Feeds:
Færslur
Athugasemdir

 

Dominica mey og píslarvottur fæddist í bænum Tropea í héraðinu Calabria syðst á Ítalíu. Hún lenti í ofsóknum Diocletianusar keisara gegn kristnu fólki og var ófáanleg til að afneita trú sinni. Hún var því dæmd til að verða kastað fyrir ljónin. En þau gerðu stúlkunni ekkert mein, svo að hún var hálshöggvin. Messudagur hennar er 6. júlí.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

 

Auglýsingar

 

Maria Teresa Goretti fæddist í bænum Corinaldo í héraðinu Ancona á Ítalíu. Foreldrar hennar voru fátækt fólk. Faðir Mariu dó úr malaríu árið 1900. Fjölskyldan fluttist til Nettuno sunnan við Róm. Það kom nú í hlut Maríu að hugsa um heimilið og yngri systkini sín meðan móðir þeirra vann fyrir þeim. Piltur um tvítugt lagði hug á Maríu, sem ekki vildi þýðast hann. Hann reyndi þá árangurslaust að nauðga henni og stakk hana loks 14 sinnum með sýl. Hún dó af sárum sínum næsta dag, 6. júlí, sem er messudagur hennar, og hafði þá fyrirgefið banamanni sínum. Hún er álitin píslarvottur, því að hún vildi frekar láta lífið en syndga með piltinum. Pius páfi XII. tók Maríu í helgra manna tölu sumarið 1950.

 

Catholic News Agency

Catholic Online

EWTN

Franciscan Media

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Pilgrimage of Mercy

Pray More Novenas

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

Messudagur þeirra er 2. júní.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

 

Þetta er sálmur, sem heilagur Tómas frá Aquino orti 1264, að beiðni Úrbanusar páfa IV., til að nota á hinni nýju kirkjuhátíð dýradegi (Corpus Christi, Corpus Domini), og enn er sálmurinn sunginn. Nokkur vers eru í sálmabók kaþólsku kirkjunnar og í sálmabók þjóðkirkjunnar [1945] í þýðingu Helga Hálfdanarsonar [Lát ei, Síon, lofgjörð bresta], en sálmurinn er lengri.

 

Wikipedia (enska)

Wikipedia (þýzka)

Ófullgert

Justinus á messudag 1. júní.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Ófullgert

Hubertus fæddist í Aquitania í Gallíu, elzti sonur Bertrands hertoga af Toulouse. Einu sinni fór Hubertus út að veiða á sjálfan föstudaginn langa. Þá stóð frammi fyrir honum mikill krónhjörtur, og á milli horna hans var uppljómaður róðukross. Hubertus kraup á kné og heyrði rödd, sem sagði við hann: „Hubertus, hvers vegna sóar þú tíma þínum í svona hluti? Héðan í frá skaltu ekki veiða fleiri dýr, heldur menn.“ Hubertus svaraði: „Herra, hvað á ég að gera?“ Svarið var: „Far til þjóns míns, Lambertusar biskups í Maastricht. Hann mun opinbera vilja minn.“ Messudagur Hubertusar er 30. maí.

 

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

 

 

 

1. Jósef, verndari verkamanna

2. Athanasius Alexandrinus Magnus (296-373)

3. Filippus postuli

3. Jakob Alfeusson postuli

4. Florianus píslarvottur (-304)

5. Godehard biskup (960-1038)

5. Hilarius biskup í Arles (400-449)

6. Evodius biskup (-68)

6. Petronax ábóti (670-750)

7. Domitianus biskup (-560)

7. Jóhannes biskup í York (650-721)

8. Benedikt páfi II. (-685)

8. Bonifatius páfi IV (-615)

8. Oddgeir djákni (-713)

8. Magdalena di Canossa (1774-1835)

8. Viktor Márus (-303)

9. Gerontius biskup (-502)

10. Antoninus erkibiskup (1389-1459)

10. Comgall ábóti (516-602)

10. Damianus de Veuster (1840-1889)

11. Majolus ábóti (906-994)

11. Mamertus erkibiskup (400-477)

13. María mey í Fatima (1917)

13. Servatius biskup (-384)

14. Matthías postuli (-63)

15. Hallvarður Vébjörnsson (um 1020-1043)

16. Simon Stock (1200-1265)

17. Bruno biskup (1005-1045)

17. Pascual Baylón (1540-1592)

18. Eiríkur Svíakonungur IX. (1125-1160)

18. Jóhannes páfi I. (–526)

19. Caelestinus páfi V. (1215-1296)9

19. Crispinus frá Viterbo (1668-1750)

20. Bernardino 8frá Siena (1380-1444)

21. Andrzej Bobola prestur og píslarvottur (1592-1657)

21. Cristóbal Magallánes Jara prestur og píslarvottur (1869-1927)

22. Castus og Aemilius píslarvottar (-um 250)

22. Júlía frá Korsíku (líklega 5. öld)

22. Rita frá Cascia (1381-1457)

23. Vilhjálmur frá Rochester (-1201)

24. Davíð Skotakonungur I. (1083-1153)

24. Vincentus frá Lérins (-um 445)

25. Beda Venerabilis (673-735)

25. Gregoríus páfi VII. (um 1015-1085)

25. Maria Maddalena de’Pazzi (1566-1607)

26. Filippo Neri (1515-1595)

27. Augustinus biskup af Kantaraborg (-604)

28. Germanus biskup í París (496-576)

28. Gizur Ísleifsson biskup (1042-1118)

29. Kýrillos frá Caesareu píslarvottur (-251)

29. Vilhjálmur Arnaud píslarvottur (-1242)

30. Hubertus  biskup í Liège (656-727)

30. Jóhanna frá Örk mey (1412-1431)

31. María heimsækir Elísabetu

31. Petronilla mey og píslarvottur (1. öld?)