Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘María Guðsmóðir’ Category

 

Lk 1:39-56. Minningardagur 31. maí.

 

Benedictus PP. XVI, ávarp 31.5. 2008

Catholic News Agency

Franciscan Media

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Salve Maria Regina

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Auglýsingar

Read Full Post »

 

Simon var enskrar ættar, og eftirnafnið Stock er dregið af því, að sem drengur gerðist hann einsetumaður í holu eikartré, en trjábolur getur kallazt stock. Simon gerðist munkur og gekk í Karmelregluna, tók prestsvígslu og varð yfirpríor reglunnar. María mey birtist honum og gaf Karmelreglunni brúna skapúlarið. Messudagur Símonar er 16. maí.

 

Catholic News Agency

Catholic Online

Catholicism

EWTN

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

 

Þess er minnzt 13. maí, að engill og eftir það María mey birtust þremur börnum í Fatima í Portúgal á árunum 1916-1917. María opinberaði þeim leyndardóma, sem síðar voru birtir.

 

Benedict XVI – The Court of the Gentiles

Catholic News Agency

Jón Rafn Jóhannsson

Per Einar Odden @ Den Katolske Kirke i Norge

Wikipedia (enska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

 

Read Full Post »

María mey birtist konu, sem hét Adele Brise (1831-1896), og fól henni að biðja fyrir syndurum og kenna börnum trúna.

 

Catholic Online

Catholic Priest – In Persona Christi

National Shrine of Our Lady of Good Help

WGN Chicago

Wikipedia (enska)

 

 

 

Read Full Post »

 

1531 Tepeyac í Mexíkó

1830 París í Frakklandi

1846 La Salette í Frakklandi

1858 Lourdes í Frakklandi

1859 Wisconsin í Bandaríkjunum

1879 Knock á Írlandi

1917 Fatima í Portúgal

1932 Beauraing í Belgíu

1933 Banneux í Belgíu

1953 Sýrakúsa á Sikiley

1968 Zeitoun í Egyptalandi

1973-1981 Akita í Japan

1976 Betania í Venezúela

1981-1989 Kibeho í Rúanda

1986 Kairó í Egyptalandi

 

Read Full Post »

                   

Uppnumning Maríu meyjar

                    

Prédikun úr Íslenzku hómilíubókinni, sem er forn texti. Stuðzt er við út­gáf­urn­ar frá 1872 (Theodor Wisén; blað­síðu­töl það­an) og 1993 (Guð­rún Kvaran og Gunn­laug­ur Ing­ólfs­son) en frá­gang­ur text­ans felld­ur að síð­ari tíma hætti. Stór­há­tíð­in upp­numn­ing Maríu meyj­ar er hald­in 15. ágúst. Ná­kvæma kenn­ingu kirkj­unn­ar um vafa­lausa upp­numn­ingu Maríu Guðs­móð­ur er að finna í bréf­inu Munificent­issimus Deus, sem Pius PP. XII gaf út 1. nóvem­ber 1950.

                       

Hin helga mær María, móðir Drottins vors, var hins bezta kyns, komin frá Abraham og úr kyni Davíðs konungs. Hinir nánustu frændur henn­ar voru réttlátir og höfðu mikið kraftalán af Guði en lítið auralán af heimi.

En þegar er María kunni góðs greinir og ills, þá lagði hún þegar ást við Guð, svo að hún var ávallt í Guðs þjónustu, annað hvort á bœnum eða hún hugði að spámannabókum eða var í nokkru góðu verki. Fyrst kvenna hét hún því heiti Guði að halda hreinlífi, og nam hún eigi það af annarra dœmum né kenningum, heldur líkti hún það eftir Guðs [bls. 5] englum.

