Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Austur-Evrópa’ Category

   

 Sigmundur erkibiskup af Varsjá

   

Sigmundur fœddist 1. nóvem­ber 1822 í Wojutyn í hér­að­inu Volinia, sem þá heyrði til Póllandi en nú Úkra­ínu, son­ur trú­aðra hjóna, og í bernsku lærði hann að heiðra al­sæla Maríu Guðs­móð­ur. Þeg­ar hann var ell­efu ára, missti hann föð­ur sinn, og þeg­ar hann var 16 ára, sá hann á eft­ir móð­ur sinni í út­legð til Síb­er­íu, en hún var dœmd fyr­ir að tala máli kot­bœnda. Sig­mund­ur lærði stœrð­frœði við Moskvu­há­skóla 1840-­1844 en hélt síða­n til há­skóla­náms í frönsk­um bók­mennt­um í París. Hann fann hjá sér köll­un til að þjóna kirkj­unni. hóf 1851 nám í presta­skóla í Żytomi­erz (nú í Úkra­ínu) og hélt áfram því námi í Sankti Pét­urs­borg í Rúss­landi. Hann tók 8. septem­ber 1855 prests­vígslu, til að þjóna í Żytomi­erz. Hann þótti góð­ur fyr­ir­les­ari og öt­ull skrifta­fað­ir. Hann hafði í París kynnzt pólsk­um út­lög­um, en mörg börn þeirra urðu við­skila við for­eldra sína, og hon­um rann til rifja að sjá þau í reiðu­leysi. Sömu­leið­is tók hann sárt, hve marg­ir aldr­að­ir menn voru sjúk­ir og ein­mana. Hann stofn­aði 1857 grá­systra­reglu, sem er kennd við fjöl­skyldu Maríu meyj­ar, til að hjálpa bæði þess­um börn­um og gömlu mönn­un­um. Pius IX. páfi skip­aði Sig­mund 1862 erki­bisk­up í Varsjá, og hann lét þeg­ar til sín taka rétt­inda­mál kirkju og al­menn­ings, sem mælt­ist illa fyr­ir hjá yf­ir­völd­um. Hann var eft­ir sex mán­aða bisk­ups­dóm send­ur í út­legð og þurfti í tvo ára­tugi að dvelj­ast í Jaro­slav á Volgu­bökk­um. Þá tókst Leo XIII. páfa að fá hann lát­inn laus­an, þótt ekki mætti bisk­up koma oft­ar til Var­sjár. Sig­mund­ur sagði því af sér bisk­ups­dœm­inu 1883 og var þess í stað út­nefnd­ur nafn­bisk­up af Tars­us, heima­bœ Páls post­ula, en sett­ist að í Dźwini­aczka í Galiciu. Þótt heilsu hans væri far­ið að hraka, gegndi hann öll­um messu­söng og stofn­aði með hjálp grá­systr­anna skóla í sveit­um, svo að börn fœru ekki á mis við pólska mennt­un. Hann dó hjá erki­bisk­upn­um í Krakow 17. septem­ber 1895 og fékk virðu­lega út­för. Helg­an dóm hans er að finna í dóm­kirkju heil­ags Jó­hann­es­ar í Var­sjá. Jó­hann­es Páll II. páfi tók Sig­mund í tölu bless­aðra 18. ágúst 2002, og Bene­dikt XVI. páfi tók hann í tölu heil­agra 11. októ­ber 2009.

    

Archidiecezja Warszawska

Catholic Hierarchy

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Office of Papal Liturgical Celebrations

Santi, beati e testimoni

Wikipedia (pólska)

Wikipedia (þýzka)

Auglýsingar

Read Full Post »