Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Páfar’ Category

Leó I. var kjörinn páfi árið 440. Hann var útnefndur kirkjufræðari árið 1754. Minningardagur hans er 10. nóvember.

Málverkið að ofan er frá 17. öld, eftir Francisco Herrera yngri. Hér að neðan er mynd eftir Raphael, sem sýnir Leó páfa ríða til fundar við Atla Húnakonung, sem kominn var með her sinn til Ítalíu. Pétur og Páll postular fylgja Leó í loftinu. Fundinum lauk svo, að Atli gerði ekki árás, heldur snéri liði sínu burt.

Catholic Information Network

Catholic News Agency

Catholic Online

Kathpedia

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Wikipedia, ítalska

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Messudagur Jóhannesar Páls er 22. október.

aciprensa

Catholic News Agency

Catholic Online

Catholic Saints

Cathopedia

Corazones

Franciscan Media

Independent Catholic News

Kathpedia

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Santi Beati e Testimoni

Santo del giorno

Santopedia

St. Jósefskirkja á Jófríðarstöðum

Vatikanið

Wikipedia, enska

Wikipedia, norska

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Sixtus II. var páfi frá 31. ágúst 257 til 6. ágúst 258, þegar hermenn réðust inn í messu til hans. Sixtus og djáknar hans voru hálshöggnir, að boði keisarans Valerianusar, sem gekk hart fram gegn kristinni kirkju. Sixtus þótti góðviljaður maður og reyndi að lægja deilur í kirkjunni.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia, enska

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

Simmaco páfi var frá eyjunni Sardiníu, sem Vandalar stjórnuðu um þær mundir. Hann var skírður í Róm og varð erkidjákni í borginni, en hinn 22. nóvember 498 var hann í Laterandómkirkjunni kjörinn páfi. Sama dag var Laurentius erkiprestur kjörinn páfi í stóru Maríukirkjunni. Því miður gekk árum saman á deilum um það, hvor þeirra væri rétt kjörinn. Niðurstaðan varð sú, að litið er á Laurentius sem mótpáfa en Symmachus sem hinn rétta páfa. Hann andaðist 19. júlí 514. Dauðadagur Symmachusar er jafnframt minningardagur hans.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

Giovanni Battista Enrico Antonio Maria Montini fæddist 26. september 1897 í bænum Concesio í héraðinu Brescia á Langbarðalandi á Norður-Ítalíu. Hann vígðist prestur 29. maí 1920. Sama ár lauk hann í Milano doktorsprófi í kirkjurétti. Síðar lærði hann einnig við aðra háskóla á Ítalíu. Séra Montini hóf störf í Vatikaninu 1922. Hann vígðist 12. desember 1954 til erkibiskups í Milano. Hann var gerður kardínáli 15. desember 1958. Hann var kjörinn páfi 21. júní 1963. Hann dó 6. ágúst 1978 í Castel Gandolfo utan við Róm, eftir hjartaslag, 80 ára að aldri. Hann var tekinn í helgra manna tölu 14. október 2018. Messudagur hans er 29. maí.

 

Odden, séra Per Einar

Papal Encyclicals

Vatikanið

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Þessi páfi hét upphaflega Ildebrando [Hildibrandur] og var kominn af fátæku fólki í Sorano í héraðinu Toscana á Ítalíu. Hann gerðist ungur Benediktsmunkur. Hann var á árunum 1045-1047 í þjónustu Gregoríusar páfa VI. Síðan er Hildibrandur talinn hafa gengið í klaustur [ef til vill Cluny]. En 1049 tók hinn nýkjörni Leó páfi IX. hann með sér til Rómar, vígði hann sem súbdjákna, útnefndi hann féhirði rómversku kirkjunnar, príor í Sankti Páls klaustrinu í Róm og ráðgjafa sinn. Næstu 24 ár gegndi Hildibrandur mörgum háum embættum og var ráðgjafi allra næstu páfa, en árið 1073 var hann sjálfur útnefndur páfi og tók sér nafnið Gregoríus. Hann ritaði Ólafi kyrra Noregskonungi bréf 1078 og bauð honum að senda efnilega menn til náms í Róm, til að styrkja kirkjuna í Noregi. Páfi snérist gegn þeim, sem enn neituðu gerbreytingu sakramentisins. Hann beitti sér við misjafnar undirtektir fyrir einlífi klerka. Hann barðist gegn öllu ráðslagi leikmanna, þar á meðal konunga og keisara, með eignir og embætti kirkjunnar (lotta per le investiture). Hann deildi við Hinrik IV. konung í Þýzkalandi [frá 1084 keisara] og þurfti að bannfæra hann og víkja honum úr embætti 1076 og aftur 1080. Gregoríus VII. dó í útlegð í borginni Salerno í héraðinu Campania á suðvestanverðri Ítalíu. Hann þótti atkvæðamikill í embætti. Hann jók vald páfastóls. Messudagur hans er 25. maí.

 

Catholic News Agency

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

Pietro Angelerio fæddist í Sant’Angelo Limosano á Ítalíu. Hann gekk í klaustur, þegar hann var 17 ára. En til að njóta betra næðis til að ástunda guðrækni sína og meinlæti fluttist hann þaðan og gerðist einsetumunkur í helli á fjallinu Morrone, sem Pétur er stundum kenndur við. Það fór nú svo, að margir vildu leita á hans fund og gerast munkar, og leiddi það til þess, að Pétur stofnaði stranga munkareglu, sem taldist vera grein af Benediktsreglu. Henni stjórnaði hann um árabil, unz klaustur hennar voru orðin 36 og munkarnir 600, að hann sagði af sér, til að fá notið meiri einveru. Mjög á móti vilja sínum varð Pétur árið 1294, þá kominn um áttrætt, að fallast á kjör sem páfi, og tók hann sér nafnið Caelestinus V. Hann staðfesti eldri reglur um páfakjör og setti nýja reglu um afsögn páfa, sem hann notfærði sér í árslok 1294, og færði hann ýmsar ástæður fyrir því. Honum varð þess ekki auðið að gerast óbreyttur einsetumunkur, eins og hann hafði hugsað sér, því að næsti páfi hafði hann í stofufangelsi, svo að hann yrði ekki útnefndur mótpáfi. Á meðfylgjandi mynd er helgur dómur Caelestinusar færður í pallíum, sem Benedikt páfi XVI. notaði árið 2005 á innsetningardegi sínum í embætti páfa og gaf árið 2009 til þessara nota, en hann varð næstur til þess árið 2013 að segja af sér páfadómi. Messudagur Caelestinusar er 19. maí (í Noregi 22. nóvember).

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

 

Jóhannes var ítalskur maður, sem varð páfi árið 523, nokkuð hniginn að aldri. Honum gekk vel að viðhalda einingu kirkjunnar, bæði í vestri og austri, og hann virðist hafa verið vel virtur páfi. En þá var konungur á Ítalíu Þjóðrekur mikli [Þiðrik af Bern], sem bæði var Austgoti og játaði Aríusarvillu. Hann neyddi páfann til að fara á fund Justinusar keisara í Konstantínópel, til að krefjast fyllstu réttinda fyrir áhangendur Aríusar. Það var hinum aldna Jóhannesi þvert um geð, en hann hlaut þó að fara, til að reyna að forða enn verri ósköpum fyrir kirkju og kristni á Ítalíu. Þegar sendinefndin kom til baka, varð konungur ævareiður, því að hún hafði ekki fengið öllum kröfum hans framgengt við keisarann. Hann lét sem fyrr ganga á illyrðum og harðræði við páfa. Ferðalagið og þessir erfiðleikar urðu til þess, að Jóhannes dó fáum dögum eftir að til Ítalíu kom. Hann var álitinn píslarvottur. Messudagur hans er 18. maí. Skamma stund fékk Þjóðrekur notið þess að hafa sálgað páfanum, því að þeir dóu sama ár.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Á embættisárum Bonifatiusar páfa þurfti að fást við hungursneyð, pestir og náttúruhamfarir, auk þess sem Persar rændu Jerúsalem árið 614 og brenndu meðal annars Grafarkirkjuna. Bonifatius fékk leyfi keisarans til að breyta hinu mikla hofi allra rómversku goðanna, Pantheum í Róm, í kristna kirkju, sem hann vígði 13. maí 610 og helgaði sankti Maríu og píslarvottunum. Hann lét safna saman í katakombunum 28 vagnhlössum af beinum píslarvotta og koma þeim fyrir í steinþró undir háaltari hinnar nýju kirkju, sem venjulega er kölluð Santa Maria Rotonda. Það var uppruni þess, að farið var að halda allraheilagramessu hátíðlega. Bonifatius efndi til kirkjuþings árið 610. Dauðadagur hans var 8. maí, sem er á Íslandi messudagur hans, en víða annars staðar er messudagurinn 25. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Benedikt páfi var rómverskur maður, skólagenginn. Hann þótti Biblíufróður og tóna vel. Messudagur hans er 8. maí (í Noregi 7. maí).

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

Older Posts »