Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Frakkland’ Category

 

Ófullgert

Hubertus fæddist í Aquitania í Gallíu, elzti sonur Bertrands hertoga af Toulouse. Einu sinni fór Hubertus út að veiða á sjálfan föstudaginn langa. Þá stóð frammi fyrir honum mikill krónhjörtur, og á milli horna hans var uppljómaður róðukross. Hubertus kraup á kné og heyrði rödd, sem sagði við hann: „Hubertus, hvers vegna sóar þú tíma þínum í svona hluti? Héðan í frá skaltu ekki veiða fleiri dýr, heldur menn.“ Hubertus svaraði: „Herra, hvað á ég að gera?“ Svarið var: „Far til þjóns míns, Lambertusar biskups í Maastricht. Hann mun opinbera vilja minn.“ Messudagur Hubertusar er 30. maí.

 

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

 

 

 

Auglýsingar

Read Full Post »

 

Marie-Élisabeth Catez fæddist í Avord í héraðinu Cher í Mið-Frakklandi en ólst upp í Dijon í héraðinu Côte-d’Or í Austur-Frakklandi. Hún gekk 1901 í reglu hinna berfættu Karmelnunna í Dijon og tók sér nafnið Élisabeth af hinni alhelgu Þrenningu. Hún ritaði um andleg efni. Undir það síðasta kallaði hún sig Laudem Gloriae. Hún var tekin í tölu blessaðra 1984 og í tölu heilagra 2016. Messudagur hennar er 8. nóvember.

 

Catholic News Agency

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

St. Jósefskirkja í Hafnarfirði

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

 

Jeanne fæddist í þorpinu Domrémy í norðaustanverðu Frakklandi, þegar hundrað ára stríðið stóð yfir á milli Frakka og Englendina, og hallaði þá á Frakka. Hún er oft kölluð la Pucelle d’Orléans eða mærin frá Orléans. Frá árinu 1425 vitjuðu Jóhönnu þau heilagur Mikjáll erkiengill, heilög Katrín frá Alexandríu og heilög Margrét frá Antiokkíu. Þau sögðu stúlkunni að frelsa Frakkland og halda fyrst á fund franska krónprinsins, sem þá dvaldist í Chinon. Þangað kom hún 1429, og frásögn hennar var trúað. Englendingar sátu þá um borgina Orléans, og þangað hélt Jóhanna með þann liðsafla, sem henni var fenginn, og tókst Frökkum að rjúfa umsátrið. Síðan fylgdu margir bardagar, sem lyktaði á sama veg. Konungar Frakklands voru jafnan krýndir í Rheims, sem einnig gafst upp fyrir her krónprinsins. Hann var krýndur þar 17. júlí 1429 og fékk konungsnafnið Karl VII. Hann bauð Jóhönnu að velja sér sigurlaun, og hún óskaði þess að heimahérað hennar yrði ævinlega skattlaust, því að það kæmi bændunum bezt, og það gekk eftir þar til í frönsku byltingunni.

Hinn 23. maí 1430 féll Jóhanna í hendur liðsmanna Filippusar hertoga góða af Bourgogne, sem geymdi hana í járnbúri með hlekki um háls, hendur og fætur, unz hann seldi Englendingum hana 21. nóvember 1431 fyrir 6.000 franka. Hún var ákærð fyrir galdra og trúvillu. Réttargangurinn var ekki vandaður, framburður til dæmis falsaður. Pierre Chauchon franskur biskup en stuðningsmaður Englendinga átti mikinn hlut í réttarhöldunum gegn Jóhönnu. Hún var sakfelld og brennd á báli á torgi í Rouen 30. maí 1431, sem er messudagur hennar. Síðan var ruslað í öskunni, til að finna bein og aðrar líkamsleifar, og þær brenndar aftur og í þriðja sinn, áður en öskunni var fleygt í Signu.

Callixtus páfi III. tók mál Jóhönnu upp aftur 1455 og kvaddi til þrjá biskupa og hóp guðfræðinga, sem fóru vandlega yfir öll málskjöl, sýknuðu stúlkuna og kölluðu hana píslarvott. Sami páfi bannfærði Chauchon biskup árið 1457 sem trúvilling, þótt hann væri dauður. Jóhanna var tekin í tölu blessaðra árið 1909 og í tölu dýrlinga 1920. Hún er einn af verndardýrlingum Frakklands.

