Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Suður- og Mið-Ameríka’ Category

    

San Pedro Betancur

     

Mið Ameríka eignaðist sinn fyrsta dýrling, þegar Jó­hann­es Páll Páfi II tók Pedro de San José Betancur í heil­agra manna tölu í Gvatemala 30. júlí 1980. Pedro de San José Betancur, sem lifði og starf­aði í Gvatemala allt til dauða­dags var af heima­mönn­um oft nefnd­ur heil­ag­ur Frans Ameríku.

Í ávarpi sínu í Gvatemalaborg lýsti Hinn heil­agi fað­ir Jó­hann­es Páll Páfi II heil­ög­um Pedro sem “eðal dæmi” um kristna misk­unn­semi manns sem unn­ið hefði öll sín misk­unn­ar­verk “af hetju­skap með­al hinna lægst settu í þjóð­fé­lag­inu og hinna aumkunar­verð­ustu.” Með þá fórnar­lund auð­mýkt­ar hins helga manns í huga beindi Páf­inn orð­um sín­um til áheyr­enda sinna, um það bil 500.000 tals­ins, og áminnti þá um hin­ar bág­bornu þjóð­fé­lags­að­stæð­ur sem enn hrjá land­ið og hversu brýn þörf sé til umbóta. Hvatti Páf­inn áheyr­end­ur ein­dreg­ið til þess í ræðu sinni að minn­ast hinna fjöl­mörgu heim­il­is­lausu barna og ung­linga og hins al­menna mennt­un­ar­skorts þeirra. Hann bað áheyr­end­ur sína einn­ig að huga að kjör­um ein­stæðra mæðra og þeirra brýnu þarfa. Hann minnti einn­ig á hinn stóra hóp þjóð­fé­lags­legra und­ir­máls­manna, sem búa við kröpp kjör í stór­borg­un­um, fórn­ar­lömb skipu­lagðra glæpa, vændi og eit­ur­lyfja og hina fjöl­mörgu sjúku sem njóta ekki að­hlynn­ing­ar og hina öldr­uðu sem lifa í ein­semd og ein­manaleika.

Hvað viðvíkur sögu og lífsferli Pedros, þá átti hann sér þá ósk heit­asta að verða prest­ur, En Drott­inn ætl­aði þess­um unga manni, sem kom­inn var af fá­tækri fjöl­skyldu á Tenerife á Kanarí­eyj­um, ann­að hlut­skipti. Fram að 24 ára aldri vann Pedro sem fjár­hirð­ir, en þá vakn­aði köll­un hans til að þjóna Guði og lagði hann því leið sína til Gvatemala í von um að ná tengsl­um við ætt­ingja sinn sem starf­aði þar sem embætt­is­mað­ur. Hann komst þó ekki lengra en til Havana, en þá var far­ar­eyr­ir hans þrot­inn. Eft­ir að hafa unn­ið þar fyr­ir sér um tíma tókst hon­um að nurla sam­an fyr­ir fari til Gvatemala­borg­ar ári síð­ar. Þeg­ar þang­að var kom­ið var hann aft­ur orð­inn svo fé­vana að hann varð að leita mat­ar­gjafa hjá reglu heil­ags Frans.

Skömmu síðar innritaðist hann í presta­skóla Jesú­íta í von um að láta draum­inn um prest­dóm ræt­ast. En sama hversu hart hann lagði á sig, þá tókst hon­um ekki að ráða við náms­efn­ið, svo hon­um var kost­ur einn að gef­ast upp á námi. Árið 1655 gekk hann í reglu heil­ags Frans og þrem ár­um seinna stofn­aði hann spít­ala fyr­ir fá­tæka, sjúka og sára og reisti nokkru síð­ar byrgi fyr­ir heim­il­is­lausa og skóla fyr­ir fá­tæka. En Pedro lét sér ekki að­eins annt um hina fá­tæku, held­ur snéri hann sér einn­ig að því að huga að hinu and­lega ástandi ríkra og gekk um hverfi þeirra hringj­andi bjöllu til áminn­ing­ar um að iðr­ast og skrifta.

Aðrir einstaklingar hrifust af starfsemi og fórn­fýsi Pedros og stofn­uðu Bethlehemite regl­una, sem hlaut sam­þykki Páfa að Pedro látnum.

Saga Pedros er m.a. holl áminning um að kær­leik­ur­inn er æðsta hnoss­ið í aug­um Guðs, sem er kær­leik­ur og upp­spretta alls kær­leika og öll þekk­ing því í mol­um, ef kær­leik­ann skort­ir. (1Kor 13:1-13)

Dr. Gígja Gísladóttir sendi þennan texta. Heilagur Pedro Betancur dó 25. apríl, sem er messu­dag­ur hans.

   

Borrelli, Antonio @ Santi, beati e testimoni

Iohannes Paulus PP. II (prédikun 30. júlí 2002)

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Odden, Per Einar @ Den katolske kirke i Norge

      

Auglýsingar

Read Full Post »