borg yð­ar, og svo sem mín dýrk­an ger­ist í aust­ur­álf­unni á háu fjalli Garg­ano, svo veit­ist mér lof hér með yð­ur í lág­um stað á sjáv­ar­sandi.” Eft­ir svo tal­að vakn­ar bysk­up og hugs­ar inn­virðu­lega, hvað fyr­ir hafði bor­ið, ótt­ast fyr­ir lít­il­læt­is dyggð, að hann muni gabb­að­ur í svefni fyr­ir um­sát leyni­legs óvin­ar, sem synd­ug­um mönn­um kann oft til bera. Því hug­leið­ir hann post­ul­ans ráð, er svo tal­ar: próf­ið þér and­ana seg­ir hann, hvort þeir eru af guði. Fyr­ir því­lík­ar og aðr­ar hugs­an­ir dvel­ur bysk­up að full­gera boðna hluti, þar til er hann fær vitr­an aðra með sama hætti, er nú þó mun stríð­ara áminnt­ur, að hann hafi sig frammi og al­geri það, sem hon­um var boð­ið. En bysk­upi fer svo, þó að hann væri heil­ag­ur mað­ur og mjög kær guði, sem hinn heil­agi Gregor­ius páfi vott­ar af spá­mönn­um, að þeir höfðu nokk­urn tíma spá­dóms­anda og nokk­urn eigi, sem guð vildi skipa þeim til lít­il­læt­is varð­veizlu, að þeir [bls. 705] kenndi því gjör, hvað þeir tóku í gjöf eða hvað af sjálf­um sér. Þessu líkt ger­ist með Abrinc­ensi bysk­upi. Hann fær eigi skil­ið smá­smugu­lega grein and­anna, því að hans hjarta sljóvg­ast í mann­leg­um veik­leik, sak­ir þess að fremri gifta er hon­um und­an dreg­in í þetta sinn. Er hann þó senni­lega mjög hrædd­ur fyr­ir þess­ar tvær áminn­ing­ar, er hann of­reyni sig eigi, það er guði heyr­ir. Því legg­ur hann jafn­an bœn­ir mjúk­ar og lít­il­læti, að vor herra Jesús Krist­ur þyrmi hans hindr­an og tor­tryggð, en greiddi þetta mál til æski­legs enda.

25. kafli: Rétt í þann tíma sem Abrincensis bysk­up hef­ir tek­ið sagð­ar áminn­ing­ar tvær að tölu, ber svo til í sagðri pro­vincia, að einn grað­ung­ur er leyni­lega tek­inn brott frá hjörð­inni eins bónda. En sá er tók, ger­ir það meir sak­ir fornr­ar óvin­áttu en þjóf­legr­ar sjálfs síns girnd­ar. Því leið­ir hann það skraut­lega naut, er bezt var allra með hjörð­inni, brott í þann stað, sem hann hugði að aldrei skyldi finn­ast. En með því að oft­lega kem­ur sam­an góð­ur vilji guðs og ill­ur vilji manns­ins, þá leið­ir þessi mað­ur grað­ung­inn til fylgsn­is fram í þann stað, er vér greind­um fyrr af, og hann kem­ur út með­al ann­arra fram á sand­ana. Sér hann, hvar klett­ur stend­ur í miðju. Hér til fer hann og skoð­ar bjarg­ið uppi og niðri, hvort hann fyndi skúta nokk­urn eða helli að binda naut­ið og fela, og er hann hef­ir rann­sak­að, finn­ur hann í of­an­verðu stór­lega mikla dæld, svo að það er hið bezta leyni, ef hann fær grað­ung­in­um upp kom­ið. Það kost­ar hann og fær gjört; fer síð­an fram á sand­inn og próf­ar, hvort hann sæi nokk­uð til grað­ungs­ins upp í berg­ið, og sér eigi. Því snýr hann brott og þyk­ist hafa all­vel leik­ið. Hygg­ur hann sig hlut­laus­an af stuld, en veit fyr­ir víst, að grað­ungs­ins hvarf ger­ir ríka manni mikla hug­sótt og marg­an rekst­ur hans að leita síð og snemma. Og rétt fór, sem hann gat, ríka manni ligg­ur illa og leit­ar í fremstu lög, gefst eigi upp fyrr en úti eru all­ar von­ir, trú­ir víst, að hans ger­semi sé orð­in spell­virkja bráð, og harm­ar það, því að bóndi var mjög ágjarn. En hvað grað­ungs grein­ir þess­ar hafa merkja í máli Mikha­el­is, er þessu næst til veg­ar vikjandi.

