Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Spánn & Portúgal’ Category

 

Paschalis var sonur smábónda í Aragoníu á Spáni. Hann var sem drengur geitahirðir og átti ekki kost á menntun en kenndi sjálfum sér að lesa og skrifa. Heilög Frans og Klara frá Assisi vitruðust honum og báðu hann að gerast Fransiskusarbróðir. En hann fékk ekki inngöngu í regluna og var sagt að bíða þolinmóður eftir staðfestingu á köllun sinni. Hann beið í sjö ár, unz hann fékk árið 1564 inngöngu í strangt klaustur hennar. Hann afþakkaði að læra til prests og var alla ævi leikbróðir. Hann þótti lifa helgu lífi. Eitt sinn var hann sendur í erindum klausturs síns til Frakklands og varð þá fyrir árásum húgenotta og slasaðist. Eftir að bróðir Paschalis dó, kom fljótt upp helgi hans. Í borgarstyrjöldinni á Spáni 1936 komust vinstri menn yfir helgan dóm hans og vanhelguðu hann og brenndu að mestu. Messudagur sankti Paschalis er 17. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Auglýsingar

Read Full Post »

 

Þess er minnzt 13. maí, að engill og eftir það María mey birtust þremur börnum í Fatima í Portúgal á árunum 1916-1917. María opinberaði þeim leyndardóma, sem síðar voru birtir.

 

Benedict XVI – The Court of the Gentiles

Catholic News Agency

Jón Rafn Jóhannsson

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

    

Rafael Arnáiz Barón (1911-1938)

    

Rafael fœddist 9. apríl 1911 í Burgos á Spáni og ólst upp á trú­ræknu heim­ili í borg­inni. Hann gekk í skóla hjá Jesú­ít­um en veikt­ist nokkru síð­ar al­var­lega. Fyr­ir árn­að al­sæll­ar Maríu Guðs­móð­ur fékk hann bata og fór svo síð­sum­ars 1921 með föð­ur sín­um til Zaragoza, til að láta helg­ast Nuestra Señora del Pilar. Síð­ar flutt­ist fjöl­skyld­an til Oviedo, og þar stund­aði Rafael einn­ig nám hjá Jesú­ít­um. Hon­um gekk vel í raun­grein­um, og hann fékk inn­göngu í Arki­tekta­skól­ann í Madrid. Hann gaf sig jafn­framt að íþrótt­um og mynd­list, auk þess að njóta tón­list­ar og leik­list­ar. Og ekki sízt rækti hann trú sína, með­al ann­ars með því að dvelja á hverj­um degi frammi fyrir hinu bless­aða sakra­menti, stund­um einn­ig nœt­ur­langt. Loks kall­aði Guð hann til að ger­ast munk­ur. Rafael hafði í septem­ber 1930 kynnzt trapp­ist­um í Monasterio de San Isidro de Dueñas í hér­að­inu Palencia. Hann gekk 16. janúar 1934 í þetta stranga klaust­ur og var nefnd­ur María Rafael. En fjór­um mán­uð­um síð­ar veikt­ist hann mjög af syk­ur­sýki og þurfti að halda heim, til að fá nauð­syn­lega að­hlynn­ingu. Strax þeg­ar heils­an leyfði, fór hann aft­ur í klaustr­ið. Hið sama gerð­ist aft­ur og í þriðja sinn, að hann þurfti sár­veik­ur að hverfa heim en kom síð­an í klaustr­ið, eins fljótt og hann gat. Hann dó 26. apríl 1938, 27 ára að aldri, og fékk leg í klaustri sínu. Raf­ael rit­aði tals­vert um and­leg efni og þótti hafa ein­staka skynj­un á þeim. Jó­hann­es Páll II. páfi leit á hann sem fyr­ir­mynd ungs fólks og tók hann í tölu bless­aðra 27. septem­ber 1992. Bene­dikt XVI. páfi tók hann í helgra manna tölu 11. októ­ber 2009.

    

Abadia San Isidro Dueñas

O.C.S.O.

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Pettiti, Gianpiero @ Santi, beati e testimoni

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Antonius Patavinus

 

Gröf heilags Antoníusar í Padúa

 

Antonius prédikar yfir fiskunum (Benlliure)

 

Fernando de Bulhoes fœdd­ist og ólst upp í Lissa­bon í Portú­gal (sem hann er stund­um kennd­ur við) og gekk sem 15 ára í klaust­ur Ágúst­ín­us­ar­kan­úka í borg­inni en flutt­ist 1212 í kan­úka­klaustr­ið í Coîmbra. Þar dvald­ist hann í átta ár, gaf sig all­an að lær­dómi og bœna­gjörð­um og tók prests­vígslu. Í jan­úar 1220 var kom­ið til borg­ar­inn­ar með lík fimm grá­brœðra, sem höfðu lið­ið písl­ar­vætti sem kristni­boð­ar í Mar­okkó. Fern­ando fékk nú köll­un til að ger­ast sjálf­ur kristni­boði, þótt það gæti kost­að hann líf­ið. Kan­úka­regl­an gaf lít­il tœki­fœri til þess, svo að skömmu síð­ar skipti hann um reglu og gerð­ist grá­bróð­ir. Reglu þeirra, sem heit­ir Ordo Fratr­um Min­or­um (O.F.M.), hafði Frans frá Ass­isi stofn­að 1209. Hinn nýi grá­bróð­ir tók sér nú nafn­ið Ant­on­ius, eft­ir heil­ög­um Anton­iusi mikla. Ant­on­iusi hin­um unga varð að ósk sinni, og hann var send­ur í fót­spor písl­ar­vott­anna fimm, til að boða múha­meðs­trú­ar­mönn­um í Mar­okkó kristni. En við kom­una þang­að veikt­ist hann al­var­lega af hita­sótt og lá rúm­fast­ur mán­uð­um sam­an. Hann þurfti því vor­ið 1221 að halda heim. Skip­ið lenti í stór­sjó og leit­aði hafn­ar á Sik­il­ey. Ant­on­ius safn­aði síð­an um hríð kröft­um í klaustri í Mess­ina, unz Frans boð­aði alla brœð­urna til þings í Ass­isi. Bróð­ir­inn frá Portú­gal lét ekk­ert á sér bera á þing­inu. Nokkru síð­ar bað hann yf­ir­mann sinn að mega fara á ein­hvern stað, til að lifa í ein­veru og yf­ir­bót, og var þá send­ur til að sjá um messu­hald fyrir leika brœð­ur í fjalla­klaustri hjá Forli. Hann var þög­ull mjög og því álit­inn fá­fróð­ur, ekki held­ur mik­ill fyr­ir mann að sjá. Eitt sinn komu grá­brœð­ur og pré­dik­ara­brœð­ur sam­an, og skyldi ein­hver hinna fyrr­nefndu flytja pré­dik­un. Út af mis­skiln­ingi, hafði eng­inn ver­ið feng­inn til, og stakk þá einn bróð­ir­inn í spaugi upp á Ant­on­iusi. En hann gegndi því og flutti svo ágæta og fróð­lega pré­dik­un, að undr­um sætti. Þetta barst heil­ög­um Frans til eyrna, og hann kaus Ant­on­ius sem fyrsta guð­frœði­kenn­ara regl­unn­ar, og skyldi hann kenna brœðr­un­um í Bologna og Padova. Brátt fór hann einn­ig að pré­dika fyr­ir al­menn­ingi, þeg­ar frá leið und­ir ber­um himni, því að stund­um komu tug­þúsund­ir manna til að hlýða á boð­skap hans, ekki sízt á móti okri, ágirnd og villu­lær­dóm­um. Marg­ir tóku sinna­skipt­um, og mjög beindi hann orð­um sín­um til al­þýðu­fólks. Ant­on­ius var 1226-1227 sendi­mað­ur reglu sinn­ar í Páfa­garði, og 1227-1230 var hann yf­ir­mað­ur henn­ar á Norð­ur-Ítalíu. En hann var ekki sterk­byggð­ur, og á hann lagð­ist vatns­sótt, svo að hann dó langt um ald­ur fram. Síð­ustu mán­uð­ina sat hann að mestu um kyrrt í Padova, og þar fékk hann leg (sjá mynd). Strax ár­ið 1232 var Anton­ius tek­inn í dýr­linga tölu. Hann var 1946 út­nefnd­ur kirkju­frœð­ari: Doctor Evangel­ic­us. Messu­dag­ur hans og dauða­dag­ur er 13. júní. Í Martyro­logium Rom­an­um stend­ur: “Patavii sancti Antonii Lusitani, Sacer­dotis ex Ordine Minorum et Con­fessoris, atque Ecclesiæ Doctoris, vita et miraculis, ac prædicat­ione illustris, quem, uno post illius obitum anno nondum expleto, Gregorius Papa Nonus in Sanctorum canonem retulit.”

