Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Austur-Evrópa’ Category

 

Andrés Bobola fæddist í héraðinu Sandomierz við ána Vislu í Póllandi. Hann fór árið 1606 í skóla hjá Jesúítareglunni í Braniewo. Hann gekk 1611 í þessa reglu í Vilnius í Litháen, sem þá var í sambandi við Pólland. Þar lærði hann við háskólann og las á árunum 1613-1616 heimspeki. Síðan kenndi hann um skeið málfræði en las á árunum 1619-1622 guðfræði. Þá tók hann prestsvígslu. Á árunum 1624-1630 var hann sóknarprestur í söfnuði heilags Kasimirs í Vilnius. Á árunum 1630-1636 var hann yfirmaður reglu sinnar í Babruysk, sem nú er í Hvíta-Rússlandi. Á árunum 1636-1656 ferðaðist hann að mestu um Litháen og boðaði kaþólska trú. Honum varð mikið ágengt á meðal orþódoxra, sem mæltist ekki vel fyrir hjá öllum. Þá var skollinn á ófriður á milli Rússa og Pólverja. Kósakkar náðu séra Andrési á sitt vald og pyntuðu hann, til að fá hann til að afneita trú sinni. Þeir kveiktu í honum, kæfðu hann næstum því, bundu hann á slátraraborð til að flá húðina af honum, skáru göt á hendurnar á honum og af honum nefið og varirnar, rifu úr honum tunguna með töngum, stungu hann með síl í hjartastað og hjuggu síðast af honum höfuðið. Árið 1808 var helgur dómur Andrésar fluttur til kirkju í  Polotsk, sem nú er í Hvíta-Rússlandi. Árið 1922 réðist deild úr Rauða hernum inn í kirkjuna. Hermennirnir opnuðu kistu Andrésar, flettu helgan dóm hans klæðum og köstuðu á gólfið. Síðan var hann sendur til Moskvu og hafður til sýnis, unz fyrir tilstilli Piusar páfa XI. tókst að fá hinn helga dóm afhentan og sendan til Rómar. Messudagur Andrésar er víðast dauðadagurinn 16. maí en á Íslandi 21. maí.

 

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Auglýsingar

Read Full Post »

 

Nikulás var Rússakeisari á árunum 1894-1917. Ótíndir kommúnistar drápu hann og fjölskyldu hans. Messudagur fjölskyldunnar er 17. júlí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Romanovs100

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Aðalbert biskup í Prag í Bæheimi og píslarvottur á messudag 23. apríl. Hans er einkum minnzt fyrir það að boða Ungverjum, Pólverjum og Prússum kristna trú.

 

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

Read Full Post »

   

 Sigmundur erkibiskup af Varsjá

   

Sigmundur fœddist 1. nóvem­ber 1822 í Wojutyn í hér­að­inu Volinia, sem þá heyrði til Póllandi en nú Úkra­ínu, son­ur trú­aðra hjóna, og í bernsku lærði hann að heiðra al­sæla Maríu Guðs­móð­ur. Þeg­ar hann var ell­efu ára, missti hann föð­ur sinn, og þeg­ar hann var 16 ára, sá hann á eft­ir móð­ur sinni í út­legð til Síb­er­íu, en hún var dœmd fyr­ir að tala máli kot­bœnda. Sig­mund­ur lærði stœrð­frœði við Moskvu­há­skóla 1840-­1844 en hélt síða­n til há­skóla­náms í frönsk­um bók­mennt­um í París. Hann fann hjá sér köll­un til að þjóna kirkj­unni. hóf 1851 nám í presta­skóla í Żytomi­erz (nú í Úkra­ínu) og hélt áfram því námi í Sankti Pét­urs­borg í Rúss­landi. Hann tók 8. septem­ber 1855 prests­vígslu, til að þjóna í Żytomi­erz. Hann þótti góð­ur fyr­ir­les­ari og öt­ull skrifta­fað­ir. Hann hafði í París kynnzt pólsk­um út­lög­um, en mörg börn þeirra urðu við­skila við for­eldra sína, og hon­um rann til rifja að sjá þau í reiðu­leysi. Sömu­leið­is tók hann sárt, hve marg­ir aldr­að­ir menn voru sjúk­ir og ein­mana. Hann stofn­aði 1857 grá­systra­reglu, sem er kennd við fjöl­skyldu Maríu meyj­ar, til að hjálpa bæði þess­um börn­um og gömlu mönn­un­um. Pius IX. páfi skip­aði Sig­mund 1862 erki­bisk­up í Varsjá, og hann lét þeg­ar til sín taka rétt­inda­mál kirkju og al­menn­ings, sem mælt­ist illa fyr­ir hjá yf­ir­völd­um. Hann var eft­ir sex mán­aða bisk­ups­dóm send­ur í út­legð og þurfti í tvo ára­tugi að dvelj­ast í Jaro­slav á Volgu­bökk­um. Þá tókst Leo XIII. páfa að fá hann lát­inn laus­an, þótt ekki mætti bisk­up koma oft­ar til Var­sjár. Sig­mund­ur sagði því af sér bisk­ups­dœm­inu 1883 og var þess í stað út­nefnd­ur nafn­bisk­up af Tars­us, heima­bœ Páls post­ula, en sett­ist að í Dźwini­aczka í Galiciu. Þótt heilsu hans væri far­ið að hraka, gegndi hann öll­um messu­söng og stofn­aði með hjálp grá­systr­anna skóla í sveit­um, svo að börn fœru ekki á mis við pólska mennt­un. Hann dó hjá erki­bisk­upn­um í Krakow 17. septem­ber 1895 og fékk virðu­lega út­för. Helg­an dóm hans er að finna í dóm­kirkju heil­ags Jó­hann­es­ar í Var­sjá. Jó­hann­es Páll II. páfi tók Sig­mund í tölu bless­aðra 18. ágúst 2002, og Bene­dikt XVI. páfi tók hann í tölu heil­agra 11. októ­ber 2009.

    

Archidiecezja Warszawska

Catholic Hierarchy

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Office of Papal Liturgical Celebrations

Santi, beati e testimoni

Wikipedia (pólska)

Wikipedia (þýzka)

Read Full Post »