Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Prestar og djáknar’ Category

Armenskur munkur, prestur, kirkjufræðari, skáld, guðfræðingur og heimspekingur. Minningardagur hans er 27. febrúar.

Frans páfi: Vidimus stellam

Kathpedia

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Jóhannes er talinn fæddur í Duns í Skotlandi, þaðan nafnið. Hann menntaðist í Englandi og síðar í Frakklandi en var síðast í Köln í Þýzkalandi. Hann gerðist fransiskusarbróðir og prestur, nafntogaður guðfræðingur og heimspekingur og prófessor. Jóhannes Páll páfi II. tók hann 1993 í tölu blessaðra. Minningardagur hans er 8. nóvember.

Kathpedia

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Ökumenisches Heiligenlexikon

Wikipedia, enska

Read Full Post »

 

Minningardagur 23. september.

 

Benedikt páfi XVI, prédikun 21. júní 2009

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

St. Jósefskirkja á Jófríðarstöðum

Wikipedia, enska

Wikipedia, ítalska

Wikipedia, þýzka

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

Bróðir Jósef þótti ekki sérlega skarpur, svo að honum gekk illa að fá inngöngu í bræðrareglu, hafðist þó, og það sem meira var, hann fékk prestsvígslu 1628. Hann lagði mjög stund á meinlæti. Hann lyftist meira en 70 sinnum. Messudagur hans er 18. september. Málverkið er eftir Ludovico Mazzanti.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Wikipedia, ítalska

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Laurentius fæddist 31. desember 225 á Spáni og leið píslarvætti í Róm 10. ágúst 258, 32 ára að aldri, og er 10. ágúst messudagur hans. Á meðfylgjandi mynd af styttu hans heldur hann á járnrist, sem er til minningar um það, að hann var drepinn á glóandi járnrist, sem gerðist í ofsóknum gegn kristnu fólki. Síðustu orð hans voru: „Bakið á mér er orðið vel steikt, svo að kominn er tími til að snúa mér við.“ Laurentius er meðal annars verndardýrlingur matreiðslumanna, bakara, fátæks fólks, djákna, skjalavarða, bókavarða, nemenda og stúdenta.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

Ketill [Kjeld] dómprófastur í Viborg á Jótlandi á minningardag 12. júlí. Hann var einnig nefndur Exuperius.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia (danska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

Vincentus er sagður hafa verið upprunninn í Toul í norðaustanverðu Frakklandi. Hann gekk í klaustur á eyjunni Saint-Honorat, sem er ein af Lérins-eyjum undan frönsku rivíerunni. Hann ritaði um kristna trú, einkum til að leiðrétta trúvillu. Hann notaði höfundarnafnið Peregrinus. Hann mun hafa tekið prestsvígslu. Hann á messudag 24. maí.

 

Catholic Online

Den Katolske Kirke i Norge

EWTN

Greek Orthodox Archdiocese of America

Halsall @ Fordham University

Holy Fathers @ Facebook

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (þýzka)

 

 

 

 

Read Full Post »

 

Filippus Neri fæddist í borginni Firenze í héraðinu Toscana á Ítalíu en settist árið 1534 að í Róm. Hann stofnaði 1548 bræðralagið Santissima Trinita de’ Pellegrini e de’ Convalescenti, sem einkum fékkst við að liðsinna pílagrímum og sjúku fólki. Hann tók prestsvígslu 1551. Hann fékkst mikið við að hlýða á skriftamál. Hann stofnaði 1564 svokallað Oratorio [CO], félag presta og leikmanna, sem síðar fékk staðfestingu páfa sem trúarsamfélag og starfar nú víða um lönd. Séra Neri hafði mikil áhrif á samtímamenn sína og hefur verið kallaður þriðji postuli Rómar [á eftir postulunum Pétri og Páli]. Messudagur hans er 26. maí.

 

Catholic Herald

Catholic Online

EWTN

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

 

Cristóbal fæddist í bænum Totatiche í héraðinu Jalisco í Mexíkó. Hann var af smábændum kominn og vann sveitastörf, unz hann innritaðist 1888 í prestaskóla í Guadalajara. Hann tók prestsvígslu 1899, og frá 1910 starfaði hann sem sóknarprestur í heimabæ sínum, Totatiche. Hann var skotinn í ofsóknum stjórnvalda gegn kirkjunni, en forseti landsins var þá guðleysinginn og byltingarsinnaði sósíalistinn Plutarco Elías Calles. Messudagur séra Cristóbals er 21. maí. Heilagur Jóhannes Páll páfi II. tók hann og 24 aðra píslarvotta frá Mexíkó í helgra manna tölu 21. maí 2000.

Nöfn þeirra, sem voru teknir í helgra manna tölu samtímis séra Cristóbal:

 

Catholic Saints

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (spænska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

 

 

 

Read Full Post »

 

Andrés Bobola fæddist í héraðinu Sandomierz við ána Vislu í Póllandi. Hann fór árið 1606 í skóla hjá Jesúítareglunni í Braniewo. Hann gekk 1611 í þessa reglu í Vilnius í Litháen, sem þá var í sambandi við Pólland. Þar lærði hann við háskólann og las á árunum 1613-1616 heimspeki. Síðan kenndi hann um skeið málfræði en las á árunum 1619-1622 guðfræði. Þá tók hann prestsvígslu. Á árunum 1624-1630 var hann sóknarprestur í söfnuði heilags Kasimirs í Vilnius. Á árunum 1630-1636 var hann yfirmaður reglu sinnar í Babruysk, sem nú er í Hvíta-Rússlandi. Á árunum 1636-1656 ferðaðist hann að mestu um Litháen og boðaði kaþólska trú. Honum varð mikið ágengt á meðal orþódoxra, sem mæltist ekki vel fyrir hjá öllum. Þá var skollinn á ófriður á milli Rússa og Pólverja. Kósakkar náðu séra Andrési á sitt vald og pyntuðu hann, til að fá hann til að afneita trú sinni. Þeir kveiktu í honum, kæfðu hann næstum því, bundu hann á slátraraborð til að flá húðina af honum, skáru göt á hendurnar á honum og af honum nefið og varirnar, rifu úr honum tunguna með töngum, stungu hann með síl í hjartastað og hjuggu síðast af honum höfuðið. Árið 1808 var helgur dómur Andrésar fluttur til kirkju í  Polotsk, sem nú er í Hvíta-Rússlandi. Árið 1922 réðist deild úr Rauða hernum inn í kirkjuna. Hermennirnir opnuðu kistu Andrésar, flettu helgan dóm hans klæðum og köstuðu á gólfið. Síðan var hann sendur til Moskvu og hafður til sýnis, unz fyrir tilstilli Piusar páfa XI. tókst að fá hinn helga dóm afhentan og sendan til Rómar. Messudagur Andrésar er víðast dauðadagurinn 16. maí en á Íslandi 21. maí.

 

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

Older Posts »