Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Suðvestur-Asía’ Category

 

Kýrillos var drengur frá Caesareu í Kappadokíu [nú Kayseri í Mið-Anatolíu í Tyrklandi], sem tók kristna trú. Hann var rekinn að heiman, þegar faðir hans komst að því. Rómverski landstjórinn frétti einnig af þessu og reyndi að telja drenginn á að kasta trú sinni eða hræða hann til þess. Það bar ekki árangur, og þá var hann drepinn með sverði. Messudagur Kýrillosar er 29. maí. Oftast er hann talinn með átta öðrum helgum píslarvottum frá sömu borg, sem hétu: Carellus, Primolus, Finodus, Venustus, Gissinus, Alexander, Tredentheus og Jocundus.

 

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

 

 

Auglýsingar

Read Full Post »

    

Colantonio, St. Hieronymus og kisan      

Hellir Hieronymusar í Betlehem

     

Ófullgert, undervejs, not finished

Messudagur og dauðadagur Hieronymusar er 30. septem­ber. Í Martyro­log­ium Rom­an­um stend­ur: “In Bethlehem Iudæ de­positio sancti Hiero­nymi Presbyt­eri, Con­fessoris et Ecclesiæ Doctor­is, qui, omn­ium studia litter­ar­um adept­us ac probat­or­um Monach­or­um imitator fact­us, multa hæresum monstra gladio suæ doctrinæ confodit; demum, cum ad de­crepit­am usque vixiss­et ætatem, in pace quievit, sepult­usque est ad Præsepe Dom­ini. Eius corp­us, postea Romam delat­um, in Basilica sanctæ Mariæ Maior­is condit­um fuit.” Fœð­ing­ar­ár Hiero­nym­us­ar er ekki full­víst, og má finna ár­töl á bil­inu 329-­347 (Bene­dikt páfi sagði “um 347” í ávarpi 2007, sem gætu ver­ið nýj­ustu nið­ur­stöð­ur), og eins er með tvennu móti dán­ar­ár­ið, hvort var 419 eða 420. Marg­ir dreng­ir eru heitn­ir eft­ir þess­um helga manni, sem gefst vel, því að full tylft af þeim finnst í tölu dýr­linga. Til að­grein­ing­ar er kirkju­frœð­ar­inn all­oft kall­að­ur Euseb­ius Sophron­ius Hiero­nym­us eða kennd­ur við fœð­ing­ar­bœ sinn, Strido Dal­matiae, sem var nærri aust­ur­strönd Adría­hafs, en Got­ar eyddu hann ár­ið 379.

Á helgimyndum er Hieronymus gjarnan með ljón í eft­ir­dragi, þótt stund­um beri lít­ið á því: Ein­hverju sinni kom stórt ljón inn í munka­byggð­ina í Betle­hem og öskr­aði ægi­lega, svo að fólk allt tvístr­að­ist. Nema Hiero­nym­us, sem undr­að­ist þenn­an hávaða og fór til að skoða ljón­ið. Hann sá, að það stakk við, tók í lopp­una á því og fann þyrni, sem hann dró út. Ljón­ið varð að von­um þakk­látt og fylgdi hon­um síð­an. Skemmti­leg þver­stœða er, að það er oft­ast sýnt sem gæf­lynd­ur kött­ur, en sjálf­ur þótti Hiero­nym­us stríð­lynd­ur sem ljón, þeg­ar hann átti í rit­deil­um. Á helgi­mynd­um hef­ur kirkju­frœð­ar­inn oft kardínála­hatt, ann­að hvort á höfð­inu eða ekki all­fjarri sér. Að vísu get­ur engra kardínála á þeim tíma, en hann var skrif­ari og ráð­gjafi páf­ans og feng­inn til að fœra Heil­aga Ritn­ingu yf­ir á vand­að lat­ínu­mál, svo að hann er vel sœmd­ur af þess­um hatti. Á með­fylgj­andi mynd frá 15. öld eft­ir Niccolò Antonio Col­antonio er hvort tveggja á sín­um stað, ljón­ið og hatt­ur­inn. Einn­ig fylg­ir mynd úr helli heil­ags Hiero­nym­us­ar í Betle­hem, ör­skammt frá fœð­ing­ar­stað Krists. Með til­liti til þess að­set­urs, þótti í lok 13. ald­ar vel við eiga að búa Hiero­nym­usi leg­stað í höf­uð­kirkju hinn­ar al­sælu meyj­ar í Róm, Santa Maria Maggiore (sem geym­ir jötu Jesú­barns­ins), og þar er helg­ur dóm­ur hans enn varð­veittur.

     

Acta Sanctorum (Septembris, tomus VIII, p. 418-­688; prent­að 1762)

Agasso, Domenico @ Santi, beati e testimoni

American Catholic

Answers.com

Benedictus PP. XV: Spiritus Paraclitus (15. september 1920)

Benedictus PP. XVI: Ávarp 7. nóvember 2007

Benedictus PP. XVI: Ávarp 14. nóvember 2007

Butler, Alban (18. öld)

Catholic News Agency

Catholic Online

Church of St. John the Baptist, Edmond, Oklahoma

Cutts, Edward Lewes (1897)

Davidson, Ivor @ The Ecole Initiative

Den store danske @ Gyldendal

Duffy, Patrick @ Catholic Ireland

Dunney, Joseph (1945) @ Catholic Information Net­work

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Engelstoft, Laurits (1797)

Eternal Word Television Network

Fay, Terence SJ @ Catholic Ireland

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Gœlzer, Henri Jules Ernest (1884)

Grützmacher, Georg (1901)

Grützmacher, Georg (1906)

Grützmacher, Georg (1908)

Heiligen-3s

Holy Spirit Interactive

Hughes, Marilynn @ Suit101

Jacobus de Voragine (um 1260)

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Largent, Fr. Augustin (1913)

Lutheran Church, Missouri Synod

McLean, Jim @ St. Peter’s Church, Nottingham

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

National Gallery @ London, England

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Orthodox Wiki

Reinkens, Joseph Hubert (1864)

Saltet, Louis @ The Catholic Encyclopedia (1910)

Santopedia

Sigüenza, Frey José de (1595: ensk þýðing 1907)

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Store norske leksikon

Tilly, Michael @ Biographisch-Bibliographisches Kirchen­lexikon

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (pólska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Zöckler, Otto (1865)

Ökumenisches Heiligenlexikon

      

Read Full Post »

     

odg0 015

    

Barbörukapella í Keflavík

     

Barbörukapella í Kapelluhrauni

    

Heilög Barbara er helzt kennd við borg í Biþyníu, sem hét Nicomedia (nú Izmit í Tyrk­landi). Í orþó­dox­um kirkj­um er þó frem­ur nefnd Helio­polis í Sýr­landi (nú Baal­bek í Líb­anon). Messu­dag­ur henn­ar og dauða­dag­ur er 4. desem­ber, og ár­tal­ið er oft haft 306. En sam­­tíma­­heim­­ild þekk­­ist ekki um þenn­an písl­ar­vott, svo að vant er að full­yrða um ártöl. Helg­ur dóm­ur henn­ar var á sjöttu öld flutt­ur til Kon­stantín­ópel en sex öld­um síð­ar til Kiev í Úkra­ínu, og þar er hann varð­veitt­ur í dóm­kirkju heil­ags Vladi­mirs. Nema önn­ur hönd­in er geymd í klaustri heil­ags Mikjáls í sömu borg, klædd hanzka, sem reglu­lega er skipt um, og er þá gamli hanzk­inn klippt­ur í smátt og gef­inn píla­grímum. Þeir munu vera marg­ir, því að Bar­bara er í orþó­dox­um sið hald­in með merk­ustu dýr­lingum.

Í Martyrologium Romanum stend­ur: “Nicomediæ passio sanctæ Barbaræ, Virgin­is et Martyr­is; quæ, in persecutione Maximini, post diram carceris maceration­em, lampadarum adustion­em, mamillar­um præcisionem atque alia tormenta, gladio martyr­ium con­summavit.”

Meðfylgjandi er helgimynd af Barböru og turninum, sem hún var geymd í. Og önn­ur mynd úr kaþólsku kap­ell­unni í Kefla­vík, sem helg­uð er Barböru. Loks er mynd af Barböru­kap­ellu í Kap­ellu­hrauni, skammt frá Straums­vík. Barbara átti einn­ig kirkju í Hauka­dal í Ár­nes­sýslu, í fé­lagi við al­sæla Maríu Guðs­móð­ur, Andrés post­ula og Martein bisk­up. Hún var mik­ils virt á bisk­ups­stóln­um Hól­um, því að mynd henn­ar er bæði á kór­kápu Jóns bisk­ups Ara­son­ar og á Hóla­bríkinni.

Kristján Eldjárn þjóðminjavörður gróf 1950 í rúst­ina í Kap­ellu­hrauni og fann þar styttu­brot af Barböru, sem vakti tals­verða at­hygli. Sig­ur­veig Guð­munds­dótt­ir flutti 1972 út­varps­er­indi um hina helgu konu. Þetta varð til þess, að ýms­ir hétu á Barböru, sem brást vel við, og safn­að­ist síð­an heit­fé, sem var lagt í svo­nefnd­an Barböru­sjóð. Það var eins og seg­ir í göml­um Barböru dikti: Haf­in var frú á himna­palla, / hana skul­um vér ákalla / í tíða­söng með elsku alla, / ágæt meyj­an birt­ist þá, / bless­uð meyj­an Barbará.   

   

Barböru saga

(Heilagra manna sögur, 1. bindi, prentað 1877)

Á dögum Maximiani keis­ara var nokk­ur höfð­ingi, sá er Dio­skor­us hét, auð­ug­ur harðla og heið­inn og trúði á skurð­goð, en hann átti dótt­ur, þá er Barbara hét. Fað­ir henn­ar gjörði stöp­ul há­an og lukti dótt­ur sína í stöpl­in­um, svo að menn máttu eigi sjá hana og væn­leik henn­ar, því að hann var vand­lát­ur. En er hún var gjaf­vax­in, þá báðu hennar göfg­ir menn. Fað­ir henn­ar gekk í stöp­ul­inn og mælti við hana: “Stór­gæt­ing­ar biðja þín, dótt­ir, en þú seg sjálf, hvern þú vilt kjósa?” – Heil­ög Bar­bara svar­aði með reiði og mælti : “Eigi þarftu það að ætla, faðir, að eg leggi þokka á nokk­urn þeirra.” – Þá gekk fað­ir henn­ar brott úr stöpl­in­um og lét fá að hall­ar­gerð og safn­aði mörg­um smið­um, að þetta verk mætti sem skjót­ast fram fara, og sýndi hann smið­um, hversu hann vildi gera láta höll­ina, og galt hann þeim i hönd allt verk­kaup, og fór síð­an i fjar­lægt hér­að og var lengi heim­an. En ambátt Guðs, Bar­bara, kom að sjá verk smiða, og sá hún tvo glugga norð­an á höll­inni gerða og mælti við smið­ina: “Fyr­ir hví gerð­uð þér tvo að­eins glugga?” – Smið­irn­ir svör­uðu: “Fað­ir þinn bauð oss svo.” – Bar­bara mælti við þá: “Gjör­ið mér hinn þriðja glugga.” – Þeir svör­uðu: “Hræð­umst vér, drottn­ing, að fað­ir þinn reið­ist oss, og meg­um vér eigi stand­ast reiði hans.” – Guðs ambátt mælti: “Gjör­ið þér sem eg býð, en eg mun stöðva reiði föð­ur míns um þenn­an hlut.” Þá gerðu smið­irn­ir hinn þriðja glugga, sem hún hafði mælt. Þá gekk hin grand­var­asta mær Barbara eft­ir höll­inni, en er hún kom í aust­ur­átt, þá risti hún med fingri sín­um kross­mark á stein, og má það sjá allt til þessa dags. Þá gekk Barbara inn i af­hús það, er upp spratt hreint vatn, og gerði hún þar enn kross­mark á steini, og taka trú­að­ir menn síð­an marg­falda hjálp og heilsu í þeim stað. Í þess­um brunni tók Barbara skím af nokkr­um helg­um manni, og lifði hún þar nokkra tíð við skóg­ar­hun­ang og líkti fœðslu sína og líf eft­ir Jó­hanni bapt­ista. Sjá brunn­ur, er Bar­bara var skírð í, líkt­ist þeim brunni, er guð­spjöll segja, að sá þó and­lit sitt í, er blind­ur var bor­inn, og tók sýn sína. Sjá brunn­ur líkt­ist því lif­andi vatni, er synd­ug kona bað Krist gefa sér að brunni. En er heil­ög Bar­bara kom aft­ur í stöp­ul sinn, þá leit hún þar skurð­goð föð­ur síns úr málmi gjör, og tók traust af Helg­um Anda og mátt af Guðs krafti, og spýtti hún í and­lit skurð­goð­un­um og mælti: “Verði yð­ur lík­ir þeir, er yð­ur gerðu, og all­ir þeir, er yður treysta.” En er hún hafði þetta mælt, þá bað hún Guðs kraft fella skurð­goð­in, og varð sem hún bað.

En er Dioskorus kom heim aft­ur fað­ir henn­ar úr hinni löngu heim­an­för, þá leit hann á höll sína al­gerða og sá þrjá glugga og mælti við smið­ina: “Fyr­ir hví sett­uð þér þrjá glugga?” – En þeir svör­uðu: “Dótt­ir þín bauð oss svo.” – Þá kall­aði hann þang­að dótt­ur sína og mælti: “Bauð þú, dótt­ir, at gera þrjá glugga?” – Hún svar­aði: “Það gerði eg, og vel gerði eg það, því að þrír glugg­ar lýsa hvern mann, er kem­ur i heim, en tveir glugg­ar mega myrkv­ir vera.” – Fað­ir henn­ar mælti: “Hversu mega þrír fram­ar lýsa en tveir?” – Barbara svar­aði: “Þrír merkja Föð­ur og Son og Helg­an Anda, einn sann­an Guð, þann er hverj­um manni byrj­ar að göfga.” – Þá reidd­ist fað­ir henn­ar og brá sverði og vildi þeg­ar höggva dótt­ur sína, en hún bað Drott­in sér hjálp­ar, og gafst henni rúm að fara i gegn­um stein­vegg­inn, og var hún úti því næst á fjalli. En í þeim stað voru hirð­ar tveir, þeir er hana sáu flýja. Fað­ir henn­ar kom eft­ir henni og vildi taka hana og spurði hirð­ana, ef þeir sæi hana. Ann­ar duldi og kvaðst eigi hana hafa séð, en ann­ar, sá er grimm­ari var, rétti fing­ur sinn og vís­aði til hennar. Sá tók þeg­ar það víti, að sauð­ir hans all­ir urðu að kvik­ind­um þeim, er locuste heita, og er minn­ing þess­ar­ar jar­tein­ar mörk­uð yf­ir leiði heil­agr­ar Barböru. En fað­ir henn­ar fann hana og barði og tók í hár henni og dró hana til fjalls, og læsti vand­lega húsi því, er hann lauk hana inni, og setti varð­hald fyr­ir hús­ið, að eng­inn mætti hana það­an leysa. Síð­an sendi hann orð jarli [Marc­ius á hér­aðs­stjór­inn að hafa heit­ið], að hann kœmi og neyddi dótt­ur hans til blóta.

En er jarl kom, þá leiddi Dioschor­us dótt­ur sína út úr hús­inu fyr­ir dóm­stól jarls og mælti svo fyr­ir, að jarl skyldi láta bana henni, ef hún vildi eigi blóta. En er jarl sá feg­urð henn­ar, þá mælti hann við hana: “Hvort viltu vægja þér sjálfri og blóta goð­um eða vera seld til hinna hörð­ustu písla?” – Krists mær Barbara svar­aði : “Eg á fórn að færa drottni mínum Jesú Kristó, þeim er gerði him­in og jörð og sæ og allt það er þeim fylg­ir. En spá­mað­ur hans mælti svo um skurð­goð þau, sem manna hönd­um eru gjörð úr gulli eða silfri: munn hafa þau og mæla eigi, augu hafa þau og sjá eigi, eyru hafa þau og heyra eigi, nas­ir hafa þau og ilma eigi, hend­ur hafa þau og þreifa eigi, fœt­ur hafa þau og ganga eigi, og eigi er rödd i hálsi þeim né andi i munni þeim; verði þeim lík­ir þeir, er þau gjöra, og all­ir þeir, er treysta þeim.” – Þá fyllt­ist jarl mik­illi reiði og lét Guðs mey fœra úr föt­um og berja hana með sin­vönd­um og hrífa snörp­um hár­klæð­um um hör­und henn­ar. En er hún var lengi þjáð i þessari kvöl, þá rann blóð um all­an henn­ar lík­ama. Síð­an lét hann setja hana i myrkva­stofu og hugs­aði, með hverri písl hann skyldi ljúka yf­ir hana.

Þá er heilög mær Barbara var i myrkva­stofu sett, skein yf­ir hana ljós af himni á sjálfri nótt miðri, og vitrað­ist henni sjálf­ur græð­ar­inn vor Drott­inn Jes­ús Krist­ur, og mælti: “Vert þú styrk og stað­föst, Barbara, því að gnóg­ur fögn­uð­ur verð­ur á himni og á jörðu yf­ir písl þinni. Eigi skalt þú hræð­ast iarl, því að eg er með þér, og mun eg leysa þig úr öll­um písl­um, þeim er þér eru gerð­ar.” Þá bless­aði Drott­inn hana og sté til him­ins, og voru þá gró­in sár henn­ar öll. En Krists mær fagn­aði af öllu hjarta þeirri vitr­un, er Gud hafði henni vitr­að. En að morgni lét jarl­inn leiða hana úr myrkva­stof­unni og fyr­ir dóm­stól sinn. En er hann sá hana grœdda af öll­um sár­um lík­ama, þá undr­að­ist hann og mælti: “Hví gegn­ir það, Barbara, er goð vor elska þig og mis­kunna þér, svo að sár þín eru gró­in?” – Heil­ög mær svar­aði og mælti við jarl­inn: “Þér lík eru goð þín, blind og dauf og vit­laus; hversu máttu þau grœða sár mín, eða hversu mega þau öðr­um bjarga, er þau mega eng­an dugn­að veita sjálf­um sér? En Krist­ur son Guðs lif­anda grœddi mig, sá er þú ert óverð­ur að sjá, því að hjarta þitt er hart orð­ið af djöfli.” – Þá reidd­ist jarl og grenj­aði sem hið óarga dýr, og lét halda brenn­andi log­um at síð­um henni og ljósta hamri i höf­uð henni. – En hún leit til him­ins og mælti: “Þú veist, Krist­ur, að eg tek lyst­andi þess­ar písl­ir fyr­ir ást heil­ags nafns þíns, af því fyr­ir­lát þú mig eigi allt til enda, því að eg dvaldi eigi að bera hraust­lega písl­ir fyr­ir þinni ást.” – Þá reidd­ist jarl­inn og lét skera úr henni brjóst­in. En Krists mær leit þá enn til him­ins og mælti: “Verp þú eigi mér frá aug­liti þínu, Drott­inn, og tak eigi frá mér Helg­an Anda þinn; gjaltu mér held­ur gleði þrif­semi þinn­ar og styrkj­umst með höfð­ing­leg­um Anda.” – En er hún hafði þetta mælt og stóðst hressi­lega þess­ar písl­ir all­ar af styrk Heil­ags Anda, þá bauð jarl­inn þjón­um sín­um, að þeir fœrðu hana enn úr föt­um og drœgju nakta um öll stræti og port fyr­ir aug­liti alls lýðs. – Þá hóf heil­ög Barbara enn upp augu sín til him­ins og kall­aði til Guðs og mælti: “Drott­inn Guð, er hyl­ur him­in með skýj­um, ver þú nú hlífi­skjöld­ur minn og hjálp­ari á þess­ari stundu og hyl nakt­an lík­ama minn með þaki misk­unn­ar þinn­ar, að hann verði eigi sénn af vond­um mönn­um.” En er hún bað á þessa lund, þá sendi Drott­inn eng­il sinn, þann er hana huldi hvítu skrúði. Þá urðu ridd­ar­ar jarls­ins blind­ir, svo að þeir máttu eigi Guðs mey sjá fyr­ir ljósi því er henni fylgdi. Þá hrædd­ist jarl­inn og lét aft­ur leiða Barbar­am til handa föð­ur henn­ar Dioscoro.

En faðir hennar fylltist mik­illi reiði og leiddi hana enn til fjalls. En heil­ög Barbara skyndi fagn­andi til al­gjörr­ar um­bun­ar sig­urs síns, og bað hún Drott­in, að hún tœki lok písl­ar sinn­ar í þess­um stað, og mælti: “Drott­inn Jes­ús Krist­ur, er himna skópst og jörð smíð­að­ir og byrgð­ir und­ir­djúp og sett­ir endi­mörk sjáv­ar; þú er býð­ur skýj­um að rigna yf­ir góða og illa, þú gekkst yf­ir sjó og stöðv­að­ir þjót­andi bylgj­ur hans; þú er rétt­ir helg­ar hend­ur þín­ar á krossi og gerð­ir marg­ar aðr­ar jar­tein­ir, heyrðu mig ambátt þína, því að all­ir hlut­ir hlýða þínu boði. Drott­inn Jes­ús Krist­ur, hlíf­ari minn í æsku minni, veittu mér þá bœn, að eg ljúki nú þeg­ar þraut minni með góð­um lok­um, og gef þú ambátt þinni, Drott­inn, þá misk­unn, að þú ger­ir mildi þína við þá menn, er af öllu hjarta gera mína minn­ing í sín­um nauð­synj­um allra helzt á degi písl­ar minn­ar. Minnstu eigi, Drott­inn, synda þeirra á dóms­degi, er trú­lega kalla á mig,- og veittu þeim líkn í synd­um, því að þú veizt, at vér er­um óstyrk­ir lík­am­ir.” – En er hún lauk bœn sinni, þá kom rödd af himni og mælti: “Kom þú, hin feg­ursta mær mín, til hinn­ar glöð­ustu hvíld­ar Föð­ur míns, er á himn­um er, en allt það er þú baðst mun þér veitt vera.” – En er Guðs mær heyrði þetta af Drottni með fögn­uði, þá kom hún til stað­ar písl­ar sinn­ar og lauk þar dýrð­legri þraut, svo sem hún hafði beðið af Guði, því að hún var í þeim stað höggv­in af föð­ur sín­um, og end­aði hún líf sitt í játn­ingu Krists tveim nótt­um fyr­ir Nikulás­messu bisk­ups. – En er fað­ir henn­ar sté of­an af fjalli með sín­um mönn­um, þá kom eld­ur úr lofti og brenndi hann, svo að ekki urm­ul sá, og eigi ösk­una held­ur en ann­að. En nokk­ur heil­agur mað­ur [Valent­ius að nafni] kom leyni­lega og tók á braut lík­ama hinn­ar helg­ustu meyj­ar Barböru og gróf í þeim stað, er kall­að­ur er sól­ar stað­ur, og lét hann þar gjöra bæna­hús í minn­ing henn­ar, og verða þar marg­ar jar­tein­ir til lofs og dýrð­ar drottni vor­um Jesú Kristi, þeim er með Föð­ur og Helg­um Anda lif­ir og rík­ir, Guð um all­ar ald­ir alda. Amen.

 

   

Answers.com

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Biblio­graphisch­es Kirchen­lexikon

Catholic Online

Gordini, Gian Domenico @ Santi, beati e testimoni

Heiligen-3s

in2Greece.com

Jacobus de Voragine (um 1260)

Jónatan Garðarsson @ Hraunavinir

Kathpedia

Kirsch, Johann Peter @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Kristján Eldjárn: Hundrað ár í Þjóðminja­safni, 4. út­gáfa 1973, 88. minja­þáttur

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Orthodox Wiki

Santopedia

Sigurveig Guðmundsdóttir: Heilög Barbara, Barbörusjóður gaf út 1981

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

    

Júdas Taddeus

    

Matteus og Markús guðspjallamenn nafn­greindu Tadd­eus í upp­taln­ingu á post­ul­un­um (Mt 10.­3; Mk 3.­18). Í hinni latn­esku Vúlgötu er not­uð orð­mynd­in Thadd­aeus (sjá hér og hér). Lúkas guð­spjalla­mað­ur hafði ekki það nafn en taldi hins veg­ar Júdas Jakobs­son (Lk 6.­16; P 1.­13). Lít­ill vafi þyk­ir, að all­ir eigi við sama post­ula, því að þann­ig fyll­ist tala þeirra. Í sum­um út­gáf­um af Matt­eus­ar guð­spjalli stend­ur Labb­æus sem bar nafn­ið Tadd­æus (sjá til dœmis hér og hér). Eins er í riti frá 4. öld, sem nefn­ist Con­stitut­ion­es Apostol­icæ (14. kafli, 6. bók). Og í rúss­nesk-­orþó­doxu kirkj­unni er mað­ur­inn nefnd­ur heil­ag­ur Matfiy. Vís­ast þótti þurfa að nota ann­að nafn en Júdas, svo að hon­um yrði ekki rugl­að sam­an við svik­ar­ann Júdas Ískaríot.

Hjá Jóhannesi guðspjalla­manni seg­ir frá síð­ustu kvöld­mál­tíð­inni. Krist­ur mælti: …Inn­an skamms mun heim­ur­inn ekki sjá mig fram­ar, en þér mun­uð sjá mig, því að eg lifi og þér mun­uð lifa. Á þeim degi mun­uð þér kom­ast að raun um, að eg er í föð­ur mín­um, og þér í mér, og eg í yð­ur. Sá sem hef­ir mín boð­orð og held­ur þau, hann er sá sem elsk­ar mig. En sá sem elsk­ar mig, mun verða elsk­að­ur af föð­ur mín­um, og eg mun elska hann og sjálf­ur birt­ast hon­um. Júdas – ekki Júdas Ískar­íot – seg­ir við hann: Herra, hvern­ig stend­ur á því, að þú vilt birt­ast oss og ekki heim­in­um? Jesús svar­aði og sagði við hann: Hver sem elsk­ar mig, mun varð­veita mitt orð, og fað­ir minn mun elska hann, og til hans mun­um við koma og gjöra okk­ur bú­stað hjá hon­um. Sá sem ekki elsk­ar mig, hann varð­veit­ir ekki mín orð, og það orð, sem þér heyr­ið, er ekki mitt, held­ur föð­ur­ins, sem sendi mig (Jh 14.19-­24). Ágúst­ín­us kirkju­frœð­ari [f. 354, d. 430] skýrði út þessi vers og sagði, að hér ætti við hinn heil­aga Júdas, sem jafn­framt væri höf­und­ur bréfs­ins í Nýja Testa­ment­inu (traktat 76). Ekki finn­ast aðr­ir en post­ul­inn, sem ekki sveik, kall­að­ir Júdas í skrám um helga menn.

Hieronymus kirkjufrœðari [f. 342, d. 420] sagði í 4. kafla De viris illustri­bus, að marg­ir hafi hafn­að Bréfi Júdas­ar, því að þar [14.-15. vers] sé vitn­að í Bók Enoks [apó­krýft rit úr Gyð­ing­dómi], en samt hafi bréf­ið með langri notk­un vax­ið í áliti og telj­ist nú með Heil­agri Ritningu.

Bréf Júdasar hefst á orð­un­um: Júdas, þjónn Jesú Krists, bróð­ir Jakobs, heils­ar hinum köll­uðu… Ef til vill var höf­und­ur ekki nafn­kunn­ur mað­ur, fyrst hann til­tók bróð­ur sinn, eins og til að gera grein fyrir sjálf­um sér. Eða höfðu þeir starf­að sam­an? Var Jakob dá­inn? Og hver var hann? Marg­ir þeir gömlu sögðu, að ætti við frænda Jesú Krists (Mt 13.55; Mk 6.3), sem hafi ver­ið bisk­up í Jerú­sal­em og Bréf Jakobs sé kennt við (sjá De viris illustri­bus, 2. kafli), sami mað­ur og post­ul­inn Jakob Alfeus­son (Jakob Minor). Bisk­up­inn í Jerú­sal­em, sem var auk­nefnd­ur hinn rétt­láti, leið písl­ar­vætti á ár­un­um 60-64.

Sumir hafna því, að Bréf Júdas­ar geti ver­ið rit­að á tíma post­ul­anna. Eink­um er í því sam­bandi vitn­að í 17.-18. vers þess, sem segja: En þið elsk­uðu, minn­ist þeirra orða, sem post­ul­ar Drott­ins vors Jesú Krists hafa áð­ur tal­að. Þeir sögðu við ykk­ur: “Á síð­asta tíma munu koma spott­ar­ar, sem stjórn­ast af sín­um eig­in óguð­legu girnd­um.” Einn­ig er sagt, að text­ar í Bréfi Júdas­ar og Síð­ara Pét­urs­bréfi séu stund­um svip­að­ir. Hug­mynd­in að baki slík­um bolla­legg­ing­um er sú, að Júdas post­uli hafi ekki rit­að bréf­ið í Nýja testa­ment­inu. En þær leiða ekk­ert í ljós, sem heil­ag­ur Ágúst­ín­us mátti ekki vita.

Ekki er vanda­laust að segja frá störf­um Júdas­ar post­ula á kristni­boðs­akr­in­um: Abgar hét kon­ung­ur [tóp­ark] í borg­inni Edessa í Mesó­pótam­íu. Hann heyrði sagt frá Jesú Kristi og skrif­aði hon­um, bauð hon­um að koma til sín og bað hann að lækna sig. Krist­ur svar­aði, að ann­ar yrði send­ur í sinn stað. Bréf­in er að finna í 1. bók af Kirkju­sögu Euseb­ius­ar [f. 260, d. 340] og víð­ar. Svo kom þessi sendi­mað­ur til Edessa og náði ágæt­um árangri, sem finnst vand­lega sagt frá. Hann á að hafa verið úr hópi hinna sjö­tíu en er einn­ig kall­að­ur post­uli, ým­ist nefnd­ur Thadd­aeus eða Addaï, sem hljóm­ar eins og sama nafn­ið. Á með­al elztu heim­ilda má nefna rit­in Verk Thadd­aeus­ar (ca 250), Kenn­ing­ar Addaï (ca 400, sýr­lenzkt) og Saga Armen­íu (eft­ir Móses frá Chorene, d. um 490). En skoð­an­ir eru skipt­ar: Voru til dœm­is tveir Thadd­aeus­ar í læri­sveina­hópn­um, ann­ar post­uli og hinn einn af sjötíu­menn­ing­un­um? Var Addaï sami mað­ur og hinn heil­agi kristni­boði, sem ásamt Mari hef­ur messu­dag­inn 5. ágúst og helzt er tal­inn hafa lif­að á 2. öld? Eru þess­ar fornu heim­ild­ir sann­ar og óbrengl­að­ar? Hinu síð­asta virð­ist Euseb­ius svara ját­andi. Og Júdas Tadd­eus er að minnsta kosti í mörg­um post­ula­sög­um forn­um sagð­ur hafa far­ið til Mesó­pótam­íu og boð­að kristni.

Einnig segir saga [sem á að vera frá 5. öld eða eldri], að Júdas Tadd­eus og Símon vand­læt­ari post­uli, sem kom­inn var frá Egypta­landi, hafi far­ið í kristni­boðs­ferð til Persíu. Þeir hittu fyr­ir galdra­karla, sem hétu Zaroes og Arfax­at [þeir voru upp­runn­ir á Blá­landi en héld­ust þar ekki við, þeg­ar Matt­eus guð­spjalla­mað­ur kom, eft­ir því sem í Skarðs­bók seg­ir]. Þeir sendu eit­ur­slöng­ur á móti post­ul­un­um, sem þá tóku úr pússi sín­um kóbra­slöng­ur og högg­orma, sem bitu þessa karla. Nú hóf­ust mikl­ir kvein­staf­ir, og postul­arn­ir sáu aum­ur á þeim og létu slöng­ur sín­ar sjúga eitr­ið úr bit­sár­un­um. Áfram héldu post­ul­ar ferð sinni og komu að heiðnu must­eri, sem þeir hugð­ust eyði­leggja. Þá dreif að æva­reið­an mann­söfn­uð, und­ir for­ystu fyrr­nefndra galdra­manna, en for­sjón­in sendi eld­ing­ar á móti þeim, svo að all­ur hóp­ur­inn beið bana. Nú sá Persa­kóng­ur það ráð bezt að láta skír­ast, ásamt öll­um lands­lýðn­um. En samt fór svo, að post­ul­arn­ir liðu písl­ar­vætti í þessu landi: Júdas Tadd­eus var dauð­rot­að­ur með kylfu eða kúlu og Símon sag­að­ur í tvennt, sem á að hafa gerzt ná­lægt ár­inu 70. Fleiri af­brigði eru af sög­unni. Þótt þetta sé nokk­uð þjóð­sagna­kennt, eru að vísu oft sann­ur kjarni og allegor­íur í sögn­um, og krafta­verk­um skal ekki afneita.

Ætt gæti verið frá Júdasi, og í einni helgi­sögn er hann sagð­ur vera brúð­gum­inn í Kana. Heil­ag­ur Hege­sipp­us [2. öld] sagði, að Júdas frændi Krists hefði ver­ið afi tveggja manna, sem born­ir voru sök­um og fœrð­ir fyr­ir Domit­ian­us keis­ara [d. 96]. Hann spurði, hvort þeir væru niðj­ar Davíðs, sem þeir kváð­ust vera. Síð­an spurði hann, hvað þeir ættu í föstu og lausu. Þeir áttu á milli sín 25 ekr­ur lands, sem þeir rækt­uðu sjálf­ir, til af sjá fyr­ir sér og eiga fyr­ir skött­um. Til sann­inda­merk­is sýndu þeir nú sigg­grón­ar hend­ur sín­ar. Næst spurði keis­ar­inn um Krist og kon­ungs­ríki hans, hvern­ig því væri hátt­að og hvar og hve­nær það mundi birt­ast. Þeir sögðu, að það væri ekki af þess­um heimi eða neins stað­ar á jörðu, held­ur hjá engl­un­um á himn­um, og við endi heims­ins kœmi Hann til að dœma lif­end­ur og dauða og launa hverj­um manni eft­ir fram­ferði hans. Dom­it­ian­us felldi nú mál­ið nið­ur, því að þetta væri næsta lít­il­mót­leg upp­reisn, og lét auk held­ur lok­ið of­sókn­um gegn kristn­um mönn­um. Þetta stend­ur í Kirkju­sögu Euseb­ius­ar, 20. kafla í 3. bók.

Sagt er, að Júdas hafi lengi ver­ið gleymdi post­ul­inn, því að hann bar sama nafn og svik­ar­inn Ískar­íot. Á nokkr­um post­ula­mynd­um hafi Páll ein­fald­lega ver­ið mál­að­ur í hans stað. Að fornu hafi kirkj­ur naum­ast ver­ið helg­að­ar Júdasi Tadd­eusi. Fyrst á 18. öld hafi þetta snú­izt við, því að post­ul­inn var svo góð­ur til áheita í vanda­söm­­um og von­laus­um mál­um, þeg­ar önn­ur úr­ræði voru ef til vill þrot­in. Ým­is sjúkra­hús eru helg­uð þess­um postula.

Helgur dómur postulanna Júdasar og Símon­ar var fœrð­ur til Róm­ar á sjö­undu öld. Hann er að finna í Pét­urs­kirkj­unni. Og í Reims og Toul­ouse í Frakk­landi eiga einn­ig að vera brot af bein­um þeirra. En sögn seg­ir, að helg­ur dóm­ur Júdas­ar hafi ver­ið varð­veitt­ur í klaustri, sem stóð á eyju í norð­an­verðu stöðu­vatn­inu Issyk-Kul, sem er í Kyrg­yzst­an, og svo ætla sum­ir, að það­an hafi hann ver­ið flutt­ur á örugg­ari stað í Pamir­fjöll­um, og er þá enn eft­ir að botna þetta: hvar þau bein eru nú eða hvað um þau varð. En reynd­ar dreifð­ust helg­ir dóm­ar oft í marg­ar kirkj­ur. Ein frá­sögn þarf því ekki að úti­loka aðra.

Á helgimyndum er Júdas oft sýnd­ur með bók, auð­kenni post­ul­anna, og kylfu eða kúlu, jafn­vel exi, til að minn­ast písl­ar­vætt­is hans, og með fisk, ár­ar eða akk­eri, eins og væri hann fiski­mað­ur, eða eld­tung­ur um höf­uð­ið, tákn hins Heil­aga Anda. Post­ul­arn­ir Júdas og Símon eiga í róm­versku kirkj­unni sam­eig­in­leg­an messu­dag 28. októ­ber [helg­ur dóm­ur flutt­ur til Róm­ar?] en í orþó­doxu kirkj­un­um 1. júlí [dauða­dag­ur?], auk held­ur á Júdas þar eystra messu­dag­inn 19. júní. Hann og post­ul­inn Bart­ólóm­eus eru vernd­ar­dýr­ling­ar kirkj­unn­ar í Arm­en­íu og tald­ir hafa boð­að þar kristni.

Í Martyrologium Romanum stendur við 28. október: “In Perside natalis beatorum Apostolorum Simonis Chananæi, et Thaddæi, qui et Iudas dicitur. Ex ipsis autem Simon in Ægypto, Thaddæus in Mesopotamia Evangelium prædicavit; deinde, in Persidem simul ingressi, ibi, cum innumeram gentis illius multitudinem Christo subdidissent, martyrium consummarunt.”

  

    

Benedictus PP. XVI (ávarp 11. október 2006)

Camerlynck, Achille @ The Catholic Encyclopedia (1910)

Catholic Online

Duffy, Patrick @ Catholic Ireland

Ferris, Tommy @ The Twelve Apostles of the Catholic Church

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Mühlek, Karl @ Biographisch-Biblio­graphisch­es Kirchen­lexikon

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Santi beati e testimoni

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

    

  

Read Full Post »

  

Ioannes Chrysostomus

  

Algengast mun að álíta heilagan Jóhann­es fœdd­an ár­ið 347, sem er reikn­að ár­tal en ekki full­víst, og nokkr­um ár­um skakk­ar að áliti sumra höf­unda. Hann ólst upp í stór­borg­inni Antiochia ad Oront­em (nú Antakya í Tyrk­landi suð­aust­an­verðu). Þeg­ar Jó­hann­es var ung­barn, dó fað­ir hans, her­for­ing­inn Secund­us, en ekkj­an Anthusa ól son þeirra upp í krist­inni trú og kom hon­um til mennta.

Jóhannes náði meðal annars glæsilegum árangri í mælsku­list (við­ur­nefn­ið Chryso­stom­os þýð­ir gull­munn­ur), og hann hugð­ist í fyrstu leggja fyrir sig lög­vís­indi. Krist­in­dóm­ur varð þó yf­ir­sterk­ari. Hann hóf að læra guð­frœði og munka­lifn­að hjá Dio­dor­osi, sem þá kenndi í Anti­okkíu en síð­ar varð bisk­up í Tars­us. Jó­hann­es lét ekki skír­ast fyrr en á þrí­tugs­aldri, sem þá var al­gengt, hjá heil­ög­um Melet­iusi bisk­upi (d. 381), sem hafði djúp áhrif á hann. Ná­lægt ár­inu 375 varð hann ana­gnost­es í söfn­uð­in­um, sem merk­ir les­ari. Þeirri þjón­ustu fylgdi bæði helgi­hald og trú­frœðsla. Skömmu síð­ar dó móð­ir Jó­hann­es­ar, sem hann hafði lit­ið til með. Hann varð sjálfs sín herra, hélt til fjalla og lifði í sex ár sem mein­læta­mað­ur. Fyrstu fjög­ur ár­in naut hann leið­sagn­ar hjá göml­um, sýr­lenzk­um munki en var næstu tvö ár ein­setu­mað­ur í helli. Hann flutt­ist aft­ur til Anti­okkíu ár­ið 381, því að heilsu hans var far­ið að hraka, og sama ár vígði Mel­et­ius hann til djákna. Því starfi gegndi hann í fimm ár, og þá var Flavian­us orð­inn bisk­up í borg­inni. Reynd­ar var söfn­uð­ur­inn á dög­um þess­ara bisk­upa klof­inn: Aríus­ar­villa var út­breidd, sum­ir vildu feta með­al­veg varð­andi hana, aðr­ir halda fast við hreina trú sam­kvæmt Nikeu­játn­ing­unni frá 325, og fleiri menn voru bisk­up­ar kall­að­ir (sjá hér og hér).

Flavianus vígði Jóhannes til prests ár­ið 386, og næstu tólf ár að­stoð­aði hann bisk­up­inn, eink­um með því að taka að sér pré­dik­an­ir, en starf­aði ann­ars mest við að rétta fá­tœk­um hjálp­ar­hönd og ekki sízt rann­­saka ritn­­ing­­arn­­ar. Því að hann lang­aði til að skýra út all­ar þess­ar bœk­ur á svo al­þýð­leg­an hátt, að all­ir gætu skil­ið þær bók­staf­lega og haft gagn af þeim í dag­legu lífi. Ár­ið 387 gaus upp mik­il óánægja með skatta, sem Theo­dos­ius I. keis­ari hafði lagt á, og stytt­ur af hon­um og fjöl­skyldu hans voru brotn­ar. Þá flutti Jó­hann­es 21 pré­dik­un, til að stilla til frið­ar, og eru þær nefnd­ar De stat­uis ad pop­ul­um Anti­ochenum. Smám sam­an varð hann víð­kunn­ur sem prédikari.

Nektarius patríarki í Konstantínópel dó 397. Þá var Arcad­ius keis­ari (d. 408), og hann gerði Jó­hann­esi orð, að hann skyldi taka við embætt­inu. Þessi keis­ari þótti eng­inn skör­ung­ur. Í hans tíð réðu miklu kona hans, Aelia Eudoxia (d. 404), geld­ing­ur­inn Eutrop­ius (d. 399) og síð­ar her­for­ing­inn Anthem­ius. Jó­hann­es var ófús að þiggja patrí­arka­dœm­ið, en hon­um tjó­aði ekki að neita. Theo­phil­us patrí­arki í Alex­andríu (d. 412), sem sjálf­ur vildi hafa meira að segja um ráð­stöf­un á þess­ari veg­semd, vígði hann ófús 26. febr­úar 398.

Heilagur Jóhannes hófst handa í eigin ranni og skar vægð­ar­laust nið­ur eyðslu­semi og veizlu­höld á veg­um patrí­arka­dœm­is­ins og pre­láta en not­aði pen­ing­ana í þágu hinna snauðu, með­al ann­ars til að stofna spít­ala fyr­ir fá­tœkt fólk og að­komu­menn. Hann lifði spart og gagn­rýndi mjög óhófs­lifn­að, ekki sízt fram­ferði kven­fólks við hirð­ina, sem Eudox­ia keis­ara­ynja tók til sín, og þar eign­að­ist patrí­ark­inn hættu­leg­an óvin. Hann krafð­ist einn­ig sið­bót­ar af prest­um, sem sum­ir misstu kjól og kall og undu því illa. Gain­as hét got­neski her­stjór­inn í Kon­stant­ínópel (d. 400), og Jó­hann­es veitt­ist að ráðs­mennsku hans, auk þess sem mað­ur­inn var hall­ur und­ir trú­vill­ing­inn Aríus (d. 336). Þau Eudox­ia gerðu banda­lag gegn Eutrop­iusi og fengu velt hon­um úr valda­stóli. Jó­hann­es tal­aði máli hans (sjá hér og hér), og ávann hon­um gálga­frest, en senn var geld­ing­ur þessi líf­lát­inn, þótt sam­verka­mönn­um hans væri þyrmt. Theo­phil­us í Alex­andríu hafði snú­izt gegn fjór­um munk­um fyr­ir að styðja kenn­ing­ar Origen­es­ar (d. 254). Þeir flúðu ár­ið 402 á náð­ir Jó­hann­es­ar, sem tók við þeim, og það spillti enn sam­bandi patrí­arkanna.

Jóhannes Chrysostomos eignaðist þann­ig á fá­um ár­um valda­mikla óvild­ar­menn. Sum­ir kalla hann kjark­mik­inn en aðr­ir ófor­sjál­an, en hann gleymdi að minnsta kosti ekki hug­sjón­um sín­um. Eudox­ia drottn­ing og Theo­phil­us patrí­arki snéru nú bök­um sam­an: Hann var ár­ið 403 kvadd­ur til Kon­stant­ínópel, til að fjalla um mál munk­anna fjög­urra. Hann kom ekki fá­menn­ur, eins og til hafði tal­azt, held­ur hafði með sér 29 bisk­upa, sem all­ir voru hon­um hlið­holl­ir. Og frek­ar en að ræða um munk­ana, efndu þess­ir bisk­up­ar til þings og tóku til úr­skurð­ar ótal kær­ur á Jó­hann­es patrí­arka, og þykja fæst­ar þeirra vel grund­að­ar. Hann neit­aði að við­ur­kenna þessa sam­komu, og stefndi til sín enn fleiri bisk­up­um úr ná­læg­um héruð­um. Drottn­ing og Theo­phil­us höfðu hins veg­ar plœgt svo vel jarð­veg­inn við hirð­ina, að Arcad­ius keis­ari féllst að lok­um á þau álykt­ar­orð að­komu­bisk­up­anna, að Jó­hann­esi væri vik­ið úr embætti. Hann gaf sig á vald her­mönn­um, sem flytja áttu hann í út­legð. Ella stefndi í blóðs­út­hell­ing­ar, því að al­þýða fólks studdi hann. En á þeirri nóttu varð jarð­skjálfti, sem drottn­ing leit á sem tákn um reiði Guðs. Hún fékk því mann sinn til að kalla Jó­hann­es heim, en Theo­phil­us hvarf á braut í skynd­ingu. Frá þess­ari af­setn­ingu og gerð­um hins síð­ar­nefnda seg­ir víða, með­al ann­ars í bréfi frá Jó­hann­esi til heil­ags Inno­cent­ius­ar páfa (d. 417), sem bar til­ætl­að­an árangur.

Brátt urðu greinir með drottningu og Jóhann­esi, sem ekki brást frek­ar en endra­nær þeirri skyldu að vanda um við háa sem lága. Ár­ið 404 sendi keis­ar­inn hann aft­ur í út­legð og valdi hon­um stað aust­ur í Kákasus­fjöll­um. En mál­efni patrí­ark­ans gleymd­ust ekki. Arsac­ius hafði ver­ið skip­að­ur í hans stað ár­ið 404, rosk­inn mað­ur og bróð­ir Nektar­ius­ar sál­uga patr­íarka, en hann fékk óblíð­ar við­tök­ur hjá mörg­um og dó haust­ið 405. Eft­ir fjög­urra mán­aða þóf, tók Atticus við af hon­um á út­mán­uð­um 406 og þótti vera grimm­ur and­stœð­ing­um sín­um. Lít­ill frið­ur var lengi um það bisk­ups­kjör, og þó sat hann tvo ára­tugi á stóli sín­um. Páf­­inn og Honor­­ius keis­­ari í vest­­ur­­hluta rík­­is­­ins gerðu ár­­ið 405 út sendi­nefnd, til að krefja Arcad­ius keisara um leið­rétt­ingu á máli Jó­hann­es­ar, en hún fékk ekki að ljúka er­indi sínu. Sam­skipti kirkj­unn­ar í Róm við Theo­phil­us í Alex­andríu urðu einn­ig mjög erf­ið. Jó­hann­es undi illa hlut sín­um og sendi úr út­legð­inni fjöl­mörg bréf, með­al ann­ars til hefð­ar­fólks í rík­inu. Þess vegna var ákveð­ið að flytja hann enn lengra burtu, til Abkhaz­íu við Svarta­haf. Ferða­lag­ið var erf­itt, og her­menn ráku hann vægð­ar­laust áfram. Á leið­inni ör­magn­að­ist hann og komst aldrei á leið­ar­enda. Þeg­ar séð varð, til hvers dró, var hon­um þó kom­ið til kirkju, svo að hann gæti með­tek­ið sakra­ment­ið. Síð­ustu orð hans voru δόξα τῷ θεῷ πάντων ἕνεκεν: Guði sé lof fyr­ir allt.

Heilagur Jóhannes dó í borg­inni Comana Pontica á kross­messu 14. septem­ber. Svo að messa hans falli ekki í skugg­ann af þeirri há­tíð, er hún í róm­versk-kaþólsku kirkj­unni sung­in 13. septem­ber (á fyrri tíð hins veg­ar 27. jan­úar, því að þann dag kom Procl­us bisk­up með helg­an dóm hans til Kon­stant­ínópel, eft­ir að patrí­ark­inn hafði leg­ið á 35. ár í gröf sinni, sjá 45. kafla í VII. bók hjá Socratesi). Inno­cent­ius páfi hafði ár­ið 414 veitt hon­um fulla upp­reisn. Frá 438 var helgi patrí­ark­ans op­in­ber­lega við­ur­kennd, og á al­menna kirkju­þing­inu í Chal­cedon 451 var hann tal­inn til kirkju­feðra, en 1568 út­nefndi heil­ag­ur Pius V. páfi hann sem kirkju­frœð­ara. Í orþó­dox­um kirkj­um er helzti messu­dag­ur Jó­hann­es­ar 13. nóvem­ber. Í Martyro­log­ium Roman­um stend­ur við 14. septem­ber: “Apud Coman­am, in Ponto, natalis sancti Ioannis, Episcopi Con­stant­inopolit­ani, Con­fessor­is et Ecclesiæ Doctor­is, propter aureum elo­quentiæ flumen cogno­mento Chrysostomi; qui, ab inimicorum factione in exsil­ium eiect­us, et, cum e sancti Inno­centii Primi, Summi Pontificis, decreto inde re­vocaretur, in itinere, a custodi­enti­bus militi­bus multa mala per­pessus, animam Deo reddidit. Eius autem festivitas sexto Kalendas Februarii celebrat­ur, quo die sacrum ipsius corpus a Theo­dosio iuniore Con­stant­ino­polim fuit translat­um. Hunc vero præ­clar­issim­um divini verbi præ­conem Pius Papa Decimus cælestem Orat­or­um sacror­um Patron­um de­claravit atque constituit.” Helg­ur dóm­ur patrí­ark­ans var flutt­ur frá Kon­stant­ínóp­el til Róm­ar á veg­um kross­fara ár­ið 1204, en Jó­hann­es Páll II. páfi skil­aði hon­um 27. nóvem­ber 2004. Það tog­að­ist á, að hinn heil­agi mað­ur hafði sjálf­ur ósk­að sér þess að mega hvíla nærri Pétri post­ula, en í aust­ur­kirkj­um voru hin­ir fornu beina­flutn­ing­ar ætíð illa rœmd­ir. Höf­uð Jó­hann­es­ar er nú varð­veitt í klaustr­inu Vatopedi á Athos­skaga í Grikk­landi norð­aust­an­verðu. Þar verða jar­teinir.

Skiptar skoðanir eru um, hvort telja eigi heil­ag­an Jó­hann­es hafa ver­ið písl­ar­vott. Harð­neskju­leg með­ferð dró hann að sönnu til dauða, eins og trú­lega var fyr­ir­sjá­an­legt, en hann var ekki dœmd­ur dauða­sek­ur eða tek­inn af lífi. Í róm­versk-kaþólsku kirkj­unni er ekki lit­ið á hann sem písl­ar­vott, frek­ar en aðra kirkju­frœð­ara, sem varð­ar helgi­siði á messu­dög­um hins heil­aga fólks. En mikl­ar písl­ir fékk hann að bera, og það kem­ur skýrt fram í fram­an­skráðri til­vitn­un í Martyro­log­ium Rom­anum.

Heilagur Jóhannes skýrði skipulega út með pré­dik­un­um marg­ar bœk­ur úr Bibl­íunni, vers fyr­ir vers, sem hef­ur varð­veitzt vel. Með­al hinna helztu má nefna: Fyrsta Móse­bók (67 lestrar), Sálm­arn­ir (59), Matt­eus­ar­guð­spjall (90; krœkj­urn­ar hér vísa til út­gáfu á ensku hjá New Ad­vent), Jó­hann­es­ar­guð­spjall (88), Post­ula­sag­an (55), Róm­verja­bréf­ið (32), Fyrra Kor­intu­bréf (44+1), Síð­ara Kor­intu­bréf (30), Gal­ata­bréf­ið (6), Efes­us­bréf­ið (24+1), Fil­ippí­bréf­ið (15+1), Kól­ossu­bréf­ið (12), Fyrra Þessa­lon­íku­bréf (11), Síð­ara Þessa­lon­íku­bréf (5), Fyrra Tímó­teus­ar­bréf (18+1), Síð­ara Tímó­teus­ar­bréf (10), Tít­us­ar­bréf­ið (6), Fíle­mons­bréf­ið (3+1) og Hebr­ea­bréfið (34+1). Rit­ar­ar skrif­uðu nið­ur eft­ir hon­um, frek­ar en þetta sé af hans hálfu skráð fram­setn­ing. Merk eru einn­ig skrif hans um prests­dóm (6 bœkur), og hann hvatti fólk til að efla munk­lífi en varna ung­um mönn­um ekki að feta þá braut. Þá samdi hann merki­lega helgi­siði. Reynd­ar er flest frá hendi patrí­ark­ans heil­næmt og oft­ast sígilt, en hvöss um­mæli hans um Gyð­inga hafa stund­um ver­ið tek­in úr sínu sögu­lega sam­hengi.

Verk heilags Jóhannesar er meðal ann­ars að finna hér: i) Abbaye Saint-­Benoȋt de Port-­Valais, ii) Christian Classics Ethereal Library (Nicene and Post-­Nicene Fathers, Series I, Volumes IX-­XIV), iii) Docu­menta Catholica Omnia, iv) Eternal Word Tele­vision Net­work (nr. 161-­162, 206-­207, 368-­423, 426-­461, 464-­475, 480-­485, 498-­499, 574-­577, 975-­978, 995-­997 og 1002-­1003), v) New Ad­vent, vi) Wiki­source (enska).

Hjón nokkur í Konstantínópel voru áhangend­ur trú­vill­ings­ins Mace­don­ius­ar. Svo vildi til, að mað­ur­inn varð áheyr­andi að því, þeg­ar heil­ag­ur Jó­hann­es út­list­aði guð­dóm­inn, og iðr­að­ist hann nú villu sinn­ar. En það vildi kon­an ekki gera. Þá verð ég að skilja við þig, sagði mað­ur­inn, og hún lét loks und­an. Það var þó að­eins í orði kveðnu. Fljót­lega þurfti hún að fara í messu hjá Jó­hann­esi, hafði vinnu­konu sína með og lét hana við alt­ar­is­göng­una lauma brauð­­bita í lófa sér, til að kom­­ast hjá að með­taka sakra­ment­ið, en reyndi jafn­framt að vera sem und­ir­leit­ust, svo að svik­anna yrði ekki vart. Nú stakk hún hinu óhelg­aða brauði upp í sig og beit í, en þá var það orð­ið að steini. Kon­an varð skelf­ingu lost­in og ját­aði synd sína grát­andi. Steinn­inn var und­ar­leg­ur á lit­inn og í hon­um tanna­för. Ef þú ekki trú­ir þessu, get­urðu sjálf­ur skoð­að hann í dóm­kirkj­unni, skráði Sozo­men­us í 5. kafla 8. bók­ar af kirkju­sögu sinni, en sú bók er mik­il­vœg heim­ild um Jó­hann­es Krysostom­us, höf­und­ur fœdd­ur ná­lægt ár­inu 400 og mátti hafa góða frá­sögn. Theo­dor­et­us (d. um 457) rit­aði einn­ig um patrí­ark­ann í 5. bók af sinni kirkjusögu. Pallad­ius bisk­up (f. um 363) er enn einn höf­und­ur­inn, sem sagði frá hon­um, og það er bita­stœð­asta bókin.

    

    

Albert, Paul (1858)

American Catholic

Ameringer, Thomas Edward (1921)

Anderson, Galusha (1903)

Bargellini, Piero @ Santi, beati e testimoni

Bartólomeus patríarki í Konstantínópel (umburðarbréf 9. nóvem­ber 1998)

Baur, Chrysostom OSB (1907)

Baur, Chrysostom OSB @ The Catholic Encyclopedia (1910)

Behr, Fr. John @ St. Vladimir’s Theological Seminary

Benedictus PP. XVI (bréf 10. ágúst 2007)

Benedictus PP. XVI (ávarp 19. september 2007)

Benedictus PP. XVI (ávarp 26. september 2007)

Bergier, Jean Baptiste (1856)

Borovoi, Vitali erkiprestur í Moskvu (prédikun 9. febrúar 1977)

Bradshaw, David @ University of Kentucky

Bradshaw, Rob @ Early Church

Catholic Information Network

Catholic News Agency

Catholic Online

Chase, Frederic Henry (1887)

Coptic Orthodox Church Network

Damick, Andrew @ The Saint John Chrysostom Web­page

Den store danske @ Gyldendal

Duffy, Patrick @ Catholic Ireland

Eglise Catholique en France

Ekumeníska patríarkadœmið í Konstantínópel

Encyclopaedia Britannica 1911

Eternal Word Television Network

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Ford, David @ St. Tikhon’s Orthodox Theological Seminary

Gennadius Scholasticus (5. öld; 30. kafli)

Heiligen-3s

Hemphill, Wesley Lynn (1916)

Holy Spirit Interactive

Hughes, Marilynn @ Suit101

Johnson, Edwin (1873)

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Kiefer, James @ The Society of Archbishop Justus

Kohler & Ginzberg @ The Jewish Encyclopedia

Martin, Étienne (1860, 1. bindi)

Martin, Étienne (1860, 2. bindi)

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Neander, August (1822, 2. bindi)

Neander, August (1832, 1. bindi endurskoðað)

Newman, John Henry (1873)

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Ohleyer, Leo Joseph (1921)

Orthodox Church in America

Orthodox Wiki

Perthes, Friedrich Matthaeus (ensk þýðing frá 1854)

Puech, Aimé (4. útgáfa 1905)

Pullan, Leighton (1921)

Schaff, Philip (1891)

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Stephens, William Richard Wood (1872)

Store norske leksikon

Thierry, Amédée (1872)

Uthemann, Karl Heinz @ Biographisch-Bibliographisches Kirchen­lexikon

Walter, William Joseph (1842)

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Willey, John Heston (1906)

Ökumenisches Heiligenlexikon

   

Read Full Post »

    

Basilios mikli

    

Βασίλειος fœddist í borginni Caesarea Mazaca í hér­að­inu Cappa­dociae í Litlu-Asíu (nú Kayseri í miðri Ana­toliu í Tyrk­landi). For­eldr­ar hans hétu Basil­íus og Emme­lia, og bæði voru þau tek­in í heil­agra manna tölu ásamt fimm börn­­um sín­um og móð­ur hans, en fað­ir Emmeliu varð písl­ar­vott­ur. Basil­íus yngri naut ágætr­ar skóla­göngu, bæði í Kon­stantín­ópel og Aþenu. Síð­an hélt hann til heima­borg­ar sinn­ar og lét skír­ast 356. Hann ferð­að­ist næst um Sýr­land, Egypta­land, Palest­ínu og Mesó­pót­amíu, til að kynna sér ein­setu, klaust­ur og kristni­hald. Hann stofn­aði 358 til munk­líf­is í Annesi á bökk­um ár­inn­ar Iris (nú Niks­ar í Norð­ur-Tyrk­landi). Þetta var fyrsta klaust­ur í Litlu-Asíu, þótti strangt, og ekki mun Basil­ius hafa dreg­ið af sér við mein­læti. Þang­að réð­ist með hon­um vin­ur hans, Gregor­ius Nazi­anzus (330-389), sem einn­ig átti eft­ir að verða heil­ag­ur kirkju­frœð­ari. Þeir rann­sök­uðu með­al ann­ars Biblí­una og rit kirkju­feðr­­anna, og sam­an rit­uðu þeir ár­ið 360 bók­ina Philo­kalia, með ágripi af verk­um Origen­es­ar. Sömu­leið­is samdi Basil­íus Regulae fusius tractatae, með leið­bein­ing­um um munk­lífi, og áttu regl­ur þess­ar síð­ar eft­ir að verða grund­völl­ur að klaust­ur­haldi víð­ast í aust­ur­kirkj­­unni (að sumu leyti byggð­ar á hug­mynd­um eft­ir heil­ag­an Pachom­ius [d. 348] en tals­vert breytt­ar). Hann gerði með­al ann­ars ráð fyrir hjálp við sjúka og fá­tœka og jafn­vel að­stoð við mennt­un fólks. Nú ágerð­ust deil­ur um Aríus­ar­vill­una, og Basil­íus reyndi í fyrstu að leita mála­miðl­un­ar, sem ekki bar árang­ur, og fyllti hann síð­an flokk þeirra, sem ein­dreg­ið héldu sig við Níkeu­játn­ing­una, sem hafði ver­ið sam­þykkt 325. Það átti eft­ir að verða hlut­skipti hans að berj­ast lengi gegn Arí­us­ar­villu, sem oft naut stuðn­ings við hirð keis­ar­anna og var á þeim tíma bor­in fram með tals­verð­um yf­ir­gangi. Basil­íus var vígð­ur til prests um 363, og flutt­ist 365 al­fari til Caes­area, til að að­stoða Eusebius erki­bisk­up, sem dó 370, og var hann þá kjör­inn í hans stað og vígð­ur 14. júní. Á með­al bóka eft­ir þenn­an kirkju­frœð­ara er Hexaë­meron, um sköp­un heims­ins, ann­að rit um Jes­aja spá­mann, enn ann­að með 13 prédik­un­um um Davíðs­sálma, einn­ig Regulae brevius tractatae, ný fram­setn­ing á regl­un­um um munk­lífi. Hann samdi enn­frem­ur þrjár bœk­ur á móti Eunom­iusi, sem varði Arí­us­ar­­villu. Basil­ius rit­aði ár­ið 375 hið stór­merka verk De Spiritu Sancto. Loks má nefna sí­gild Heil­ræði til ungra manna, um var­fœrni við lest­ur á heið­ing­leg­um bók­um. All­mik­ið bréfa­safn eft­ir Basil­ius er varð­veitt. Um­hverf­is bisk­ups­set­ur hans varð smám sam­an til dá­lít­ið sam­fé­lag, sem kall­að var Basilia, með kirkju, spítala og af­drepi fyr­ir ferða­fólk. Hann pré­dik­aði kvölds og morgna, oft fyr­ir mikl­um mann­fjölda, skipu­lagði tíða­bœn­ir átta sinn­um á dag og samdi texta fyr­ir messu­hald. Hann lét sér mjög annt um fá­tœka og hjálp­aði eft­ir megni synd­ur­um til aft­ur­hvarfs. Þeg­ar hann dó, fylgdi mik­ill og grát­andi mann­fjöldi hon­­um til graf­­ar, einn­ig heið­ingj­ar og út­lend­ing­ar, en lík­ræð­una flutti bróð­ir hans, Gregor­ius Nyss­en­us bisk­up og seinna heil­ag­ur kirkju­fað­ir (d. eft­ir 394). Rösk­um tveim­ur ár­um eft­ir and­lát Basil­ius­ar tókst loks að yf­ir­stíga Arí­us­ar­villu á al­mennu kirkju­þingi í Kon­stantín­ópel 381.

Basilíus dó 1. janúar, sem er messu­dag­ur hans víða í orþó­dox­um kirkj­um, en hans er í róm­versk-kaþólsku kirkj­unni og sum­um kirkju­deild­um mót­mæl­enda nú minnzt 2. janúar, og fleiri messu­daga má finna. Einn þeirra er vígslu­dag­ur hans til bisk­ups. Ann­ar er 30. jan­úar, og ber saga til: Á ell­eftu öld urðu flokka­drætt­ir í Kon­stantín­ópel, svo að borg­ar­bú­ar skipt­ust í þrjár fylk­ing­ar. Sum­ir álitu heil­ag­an Basil­íus mest­an af hin­um þrem­ur miklu grísku­mæl­andi kirkju­feðr­um, aðr­ir sögðu heil­ag­an Gregor­ius Nazi­anzus vera hon­um meiri, og enn aðr­ir töldu heil­ag­an Jó­hann­es Krysostom­os (d. 407) miklu mest­an. En þetta leyst­ist á ár­inu 1084, því að kirkju­feð­urn­ir þrír birt­ust Jó­hann­esi bisk­upi frá Euchaita í sýn og sögð­ust vera jafn­ir fyr­ir Guði. “Á milli okk­ar er eng­inn ríg­ur eða sund­ur­lyndi,” sögðu þeir og mæltu fyr­ir um að láta lok­ið allri þrætu en halda þeim í sam­ein­ingu há­tíð á sama degi. Jó­hann­es bisk­up valdi 30. jan­úar, og á það sætt­ist öll al­þýða, þótt eft­ir sem áð­ur hefðu kirkju­feð­urn­ir einn­ig hin­ar fyrri há­tíð­ir sín­ar. Í róm­versk-kaþólsku kirkj­unni er heil­ög­um Aþanas­íusi í Alex­andríu (d. 373) venju­lega bœtt við, þeg­ar rætt er um hina miklu grísku kirkju­feð­ur, og í sam­ein­ingu voru þeir fjór­ir út­nefnd­ir kirkju­frœð­ar­ar á ár­inu 1568. Þeir lögðu all­ir um­tals­vert af mörk­um til að skýra og verja kenn­ingu heil­agr­ar kirkju um Guð­dóm­inn. Í Martyro­logium Rom­an­um stend­ur þetta um Basil­ius: “Cæsareæ, in Cappa­docia, de­positio sancti Basilii, cogno­mento Magni, Episcopi, Con­fessoris et Ecclesiæ Doctoris; qui, tempore Valentis Imperator­is, doctrina et sapientia insignitus omnibus­que virtutibus exornatus, mirabiliter effulsit, et Ecclesiam ad­versus Arianos et Mace­donianos in­expugnabili con­stantia defendit. Eius autem festivitas potissimum agitur decimo octavo Kalendas Iulii, quo die Episcopus ordinatus est.”

Helgur dómur Basiliusar fór víða, en höf­uð hans er varð­veitt í klaustr­inu Megiste Lavra á Aþos­skaga. Sig­urð­ur A. Magn­ús­son lýsti þessu klaustri í bók­inni Garð­ur Guðs­móð­ur (Reykja­vík 2006, bls. 25-32), en ekki er höf­uð­ið nefnt hjá honum. Hins veg­ar er stutt­ur og góð­ur kafli um Basil­ius (bls. 102-104), auk marg­vís­legra upp­lýs­inga um munk­lífi í orþó­dox­um sið.

Verk eftir heilagan Basilius má meðal ann­ars lesa hér: 1) Bibliothek der Kirchenväter (hér og hér), 2) Christian Classics Ethereal Library, 3) Docu­menta Catholica Omnia, 4) Ellopos.­net 5) Eternal Word Tele­vision Net­work (nr. 532-533, 538-539, 550-555, 560-561, 706-709) og 6) JesusMarie.com.

Á mörgum grískum heimilum er siður að bera fram eft­ir mið­nœtti um ára­mót Basil­íus­ar­köku, en í henni er fal­inn gull- eða silf­ur­pen­ing­ur, og boð­ar gæfu á nýja ár­inu að fá pen­ing­inn. Fyrst er skor­in sneið handa heil­ög­um Basil­íusi, þá sneið­ar fyr­ir alla á heim­il­inu, jafn­vel líka fyr­ir hund­inn og kött­inn, en síð­ast stór sneið fyr­ir hina fá­tœku. Þetta mun vera til minn­ing­ar um ótíð í Kappa­dokíu ná­lægt ár­inu 368, en Basil­íusi tókst að skipta svo mat­föng­um, að hung­ur­dauða varð af­stýrt. Með kök­unni má til dœm­is drekka Basil­íus­ar­kaffi. Síð­an fœr­ir Basil­íus börn­un­um gjaf­ir á þess­um messu­degi sín­um og hleyp­ur þann­ig und­ir herð­ar með heil­ög­um Niku­lási, sem víða um lönd fer eins að um jólaleytið.

Meðfylgjandi mynd er eft­ir spænska mál­ar­ann Francisco de Herrera eldri, gerð um 1639, og sýn­ir heil­ag­an Basil­íus lesa kenn­ing­ar sín­ar fyr­ir. Heil­ag­ur Andi í líki dúfu flýg­ur yf­ir höfði hans. Bisk­up­inn dó um fimmt­ugt (fœdd­ur 329 eða 330) og mætti vera lít­ið eitt ung­legri á mynd­inni, þótt mœdd­ur hafi ver­ið af erf­iði, mein­læt­um og veik­indum.

   

    

American Catholic

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Bibilio­graphisch­es Kirchen­lexikon

Benedictus PP. XVI (ávarp 4. júlí 2007)

Benedictus PP. XVI (ávarp 1. ágúst 2007)

Butler, Alban @ Eternal Word Television Network

Catholic Information Network

Catholic Online

Clarke, William Kemp Lowther (1913)

Columbia Encyclopedia

Coptic Orthodox Church Network

Den store danske @ Gyldendal

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Eternal Word Television Network

Gregorius Nazianzus (minningarræða)

Greek Orthodox Archdiocese of America

Hanrahan, James CSB @ Congragation of St. Basil

Harbecke, Heike @ Bistum Münster

Heiligen-3s

Hieronymus kirkjufrœðari (sjá 116. kafla)

Holy Spirit Interactive

Hughes, Marilynn @ Suit101

Katholiek Nederland

Kathpedia

Klose, Carl Rudolph Wilhelm (1835)

Maier, Johannes (1915)

McSorley, Joseph @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Monastero Esarchico di S. Maria di Grottaferrata

NationMaster Encyclopedia

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Orthodox America

Orthodox Wiki

Padelford, Frederick Morgan (1902) @ Tertullian.org

Poulos, Fr. George @ TheoLogic Systems & Orthodox Family Life

Rabenstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

Santi, beati e testimoni

Santopedia

Scholl, Eug. (1881)

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Smith, Richard Travers (1879)

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

St. Nicholas Ukrainian Catholic Church @ Manitoba

Store norske leksikon

Torino-Valdocco, Casa Madre SDB

Tredget, Dermot OSB (2005)

Weiss, Karl (1908)

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

     

    

Read Full Post »

  

Hús Ananíasar í Damaskus (Wikimedia Commons)

   

Versin 1-19 í 9. kapítula Postulasög­unn­ar hljóða svo: En Sál blés enn ógn­um og mann­dráp­um gegn læri­svein­um Drott­ins. Gekk hann til æðsta prests­ins og beidd­ist bréfa af hon­um til sam­kund­anna í Dam­ask­us, að hann mætti flytja í bönd­um til Jerú­sal­em þá, er hann kynni að finna og væru þessa veg­ar, hvort held­ur karla eða konur. En þeg­ar hann var á ferð sinni kom­inn í nánd við Dam­ask­us, leiftr­aði skyndi­lega um hann ljós af himni. Hann féll til jarð­ar og heyrði rödd segja við sig: "Sál, Sál, hví of­sœk­ir þú mig?" – En hann sagði: "Hver ert þú, herra?" – Þá var svar­að: "Ég er Jes­ús, sem þú of­sœk­ir. En statt upp og gakk inn í borg­ina, og þér mun verða sagt, hvað þú átt að gjöra." Föru­naut­ar hans stóðu orð­laus­ir. Þeir heyrðu að vísu raust­ina, en sáu eng­an. Sál reis á fœt­ur, en þeg­ar hann lauk upp aug­un­um, sá hann ekk­ert. Þeir leiddu hann við hönd sér inn í Dam­ask­us. Þrjá daga var hann sjón­laus og át hvorki né drakk. – Í Dam­ask­us var læri­sveinn nokk­ur, sem hét An­an­ías. Við hann sagði Drott­inn í sýn: "An­an­ías." – Hann svar­aði: "Hér er ég, Drott­inn." – Drott­inn sagði við hann: "Far þeg­ar í stræti það, sem kall­að er Hið beina, og í húsi Júd­as­ar skaltu spyrja eft­ir manni frá Tars­us, er heit­ir Sál. Hann er að biðja. Og hann hef­ur í sýn séð mann, An­an­ías að nafni, koma inn og leggja hend­ur yf­ir sig, til þess að hann fái aft­ur sjón." – An­an­ías svar­aði: "Drott­inn, heyrt hef ég marga segja frá manni þess­um, hve mik­ið illt hann hef­ur gjört þín­um heil­ögu í Jerú­sal­em. Og hér fer hann með vald frá æðstu prest­un­um að fœra í bönd alla þá, sem ákalla nafn þitt." – Drott­inn sagði við hann: "Far þú, því að þenn­an mann hef ég val­ið mér að verk­fœri til þess að bera nafn mitt fram fyr­ir heið­ingja, kon­unga og börn Ísra­els, og ég mun sýna hon­um, hversu mik­ið hann verð­ur að þola vegna nafns míns." – Þá fór An­an­ías af stað, gekk inn í hús­ið og lagði hend­ur yf­ir hann og mælti: "Sál, bróð­ir, Drott­inn hef­ur sent mig, Jes­ús, sá er birt­ist þér á leið þinni hing­að. Þú átt að fá aft­ur sjón þína og fyll­ast Heil­ög­um Anda." Jafn­skjótt var sem hreist­ur félli af aug­um hans, hann fékk aft­ur sjón­ina og lét þeg­ar skír­ast. Síð­an neytti hann mat­ar og styrktist.

Ananías er álitinn hafa ver­ið for­ystu­mað­ur í hópi krist­ins fólks í Dam­ask­us í Sýr­landi, og í húsi hans hafi það safn­azt sam­an. Órof­in hefð virð­ist vera, hvaða hús það sé, og þar er kap­ella, sem með­fylgj­andi mynd frá Wiki­media Comm­ons er tek­in í. Aðra mynd og dá­litla um­fjöll­un er að finna á vefn­um Addict­ed to Travel og fleiri mynd­ir hjá Alan­hot­line á You­Tube. Sjá einn­ig Wiki­pediu á ensku, með enn einni mynd. Sögu­leg­an fróð­leik má svo lesa á vef grá­brœðra (O. F. M.).

   

Read Full Post »

Older Posts »