Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Prestar og djáknar’ Category

   

Jozef Damiaan de Veuster (1840-1889)

    

Jósef de Veuster var son­ur smá­bónda í Belgíu og fœdd­ist 3. jan­úar 1840. Hann gekk 1860 í Con­gregatio Sacrorum Cord­ium Iesu et Mariae necnon adoration­is perpetuae Ss. Sacra­menti altaris. Hann lærði til prests í París og tók sér nafn­ið Dam­ian. Hann bauð sig fram sem kristni­boði og var vígð­ur til prests í Hono­lulu á Hawaii­eyj­um ár­ið 1864. Fað­ir Dam­ian fór síð­an til starfa í holds­veikra­ný­lendu á eyj­unni Molo­kai. Hon­um tókst að hjálpa fólk­inu mik­ið í and­leg­um efn­um og bœta sam­fé­lag þess. Hann veikt­ist sjálf­ur af holds­veiki ár­ið 1885 en hélt ótrauð­ur áfram starfi sínu til dauða­dags 15. apríl 1889. Jó­hann­es Páll II. páfi tók föð­ur Dam­ian í tölu bless­aðra 3. júní 1995. Bene­dikt XVI. páfi tók hann í tölu heil­agra 11. októ­ber 2009.

    

Agasso, Domenico @ Santi, beati e testimoni

Arnsteiner Patres @ Kloster Arnstein bei Obernhof und Nassau an der Lahn

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Bibliographisches Kirchenlexikon

Catholic News Agency

Congragación de los Sagrados Corazones: Damián de Molokai

Caongragción de los Sagrados Corazones @ Provincias Chilenas

Congregation of the Sacred Hearts of Jesus and Mary @ Eastern United States Province

Congregazione dei Sacri Cuori di Gesù e di Maria @ Róm

Leper Priest of Molokai

O’Brien, Felicity: Father Damien, London 1982 (Catholic Truth Society)

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

    

Auglýsingar

Read Full Post »

   

Beda prestur

   

Gröf Beda kirkjufræðara

   

Rúsitir af klaustrinu í Jarrow

   

“Ég, Beda, þjónn Krists og prest­ur í klaustri hinna bless­uðu post­ula Péturs og Páls, sem er í Wear­mouth og í Jarrow… fœdd­ist í ná­grenni við téð klaust­ur. Þeg­ar ég var sjö ára, sendu ætt­ingj­ar mín­ir mig til náms hjá hin­um virðu­lega Bene­dikt ábóta [d. 690] og síð­ar Coel­frid ábóta [d. 716]. Síð­an hef ég ætíð dval­ið í þessu klaustri og var­ið öll­um kröft­um mín­um til að gaum­gæfa ritn­ing­arn­ar. Ásamt því að gæta skyldu­verka minna sem munk­ur og syngja á hverj­um degi í kirkj­unni, hef­ur helzta ánægja mín ver­ið að læra, kenna og skrifa. Þeg­ar ég var á nítjánda ári, varð ég djákni, og á þrítug­asta ári prest­ur, hvort tveggja með vígslu Jó­hann­es­ar bisk­ups [d. 721] og að boði Coel­frids ábóta…” Þetta seg­ir í við­bœti á eft­ir kirkju­sögu Beda prests, og er rit­að ár­ið 731. Hann tel­ur einn­ig upp helztu rit­verk sín og seg­ist vera 59 ára að aldri. Tví­bura­klaustr­in að fram­an voru á Norð­ymbra­landi í Eng­landi norð­aust­an­verðu. Wear­mouth var eldra og helg­að sankti Pétri. Jarrow var helg­að sankti Páli, og þang­að flutt­ist dreng­ur­inn Beda við stofn­un þess 682 og dvald­ist þar alla tíð síð­an. Báð­ir fyrr­nefnd­ir ábót­ar voru heil­ag­ir haldn­ir, og Beda rit­aði um ævi­fer­il þeirra. Jó­hann­es vígslu­fað­ir Beda var bisk­up í Hex­ham, hann einn­ig í tölu heil­agra. Bene­dikts­munk­ar vinna flest­ir ein­hver líkam­leg störf til við­bót­ar and­legri iðju, og Beda finnst kall­að­ur bakari.

Skömmu eftir að klaustrið í Jarrow var stofn­að, kom upp drep­sótt, svo að eng­ir lifðu þar af, sem kunnu að lesa og syngja, nema Coel­frid ábóti og dreng­ur­inn Beda, en í sam­ein­ingu létu þeir tíða­gerð­ir og messu­söng aldrei falla nið­ur. Brátt fjölg­aðí þó munk­um, og komst tala þeirra í klaustr­un­um tveim­ur upp í 600, auk þess sem þau urðu vel stœð og eign­uð­ust góð­an bóka­kost. Coel­frid lét af­rita hina latn­esku þýð­ingu Hiero­nym­us­ar kirkju­föð­ur á Biblí­unni, hverja ein­ustu bók henn­ar, og hafði Beda um­sjón með því verki. Sitt ein­tak­ið var gert handa hvoru klaustr­inu, en þriðja ein­tak­ið var handa páf­an­um. Coel­frid fór með það sjálf­ur en sagði áð­ur af sér ábóta­dœmi, og í þeirri för dó hann. Hand­rit­ið komst þó á leið­ar­enda og er enn varð­veitt (Codex Amiat­­in­us). Það þyk­ir ágæta vel gert og text­inn mik­il­vœgur.

Heilagur Beda rit­aði 25 bœk­ur með Biblíu­skýr­ing­um. Þekkt­asta verk hans er Historia Ecclesi­astica gentis Anglorum, fimm binda kirkju­saga Eng­lands, sem þyk­ir byggj­ast á frœði­leg­um kröf­um um notk­un heim­ilda (hann til­tók þær og greindi á milli sann­inda og sagna). Hann var snjall reikn­ings­mað­ur, samdi fingra­rím og páska­töfl­ur nokkr­ar ald­ir fram í tím­ann (á þeim var rugl­ing­ur, sem hann vildi út­rýma), varð auk held­ur fyrst­ur til að miða tíma­tal við fœð­ingu Krists. Hann rit­aði um sálma, mál­vís­indi, stjörnu­frœði, eðl­is­frœði, veð­ur­frœði og fleiri nátt­úru­vís­indi. Hann skráði heil­agra manna sög­ur. Hin þekkt­asta þeirra fjall­ar um heil­ag­an Cuth­bert (d. 687). Oft­ar er þó vitn­að til kafla í kirkju­sög­unni, sem fjall­ar um Gregor­ius mikla. Beda rit­aði eink­um á lat­ínu en einn­ig á móð­ur­máli sínu. Hann var af eng­il­sax­nesku kyni og tal­aði það af­brigði forn­ensku, sem kennt er við heima­hér­að hans. Marg­ir komu til Jarrow til að nema af hon­um eða leita ráða hans. Í verk­um hans er með­al ann­ars að finna fróð­leik um nor­ræn efni.

Fá­um ár­um eftir að Beda dó, kom upp helgi hans. Því mun með­al ann­ars hafa kom­ið áleið­is heil­ag­ur Boni­fat­ius erki­bisk­up og post­uli Þýzka­lands (d. 754). Hann bar mikla virð­ingu fyr­ir prest­in­um. Það má sjá í bréfi, sem hann rit­aði Huet­bert ábóta í Wear­mouth, og tveim­ur bréf­um, sem hann sendi Eg­bert erki­bisk­upi í York (bréf­in hér, nr. 33-­34 og 38). Beda hafði kennt hin­um síð­ast­nefnda, sem stofn­aði skóla og frœddi í sama anda og læri­fað­ir hans hafði gert.

Beda var 1899 út­nefnd­ur kirkju­frœðari. Messu­dag­ur hans og dauða­dag­ur er 25. maí. Cuth­bert læri­sveinn hans og síð­ar ábóti í Jarrow sagði frá síð­ustu dægr­um meist­ara síns, sem var skamma hríð veik­ur, og síð­ustu orð hans voru: “Gloria Patri, et Filio, et Spiritui Sancto.” Helgi­sögn, sem gera má að álit­um, segir frá munki, sem fékk það verk­efni að semja graf­skrift yf­ir Beda. Hann rak í vörð­urn­ar, þeg­ar hann hafði skrif­að: Hac sunt in fossa / Bedae… Munk­ur­inn ákvað að sofa á fram­hald­inu, en morg­un­inn eft­ir hafði eng­ill bœtt við orð­un­um: venera­bilis ossa. Svo er rit­að á gröf kirkju­frœð­ar­ans, og með því auk­nefni er hann bezt þekktur. Í Martyro­logium Rom­anum stend­ur: “Girvi, in Anglia, transitus sancti Bedæ Venera­bilis, Pres­byteri, Con­fessoris et Ecclesiæ Doctoris, sanctitate et eruditione celeberrimi. Ipsius autem festum recolitur sexto Kalendas Iunii.”

Helgur dómur Beda var varð­veitt­ur í Jarrow (skammt frá borg­inni New­castle), unz hon­um var stol­ið ná­lægt ár­inu 1020 og kom­ið fyr­ir í dóm­kirkj­unni í Dur­ham, og þar er hann enn, en helgi­skrín­ið var að vísu eyði­lagt á sið­skipta­tím­an­um. Nú­ver­andi gröf er frá ár­inu 1831, sjá ljós­mynd. Með­fylgj­andi mál­verk af Beda, þeg­ar hann var að lesa fyrir sitt síð­asta verk (glat­aða þýð­ingu á guð­spjalli Jó­hann­es­ar yf­ir á forn­ensku), gerði James Doyle Pen­rose (1862-­1932) ná­lægt ár­inu 1902. Einn­ig fylg­ir ljós­mynd frá Jarrow, klaustr­ið lagt nið­ur í tíð Hen­riks VIII. kon­ungs og nú í rúst­um, en á svæð­inu hef­ur ver­ið byggð Páls­kirkja, og á ein­um vegg henn­ar er elzti steindi gluggi í heimi, eitt­hvað 1.400 ára gam­all. Þar hjá er einnig safnið Bede´s World. Vík­ing­ar rændu klaustr­ið ár­ið 794. Það hafði þótt eitt mesta lær­dóms­set­ur í Evrópu norð­an Ítalíu.

Verk eftir Beda er meðal annars að finna hér: i) Biblio­theca August­ana, ii) Christian Classics Ethereal Library, iii) Docu­menta Catholica Omnia, iv) Latin Library, v) Library of Liberty, vi) Medieval Source Book (Paul Halsall), vii) North­vegr Foundation, viii) Sacred Texts Archive.

   

   

About.com

Acta Sanctorum (Maii, tomus VI, p. 718-723, prentað 1688)

Agasso, Domenico @ Santi, beati e testimoni

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Biblio­graphisch­es Kirchen­lexikon

British Broadcasting Corporation

Browne, George Forrest (1879)

Butler, Alban @ Eternal Word Television Network

Catholic Church of St. John the Baptist @ Edmond, Okla­homa

Catholic Online

Columbia Encyclopedia

Corrêa de Oliveira, Plinio @ Tradition in Action

Crossroads Initiative

Dearmer, Percy @ Project Canterbury

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Gloria.tv (Angelo prestur 27. maí 2009)

Heiligen-3s

HistoryNet

Hughes, Marilynn @ Suit101

Jacobus de Voragine (um 1260)

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Keck, Karen Rae @ The Ecole Glossary

Kiefer, James @ Satucket Software

Memorial University

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Orthodox Wiki

Rabenstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligen­lexikon

St. Bede´s Episcopal Church, Santa Fe

Thurston, Herbert @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

   

Antonius Patavinus

   

Gröf heilags Antoníusar í Padúa

   

Antonius prédikar yfir fiskunum (Benlliure)

    

