Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Píslarvottar’ Category

 

Bonifatius fæddist nálægt árinu 675, ef til vill í bænum Crediton í héraðinu Devon á suðvestanverðu Englandi. Hann var af saxneskum ættum og nefndur Winfrid. Honum var ungum komið til náms í klaustri, sem helzt er talið hafa verið í bænum Exeter í Devon. Síðan hélt hann til frekara náms í klaustrinu í Nursling í Hampshire í sunnanverðu Englandi. Þar gerðist hann kennari og vígðist þrítugur til prests. Á þeim árum samdi hann meðal annars latneska málfræði og ritgerð um ljóðlist. Nálægt árinu 716 var honum boðið að gerast ábóti í klaustri sínu, sem hann hafnaði og hélt þess í stað í fyrstu kristniboðsferð sína til Fríslands, nam staðar í Utrecht og slóst síðan í för með heilögum Willibrordus, sem kallaður er postuli Frísa. Þeir fóru um sveitirnar og boðuðu kristni, en stríð gerði þeim erfitt fyrir, sem þá geisaði á milli Redbads Frísakonungs og Frakka, sem voru undir stjórn Karls Martels hertoga. Að ári liðnu flúði Willibrordus í klaustur, sem hann hafði stofnað. Winfrid hélt aftur til Nursling, en á næstu misserum fór hann hans vegar til Rómar og gekk á fund Gregoriusar páfa II., sem tók honum ágætlega, gaf honum nafnið Bonifatius (eftir samnefndum píslarvotti, sem var líflátinn árið 307) og útnefndi hann trúboðsbiskup í Germaníu. Bonifatius átti ekki eftir að koma aftur til Englands, en hann skrifaðist á við landsmenn sína, og sumt er það varðveitt. Hann hélt nú í norðurátt, byrjaði að kristna Germani og varð vel ágengt. Árið 731 tók Gregorius III. við páfadómi, og árið eftir fór Bonifatius að finna hann. Gregorius gaf honum pallium og útnefndi hann erkibiskup Þýzkalands. Bonifatius var einnig í Róm 737-738, og í það sinn var hann útnefndur legáti páfans í Þýzkalandi. Hann kom sér vel við Karl Martel, sem stjórnaði Frakkaveldi á árunum 718-741, og Karl efndi til fjögurra biskupsdæma í Bæjaralandi (Salzburg, Regensburg, Freising, Passau), sem hann síðan afhenti Bonifatiusi til yfirstjórnar. Síðar átti Bonifatius eftir að koma á fót biskupsstólum í Würzburg og Erfurt, og erkibiskupsstól sinn setti hann í Mainz.

Bonifatius dreymdi alltaf um það að kristna Frísi, og árið 754 lagði hann enn af stað í leiðangur þangað, ásamt 52 fylgdarmönnum. Hann skírði fjölda manns, sem hann síðan boðaði til að finna sig skammt frá Dokkum og meðtaka sakramenti fermingar. En þeir komu ekki, heldur ófriðarmenn, sem drápu Bonifatius og allt fylgdarlið hans. Síðan hugsuðu þeir sér gott til glóðarinnar að ræna eigum hinna dauðu, en þær reyndust hvorki vera gull né silfur, heldur guðsorðabækur í handriti, og eftir slíku góssi sækjast trítilóðir og ólæsir heiðingjar ekki mikið.

Bonifatius á messudag 5. júní. Helgi hans kom strax upp.

 

Odden, Per Einar

Saints and Angels

Wikipedia (enska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Dominica mey og píslarvottur fæddist í bænum Tropea í héraðinu Calabria syðst á Ítalíu. Hún lenti í ofsóknum Diocletianusar keisara gegn kristnu fólki og var ófáanleg til að afneita trú sinni. Hún var því dæmd til að verða kastað fyrir ljónin. En þau gerðu stúlkunni ekkert mein, svo að hún var hálshöggvin. Messudagur hennar er 6. júlí.

 

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

 

Read Full Post »

Maria Teresa Goretti fæddist í bænum Corinaldo í héraðinu Ancona á Ítalíu. Foreldrar hennar voru fátækt fólk. Faðir Mariu dó úr malaríu árið 1900. Fjölskyldan fluttist til Nettuno sunnan við Róm. Það kom nú í hlut Maríu að hugsa um heimilið og yngri systkini sín meðan móðir þeirra vann fyrir þeim. Piltur um tvítugt lagði hug á Maríu, sem ekki vildi þýðast hann. Hann reyndi þá árangurslaust að nauðga henni og stakk hana loks 14 sinnum með sýl. Hún dó af sárum sínum næsta dag, 6. júlí, sem er messudagur hennar, og hafði þá fyrirgefið banamanni sínum. Hún er álitin píslarvottur, því að hún vildi frekar láta lífið en syndga með piltinum. Pius páfi XII. tók Maríu í helgra manna tölu sumarið 1950.

Catholic News Agency

Catholic Online

Franciscan Media

Per Einar Odden @ Den katolske kirke i Norge

Pilgrimage of Mercy

Pray More Novenas

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Messudagur þeirra er 2. júní.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Ökumenisches Heiligenlexikon (Marcellinus)

Ökumenisches Heiligenlexikon (Petrus)

Read Full Post »

Justinus píslarvottur

Justinus píslarvottur á messudag 1. júní. Heimspekingur, trúvarnarmaður, kirkjufaðir. Upprunninn í Samaríu.

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

 

Petronilla var rómversk mey og píslarvottur. Messudagur hennar er 31. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

Hinn blessaði Guillaume Arnaud fæddist í Montpellier í Suður-Frakklandi og mun hafa lært lögfræði. Hann gekk í reglu prédikarabræðra [Ordo Fratrum Praedicatorum – OP]. Hann starfaði fyrir rannsóknarrétt páfans. Gregoríus IX. fól honum og tveimur reglubræðrum hans það verkefni árið 1234 að yfirvinna trúvillu í Languedoc í Suður-Frakklandi. Þar voru biskupsdæmin Toulouse, Albi, Carcassonne og Agen. Þar höfðu albigensar (katarar) hreiðrað um sig. Þeir gerðu Guillaume og félögum hans fyrirsát í Avignonet og drápu þá, virtu ekki einu sinni kirkjugrið. Með honum liðu píslarvætti hinir blessuðu: Bernhard frá Roquefort prestur OP, Garcia d’Aure leikbróðir OP, Raimund frá Carbonier prestur OFM, Stefan de Saint-Thibéry prestur OFM, Raimund frá Cortisan prestur, Bernhard Fortanier heimsprestur, Pétur Arnaud nótaríus og leikmaður, Fortanerius heimsprestur, Ademarus heimsprestur, ónafngreindur prestur og príor OSB. Messudagur þeirra er 29. maí.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (þýzka

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

 

Kýrillos var drengur frá Caesareu í Kappadokíu [nú Kayseri í Mið-Anatolíu í Tyrklandi], sem tók kristna trú. Hann var rekinn að heiman, þegar faðir hans komst að því. Rómverski landstjórinn frétti einnig af þessu og reyndi að telja drenginn á að kasta trú sinni eða hræða hann til þess. Það bar ekki árangur, og þá var hann drepinn með sverði. Messudagur Kýrillosar er 29. maí. Oftast er hann talinn með átta öðrum helgum píslarvottum frá sömu borg, sem hétu: Carellus, Primolus, Finodus, Venustus, Gissinus, Alexander, Tredentheus og Jocundus.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

 

 

Read Full Post »

Vilhjálmur var frá bænum Perth í Skotlandi. guðrækinn og ölmusugóður bakari. Eitt sinn skildi einhver eftir kornabarn fyrir utan kirkjudyr í Perth. Það var sveinn, sem Vilhjálmur tók að sér og gaf nafnið Davíð. Þegar hann stálpaðist, hóf Vilhjálmur að kenna honum að baka. Svo var það árið 1201, að Innocentius páfi III. prédikaði krossferð, fjórðu krossferðina, sem fór reyndar ekki eins lukkulega og til var ætlazt, og ekki tókst í það sinn að ná Jórsölum úr klóm Serkja. En Vilhjálmur bakari vildi ekki bregðast svo góðu málefni og fékk leyfi hjá sóknarpresti sínum til að gerast krossfari. Fyrsti áfangi á leið hans átti að vera Canterbury, og hann tók fósturson sinn með sér. Þeir áðu í bænum Rochester í Kent. Þegar þeir héldu áfram, bauðst Davíð til að benda á stutta leið gegnum skóg. Þar neytti hann færis, rotaði fóstra sinn, skar hann á háls og rændi hann. Þegar líkið fannst, gerðust jarteinir hjá því. Vilhjálmur var álitinn píslarvottur. Messudagur hans er 23. maí. Hann er ýmist kenndur við Rochester eða Perth.

Catholic Saints

Flagg, Greg @ WordPress

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Read Full Post »

 

Cristóbal fæddist í bænum Totatiche í héraðinu Jalisco í Mexíkó. Hann var af smábændum kominn og vann sveitastörf, unz hann innritaðist 1888 í prestaskóla í Guadalajara. Hann tók prestsvígslu 1899, og frá 1910 starfaði hann sem sóknarprestur í heimabæ sínum, Totatiche. Hann var skotinn í ofsóknum stjórnvalda gegn kirkjunni, en forseti landsins var þá guðleysinginn og byltingarsinnaði sósíalistinn Plutarco Elías Calles. Messudagur séra Cristóbals er 21. maí. Heilagur Jóhannes Páll páfi II. tók hann og 24 aðra píslarvotta frá Mexíkó í helgra manna tölu 21. maí 2000.

Nöfn þeirra, sem voru teknir í helgra manna tölu samtímis séra Cristóbal:

 

Catholic Saints

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (spænska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

 

 

 

 

 

Read Full Post »

« Newer Posts - Older Posts »