Hafa mega góðir menn hreinlífi það, er María hafði áður hún bæri Krist, en þó er hennar hreinlífi dýrlegra en annarra, því að meiri vegur er að sýna hin beztu dœmi en eftir að líkja. En síðan er hún bar Drottin vorn, þá var allt líf hennar helgara en menn megi eftir líkja eða frá segja. En af því að hún tókst meira á hend­ur Guði að þjóna en boðorð væri til eða dœmi, þá lét Guð hana framar góðum ná verkum en aðra helga menn. Öll góð verk þau, er aðrir menn gera við lið Guðs, þau gjörði María við sjálfan Drott­in. Aðrir menn gefa hungr­uð­um fœðslu en þyrstum drykk, en María fœddi Drottin vorn sjálfan á brjósti sér og af sínu erfiði. Aðrir menn klæða þá, er kalnir eru, en María klæddi son Guðs holdi sínu og reifum og klæðum. Aðrir menn vitja þeirra, er í myrkvastofum eru, eða veita þeim miskunn, er fyrr dœmdir eru af ofríki vondra manna, en María flúði undan ofríki Heródesar með Drottin vorn til Egyptalands. En meðan Drottinn vor var þessa heims, þá fylgdi María honum og nam af honum alla speki og gæzku, svo sem maður má af nema eða vita, og framar miklu en hver annarra heilagra manna.

En þó að Guð veitti henni þessa hluti, þá virði hún sig þó lítils og var þess að lítillátari ávallt sem Guð veitti henni meiri dýrð. Þeir menn eru og mikils virðir af Guði, er píningar taka af vondum mönnum fyrir hans sakir. En þó hefur María þessa dýrð framar en aðrir, því að aðrir helgir menn tóku píningar á líkama sína, en önd Maríu var pínd, þá er hún sá augum sínum á píning Drottins vors. En það af­mark­ar að lík­ind­um, hve sár henni myndi vera sú sýn, að sjá eig­inn son sinn pínd­an, þann er hún hafði get­inn af Helg­um Anda, og hún vissi hann hafa all­an guð­dóm með þeim lík­ama, er hann tók af henn­ar holdi, þar öðr­um mönn­um fell­ur nær, þótt lít­ið sé í mein gjört barni þeirra, því er af synd­um er get­ið og sjálf­um hef­ur líti­ls góðs kost. En þeim mun unni María meiri ást og helg­ari sín­um syni sem henn­ar sonur var helg­ari en aðr­ir. Það má og sjá, hve miklu held­ur hún myndi vilja taka sjálf all­ar pín­ing­ar á sinn lík­ama, held­ur en sjá son sinn pínd­an, þar er hún unni hon­um miklu meira en sjálfri sér. Því er henn­ar pín­ing meiri og helg­ari en ann­arra manna, að öndu henn­ar varð sár­ara við dauða Drott­ins en eng­inn mað­ur megi kenna á lík­ama sínum.

Eftir píning Drottins vors og upprisu, þá fylgdi hún postulum Guðs, og varðveitti hag hennar allra mest Jón postuli, systursonur hennar, svo sem Drottinn bauð honum, þá er hann hékk á [bls. 6] kross­inum, að hann skyldi henni fylgja sem sinni móður. Meðan hún var í þessum heimi, þá var hún í þeim stöðum, er Kristur var borinn eða píndur eða hann sté til himna. Eða fór þar á milli, að henni skyldi aldrei fyrnast stórmerki Drottins vors. En það er eigi sagt, að hún gjörði jarteinir í lífi sínu, því að allt líf hennar var jarteinum æðra, af því að vondir menn gjöra jarteinir stundum sem góðir, en ekkert var þess í lífi Maríu, er vondir af hafi, en margt helgara en góðir af nái.

En þó er ein hennar jartein helgari og æðri en allar jarteinir heilagra, sú er hún bar Drott­in vorn, þann er all­ar jar­tein­ir og alla misk­unn veit­ir helg­um mönn­um. Og það allt, er Guð hef­ur oss veitt misk­unn­ar í hing­að­komu son­ar síns, þá höf­um vér það allt af henni hlot­ið, því að hún gjörð­ist verð að bera þann, er oss leysti með sínu blóði frá hel­vít­is kvöl­um. Eða hvað af jafni öðr­um mönn­um við hana, þar er hún hef­ur svo miklu meiri ná­vistu haft við guð­dóm­inn sjálf­an en aðr­ir menn, þeir er náðu fram­ast, er sáu Drott­in eða heyrðu orð hans eða voru í föru­neyti hans og áttu mat við hann eða svefn. En María náði því fram­ar, að hún hafði hann níu mán­uði sér í kviði, og tók hann af henn­ar holdi allt lík­am­legt eðli.

Nú svo sem allir hlutir urðu að helgum dómum, þeir er Drottni vorum voru nálægstir, sem jatan er hann var í lagður, þá er hann var barn, eða klæði eða margir hlutir aðrir, þá má af slíku marka, hve heilög sjá mær er, er alla ævi hafði Guði þjónað, og var líkari Guðs englum en mönnum í aðferð sinni, áður hún bæri Drottin vorn, og náði svo mikilli samvist við Guð, að hún hafði hann luktan í líkama sínum. En þar er vér erum jarðlegir að aðferð vorri, þá megum vér hug vorum eigi nær að koma himneskum hlutum, nema vér tökum dœmi af jarðlegum hlutum, að vér megum hið andlega skilja. En þau dœmi af tekur til þessa, þá er sól skín á gler í heiði, þá er glerið lýsist og hitnar af sól­inni, en geisli sá, er skín í gegnum glerið, hefur ljós og hita af sólinni en líkneski [lögun] af gler­inu. Sólin merkir guðdóm en glerið hina helgu Maríu en geislinn Drottin vorn Jesúm Krist. Þá er sól skín á glerið, þá er hún jafn björt sem áður og tekst ekkert af ljósi hennar. Svo var og guðdómurinn heill og óskaddur í öllum krafti á himnum, þótt hann tœki manndóm á sig hér á jörðu. En glerið er hreint og gagnsætt, svo í gegnum það má sjá sem ekkert sé fyrir, bæði sól og annað. Svo má og líta him­neskt líf í aðferð Maríu, er [bls. 7] svo hreinan hug hafði ávallt til Guðs, að engin varð líkamleg munúð í holdi hennar, svo að hún kenndi aldrei munúðarinnar, heldur en léreft, er það í sundur er skorið.

Því mátti hún maklega son geta af Helgum Anda, að hún var þeim mun öllum hreinlífari en aðrir menn sem gler er hreinna og gagnsærra en annað smíði. En Drottinn átti að taka líkama með þeirri meyju, er svo væri hrein­líf sem líkn­eski [eftir­mynd] verður með þeim lit og geisla, sem í gegn­um skín. Þótt gull og silf­ur sé í sól­skini, þá er þó eng­inn geisli í gegn­um það, því að það er eigi gagn­sætt. Svo sem marg­ar kon­ur höfðu dýr­lega að­ferð sem gull og silf­ur eru ger­sem­ar, voru af því eigi verð­ar að bera Drott­in, að þær höfðu eigi hrein­lífi sem sankta María, svo sem eigi má geisli skína í gegn­um það smíði, er eigi er gagn­sætt, þótt það sé fag­urt álits og gott að reyna. Á góðu gleri er bæði gulls lit­ur og silf­urs og all­ir hin­ir feg­urstu lit­ir. Svo var og í að­ferð Maríu all­ir hin­ir dýr­leg­ustu kraft­ar, svo að hún hafði eigi hrein­lífi að­eins nema og alla gæsku, þá er menn vissu dœmi til, og þeim mun hvern góð­gern­ing fram­ar en aðr­ir menn sem all­ir lit­ir eru bjart­ari á gler­inu í sól­skini en hvar ann­ars staðar.

Gler það er hvítt, eins og jarteinir engla Guðs, því að það er allra hreinast og skírast, svo sem góðir englar eru svo helgir og hreinir, að þeir hafa í engum hlut sitt eðli saurgað. Ef sól skín á hvítt gler, þá er geisli í gegnum og eigi líkneski [eftirmynd] með þeim geisla, því að glerið er með einum lit og með engu líkneski. Svo hafa og Guðs englar líking guðdómsbirtunnar í eðli sínu. En þó mátti eigi manndóm taka af þeirra eðli, þar er þeir hafa eigi líkama, svo sem eigi er líkneski í geislanum, ef eigi er af glerinu. Svo hafði María hreinlífi slíkt sem englar og alla manndýrð að aukahlut. Því mátti hún maklega vera móðir Guðs, að hún hafði hreinlífi sem Guðs englar og mannlegt eðli, svo að guð­dómurinn mátti taka af hennar holdi manndóminn, svo sem hann hafði skapað fyrir öndverðu, að maður skyldi frá manni getast.

En geislinn skín í gegnum glerið og hefir bæði birtu sólskins og líkneski af glerinu. Svo hefir og Drottinn vor, Jesús Kristur, bæði guðdóm af Guði, en manndóm af Maríu. En alla gæsku sína varð­veitti María með lítillæti, svo að henni grandaði aldrei ofmetnaður, og kvaðst hún hafa lítillætis síns að því mest notið, er Guð veitti henni svo mikla dýrð. En meðan hún var í þessum heimi, þá skipti hún sér lítið af flestu og var hljóð ávallt og hógvær og hafði í hug sér Guðs dýrð og [bls. 8] jar­tein­ir, en gerði það eitt að upp­burð­um, er nauð­synj­um sætti. En við and­lát henn­ar vóru stadd­ir all­ir post­ul­ar, því að hún and­að­ist fyrr en þeir skipt­ist til landa.

Það finnst oft í sögum heilagra manna, að englar Guðs vitrast í andláti þeirra með ljósi, eða þeir, er hjá standa, kenna himneskan ilm eða heyra fagran söng. En ef Drottinn Jesús Kristur veitir oft slíka dýrð í andláti þræla sinna, þá megum vér að líkindum marka, hversu mikla dýrð hann myndi sýna í andláti móður sinnar, er drottning er omnium sanctorum.

Eða ella hefði hann eigi haldið þau lög, er hann bauð hverjum manni, að göfga föður sinn og móður. Af því skulum vér trúa, að Drottinn Jesús Kristur fór í gegn önd móður sinnar með allri himna dýrð og góðum ilm, og var séð í andláti hennar og heyrð öll sú dýrð, er menn máttu standast að sjá eða heyra.

En alls líkami hennar fannst eigi, þá hyggja margir, að hún hafi upp verið numin bæði með önd og líkama. En líkami hennar var grafinn í dal þeim, er heitir Vallis Jósafat, og var þar gjör síðan kirkja dýrleg henni til vegs. En nú er þar tóm fundin gröfin. En önd hennar var upp hafin yfir öll engla fylki, og lúta henni allir englar og allir helgir menn.

Jeronimus prestur segir skýrt, að hún andaðist og var grafin, en hann segir eigi víst, hvort heldur var, að hún tók upprisu líkama síns litlu eftir andlát sitt, eða Guð fal líkama hennar, að syndugir menn megi eigi sjá [prédikun á hátíð Maríu var ranglega eignuð heil­ög­um Hiero­nym­usi kirkju­frœð­ara, sem ekki var á þess­um tíma vitað].

Hátíð uppnumningar móður Guðs veitir mikinn fögnuð englum á himni og mönnum á jörðu. Ef Drottinn sagði fögnuð vera englum á himni yfir einum manni, þeim er iðrast synda sinna, þá má sjá að líkindum, hversu mikill fögnuður þeim myndi þá verða, er þangað kom drottning þeirra og móðir Drottins þeirra. Á jörðu er mönnum skylt að fagna dýrð hennar, því að hún vill hjálpa öllum þeim, er hana dýrka, og má hún öllum hjálpa, þeim er hún vill. En sá dýrkar réttilega Guðs móður, er líf sitt myndir eftir hennar aðferð, svo að hann metur son hennar til allra góð­gern­inga sinna og læt­ur hans ást banna sér mun­úð­ir rangar.

Nú ræddum vér nokkuð af heilagleik Maríu, að yður mætti skiljast, hversu miklu hún er helgari en aðrir helgir menn. En svo sem vér trúum, að hún er öllum helgari, svo skulum vér og því trúa, að hún sé öllum vorkunnlátari og betri bœna, því að allt huggœði er af Guði, og eru þeir hugabeztir, er honum eru líkastir.

Af því skulum vér á hana kalla til árnaðarorðs fyrst allra heilagra manna og óhræddir um það vera, að eigi muni hún [bls. 9] oss því betri áheits en aðrir sem vér þurfum hennar meir. Verður að því, að eigi þyki hún betri áheits en aðrir helgir menn við sóttum eða öðrum líkamlegum meinum, en þó að svo reynist, þá er víst í hverju áheiti við hana, að hún mun annað tveggja það veita, er hún er beðin eða annað nauðsynlegra ella. En hvað sé af meiri rækt við oss en að veita oss betra en vér kunnum biðja? Því að vér biðjum oft, að þeir hlutir hverfi frá oss, er vér værum sízt án að hafa, en viljum eigi þess biðja, er vér ættum mesta þörf að geta. Því skal það upphaf bœna vorra, að Guð gefi oss það vit, að vér megum skilja, hve miklu meira eru verðir andlegir hlutir en líkamlegir og betra að þiggja himneska speki en jarðleg auðæfi og meiri þörf heilagrar ástar við Guð og menn en veg­semdar af mönnum.

Svo sem Dominus sýndi um sjálfan sig, að hann var þessa heims svo sem volaðir menn og var hlýð­inn móður sinni og fóstra og vann það á löngum degi, er þau kvöddu hann, eða þá að öðr­um, og kvaðst eigi til kom­inn þess í heim þenn­an að láta sér þjóna, held­ur að þjóna sjálf­ur öðr­um – nú, hver þeirra, er hans spor­göngu­mað­ur vill ger­ast, þá taki fyrst allra hluta að hafna öll­um hlut­um, þeim er til eft­ir­líf­is eru í þess­um heimi, en síð­an að vera nám­gjarn að Guðs lög­um og góð­ur kenn­inga við sér ófróð­ari menn og leita að fremja það allt í verk­um, er hann kenn­ir öðr­um með orð­um. En ef svo má verða, þá hefir hann öðl­ast hið æðsta lán af Guði, það er meira er vert en lík­am­leg­ar jar­tein­ir, því að hver hef­ir allt ær­ið, er góðs er verð­ur af Guði.

Dominus bar vitni sjálfur í guðspjalli um þetta, þá er hann taldi fyrir mönnum, en kona nokkur heyrði mál hans. “Sæll er sá kviður, er þig bar, og það brjóst, er þú saugst.” En hann svaraði: “Já, því sælir eru þeir [handritið: hví hin síður eru þeir sælir], er heyra orð Guðs og varðveita þau síðan.” Þessi orð munu svo þykja horfa sem aðrir hafi heyrt orð Guðs og varðveitt heldur en hin helga María, er bar Drottin og hafði sér á brjósti. En ef rétt er greint, þá er þetta einkum mælt um sankta Maríu. Og skal þá sérhvert greina verðleik hennar og laun verðleiksins, hver sé sá manna, er jafn framarlega hafi náð að heyra orð Guðs, þar er Gabríel bar henni að eyrum hið helgasta erindi, og heyrði þau orð, er hirðarnir sögðu, og svo það, er austurvegs­kon­ung­arn­ir mæltu.

En allt þetta varðveitti hún í hug sér. En er Drottinn vor tók að kenna kenningar, þá fylgdi hún [bls. 10] honum og heyrði lífskenningar úr hans munni. En allt það, er hún heyrði, skildi hún betur en aðrir og var minnugri að eftir og gjörði betri lok á að efna.

Fyrir þetta var verðleikur hennar. En slík laun tók hún að móti, sem nú mun eg segja: Hún bar Drottin í þennan heim og er nú drottning himins og jarðar og öllum helgum mönnum helgari. En þessi orð Drottins, er hann mælti í guðspjalli, skulum vér svo skilja, að hann hafi svo ljóslega mælt: Þótt þér megið það skilja, að sú mær er sæl, er mig bar og fæddi sér á brjósti, þá skulum vér eigi minna virða aðferð hennar góða, þá er hún vildi vita Guðs orð og halda þau síðan.

Kostum vér þess nú, góðir brœður, að líkj­ast hinni helgu Maríu í góðri að­­ferð og í heil­­agri nám­girni, í lít­il­læti, í ást við Guð og menn, í hóf­semi og í öll­um góð­um hlut­um, þeim er hún gjörði. En hver þeirra, er svo gjör­ir, mun öðl­ast árn­að­ar­orð henn­ar við Drott­in vorn og full­tingi við allri freistni fjand­ans í þess­um heimi og sam­vist henn­ar eft­ir and­lát í him­in­rík­is dýrð með Guði og helg­um mönnum.

En Drottinn vor sjálfur mun að ráðnu vera með oss, ef hann sér góð­fýsi vora, og efla oss til alls hins góða, svo að hver góð­gern­ing­ur vor mun bet­ur lúk­ast en vér höf­um upp haf­ið og vaxa verð­leik­ur vor við Guð dag frá degi, með­an vér erum þessa heims, en í öðru lífi veita oss meiri dýrð en vér kunn­um nú biðja. Sá hinn sami Jesús Krist­ur, er með Föð­ur og Helg­um Anda lif­ir og rík­ir per omnia secula seculorum.

                     

Michael Sittow málaði myndina með þessum kafla nálægt árinu 1500.

                       

Nánar um uppnumningu Maríu Guðsmóður:

                               

Alphonsus de Ligorio kirkjufrœðari @ CIN

American Catholic

Antonius Patavinus kirkjufrœðari

Arngrímur Brandsson ábóti @ Helgisetur

Bargellini, Piero @ Santi, beati e testimoni

Benedictus PP. XVI, prédikun 15.8. 2005

Benedictus PP. XVI, prédikun 15.8. 2006

Benedictus PP. XVI, ávarp 16.8. 2006

Benedictus PP. XVI, prédikun 15.8. 2007

Benedictus PP. XVI, prédikun 15.8. 2008

Benedictus PP. XVI, prédikun 15.8. 2009

Benedictus PP. XVI, prédikun 15.8. 2010

Bernardus Claraevallensis kirkjufrœðari

Bombeck, Stefan (gömul Maríusaga frá Eþíópíu)

Booth OP, séra Edward, prédikun 2006

Booth OP, séra Edward, prédikun 2007

Booth OP, séra Edward, prédikun 2008

Booth OP, séra Edward, prédikun 2009

Booth OP, séra Edward, Searching into the Assumption of Mary (ljóð, 2010)

Booth OP, séra Edward, prédikun 2010

Carol, Juniper @ Evangelical Catholic Apologetics

Ceballos Atienza, Antonio biskup, bréf 2.8. 2010

Conrad OP, séra Richard, prédikun 2005

Corrêa de Oliveira, Plinio @ Tradition in Action

Eglise Catholique en France

Everett, Lawrence P. @ Catholic Culture

Gloria.tv

Greek Orthodox Archdiocese of America

Heiligen-3s

Holweck, Frederick @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Ignatian Wiki (enska)

Ioannes Damascenus kirkjufrœðari (gríska)

Ioannes Damascenus kirkjufrœðari (enska, hljóðbók)

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1979

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1980

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1982

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1983

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1985

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1986

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1987

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1988

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1990

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1991

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1993

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1995

Ioannes Paulus PP. II, ávarp 15.8. 1996

Ioannes Paulus PP. II, ávarp 2.7. 1997

Ioannes Paulus PP. II, ávarp 9.7. 1997

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1997

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1998

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 1999

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 2001

Ioannes Paulus PP. II, prédikun 15.8. 2004

Jones, Terry @ SQPN

Katholiek Nederland

Kathpedia

Keane OSM, séra James M. @ Catholic Culture

Keating, Karl @ Catholic Answers

Lane, séra Tommy @ Maryland, USA

Lumen gentium (21.11. 1964; VIII. kafli um Maríu mey)

Magnani biskup, Paolo (2007)

Mischewski, Dean @ KiwiCatholic

Most, séra William: Mary in Doctrine and Devotion (XVI. kafli)

Odden, séra Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

O’Leary, séra Denis @ Kirkju.net

Orthodox Church in America

Orthodox Wiki (enska)

Página Oriente

Palamas, Gregorius erkibiskup @ Orthodox Church in America

Paulus PP. VI, prédikun 15.8. 1963

Paulus PP. VI, prédikun 15.8. 1964

Paulus PP. VI, prédikun 15.8. 1966

Paulus PP. VI, prédikun 15.8. 1967

Paulus PP. VI, prédikun 15.8. 1968

Paulus PP. VI, prédikun 15.8. 1969

Paulus PP. VI, prédikun 15.8. 1970

Paulus PP. VI, prédikun 15.8. 1971

Paulus PP. VI, prédikun 15.8. 1972

Paulus PP. VI, prédikun 15.8. 1973

Paulus PP. VI, prédikun 15.8. 1974

Paulus PP. VI, prédikun 15.8. 1975

Paulus PP. VI, prédikun 15.8. 1976

Paulus PP. VI, prédikun 15.8. 1977

Pius PP. XII: Deiparae Virginis Mariae (1.5. 1946)

Santopedia

Saunders, séra William @ EWTN

Shoemaker, Stephen @ University of Oregon (fornar heimildir)

Stevens, séra Clifford @ EWTN

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Women for Faith & Family @ St. Louis, Missouri

Ökumenisches Heiligenlexikon

                                              

Read Full Post »

Lindin á Hellnum

Í alla staði er ágætt, að fólk geri alsælli Maríu Guðs­móð­ur vand­að­ar stytt­ur sem víð­ast, ef það er í góðu skyni gert og með við­eig­andi hætti, til dœm­is á fögr­um og frið­sæl­um stað, til að gera bœn sína til henn­ar frammi fyr­ir stytt­unni. Og vel er, að menn minn­ist sem oft­ast Guð­mund­ar góða (d. 1237), ekki sízt við lind­ir eða brunna, sem hann bless­aði með mikl­um árangri. Einnig er gott að hug­leiða, hve mik­ils hann virti Maríu mey, sem kaus að birt­ast hon­um í Nor­egi ár­ið 1226 en vís­ast oftar.

Við Hellna á Snæfellsnesi er ágæt lind, sem lengi var köll­uð Gvend­ar­brunn­ur, því að bisk­up­inn var tal­inn hafa bless­að hana. Án þess gert sé lít­ið úr þeirri ætl­an, verð­ur að spyrja, hver er elzta heim­ild­in? Svo gerð­ist það fyr­ir ekki svo mörg­um ár­um, að al­mennt var far­ið að kalla þessa upp­sprettu Lífs­lind en litlu síð­ar Maríu­lind, því að Guðs­móð­ir hefði birzt Guð­mundi bisk­upi á þess­um stað, að sögn ár­ið 1230. Þar hef­ur henni ver­ið reist stytta (sjá mynd­ina). Þetta finnst kall­að­ur helg­ur stað­ur. En aft­ur verð­ur að spyrja að elztu heim­ild. Eru það frá­sagn­ir fólks, sem fœdd­ist á 19. og 20. öld­um? Þótt það hefði ungt heyrt sögn frá gömlu fólki, og all­ir hafi vilj­að fara rétt með svo mik­ils­verð­an at­burð, eru varla dœmi hér­lend­is um vafa­lausa munn­lega geymd, sem nær sjö og hálfa öld. Kann til að mynda nokk­ur að segja frá orð­um eða gerð­um Snorra Sturlu­son­ar á þess­um sama tíma, nema ráð­fœra sig við Sturl­ungu? Síð­ari tíma opin­ber­un af guð­dóm­legri náð hef­ur ekki heyrzt nefnd, svo að at­hygl­in hlýt­ur að bein­ast að forn­um heim­ild­um, sem segi þetta bein­lín­is eða geri það lík­legt. Hverj­ar gætu þær verið?

Víst væri ástœða til að gleðjast mjög, ef svo mik­ils­verð­ur helgi­stað­ur er á Helln­um. En jafn víst er, að al­sæl María mey og Guð­mund­ur góði kunna því ekki vel, ef skakkt væri far­ið með heil­aga hluti, eins þótt vera ætti þeim til veg­semd­ar. Þessi pist­ill verð­ur með ánægju dreg­inn til baka, ef forn­ar heim­ild­ir reyn­ast vera fyrir hendi. Þang­að til það er ótví­rætt, virð­ist því mið­ur betra að fara með lönd­um og álykta ekki neitt um birt­ingu meyj­ar­inn­ar á Helln­um. En hvetja má fólk til að gera bœn sína til henn­ar, þar og hvar­vetna ann­ars stað­ar, oft á hverj­um degi, ekki sízt með þess­um orð­um: “Heil sért þú, María, full náð­ar. Drott­inn er með þér. Bless­uð ert þú með­al kvenna, og bless­að­ur er ávöxt­ur lífs þíns, Jesús. Heil­aga María, Guðs móð­ir, bið þú fyr­ir oss synd­ug­um mönn­um, nú og á dauða­stundu vorri. Amen.”

Sjá nánar:

Helga Halldórsdóttir: Öll erum við menn. Hafnarfirði 1986

Lesbók Morgunblaðsins 11. júlí 1998 (Sæbjörn Valdimarsson)

Lesbók Morgunblaðsins 22. ágúst 1998 (Kristinn Kristjánsson)

Morgunblaðið 1. desember 1998 (Sæbjörn Valdimarsson)

Morgunblaðið 12. desember 1998 (Guðrún G. Bergmann)

Morgunblaðið 16. desember 1998 (Kristinn Kristjánsson)

(allar blaðagreinarnar má lesa á vefnum www.timarit.is)

                       

Read Full Post »

Older Posts »