Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Þýzkaland’ Category

Einnig nefnd Elízabet af Þýringalandi [Thüringen]. Hún stofnaði spítala og þótt sýna mikinn kærleika, varð snemma ekkja og lifði sjálf stutt. Hún á minningardag 17. nóvember.

Catholic Information Network

Catholic News Agency

Kathpedia

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Wikipedia, þýzka


Ökumenisches Heiligenlexikon


Read Full Post »

Jóhannes er talinn fæddur í Duns í Skotlandi, þaðan nafnið. Hann menntaðist í Englandi og síðar í Frakklandi en var síðast í Köln í Þýzkalandi. Hann gerðist fransiskusarbróðir og prestur, nafntogaður guðfræðingur og heimspekingur og prófessor. Jóhannes Páll páfi II. tók hann 1993 í tölu blessaðra. Minningardagur hans er 8. nóvember.

Kathpedia

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Ökumenisches Heiligenlexikon

Wikipedia, enska

Read Full Post »

 

Benedikt páfi XVI., postullegt bréf 7. október 2012

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Wikipedia, ítalska

Wikipedia, þýzka

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

Read Full Post »

 

Bonifatius fæddist nálægt árinu 675, ef til vill í bænum Crediton í héraðinu Devon á suðvestanverðu Englandi. Hann var af saxneskum ættum og nefndur Winfrid. Honum var ungum komið til náms í klaustri, sem helzt er talið hafa verið í bænum Exeter í Devon. Síðan hélt hann til frekara náms í klaustrinu í Nursling í Hampshire í sunnanverðu Englandi. Þar gerðist hann kennari og vígðist þrítugur til prests. Á þeim árum samdi hann meðal annars latneska málfræði og ritgerð um ljóðlist. Nálægt árinu 716 var honum boðið að gerast ábóti í klaustri sínu, sem hann hafnaði og hélt þess í stað í fyrstu kristniboðsferð sína til Fríslands, nam staðar í Utrecht og slóst síðan í för með heilögum Willibrordus, sem kallaður er postuli Frísa. Þeir fóru um sveitirnar og boðuðu kristni, en stríð gerði þeim erfitt fyrir, sem þá geisaði á milli Redbads Frísakonungs og Frakka, sem voru undir stjórn Karls Martels hertoga. Að ári liðnu flúði Willibrordus í klaustur, sem hann hafði stofnað. Winfrid hélt aftur til Nursling, en á næstu misserum fór hann hans vegar til Rómar og gekk á fund Gregoriusar páfa II., sem tók honum ágætlega, gaf honum nafnið Bonifatius (eftir samnefndum píslarvotti, sem var líflátinn árið 307) og útnefndi hann trúboðsbiskup í Germaníu. Bonifatius átti ekki eftir að koma aftur til Englands, en hann skrifaðist á við landsmenn sína, og sumt er það varðveitt. Hann hélt nú í norðurátt, byrjaði að kristna Germani og varð vel ágengt. Árið 731 tók Gregorius III. við páfadómi, og árið eftir fór Bonifatius að finna hann. Gregorius gaf honum pallium og útnefndi hann erkibiskup Þýzkalands. Bonifatius var einnig í Róm 737-738, og í það sinn var hann útnefndur legáti páfans í Þýzkalandi. Hann kom sér vel við Karl Martel, sem stjórnaði Frakkaveldi á árunum 718-741, og Karl efndi til fjögurra biskupsdæma í Bæjaralandi (Salzburg, Regensburg, Freising, Passau), sem hann síðan afhenti Bonifatiusi til yfirstjórnar. Síðar átti Bonifatius eftir að koma á fót biskupsstólum í Würzburg og Erfurt, og erkibiskupsstól sinn setti hann í Mainz.