Fernando de Bulhoes fœdd­ist og ólst upp í Lissa­bon í Portú­gal (sem hann er stund­um kennd­ur við) og gekk sem 15 ára í klaust­ur Ágúst­ín­us­ar­kan­úka í borg­inni en flutt­ist 1212 í kan­úka­klaustr­ið í Coîmbra. Þar dvald­ist hann í átta ár, gaf sig all­an að lær­dómi og bœna­gjörð­um og tók prests­vígslu. Í jan­úar 1220 var kom­ið til borg­ar­inn­ar með lík fimm grá­brœðra, sem höfðu lið­ið písl­ar­vætti sem kristni­boð­ar í Mar­okkó. Fern­ando fékk nú köll­un til að ger­ast sjálf­ur kristni­boði, þótt það gæti kost­að hann líf­ið. Kan­úka­regl­an gaf lít­il tœki­fœri til þess, svo að skömmu síð­ar skipti hann um reglu og gerð­ist grá­bróð­ir. Reglu þeirra, sem heit­ir Ordo Fratr­um Min­or­um (O.F.M.), hafði Frans frá Ass­isi stofn­að 1209. Hinn nýi grá­bróð­ir tók sér nú nafn­ið Ant­on­ius, eft­ir heil­ög­um Anton­iusi mikla. Ant­on­iusi hin­um unga varð að ósk sinni, og hann var send­ur í fót­spor písl­ar­vott­anna fimm, til að boða Múha­meðs­trú­ar­mönn­um í Mar­okkó kristni. En við kom­una þang­að veikt­ist hann al­var­lega af hita­sótt og lá rúm­fast­ur mán­uð­um sam­an. Hann þurfti því vor­ið 1221 að halda heim. Skip­ið lenti í stór­sjó og leit­aði hafn­ar á Sik­il­ey. Ant­on­ius safn­aði síð­an um hríð kröft­um í klaustri í Mess­ina, unz Frans boð­aði alla brœð­urna til þings í Ass­isi. Bróð­ir­inn frá Portú­gal lét ekk­ert á sér bera á þing­inu. Nokkru síð­ar bað hann yf­ir­mann sinn að mega fara á ein­hvern stað, til að lifa í ein­veru og yf­ir­bót, og var þá send­ur til að sjá um messu­hald fyrir leika brœð­ur í fjalla­klaustri hjá Forli. Hann var þög­ull mjög og því álit­inn fá­fróð­ur, ekki held­ur mik­ill fyr­ir mann að sjá. Eitt sinn komu grá­brœð­ur og pré­dik­ara­brœð­ur sam­an, og skyldi ein­hver hinna fyrr­nefndu flytja pré­dik­un. Út af mis­skiln­ingi, hafði eng­inn ver­ið feng­inn til, og stakk þá einn bróð­ir­inn í spaugi upp á Ant­on­iusi. En hann gegndi því og flutti svo ágæta og fróð­lega pré­dik­un, að undr­um sætti. Þetta barst heil­ög­um Frans til eyrna, og hann kaus Ant­on­ius sem fyrsta guð­frœði­kenn­ara regl­unn­ar, og skyldi hann kenna brœðr­un­um í Bologna og Padova. Brátt fór hann einn­ig að pré­dika fyr­ir al­menn­ingi, þeg­ar frá leið und­ir ber­um himni, því að stund­um komu tug­þúsund­ir manna til að hlýða á boð­skap hans, ekki sízt á móti okri, ágirnd og villu­lær­dóm­um. Marg­ir tóku sinna­skipt­um, og mjög beindi hann orð­um sín­um til al­þýðu­fólks. Ant­on­ius var 1226-1227 sendi­mað­ur reglu sinn­ar í Páfa­garði, og 1227-1230 var hann yf­ir­mað­ur henn­ar á Norð­ur-Ítalíu. En hann var ekki sterk­byggð­ur, og á hann lagð­ist vatns­sótt, svo að hann dó langt um ald­ur fram. Síð­ustu mán­uð­ina sat hann að mestu um kyrrt í Padova, og þar fékk hann leg (sjá mynd). Strax ár­ið 1232 var Anton­ius tek­inn í dýr­linga tölu. Hann var 1946 út­nefnd­ur kirkju­frœð­ari: Doctor Evangel­ic­us. Messu­dag­ur hans og dauða­dag­ur er 13. júní. Í Martyro­logium Rom­an­um stend­ur: “Patavii sancti Antonii Lusitani, Sacer­dotis ex Ordine Minorum et Con­fessoris, atque Ecclesiæ Doctoris, vita et miraculis, ac prædicat­ione illustris, quem, uno post illius obitum anno nondum expleto, Gregorius Papa Nonus in Sanctorum canonem retulit.”

Sagt er, að Antonius hafi kom­ið til Rimini, sem þá var í hönd­um trú­vill­inga (Albi­gensa). Eng­inn vildi hlýða á boð­skap hans, svo að hann fór nið­ur á strönd og pré­dik­aði yf­ir sjón­um. En fisk­arn­ir stungu upp hausn­um, til að hlusta, sem þótti svo mik­ið und­ur, að borg­ar­bú­ar létu af villu sinni. Þess vegna eru fisk­ar eitt af þeim tákn­um, sem not­uð eru á helgi­mynd­um af Anton­iusi (sjá mynd­ina eft­ir José Benlli­ure, d. 1937). Í ann­að sinn reyndi hann að telja bónda nokkr­um hug­hvarf, en sá gaf því eng­an gaum. Þá hóf Anton­ius á loft helg­aða hostíu frammi fyr­ir svöng­um múl­asna, sem var á beit, og hann kraup strax nið­ur frammi fyr­ir henni. Þá iðr­að­ist bónd­inn. Asni eða hest­ur er ann­að tákn, sem sést á mynd­um af dýr­lingn­um. Einu sinni gisti Anton­ius hjá greifa í Padúa, sem tók eft­ir því um nótt­ina, að skært ljós lagði frá herbergi gests­ins. Hann lædd­ist að hurð­inni og gægð­ist gegn­um skrá­ar­gat­ið. Þá sá hann, að Anton­ius hélt á Jesú­barn­inu í fang­inu. Víða má sjá þetta á mál­verk­um og stytt­um. Anton­íus þyk­ir góð­ur til áheita, ef fólk týn­ir ein­hverju, sem bæði á rœt­ur í helgi­sögn­um og reynslu margra. En reynd­ar er heit­ið á hann af mjög mörgu til­efni, og hann er vernd­ar­dýr­ling­ur víða um lönd. Einn­ig skyldi nefna Bréf heil­ags Ant­on­ius­ar, sem sum­ir bera á sér eða miðla öðr­um, til að bægja frá ör­vænt­ingu og sjálfs­morðs­hug­leiðingum. Á því er mynd af krossi án róðu og þessi áletr­un: “Lít­ið kross Drott­ins! Flý­ið, þið ill­vilj­uðu öfl! Ljón­ið af ætt­kvísl Júda, kyn­stofni Davíðs, hef­ur sigrað.”

Rit Antoniusar má meðal annars finna hér: 1) Basilica di San Antonio in Padova, 2) Documenta Catholica Omnia.

   

   

American Catholic

Armitage, Mark @ Saints and Blesseds Page

Arnaldich, Luis OFM @ The Franciscan Archive

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Biblio­graphisch­es Kirchen­lexikon

Beati Antonii Vita Prima seu Legenda “Assidua” (Virgilio Gamboso gaf út 1981)

Catholic News Agency

Catholic Online

Cooper, John OFMCap @ Capuchin Franciscan Friars of Australia

Corrêa de Oliveira, Plinio @ Tradition in Action

Dal-Gal, Niccolò @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Directorio Franciscano

Duffy, Patrick @ Catholic Ireland

Eglise Catholique en France

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Foley, Leonard OFM @ Franciscan Friars of Cincinnati, Ohio

Gamboso, Vergilio OFMConv @ The Franciscan Arhive (hjálplegt)

Heiligen-3s

Hughes, Marilynn @ Suit101

Ioannes Paulus PP. II (postullegt bréf 1. janúar 1981)

Ioannes Paulus PP. II (hugvekja 16. janúar 1982)

Ioannes Paulus PP. II (hugvekja 12. maí 1982)

Ioannes Paulus PP. II (prédikun 12. nóvember 1982)

Ioannes Paulus PP. II (bréf 13. júní 1994)

Ioannes Paulus PP. II (bréf 8. nóvember 1995)

Ioannes Paulus PP. II (bréf 16. janúar 1996)

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Mary´s Touch by Mail

McNamara, Fr. Robert @ Irondequoit Catholic Communities, New York

Ministros Generales Franciscanos (13. júní 1994)

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Paulus PP. VI (postullegt bréf 18. október 1963)

Paulus PP. VI (postullegt bréf 29. nóvember 1963)

Rabenstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

santAntonio.org (6 tungumál)

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

St. Anthony Di Padova Society of SWP

St. Charles Borromeo Catholic Church @ Picayune, Mississippi

Toussaint, C. @ JesusMarie.com

Valeriani, Maurizio @ Santi, beati e testimoni

Via Rosa

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

  

  

Read Full Post »

 

 

Efremus hinn sýrlenzki

 

Heilagur Ἐφραίμ fœddist í Nisibis í Mesópótamíu, sem þá heyrði til aust­ur­hluta Sýr­lands en nú telst til Tyrk­lands og heit­ir Nusaybin. Hann tók skírn ár­ið 324 og gekk svo í dóm­kirkju­skól­ann í borg­inni, varð snemma hand­geng­inn bisk­upn­um og fór með hon­um á kirkju­þing­ið í Nikeu 325. Efrem­us tók djákna­vígslu 338 og gerð­ist kenn­ari en síð­ar skóla­stjóri í dóm­kirkju­skól­an­um, nafn­kunn­ur fyr­ir þekk­ingu sína í guð­frœði og mik­ils met­inn sem ráð­gjafi en þótti hlé­drœg­ur. Óvíst er, hvort hann tók prests­vígslu, en oft­ast er hann kall­að­ur Efrem­us hinn sýr­lenzki eða Efrem­us djákni, nafn­ið skráð á fleiri en einn veg. Pers­um tókst 363 að leggja Nisibis undir sig, og fóru Efrem­us og margt krist­ið fólk síð­an í út­legð til Edessa, sem þá heyrði und­ir Róma­veldi en heit­ir nú Urfa og er í Tyrklandi. Þar gerð­ist hann ef til vill munk­ur (sett­ist að í helli og tamdi sér mein­læta­lifn­að, er sagt), og í þess­ari byggð er álíta marg­ir hann hafa rit­að flest af hin­um and­legu verk­um sín­um. Einn­ig hér safn­að­ist um hann skari af læri­svein­um, og oft fór hann inn í borg­ina til að prédika. Kenn­ing hans mælt­ist mis­jafn­lega fyr­ir, því að hann barð­ist ein­arð­lega gegn Aríus­ar­villu, sem þá var út­breidd. Hann mun hafa hrökkl­azt burt ár­ið 370, ef til vill leit­að á náð­ir Basil­íus­ar mikla, kom­ið síð­an aft­ur og þá lent í of­sókn­um og um­sátri, því að Valens keis­ari hugð­ist inn­leiða Aríus­ar­vill­una með valdi. Pest fylgdi, sem lagði Efrem­us og marga aðra í gröf­ina, en til síð­ustu stund­ar hjálp­aði hann öðru sjúku fólki. Keis­ar­inn beið 378 herfi­leg­an ósig­ur í orr­ustu við Gota og lét þar líf­ið, og með hon­um féll þessi villu­kenn­ing að verulegu leyti niður. Efrem­us var mik­ið skáld, og mörg verk hans voru rit­uð og not­uð sem sálm­ar. Jafn­vel í lausu máli kem­ur hin skáld­lega hugs­un hans víða fram. Af­staða hans til hinn­ar al­sælu Maríu meyj­ar hef­ur haft mik­il áhrif. Bene­dikt XV. páfi út­nefndi Efrem­us 1920 kirkju­frœð­ara (messu­dag­ur nú 9. júní). Í orþó­doxu kirkj­un­um hef­ur hann lengi ver­ið mik­ils metinn.

Verk eftir þennan kirkju­frœð­ara má með­al ann­ars lesa hjá: 1) Bibliotheca Patristica IntraText, 2) Biblio­thek der Kirchen­väter (Carmina Nisibena, Drei Reden über den Glauben, Hymnen contra haereses, Rede über den Propheten Jonas und die Busse der Niniviten, Rede über den Text „alles ist Eitelkeit und Geistesplage!“, Rede über den Text „der Sünder werde hinweggenommen, damit er Gottes Herrlichkeit nicht schaue!“, Rede über den Text „Wehe uns, dass wir gesündigt haben!“, Rede über die Auferweckung des Lazarus, Rede über die Gottesfurcht und den jüngsten Tag, Rede über die Verklärung Christi og Vier Lieder über Julian den Apostaten), 3) Documenta Catholica Omnia 4) Early Church Fathers (Roger Pearse), 5) Eternal Word Television Network (nr. 488-491, 614-615, 935-936 og 973-974) og 6) New Advent (Hymns for the Feast of Epiphany, The Nisibene Hymns, Homily on Admonition and Repentance, Homily on Our Lord, The Pearl – Seven Hymns on the Faith, Hymns on the Nativity og Homily on the Sinful Woman).

  

Armitage, Mark @ Saints and Blesseds Page

Aydin, Edip @ Gouden Hoorn

Bargellini, Piero @ Santi, beati e testimoni

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Bibliographisches Kirchenlexikon

Benedictus PP. XV: Principi Apostolorum Petro (5. október 1920)

Benedictus PP. XVI (ávarp 28. nóvember 2007)

Catholic Online

Early Church

Église Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Gregorius Nyssenus: In sanctum Ephraim

Heiligen-3s

Hieronymus (115. kafli)

Hughes, Marilynn @ Suit101

Hugoye Journal of Syrian Studies, July 1998

Hugoye Journal of Syrian Studies, January 1999

Jóhannsson, Jón Rafn @ Kirkju.net

Katalog der Deutschen Nationalbibliothek

Kathpedia

Labourt, Jerome @ The Catholic Encyclopedia

McNamara, Fr. Robert @ Irondequoit Catholic Communities

Moi, Oddvar @ En katolsk Weblog

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Odden, Per Einar @ kaþólska kirkjan í Noregi

Orthodox Church in America

OrthodoxWiki

Santopedia

Syriac Orthodox Resources

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »