Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Þýzkaland’ Category

                  

María Guðsmóðir uppnumin

                   

Arngrímur Brandsson ábóti á Þingeyr­um (d. 1361) rit­aði sögu Guð­mund­ar bisk­ups góða (d. 1237), sem var mik­ill vin­ur al­sæll­ar Maríu meyj­ar. Í 71. kafla sög­unn­ar seg­ir frá vitr­un heil­agr­ar Elísa­bet­ar (1128-1164; messu­dag­ur 18. júní), sem fékk að sjá upp­numn­ingu meyj­ar­inn­ar. Það gerð­ist nærri ár­inu 1156 í klaustr­inu í Schönau, sem er í Strüth í fylk­inu Rhein­land-Pfalz í Þýzka­landi, en þar varð Elísa­bet síð­ar abba­dís. Frá­sögn­in á að vera tek­in úr bréfi, rit­uðu á nor­rænu, sem norsk­ur klerk­ur sendi Guð­mundi bisk­upi, en hann hafði fyr­ir síð­ustu út­ferð sína til Ís­lands ár­ið 1226 boð­ið, að sér yrði skrif­að, ef ná­kvæm­ur fróð­leik­ur um þessa at­burði bær­ist til Nor­egs. María Guðs­móð­ir birt­ist bisk­upi áð­ur en hann sigldi, en ekki vita menn, hvort þetta bar í tal þeirra (sbr. 64. kafla). Sag­an hljóð­ar svo:

Þá er liðið var frá hingað­burði vors herra, Jesú Kristi, þús­und hundrað fimm­tíu og tvö ár, á dög­um post­ul­legs herra Evgenii páfa tertii [sjá um ár­tal­ið í nið­ur­lagi kafl­ans], var ein nunna, Elisa­beth að nafni, í því klaustri, er Skan­ogia [Schönau] heit­ir og ligg­ur und­ir Trever­is borg [Trier] á Saxlandi. Yf­ir þeim lifn­aði var sú abba­dís, er Hildi­lín hét, vel geym­andi það, er hún hafði til stjórn­ar tek­ið af guðs hálfu. Fyrr­nefnd syst­ir, Elisa­beth, hafði ell­efu ára göm­ul í klaust­ur geng­ið og lifði svo dýr­legu lífi sem alls­vald­andi guð og hans bless­aða móð­ir virt­ust bæði vitni um bera, því að þann tíma, sem þessi nunna hafði lif­að í klaustri önn­ur ell­efu ár, haf­andi tvo vet­ur um tutt­ugu, auðg­aði guð hana svo óend­an­legri hugg­un, að heil­ög guðs móð­ir, Máría, birt­ist henni oft­lega, tal­andi með henni ým­is­leg­ar grein­ir og skyn­semd­ir heil­agra ritn­inga. Hér með birt­ist henni enn oft­leg­ar einn guðs eng­ill, sá er vand­ist hana að læra með eink­an­legri speki. Kenndi hún þenn­an eng­il jafn­an hinn sama til sín kom­andi sem sann­an vin og kær­an fé­laga. Og er hún blómg­ast með því­lík­um gjöf­um, stund­ar hún því fram­ar að líka sem bezt guði í öll­um hlut­um, geym­andi sitt lít­il­læti með góð­um verkum.

Og það gerist, síðan hún skilur, að vor frú, guðs móð­ir Máría, virð­ist henn­ar oft­lega að vitja, að hún seg­ir leyni­lega ein­um and­leg­um föð­ur sín­um þar í klaustr­inu, hver henni gef­ur það ráð að spyrja nokk­urs drottn­ing­una, þá er hún birt­ist henni næsta sinn. Syst­ir­in seg­ist þess spyrja vilja, sem hinn gamli mað­ur vill henni ráð til gefa.

Hann segir: “Það bið eg, dótt­ir mín, að þú spyrj­ir hana, hvort hún hafi af dauða ris­ið og lifi nú í guði bæði með önd og lík­ama.”

Nú á næsta tíma, sem blómst­ur allra meyja, virðu­leg Máría, birt­ist Elisa­beth, tala þær með­al sín harla kær­lega. Það var in octava assumpt­ion­is sanctæ Mariæ, með­an guð­þjón­usta flutt­ist í kirkj­unni. Leið þá létt­ur höfgi yf­ir hana nunn­una, í hverj­um henni birt­ist eft­ir vana heil­ög mær Máría.

Elisabeth spurði þá djarflega, svo segj­andi: “Drottn­ing mín sæt­asta, ef það lík­aði þín­um góð­leika, vild­um vér vita gjarn­an, hvort þú hefð­ir í and­an­um upp­ris­ið og ríki tek­ið með þín­um syni eða reist þú af dauða upp num­in yf­ir öll engla­fylki bæði með önd og lík­ama. Spyr eg fyr­ir þá grein þessa hlut­ar þína mildi, að mér er sagt ef­an­legt skrif­að í letr­um heil­agra feðra af þinni upp­numn­ing.”

Drottningin svarar svo hennar máli: “Það, er þú spyrð, máttu eigi að sinni vís verða, en þó er það ætl­að, að þessi hlut­ur skal fyr­ir þig birt­ast og auð­sýnast.”

Svo sem þessi sýn hverfur brott, ger­ir syst­ir­in kunn­ugt hin­um gamla manni, hversu far­ið hafði spurn­ing og and­svör með drottn­ing­unni, en sá góð­ur bróð­ir legg­ur það til, að nunn­an taki upp eink­an­leg­ar bœn­ir guðs móð­ur til sœmd­ar í minn­ingu þessa fyr­ir­heits, og haldi þeim dag­lega, þar til fram kem­ur vitr­unin.

Líður svo fram heilt ár, að þessa hlut­ar þor­ir nunn­an hvorki spyrja guðs móð­ur né sinn heimul­leg­an eng­il, þótt þau birt­ist henni bæði eft­ir vana, þar til að assumpt­io sanctæ Mariæ stend­ur ná­lægt á öðru ári, þá sýk­ist Elisa­beth svo framt, að á sjálfa há­tíð­ina ligg­ur hún mjög mátt­far­in í rekkju. En þann tíma, sem há­leit þjón­usta ger­ist á þeim bless­aða degi, líð­ur yf­ir hana þungi eða ómeg­in, og því næst sér hún mjög fjarri eina stein­þró. Í þrónni lít­ur hún liggja einn kven­leg­an lík­ama. Alla vega um­berg­is stóðu heima­menn him­in­rík­is, bjart­ir guðs engl­ar með skín­andi ljósi skærr­ar birtu. Og eft­ir lít­inn tíma rís þessi upp með dýrð mik­illi, er áð­ur lá í gröf­inni. Lúta þá heil­ag­ir engl­ar og til koma, flytj­andi all­ir samt hátt í loft upp með göf­ug­legri skip­an sætra hljóða, þar til kem­ur af him­in­rík­is kuria, fag­ur og dýr­leg­ur um­fram sonu manna, lif­andi guðs son með mörg­um þús­und­um sinna hirð­sveita. Sá sami drott­inn ber í sinni hendi heil­ag­an kross með dýr­legu merki. Er þá skip­uð eink­an­lega him­nesk og há­leit pro­cessio, langt um það fram, er mann­legt hjarta má hugs­un á koma. Geng­ur sú bless­aða drottn­ing inn þann virðu­lega fagn­að, er áð­ur hafði skömmu upp ris­ið af gröf­inni, að sjálf­ur himna­kon­ung­ur­inn móti renn­andi leið­ir hana með sinni hendi, svo skip­andi um­berg­is alla vegu, sem henni mátti mest­an sóma inn bera, og því næst byrg­ist há­leit­asta processio út af aug­um Elisa­bethar.

Líður þá lítil stund, áður [en] bless­uð Máría birt­ist henni með sama ljósi, sem fyrr var vant, svo að hún mátti vel stand­ast í and­ar­kraft­in­um. Sýn­ir drottn­ing­in henni þá sitt and­lit blítt og þekki­legt en tal­ar ekki við hana, og sem hún líð­ur á brott kem­ur á sömu stund til henn­ar heim­ul­leg­ur guðs eng­ill, og þeg­ar tal­ar hún til hans svo segj­andi: “Herra minn, hvað merk­ir sú sýn, er mér [fyr­ir] skömmu birt­ist?”

Engillinn svarar: “Í þessari vitran, er guð veitti þér, birt­ist það auð­sýni­lega, hversu vor drottn­ing, frú sankta Máría, var upp­num­in til himna­rík­is, bæði samt með önd og lík­ama.”

Eftir þessa sýn fær systir Elisabeth fljóta heilsu. Líð­ur nú svo fram til octav­am assumt­ion­is, og í sjálfri octava birt­ist henni sami eng­ill með ágætri blíðu, hvar fyr­ir hún spyr með­al ann­arra hluta: “Herra minn, bið eg þig, að þú seg­ir mér, hversu lang­ur tími leið milli frá upp­numn­ingu minn­ar frú­ar, áð­ur fyllt­ist henn­ar lík­am­leg upp­risa?”

Engillinn svarar henni mjög virðu­lega: “Á þeim sama degi sem nú dýrk­ast henn­ar assumptio í kirkj­unni leið hún brott af þessu lífi, en á fjórða degi það­an, það er fjórtánda kal­endas Septem­bris, reis hún af dauða, en heil­ag­ir feð­ur, þeir sem skip­uðu henn­ar upp­numn­ing­ar­dag há­tíð­lega hald­ast í kristn­inni, höfðu enga vissu af henn­ar lík­am­legri upp­risu. En því köll­uðu þeir henn­ar and­láts­dag assumpt­ion­em, að þeir trúðu hana óefa­sam­lega bæði samt upp numna með önd og líkama.”

Sem systir Elisabeth hefur því­líka hluti heyrt og séð, er hún ef­an­leg, hvort hún skal op­in­bera birt­ing­una, því hún ótt­ast, að hún muni dœm­ast svo sem upp­hafs­mað­ur og efni óheyrðra nýj­unga. Og svo sem líða héð­an tvö ár, þar til að enn á sömu há­tíð guðs móð­ur birt­ist hún sjálf oft­nefndri nunnu.

Elisabeth spyr þá drottning­una eft­ir þeim hlut, sem hafði áð­ur oft­lega hugs­að, og seg­ir svo: “Frú mín, hvort eða eigi mun­um vér op­in­bera það orð, sem mér er birt af þinni upp­risu?”

Vor frú sankta Máría svarar henni: “Eigi skal það með lýðn­um orð­fleyt­ast og op­in­ber­ast, því að ver­öld­in er minna góð­gjörn en þyrfti, og því munu þeir, sem heyra, sálu­háska fyr­ir taka, ef þeir mis­trúa sanna hluti og í háði hafa guð­leg stórmerki.”

Systirin spyr þá enn: “Nú þá, drottning mín, viltu, að vér sköf­um af með öllu það, sem skrif­að er af þess­ari birt­ingu?”

Guðs móðir svarar: “Eigi eru þessir hlut­ir til þess birt­ir, að þeir af­má­ist og síð­an gleym­ist, held­ur til þess, að mitt lof marg­fald­ist með­al þeirra, er eink­an­lega mig elska. Því skulu þessi orð kunn­ug verða vin­um mín­um að­eins fyr­ir þinn fram­burð, og munu þeim þess­ir hlut­ir kær­ir verða, er mér auð­sýna sitt hjarta, að hér fyr­ir geri þeir mér eink­an­legt lof og taki af mér eink­an­legt verð­kaup þar fyr­ir. Marg­ir eru þeir, að með mikl­um fagn­aði og virð­ing munu þessi orð með taka og í verki varð­veita sak­ir elsku við mig.”

Arngrímur ábóti bœtir við frá­sögn­ina: “Var herra Guð­mundi í þess­um letr­um mik­il gleði sak­ir ást­ar og vin­áttu vorr­ar frú­ar sankti Máríu. Er öll­um vel skilj­andi mönn­um efa­laus þessi birt­ing, því að sú lög­tek­in bók, er heit­ir Specul­um historiale set­ur skýr­lega, á hverju ári hún varð, þá er lið­ið var frá holdg­an vors herra þús­und hundrað fimm­tíu og sex. Er það svo að skilja, er klerk­ur­inn setti fjór­um ár­um fyrr í upp­hafi sinn­ar frá­sagn­ar og á dög­um Evgenii [1145-1153], að syst­ir Elisa­beth hef­ur á hans dög­um geng­ið í klaustra­lifn­að og stað­ið svo um hans daga og næsta, Ana­stasii páfa [1153-1154], með heil­ög­um and­ar­iðn­um, áð­ur [en] hún öðl­að­ist vitr­an þessa. Hef­ur því birt­ing­in eigi orð­ið á dög­um Evgenii, held­ur á öðru ári Adriani quarti [desem­ber 1154-1159; 2. ár hans þá 1156]…”

Arngrímur hefur eftir norska klerkn­um, að frá­sögn­in sé í klaustr­inu í Schönau not­uð “fyr­ir lection­es í óttu­söng” á upp­risu­tíð Maríu. Hafi hið sama í ein­hverj­um mæli ver­ið gert á Ís­landi, hef­ur bréf­ið áreið­an­lega ver­ið af­rit­að. Arn­grím­ur virð­ist að minnsta kosti hafa not­að ein­hverja gerð þess.

Stórhátíðin uppnumning Maríu meyj­ar er hald­in 15. ágúst. Hinn fjórtándi kal­endas Septem­bris er 19. ágúst. Ná­kvæma kenn­ingu kirkj­unn­ar um upp­numn­ingu Maríu Guðs­móð­ur er að finna í bréf­inu Munificent­issim­us Deus, sem Pius PP. XII gaf út 1. nóvem­ber 1950. Með­fylgj­andi mynd mál­aði Guido Reni ár­ið 1642.

                        

Auglýsingar

Read Full Post »

    

Paulinus biskup

   

Paulinus ólst upp í hérað­inu Aquitania (nú Suð­vest­ur-Frakk­land). Hann kom til Trier í Rín­ar­lönd­um með heil­ög­um Maxi­min­usi bisk­upi og starf­aði sem prest­ur, unz hann varð ár­ið 346 eft­ir­mað­ur bisk­ups­ins. Á kirkju­þingi í Arl­es í Suð­ur-Frakk­landi ár­ið 353 mælti Paul­in­us á móti Ar­íus­ar­villu og neit­aði að for­dœma Aþan­as­ius patrí­arka í Alex­andríu. Þess vegna rak Kon­stant­ius II. keis­ari og trú­vill­ing­ur hann í út­legð til Frygíu (nú hluti af Tyrk­landi). Þar sætti bisk­up í fimm ár svo miklu harð­ræði, að hann er tal­inn með písl­ar­vott­um, þótt ekki væri hann drep­inn. Nokkr­um ára­tug­um eft­ir dauða Paul­in­us­ar, var helg­ur dóm­ur hans sótt­ur og flutt­ur til Trier. Messu­dag­ur hans og dauða­dag­ur er 31. ágúst.

   

Catholic Online

Gugumus, Johannes Emil @ Santi, beati e testimoni

Heiligen-3s

Kathpedia

Lins, Joseph @ The Catholic Encyclopedia (1912)

Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

Rabenstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church, Washington DC

Roeber, Margarete @ St. Gregory´s Journal (2008)

Saarländische Biografien

Wikipedia (enska)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »

  

 

Albert le Grand   

   

Albert mikli var fœdd­ur í Lauingen í Bœj­ara­landi (við Dóná, Schwaben), og ár­tal­ið er ekki full­víst, þótt hér standi í fyr­ir­sögn 1206. Aðr­ar heim­ild­ir segja 1193 eða um 1200. Hann er sagð­ur hafa ver­ið af að­als­ætt­um og sem 16 ára far­ið til há­skóla­náms í Padova á Ítalíu (nýr skóli, stofnaður 1222), las að sögn lög, heim­speki, stœrð­frœði og lækn­is­frœði. En hann kynnt­ist reglu prédik­ara­brœðra, Ordo Prædica­torum (O. P.), og gekk svo í hana 1223, mjög gegn vilja föð­ur síns, sem mis­tókst að heimta hann heim og gerði hann síð­an arf­laus­an. Albert hélt á veg­um regl­unn­ar áfram námi, nú í Köln, og var vígð­ur til prests 1228. Enn stund­aði hann næstu ár nám í þýzk­um klaustr­um hjá reglu sinni (Hildes­heim, Frei­burg im Breisgau, Regens­burg og Straβ­burg). Á ár­un­um 1243-1248 dvaldi hann í París, lauk meistara­prófi í guð­frœði 1245 og rann­sak­aði einnig og kenndi (á með­al nem­enda hans var heil­ag­ur Tómas frá Aquino). Ár­in 1248-1254 kenndi hann í klaustur­skól­an­um í Köln, sem varð á þeim tíma víð­fræg­ur, og skipu­lagði jafn­framt kennslu í öðr­um klaustr­um. Á ár­un­um 1254-1257 þjón­aði Albert sem yfir­mað­ur reglu sinn­ar í þýzku­mæl­andi lönd­um, sem út­heimti mik­il ferða­lög á hest­um postul­anna, því að hann var sam­vizku­sam­ur í öll­um störf­um. Eft­ir að skip­un­ar­tíma hans í því embætti lauk, helg­aði hann sig aft­ur kennslu í Köln á ár­un­um 1257-1260. Alexand­er IV. páfi skip­aði Albert 1260 bisk­up og fursta í Reg­ens­burg, sem honum var fremur nauð­ugt, enda svo hátt embætti í litlu sam­ræmi við lífs­hætti betli­munka og dóm­kapítul­an­um þótti fram­hjá sér geng­ið. En árvekni og alúð sýndi hann í starf­inu og ferð­að­ist jafnan fót­gang­andi um bisk­ups­dœmi sitt (til gam­ans kall­að­ur stíg­vél­aði bisk­up­inn). Eft­ir næstu páfa­skipti 1262 fór hann til Rómar og fékk Urbanus IV. til að láta sig laus­an en var í stað­inn fal­ið að prédika kross­ferð í Þýzka­landi, sem hann gerði á ár­un­um 1263-1264. Nú gat hann aft­ur snú­ið sér að kennslu, í þetta sinn í Würz­burg og Straβ­burg, en 1269 flutt­ist hann al­far­inn til Köl­nar. Síð­ustu tvö ævi­ár­in átti hann við nokk­uð minn­is­tap að stríða. Mik­ill bóka­fjöldi ligg­ur eft­ir heil­ag­an Albert, ekki að­eins um óbrot­gjörn guð­frœði­leg efni, held­ur alls kon­ar fróð­leik, ekki sízt raun­vís­indi, og sýna þá að minnsta kosti stöðu þekk­ing­ar á 13. öld. Auk þess var hann nafn­kunn­ur sem pré­dik­ari. Gregorius XV. tók hann í tölu blessaðra 1622, Pius XI. út­nefndi hann kirkju­frœð­ara 1931 og Pius XII. vernd­ar­dýr­ling nátt­úru­frœð­inga 1941. Messu­dag­ur heil­ags Alberts og dauða­dag­ur er 15. nóvem­ber. Hann er kall­að­ur Doctor uni­versal­is. Hann vann þrot­laust að því að koma á friði á milli þjóða síns tíma, sagði Bene­dikt XVI. páfi í ávarpi 15. nóvem­ber 2006. Þeg­ar Pius XII. páfi skil­greindi 1950 upp­numn­ingu Maríu Guðs­móð­ur, vitn­aði hann til Alberts, sem hefði sýnt fram á, að hún væri und­an­þeg­in hinni fjór­földu bölv­un, sem lögð var á Evu (30. efnisgrein).

Verk eftir heilagan Albert má meðal annars finna hjá: 1) Alberti Magni E-Corpus @ Uni­versity of Waterloo, 2) Biblio­theca Augustana @ Fach­hoch­schule Augs­burg, 3) Christian Classics Ethereal Library, 4) Docu­menta Catholica Omnia, 5) Farlang Inc., 6) Gallica, 7) München­er Digitalis­ierungs­Zentrum @ Bayerische Staats­Biblio­thek, 8) Ruprecht-Karls-Uni­versität Heidelberg, 9) Uni­versitatea Babeş-Bolyai Cluj-Napoca (hér og hér) og 10) Uni­versität Bielefeld.

  

Absolute Astronomy

Albertus-Magnus-Institut @ Bonn

Allgemeine Deutsche Biographie @ Wikisource

Bach, Josef (1881)

Bautz, Friderich Wilhelm @ Biographisch-Bibliographisches Kirchenlexikon

Catholic Online

Christian Classics Ethereal Library

Church of St. Albert the Great @ Minneapolis

Den store danske (Gyldendals åbne encyklopædi)

Diccionario Enciclopédico Hispano-Americano

Dominican Antiphon á Albertsmessu

Dominican Breviary

Dominerkanerkonvent Sankt Andreas @ Cologne

Eglise Catholique en France

Encyclopaedia Britannica (1911)

Encyclopedia of World Biography

Feiler, Willy (1891)

Fellner, Stephan (1881)

Gary Macy @ University of San Diego

Guilbeau, Fr. Aquinas OP @ Church of Saint Vincent Ferris, New York City

Heiligen-3s

Hughes, Mary Albert OP @ Spirituality Today

Hughes, Marilynn @ Suit101

Jones, Terry H. @ Star Quest Production Network

Kathpedia

Kennedy, Daniel @ The Catholic Encyclopedia (1907)

Kennedy, Leonard Anthony (1958)

Livingstone, E. A. @ The Concise Oxford Dictionary of the Christian Church

Mandonnet, Pierre @ Dictionnaire de Théologie Catholique [JesusMarie.com]

Mariani, Franco @ Santi, beati e testimoni

Miller, Robert G. (1938)

Mollen, Thomas @ Bistum Münster

NationMaster Encyclopedia

O´Connor & Robertson @ University of St. Andrews, Scotland

Odden, Per Einar @ kaþólska kirkjan í Noregi

On-line Reference Book for Medieval Studies

Pfeifer, Franz Xavier (1881)

Pouchet, Félix Archimède (1853)

Probert Encyclopaedia

Rabeinstein, Katherine @ St. Patrick Catholic Church in Washington DC

Riflessioni Enciclopedia

Santopedia

Siervas de los Corazones Traspasados de Jesús y María

Sighart, Joachim (ensk þýðing 1876)

St. Albert the Great Project for a New Scholastic Century

Stanford Encyclopedia of Philosophy

St. Charles Borromeo Catholic Church @ Picayune, Mississippi

Stevens, Rev. Clifford @ Eternal Word Television Network

Store norske leksikon

Vervaart, Otto

Vicifons

Weisheipl, James A. OP @ Toronto

Wikipedia (enska)

Wikipedia (franska)

Wikipedia (hollenzka)

Wikipedia (ítalska)

Wikipedia (þýzka)

Ökumenisches Heiligenlexikon

Read Full Post »