Bonifatius dreymdi alltaf um það að kristna Frísi, og árið 754 lagði hann enn af stað í leiðangur þangað, ásamt 52 fylgdarmönnum. Hann skírði fjölda manns, sem hann síðan boðaði til að finna sig skammt frá Dokkum og meðtaka sakramenti fermingar. En þeir komu ekki, heldur ófriðarmenn, sem drápu Bonifatius og allt fylgdarlið hans. Síðan hugsuðu þeir sér gott til glóðarinnar að ræna eigum hinna dauðu, en þær reyndust hvorki vera gull né silfur, heldur guðsorðabækur í handriti, og eftir slíku góssi sækjast trítilóðir og ólæsir heiðingjar ekki mikið.

Bonifatius á messudag 5. júní. Helgi hans kom strax upp.

 

Odden, Per Einar

Saints and Angels

Wikipedia (enska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Bruno biskup í Würzburg í Bæjaralandi finnst einnig kenndur við fæðingarstað sinn, sem var Kärnten í Austurríki, og stundum kallaður upp á latínu Brunonis Herbipolensis episcopi. Bruno var hertogasonur, náfrændi Konráðs keisara II. og Gregoriusar páfa V., og að lokinni prestsvígslu biðu hans mikil og há embætti, einkum sem kanzlari Ítalíu á árunum 1027-1034. En 1034 tók Bruno biskupsvígslu (biskupsdæmið í Würzburg var jafnframt furstadæmi), og þótti hann gegna embætti sínu með ágætum. Svo slysalega vildi til, þegar hann var á ferðalagi í Austurríki og sat að veizluborði í höllinni Persenbeug við Dóná, að súla brotnaði, og féll þá þakið niður í veizlusalinn en biskup slasaðist til ólífis. Merkasta rit sankti Brunos er útlegging á Sálmunum, sem dregur nafn af þeim og er venjulega kölluð Psalterium. Messudagur hans er víðast dauðadagurinn 27. maí en í Würzburg og á Íslandi 17. maí.

 

Heiligenlegenden

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (þýzka)

WürzburgWiki

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Guðharður var upprunninn í Bæjaralandi. Þar gerðist hann munkur og síðar ábóti í Niederaltaich, unz hann var kjörinn biskup í Hildesheim á Neðra-Saxlandi. Hann á messudag 5. maí. Meðfylgjandi mynd sýnir skríni hans.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

 

Florianus leið píslarvætti í Lauriacum [nú Lorch og der Enns í Austurríki] árið 304, því að hann neitaði að færa hinum rómversku goðum fórnir. Honum var drekkt, eftir að kvarnarsteinn hafði verið bundinn um háls hans. Florianus var kristinn maður og rómverskur herforingi. Hann á messudag 4. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

                  

María Guðsmóðir uppnumin

                   

Arngrímur Brandsson ábóti á Þingeyr­um (d. 1361) rit­aði sögu Guð­mund­ar bisk­ups góða (d. 1237), sem var mik­ill vin­ur al­sæll­ar Maríu meyj­ar. Í 71. kafla sög­unn­ar seg­ir frá vitr­un heil­agr­ar Elísa­bet­ar (1128-1164; messu­dag­ur 18. júní), sem fékk að sjá upp­numn­ingu meyj­ar­inn­ar. Það gerð­ist nærri ár­inu 1156 í klaustr­inu í Schönau, sem er í Strüth í fylk­inu Rhein­land-Pfalz í Þýzka­landi, en þar varð Elísa­bet síð­ar abba­dís. Frá­sögn­in á að vera tek­in úr bréfi, rit­uðu á nor­rænu, sem norsk­ur klerk­ur sendi Guð­mundi bisk­upi, en hann hafði fyr­ir síð­ustu út­ferð sína til Ís­lands ár­ið 1226 boð­ið, að sér yrði skrif­að, ef ná­kvæm­ur fróð­leik­ur um þessa at­burði bær­ist til Nor­egs. María Guðs­móð­ir birt­ist bisk­upi áð­ur en hann sigldi, en ekki vita menn, hvort þetta bar í tal þeirra (sbr. 64. kafla). Sag­an hljóð­ar svo:

