Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Píslarvottar’ Category

Píslarvottur, konungur í Austur-Anglíu á Bretlandi. Minningardagur hans er 20. nóvember.

Það voru víkingar hins danska Ívars beinlausa Ragnarssonar loðbrókar (frændi ótal margra Íslendinga), sem greiddu leið Játmundar inn í himnaríki, því að hann vildi hvorki láta það eftir þeim að kasta kristinni trú né gerast undirkonungur Ívars, og við því er ekkert að gera lengur. Á málverkinu eru þeir að lífláta Játmund.

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Wikipedia, norska

Ælfríkur ábóti í Eynsham

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Jón Arason Hólabiskup á minningardag 7. nóvember.

Jón Valur Jensson @ kirkju.net

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, íslenzka

Read Full Post »

 

Patríarki, píslarvottur, postullegur faðir.

Helgisögn greinir, að heilagur Ignatius biskup í Antiokkíu í Sýrlandi [3. stœrsta borg í Róma­veldi, íbúar eitthvað 500.000; nú Antakya í suðaustur Tyrklandi] sé litla barnið, sem Kristur setti á meðal lærisveina sinna (Mt 18.2). Hvort sem svo var, er hann talinn hafa kynnzt postulunum, Jóhannesi eða Pétri og Páli. Ignatius var nálægt árinu 107, á dögum Trajanusar keisara, dœmdur til dauða, þá orðinn allgamall, og síðan fluttur frá Antiokkíu til Rómar í fylgd hermanna. Þar var hann líflátinn, trúlega í Colosseum. Á þessari leið tókst honum að rita sjö bréf [15 bréf voru eignuð honum, sum í lengri og styttri gerð, en frœðimenn hafa talið styttri gerðina af sjö þeirra áreiðanlega, og eru þau öll varðveitt], sem þykja bregða skýru ljósi á frumkristnina. Honum var efst í huga að efla einingu í söfnuðunum, sem ekki var óskoruð á þeim tíma, bæði út af hugmyndum fólks um trúna og ólíkum uppruna, en í Antiokkíu var til dœmis verulegur hluti safnaðarins Gyðingar, sem voru fast­heldnir á siði þjóðar sinnar og Gamla testamentið. Að boðun Gyðing­dóms innan kirkj­unnar er einkum vikið í 6. kafla í bréfi biskupsins til Fíladelfíu­manna og 10. kafla í bréfinu til Magnesíu­manna, og við því varaði hann ein­dregið. Hann hvatti til hollustu við biskupa og kennimenn kirkjunnar. Eitt bréfa Ignatiusar var til kirkjunnar í Róm. Þar fjallaði hann meðal annars um hlutskipti sitt. Aðrir píslarvottar sóttu og sækja enn í það hughreystingu:

   Ég rita öllum kirkjunum og fullvissa þær um, að ég er sannarlega ein­lægur í því að deyja fyrir Guð – ef þið aðeins leggið enga hindrun í veginn. Ég verð að sárbiðja ykkur að gera mér engan slíkan ótímabæran greiða. Gjörið svo vel að leyfa mér að verða málsverður villidýr­anna, því að það eru þau, sem munu greiða leið mína til Guðs. Ég er hveitikorn Hans, malað smátt í munni ljónanna og gert að fullkomnu brauði handa Kristi. Betra væri, ef þið æstuð villidýrin, svo að þau verði grafarþró mín. Látið þau ekki leifa neinum bita af holdi mínu, svo að ég verði engum til byrði eftir að ég sofna burt. Þegar ekki neitt verður eftir af holdi mínu, sem heimurinn fœr séð, þá mun ég í sannleika verða lærisveinn Krists. Biðjið því fyrir mér til Hans, að með þátttöku þeirra verði ég gerður að fórn til Guðs. En ég skipa yður ekki fyrir, eins og ég væri Pétur eða Páll. Þeir voru postular, og ég er dœmdur glæpamaður. Þeir voru frjálsir menn, og ég er enn þræll (þótt Jesús Kristur muni, ef ég líð píslarvætti, veita mér frelsi, og í Honum mun ég rísa upp aftur sem frjáls maður). Sem stendur kenna þessir hlekkir mér að girn­ast enga jarðneska hluti.