Sagt er, að Antonius hafi kom­ið til Rimini, sem þá var í hönd­um trú­vill­inga (albi­gensa). Eng­inn vildi hlýða á boð­skap hans, svo að hann fór nið­ur á strönd og pré­dik­aði yf­ir sjón­um. En fisk­arn­ir stungu upp hausn­um, til að hlusta, sem þótti svo mik­ið und­ur, að borg­ar­bú­ar létu af villu sinni. Þess vegna eru fisk­ar eitt af þeim tákn­um, sem not­uð eru á helgi­mynd­um af Anton­iusi (sjá mynd­ina eft­ir José Benlli­ure, d. 1937). Í ann­að sinn reyndi hann að telja bónda nokkr­um hug­hvarf, en sá gaf því eng­an gaum. Þá hóf Anton­ius á loft helg­aða hostíu frammi fyr­ir svöng­um múl­asna, sem var á beit, og hann kraup strax nið­ur frammi fyr­ir henni. Þá iðr­að­ist bónd­inn. Asni eða hest­ur er ann­að tákn, sem sést á mynd­um af dýr­lingn­um. Einu sinni gisti Anton­ius hjá greifa í Padúa, sem tók eft­ir því um nótt­ina, að skært ljós lagði frá herbergi gests­ins. Hann lædd­ist að hurð­inni og gægð­ist gegn­um skrá­ar­gat­ið. Þá sá hann, að Anton­ius hélt á Jesú­barn­inu í fang­inu. Víða má sjá þetta á mál­verk­um og stytt­um. Anton­íus þyk­ir góð­ur til áheita, ef fólk týn­ir ein­hverju, sem bæði á rœt­ur í helgi­sögn­um og reynslu margra. En reynd­ar er heit­ið á hann af mjög mörgu til­efni, og hann er vernd­ar­dýr­ling­ur víða um lönd. Einn­ig skyldi nefna Bréf heil­ags Ant­on­ius­ar, sem sum­ir bera á sér eða miðla öðr­um, til að bægja frá ör­vænt­ingu og sjálfs­morðs­hug­leiðingum. Á því er mynd af krossi án róðu og þessi áletr­un: “Lít­ið kross Drott­ins! Flý­ið, þið ill­vilj­uðu öfl! Ljón­ið af ætt­kvísl Júda, kyn­stofni Davíðs, hef­ur sigrað.”

Rit Antoniusar má meðal annars finna hér: 1) Basilica di San Antonio in Padova, 2) Documenta Catholica Omnia.

   

   

American Catholic

Armitage, Mark @ Saints and Blesseds Page

Arnaldich, Luis OFM @ The Franciscan Archive

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Biblio­graphisch­es Kirchen­lexikon

Beati Antonii Vita Prima seu Legenda “Assidua” (Virgilio Gamboso gaf út 1981)

Catholic News Agency

Catholic Online

Cooper, John OFMCap @ Capuchin Franciscan Friars of Australia

Corrêa de Oliveira, Plinio @ Tradition in Action

Dal-Gal, Niccolò @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Directorio Franciscano

Duffy, Patrick @ Catholic Ireland

Eglise Catholique en France

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Foley, Leonard OFM @ Franciscan Friars of Cincinnati, Ohio

Gamboso, Vergilio OFMConv @ The Franciscan Arhive (hjálplegt)

Heiligen-3s

Hughes, Marilynn @ Suit101

Ioannes Paulus PP. II (postullegt bréf 1. janúar 1981)

Ioannes Paulus PP. II (hugvekja 16. janúar 1982)

Ioannes Paulus PP. II (hugvekja 12. maí 1982)

Ioannes Paulus PP. II (prédikun 12. nóvember 1982)

Ioannes Paulus PP. II (bréf 13. júní 1994)

Ioannes Paulus PP. II (bréf 8. nóvember 1995)

Ioannes Paulus PP. II (bréf 16. janúar 1996)

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Mary´s Touch by Mail

McNamara, Fr. Robert @ Irondequoit Catholic Communities, New York

Ministros Generales Franciscanos (13. júní 1994)

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Paulus PP. VI (postullegt bréf 18. október 1963)

Paulus PP. VI (postullegt bréf 29. nóvember 1963)

Rabenstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

santAntonio.org (6 tungumál)

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

St. Anthony Di Padova Society of SWP

St. Charles Borromeo Catholic Church @ Picayune, Mississippi

Toussaint, C. @ JesusMarie.com

Valeriani, Maurizio @ Santi, beati e testimoni

Via Rosa

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

  

  

Read Full Post »