 

Catholic Online

Catholic Saints

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (þýzka)

Williamson: Joan of Arc Archive

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

Read Full Post »

 

Vincentus er sagður hafa verið upprunninn í Toul í norðaustanverðu Frakklandi. Hann gekk í klaustur á eyjunni Saint-Honorat, sem er ein af Lérins-eyjum undan frönsku rivíerunni. Hann ritaði um kristna trú, einkum til að leiðrétta trúvillu. Hann notaði höfundarnafnið Peregrinus. Hann mun hafa tekið prestsvígslu. Hann á messudag 24. maí.

 

Catholic Online

Den Katolske Kirke i Norge

EWTN

Greek Orthodox Archdiocese of America

Halsall @ Fordham University

Holy Fathers @ Facebook

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (þýzka)

 

 

 

 

Read Full Post »

Hinn blessaði Guillaume Arnaud fæddist í Montpellier í Suður-Frakklandi og mun hafa lært lögfræði. Hann gekk í reglu prédikarabræðra [Ordo Fratrum Praedicatorum – OP]. Hann starfaði fyrir rannsóknarrétt páfans. Gregoríus IX. fól honum og tveimur reglubræðrum hans það verkefni árið 1234 að yfirvinna trúvillu í Languedoc í Suður-Frakklandi. Þar voru biskupsdæmin Toulouse, Albi, Carcassonne og Agen. Þar höfðu albigensar (katarar) hreiðrað um sig. Þeir gerðu Guillaume og félögum hans fyrirsát í Avignonet og drápu þá, virtu ekki einu sinni kirkjugrið. Með honum liðu píslarvætti hinir blessuðu: Bernhard frá Roquefort prestur OP, Garcia d’Aure leikbróðir OP, Raimund frá Carbonier prestur OFM, Stefan de Saint-Thibéry prestur OFM, Raimund frá Cortisan prestur, Bernhard Fortanier heimsprestur, Pétur Arnaud nótaríus og leikmaður, Fortanerius heimsprestur, Ademarus heimsprestur, ónafngreindur prestur og príor OSB. Messudagur þeirra er 29. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (þýzka

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

Germain fæddist í grennd við Augustodunum í Bourgogne í Frakklandi. Þar heitir nú Autun. Hann vígðist prestur árið 530. Hann varð árið 540 ábóti á heimaslóðum sínum, þóttti duglegur, strangur og mjög örlátur við fátæka. Germain varð árið 555 biskup í París. Hans er getið á kirkjuþingum árin 557, 566 og 573. Róstusamt nokkuð var á þessum tíma. Messudagur biskupsins er 28. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Majolus var upprunninn í borginni Avignon í suðaustur Frakklandi. Ungur missti hann foreldra sína og þurfti að flýja undan múhameðstrúarmönnum til frændfólks í bænum Mâcon í Mið-Frakklandi, og þar ólst hann upp. Majolus var settur til mennta í borginni Lyon, og að því loknu fékk hann embætti erkidjákna í heimabæ sínum og tók prestsvígslu. Hann fékk orð fyrir heilagt líferni og lagði sig fram um að nota hæfileika sína til að fræða aðra. Svo losnaði biskupsembætti í Besançon, og margir vildu þá gera Majolus að biskupi. Því hafnaði hann en ákvað þess í stað að gerast munkur í nálægu Benediktsklaustri, Cluny, sem hafði verið stofnað árið 910 og þótti strangt. Þar starfaði hann meðal annars sem umsjónarmaður fjármála og bókavörður [klaustrið eignaðist smám saman frægt safn handrita og bóka, sem húgenottar skemmdu mjög árið 1562 og byltingarmúgur brenndi árið 1790]. Majolus var kjörinn ábóti í klaustrinu árið 954. Hann lagði stund á að fegra siðu munkanna, og til hans var í slíkum efnum leitað frá öðrum klaustrum, auk þess sem í hans tíð voru stofnuð dótturklaustur frá Cluny, sem í tímans rás varð eitt mikilvægasta klaustur í álfunni [klaustrið í Cluny var rænt í frönsku byltingunni, hús þess jöfnuð við jörðu og gerð að steinnámu]. Cluny efldist að flestu leyti í tíð Majolusar, sem kom sér vel við veraldleg og andleg yfirvöld, og hann kom til álita í páfakjöri, sem hann þó frábað sér. Þess er getið, að serkir, sem enn voru á ferð í Frakklandi, handsömuðu eitt sinn Majolus ábóta, og þurfti að kaupa hann lausan við ærnu fé. Messudagur hans er 11. maí.

 

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Older Posts »