Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Belgía & Holland’ Category

 

Júlíana frá Liège

 

Júlíana fœddist í Retinnes í Belgíu 1193 eða skömmu fyrr. Hún var fimm ára, þeg­ar for­eldr­ar henn­ar dóu. Þá var hún send í klaust­ur Ágúst­ín­us­ar­regl­unn­ar á Corn­illon­felli, skammt frá borg­inni Liège og í ná­munda við átt­haga stúlk­unn­ar. Ekki var ætl­un­in að setja hana til mennta, en hún lét það ekki aftra sér frá að snigl­ast í bóka­safni klaust­urs­ins og rýna í hand­rit, unz hún hafði lært lest­ur, skrift og lat­ínu. Uppá­halds­höf­und­ar henn­ar voru heil­ag­ur Ágúst­ín­us og heil­ag­ur Bern­ard. Þetta mælt­ist vel fyr­ir, og ár­ið 1207 var hún tekin í klaustr­ið sem ung­nunna. Hún þótti sér­stak­lega guð­ræk­in, lá löng­um stund­um á bœn frammi fyr­ir guðs­lík­ama­hús­inu og fékk leyfi til að fasta hvern dag fram að kvöld­verði. Júlí­ana fékk ár­ið 1209 vitr­un: Hún sá fullt tungl, en á það vant­aði dá­lít­ið stykki. Síð­an birt­ist Krist­ur henni og skýrði út, að tungl­ið tákn­aði kirkju­ár­ið, en í það vant­aði há­tíð til minn­ing­ar um lík­ama Drott­ins. Hann birt­ist henni oft­ar, en hún sagði eng­um frá vitr­un­um sín­um fyrr en 1230, eft­ir að hún hafði ver­ið kjör­in príor­inna. Þá byrj­aði hún að tala fyr­ir hinni nýju há­tíð, sem vant­aði í kirkju­ár­ið, og ræddi það með­al ann­ars við ýmsa guð­frœð­inga. Þar á með­al var Jaques Panta­léon erki­djákni í Liège, sem síð­ar átti eft­ir að verða páfi und­ir nafn­inu Urban­us IV. Þeim leik­mönn­um, sem þótt­ust eiga að hafa hönd í bagga með klaustr­inu á Mont-Cornillon, geðj­að­ist mis­jafn­lega að fjár­stjórn Júlí­önu, og hún var um skeið rek­in það­an. Robert de Thor­ete bisk­up í Liège lét 1246 rann­saka mál­ið. Príor­inn­an var hreins­uð af öll­um ásök­un­um og köll­uð heim, auk þess sem bisk­up­inn inn­leiddi í stifti sínu guðs­lík­ama­há­tíð­ina Corpus Christi. Hann dó 1248, og þá var Júlí­ana aft­ur flæmd burt. Hún dvaldi síð­asta ára­tug ævi sinn­ar í ein­veru í klaustr­um Cistercia­regl­unn­ar í Belgíu. Jacques Panta­léon varð páfi 1261 og hafði ekki gleymt sam­tali sínu við príor­inn­una sál­ugu. Hann ákvað 1264 að inn­leiða há­tíð­ina Corpus Christi í allri kirkj­unni og fékk Tómas frá Aquino til að semja helgi­siði, sem þótti tak­ast hið bezta. Júlí­ana var 1869 tekin í tölu bless­aðra, og messu­dag­ur henn­ar er 5. apríl.

Hátíðin Corpus Christi, sem á íslenzku nefnist dýri­dag­ur, er hald­in fimmtu­dag­inn næsta eft­ir trini­tat­is (eða sunnu­dag­inn á eft­ir, hvort sem bisk­up­um þyk­ir bet­ur henta). Þá eru víða farn­ar helgi­göng­ur, og hér má sjá stutta mynd frá há­tíð­ar­höld­un­um í Róm síð­asta fimmtudag.

 

Wikipedia (franska)

Wikipedia (þýzka)

Wikipedia (enska)

Wikipedia (hollenzka)

Francis Mershman (The Catholic Encyclopedia)

Per Einar Odden (kaþólska kirkjan í Noregi)

Domenico Agasso (Santi e beati)

Santopedia

Katherine Rabenstein (St. Patrick Catholic Church)

l´Eglise Catholique en France

Star Quest Production Network

HeiligenNet

Ökumenisches Heiligenlexikon

Heiligen-3s

Thomas Mollen (Bistum Münster)

Robert McNamara (Irondequoit Catholic Communities)

Encyclopædia Britannica

Barbara Newman (Monastic Matrix)

Spirituality for Today

Catholicism (Slaves of the Immacculate Heart of Mary)

George Ambrose Bradbury (Google bækur)

Catholic Match

Los Angeles Lay Catholic Mission

Unborn Word of the Day

Roger Landry (Catholic Preaching)

Society of St. Pius X in Canada

Auglýsingar

Read Full Post »