Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Páfar’ Category

   

Gregorius Magnus (Goya, um 1797)

 

Gröf Gregoriusar mikla

   

Ófullgert, undervejs, not finished. 

 

Gregorius var af göfugri, rómverskri ætt, sem bar nafn­ið Anici. Einn af frá­öf­um hans var heil­ag­ur Felix III. páfi (d. 492; einn­ig nefnd­ur Felix II.), og hann taldi jafn­framt til frænd­semi við heil­ag­an Aga­pitus I. páfa (d. 536). Fað­ir Gregor­ius­ar hét Gord­ian­us og var stór­auð­ug­ur mað­ur, átti mikl­ar lend­ur á Sikil­ey en einn­ig glæsi­hús á Cael­ian­hæð í Róm. Son­ur hans naut beztu mennt­un­ar, og mun þar á með­al hafa les­ið mál­frœði, mælsku­frœði, latn­esk­ar bók­mennt­ir, nátt­úru­frœði, sagn­frœði og stærð­frœði, auk held­ur kom­izt vel nið­ur í lög­frœði og kynnzt tón­list. Justin­us II. keis­ari skip­aði Gregor­ius ná­lægt 573 prae­fect­us urbis í Róm, sem var mik­ils­vert embætti, og um sama leyti fékk hann veru­leg auð­ævi í föðurarf.

Gregorius ólst upp á vel kristnu heimili. Móð­ir hans var heil­­ög Silvia, og þrjár föð­ur­syst­ur hans gerð­ust nunn­ur. Hann breytti húsi föð­ur síns í Bene­dikts­klaust­ur, helg­að Andrési post­ula (þar heit­ir nú Chiesa di San Gregor­io al Celio), og gekk sjálf­ur í það sem munk­ur, einn af tólf, jafn­framt því sem hann miðl­aði af hin­um ný­fengna arfi til fá­tœkra. Gregor­ius beitti sig tals­vert mikl­um yf­ir­bót­um á þess­­um tíma, sem kann að hafa geng­ið nærri heilsu hans, og síð­ar þjáð­ist hann löng­um af gigt (á einni helgi­mynd er hann sýnd­ur með rauð­þrút­inn fót á púða). Ár­in í klaustr­inu voru góð en urðu ekki mörg, því að ár­ið 578 vígð­ist hann sem einn af hin­um sjö djákn­um í Róm, en heil­ag­ur Fabi­an­us páfi hafði löngu fyrr skipt borg­inni í svo mörg um­dœmi. Á ár­un­um 579-585 starf­aði Gregor­ius síð­an sem út­send­ari (apocrisi­ar­ius) Pelagius­ar II. páfa við hirð­ina í Kon­stant­ín­ópel, en keis­ar­ar voru þá Tiber­ius II. Con­stant­in­us (d. 582) og síð­an Maur­ic­ius. Patrí­arki í borg­inni var þá heil­ag­ur Eutych­ius (d. 582), kom­inn að stóli sín­um í ann­að sinn, rosk­inn og mik­ils­virt­ur kirkju­höfð­ingi, og deildu þeir Gregor­ius um upp­risu holds­ins (Eutych­ius mun fyrst í bana­leg­unni hafa skil­ið Lk 24.39 bók­staf­lega), auk þess sem staða patrí­ark­anna gagn­vart Róm­ar­bisk­upi var við­kvæmt efni. Mik­il­vægt þótti að fá varn­ar­lið til Ítalíu, út af yf­ir­gangi Lang­barða, sem ár­ið 568 höfðu ráð­izt inn í land­ið, en Gregor­iusi mis­tókst að þoka því áleið­is, enda steðj­uðu ógn­ir einn­ig að rík­inu úr austri. Þess er ann­ars get­ið, að í Kon­stant­ín­ópel hafi hann kom­ið sér vel hjá ýmsu heldra fólki, þurft að fara með lönd­um til að styggja ekki keis­ar­ana og lif­að óbrotnu lífi sem munk­ur, mjög feng­izt við bœn­ar­gerð­ir og lest­ur guð­frœði­rita. Hann var aldrei áhuga­sam­ur um grísku, og hon­um lík­uðu mis­jafn­lega kenn­ing­ar kirkj­unn­ar manna úr þeim heimshluta.

Messudagur Gregoriusar er í rómversk-kaþólsku kirkj­unni (síðan 1969) og hjá mót­mæl­end­um 3. septem­ber en í orþó­dox­um sið 12. marz, dauða­dag­ur páf­ans, sem lengst var hvar­vetna messu­dag­ur hans. Á helgi­mynd­um er hann oft sýnd­ur með dúfu á öxl­inni, tákn hins Heil­aga Anda, sem hvísl­ar speki­mál­um í hægra eyra hans, en það á rœt­ur í fornri sögn.

Verk eftir heilagan Gregorius er meðal annars að finna hér: i) Biblio­thek der Kirchen­vāter, ii) Docu­menta Catholica Omnia, iii) Eglise Ortho­doxe des Gaules, iv) Eternal Word Tele­vision Net­work Patristics Docu­ment Library (nr. 125-126, 578-587 & 792), v) Jesus­Marie.­com, vi) Latin Hymns with English Notes (F. A. March gaf út 1874; bls. 74-78 og 257-260), vii) New Advent (hér og hér), viii) St. Gallen, Stifts­biblio­thek, Cod. Sang. 211 og ix) The Latin Library.

 

    

American Catholic

Barmby, Rev. James (1879)

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Bibliographisches Kirchen­lexikon

Beda Venerabilis @ Catholic Information Network (úr riti frá 8. öld)

Benedictus XVI: Ávarp 28. maí 2008

Benedictus XVI: Ávarp 4. júní 2008

Butler, Alban @ Sacred Texts Archive

Catholic News Agency

Catholic Online

Columbia Encyclopedia

Corrêa de Oliveira, Plinio @ Tradition in Action

Den store danske @ Gyldendal

Duffy, Patrick @ Catholic Ireland

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Eternal Word Television Network

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Goddard Clark, Sr. Catherine, M. I. C. M. (2005)

Heilagra manna sögur, I. bindi (Unger gaf út 1877)

Heiligen-3s

Holy Spirit Interactive

Howorth, Sir Henry Hoyle (1912)

Huddleston, Gilbert @ The Catholic Encyclopedia (1909)

Hughes, Marilynn @ Suit101

Jacobus de Voragine @ Star Quest Production Network (úr Aurea Legenda, safni frá 13. öld)

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Kaþólska kirkjan á Íslandi

Keck, Karen Rae @ St. Pachomius Library

McNamara, Fr. Robert @ Irondequoit Catholic Communities

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Orthodox Church in America

Orthodox Wiki

Pius X: Iucunda sane (12. marz 1904)

Porvaznik, Phil (1995)

Santi, beati e testimoni

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Snow, T. B. ábóti (1892)

Spearing, Edward (1918; ritstjóri Evelyn Mary Spearing)

St. Charles Borromeo Catholic Church @ Picayune, Mississippi

St. Gallen, Stiftsbibliothek, Cod. Sang. 567 @ The Umilta Website

Store norske leksikon

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (norska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Wyatt, Edward Gerald Penfold (1904)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Auglýsingar

Read Full Post »

    

 Fabianus (Giovanni di Paolo, 15. öld)

   

La Cripta dei Papi

   

Heilagur Anterus dó 3. janúar 236, eftir aðeins 40 daga setu á páfa­stóli. Euseb­ius bisk­up (d. 339) sagði í kirkju­sögu sinni: “Eft­ir að Anter­us dó, er Fabi­an­us sagð­ur hafa kom­ið ásamt fleir­um of­an úr sveit og gist í Róm, unz hann var kjör­inn í embætti með stór­kost­legri birt­ingu á guð­dóm­legri og himn­eskri náð. – Þeg­ar all­ir brœð­urn­ir voru sam­an komn­ir, til að kjósa þann, sem ætti að taka við sem bisk­up kirkj­unn­ar, voru all­marg­ir kunn­ir og heið­virð­ir menn mörg­um of­ar­lega í huga, en eng­inn nefndi Fabi­an­us, þótt hann væri við­stadd­ur. En sagt er, að þá hafi dúfa flog­ið nið­ur og setzt á höf­uð hans, svo að líkt­ist því, þeg­ar Heil­ag­ur Andi steig nið­ur yf­ir Frels­ar­ann í mynd dúfu. – Síð­an var sem all­ir við­stadd­ir yrðu hrærð­ir af hin­um sama Guð­dóm­lega Anda, og með ein­um rómi og heils hug­ar hróp­uðu þeir, að hann væri verð­ug­ur, og sam­stund­is tóku þeir hann og settu á bisk­ups­stól­inn” (6. bók, 29. kafli). Euseb­ius skráði á öðr­um stað, að Origen­es guð­frœð­ing­ur [d. 254] hefði á efri ár­um rit­að til Fabi­an­us­ar, til að verja kenn­ing­ar sín­ar (sama rit, 36. kafli), sem löng­um hafa þótt mis­góð­ar. Og enn skráði Euseb­ius, að eft­ir­mað­ur Filipp­us­ar á keis­ara­stóli [ár­ið 249] hefði ver­ið Dec­ius, sem hóf of­sókn­ir gegn kirkj­unni, og í þeim hafi Fabi­an­us lið­ið písl­ar­vætti í Róm en Corn­elius orð­ið eft­ir­mað­ur hans (sama rit, 39. kafli). Fabi­an­us var einn af hin­um fyrstu, sem þá lét líf­ið, víða sagð­ur hafa ver­ið háls­höggv­inn og gæti þó hafa dá­ið af harð­ræði í fangelsi.

Hjá mörgum segir, að Fabianus hafi ver­ið leik­mað­ur, þeg­ar hann var kjör­inn páfi. Í embætt­is­tíð hans var hald­ið há­tíð­legt 1.000 ára af­mæli Róm­ar. Gordi­an­us III. var keis­ari 238-244 og Filipp­us hinn arab­íski 244-249, og hvor­ugs þeirra er get­ið að of­sókn­um gegn kristnu fólki, en vafa­söm er álít­in sú sögn, að Fabi­an­us hafi skírt hinn síð­ar­nefnda til krist­inn­ar trú­ar. Páfi skipti Róm í sjö um­dœmi og setti djákna og að­stoð­ar­menn fyr­ir hvert þeirra. Hann end­ur­bœtti og stœkk­aði kata­komb­urn­ar og lét reisa kirkju yf­ir þær. Hann kann að hafa stutt kirkj­una í Gall­íu. Hann stað­festi dóm, sem féll á kirkju­þingi í Norð­ur-Afríku. Nokk­ur bréf finn­ast eign­uð hon­um. Hann fékk leyfi til að sœkja til eyj­ar­inn­ar Sard­in­iu helg­an dóm Ponti­an­us­ar páfa og Hippo­lyt­us­ar, sem báð­ir dóu í út­legð ár­ið 235 (hinn síð­ar­nefndi þá kom­inn í sátt við kirkj­una). Messu­dag­ur heil­ags Fabi­an­us­ar og dauða­dag­ur er 20. jan­úar. Hann var greftr­að­ur í kata­komb­unni, sem kennd er við heil­ag­an Call­ixt­us I. páfa (d. 222), en hinn helgi dóm­ur síð­ar flutt­ur til kirkju heil­ags Sebasti­an­us­ar. Þeir Fabi­an­us deila messu­degi (voru í eina tíð álitn­ir brœð­ur, sem ekki mun hafa verið). Graf­skrift á grísku fannst 1854 með orð­un­um Fabi­an­us bisk­up og písl­ar­vott­ur. Hún er í la Cripta dei Papi, sem sést á með­fylgj­andi mynd. En mál­verk­ið af páf­an­um er helgi­mynd frá 15. öld, eft­ir Gio­vanni di Paolo, og skrúð­inn snið­inn að sið­um þess tíma.

  

Agasso, Domenico @ Santi, beati e testimoni

American Catholic

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Bibliographisches Kirchenlexikon

Catholic Information Network

Catholic Online

Christ´s Faithful People

Documenta Catholica Omnia

Duffy, Patrick @ Catholic Ireland

Heiligen-3s

HeiligenNet

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Keck, Karen Rae @ St. Pachomius Library

Kiefer & Losch @ Satucket Software

Meier, Gabriel @ The Catholic Encyclopedia (1909)

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

New Advent (The False Decretals, sbr. hér)

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »