Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Píslarvottar’ Category

Castus og Aemilius í Norður-Afríku voru handteknir fyrir að vera kristnir. Þeir voru pyntaðir, afneituðu þá trú sinni og var sleppt. Þeir iðruðust þess, voru aftur handteknir og í það sinn brenndir á báli. Messudagur þeirra er 22. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon (Castus)

Ökumenisches Heiligenlexikon (Æmilius)

Read Full Post »

 

Fátt er um þessa konu vitað með vissu. Hún kann að hafa verið frá Norður-Afríku og ánauðug. Hún er sögð hafa verið krossfest á Korsíku, því að hún vildi ekki afneita kristinni trú. Ef til vill drápu serkir hana. Hún er verndardýrlingur Korsíku. Hún á messudag 22. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

 

Andrés Bobola fæddist í héraðinu Sandomierz við ána Vislu í Póllandi. Hann fór árið 1606 í skóla hjá Jesúítareglunni í Braniewo. Hann gekk 1611 í þessa reglu í Vilnius í Litháen, sem þá var í sambandi við Pólland. Þar lærði hann við háskólann og las á árunum 1613-1616 heimspeki. Síðan kenndi hann um skeið málfræði en las á árunum 1619-1622 guðfræði. Þá tók hann prestsvígslu. Á árunum 1624-1630 var hann sóknarprestur í söfnuði heilags Kasimirs í Vilnius. Á árunum 1630-1636 var hann yfirmaður reglu sinnar í Babruysk, sem nú er í Hvíta-Rússlandi. Á árunum 1636-1656 ferðaðist hann að mestu um Litháen og boðaði kaþólska trú. Honum varð mikið ágengt á meðal orþódoxra, sem mæltist ekki vel fyrir hjá öllum. Þá var skollinn á ófriður á milli Rússa og Pólverja. Kósakkar náðu séra Andrési á sitt vald og pyntuðu hann, til að fá hann til að afneita trú sinni. Þeir kveiktu í honum, kæfðu hann næstum því, bundu hann á slátraraborð til að flá húðina af honum, skáru göt á hendurnar á honum og af honum nefið og varirnar, rifu úr honum tunguna með töngum, stungu hann með síl í hjartastað og hjuggu síðast af honum höfuðið. Árið 1808 var helgur dómur Andrésar fluttur til kirkju í  Polotsk, sem nú er í Hvíta-Rússlandi. Árið 1922 réðist deild úr Rauða hernum inn í kirkjuna. Hermennirnir opnuðu kistu Andrésar, flettu helgan dóm hans klæðum og köstuðu á gólfið. Síðan var hann sendur til Moskvu og hafður til sýnis, unz fyrir tilstilli Piusar páfa XI. tókst að fá hinn helga dóm afhentan og sendan til Rómar. Messudagur Andrésar er víðast dauðadagurinn 16. maí en á Íslandi 21. maí.

 

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

 

Jóhannes var ítalskur maður, sem varð páfi árið 523, nokkuð hniginn að aldri. Honum gekk vel að viðhalda einingu kirkjunnar, bæði í vestri og austri, og hann virðist hafa verið vel virtur páfi. En þá var konungur á Ítalíu Þjóðrekur mikli [Þiðrik af Bern], sem bæði var Austgoti og játaði Aríusarvillu. Hann neyddi páfann til að fara á fund Justinusar keisara í Konstantínópel, til að krefjast fyllstu réttinda fyrir áhangendur Aríusar. Það var hinum aldna Jóhannesi þvert um geð, en hann hlaut þó að fara, til að reyna að forða enn verri ósköpum fyrir kirkju og kristni á Ítalíu. Þegar sendinefndin kom til baka, varð konungur ævareiður, því að hún hafði ekki fengið öllum kröfum hans framgengt við keisarann. Hann lét sem fyrr ganga á illyrðum og harðræði við páfa. Ferðalagið og þessir erfiðleikar urðu til þess, að Jóhannes dó fáum dögum eftir að til Ítalíu kom. Hann var álitinn píslarvottur. Messudagur hans er 18. maí. Skamma stund fékk Þjóðrekur notið þess að hafa sálgað páfanum, því að þeir dóu sama ár.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Gerontius var biskup í Cervia við Adríahaf, sem er í héraðinu Ravenna. Hann var á heimleið frá biskupastefnu í Róm, þegar óguðlegir menn [Herúlar?, Gotar?] gerðu honum fyrirsát og rændu hann og drápu. Gerontius er talinn með píslarvottum. Messudagur hans er 9. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (ítalska)

Read Full Post »

 

Viktor Márus var upprunninn í Máritaníu, kenndur við ættland sitt til aðgreiningar frá samnefndum helgum mönnum. Hann fór til Ítalíu og gerðist hermaður. Hann eyðilagði heiðin altöru, var handtekinn, píndur grimmilega og hálshöggvinn. Messudagur heilags Viktors er 8. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Florianus leið píslarvætti í Lauriacum [nú Lorch og der Enns í Austurríki] árið 304, því að hann neitaði að færa hinum rómversku goðum fórnir. Honum var drekkt, eftir að kvarnarsteinn hafði verið bundinn um háls hans. Florianus var kristinn maður og rómverskur herforingi. Hann á messudag 4. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Sankti Georg á messudag 23. apríl. Um hann er fátt með vissu vitað, þótt flestir sjái hann líklega fyrir sér sem hugprúðan riddara – einn af þeim kempum, sem bera ábyrgð á, hvað sjaldséðir drekar eru orðnir. Danskir málvöndundarmenn kalla þennan mann Jørgen, og væntanlega kalla íslenzkir málvöndunarmenn hann þá Jörund.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (danska)

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

Aðalbert biskup í Prag í Bæheimi og píslarvottur á messudag 23. apríl. Hans er einkum minnzt fyrir það að boða Ungverjum, Pólverjum og Prússum kristna trú.

 

Catholic Online

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

Read Full Post »

Fidelis frá Sigmaringen syðst í Þýzkalandi á messudag 24. apríl. Hann var lögfræðingur, sem gerðist kapúsínabróðir og prestur. Hann boðaði kalvínistum afturhvarf til kaþólskrar trúar. Þeir drápu hann.

 

Catholic News Agency

Catholic Online

Franciscan Media

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

Read Full Post »

« Newer Posts - Older Posts »