Á þeim hinum sama bœ hafði enn orðið sá atburður, að verk miklum laust í hönd manni, og fylgdi síðan þroti svo mikill, að menn höfðu ekki séð jafn mjög blása á jafn langri stundu hönd né eins manns eða fót. Varð hann hættur af með öllu. Síðan var heitið fyrir honum á hinn sæla Þorlák biskup til heilsubótar. En svo skipaðist við það áheit, að á einni nóttu tók bæði úr hendinni allan verk og þrota, og var hann heill upp frá þeirri stundu, sem hann hafði áður verið eða betur.
Sama bœ, sjá 25. kafla. Hættur: í hættu staddur. Sjá einnig Þorláks sögu hina elztu, 42. kafla [2002], en þar er maðurinn sagður hafa verið ungur.
Þessi kafli er hluti af Jarteinabók Þorláks biskups frá 1199.
Færðu inn athugasemd