26. kafli: Sem hér er komið, fær Abrincensis bysk­up þriðju vitr­an i harð­ari punkt en fyrr, því að Mikha­el höf­uð­eng­ill birt­ist hon­um stríð­ur og óg­ur­leg­ur með ávít­un­ar­orð­um fyr­ir þá sök, er hann óhlýðn­að­ist tveim áminn­ing­um. Býð­ur hon­um nú í stað að byrja sagð­an guðs vilja og eigi nokkra minnstu tálm­an á gera, ger­ir og í mik­illi rögg­semd, að svo mik­ið skal hann afl­að hafa í sinni hindr­an, að af þeim stað, er kirkjan reis­ist, skal hann sína fœt­ur hvergi brott hræra, fyrr en must­er­ið er gjört til lykta. Við þess [bls. 706] hátt­ar stríð­yrði svo mik­ils höfð­ingja verð­ur bysk­up ákaf­lega hrædd­ur í svefn­in­um, og þó svo með guðs vilja að hann fær afl að spyrja þeirra hluta, sem hon­um þótti mest þörf á vera. Hann seg­ir svo: “Herra minn sæli, hvar er sá stað­ur í því tak­marki, er Arena kall­ast og yð­ar kirkju­smíði sé til­heyri­leg­ur?” Hinn bless­aði Mikha­el svar­ar: “Nærri því bjargi, er bund­inn grað­ung­ur hef­ir í sín­um kolli, og stend­ur á miðj­um sandi, skaltu reisa mitt must­eri.” Bysk­up spyr þá enn : “Hvað er, herra minn, hvar skal eg af taka við­ur­kvæmi­legt form þessa húss í vídd eða breidd eða hæð að þín­um vilja?” Hinn bless­aði Mikha­el svar­ar: “Áð­ur grað­ung­ur­inn var upp­leidd­ur í klett­inn, gekk hann um­berg­is í hring á sand­in­um, svo vítt sem þú skalt kirkju reisa. Verð­ur þá mjög kringl­ótt, á lík­an hátt og eg smíð­aði í Garg­ano. Vil eg þar láta eft­ir mynda og gera ræf­ur lágt, sem staðn­um til heyr­ir. Lát þér og í hug koma, að grip­ur­inn sé aft­ur gold­inn þeim sem á, síð­an þú hef­ir séð og skil­ið hans fyr­ir­ætl­aða þjón­ustu.” Eft­ir þetta svo tal­að vakn­ar bysk­up bæði feg­inn og ótta­sleg­inn, lof­andi guð og göf­ug­leg­an Mikha­el­em með hymn­um og lof­söngv­um yf­ir þrenn­um þess­um vitr­un­um. Birt­ir hann nú sín­um lýð, hvað hon­um hef­ir sýnt ver­ið af guði og hin­um sæla Mikha­eli, og býð­ur í stað, að hans menn bú­ist sem hvat­leg­ast fram til stað­ar­ins. Tek­ur hann sér til fylgd­ar hina fríð­ustu klerka sinn­ar kirkju, gang­andi fram lít­il­lát­lega með hymn­um og psalm­odia, þeg­ar hann nálæg­ist þann bless­aða stað. Og sem hann kem­ur þar, sér hann öll merki, sem hon­um var ját­að: bjarg og naut bund­ið, fóta­traðk og fá­séna must­er­is reis­ing því­líka. Ger­ir hann nú hvat­lega boð tveim meg­in út í frá yf­ir hvora­tveggju á Siam og Senun­am [helztu vatns­föll á svæð­inu eru nú köll­uð Coues­non, Sée og Sélune], að menn komi að sjá og heyra sann­an guðs vilja. Og sak­ir þess að Mikha­el höf­uð­eng­ill er harla vin­sæll með­al góðra manna, eru þeir bún­ir til mœðu og erf­ið­is, er herra Auð­bert­us vill þeim bjóða. Því hef­ir bysk­up það upp­haf, með­an lið er næst, að hann læt­ur ryðja stað­inn og grafa til grund­vall­ar. En þann tíma sem þeir hyggja að pláss­inu kirkj­unn­ar, standa þar stein­ar tveir jarð­fast­ir í miðju harla stór­ir, er miklu fara hærra en smíð­inu heyrði. Því býð­ur bysk­up, að grafa skal um­berg­is og treysta góð átök, seg­ir að þess­ir stein­ar skulu fara út í grund­völl­inn sjálf­an. Hér þarf eigi langt um. Brot eru til sam­in, treyst er og áknú­ið með allri list og klók­skap, og sitja stein­ar sem áð­ur. Fær bysk­upi þetta mik­ils áhuga, því að starfs­menn fyr­ir leggj­ast og fá [bls. 707] ekki að gjört, hvar fyr­ir mæt­um Mikha­eli er hugs­anda að gera gott ráð fyr­ir, svo að eigi falli verk­ið hon­um til sœmdar.

