Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Klaustur’ Category

    

Núrsía

   

cras04

   

Benediktsmunkarnir í Núrsíu

     

Tvíburarnir Benedetto og Scolastica fœdd­ust ár­ið 480 í Norcia í hér­að­inu Perugia á Mið-­Ítalíu [Umbria]. Þau urðu frum­kvöðl­ar klaust­ur­lífs á Vest­ur­lönd­um. Allt frá 10. öld var reglu­legt klaust­ur­hald í þess­um bœ, unz Napol­eon Bona­parte rak munk­ana burt 1810. Þeir áttu ekki aft­ur­kvæmt.

Prestur að nafni Cassian Folsom (1955-) stofn­aði 1998 ásamt tveim­ur kunn­ingj­um sín­um til munk­líf­is í Róm, þótt efni væru lít­il. Þeir komu sér fyr­ir í þröngri íbúð, inn­rétt­uðu eitt herberg­ið sem kap­ellu og fœrðu skömmu síð­ar út kví­arn­ar með því að leggja und­ir sig bíl­skúr sem svefn­stofu. Þeir gengu undir Bene­dikts­reglu. Þeir líta svo á, að stofn­skrá henn­ar sé ein af gjöf­um hins Heil­aga Anda.

En nú kom upp á árinu 2000, að unnt væri að sam­eina þetta tvennt: munka­lausa klaustr­ið í Norcia og klaust­ur­lausu munk­ana í Róm. Það gekk eft­ir, starf­ið bless­að­ist og munk­um hef­ur fjölg­að að mun. Þeir hafa eign­azt klaust­ur­rúst í hálfr­ar klukku­stund­ar göngu­leið frá bœn­um. Ætl­un­in er að end­ur­reisa hana, því að þar er betra næði og stœrra at­hafna­svæði. En jafn­framt hyggj­ast þeir áfram hafa að­set­ur inni í Norcia.

Munkarnir hafa sett upp snot­urt vef­set­ur. Þang­að má með­al ann­ars sœkja fagr­an söng, auk held­ur að panta hljóm­disk, sem þeir gáfu út vor­ið 2004 með tón­list til að nota á messu­dög­um Bene­dikts [11. júlí] og Skolast­iku [10. febr­úar]. Einn­ig sést, hvern­ig þeir verja deg­in­um, sem hefst með tíða­söng snemma á 5. tím­an­um. Klaustr­ið tek­ur á móti ferða­löng­um. Það hef­ur um­sjón með helgi­haldi í basilík­unni í Norcia, og þar er mess­að bæði á latínu og ítölsku. Í hvelf­ingu und­ir henni er að finna merki um hús heil­ags Benedikts.

Heilagur Gregorius mikli sagði frá Bene­dikt og Skolast­iku, sjá 2. bók af Dia­log­unum.

     

Auglýsingar

Read Full Post »

 

Katrínarklaustrið á Sínaífjalli

 

Móse drap Egypta nokk­urn, sem hann hafði séð slá hebr­esk­an mann, varð síð­an land­flótta, sett­ist að í Mid­íans­landi og gekk að eiga Sipp­óru. Fað­ir henn­ar var Jetró prest­ur, og hjá hon­um gerð­ist Móse fjár­hirð­ir. Eitt sinn rak hann féð langt inn í eyði­mörk­ina og kom að Hóreb, fjalli Guðs. Þá birt­ist hon­um eng­ill Guðs í elds­loga, sem stóð upp af þyrni­runna. Hann sá, að runn­inn stóð í ljós­um loga en brann ekki. Móse hugs­aði: “Ég verð að ganga nær og virða fyr­ir mér þessa mik­il­feng­legu sýn. Hvers vegna brenn­ur runn­inn ekki?” – Drott­inn sá, að hann gekk nær og kall­aði úr miðj­um runn­an­um: “Móse, Móse.” – Hann svar­aði: “Hér er ég.” – Drott­inn sagði: “Komdu ekki nær, drag skó þína af fót­um þér, því að stað­ur­inn, sem þú stend­ur á, er heil­ög jörð. – Ég er Guð föð­ur þíns, Guð Abrahams, Guð Ís­aks og Guð Jak­obs.” – Þá huldi Móse and­lit sitt, því að hann ótt­að­ist að líta Guð. Frá þess­um at­burð­um og köll­un Móse til að leiða Ísr­aels­menn út úr Egypta­landi segir í 2.-4. kafla Ex­od­us (2. Móse­bók). Sjá Bibl­íuna hér og skýr­ing­ar eft­ir séra Hey­dock hér.

Þyrnirunninn á Hóreb [einnig kall­að Sín­aí­fjall; teg­und­ar­nafn runn­ans Rubus Sanctus], sem ekki brann, týnd­ist ekki held­ur. Á rót­um hans var byggð krist­in kap­ella, en runn­inn sjálf­ur flutt­ur of­ur­lít­ið til. Þetta mun vera plöntu­teg­und, sem lif­ir af­ar lengi, ef til vill með því að end­ur­nýja sjálfa sig (vor­ið 2008 birt­ust frétt­ir um 8.000 ára göm­ul tré í Dal­arna í Sví­þjóð, sem fara þann­ig að, sjá hér). Á sjöttu öld fyr­ir­skip­aði keis­ar­inn að reisa klaust­ur á þess­um stað, og var það helg­að Katrínu frá Alex­andríu. Strax eftir að hún var tek­in af lífi skömmu eft­ir ár­ið 300, höfðu engl­ar flutt helg­an dóm henn­ar á fjalls­tind skammt það­an, svo að stað­ur­inn er af tveim­ur ástœð­um heil­ag­ur. Helgi­skrín með bein­um Katrín­ar er enn í klaustr­inu. Á mið­öld­um lá leið kross­fara gjarn­an um Sín­aí­fjall, svo að hún varð víða um Evrópu nafn­kunn­ur dýr­ling­ur. Ýms­ar kristn­ar þjóð­ir hafa í ald­anna rás reynzt þessu klaustri holl­ar, en meira kem­ur á óvart, að munk­un­um hef­ur yf­ir­leitt tek­izt að lifa í sátt við Múha­meðs­trú­ar­menn og njóta jafn­vel vernd­ar þeirra. Munk­ar komu lengi frá rúss­nesk-orþó­doxu kirkj­unni, en í seinni tíð eru þeir frá þeirri grísk-orþó­doxu. Klaust­ur­hald hef­ur hins veg­ar ver­ið sam­fellt og er hið elzta í sam­an­lagðri kristn­inni. Ábót­inn er jafn­an bisk­ups­vígður og kall­ast stjórna erki­bisk­ups­dœm­inu á Sín­aí­fjalli.

Klaustrið er umlukið há­um gran­ít­múr, og lengst var eini inn­gang­ur­inn um litl­ar dyr tíu metra frá jörðu, svo að hífa þurfti menn og vist­ir upp og nið­ur. Þarna er varð­veitt stórt safn af forn­um hand­rit­um: á grísku, kopt­ísku, arab­ísku, armen­ísku, hebresku, slavn­esku, sýr­lenzku og fleiri tungu­mál­um, auk held­ur gríð­ar­mik­ið af list­mun­um, ekki sízt göml­um íkon­um. Þetta hvort tveggja er að verð­leik­um heims­frægt. Ný­lega var hið stór­merka Biblíu­hand­rit Codex Sinaiticus birt á net­inu, sjá hér. Á með­al hins óvenju­lega í klaustr­inu má telja haus­kúpu­kap­ell­una, en smátt er um jarð­veg á staðn­um, til að greftra munka og gesti í meira en 1.400 ár (jafn­vel 1.700 ár, ef tald­ir eru með ein­setu­menn, sem gættu fyrstu kap­ell­unn­ar á fjall­inu), svo að brugð­ið var á það ráð að stafla óg­ur­leg­um hlaða af haus­kúp­um sam­an í kap­ellu. Ekki má held­ur gleyma vatni. Hvað­an kem­ur það úti í eyði­mörk­inni? Jú, það renn­ur úr lind, sem kennd er við Móse og álit­in vera sú sama og seg­ir frá í Exod­us 2.16-19, þeg­ar hann hjálp­aði prests­dœtr­un­um sjö að brynna fénu. Ut­an klaust­ur­múr­anna hafa munk­arn­ir rækt­að all­mik­inn garð, og jarð­veg þurfti að flytja þang­að ann­ars stað­ar frá. En þar vaxa olíf­ur, aprí­kós­ur, plóm­ur og ým­is kon­ar græn­meti. 

 

Vefur Katrínarklaustursins á Sínaífjalli

World Heritage Tour

Egypt Travel

Orthodox Wiki

Wikipedia (enska)

Sarah Wright

Nicholas Reagan (The Catholic Encyclopedia)

Read Full Post »