Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Bishop’

Ásmundur biskup

Ásmundur kallast þessi dýrling­ur í skrám kaþólsku kirkj­unn­ar á Ís­landi en endra­nær Os­mund, Os­mond eða Os­mer. Hann er sagð­ur greifa­son­ur frá Sées í Norð­mandí. Hann fylgdi móð­ur­bróð­ur sín­um, Vil­hjálmi bast­arði (d. 1087), til Eng­lands 1066 og gegndi í fyrstu embætti kon­ung­legs kap­ell­áns en varð 1072 kanzl­ari, sá þá um bréf­rit­un kon­ungs og ýmsa stjórn­sýslu. Hann finnst kall­að­ur jarl af Dorset. Hann varð 1078 bisk­up í Salis­bury í suð­ur­hluta lands­ins, og lét þó ekki að fullu af störf­um sín­um fyr­ir kon­ung. Ás­mund­ur lét reisa dóm­kirkju í Old Sarum (Saris­buria), stofn­aði við hana dóm­klerka­ráð og setti því skipu­lags­skrá, sem síð­ar varð fyr­ir­mynd í öðr­um bisk­ups­dœm­um. Hann þótti dug­leg­ur stjórn­andi, lærð­ur vel, hrein­líf­ur, hófs­mað­ur í öllu og bóka­vin­ur mik­ill, af­rit­aði sjálf­ur og batt inn bœk­ur. Hann kann einn­ig að hafa sam­ið helgi­siði góða, sem eft­ir­mað­ur hans lagði þó gjörva hönd á. Ás­mund­ur lét taka upp helg­an dóm Ald­helms bisk­ups (d. 709). Þeg­ar sam­in var jarða­bók yf­ir Eng­land, Dóms­dags­bók­in, var Ás­mund­ur bisk­up kvadd­ur að því verki, sem lauk ár­ið 1086. Dauða­dag­ur hans og messu­dag­ur er 4. desem­ber, en 16. júlí er minnzt upp­töku á bein­um hans árið 1226. Rann­sókn var ár­ið 1228 leyfð á verð­leik­um og jar­tein­um hans, og 1456 tók Cal­ixt­us III. hann í tölu helgra manna. Eng­lend­ing­ar höfðu var­ið löngu erf­iði og mikl­um kostn­aði til að fá það mál fram. Ás­mund­ur er sagð­ur góð­ur til áheita við tann­pínu, bein­brot­um, löm­un og sturlun.

    

Catholic Online

Farmer, Hugh @ Santi, beati e testimoni

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Parker, Anselm @ The Catholic Encyclopedia (1911)

Santopedia

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »