Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Klaustur’ Category

 

Þetta klaustur heyrir til Ordo fratrum praedicatorum, og í því eru sex bræður. Þeir eru: séra Joseph Mulvin subpríor (f. 1948), séra Arne Dominique Fjeld (f. 1934), séra Jon Atle Wetaas príor (f. 1958), séra Ellert Dahl (f. 1928), bróðir Gérard-Marie Ketterer (f. 1938) og  séra Haavar Simon Nilsen; auk heldur sá sjöundi utan klaustursins, séra Aage Hauken (f. 1947). Á efri myndinni standa bræðurnir fyrir framan klaustrið sitt. Neðri myndin er úr klausturkapellunni, þegar séra Haavar Simon vinnur eilífðarheit reglunnar.

 

St. Dominikus Kloster, vefur klaustursins

 

Auglýsingar

Read Full Post »

 

Klaustrið var stofnað 1990 sem dótturklaustur frá Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Það er í borginni Tromsø, sem er nyrst á Hálogalandi, norður undir Finnmörku. Það var í fyrstu í bráðabirgðahúsnæði, en fljótt var byrjað að reisa eiginlegt klaustur, sem var vígt 23. ágúst 1998. Nunnureglan heitir Ordo Carmelitarum Discalceatorum. Síðasta orðið þýðir skólaus. Reglan þykir ströng.

 

Curia Generale del Carmelo Teresiano

Karmellittklosteret “Totus Tuus” Tromsø, vefur klaustursins

Wikipedia (enska)

 

Read Full Post »

 

Munkeby kloster í Lifangri [Levanger] í Þrándheimi var stofnað seint á tólftu öld og starfrækt í nokkra áratugi, heyrði til reglu Sistersíana. Nýtt klaustur var stofnað í Munkeby 14. september 2009, heyrir til hinni ströngu reglu Sistersíana [Ordo Cisterciensium Strictioris Observantiae] og er dótturklaustur frá Abbaye de Cîteaux í Frakklandi. Munkar í þeirri reglu eru kallaðir Trappistar. Í Munkeby eru að staðaldri fjórir munkar. Þeir framleiða ost, sem þykir góður.

 

Munkeby Mariakloster, vefur klaustursins

Munkeby Mariakloster, síða klaustursins á Facebook

Munkeby Mariaklosters Blogg

Wikipedia (norska)

 

 

 

Read Full Post »

    

Núrsía

   

cras04

   

Benediktsmunkarnir í Núrsíu

     

Tvíburarnir Benedetto og Scolastica fœdd­ust ár­ið 480 í Norcia í hér­að­inu Perugia á Mið-­Ítalíu [Umbria]. Þau urðu frum­kvöðl­ar klaust­ur­lífs á Vest­ur­lönd­um. Allt frá 10. öld var reglu­legt klaust­ur­hald í þess­um bœ, unz Napol­eon Bona­parte rak munk­ana burt 1810. Þeir áttu ekki aft­ur­kvæmt.

Prestur að nafni Cassian Folsom (1955-) stofn­aði 1998 ásamt tveim­ur kunn­ingj­um sín­um til munk­líf­is í Róm, þótt efni væru lít­il. Þeir komu sér fyr­ir í þröngri íbúð, inn­rétt­uðu eitt herberg­ið sem kap­ellu og fœrðu skömmu síð­ar út kví­arn­ar með því að leggja und­ir sig bíl­skúr sem svefn­stofu. Þeir gengu undir Bene­dikts­reglu. Þeir líta svo á, að stofn­skrá henn­ar sé ein af gjöf­um hins Heil­aga Anda.

En nú kom upp á árinu 2000, að unnt væri að sam­eina þetta tvennt: munka­lausa klaustr­ið í Norcia og klaust­ur­lausu munk­ana í Róm. Það gekk eft­ir, starf­ið bless­að­ist og munk­um hef­ur fjölg­að að mun. Þeir hafa eign­azt klaust­ur­rúst í hálfr­ar klukku­stund­ar göngu­leið frá bœn­um. Ætl­un­in er að end­ur­reisa hana, því að þar er betra næði og stœrra at­hafna­svæði. En jafn­framt hyggj­ast þeir áfram hafa að­set­ur inni í Norcia.

Munkarnir hafa sett upp snot­urt vef­set­ur. Þang­að má með­al ann­ars sœkja fagr­an söng, auk held­ur að panta hljóm­disk, sem þeir gáfu út vor­ið 2004 með tón­list til að nota á messu­dög­um Bene­dikts [11. júlí] og Skolast­iku [10. febr­úar]. Einn­ig sést, hvern­ig þeir verja deg­in­um, sem hefst með tíða­söng snemma á 5. tím­an­um. Klaustr­ið tek­ur á móti ferða­löng­um. Það hef­ur um­sjón með helgi­haldi í basilík­unni í Norcia, og þar er mess­að bæði á latínu og ítölsku. Í hvelf­ingu und­ir henni er að finna merki um hús heil­ags Benedikts.

Heilagur Gregorius mikli sagði frá Bene­dikt og Skolast­iku, sjá 2. bók af Dia­log­unum.

     

Read Full Post »

 

Katrínarklaustrið á Sínaífjalli

 

Móse drap Egypta nokk­urn, sem hann hafði séð slá hebr­esk­an mann, varð síð­an land­flótta, sett­ist að í Mid­íans­landi og gekk að eiga Sipp­óru. Fað­ir henn­ar var Jetró prest­ur, og hjá hon­um gerð­ist Móse fjár­hirð­ir. Eitt sinn rak hann féð langt inn í eyði­mörk­ina og kom að Hóreb, fjalli Guðs. Þá birt­ist hon­um eng­ill Guðs í elds­loga, sem stóð upp af þyrni­runna. Hann sá, að runn­inn stóð í ljós­um loga en brann ekki. Móse hugs­aði: “Ég verð að ganga nær og virða fyr­ir mér þessa mik­il­feng­legu sýn. Hvers vegna brenn­ur runn­inn ekki?” – Drott­inn sá, að hann gekk nær og kall­aði úr miðj­um runn­an­um: “Móse, Móse.” – Hann svar­aði: “Hér er ég.” – Drott­inn sagði: “Komdu ekki nær, drag skó þína af fót­um þér, því að stað­ur­inn, sem þú stend­ur á, er heil­ög jörð. – Ég er Guð föð­ur þíns, Guð Abrahams, Guð Ís­aks og Guð Jak­obs.” – Þá huldi Móse and­lit sitt, því að hann ótt­að­ist að líta Guð. Frá þess­um at­burð­um og köll­un Móse til að leiða Ísr­aels­menn út úr Egypta­landi segir í 2.-4. kafla Ex­od­us (2. Móse­bók). Sjá Bibl­íuna hér og skýr­ing­ar eft­ir séra Hey­dock hér.

Þyrnirunninn á Hóreb [einnig kall­að Sín­aí­fjall; teg­und­ar­nafn runn­ans Rubus Sanctus], sem ekki brann, týnd­ist ekki held­ur. Á rót­um hans var byggð krist­in kap­ella, en runn­inn sjálf­ur flutt­ur of­ur­lít­ið til. Þetta mun vera plöntu­teg­und, sem lif­ir af­ar lengi, ef til vill með því að end­ur­nýja sjálfa sig (vor­ið 2008 birt­ust frétt­ir um 8.000 ára göm­ul tré í Dal­arna í Sví­þjóð, sem fara þann­ig að, sjá hér). Á sjöttu öld fyr­ir­skip­aði keis­ar­inn að reisa klaust­ur á þess­um stað, og var það helg­að Katrínu frá Alex­andríu. Strax eftir að hún var tek­in af lífi skömmu eft­ir ár­ið 300, höfðu engl­ar flutt helg­an dóm henn­ar á fjalls­tind skammt það­an, svo að stað­ur­inn er af tveim­ur ástœð­um heil­ag­ur. Helgi­skrín með bein­um Katrín­ar er enn í klaustr­inu. Á mið­öld­um lá leið kross­fara gjarn­an um Sín­aí­fjall, svo að hún varð víða um Evrópu nafn­kunn­ur dýr­ling­ur. Ýms­ar kristn­ar þjóð­ir hafa í ald­anna rás reynzt þessu klaustri holl­ar, en meira kem­ur á óvart, að munk­un­um hef­ur yf­ir­leitt tek­izt að lifa í sátt við Múha­meðs­trú­ar­menn og njóta jafn­vel vernd­ar þeirra. Munk­ar komu lengi frá rúss­nesk-orþó­doxu kirkj­unni, en í seinni tíð eru þeir frá þeirri grísk-orþó­doxu. Klaust­ur­hald hef­ur hins veg­ar ver­ið sam­fellt og er hið elzta í sam­an­lagðri kristn­inni. Ábót­inn er jafn­an bisk­ups­vígður og kall­ast stjórna erki­bisk­ups­dœm­inu á Sín­aí­fjalli.

Klaustrið er umlukið há­um gran­ít­múr, og lengst var eini inn­gang­ur­inn um litl­ar dyr tíu metra frá jörðu, svo að hífa þurfti menn og vist­ir upp og nið­ur. Þarna er varð­veitt stórt safn af forn­um hand­rit­um: á grísku, kopt­ísku, arab­ísku, armen­ísku, hebresku, slavn­esku, sýr­lenzku og fleiri tungu­mál­um, auk held­ur gríð­ar­mik­ið af list­mun­um, ekki sízt göml­um íkon­um. Þetta hvort tveggja er að verð­leik­um heims­frægt. Ný­lega var hið stór­merka Biblíu­hand­rit Codex Sinaiticus birt á net­inu, sjá hér. Á með­al hins óvenju­lega í klaustr­inu má telja haus­kúpu­kap­ell­una, en smátt er um jarð­veg á staðn­um, til að greftra munka og gesti í meira en 1.400 ár (jafn­vel 1.700 ár, ef tald­ir eru með ein­setu­menn, sem gættu fyrstu kap­ell­unn­ar á fjall­inu), svo að brugð­ið var á það ráð að stafla óg­ur­leg­um hlaða af haus­kúp­um sam­an í kap­ellu. Ekki má held­ur gleyma vatni. Hvað­an kem­ur það úti í eyði­mörk­inni? Jú, það renn­ur úr lind, sem kennd er við Móse og álit­in vera sú sama og seg­ir frá í Exod­us 2.16-19, þeg­ar hann hjálp­aði prests­dœtr­un­um sjö að brynna fénu. Ut­an klaust­ur­múr­anna hafa munk­arn­ir rækt­að all­mik­inn garð, og jarð­veg þurfti að flytja þang­að ann­ars stað­ar frá. En þar vaxa olíf­ur, aprí­kós­ur, plóm­ur og ým­is kon­ar græn­meti. 

 

Vefur Katrínarklaustursins á Sínaífjalli

World Heritage Tour

Egypt Travel

Orthodox Wiki

Wikipedia (enska)

Sarah Wright

Nicholas Reagan (The Catholic Encyclopedia)

Read Full Post »