Ófullgert, undervejs, not finished
Messudagur og dauðadagur Hieronymusar er 30. september. Í Martyrologium Romanum stendur: “In Bethlehem Iudæ depositio sancti Hieronymi Presbyteri, Confessoris et Ecclesiæ Doctoris, qui, omnium studia litterarum adeptus ac probatorum Monachorum imitator factus, multa hæresum monstra gladio suæ doctrinæ confodit; demum, cum ad decrepitam usque vixisset ætatem, in pace quievit, sepultusque est ad Præsepe Domini. Eius corpus, postea Romam delatum, in Basilica sanctæ Mariæ Maioris conditum fuit.” Fœðingarár Hieronymusar er ekki fullvíst, og má finna ártöl á bilinu 329-347 (Benedikt páfi sagði “um 347” í ávarpi 2007, sem gætu verið nýjustu niðurstöður), og eins er með tvennu móti dánarárið, hvort var 419 eða 420. Margir drengir eru heitnir eftir þessum helga manni, sem gefst vel, því að full tylft af þeim finnst í tölu dýrlinga. Til aðgreiningar er kirkjufrœðarinn alloft kallaður Eusebius Sophronius Hieronymus eða kenndur við fœðingarbœ sinn, Strido Dalmatiae, sem var nærri austurströnd Adríahafs, en Gotar eyddu hann árið 379.
Á helgimyndum er Hieronymus gjarnan með ljón í eftirdragi, þótt stundum beri lítið á því: Einhverju sinni kom stórt ljón inn í munkabyggðina í Betlehem og öskraði ægilega, svo að fólk allt tvístraðist. Nema Hieronymus, sem undraðist þennan hávaða og fór til að skoða ljónið. Hann sá, að það stakk við, tók í loppuna á því og fann þyrni, sem hann dró út. Ljónið varð að vonum þakklátt og fylgdi honum síðan. Skemmtileg þverstœða er, að það er oftast sýnt sem gæflyndur köttur, en sjálfur þótti Hieronymus stríðlyndur sem ljón, þegar hann átti í ritdeilum. Á helgimyndum hefur kirkjufrœðarinn oft kardínálahatt, annað hvort á höfðinu eða ekki allfjarri sér. Að vísu getur engra kardínála á þeim tíma, en hann var skrifari og ráðgjafi páfans og fenginn til að fœra Heilaga Ritningu yfir á vandað latínumál, svo að hann er vel sœmdur af þessum hatti. Á meðfylgjandi mynd frá 15. öld eftir Niccolò Antonio Colantonio er hvort tveggja á sínum stað, ljónið og hatturinn. Einnig fylgir mynd úr helli heilags Hieronymusar í Betlehem, örskammt frá fœðingarstað Krists. Með tilliti til þess aðseturs, þótti í lok 13. aldar vel við eiga að búa Hieronymusi legstað í höfuðkirkju hinnar alsælu meyjar í Róm, Santa Maria Maggiore (sem geymir jötu Jesúbarnsins), og þar er helgur dómur hans enn varðveittur.
Acta Sanctorum (Septembris, tomus VIII, p. 418-688; prentað 1762)
Agasso, Domenico @ Santi, beati e testimoni
Benedictus PP. XV: Spiritus Paraclitus (15. september 1920)
Benedictus PP. XVI: Ávarp 7. nóvember 2007
Benedictus PP. XVI: Ávarp 14. nóvember 2007
Butler, Alban (18. öld)
Church of St. John the Baptist, Edmond, Oklahoma
Cutts, Edward Lewes (1897)
Davidson, Ivor @ The Ecole Initiative
Den store danske @ Gyldendal
Duffy, Patrick @ Catholic Ireland
Dunney, Joseph (1945) @ Catholic Information Network
Engelstoft, Laurits (1797)
Eternal Word Television Network
Fay, Terence SJ @ Catholic Ireland
Ferris, Tommy @ Doctors of the Catholic Church
Gœlzer, Henri Jules Ernest (1884)
Grützmacher, Georg (1901)
Grützmacher, Georg (1906)
Grützmacher, Georg (1908)
Hughes, Marilynn @ Suit101
Jacobus de Voragine (um 1260)
Jones, Terry @ Star Quest Production Network
Largent, Fr. Augustin (1913)
Lutheran Church, Missouri Synod
McLean, Jim @ St. Peter’s Church, Nottingham
Mollen, Thomas @ Bistum Münster
National Gallery @ London, England
Odden, Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge
Reinkens, Joseph Hubert (1864)
Saltet, Louis @ The Catholic Encyclopedia (1910)
Sigüenza, Frey José de (1595: ensk þýðing 1907)
Stadlers Vollständiges Heiligenlexikon
Tilly, Michael @ Biographisch-Bibliographisches Kirchenlexikon
Wikipedia (enska)
Wikipédia (franska)
Wikipedia (hollenzka)
Wikipedia (ítalska)
Wikipédia (portúgalska)
Wikipedia (pólska)
Wikipedia (spænska)
Wikipedia (þýzka)
Zöckler, Otto (1865)
Færðu inn athugasemd