Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Kirkjufeður: Latneskir’ Category

    

Ambrosius biskup

    

Ófullgert, undervejs, not finished

Messudagur Ambrosiusar er í rómversk-kaþólsku kirkjunni 7. desember. Í Martyrologium Romanum stendur: “Sancti Ambrosii Episcopi, Confessoris et Ecclesiæ Doctoris, qui pridie Nonas Aprilis obdormivit in Domino, sed hac die potissimum colitur, qua Mediolanensem Ecclesiam gubernandam suscepit.”

Ambrosius var af róm­versk­um að­als­ætt­um, fað­ir hans land­stjóri í Gallíu og krist­inn­ar trú­ar, þótt ekki léti hann skíra börn sín. En hann féll snemma frá, og þá flutt­ist ekkja hans með börn­in til Róm­ar. Þar lærði Ambros­ius með­al ann­ars grísku, mælsku­list, lög­frœði og bók­mennt­ir. Síð­an gerð­ist hann mál­fœrslu­mað­ur og dóm­ari en var 372 út­nefnd­ur land­stjóri á Norð­ur-­Ítalíu og hafði að­set­ur í Milano, sem þá var höf­uð­borg í vest­ur­hluta keis­ara­dœm­is­ins. Ár­ið 374 varð bisk­ups­laust í borg­inni, og til óeirða kom við kjör á nýj­um bisk­upi, því að Aríus­ar­villa átti á þeim tíma mik­il ítök. Ambros­ius flýtti sér nú til dóm­kirkj­unn­ar. Hann vildi sem land­stjóri stilla til frið­ar og hélt sköru­lega ræðu yf­ir mann­fjöld­an­um. En þá kall­aði barn úr hópn­um: “Ger­ið Ambros­ius að bisk­upi!” Hon­um til mik­ill­ar mœðu tóku all­ir und­ir. Ambros­ius hafði ekki enn ver­ið skírð­ur og leit­aði allra bragða til að víkj­ast und­an þess­um vanda, en bisk­up­ar í ná­grenn­inu og síð­ast keis­ar­inn sjálf­ur stað­festu kjör­ið. Hann tók því skírn og all­ar vígsl­ur kirkj­unn­ar, síð­ast bisk­ups­vígslu 7. desem­ber 374. Síð­an gaf hann all­ar eig­ur sín­ar fá­tœk­um og kirkj­unni og hóf að mennta sig í rit­um kirkju­feðr­anna. Ambros­ius var bisk­up á um­brota­tím­um, og sér­stak­lega urðu á hans dög­um mik­il átök um Ar­íus­ar­villu, sem hann snér­ist ein­dreg­ið gegn. Ís­lend­ing­ar þekkja ef til vill bezt til þessa bisk­ups úr sögu Guð­mund­ar góða, sem reynd­ar á ým­is­legt skylt með hon­um og taldi Ambros­ius vera sér­stak­an vin sinn á himnum.

   

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Bibliographisches Kirchenlexikon

Benedictus PP. XVI (ávarp 24. október 2007)

Catholic Online

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Heiligen-3s

Hughes, Marilynn @ Suit101

Jacobus de Voragine (13. öld) @ The Latin Library

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Loughlin, James @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

O’Grady, Desmond @ Catholic Ireland

Orthodox Wiki

Rabeinstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

Santi, beati e testimoni

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

    

Auglýsingar

Read Full Post »

    

Colantonio, St. Hieronymus og kisan      

Hellir Hieronymusar í Betlehem

     

Ófullgert, undervejs, not finished

Messudagur og dauðadagur Hieronymusar er 30. septem­ber. Í Martyro­log­ium Rom­an­um stend­ur: “In Bethlehem Iudæ de­positio sancti Hiero­nymi Presbyt­eri, Con­fessoris et Ecclesiæ Doctor­is, qui, omn­ium studia litter­ar­um adept­us ac probat­or­um Monach­or­um imitator fact­us, multa hæresum monstra gladio suæ doctrinæ confodit; demum, cum ad de­crepit­am usque vixiss­et ætatem, in pace quievit, sepult­usque est ad Præsepe Dom­ini. Eius corp­us, postea Romam delat­um, in Basilica sanctæ Mariæ Maior­is condit­um fuit.” Fœð­ing­ar­ár Hiero­nym­us­ar er ekki full­víst, og má finna ár­töl á bil­inu 329-­347 (Bene­dikt páfi sagði “um 347” í ávarpi 2007, sem gætu ver­ið nýj­ustu nið­ur­stöð­ur), og eins er með tvennu móti dán­ar­ár­ið, hvort var 419 eða 420. Marg­ir dreng­ir eru heitn­ir eft­ir þess­um helga manni, sem gefst vel, því að full tylft af þeim finnst í tölu dýr­linga. Til að­grein­ing­ar er kirkju­frœð­ar­inn all­oft kall­að­ur Euseb­ius Sophron­ius Hiero­nym­us eða kennd­ur við fœð­ing­ar­bœ sinn, Strido Dal­matiae, sem var nærri aust­ur­strönd Adría­hafs, en Got­ar eyddu hann ár­ið 379.

Á helgimyndum er Hieronymus gjarnan með ljón í eft­ir­dragi, þótt stund­um beri lít­ið á því: Ein­hverju sinni kom stórt ljón inn í munka­byggð­ina í Betle­hem og öskr­aði ægi­lega, svo að fólk allt tvístr­að­ist. Nema Hiero­nym­us, sem undr­að­ist þenn­an hávaða og fór til að skoða ljón­ið. Hann sá, að það stakk við, tók í lopp­una á því og fann þyrni, sem hann dró út. Ljón­ið varð að von­um þakk­látt og fylgdi hon­um síð­an. Skemmti­leg þver­stœða er, að það er oft­ast sýnt sem gæf­lynd­ur kött­ur, en sjálf­ur þótti Hiero­nym­us stríð­lynd­ur sem ljón, þeg­ar hann átti í rit­deil­um. Á helgi­mynd­um hef­ur kirkju­frœð­ar­inn oft kardínála­hatt, ann­að hvort á höfð­inu eða ekki all­fjarri sér. Að vísu get­ur engra kardínála á þeim tíma, en hann var skrif­ari og ráð­gjafi páf­ans og feng­inn til að fœra Heil­aga Ritn­ingu yf­ir á vand­að lat­ínu­mál, svo að hann er vel sœmd­ur af þess­um hatti. Á með­fylgj­andi mynd frá 15. öld eft­ir Niccolò Antonio Col­antonio er hvort tveggja á sín­um stað, ljón­ið og hatt­ur­inn. Einn­ig fylg­ir mynd úr helli heil­ags Hiero­nym­us­ar í Betle­hem, ör­skammt frá fœð­ing­ar­stað Krists. Með til­liti til þess að­set­urs, þótti í lok 13. ald­ar vel við eiga að búa Hiero­nym­usi leg­stað í höf­uð­kirkju hinn­ar al­sælu meyj­ar í Róm, Santa Maria Maggiore (sem geym­ir jötu Jesú­barns­ins), og þar er helg­ur dóm­ur hans enn varð­veittur.

     

Acta Sanctorum (Septembris, tomus VIII, p. 418-­688; prent­að 1762)

Agasso, Domenico @ Santi, beati e testimoni

American Catholic

Answers.com

Benedictus PP. XV: Spiritus Paraclitus (15. september 1920)

Benedictus PP. XVI: Ávarp 7. nóvember 2007

Benedictus PP. XVI: Ávarp 14. nóvember 2007

Butler, Alban (18. öld)

Catholic News Agency

Catholic Online

Church of St. John the Baptist, Edmond, Oklahoma

Cutts, Edward Lewes (1897)

Davidson, Ivor @ The Ecole Initiative

Den store danske @ Gyldendal

Duffy, Patrick @ Catholic Ireland

Dunney, Joseph (1945) @ Catholic Information Net­work

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Engelstoft, Laurits (1797)

Eternal Word Television Network

Fay, Terence SJ @ Catholic Ireland

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Gœlzer, Henri Jules Ernest (1884)

Grützmacher, Georg (1901)

Grützmacher, Georg (1906)

Grützmacher, Georg (1908)

Heiligen-3s

Holy Spirit Interactive

Hughes, Marilynn @ Suit101

Jacobus de Voragine (um 1260)

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Largent, Fr. Augustin (1913)

Lutheran Church, Missouri Synod

McLean, Jim @ St. Peter’s Church, Nottingham

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

National Gallery @ London, England

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Orthodox Wiki

Reinkens, Joseph Hubert (1864)

Saltet, Louis @ The Catholic Encyclopedia (1910)

Santopedia

Sigüenza, Frey José de (1595: ensk þýðing 1907)

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Store norske leksikon

Tilly, Michael @ Biographisch-Bibliographisches Kirchen­lexikon

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (pólska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Zöckler, Otto (1865)

Ökumenisches Heiligenlexikon

      

Read Full Post »

   

Gregorius Magnus (Goya, um 1797)

 

Gröf Gregoriusar mikla

   

Ófullgert, undervejs, not finished. 

 

Gregorius var af göfugri, rómverskri ætt, sem bar nafn­ið Anici. Einn af frá­öf­um hans var heil­ag­ur Felix III. páfi (d. 492; einn­ig nefnd­ur Felix II.), og hann taldi jafn­framt til frænd­semi við heil­ag­an Aga­pitus I. páfa (d. 536). Fað­ir Gregor­ius­ar hét Gord­ian­us og var stór­auð­ug­ur mað­ur, átti mikl­ar lend­ur á Sikil­ey en einn­ig glæsi­hús á Cael­ian­hæð í Róm. Son­ur hans naut beztu mennt­un­ar, og mun þar á með­al hafa les­ið mál­frœði, mælsku­frœði, latn­esk­ar bók­mennt­ir, nátt­úru­frœði, sagn­frœði og stærð­frœði, auk held­ur kom­izt vel nið­ur í lög­frœði og kynnzt tón­list. Justin­us II. keis­ari skip­aði Gregor­ius ná­lægt 573 prae­fect­us urbis í Róm, sem var mik­ils­vert embætti, og um sama leyti fékk hann veru­leg auð­ævi í föðurarf.

Gregorius ólst upp á vel kristnu heimili. Móð­ir hans var heil­­ög Silvia, og þrjár föð­ur­syst­ur hans gerð­ust nunn­ur. Hann breytti húsi föð­ur síns í Bene­dikts­klaust­ur, helg­að Andrési post­ula (þar heit­ir nú Chiesa di San Gregor­io al Celio), og gekk sjálf­ur í það sem munk­ur, einn af tólf, jafn­framt því sem hann miðl­aði af hin­um ný­fengna arfi til fá­tœkra. Gregor­ius beitti sig tals­vert mikl­um yf­ir­bót­um á þess­­um tíma, sem kann að hafa geng­ið nærri heilsu hans, og síð­ar þjáð­ist hann löng­um af gigt (á einni helgi­mynd er hann sýnd­ur með rauð­þrút­inn fót á púða). Ár­in í klaustr­inu voru góð en urðu ekki mörg, því að ár­ið 578 vígð­ist hann sem einn af hin­um sjö djákn­um í Róm, en heil­ag­ur Fabi­an­us páfi hafði löngu fyrr skipt borg­inni í svo mörg um­dœmi. Á ár­un­um 579-585 starf­aði Gregor­ius síð­an sem út­send­ari (apocrisi­ar­ius) Pelagius­ar II. páfa við hirð­ina í Kon­stant­ín­ópel, en keis­ar­ar voru þá Tiber­ius II. Con­stant­in­us (d. 582) og síð­an Maur­ic­ius. Patrí­arki í borg­inni var þá heil­ag­ur Eutych­ius (d. 582), kom­inn að stóli sín­um í ann­að sinn, rosk­inn og mik­ils­virt­ur kirkju­höfð­ingi, og deildu þeir Gregor­ius um upp­risu holds­ins (Eutych­ius mun fyrst í bana­leg­unni hafa skil­ið Lk 24.39 bók­staf­lega), auk þess sem staða patrí­ark­anna gagn­vart Róm­ar­bisk­upi var við­kvæmt efni. Mik­il­vægt þótti að fá varn­ar­lið til Ítalíu, út af yf­ir­gangi Lang­barða, sem ár­ið 568 höfðu ráð­izt inn í land­ið, en Gregor­iusi mis­tókst að þoka því áleið­is, enda steðj­uðu ógn­ir einn­ig að rík­inu úr austri. Þess er ann­ars get­ið, að í Kon­stant­ín­ópel hafi hann kom­ið sér vel hjá ýmsu heldra fólki, þurft að fara með lönd­um til að styggja ekki keis­ar­ana og lif­að óbrotnu lífi sem munk­ur, mjög feng­izt við bœn­ar­gerð­ir og lest­ur guð­frœði­rita. Hann var aldrei áhuga­sam­ur um grísku, og hon­um lík­uðu mis­jafn­lega kenn­ing­ar kirkj­unn­ar manna úr þeim heimshluta.

Messudagur Gregoriusar er í rómversk-kaþólsku kirkj­unni (síðan 1969) og hjá mót­mæl­end­um 3. septem­ber en í orþó­dox­um sið 12. marz, dauða­dag­ur páf­ans, sem lengst var hvar­vetna messu­dag­ur hans. Á helgi­mynd­um er hann oft sýnd­ur með dúfu á öxl­inni, tákn hins Heil­aga Anda, sem hvísl­ar speki­mál­um í hægra eyra hans, en það á rœt­ur í fornri sögn.

Verk eftir heilagan Gregorius er meðal annars að finna hér: i) Biblio­thek der Kirchen­vāter, ii) Docu­menta Catholica Omnia, iii) Eglise Ortho­doxe des Gaules, iv) Eternal Word Tele­vision Net­work Patristics Docu­ment Library (nr. 125-126, 578-587 & 792), v) Jesus­Marie.­com, vi) Latin Hymns with English Notes (F. A. March gaf út 1874; bls. 74-78 og 257-260), vii) New Advent (hér og hér), viii) St. Gallen, Stifts­biblio­thek, Cod. Sang. 211 og ix) The Latin Library.

 

    

American Catholic

Barmby, Rev. James (1879)

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Bibliographisches Kirchen­lexikon

Beda Venerabilis @ Catholic Information Network (úr riti frá 8. öld)

Benedictus XVI: Ávarp 28. maí 2008

Benedictus XVI: Ávarp 4. júní 2008

Butler, Alban @ Sacred Texts Archive

Catholic News Agency

Catholic Online

Columbia Encyclopedia

Corrêa de Oliveira, Plinio @ Tradition in Action

Den store danske @ Gyldendal

Duffy, Patrick @ Catholic Ireland

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica 1911

Eternal Word Television Network

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Goddard Clark, Sr. Catherine, M. I. C. M. (2005)

Heilagra manna sögur, I. bindi (Unger gaf út 1877)

Heiligen-3s

Holy Spirit Interactive

Howorth, Sir Henry Hoyle (1912)

Huddleston, Gilbert @ The Catholic Encyclopedia (1909)

Hughes, Marilynn @ Suit101

Jacobus de Voragine @ Star Quest Production Network (úr Aurea Legenda, safni frá 13. öld)

Jones, Terry @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Kaþólska kirkjan á Íslandi

Keck, Karen Rae @ St. Pachomius Library

McNamara, Fr. Robert @ Irondequoit Catholic Communities

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Orthodox Church in America

Orthodox Wiki

Pius X: Iucunda sane (12. marz 1904)

Porvaznik, Phil (1995)

Santi, beati e testimoni

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Snow, T. B. ábóti (1892)

Spearing, Edward (1918; ritstjóri Evelyn Mary Spearing)

St. Charles Borromeo Catholic Church @ Picayune, Mississippi

St. Gallen, Stiftsbibliothek, Cod. Sang. 567 @ The Umilta Website

Store norske leksikon

Wikipedia (enska)

Wikipédia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (norska)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Wyatt, Edward Gerald Penfold (1904)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

   

Ireneus biskup í Lyon

   

Smyrna á vesturströnd Litlu-Asíu er lík­lega fœð­ing­ar­stað­ur Iren­eus­ar (nafn­ið hans rit­að á grísku Εἰρηναῖος; finnst á latínu­letri sem Iren­aeus, Iraen­eus og Hiren­eus), sem gerð­ist læri­sveinn heil­ags Poly­karp­us­ar, en hann var bisk­up í þeirri borg og læri­sveinn guð­spjalla­manns­ins Jó­hann­es­ar. Ireneus þjón­aði á átt­unda ára­tug 2. aldar sem prest­ur í gall­ísku verzl­un­ar­borg­inni Lugdun­um, nú bet­ur þekkt sem Lyon í Frakk­landi. Hún var þá hálf­heið­in, og krist­ið fólk sætti of­sókn­um. En heil­ag­ur Poth­in­us var þar bisk­up og hugs­aði ekki að­eins um eig­in erf­ið­leika, svo að hann sendi Iren­eus á fund páf­ans í Róm, sem þá var heil­ag­ur Eleuter­ius, til að biðja griða trú­vill­ing­um í Frygíu í Litlu-Asíu. Þegar Iren­eus kom til baka ár­ið 177 eða 178, hafði bisk­up­inn og margt fleira fólk lið­ið písl­ar­vætti, og hann var kjör­inn bisk­up. Í því embætti lagði hann áherzlu á kristni­boð víða í Gallíu og sendi í því skyni frá sér prest­ana Felix og Ferre­ol­us og djákn­ana Fortun­at­us, Achill­eus og Ferr­ut­ius, sem all­ir fimm liðu písl­ar­vætti í of­sókn­um ná­lægt ár­inu 212 og telj­ast með helg­um mönn­um. Heil­ag­ir Hiero­nym­us kirkju­frœð­ari (d. 420) og Gregor­ius bisk­up í Tours (d. 594) sögðu báð­ir, að Iren­eus hefði lið­ið písl­ar­vætti. Á þessum árum var Sept­im­us Sever­us keis­ari og krist­ið fólk oft of­sótt. En sam­tíma frá­sögn af dauða bisk­ups­ins finnst ekki.

Ireneus hefur verið kallaður fað­ir trú­frœð­inn­ar, og hann var einn merk­asti guð­frœð­ing­ur á 2. öld, byggði hvort tveggja á hin­um heil­ögu ritn­ing­um og arfi kirkj­unn­ar. Helzta rit hans er Adversus haer­es­es, sem var sam­ið á grísku en snemma þýtt á lat­ínu og finnst sem heild að­eins í þeirri gerð. Þar gerði hann skipu­lega grein fyr­ir kristn­um kenn­ing­um og í hverju villu­lær­dóm­ar stöng­uð­ust á við þær. Annars staðar rit­aði hann um upp­runa og hlut­verk Róm­ar­kirkj­unn­ar og skráði nöfn allra hinna fyrstu páfa. Þetta síð­asta fannst 1904 í arm­enskri þýð­ingu af grísk­um frum­texta. Hiero­nym­us nefndi fleiri verk, og all­mörg texta­brot má finna. Iren­eus af­stýrði klofn­ingi í kirkj­unni vegna tíma­reikn­ings á páska­haldi. Messu­dag­ur hans er í róm­versku kirkj­unni 28. júní en í orþó­dox­um kirkj­um 23. ágúst. Helg­ur dóm­ur hans var lengi varð­veitt­ur í kirkju heil­ags Jó­hann­es­ar í Lyon, en Kalvín­ist­ar eyði­lögðu hann ár­ið 1562. Eng­inn ágrein­ing­ur er um að telja heil­ag­an Iren­eus á með­al kirkju­feðra, og hann virð­ist eink­um hafa rit­að á grísku, móð­ur­máli sínu. En hann er jafnan kenndur við Frakk­land og helzta rit hans að­al­lega varð­veitt á lat­ínu, svo að einn­ig má telja hann til hinna latn­esku kirkju­feðra, og það er gert á vef kaþólsku kirkj­unn­ar á Íslandi. Spyrja má, hvers vegna Ireneus hefur ekki verið útnefndur kirkju­frœðari, fyrst hið frœðilega framlag hans er svo mikils metið. Benedikt XIV. páfi svaraði því til, að enginn píslar­vottur hefði fengið slíka útnefningu, og helgihald til heiðurs þeim væri með öðrum hætti.

Verk eftir heilagan Ireneus er með­al ann­ars að finna hjá: 1) Biblio­theca Patristica Intra­Text, 2) Biblio­thek der Kirchen­väter (hér og hér), 3) Christian Classics Ethereal Library, 4) Docu­menta Catholica Omnia, 5) Early Church Fathers (Roger Pearse), 6) Eternal Word Tele­vision Net­work (nr. 45-54 og 358-359), 7) Logos Virtual Library og 8) New Ad­vent (hér og hér).

   

Armitage, Mark @ Saints and Blesseds Page

Bargellini, Piero @ Santi, beati e testimoni

Benedictus XVI (ávarp 28. marz 2007)

Bradshaw, Rob @ Early Church

Butler, Alban @ Sacred Texts Archive

Catholic Ireland

Catholic Online

Collmar, Norbert @ Biographisch-Biblio­graphisch­es Kirchen­lexikon

Cristianismo Primitivo

Davis, Glenn @ The Development of the Canon of the New Testa­ment

Église Catholique en France

Encyclopaedia Britannica (1911)

Gregorius Turonensis (29. kafli)

Heiligen-3s

Hieronymus (einkum 35. kafli)

Jones, Terry H. @ Star Quest Production Network

Kathpedia

McNamara, Fr. Robert @ Irondequoit Catholic Communities

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

NationMaster Encyclopedia

Odden, Per Einar @ kaþólska kirkjan í Noregi

Orthodox Church of America

Poncelet, Albert @ The Catholic Encyclopedia (1910)

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Tixeront, Joseph (bls. 77-80)

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (norska)

Wikipédia (portúgalska)

Wikipedia (spænska)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

  

Ágústínus kirkjufaðir (Claudio Coello, 1664)

  

Aurelius Augustinus kirkjufaðir og kirkju­frœð­ari fœdd­ist í Tagaste í Num­idiu í Norð­ur-Afríku, sagður Berbi að ætt en foreldrar hans róm­verskir borgarar. Patric­ius fað­ir hans tók ekki kristni fyrr en skömmu fyrir and­lát sitt 371 og hafði lengst látið sér fátt um hana finnast. En móð­ir Ágúst­ín­us­ar, sankti Mon­ika, ól son sinn upp í krist­inni trú, þótt ekki væri hann skírð­ur. Hann var sett­ur til mennta og lagði helzt stund á mælsku­list en síð­ar heim­speki, fór svo að grufla út í pers­neska sér­trú og varð næsta af­huga kristn­inni. Að námi loknu, gerð­ist Ágúst­ín­us mælsku­kenn­ari, lengst í Kar­þagó, svo skamma hríð í Róm, en 384 fékk hann kenn­ara­stöðu í Míl­anó. Þar varð hann fyr­ir mikl­um áhrif­um af ný­platón­isma. En bœn­ir heil­agr­ar Mon­iku og áhrif heil­ags Ambrós­íus­ar ráku Ágúst­ín­us til að skoða hug sinn til krist­inn­ar trú­ar. Haust­ið 386 iðr­að­ist hann, tók sinna­skipt­um og lét vor­ið eft­ir skír­ast, skömmu áð­ur en móð­ir hans dó. Hann flutt­ist 388 til heima­bœj­ar síns og stofn­aði til dá­lít­ils sam­fé­lags í anda klaust­ur­lifn­að­ar. En ár­ið 391 vígðist hann sem prestur og fór til Hippo Reg­ius [nú Ann­aba í Alsír] þar í ná­grenn­inu, til að vera að­stoð­ar­mað­ur hjá Val­er­iusi bisk­upi. Þar kom hann einn­ig upp nokk­urs kon­ar klaust­ur­lifn­aði, auk þess sem hann varð þekkt­ur fyr­ir trú­vörn og sið­bót­ar­við­leitni. Ágúst­ín­us tók 395 vígslu sem að­stoð­ar­bisk­up. Næsta ár varð hann síð­an eft­ir­mað­ur Val­eri­us­ar á bisk­ups­stóli og gegndi því starfi til dauða­dags. Eft­ir Ágúst­ín­us eru varð­veitt­ar 113 bœk­ur og lið­lega 500 pré­dik­an­ir, auk held­ur 218 bréf, samtals ca fimm milljón orð (og nafn hans finnst fullt eins oft á netinu). Hann skýrði út ritn­ing­una, sér í lagi rit eft­ir guð­spjalla­mann­inn Jó­hann­es og Davíðssálma, og ýmsa helztu lær­dóma kristn­inn­ar, svo sem um Heil­aga Þrenn­ingu og náð Guðs, rit­aði gegn villu­kenn­ing­um síns tíma, samdi sjálfs­ævi­sögu sína, Játn­ing­ar (sem kom út á ís­lenzku í þýð­ingu Sig­ur­björns Ein­ars­son­ar), og síð­ast en ekki sízt geysi­mik­ið rit, sem heit­ir Borg Guðs, eitt þýð­ing­ar­mesta verk nokk­urs krist­ins höf­und­ar. En örstutt fyrirsögn um regluhald hefur líklega reynzt áhrifamesta skrif Ágústínusar, því að ótölu­leg­ur fjöldi fólks hefur í 1.600 ár samið líf sitt að þeim leið­bein­ing­um. Á Ís­landi var heil­ag­ur Þor­lák­ur upp­hafs­mað­ur slíks lifn­aðar (af þeirri grein, sem kallast kanúkar). Heil­ag­ur Ágúst­ín­us dó 28. ágúst, með­an stóð á um­sátri Vand­ala um borg­ina Hippo, og það er almennur messudagur hans. Helgur dómur hans hefur frá 723 verið í basilíkunni San Pietro in Ciel d´Oro í Pavia á Norður-Ítalíu. Ágústínus var 1295 út­nefnd­ur kirkju­frœð­ari: Doctor Gratiae. Þótt hann sé á Vesturlöndum álitinn hvað fremstur allra guðfrœðinga, einnig í kirkju­deild­um margra mótmælenda, nýtur hann lítillar hylli í orþódoxu kirkjunum, sem sýnir fornan mun á kenningum (ef til vill jafnframt möguleika og farartálma í samkirkjulegri viðleitni).

  

Verk eftir Ágústínus

    Documenta Catholica Omnia gaf út:

Heildarútgáfa (lætur nærri, frumgerð og þýðingar)

    John Rotello OSA gaf út:

Hugleiðingar fyrir alla daga ársins

    The Latin Library gaf út:

Nokkrar veigamiklar bækur í snotrum búningi

    JesusMarie.com gaf út:

Mikið efni á frönsku

    Bibliotheca Augustana gaf út:

Heildarútgáfa (skammt komin í ágúst 2009)

    Nuova Biblioteca Agostiniana:

Fara verður beint inn á http://www.augustinus.it (krœkjur frábeðnar á þeim vef), velja tungumál, fara svo inn í skrár um bœkur og þaðan í einstök rit (mjög gott safn, bæði á latínu og ítölsku, margar athuganir neðanmáls).

    Project Gutenberg gaf út:

The Confessions

    Internet Sacred Text Archive gaf út:

The Confessions

    Christian Classics Ethereal Library gaf út:

City of God and Christian Doctrine

Confessions

Handbook on Faith, Hope and Love

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume I

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume II

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume III

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume IV

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume V

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume VI

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume VII

Nicene and Post-Nicene Fathers, Series I, Volume VIII

On Christian Doctrine (4 bœkur)

    New Advent gaf út:

Ekki er sérstök yfirlitssíða hjá New Advent um þessar bœkur Ágústínusar, svo að betra þykir að telja þær hér upp, með krœkju á hvert einstakt verk, enda getur lesandi þá séð ensk nöfn þeirra.

Acts or Disputation Against Fortunatus

Against the Epistle of Manichaeus

Against Two Letters of the Pelagians

Answer to Letters of Bishop Petilian

Christian Doctrine

City of God (22 bœkur)

Concerning Faith of Things Not Seen

Concerning the Nature of Good

Confessions (13 bœkur)

First Epistle of John (10 prédikanir)

Letters (162 bréf)

Merits and Remission of Sin, and Infant Baptism

On Baptism, Against the Donatists

On Care to Be had for the Dead

On Continence

On Faith and the Creed

On Grace and Free Will

On Holy Virginity

On Lying

On Man´s Perfection in Righteousness

On Marriage and Concupiscence

On Nature and Grace

On Patience

On Rebuke and Grace

On the Catechising of the Uninstructed

On the Creed – A Sermon to Catechumens

On the Good of Marriage

On the Good of Widowhood

On the Grace of Christ, and on Original Sin

On the Holy Trinity

On the Morals of the Catholic Church

On the Morals of the Manichaeans

On the Proceedings of Pelagius

On the Profit of Believing

On the Soul and Its Origin

On the Spirit and the Letter

On the Work of Monks

On Two Souls, Against the Manichaeans

Our Lord´s Sermon on the Mount (2 bœkur)

Reply to Faustus the Manichaean

Selected Lessons of the New Testament (97 prédikanir)

Soliloquies

The Ennarations, or Expositions, on the Psalms

The Enchiridion

The Harmony of the Gospels (4 bœkur: 150 kaflar)

The Predestination of the Saints – Gift of Perseverance

To Consentius – Against Lying

Tractats on the Gospel of John (124 útleggingar)

    Eternal Word Television Network gaf út:

Ekki er sérstök yfirlitssíða hjá EWTN um bœkur Ágústínusar, en hér má leita að þeim innan um samtals 1.005 númer (sleppið rómverskum tölusetningum í leitinni), og fylgir nokkur fróðleikur um hvert verk. Þar eru einnig fleiri krœkjur, til að sœkja sér skrár í zip-formi. Bœkurnar eru í þetta sinn nefndar latneskum nöfnum, ef lesandi vill festa sér þau í minni, en allt er þetta samt á ensku.

Acta contra Fortunatum Manichaeum

Contra duas epistolas pelagianorum I-IV

Contra epistolam Manichaei quam vocant fundamenti

Contra Faustum Manichaeum I-XV

Contra Faustum Manichaeum XVI-XXI

Contra Faustum Manichaeum XXII

Contra Faustum Manichaeum XXIII-XXXIII

Contra litteras Petiliani I-II

Contra litteras Petiliani III

Contra mendacium

De anima et eius origine I-IV

De baptismo I-IV

De baptismo V-VII

De bono coniugale

De bono viduitatis

De civitate Dei I-II

De civitate Dei III-IV

De civitate Dei V-VI

De civitate Dei VII-VIII

De civitate Dei IX-X

De civitate Dei XI-XIII

De civitate Dei XIV-XV

De civitate Dei XVI-XVII

De civitate Dei XVIII-XIX

De civitate Dei XX-XXI

De civitate Dei XXII

De consensu Evangelistarum I

De consensu Evangelistarum II

De consensu Evangelistarum III-IV

De continentia

De correptione donatistarum

De correptione et gratia

De cura pro mortuis gerenda

De catechizandis rudibus

De doctrina christiana I-II

De doctrina christiana III-IV

De duabus animabus

De fide et symbolo

De fide rerum quae non videntur

De gestis Pelagii

De gratia Christi et de peccato originali

De gratia et libero arbitrio

De mendacio

De moribus Ecclesiae catholicae et de moribus Manichaeorum I-II

De natura boni

De nuptiis et concupiscentia I-II

De opere monachorum

De patientia

De peccatorum meritis et remissione et de baptismo parvulorum I-III

De perfectione iustitiae hominis

De praedestinatione sanctorum et de dono perseverantiae

De sancta virginitate

De sermone Domini in monte I-II

De spiritu et littera

De Trinitate I-IV

De Trinitate V-VIII

De Trinitate IX-XIV

De Trinitate XV

De utilitate credendi

Enchiridion ad Laurentium (de fide, spe et caritate)

Ennarationes in Psalmos I-XXX

Ennarationes in Psalmos XXXI-XLI

Ennarationes in Psalmos XLII-L

Ennarationes in Psalmos LI-LIX

Ennarationes in Psalmos LX-LXVIII

Ennarationes in Psalmos LXIX-LXXV

Ennarationes in Psalmos LXXVI-LXXXV

Ennarationes in Psalmos LXXXVI-XCIV

Ennarationes in Psalmos XCV-CVI

Ennarationes in Psalmos CVII-CXVIII

Ennarationes in Psalmos CXIX-CXXIV

Ennarationes in Psalmos CXXV-CXXXIX

Ennarationes in Psalmos CXL-CL

Letters 1-30

Letters 31-57

Letters 58-86

Letters 87-97

Letters 99-123

Letters 124-145

Letters 146-172

Letters 173-269

Sermo ad catechumenos de symbolo

Sermones de Novo Testamtento I-X

Sermones de Novo Testamento XI-XX

Sermones de Novo Testamento XXI-XXX

Sermones de Novo Testamento XXXI-XL

Sermones de Novo Testamento XLI-L

Sermones de Novo Testamento LI-LX

Sermones de Novo Testamento LXI-LXX

Sermones de Novo Testamento LXXI-LXXX

Sermones de Novo Testamento LXXXI-XC

Sermones de Novo Testamento XCI-XCVII

Soliloquiorum I-II

Tractatus in epistolam Ioannis ad Parthos

Tractatus in evangelium Ioannis I-X

Tractatus in evangelium Ioannis XI-XX

Tractatus in evangelium Ioannis XXI-XXX

Tractatus in evangelium Ioannis XXXI-XLIV

Tractatus in evangelium Ioannis XLV-LX

Tractatus in evangelium Ioannis LXI-XCVIII

Tractatus in evangelium Ioannis XCIX-CXXIV

 

Páfarnir fjalla um heilagan Ágústínus

Pius XI: Ad salutem (bréf til biskupa 30. apríl 1930)

Ioannes Paulus II: Augustinum hipponensem (28. september 1986)

Ioannes Paulus II: Bœn 11. nóvember 2004 (1650 ár frá fœðingu Ágústínusar, helgur dómur hans í fyrsta sinn fluttur til Rómar)

Benedictus XVI: 1. ávarp (9. janúar 2008)

Benedictus XVI: 2. ávarp (16. janúar 2008)

Benedictus XVI: 3. ávarp (30. janúar 2008)

Benedictus XVI: 4. ávarp (20. febrúar 2008)

Benedictus XVI: 5. ávarp (27. febrúar 2008)

Benedictus XVI: Hugvekja við kvöldtíðir (22. apríl 2007)

   

Ýmislegt efni um heilagan Ágústínus

ACI Prensa

Angus, Samuel (1906)

Ashley, John Marks (1877)

Augnet (mikilvœgur vefur)

Augustijns Historisch Instituut

Augustinian Recollects @ Province of St. Augustine

Augustinian Studies @ Villanova University, Pennsylvania

Baillie, Rev. John (1859)

Bautz, Friedrich Wilhelm @ Biographisch-Bbliographisches Kirchenlexikon

Besse, J. (1907, um regluskipan Ágústínusar)

Bindemann, Carl (1844)

Bistum Münster

Borrelli, Antonio @ Santi, beati e testimoni

Bradshaw, Rob @ Early Church

Clausen, Henrik Nicolai (1827)

Canons Regular of the Immaculate Conception

Catholic News Agency

Catholic Online

Cermelli, Agostino (1648)

Choquette, Anne Marie Imelda (1943)

Confederation of the Canons Regular of St. Augustine

Coptic Orthodox Church Network

Chapman, Emmanuel (1934)

Christian Classics Ethereal Library

Claes, Martin @ Centrum voor Patristisch Onderzoek

Cunningham, William (1886)

Cutts, Edward Lewes (1888)

D´Ambrosio, Marcellino @ The Corssroads Initiative

Den store danske

Dorner, A. (1873)

Église Catholique en France

Encyclopaedia Britannica (1878)

Encyclopaedia Britannica (1911)

Encyclopedia of Creation Science

Eskridge, James Burnett (1912)

Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church

Figgis, John Neville (1921)

Flottorp & Halvorsen @ Store norske leksikon

Friberg, Hans Daniel (1944)

Friedrich, Philipp (1907)

Geest, Paul van @ Centrum voor Patristisch Onderzoek

Guitton, Jean (1955, hér ensk þýðing frá 1959)

Harmless, William SJ @ Springhill College, Alabama (bókfrœði)

Hatzfeld, Adolphe (1898)

Heilagra manna sögur, I. bindi (C. R. Unger gaf út 1877, varð­andi Ágúst­ín­us eink­um eft­ir hand­rit­un­um AM 234 fol og AM 235 fol)

Heiligen-3s

Hewit, Augustine Francis (1893)

Hodges, George (1915)

Hooker, Richard @ Washington State University

Hughes, Marilynn @ suite101

Hugonis de Sancto Victore (12. öld, um reglu Ágústínusar)

Humphrey, Edward Frank (1912)

Jaspers, Karl (1957, hér ensk þýðing frá 1962)

Kathpedia

Kay, William (1860)

Kelsey, Morton T. @ Mr. Renaissance

Kemerling, Garth @ Philosophy Pages

Kiefer, James

Kreis, Steven @ The History Guide

Kubicki, Fr. James SJ (hljóðskrár)

Lacey, Thomas Alexander (1914, 1916)

Loofs, F. @ New Schaff-Herzog Encyclopedia of Religious Knowledge

MacQueen, David John (1958)

Malaspina Great Books

McIntosh, John S. (1912)

McNamara, Fr. Robert @ Irondequoit Catholic Communities

Mitchell, Barry (um músík)

Moi, Oddvar @ En Katolsk Weblog

Montgomery, William (1914)

Moriarty, Patrick Eugene (19. öld)

Murphy, B. Keith (2006, hljóðskrá)

Murphy, James Jerome (1974, 2001)

NationMaster Encyclopedia

Nielsen, Cynthia R. @ Per Caritatem

Nitzsch, Friedrich August Berthold (1865, evangelisch)

Odden, Per Einar @ kaþólska kirkjan í Noregi

O´Connor, William Patrick (1921)

O´Donnell, James @ Georgetown University, Washington DC

Oliveira, Plinio Corrêa de @ Tradition in Action

Orthodox Wiki

Osmun, George Wilbur (1906)

Ottley, Robert L. (1919)

Papademetriou, George @ Greek Orthodox Archdiocese of America

Parry, Thomas Jones (1913)

Pejza, Fr. Jack

Petersen, Asbjørn @ Kristeligt Dagblad (2005)

Portalié, Eugène: Life of St. Augustine (1907)

Portalié, Eugène: Works of St. Augustine (1907)

Portalié, Eugène: Teaching of St. Augustine (1907)

Possidius biskup (5. öld; aðrar útgáfur hér og hér og hér)

Przywara, Erich (1958)

Questia Online Research

Rives, Amélie (1906; annað nafn höfundar: Troubeetzkoy prinsessa)

Romanelli, Guiseppe (1880)

Santopedia

Sarkissian, Robert @ Island of Freedom

Schaff, Philip (1854)

Schlabach, Gerald W.

Seabury, Samuel (1833)

Smitha, Frank E.

Spalding, James Field (1886)

Sparrow-Simpson, William John (1910)

Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon

Stanford Encyclopedia of Philosophy

Storz, Joseph (1882)

The Internet Encyclopedia of Philosophy

Trench, Richard Chenevix (1851)

Villadsen, Holger @ Nordisk patristisk bibliografi

Wamelius, Eugenius (1624, falleg bók)

Waters, William George (1906)

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (latína)

Wikipedia (spænska)

Wikipedia (þýzka)

Wikiquote (enska)

Zentrum für Augustinusforschung in Würzburg

Zernoff, Raphael @ Augustine´s Writings (bókaskrá etc)

Ökumenisches Heiligenlexikon

   

    

Read Full Post »