Þá er liðið var frá hingað­burði vors herra, Jesú Kristi, þús­und hundrað fimm­tíu og tvö ár, á dög­um post­ul­legs herra Evgenii páfa tertii [sjá um ár­tal­ið í nið­ur­lagi kafl­ans], var ein nunna, Elisa­beth að nafni, í því klaustri, er Skan­ogia [Schönau] heit­ir og ligg­ur und­ir Trever­is borg [Trier] á Saxlandi. Yf­ir þeim lifn­aði var sú abba­dís, er Hildi­lín hét, vel geym­andi það, er hún hafði til stjórn­ar tek­ið af guðs hálfu. Fyrr­nefnd syst­ir, Elisa­beth, hafði ell­efu ára göm­ul í klaust­ur geng­ið og lifði svo dýr­legu lífi sem alls­vald­andi guð og hans bless­aða móð­ir virt­ust bæði vitni um bera, því að þann tíma, sem þessi nunna hafði lif­að í klaustri önn­ur ell­efu ár, haf­andi tvo vet­ur um tutt­ugu, auðg­aði guð hana svo óend­an­legri hugg­un, að heil­ög guðs móð­ir, Máría, birt­ist henni oft­lega, tal­andi með henni ým­is­leg­ar grein­ir og skyn­semd­ir heil­agra ritn­inga. Hér með birt­ist henni enn oft­leg­ar einn guðs eng­ill, sá er vand­ist hana að læra með eink­an­legri speki. Kenndi hún þenn­an eng­il jafn­an hinn sama til sín kom­andi sem sann­an vin og kær­an fé­laga. Og er hún blómg­ast með því­lík­um gjöf­um, stund­ar hún því fram­ar að líka sem bezt guði í öll­um hlut­um, geym­andi sitt lít­il­læti með góð­um verkum.

Og það gerist, síðan hún skilur, að vor frú, guðs móð­ir Máría, virð­ist henn­ar oft­lega að vitja, að hún seg­ir leyni­lega ein­um and­leg­um föð­ur sín­um þar í klaustr­inu, hver henni gef­ur það ráð að spyrja nokk­urs drottn­ing­una, þá er hún birt­ist henni næsta sinn. Syst­ir­in seg­ist þess spyrja vilja, sem hinn gamli mað­ur vill henni ráð til gefa.

Hann segir: “Það bið eg, dótt­ir mín, að þú spyrj­ir hana, hvort hún hafi af dauða ris­ið og lifi nú í guði bæði með önd og lík­ama.”

Nú á næsta tíma, sem blómst­ur allra meyja, virðu­leg Máría, birt­ist Elisa­beth, tala þær með­al sín harla kær­lega. Það var in octava assumpt­ion­is sanctæ Mariæ, með­an guð­þjón­usta flutt­ist í kirkj­unni. Leið þá létt­ur höfgi yf­ir hana nunn­una, í hverj­um henni birt­ist eft­ir vana heil­ög mær Máría.

Elisabeth spurði þá djarflega, svo segj­andi: “Drottn­ing mín sæt­asta, ef það lík­aði þín­um góð­leika, vild­um vér vita gjarn­an, hvort þú hefð­ir í and­an­um upp­ris­ið og ríki tek­ið með þín­um syni eða reist þú af dauða upp num­in yf­ir öll engla­fylki bæði með önd og lík­ama. Spyr eg fyr­ir þá grein þessa hlut­ar þína mildi, að mér er sagt ef­an­legt skrif­að í letr­um heil­agra feðra af þinni upp­numn­ing.”

Drottningin svarar svo hennar máli: “Það, er þú spyrð, máttu eigi að sinni vís verða, en þó er það ætl­að, að þessi hlut­ur skal fyr­ir þig birt­ast og auð­sýnast.”

Svo sem þessi sýn hverfur brott, ger­ir syst­ir­in kunn­ugt hin­um gamla manni, hversu far­ið hafði spurn­ing og and­svör með drottn­ing­unni, en sá góð­ur bróð­ir legg­ur það til, að nunn­an taki upp eink­an­leg­ar bœn­ir guðs móð­ur til sœmd­ar í minn­ingu þessa fyr­ir­heits, og haldi þeim dag­lega, þar til fram kem­ur vitr­unin.

Líður svo fram heilt ár, að þessa hlut­ar þor­ir nunn­an hvorki spyrja guðs móð­ur né sinn heimul­leg­an eng­il, þótt þau birt­ist henni bæði eft­ir vana, þar til að assumpt­io sanctæ Mariæ stend­ur ná­lægt á öðru ári, þá sýk­ist Elisa­beth svo framt, að á sjálfa há­tíð­ina ligg­ur hún mjög mátt­far­in í rekkju. En þann tíma, sem há­leit þjón­usta ger­ist á þeim bless­aða degi, líð­ur yf­ir hana þungi eða ómeg­in, og því næst sér hún mjög fjarri eina stein­þró. Í þrónni lít­ur hún liggja einn kven­leg­an lík­ama. Alla vega um­berg­is stóðu heima­menn him­in­rík­is, bjart­ir guðs engl­ar með skín­andi ljósi skærr­ar birtu. Og eft­ir lít­inn tíma rís þessi upp með dýrð mik­illi, er áð­ur lá í gröf­inni. Lúta þá heil­ag­ir engl­ar og til koma, flytj­andi all­ir samt hátt í loft upp með göf­ug­legri skip­an sætra hljóða, þar til kem­ur af him­in­rík­is kuria, fag­ur og dýr­leg­ur um­fram sonu manna, lif­andi guðs son með mörg­um þús­und­um sinna hirð­sveita. Sá sami drott­inn ber í sinni hendi heil­ag­an kross með dýr­legu merki. Er þá skip­uð eink­an­lega him­nesk og há­leit pro­cessio, langt um það fram, er mann­legt hjarta má hugs­un á koma. Geng­ur sú bless­aða drottn­ing inn þann virðu­lega fagn­að, er áð­ur hafði skömmu upp ris­ið af gröf­inni, að sjálf­ur himna­kon­ung­ur­inn móti renn­andi leið­ir hana með sinni hendi, svo skip­andi um­berg­is alla vegu, sem henni mátti mest­an sóma inn bera, og því næst byrg­ist há­leit­asta processio út af aug­um Elisa­bethar.

Líður þá lítil stund, áður [en] bless­uð Máría birt­ist henni með sama ljósi, sem fyrr var vant, svo að hún mátti vel stand­ast í and­ar­kraft­in­um. Sýn­ir drottn­ing­in henni þá sitt and­lit blítt og þekki­legt en tal­ar ekki við hana, og sem hún líð­ur á brott kem­ur á sömu stund til henn­ar heim­ul­leg­ur guðs eng­ill, og þeg­ar tal­ar hún til hans svo segj­andi: “Herra minn, hvað merk­ir sú sýn, er mér [fyr­ir] skömmu birt­ist?”

Engillinn svarar: “Í þessari vitran, er guð veitti þér, birt­ist það auð­sýni­lega, hversu vor drottn­ing, frú sankta Máría, var upp­num­in til himna­rík­is, bæði samt með önd og lík­ama.”

Eftir þessa sýn fær systir Elisabeth fljóta heilsu. Líð­ur nú svo fram til octav­am assumt­ion­is, og í sjálfri octava birt­ist henni sami eng­ill með ágætri blíðu, hvar fyr­ir hún spyr með­al ann­arra hluta: “Herra minn, bið eg þig, að þú seg­ir mér, hversu lang­ur tími leið milli frá upp­numn­ingu minn­ar frú­ar, áð­ur fyllt­ist henn­ar lík­am­leg upp­risa?”

Engillinn svarar henni mjög virðu­lega: “Á þeim sama degi sem nú dýrk­ast henn­ar assumptio í kirkj­unni leið hún brott af þessu lífi, en á fjórða degi það­an, það er fjórtánda kal­endas Septem­bris, reis hún af dauða, en heil­ag­ir feð­ur, þeir sem skip­uðu henn­ar upp­numn­ing­ar­dag há­tíð­lega hald­ast í kristn­inni, höfðu enga vissu af henn­ar lík­am­legri upp­risu. En því köll­uðu þeir henn­ar and­láts­dag assumpt­ion­em, að þeir trúðu hana óefa­sam­lega bæði samt upp numna með önd og líkama.”

Sem systir Elisabeth hefur því­líka hluti heyrt og séð, er hún ef­an­leg, hvort hún skal op­in­bera birt­ing­una, því hún ótt­ast, að hún muni dœm­ast svo sem upp­hafs­mað­ur og efni óheyrðra nýj­unga. Og svo sem líða héð­an tvö ár, þar til að enn á sömu há­tíð guðs móð­ur birt­ist hún sjálf oft­nefndri nunnu.

Elisabeth spyr þá drottning­una eft­ir þeim hlut, sem hafði áð­ur oft­lega hugs­að, og seg­ir svo: “Frú mín, hvort eða eigi mun­um vér op­in­bera það orð, sem mér er birt af þinni upp­risu?”

Vor frú sankta Máría svarar henni: “Eigi skal það með lýðn­um orð­fleyt­ast og op­in­ber­ast, því að ver­öld­in er minna góð­gjörn en þyrfti, og því munu þeir, sem heyra, sálu­háska fyr­ir taka, ef þeir mis­trúa sanna hluti og í háði hafa guð­leg stórmerki.”

Systirin spyr þá enn: “Nú þá, drottning mín, viltu, að vér sköf­um af með öllu það, sem skrif­að er af þess­ari birt­ingu?”

Guðs móðir svarar: “Eigi eru þessir hlut­ir til þess birt­ir, að þeir af­má­ist og síð­an gleym­ist, held­ur til þess, að mitt lof marg­fald­ist með­al þeirra, er eink­an­lega mig elska. Því skulu þessi orð kunn­ug verða vin­um mín­um að­eins fyr­ir þinn fram­burð, og munu þeim þess­ir hlut­ir kær­ir verða, er mér auð­sýna sitt hjarta, að hér fyr­ir geri þeir mér eink­an­legt lof og taki af mér eink­an­legt verð­kaup þar fyr­ir. Marg­ir eru þeir, að með mikl­um fagn­aði og virð­ing munu þessi orð með taka og í verki varð­veita sak­ir elsku við mig.”

Arngrímur ábóti bœtir við frá­sögn­ina: “Var herra Guð­mundi í þess­um letr­um mik­il gleði sak­ir ást­ar og vin­áttu vorr­ar frú­ar sankti Máríu. Er öll­um vel skilj­andi mönn­um efa­laus þessi birt­ing, því að sú lög­tek­in bók, er heit­ir Specul­um historiale set­ur skýr­lega, á hverju ári hún varð, þá er lið­ið var frá holdg­an vors herra þús­und hundrað fimm­tíu og sex. Er það svo að skilja, er klerk­ur­inn setti fjór­um ár­um fyrr í upp­hafi sinn­ar frá­sagn­ar og á dög­um Evgenii [1145-1153], að syst­ir Elisa­beth hef­ur á hans dög­um geng­ið í klaustra­lifn­að og stað­ið svo um hans daga og næsta, Ana­stasii páfa [1153-1154], með heil­ög­um and­ar­iðn­um, áð­ur [en] hún öðl­að­ist vitr­an þessa. Hef­ur því birt­ing­in eigi orð­ið á dög­um Evgenii, held­ur á öðru ári Adriani quarti [desem­ber 1154-1159; 2. ár hans þá 1156]…”

Arngrímur hefur eftir norska klerkn­um, að frá­sögn­in sé í klaustr­inu í Schönau not­uð “fyr­ir lection­es í óttu­söng” á upp­risu­tíð Maríu. Hafi hið sama í ein­hverj­um mæli ver­ið gert á Ís­landi, hef­ur bréf­ið áreið­an­lega ver­ið af­rit­að. Arn­grím­ur virð­ist að minnsta kosti hafa not­að ein­hverja gerð þess.

Stórhátíðin uppnumning Maríu meyj­ar er hald­in 15. ágúst. Hinn fjórtándi kal­endas Septem­bris er 19. ágúst. Ná­kvæma kenn­ingu kirkj­unn­ar um upp­numn­ingu Maríu Guðs­móð­ur er að finna í bréf­inu Munificent­issim­us Deus, sem Pius PP. XII gaf út 1. nóvem­ber 1950. Með­fylgj­andi mynd mál­aði Guido Reni ár­ið 1642.

                        

Read Full Post »

    

Paulinus biskup

   

Paulinus ólst upp í hérað­inu Aquitania (nú Suð­vest­ur-Frakk­land). Hann kom til Trier í Rín­ar­lönd­um með heil­ög­um Maxi­min­usi bisk­upi og starf­aði sem prest­ur, unz hann varð ár­ið 346 eft­ir­mað­ur bisk­ups­ins. Á kirkju­þingi í Arl­es í Suð­ur-Frakk­landi ár­ið 353 mælti Paul­in­us á móti Ar­íus­ar­villu og neit­aði að for­dœma Aþan­as­ius patrí­arka í Alex­andríu. Þess vegna rak Kon­stant­ius II. keis­ari og trú­vill­ing­ur hann í út­legð til Frygíu (nú hluti af Tyrk­landi). Þar sætti bisk­up í fimm ár svo miklu harð­ræði, að hann er tal­inn með písl­ar­vott­um, þótt ekki væri hann drep­inn. Nokkr­um ára­tug­um eft­ir dauða Paul­in­us­ar, var helg­ur dóm­ur hans sótt­ur og flutt­ur til Trier. Messu­dag­ur hans og dauða­dag­ur er 31. ágúst.

   

Catholic Online

Gugumus, Johannes Emil @ Santi, beati e testimoni

Heiligen-3s

Kathpedia

Lins, Joseph @ The Catholic Encyclopedia (1912)

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Rabenstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

Roeber, Margarete @ St. Gregory´s Journal (2008)

Saarländische Biografien

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Albert le Grand

Albert mikli var fœdd­ur í Lauingen í Bœj­ara­landi (við Dóná, Schwaben), og ár­tal­ið er ekki full­víst, þótt hér standi í fyr­ir­sögn 1206. Aðr­ar heim­ild­ir segja 1193 eða um 1200. Hann er sagð­ur hafa ver­ið af að­als­ætt­um og sem 16 ára far­ið til há­skóla­náms í Padova á Ítalíu (nýr skóli, stofnaður 1222), las að sögn lög, heim­speki, stœrð­frœði og lækn­is­frœði. En hann kynnt­ist reglu prédik­ara­brœðra, Ordo Prædica­torum (O. P.), og gekk svo í hana 1223, mjög gegn vilja föð­ur síns, sem mis­tókst að heimta hann heim og gerði hann síð­an arf­laus­an. Albert hélt á veg­um regl­unn­ar áfram námi, nú í Köln, og var vígð­ur til prests 1228. Enn stund­aði hann næstu ár nám í þýzk­um klaustr­um hjá reglu sinni (Hildes­heim, Frei­burg im Breisgau, Regens­burg og Straβ­burg). Á ár­un­um 1243-1248 dvaldi hann í París, lauk meistara­prófi í guð­frœði 1245 og rann­sak­aði einnig og kenndi (á með­al nem­enda hans var heil­ag­ur Tómas frá Aquino). Ár­in 1248-1254 kenndi hann í klaustur­skól­an­um í Köln, sem varð á þeim tíma víð­fræg­ur, og skipu­lagði jafn­framt kennslu í öðr­um klaustr­um. Á ár­un­um 1254-1257 þjón­aði Albert sem yfir­mað­ur reglu sinn­ar í þýzku­mæl­andi lönd­um, sem út­heimti mik­il ferða­lög á hest­um postul­anna, því að hann var sam­vizku­sam­ur í öll­um störf­um. Eft­ir að skip­un­ar­tíma hans í því embætti lauk, helg­aði hann sig aft­ur kennslu í Köln á ár­un­um 1257-1260. Alexand­er IV. páfi skip­aði Albert 1260 bisk­up og fursta í Reg­ens­burg, sem honum var fremur nauð­ugt, enda svo hátt embætti í litlu sam­ræmi við lífs­hætti betli­munka og dóm­kapítul­an­um þótti fram­hjá sér geng­ið. En árvekni og alúð sýndi hann í starf­inu og ferð­að­ist jafnan fót­gang­andi um bisk­ups­dœmi sitt (til gam­ans kall­að­ur stíg­vél­aði bisk­up­inn). Eft­ir næstu páfa­skipti 1262 fór hann til Rómar og fékk Urbanus IV. til að láta sig laus­an en var í stað­inn fal­ið að prédika kross­ferð í Þýzka­landi, sem hann gerði á ár­un­um 1263-1264. Nú gat hann aft­ur snú­ið sér að kennslu, í þetta sinn í Würz­burg og Straβ­burg, en 1269 flutt­ist hann al­far­inn til Köl­nar. Síð­ustu tvö ævi­ár­in átti hann við nokk­uð minn­is­tap að stríða. Mik­ill bóka­fjöldi ligg­ur eft­ir heil­ag­an Albert, ekki að­eins um óbrot­gjörn guð­frœði­leg efni, held­ur alls kon­ar fróð­leik, ekki sízt raun­vís­indi, og sýna þá að minnsta kosti stöðu þekk­ing­ar á 13. öld. Auk þess var hann nafn­kunn­ur sem pré­dik­ari. Gregorius XV. tók hann í tölu blessaðra 1622, Pius XI. út­nefndi hann kirkju­frœð­ara 1931 og Pius XII. vernd­ar­dýr­ling nátt­úru­frœð­inga 1941. Messu­dag­ur heil­ags Alberts og dauða­dag­ur er 15. nóvem­ber. Hann er kall­að­ur Doctor uni­versal­is. Hann vann þrot­laust að því að koma á friði á milli þjóða síns tíma, sagði Bene­dikt XVI. páfi í ávarpi 15. nóvem­ber 2006. Þeg­ar Pius XII. páfi skil­greindi 1950 upp­numn­ingu Maríu Guðs­móð­ur, vitn­aði hann til Alberts, sem hefði sýnt fram á, að hún væri und­an­þeg­in hinni fjór­földu bölv­un, sem lögð var á Evu (30. efnisgrein).

Verk eftir heilagan Albert má meðal annars finna hjá: 1) Alberti Magni E-Corpus @ Uni­versity of Waterloo, 2) Biblio­theca Augustana @ Fach­hoch­schule Augs­burg, 3) Christian Classics Ethereal Library, 4) Docu­menta Catholica Omnia, 5) Ruprecht-Karls-Uni­versität Heidelberg, 6) Uni­versität Bielefeld.

  

Absolute Astronomy

Albertus-Magnus-Institut @ Bonn

Allgemeine Deutsche Biographie @ Wikisource

Bach, Josef (1881)

Catholic Online

Christian Classics Ethereal Library

Diccionario Enciclopédico Hispano-Americano

Dominican Antiphon á Albertsmessu

Dominican Breviary

Eglise Catholique en France

Encyclopedia of World Biography

Feiler, Willy (1891)

Fellner, Stephan (1881)

Heiligen-3s

Kathpedia

Kennedy, Daniel @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Kennedy, Leonard Anthony (1958)

Mandonnet, Pierre @ Dictionnaire de Théologie Catholique [JesusMarie.com]

Mariani, Franco @ Santi, beati e testimoni

Miller, Robert G. (1938)

O´Connor & Robertson @ University of St. Andrews, Scotland

Odden, Per Einar @ kaþólska kirkjan í Noregi

Pfeifer, Franz Xavier (1881)

Pouchet, Félix Archimède (1853)

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Sighart, Joachim (ensk þýðing 1876)

Stanford Encyclopedia of Philosophy

St. Charles Borromeo Catholic Church @ Picayune, Mississippi

Store norske leksikon

Vicifons

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »