Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Monastery’

    

Núrsía

   

cras04

   

Benediktsmunkarnir í Núrsíu

     

Tvíburarnir Benedetto og Scolastica fœdd­ust ár­ið 480 í Norcia í hér­að­inu Perugia á Mið-­Ítalíu [Umbria]. Þau urðu frum­kvöðl­ar klaust­ur­lífs á Vest­ur­lönd­um. Allt frá 10. öld var reglu­legt klaust­ur­hald í þess­um bœ, unz Napol­eon Bona­parte rak munk­ana burt 1810. Þeir áttu ekki aft­ur­kvæmt.

Prestur að nafni Cassian Folsom (1955-) stofn­aði 1998 ásamt tveim­ur kunn­ingj­um sín­um til munk­líf­is í Róm, þótt efni væru lít­il. Þeir komu sér fyr­ir í þröngri íbúð, inn­rétt­uðu eitt herberg­ið sem kap­ellu og fœrðu skömmu síð­ar út kví­arn­ar með því að leggja und­ir sig bíl­skúr sem svefn­stofu. Þeir gengu undir Bene­dikts­reglu. Þeir líta svo á, að stofn­skrá henn­ar sé ein af gjöf­um hins Heil­aga Anda.

En nú kom upp á árinu 2000, að unnt væri að sam­eina þetta tvennt: munka­lausa klaustr­ið í Norcia og klaust­ur­lausu munk­ana í Róm. Það gekk eft­ir, starf­ið bless­að­ist og munk­um hef­ur fjölg­að að mun. Þeir hafa eign­azt klaust­ur­rúst í hálfr­ar klukku­stund­ar göngu­leið frá bœn­um. Ætl­un­in er að end­ur­reisa hana, því að þar er betra næði og stœrra at­hafna­svæði. En jafn­framt hyggj­ast þeir áfram hafa að­set­ur inni í Norcia.

Munkarnir hafa sett upp snot­urt vef­set­ur. Þang­að má með­al ann­ars sœkja fagr­an söng, auk held­ur að panta hljóm­disk, sem þeir gáfu út vor­ið 2004 með tón­list til að nota á messu­dög­um Bene­dikts [11. júlí] og Skolast­iku [10. febr­úar]. Einn­ig sést, hvern­ig þeir verja deg­in­um, sem hefst með tíða­söng snemma á 5. tím­an­um. Klaustr­ið tek­ur á móti ferða­löng­um. Það hef­ur um­sjón með helgi­haldi í basilík­unni í Norcia, og þar er mess­að bæði á latínu og ítölsku. Í hvelf­ingu und­ir henni er að finna merki um hús heil­ags Benedikts.

Heilagur Gregorius mikli sagði frá Bene­dikt og Skolast­iku, sjá 2. bók af Dia­log­unum.

     

Read Full Post »