   Þrátt fyrir það, berst ég nú þegar við rándýr, bæði á sjó og landi og á nóttu sem degi, alla leiðina frá Sýrlandi til Rómar. Því að ég er hlekkjaður við tíu grimma hlébarða (með öðrum orðum, hóp af hermönnum), sem verða því ósvífnari sem þeir fá fleiri gjafir. En misþyrmingar þeirra hjálpa mér að minnsta kosti að taka framförum sem lærisveinn; þótt ekki sé þar með sagt, að syndir mínar séu enn með öllu fyrirgefnar. Hve mikið hlakka ég ekki til, að hin raun­verulegu ljón verði reiðubúin að taka við mér. Ég bið þess eins, að þau bregðist skjótt við. Ég ætla að snúa mér að þeim, svo að þau muni, ólíkt sumum öðrum vesalingum, sem þau hafa verið of áhugalaus til að snerta, éta mig í snatri. Ég ætla að beita þau valdi. Þið verðið að fyrirgefa mér, en ég veit, hvað er sjálfum mér fyrir beztu. Þetta er fyrsta stig mitt sem læri­sveinn. Ekkert vald, sýnilegt eða ósýnileg, má telja eftir mér, að ég fái að koma til Krists. Eldur, kross, árás villidýra, axar­högg, sundurlimun líkamans, beinbrot, útlimamissir, jafnvel mölbrot á öll­um líkamanum – látum sérhverja skelfilega og djöfullega kvöl bitna á mér, ef það aðeins opnar mér leið til Jesú Krists!

Sagt er, að Ignatius hafi verið bœnheyrður 20. desember [en messudagur hans er venjulega haldinn 17. október]: Tvö stór ljón réðust strax til atlögu og átu hann upp til agna, nema stœrstu beinin, sem leyft var að flytja til greftrunar í Antiokkíu. Þess hefur verið getið til, að borginni hafi borið að útvega dauðadœmda menn til afnota við skemmt­anir í Róm, auk þess sem yfirvöld á staðnum hafi óttast uppþot, ef Ignatius væri líflátinn í heima­borg sinni. Hann var dœmdur fyrir trúna, ber öllum saman um, og það má einnig skilja af 3. kafla í bréfi hans til Efesusmanna, en málsatvik eru ókunn. Hann hafði verið biskup frá því árið 69, hátt á fjórða tug ára. Fyrirrennari hans var Euodius, fyrsti biskupinn í Antiokkíu.

 

Bréf Ignatiusar til Efesusmanna [Reynir Guðmundsson 1999]

Bréf Ignatiusar til Magnesíumanna [Reynir Guðmundsson 1999]

Bréf Ignatiusar til Trallesmanna [Reynir Guðmundsson 1999]

Bréf Ignatiusar til Rómverja [Reynir Guðmundsson 1999]

Bréf Ignatiusar til Fíladelfíumanna [Reynir Guðmundsson 1999]

Bréf Ignatiusar til Smýrnumanna [Reynir Guðmundsson 1999]

Bréf Ignatiusar til heilags Pólýkarpusar [Reynir Guðmundsson 1999]

Bréf, sem sumir eignuðu Ignatiusi

Píslarvætti Ignatiusar

 

Arntz, Veronica

Benedikt páfi XVI. [ávarp 14. marz 2007]

Catholic Encyclopedia, höfundur O´Connor [birt 1910]

Catholic Online

Early Church

Jóhannes Chrysostomos kirkjufræðari: Prédikun um Ignatius

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Santi beati e testimoni

Wikipedia, enska

Wikipedia, spænska

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

Höggmyndin af Matteusi eftir Camillo Rusconi stendur í Laterandómkirkjunni í Róm. Matteus á messudag 21. september.

 

Catholic News Agency

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

St. Jósefskirkja á Jófríðarstöðum

Wikipedia, ítalska

Wikipedia, þýzka

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

 

Laurentius fæddist 31. desember 225 á Spáni og leið píslarvætti í Róm 10. ágúst 258, 32 ára að aldri, og er 10. ágúst messudagur hans. Á meðfylgjandi mynd af styttu hans heldur hann á járnrist, sem er til minningar um það, að hann var drepinn á glóandi járnrist, sem gerðist í ofsóknum gegn kristnu fólki. Síðustu orð hans voru: „Bakið á mér er orðið vel steikt, svo að kominn er tími til að snúa mér við.“ Laurentius er meðal annars verndardýrlingur matreiðslumanna, bakara, fátæks fólks, djákna, skjalavarða, bókavarða, nemenda og stúdenta.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

Apollonia mey frá Alexandríu í Egyptalandi vildi ekki afneita kristinni trú, svo að allar tennurnar í henni voru brotnar árið 249 og hún síðan brennd á báli. Hún er verndardýrlingur þeirra, sem fá tannpínu. Biðjið til hennar! Minningardagur Apolloníu er 9. febrúar.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

Sixtus II. var páfi frá 31. ágúst 257 til 6. ágúst 258, þegar hermenn réðust inn í messu til hans. Sixtus og djáknar hans voru hálshöggnir, að boði keisarans Valerianusar, sem gekk hart fram gegn kristinni kirkju. Sixtus þótti góðviljaður maður og reyndi að lægja deilur í kirkjunni.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

 

Justa og Rufina voru systur, dætur leirkerasmiðs í borginni Sevilla á Suður-Spáni. Þær seldu vörur föður síns. Dag nokkurn fóru þar framhjá konur í skrúðgöngu til heiðurs ástargyðjunni Venus og báru líkneski af henni. Þær vildu kaupa skál undir fórnir til gyðjunnar, en systurnar vildu ekki selja. Þá brutu konurnar og brömluðu allt, sem var í verzlun systranna, en þær brutu hins vegar líkneskið. Nú varð uppvíst, að systurnar væru kristnar, og þær voru dregnar fyrir dómara, sem lét setja þær á pínubekk og drepa þær. Justa og Rufina eru verndardýrlingar heimaborgar sinnar og eiga minningardaginn 19. júlí.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Wikipedia, spænska

Ökumenisches Heiligenlexikon (Justa)

Ökumenisches Heiligenlexikon (Rufina)

 

Read Full Post »

 

John Fisher fæddist 1469 í Jórvíkurskíri í Englandi og var hálshöggvinn í London 22. júní 1535. Höfuð hans var sett á stjaka og haft til sýnis. Konungur hafði mildað dóminn yfir honum, sem upphaflega var sá, að hann yrði hengdur, skorinn lifandi niður úr snörunni, sprett upp á honum kviðnum og garnirnar raktar úr honum en líkið síðan brytjað í fernt. Sök Fishers var sú að vilja ekki sverja, að konungur en ekki páfi ætti að ráða fyrir kirkjunni í landinu.

Fishers lærði í háskólanum í Cambridge og varð síðar guðfræðiprófessor og rektor þar. Hann tók prestsvígslu 17. desember 1491 og biskupsvígslu 24. nóvember 1504. Hann var biskup í Rochester í Kent i suðaustur Englandi. Skömmu áður er Fisher var líflátinn, var hann útnefndur kardínáli.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Thomas More fæddist 7. febrúar 1478 í London og var hálshöggvinn 5. júlí 1535 í sömu borg. Síðan var höfuð hans soðið og haft opinberlega til sýnis í einn mánuð. Sök hans var sú að neita að sverja þann hollustueið, að konungur en ekki páfinn væri yfirboðari kirkjunnar í Englandi. Hann var lögfræðingur og ráðherra. Messudagur hans er 22. júní.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

Older Posts »