27. kafli: Nokkur rikur burgeis var í ein­hverju hér­aði svo fjar­lægu brott af Abrinko, að þar höfðu eigi kom­ið þessi fagn­að­ar­tíð­indi, og eigi hafði þar birt­ur ver­ið boð­skap­ur bysk­ups um liðs­afla. Þessi ríki mað­ur hét Baiuno, stór­lega vold­ug­ur og mik­ils hátt­ar upp yf­ir alla sína frænd­ur og hér­aðs­menn. Hann sit­ur í þeim höf­uð­bœ, er Icius heit­ir. Hann átti tólf syni. Voru þeir all­ir stór­ir menn og sterk­ir. Höfðu þeir all­ir sam­an feðg­ar svo sem kon­ungs­vald yf­ir lýðn­um og ná­læg­um hér­uð­um. Því leit­ar sæll Mikha­el þang­að styrks og birt­ist ríka manni á næstu nótt eft­ir, sem Auð­bert­us bysk­up er fyr­ir lagð­ur og hans menn. Hann bless­að­ur tal­ar þá: “Þú ríki Baiuno,” seg­ir hann, “hef­ir mik­ið vald og lán af guði fyr­ir marg­hátt­að eft­ir­læti fjár og frænda­styrks. Því rís upp og tær þitt afl í mína tign, því að eg er Mikha­el höf­uð­eng­ill. Ber þig árla á morg­un fram í liðs­drátt og kom sem fyrst með son­um þín­um og vin­um á fund Auð­berti bysk­ups. Ger það, sem hann býð­ur, því að hann er minn um­boðs­mað­ur.” Eft­ir svo tal­að, vakn­ar ríki mað­ur og ger­ir guði þakk­ir, hef­ir í sömu stund fjöl­menni uppi og fer með öll­um skunda fram til Arenn­am á fund Auð­berti bysk­ups, segj­andi hon­um þá vitr­an, sem nú var les­in. Verð­ur bysk­up har1a feg­inn af þeim hlut, því að nú er fund­inn vott­ur ann­ar yf­ir orð­um og vilja Mikha­el­is. Seg­ir bysk­up Baiun­oni, hvar kom­ið er starfi og sveita þeirra kump­ána í þarf­laust að svo búnu um þrjá daga. Því seg­ir hann, að ríki mað­ur og syn­ir hans skulu gera sína þjón­ustu og veita stein­um átak eft­ir boði Mikha­el­is. Og án dvöl sem þeir koma og prófa stein­ana, eru þeir með guðs vilja svo létt­ir og velti­leg­ir, hvert er lík­ar, sem eigi hefði þeir grjót­leg­an þunga stein­legr­ar nátt­úru. Söng nú all­ur lýð­ur lof Mikha­eli fyr­ir auð­séna misk­unn og stór­merki. Geng­ur nú herra bysk­up glað­ur að verki með sín­um hús­körl­um, skip­andi ýms­ar sýsl­ur sér­hverj­um, sem hann sér bezt bera. Og þann tíma sem grund­völl­ur er graf­inn, fyllt­ur og til bú­inn, svo við út og inn sem bysk­upi þyk­ir hœfa þeirri kirkju­stöðu, er heil­ag­ur Mikha­el hafði hon­um vitr­að, ger­ist enn með nokkr­um hætti efa­semd og ótti í hans góð­fúsa hug­skoti, hvort efn­ið vel þjóni boð­orði Mikha­el­is. Hér yf­ir ótt­ast hann og bið­ur guð styrkt­ar um sína gjörð, ef hon­um lík­ar, að svo standi. Og á næstu nótt birt­ist hon­um sýn þeirri lík, er les­in er forð­um af [bls. 708] Gídeoni, að dögg him­ins sté nið­ur yf­ir ann­an hlut jarð­ar­inn­ar en ann­an eigi, hér með hljóð­ar rödd í bysk­ups­ins eyra svo mæl­andi: “Lát dögg­fall­ið ráða grund­vell­in­um, en þurr­lendi jarð­ar sé vöxt­ur og víð­erni kirkju.” Og eft­ir svo sagt vakn­ar bysk­up ótta­laus í öllu efni og full­ur af fagn­aði, læt­ur reisa til must­er­is þeg­ar á næsta degi, og geng­ur síð­an svo greint með heil­agri fljót­virkni, að bysk­up sér, ef guð lof­ar, að svo er sem gjört. Því hugs­ar hann fram­leið­is, at enn skort­ir mik­ið á, sak­ir þess að það nýja must­eri hef­ir enga heil­aga dóma hins mæta Mikha­el­is. Þyk­ir hon­um það mjög í móti. Og af þessu efni hugs­ar hann dag­lega, þar sem hann sit­ur á því sama bjargi, sem fyrr var greint í sög­unni, því að vel hélt hann hvorn tveggja boð­skap Mikha­el­is, fylgja smíð­inni stað­fast­lega og hvergi brott fara, og það ann­að, sem fyrr var sagt, að hann skyldi grað­ung­inn aft­ur senda sín­um herra. Ber það bjarg vitni, seg­ir sá er sög­una dikt­aði, að Auð­bert­us bysk­up sat á því dag­lega og fyr­ir sagði must­er­is­smíð Mikha­el­is. Því að nærri því sæti, er hann kaus sér í bjarg­inu, stend­ur til ei­lífr­ar minn­ing­ar það sama let­ur, er hann skrif­aði með sín­um fingri í sjálf­um stein­in­um allt eitt og á kröm­um snjó.

28. kafli: Til lofs og dýrðar sinu há­leita nafni birt­ist Mikha­el Abrinc­ensi bysk­upi í fimmta sinni með ít­ar­legri sýn, svo mæl­andi: “Rek brott all­an ekka þíns hjarta, því að eg kann gefa þér heilt ráð að fá mína helga dóma. Gjör tvo brœð­ur guð­hrædda aust­ur á Pul [hér­að­ið Apul­ia á suð­aust­an­verðri Ítal­íu] til kirkju minn­ar í Garg­an­um. Fá þeim góða fylgd, svo að þeir megi vel fara, en eg skal svo um ganga, að þeir fái er­indi það, er þér líki. Ertu því skyld­ari að fagna oss sem bezt öll­um sam­an og ganga út í móti oss þann tíma, er vér kom­um aft­ur úr þess­ari ferð.” Eftir svo greint af guðs vin Mikha­eli, vakn­ar bysk­up og breyt­ir í öllu, sem hon­um var boð­ið, fá­andi brœðr­un­um vænt skip með rösk­um liðs­mönn­um. Fara þeir og fram koma í allri far­sæld, sem þeir mundu kjósa, ganga af skipi og sœkja fjall­ið Garg­an­um, finna kirkju Mikha­el­is og biðja þann sign­aða herra blíðra er­ind­is­loka. Var í þenn­an tíma skip­að­ur einn virðu­leg­ur ábóti fyr­ir þjón­ustu­gjörð á fjalli Mikha­el­is. Tek­ur hann sendi­boð­un­um með öll­um góð­vilja, heyr­andi gjarn­an þeirra er­indi. En sak­ir þess að hann skil­ur brœðr­anna bœn og bysk­ups orð­send­ing ofbjóða því valdi, er Sepont­in­us bysk­up veitti hon­um yfir kirkju, sœk­ir hann heim [bls. 709] sinn herra og tjá­ir hon­um greini­lega, hvað gjörzt hef­ir í vest­ur­álf­unni, og að sendi­boð­ar eru þang­að komn­ir þess er­ind­is að þiggja heil­aga dóma hins sæla Mikha­el­is. Og er bysk­up Sepont­in­us heyr­ir því­lík tíð­indi, offr­ar hann nóg­leg tár og lof al­máttk­um guði, er veita virð­ist mann­leg­um veik­leik hjálp og heil­agt full­tingi fyr­ir bœn og bless­an þeirra sömu, er þjóna eilíf­lega fyr­ir hans veld­is­hring. Eft­ir það er bysk­up og ábóti hafa gjört sitt ráð með til­lög­um Mikha­el­is, fara þeir báð­ir samt upp á fjall­ið og bjóða sendi­mönn­um í kirkju Mikha­el­is að heyra sin er­ind­is­lok. Og að hljóði gefnu, tal­ar því­lík orð bysk­up af Seponto: “Bless­að­ur sé vor herra Jesús Krist­ur Maríu­son, er oss hef­ur sent af vest­ur­álf­unni góð og gleði­leg tíð­indi, að hinn mæt­asti kirkju­drott­inn vor, Mikha­el höf­uð­eng­ill, hef­ir þar kjör­ið sér með sannri birt­ing ann­an virð­ing­ar­stað. Og til heil­agr­ar þeirrar kirkju prýði vilj­um vér gjarn­an alla ást­úð frammi láta, sem hinn bless­aði Mikha­el hef­ir oss boð­ið. Því skulu þeir brœð­ur, sendi­boð­ar Mikha­el­is, þiggja æski­legt er­indi og taka með þeim reliqui­is, er æðst­ar mega finn­ast í fjalli Mikha­el­is, þeim skil­mála með sett­um, að svo sem sami höf­uð­eng­ill himna­rík­is lýsti vorn stað og yð­ar sjálfs síns virð­ing með birt­ing og bless­uð­um kosn­ingi, svo skal milli vorra staða ei­líf­lega standa elsku­band og ást­ríki í sönn­um guði og eink­an­leg­um föð­ur vor­um Mikha­eli.” En er bysk­up hef­ur sín orð til enda gjört, falla sendi­boð­ar fram í lít­il­læti, þakk­andi með hjarta og munni, hversu drott­inn him­ins og jarð­ar gjörði far­sæl­an þeirra veg. Geng­ur þá bysk­up til með guð­leg­um ótta og sníð­ur part af þeim sama rauða dúk, er há­leit­ur Mikha­el hafði með prýtt það sama kirkj­unn­ar alt­ari, er hann smíð­aði, sem fyrr greindi í sög­unni. Hér með legg­ur bysk­up upp­höggv­inn hlut af þeim marmara­steini, er heil­ag­ur Mikha­el stóð á fyr­ir norð­ur­dyr­um, sem fyrr var sagt. Taka sendi­menn þess­ar mæt­ustu gjaf­ir glað­ari en gull, virkt­um varð­veit­andi fram­ar en feg­ursta topaz­ion, en gefa bysk­upi Sepontino og ábóta Mikha­el­is glaða þökk og góð­an dag fyr­ir tígu­lega trakt­er­an sér veitta, ráð­andi síð­an í veg svo vel og giftu­lega, að geng­ur að sólu, koma fram með heilu og höldnu ger­andi orð Abrin­censi bysk­upi, að þeir eru land­fast­ir með sannri far­sæld allra sinna er­inda. Verð­ur bysk­up [bls. 710] þeirri sögu fegn­ari en frá megi segja, því að nú gang­ast góð tíð­indi glöð í móti, og fagn­að­ir kyssa fagn­aði, því að rétt á sama degi er must­er­ið al­gjört í Arena, sem hann fregn­aði heim­komu sendi­boð­anna. Því býð­ur hann í stað, að til hans komi ágæt­ustu menn rík­is­ins bæði kirkju og kúrie að sœma sinni ná­lægð þann há­leita the­saur, er í var kom­inn þeirra land­skap. En hvað má segj­ast af þess­ari fylgd og ferð, er öll hljóð­aði með himna­söng hjart­an­legr­ar cant­ilene móti sæl­um Mikha­eli. All­ar ná­læg­ar álf­ur syngja lof með fagn­aði, flokk­um renn­andi fyr­ir og eft­ir, snauð­ir og sæl­ir, kall­ar og kon­ur, yngri og eldri, all­ir kveikt­ir ein­um eldi að virða, dýrka og lofa þann há­leita höfð­ingja him­neskr­ar her­ferð­ar, er þeim veitti guð­lega for­sjála gjöf til ei­lífra fagn­aða. Ei má grein­ast sú and­leg gleði, er guðs vin­ir þágu á þeim degi, er heil­ag­ir dóm­ar Mikha­el­is bár­ust inn í nýja must­eri, því að alla vega út í frá var kvikt og lif­andi til jar­teina­gjörð­ar í krafti al­mátt­ugs guðs, svo að á sjálf­um veg­in­um tóku sýn xii blind­ir menn, og um­fram ein kona af þeim bœ er Auster­iakus heit­ir. Hún hafði lát­ið með stríð­um augna­verk bæði sín augu, svo að tóm­ir voru augna­stað­irn­ir, að því há­leit­ari yrði heið­ur Mikha­el­is í henn­ar heilsu­bót. Þessi kona var í fylgd með heil­ög­um dóm­um af því hér­aði, er hún átti heima, og jafn­framt sem ferð­in kem­ur öll sam­an nið­ur að slétt­lendi sand­anna, tek­ur kon­an ljós en kast­ar myrkr­um, undr­andi sína nótt hafa brott flú­ið und­an nýj­um degi skærr­ar sýn­ar. Og eigi veitt­ust guð­leg­ar jar­tein­ir fyr­ir dýr­leg­ar gjaf­ir Mikha­el­is að­eins á þeim degi, held­ur skína þar dag­lega bjart­ir geisl­ar krafts og stór­merkja út til beggja handa í lof og dýrð vor­um grœð­ara og hans mæt­asta er­ind­reka, því að jar­teina­rás hef­ir ekk­ert tak­mark í þeim stað, hvar fyr­ir all­ur heim­ur vest­ur­álf­unn­ar flyt­ur og fer til þessa brunns, finn­andi skæra drykki af lífs­keldu Mikha­el­is. Þessi stað­ur er svo heil­ag­ur, að þar fremst ekk­ert ver­ald­legt verk, og þeim ein­um heyr­ir þessi stað­ur, er guði unna og hon­um iðu­lega þjóna. Því flyt­ur þessi stað­ur marg­an mann til ei­lífra fagn­aða, að brenn­andi ást kraft­anna rík­ir þar í must­er­um and­anna. Þessi há­leiti stað­ur fékk nýtt nafn, síð­an hann efld­ist, og er kall­að­ur Tumba. Það þýð­ir að voru máli sem eitt leiði, því að ef langt sér til stað­ar­ins, er því líkt á sitt form, sak­ir þess að lágt er [bls. 711] hús­að, sem fyrr seg­ir, en stað­an hrós­ar eigi sak­ir lág­lend­is. Tvisvar á hverj­um degi læt­ur guð haf­ið vægja og veita góð­fús­um lýð lið­ug­an gang til lofs og dýrð­ar Mikha­eli, en þess í með­al bann­ar sjór­inn alla til­ferð. Verða hans byggð­ir því betri og ná­læg­ari guði sem þær eru heim­in­um fjar­læg­ari og meir frá byrgð­ar hans sukki og ósóma.

            

Huddleston, Gilbert @ The Catholic Encyclopedia (1911)

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (þýzka)

Auglýsingar

Read Full Post »

    

Anselmus

    

Ófullgert, undervejs, not finished

Anselmus dó 21. apríl, sem er messu­dag­ur hans. Í Martyro­log­ium Rom­an­um stend­ur: “Cantuariæ, in Anglia, sancti Anselmi Episcopi, Con­fessor­is et Ecclesiæ Doctor­is, sanctitate et doctrina conspicui.” Anselm­us er sagð­ur hafa ver­ið tek­inn í helgra manna tölu 1492. Hann var út­nefnd­ur kirkju­frœð­ari 1720. Helg­ur dóm­ur hans var lagð­ur í skrín í Canter­bury, og sið­skipta­menn eyði­lögðu það.

Anselmus fœddist í Aosta á Norður-Ítalíu og ólst upp hjá ströng­um föð­ur, sem aftr­aði hon­um að ganga sem 15 ára í klaust­ur. En þó fór svo, að 1060 gerð­ist Anselm­us munk­ur í Bene­dikts­klaustr­inu í Bec í Normandí. Hann varð príor strax 1063 og lagði mikla stund á að auka mennt­un munk­anna, en sjálf­ur helg­aði hann sig um ára­bil rann­sókn á verk­um heil­ags Ágúst­ín­us­ar. Anselm­us var 1078 kjör­inn ábóti í klaustr­inu, enda þótti hann skara fram úr í þekk­ingu og hafði sam­ið stór­merki­leg rit í heim­speki og guð­frœði. Hann er stund­um kall­að­ur fað­ir eða fyr­ir­renn­ari skóla­spek­inn­ar, sem á við að­ferð hans til að nálg­ast úr­lausn við­fangs­efna. Sem ábóti þurfti Anselm­us að fást við ým­is ver­ald­leg mál­efni, sem snertu vöxt og við­gang klaust­urs­ins, einn­ig í Eng­landi, sem frá 1066 laut stjórn að­als­manna frá Normandí. Hann efldi mjög klaust­ur­skól­ann, og á 15 ár­um hans sem ábóti gengu 180 munk­ar í klaustr­ið. Hann vígð­ist 1093 sem erki­bisk­up af Kant­ara­borg en varð margt mót­drœgt, því að kon­ung­ar lands­ins vildu sjálf­ir ráða mestu í mál­efn­um heil­agr­ar kirkju. An­selm­us var því í út­legð 1097-­1100 og 1103-1106.

     

Abbaye Notre-Dame du Bec @ Normandie, France

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Bibliographisches Kirchen­lexikon

Butler, Alban (18. öld) @ Eternal Word Television Network

Catholic News Agency

Catholic Online

D’Ambrosio, Marcellino @ The Crossroads Initiative

Den store danske @ Gyldendal

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Flottorp & Halvorsen @ Store norske leksikon

Heiligen-3s

Hughes, Marilynn @ Suit101

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Kent, William @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Pius PP. X: Communium rerum (21. apríl 1909)

Rabenstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

Sadler, Greg @ The Internet Encyclopedia of Philosophy

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Stanford Encyclopedia of Philosophy

Velocci, Giovanni @ L’Osservatore Romano 2008

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

    

Read Full Post »

   

Bonaventura

    

Ófullgert, undervejs, not finished

Giovanni di Fidanza fœddist í Lazio á Ítal­íu, og finn­ast nefnd bæði ár­töl­in 1217 og 1221. Hann stund­aði nám í Par­ís 1236-­1242, fékk þá nafn­bót­ina meist­ari. Helztu kenn­ar­ar hans voru Alex­and­er frá Hal­es og síð­ar Jó­hann­es frá Roch­elle. Ein­hvern tíma á þess­um ár­um gekk hann í grá­brœðra­regl­una (O. F. M.) og tók sér nafn­ið Bona­vent­ura. Hann þáði 1248 prests­vígslu og fékk rétt­indi sem há­skóla­kenn­ari. Þeir heil­ag­ur Tómas frá Aquino, sem var af reglu prédik­ara­brœðra, fengu 1253 pró­fess­ors­embætti í guð­frœði við skóla þann, sem síð­ar nefnd­ist Sor­bonne. En nú kom upp ósætti á með­al kenn­ara, sem sum­ir vildu hvor­ug­an þenn­an hafa, því að báð­ir væru þeir í regl­um betli­munka. Vil­hjálm­ur frá Saint-Amour hélt því sjón­ar­miði eink­um fram, og rit­aði bók um mál­ið, og þurftu þá hin­ir einn­ig að setj­ast við rit­smíð­ar. Alex­and­er IV. páfi skip­aði svo nefnd kardínála til að lesa all­ar þess­ar bœk­ur, og varð nið­ur­stað­an sú að brenna bók Vil­hjálms. En Bona­vent­ura og Tóm­as voru sum­ar­ið 1257 út­nefnd­ir doktor­ar í guð­frœði, báð­ir álitn­ir ein­hverj­ir mestu dýrð­ar­menn skóla­spek­inn­ar, og bœttu lík­lega hvor ann­an upp, því að svo mik­ið sem Tóm­as vissi um Aristo­teles, vissi Bona­vent­ura um heil­ag­an Ágúst­ín­us, og svo frá­bær­lega rök­fast­ur sem Tóm­as var, svo djúpa skynj­un sýndi Bona­vent­ura. Ein­hverju sinni á Tóm­as að hafa heim­sótt hann, til að fá að skoða bœk­urn­ar, sem hann hefði sinn mikla vís­dóm úr. Þá opn­aði Bona­vent­ura bóka­herbergi sitt, og þar var ekk­ert inni nema róðu­kross. “Ég rann­saka bara hinn kross­festa Jes­úm Krist,” sagði hann. Heil­ag­ur Bona­vent­ura rit­aði á ár­un­um 1250-­1254 fjór­ar stór­merk­ar guð­frœði­bœk­ur með út­legg­ingu á rit­um Pét­urs Lom­bardi. Einn­ig skráði hann rit um and­leg­ar æf­ing­ar, ann­að með 48 fróm­um hug­leið­ing­um út frá lífi Krists, enn­frem­ur bók um hinn full­komna ná­unga­kær­leika, aðra um dyggð­ir, tvær um pínu Krists, eina um þekk­ingu á Kristi og enn aðra um leynd­ar­dóm Heil­agr­ar Þrenn­ing­ar. Þá er áhuga­verð bók um Guðs ríki, eins og því er lýst í dœmi­sög­um guð­spjall­anna. Og svona má lengi telja, því að heil­ag­ur Bona­vent­ura rit­aði geysi­mik­ið. Hann var 1257 kjör­inn yf­ir­mað­ur grá­brœðra­regl­unn­ar, sem nú taldi 35.000 brœð­ur. Þeir voru ekki í öllu sam­mála, en Bona­vent­ura þótti merk­ur stjórn­andi, fet­aði oft með­al­veg, efldi mennt­un grá­brœðra, setti reglu þeirra und­ir vernd al­sæll­ar Maríu meyj­ar og stjórn­aði henni frá París. Hann rit­aði Legenda Sancti Franc­isci, bæði hina stœrri og smærri, en brœðr­un­um var mik­ið áhuga­mál að skilja rétti­lega kenn­ingu stofn­anda síns. Páf­inn reyndi 1265 að skipa Bona­vent­ura í embætti erki­bisk­ups í York á Eng­landi. Það vildi hann ekki, og varð ekki úr. En 1272 út­nefndi Gregor­ius X. páfi hann kardín­ála­bisk­up af Albano og kvað fast á, að því yrði ekki hnik­að. Bona­vent­ura bað þá legát­ann, sem þetta kunn­gjörði, að hengja kardín­ála­hatt­inn á ná­lægt tré, því að hann væri að vaska upp og með blaut­ar hend­ur. Það kom nú í hlut hins nýja kardínála að und­ir­búa og sjá um síð­ara al­menna kirkju­þing­ið í Lyons, sem var hald­ið 1274, og sagði hann þá um vor­ið af sér embætti yf­ir­manns í reglu sinni. Þetta kirkju­þing náði þeim frá­bæra árangri að sætta og sam­eina róm­versku kirkj­una og þá grísk-orþó­doxu, og þeim við­ræð­um stjórn­aði Bona­vent­ura. Síð­an lifði hann í tvær vik­ur og dó, áð­ur en orþó­doxa kirkj­an sá sig um hönd og rifti samn­ingn­um.

Bonaventura var jarð­sung­inn í Lyons. En 160 ár­um síð­ar var byggð þar önn­ur kirkja, helg­uð Frans frá Assisi, og þang­að var ákveð­ið að flytja bein hans. Þá kom í ljós, að höf­uð­ið var al­veg eins og í lif­anda lífi, tung­an meira að segja rauð, sem þótti merki­leg jar­tein, og breidd­ist nú helgi hans út. Hann var síð­an tek­inn í dýr­linga tölu 1482, og 1588 var hann út­nefnd­ur kirkju­frœð­ari, venju­lega nefnd­ur Doctor Seraph­icus (um líkt leyti var í Róm stofn­að­ur kenn­ara­stóll til að fjalla um verk hans og þau gef­in út í vand­aðri heild­ar­út­gáfu). Húgen­otta­múg­ur réð­ist inn í dóm­kirkj­una í Lyons 1562, og var þá skríni Bona­vent­ur­as brennt. Höfð­inu tókst að bjarga, um sinn, en 1807 var því stol­ið. Hins veg­ar er ann­ar hand­legg­ur hans enn varð­veitt­ur í dóm­kirkj­unni í Bagno­regio, send­ur þang­að 1491 sem gjöf frá Frakka­kon­ungi. Messu­dag­ur og dauða­dag­ur kirkju­frœð­ar­ans er 15. júlí.

Verk eftir heilagan Bonaventura er meðal annars að finna hér: 1) Abbaye Saint Benoȋt de Port-Valaise í Sviss, 2) Biblioteca Franciscana í Portúgal, 3) Documenta Catholica Omnia, 4) Latin Library.

    

    

Bargellini, Piero @ Santi, beati e testimoni

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Biblio­graph­isches Kirchen­lexikon

Catholic Information Network

Catholic Online

Deutsche Nationalbibliothek, Katalog der

Diogene, Il

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Fusaro, Diego @ Filosofico

Gilson, Etienne (la filosófia de San Buenaventura)

Heiligen-3s

Hughes, Marilynn @ Suit101

Kathpedia

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Open-Site Encyclopedia

Parocchio San Lorenzo, Sabbioni-Crema

Parrocchia San Bonaventura á Ítalíu

Riflessioni Enciclopedia

Robinson, Paschal OFM @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Santopedia

Sapere á Ítalíu

Stanford Encyclopedia of Philosophy

Sixtus PP. IV: Superna caelestis (1482)

Sixtus PP. V: Triumphantis Hierusalem (1588)

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

    

Read Full Post »

   

Regina mey (stytta í Drensteinfurt)

   

Regina fœddist í Autun í héraðinu Bourgogne í Frakk­landi. Móð­ir henn­ar dó að henni, en hún eign­að­ist kristna fóstru, sem lét skíra hana, og af­neit­aði þá Clement fað­ir telp­unn­ar henni. Þeg­ar Reg­ina óx úr grasi, gætti hún bú­fjár, baðst löng­um fyr­ir og hug­leiddi for­dœmi hinna heil­ögu. Hátt sett­ur mað­ur að nafni Olybr­ius vildi ganga að eiga hana, ef hún kast­aði trú sinni. Því neit­aði hún og var þá tek­in og pynt­uð en síð­an háls­höggv­in í bœn­um Ales­ia, sögð 15 ára. Gizk­að er á, að þetta hafi gerzt í of­sókn­um gegn kristnu fólki á seinni hluta þriðju ald­ar. Messu­dag­ur heil­agr­ar Reg­inu er 7. septem­ber. Helg­ur dóm­ur henn­ar var ár­ið 827 flutt­ur til klaust­urs­ins í Flavigny-sur-Ozerain. Fram­an­sagt er að litlu leyti byggt á óræk­um heim­ild­um, þótt sag­an sé forn.

   

Catholic Online

Den Katolske Kirke i Norge

Donaghy, Thomas @ Regina Archdiocese, Kanada

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Mollen, Thomas @ Offizialatsbezirk Oldenburg

Pulsfort, Ernst @ Biographisch-Bibliographisches Kirchenlexikon

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

    

Read Full Post »

    

Paulinus biskup

   

Paulinus ólst upp í hérað­inu Aquitania (nú Suð­vest­ur-Frakk­land). Hann kom til Trier í Rín­ar­lönd­um með heil­ög­um Maxi­min­usi bisk­upi og starf­aði sem prest­ur, unz hann varð ár­ið 346 eft­ir­mað­ur bisk­ups­ins. Á kirkju­þingi í Arl­es í Suð­ur-Frakk­landi ár­ið 353 mælti Paul­in­us á móti Ar­íus­ar­villu og neit­aði að for­dœma Aþan­as­ius patrí­arka í Alex­andríu. Þess vegna rak Kon­stant­ius II. keis­ari og trú­vill­ing­ur hann í út­legð til Frygíu (nú hluti af Tyrk­landi). Þar sætti bisk­up í fimm ár svo miklu harð­ræði, að hann er tal­inn með písl­ar­vott­um, þótt ekki væri hann drep­inn. Nokkr­um ára­tug­um eft­ir dauða Paul­in­us­ar, var helg­ur dóm­ur hans sótt­ur og flutt­ur til Trier. Messu­dag­ur hans og dauða­dag­ur er 31. ágúst.

   

Catholic Online

Gugumus, Johannes Emil @ Santi, beati e testimoni

Heiligen-3s

Kathpedia

Lins, Joseph @ The Catholic Encyclopedia (1912)

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Rabenstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

Roeber, Margarete @ St. Gregory´s Journal (2008)

Saarländische Biografien

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

   

 Bernardus

   

Bernard fœddist í Fontaine-lès-Dijon í Bourgogne í Frakk­landi, fað­ir hans kross­fari og for­eldr­ar báð­ir af að­als­ætt­um. Dreng­ur­inn var sem níu ára gam­all sett­ur til mennta í Châtillon-sur-Seine [í kanúka­skóla við kirkju heil­ags Vorles] og tók skjót­um fram­för­um, einn­ig í dyggð­ugu líf­erni. Klaustr­ið í Cîteaux var stofn­að 1098 sem ný munka­regla (Sacer Ordo Cisterci­ensis, O. Cist.), þótti strangt og dró fáa til sín, unz Bern­ard gekk í það við þrí­tug­asta mann 1112, því að all­marg­ir brœð­ur hans, frænd­ur og vin­ir kusu að fylgja hon­um. Það­an fór hann 1115, til að vera ábóti í nýju dótt­ur­klaustri og gaf þeim stað nafn­ið Clair­vaux. Þar var hann síð­an til dauða­dags, og svo vel gekk klaustr­ið, að þá taldi það 700 munka, þótt stofna hefði þurft 68 dótt­ur­klaust­ur frá því, og klaust­ur þess­ar­ar reglu voru þá orð­in eitt­hvað 400 að tölu. Upp­gang­ur henn­ar varð öðr­um munk­um og mörg­um prest­um til­efni til að gera meiri kröf­ur til sín um strangt líf­erni. Bern­ard var um sína daga kvadd­ur ráða víða um lönd í mál­efn­um kirkju og ver­ald­legs valds. Með­al ann­ars lét hann til sín taka kross­ferð­ir, og valt á ýmsu um árang­ur þeirra, en regla Must­er­is­ridd­ara var stofn­uð eftir ráði hans, og frá henni sagði hann í De Laudi­bus Novae Militiae. Hin al­sæla María mey birt­ist Bern­ard oft í sýn, og henni helg­aði hann prédik­ana­safn­ið De Laudi­bus Mariae. Hann rit­aði merka bók um kær­leika til Guðs: De Diligendo Deo, aðra um stolt og auð­mýkt: De Gradi­bus Superbiae et Humili­tatos, enn aðra um náð og frjáls­an vilja: De Gratia et Libero Arbitrio, um bisk­ups­dóm skráði hann De Officiis Episcoporum og um páfa­dóm­inn De Consid­eratione ad Papam Eugenium [Eugen­ius III. var kjör­inn páfi 1145, læri­sveinn Bern­ards], auk held­ur að skýra út Ljóða­ljóð­in og vald­svið ábóta, yrkja sálma og rita margt fleira gott, item eitt­hvað 530 varð­veitt bréf. Hun­angs­sæt þótti ræða Bern­ards, sem skýr­ir við­ur­nefn­ið Doctor Melli­fluus. Hann var tek­inn í dýr­linga tölu 1174 og út­nefnd­ur kirkju­frœð­ari 1830. Messu­dag­ur hans og dauða­dag­ur er 20. ágúst (hans einn­ig minnzt þann dag í angli­könsk­um og luthersk­um kirkjum).

Ritverk eftir heilagan Bernard má meðal annars finna hjá: 1) Catholic In­formation Net­work, 2) Docu­menta Catholica Omnia, 3) Christian Classics Ethereal Library, 4) Jesus­Marie.com, 5) The Latin Library, 6) On-line Reference Book for Medieval Studies, 7) Project Guten­berg (hér og hér), 8) Saint Bernard (þýðing eftir séra Carpentier), 9) S. Bernardi Clarae­vallensis Opera Omnia (Marco Binetti) og 10) Star Quest Pro­duction Net­work (hér og hér).

    

    

Agasso, Domenico @ Santi, beati e testimoni

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Bibliographisches Kirchenlexikon

Benedictus XVI (ávarp 20. ágúst 2006)

Breviary Mobile

Butler, Alban (18. öld) @ Sacred Texts Archive

Butler, Alban (21. öld) @ Templar History

Catholic Information Network

Catholic News Agency

Catholic Online

Christianity Today International

Columbia Encyclopedia

Crawley, John J. @ Eternal Word Television Network

Cyberhymnal

Den store danske @ Gyldendal

Eglise Catholique en France

Encyclopædia Britannica

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Gildas, Marie @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Halsall, Paul @ Fordham University, New York

Heiligen-3s

Hughes, Marilynn @ Suit101

I Cistercensi

Jones, Terry H. @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Keifer, James @ Rowan University

McNamara, Fr. Robert F. @ Irondequoit Catholic Communities

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

New Catholic Dictionary

Odden, Per Einar @ kaþólska kirkjan í Noregi

Pennington, M. Basil OCSO @ The Order of Saint Benedict

Pius XII: Doctor Mellifluus (24. maí 1953)

Sacred Heart Parish @ Waterlooville, England

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Sources Chrétiennes

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Store norske leksikon

Wapedia

Wikimedia Commons

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Wikiquote (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

    

Read Full Post »

   

Ireneus biskup í Lyon

   

Smyrna á vesturströnd Litlu-Asíu er lík­lega fœð­ing­ar­stað­ur Iren­eus­ar (nafn­ið hans rit­að á grísku Εἰρηναῖος; finnst á latínu­letri sem Iren­aeus, Iraen­eus og Hiren­eus), sem gerð­ist læri­sveinn heil­ags Poly­karp­us­ar, en hann var bisk­up í þeirri borg og læri­sveinn guð­spjalla­manns­ins Jó­hann­es­ar. Ireneus þjón­aði á átt­unda ára­tug 2. aldar sem prest­ur í gall­ísku verzl­un­ar­borg­inni Lugdun­um, nú bet­ur þekkt sem Lyon í Frakk­landi. Hún var þá hálf­heið­in, og krist­ið fólk sætti of­sókn­um. En heil­ag­ur Poth­in­us var þar bisk­up og hugs­aði ekki að­eins um eig­in erf­ið­leika, svo að hann sendi Iren­eus á fund páf­ans í Róm, sem þá var heil­ag­ur Eleuter­ius, til að biðja griða trú­vill­ing­um í Frygíu í Litlu-Asíu. Þegar Iren­eus kom til baka ár­ið 177 eða 178, hafði bisk­up­inn og margt fleira fólk lið­ið písl­ar­vætti, og hann var kjör­inn bisk­up. Í því embætti lagði hann áherzlu á kristni­boð víða í Gallíu og sendi í því skyni frá sér prest­ana Felix og Ferre­ol­us og djákn­ana Fortun­at­us, Achill­eus og Ferr­ut­ius, sem all­ir fimm liðu písl­ar­vætti í of­sókn­um ná­lægt ár­inu 212 og telj­ast með helg­um mönn­um. Heil­ag­ir Hiero­nym­us kirkju­frœð­ari (d. 420) og Gregor­ius bisk­up í Tours (d. 594) sögðu báð­ir, að Iren­eus hefði lið­ið písl­ar­vætti. Á þessum árum var Sept­im­us Sever­us keis­ari og krist­ið fólk oft of­sótt. En sam­tíma frá­sögn af dauða bisk­ups­ins finnst ekki.

Ireneus hefur verið kallaður fað­ir trú­frœð­inn­ar, og hann var einn merk­asti guð­frœð­ing­ur á 2. öld, byggði hvort tveggja á hin­um heil­ögu ritn­ing­um og arfi kirkj­unn­ar. Helzta rit hans er Adversus haer­es­es, sem var sam­ið á grísku en snemma þýtt á lat­ínu og finnst sem heild að­eins í þeirri gerð. Þar gerði hann skipu­lega grein fyr­ir kristn­um kenn­ing­um og í hverju villu­lær­dóm­ar stöng­uð­ust á við þær. Annars staðar rit­aði hann um upp­runa og hlut­verk Róm­ar­kirkj­unn­ar og skráði nöfn allra hinna fyrstu páfa. Þetta síð­asta fannst 1904 í arm­enskri þýð­ingu af grísk­um frum­texta. Hiero­nym­us nefndi fleiri verk, og all­mörg texta­brot má finna. Iren­eus af­stýrði klofn­ingi í kirkj­unni vegna tíma­reikn­ings á páska­haldi. Messu­dag­ur hans er í róm­versku kirkj­unni 28. júní en í orþó­dox­um kirkj­um 23. ágúst. Helg­ur dóm­ur hans var lengi varð­veitt­ur í kirkju heil­ags Jó­hann­es­ar í Lyon, en Kalvín­ist­ar eyði­lögðu hann ár­ið 1562. Eng­inn ágrein­ing­ur er um að telja heil­ag­an Iren­eus á með­al kirkju­feðra, og hann virð­ist eink­um hafa rit­að á grísku, móð­ur­máli sínu. En hann er jafnan kenndur við Frakk­land og helzta rit hans að­al­lega varð­veitt á lat­ínu, svo að einn­ig má telja hann til hinna latn­esku kirkju­feðra, og það er gert á vef kaþólsku kirkj­unn­ar á Íslandi. Spyrja má, hvers vegna Ireneus hefur ekki verið útnefndur kirkju­frœðari, fyrst hið frœðilega framlag hans er svo mikils metið. Benedikt XIV. páfi svaraði því til, að enginn píslar­vottur hefði fengið slíka útnefningu, og helgihald til heiðurs þeim væri með öðrum hætti.

Verk eftir heilagan Ireneus er með­al ann­ars að finna hjá: 1) Biblio­theca Patristica Intra­Text, 2) Biblio­thek der Kirchen­väter (hér og hér), 3) Christian Classics Ethereal Library, 4) Docu­menta Catholica Omnia, 5) Early Church Fathers (Roger Pearse), 6) Eternal Word Tele­vision Net­work (nr. 45-54 og 358-359), 7) Logos Virtual Library og 8) New Ad­vent (hér og hér).

   

Armitage, Mark @ Saints and Blesseds Page

Bargellini, Piero @ Santi, beati e testimoni

Benedictus XVI (ávarp 28. marz 2007)

Bradshaw, Rob @ Early Church

Butler, Alban @ Sacred Texts Archive

Catholic Ireland

Catholic Online

Collmar, Norbert @ Biographisch-Biblio­graphisch­es Kirchen­lexikon

Cristianismo Primitivo

Davis, Glenn @ The Development of the Canon of the New Testa­ment

Église Catholique en France

Encyclopaedia Britannica (1911)

Gregorius Turonensis (29. kafli)

Heiligen-3s

Hieronymus (einkum 35. kafli)

Jones, Terry H. @ Star Quest Production Network

Kathpedia

McNamara, Fr. Robert @ Irondequoit Catholic Communities

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

NationMaster Encyclopedia

Odden, Per Einar @ kaþólska kirkjan í Noregi

Orthodox Church of America

Poncelet, Albert @ The Catholic Encyclopedia (1910)

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Tixeront, Joseph (bls. 77-80)

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (norska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »