Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Píslarvottar’ Category

 

Dominica mey og píslarvottur fæddist í bænum Tropea í héraðinu Calabria syðst á Ítalíu. Hún lenti í ofsóknum Diocletianusar keisara gegn kristnu fólki og var ófáanleg til að afneita trú sinni. Hún var því dæmd til að verða kastað fyrir ljónin. En þau gerðu stúlkunni ekkert mein, svo að hún var hálshöggvin. Messudagur hennar er 6. júlí.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

 

Auglýsingar

Read Full Post »

 

Maria Teresa Goretti fæddist í bænum Corinaldo í héraðinu Ancona á Ítalíu. Foreldrar hennar voru fátækt fólk. Faðir Mariu dó úr malaríu árið 1900. Fjölskyldan fluttist til Nettuno sunnan við Róm. Það kom nú í hlut Maríu að hugsa um heimilið og yngri systkini sín meðan móðir þeirra vann fyrir þeim. Piltur um tvítugt lagði hug á Maríu, sem ekki vildi þýðast hann. Hann reyndi þá árangurslaust að nauðga henni og stakk hana loks 14 sinnum með sýl. Hún dó af sárum sínum næsta dag, 6. júlí, sem er messudagur hennar, og hafði þá fyrirgefið banamanni sínum. Hún er álitin píslarvottur, því að hún vildi frekar láta lífið en syndga með piltinum. Pius páfi XII. tók Maríu í helgra manna tölu sumarið 1950.

 

Catholic News Agency

Catholic Online

EWTN

Franciscan Media

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Pilgrimage of Mercy

Pray More Novenas

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

 

Messudagur þeirra er 2. júní.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Read Full Post »

Ófullgert

Justinus á messudag 1. júní.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

 

Petronilla var rómversk mey og píslarvottur. Messudagur hennar er 31. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

Hinn blessaði Guillaume Arnaud fæddist í Montpellier í Suður-Frakklandi og mun hafa lært lögfræði. Hann gekk í reglu prédikarabræðra [Ordo Fratrum Praedicatorum – OP]. Hann starfaði fyrir rannsóknarrétt páfans. Gregoríus IX. fól honum og tveimur reglubræðrum hans það verkefni árið 1234 að yfirvinna trúvillu í Languedoc í Suður-Frakklandi. Þar voru biskupsdæmin Toulouse, Albi, Carcassonne og Agen. Þar höfðu albigensar (katarar) hreiðrað um sig. Þeir gerðu Guillaume og félögum hans fyrirsát í Avignonet og drápu þá, virtu ekki einu sinni kirkjugrið. Með honum liðu píslarvætti hinir blessuðu: Bernhard frá Roquefort prestur OP, Garcia d’Aure leikbróðir OP, Raimund frá Carbonier prestur OFM, Stefan de Saint-Thibéry prestur OFM, Raimund frá Cortisan prestur, Bernhard Fortanier heimsprestur, Pétur Arnaud nótaríus og leikmaður, Fortanerius heimsprestur, Ademarus heimsprestur, ónafngreindur prestur og príor OSB. Messudagur þeirra er 29. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (þýzka

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

Kýrillos var drengur frá Caesareu í Kappadokíu [nú Kayseri í Mið-Anatolíu í Tyrklandi], sem tók kristna trú. Hann var rekinn að heiman, þegar faðir hans komst að því. Rómverski landstjórinn frétti einnig af þessu og reyndi að telja drenginn á að kasta trú sinni eða hræða hann til þess. Það bar ekki árangur, og þá var hann drepinn með sverði. Messudagur Kýrillosar er 29. maí. Oftast er hann talinn með átta öðrum helgum píslarvottum frá sömu borg, sem hétu: Carellus, Primolus, Finodus, Venustus, Gissinus, Alexander, Tredentheus og Jocundus.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

 

 

Read Full Post »

Older Posts »